Gullmaðurinn Fernando Torres!

Það er auðvitað bara alls ekki hægt annað en að óska okkar stórkostlega framherja, Fernando Torres til hamingju með ótrúlegan áfanga sem varð að raunveruleika í snjókomunni á Villa Park í gær.

Þar skoraði drengurinn deildarmark sitt númer 50, í deildarleik númer 72 fyrir félagið. Það eru svakalegar tölur og ég er sannfærður um að ekki nokkur annar hefur náð þessum áfanga síðan að Úrvalsdeildin var sett af stað.

Þetta þýðir 0,7 mörk í leik – eða það að í hverjum þremur leikjum fyrir liðið skorar Torres tvö mörk!

Hann er í félagi sem hefur átt ansi marga stormsentera sem hafa skorað töluvert, en þegar maður sér topp 10 yfir það hversu fljótt menn skoruðu 50 deildarmörk fyrir félagið sést afrekið betur!

Leikirnir sem tók menn að skora 50 mörk standa framan við nöfnin.

72 Fernando Torres

80 Sam Raybould (1900 – 1907)

80 Albert Stubbins (1946 – 1953)

81 Roger Hunt (1959 – 1970) Sá sem flest deildarmörk hefur skorað fyrir LFC, 245 talsins

82 Jack Parkinson (1902 – 1914)

83 John Aldridge

84 Ian Rush

88 Robbie Fowler

90 Gordon Hodgson (1926 – 1935)

98 Harry Chambers (1919 – 1928)

98 Kenny Dalglish

98 Michael Owen

Ákvað að tímasetja þau nöfn sem við ekki þekkjum síðustu árin, en feiletraði þekktu nöfnin. Fótboltinn breyttist töluvert uppúr 1960, sumir segja að HM 1966 hafi breytt fótboltanum varanlega í átt að varkárari leik, Brasilía urðu t.d. heimsmeistarar 1958 spilandi leikkerfið 2 – 3 – 5 !!! Því hefur það orðið stöðugt erfiðara fyrir framherja að skora og gerir afrek Nando bara enn meira.

Það er í raun svakalegt að það muni 12 leikjum á honum og Rush, 16 leikjum á honum og Fowler, eða 26 leikjum á honum og Dalglish/Owen.

Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst fullkomlega ljóst að svona leikmaður verður einfaldlega ekki bættur. Ég tel Fernando Torres vera besta framherja í heiminum í dag, og alveg sama hver upphæðin verður sem önnur lið bjóða. Allt annað svar en nei sýnir metnaðarleysi og skort á dug!

Það þarf að raða fleiri heimsklassaleikmönnum í kringum þennan dreng og við náum langt! Svo auðvitað finna lækningar á meiðslum hans hratt og örugglega, ég er enn sannfærður að alheill Torres allan síðasta vetur hefði skilað okkur titlin númer 19!

Til hamingju með áfangann Torres okkar, við treystum því að þú stútir fleiri metum fljótlega og farir að hirða medalíur með liðinu okkar allra!

45 Comments

  1. Er hann semsagt að bæta rúmlega aldargamalt met ? Það er alveg í lagi.

    Eins held ég að 2-3-5 sé algjörlega málið 🙂

  2. Og mikilvægt mark númer 50! Ekki ólíklegt að þetta sé markið sem skilur á milli þess hvort Liverpool FC verður í Meistardeild eður ei.

    Til hamingju Torres!
    YNWA

  3. Torres var reyndar ekki fyrstur í Premíunni til að ná 50; hann er fjórði í röðinni. Andy Cole 65, Shearer 66 og van Nistelrooy 68. Tekið af twitter.com/optajoe, sem er frábær Twitter-straumur fyrir fótboltatölfræðinörda. En frábært afrek engu að síður.

  4. Þessi maður er einfaldlega BESTUR !!

    En smá kvart. Hefði mátt hafa skýrsluna úr Villa leiknum lengur efst. Sigurskýrslurnar eru svo sjaldgjæfar þessa dagana að það er um að gera að njóta þeirra eins og hægt er hahahaha.

  5. Frábær árangur hjá þessum magnaða framherja og vonandi að hann haldist heill það sem eftir er enda munar allt of mikið á honum og næsta framherja hjá okkur.
    Til hamingju með þetta Torres………

  6. Þetta er nátturulega ótrúlegur árangur hjá manninum. Og núna þurfa liðsfélagar hans að borga honum þetta til baka með því að hjálpast allir að og vinna kannski einn eða tvo bikara svona á næstu 2 árum. Og styrka liðið með 4 heimsklassa leikmönnum í viðbót við hann Gerrard, Masch og Aquilani.

  7. þetta er svakalegt afrek hjá honum og ef hann væri ekkert búinn að meiðast hafði hann náð þessu i færri leikjum ef hann gerði. hann var svo oft að vinna sig i form eftir meiðsli, hef trú á að hann hefði getað tekið þetta á færri leikjum en Andy cole

    Torres er KÓNGURINN

  8. ekki gleyma Man City… þeir eiga meira möguleika og eru með betra lið en Aston Villa… þetta var mjög töff… Chelsea, Man Utd og Arsenal verða að berjast á toppnum… Liverpool, City, Aston Villa og Tottenham berjast um 4. sætið…..
    ooohhhhhh ömurlegt að segja frá því að við séum að fara berjast um 4. sætið í deildinni… finnst ykkur það ekki sorglegt?????????????

  9. Andy Cole 65, Shearer 66 og van Nistelrooy 68

    Voru þessir menn ekki allir vítaskyttur í sínum liðum ? Mér finnst menn verði að hafa það í huga líka þegar menn tala um afrek þessara kappa.

  10. Góður punktur hjá #11.

    Væri gaman að sjá tölfræði þessara þriggja kappa FYRIR UTAN vítaspyrnur. Þá er ég nokkuð viss um að Torres sé á toppnum.

  11. OptaJoe svarar svona fyrirspurnum á nokkrum mínútum. Niðurstaðan er því miður enn Cole – en Torres er kominn í 2. sæti:

    Excluding penalties, Cole 65, Torres 72, Shearer 78, van Nistelrooy 88.

  12. City tel ég að eigi eftir að hikksta. Þeir hafa vissulega tapað fáum leikjum en ég er fullviss um að þeir eiga eftir að lenda í mótlæti og pressan á eftir að aukast á Manchini. Verður gaman að sjá hvernig þeir gúddera það. Kannski gerist það sem gerðist 2005 þegar allir biðu eftir að Everton blaðran myndi springa en það gerðist aldrei.

    Sama með Tottenham og Villa þá eiga þau eftir að tapa stigum og það sem þeim vantar er meiri breidd í varnaleikinn. Hef trú á að eftir því sem líður á mótið að þá eigi þessi lið eftir að tapa stigum.

    Ég segi það að það veltur allt á Liverpool hvort þeir nái þessu 4. sæti eða ekki. Ef þeir fara hrökkva í gang og spila líkt og þeir hafa gert eftir áramót á undanförnum leiktíðum þá taka þeir 4. sætið.

  13. AF hverju vilja menn taka vítin út úr þessu, þau eru jú líka mörk. Getur ekki bara verið að Torres sé léleg vítaskytta? Það má allavega leiða líkum að því fyrst hann tekur ekki vítin og mér finnst alltaf skrítið að menn vilji líta á mörk úr vítum einhverjum öðrum augum en önnur mörk.

    Að öðru leiti er þetta náttúrulega frábært hjá Torres og hann á vonandi eftir að haldast heill það sem eftir er tímabils.

  14. Auðvitað eru víti líka mörk, það er alveg rétt, en þegar verið er að meta goal-scoring hjá framherja, þá finnst mér ekkert að því að halda vítaspyrnunum þar fyrir utan.

    Er ekki litið á vítaspyrnur sem svona því sem næst “gefins” mörk? Það að ekkert þessara 50 marka séu úr vítaspyrnum gerir þetta bara meira afrek IMHO.

  15. Að vel ígrunduðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Torres sé líklega betri en enginn 🙂

    Annars smá leiðrétting: “Brazil introduced its innovative 4-2-4 system at the 1958 World Cup, a lineup that differed from the more traditional Pyramid (2-3-5) and W-M (3-4-3) formations employed in soccer at the time.”
    http://www.cbc.ca/sports/worldcup2006/history/events/1958.html

  16. Torres er prinsinn og Gerrard er kóngurinn, smá leiðrétting 😉 hehe allavega mín skoðun

  17. Sælir félagar

    Torres er einfaldlega afburðamaður og ekkert meira um það að segja. Hvort hann er léleg vítaskytta veit ég ekki. En meðan Liverpool hefur vítaskyttu á borð við Gerrard þá tekur enginn víti nema hann. Svo einfalt er þeð. Það kemur styrk Torres sem vítaskyttu ekkert við.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. Mer finnst nu lika markvert að minnast a það að markmenn a þessum timum Shearers og Andy Cole’s voru mun lelegri en i dag. Þetta er bara alveg satt, markmenn i dag eru mun betri en i þa daga.

  19. hann er einfaldlega bara langbestur í heimi í dag, þar á eftir koma Rooney og Drogba kannski ?

  20. Torres er ótrúlegur leikmaður, og eina sem mér dettur í hug sem gæti gert hann enn betri væri ef hann væri ekki svona gjarn á að meiðast.

  21. Mér finnst mjög vafasamt að halda því fram að það hafi verið miklu auðveldara að skora mörg mörk á einhverjum ákveðnu tímabili heldur en það er í dag.

    Væru Pele og Maradona ekkert sérstaklega góðir fótboltamenn í dag. Voru þeir bara svona góðir því allir hinir fótboltamennirnir voru svona lélegir.

    Er miklu auðveldara að skora í dag af því markmenn eru miklu betri en áður. Hefur markmönnum farið fram en sóknarmenn staðið í stað?????

    Það á ekki að gera lítið úr afrekum þeirra sem hafa skarað fram úr í fótboltaheiminum í gegnum tíðina. Það er ekki þannig að allt sé alltaf best í núinu.

    Leikirnir eru jafn langir, jafn margir leikmenn á vellinum og nokkur veginn sömu reglur sem gilda.

    Samanburður á milli nútíðar og fortíðar er þess vegna fullkomlega eðlilegur og er Torres einfaldlega í fjórði flótasti leikmaður úrvaldsdeildarinnar til þess að skora 50 mörk. Glæsilegur árangur hjá þessum mikla snilling.

  22. Ok ef þið ætlið að halda því fram að markmenn séu mikið betri í dag ok gott og vel, en hvernig væri þá að taka það fram að fótBOLTINN sjálfur hefur líka verið gerður þannig að markmenn eiga mun erfiðara með að sjá stefnuna á honum vegna þess hvernig hann svífur í loftinu. Ekki bara taka það til sem hentar okkur betur.
    Og með Torres og vítinn þá er hann mjög léleg vítaskytta miðað við hversu góður hann er að klára færin sín, mig minnir að hann sé með um 50% vítingu á vítum sínum á Spáni.

  23. Sælir,
    er ekki hægt að sjá hvað leikmenn þurfa mörg færi til að skora þessi mörk. Cole er að mínu viti vanmetnasti leikmaður enskrar knattspyrnu seinni ára. Hann spilaði reyndar með lang, lang, lang, lang besta liði deildarinnar á þessum tíma, lið sem skapaði fullt af færum. Man það vel að hann fékk oft að heyra það hvað hann þyrfti mörg færi til að skora. En að sjálfsögðu verður að taka það með í reikninginn hvað mörg mörk eru skoruð úr vítum. Ekki treysti ég mér til að skera úr um það hvort markmenn séu betri nú á dögum heldur en áður. En það eru klárlega fleiri góðir markverðir en áður sökum fleiri iðkenda. Það eitt gerir það þó ekki erfiðara að skora heldur frekar það að varnarleikur hefur þróast mjög mikið síðustu 20 árin. Almenna reglan er, fleiri iðkendur=jafnari lið.

  24. Það má nú samt minnast á að Andy (Andrew núna) Cole skoraði mjög fá þessara marka með mufc (7 talsins). Hann skoraði 43 markanna með Newcastle þau tímabil sem hann var með þeim í efstu deild.

  25. svar við 21, ætli Torres sé ekki þarna uppi með Zlatan, svo Rooney og Drogba á eftir

  26. Málið er einfalt, Torres er heimsklassa senter, einn af fimm bestu í heiminum í dag. Það er auðvelt að halda því fram þar sem ég fullyrði að hann myndi ganga inní hvaða byrjunarlið sem er í heiminum.

    Ég segi líka að hann er besti framherji sem klæðst hefur Liverpool treyjunni. Fowler, Owen og Rush voru vissulega frábærir. En ég hef séð þá alla spila, bæði í 100% og skaddaða, en enginn þeirra kemst á stall með Torres. Það má í raun segja að Torres sameini helstu kosti þessara þriggja leikmanna. Hann hefur hraðan hans Owen, skotviss eins og Fowler og nýtinguna og staðsetninguna hans Rush. Ef Liverpool verður þess heiðurs aðnjótandi að halda Torres næstu 5-10 árin er klárt að hann á eftir að slá öll met í markskorun.

  27. Stórkostlegur leikmaður, í algjörum heimsklassa. Sá hann skora þrennu á Anfield á móti Hull í október. Eins og að drekka vatn. Unun að fylgjast með manninum.

  28. Torres er einstakur leikmaður og algjört lán að hafa landað honum á sínum tíma. Það er alltaf áhugavert að bera menn saman í gegnum tíðina, ég held að það geti varla verið bara í eina átt sem hlutirnir breytast/þróast. Markmenn eru stærri en þeir voru, en t.d. í dag er enginn á kaliberi Schmeichel í deildinni. Enskir markmenn núna eru mun slakari en þeir voru fyrir 10-20 árum. Þá hefur ýmsum reglum verið breytt, t.d. var rangstöðureglan mun strangari þegar Rush var og hét og þá máttu markmenn taka boltann upp eftir sendingu frá varnarmanni. Þannig má lengi telja.

    Það kemur mér hins vegar mjög á óvart að sjá Andy Cole þarna. Af þessum þremur þá er Torres líklega á gæðakaliberi á svipuðu róli og Shearer og Nistelrooy þegar þeir voru upp á sitt besta.

    Samanburðurinn við Owen, Fowler og Rush er áhugaverður, mér finnst hann líkjast Rush mest. Hann er mun teknískari en Owen og mun hraðari en Fowler. Maður sér reyndar Rush alltaf í rósrauðu ljósi en hann var með ótrúlega skottækni, átti auðvelt með að stinga varnarmennina af og spila þvert á varnarlínuna og komast þannig í gegn. Hann skoraði líka potmörk og í sjálfu sér mjög fjölbreytt mörk.

    Þá er það kannski Torres í hag að hann kom 23 ára inn í liðið en hinir þrír komu mun yngri inn í liðið og áttu þá eftir að taka út töluverðan þroska áður en þeir náðu fyrstu 50 mörkunum.

    Ef Torres ætlar að ná að jafna Rush, þá verður hann auðvitað algjört legend hjá okkur en 346 kvikindi, hann þarf að spila a.m.k. 7-8 ár í viðbót til þess. Er hann ekki kominn með einhver 70 stykki í heildina? Búinn að vera í tvö og hálft ár.

  29. Torres er bara einfaldlega besti striker í heiminum í dag… þeir sem ekki sjá það, vilja ekki sjá það eða eru blindir…. Hann sló marka met Nistelroy á fyrsta ári sínu í deildinni og er nú fyrstur til að skora 50 mörk á í fæstum spiluðum leikjum og það sem meira er í bestu og erfiðustu deild í heimi… það er ekkert hægt að deila um þetta… Nú og svo má ekki gleima að hann er í besta og flottasta liði sem til er…

  30. Auðvita er Torres einn sá allra besti í bransanum og sér í lagi þegar að hann er ekki pirraður, en þegar að hann er pirraður og ætlar að fara í gegnum 3-4 varnarmenn, sem kostar oft meiri pirring, þá má hann fara í sturtu, eða hvað, hann hefur stigið úr pirringnum og skorað, sem sagt hann er FRÁBÆR. Getur einhver tjáð mér hvað er að frétta af Dall Villa (ath, stafs,) þennan frá finnlandi sem á að vera eitthvað fótbolta undur, hefur hann ekkert verið að gera með varaliðinu eða í unglingastarfinu? Hann hlýtur að vera 18 eða 19 ára. Gaman væri ef einhver spekingurinn gæti miðlað þekkingu sinni á málinu til okkar hinna, með fyrirframm þökk.

  31. smá þráðrán

    langaði bara að sýna ykkur skemmtilegt video af youtube þar sem Bryan Turby nokkur, einn af hönnuðum “nýja Anfield” heldur kynningu á honum.

    http://www.youtube.com/watch?v=2dkc-nAclLg

    Og eitthvað er verið að tala um að hafist verði handa í apríl 2010 á byggingu vallarins.

  32. já og Glen Johnson er með slitið liðband í hné…. ekki spes féttir það

  33. Gaman væri að sjá statistík yfir mörk Vs spilaðar mínútur hjá Torres.
    Mig grunar að afrek hans sé enn meira ef það er skoðað enda er maðurinn rosalega mikið frá vegna meiðsla.

  34. smá þráðrán lol

    alveg magnað að lesa í slúðri dagsins á fótbolti.net að man city ætli að fá torres,gerard og masch !!!!!! á hvaða pillum er þetta lið þarna úti eiginlega þvílíkt sorp !! ef að þetta myndi gerast í raunveruleikanum þá væri fótboltinn farinn í hundanna .

  35. Verð samt að segja að mér finnst afrek Daglish og Rush vera meira.
    Afhverju?
    Jú þeir voru að spila á sama tíma og þeir þurftu að deilda því að skora mörk og á þessum tíma þá var ekki skorað eins mikið(aðalega út af gömlu rangstöðuregluni og það var hægt að senda á markmann sem gerir liðinu sem er að vinna 1-0 auðveldara fyrir að hægja á leiknum og tefja, Arsenal gerði þetta að listgrein á sínum tíma).

    Torres er aðalvopnið hjá liverpool og er oftast einimaðurinn í framlínuni sem allir eru að leita af. Þetta er stórkoslegt afrek frá stórkostlegum framherja en ef hann hefði annan markaskorara með sér þá held ég að hann hefði ekki skorað eins mikið(Liverpool myndu samt skora miklu meira).

  36. Er þetta ekki bara rifa í innanverðu liðbandi í hægra hné? Hvíld í 2-3 vikur ætti að duga skilst mér

  37. Brói, flott þráðrán. Gaman að sjá Turby kynna nýja völlinn okkar og segja frá af hverju hann var hannaður á þennan hátt.

    Gleðilegt nýtt Liverpool-ár

  38. Gleðilegt ár og megi Liverpool verða eins og rakettur á næsta ári, sputnings lið.

  39. FDM og aðrir, þó þetta sé bara í 2-3 vikur þá dregur þetta að mínu mati úr líkunum á að Degen verði seldur. Vörnin er nógu brothætt núna, það þarf ekki að taka Carra úr stöðu og fara að rótera of mikið.

  40. Ég var að lesa á Soccernet að Johnson verði frá í að minnsta kosti mánuð.

    @SiggiE: Gerrard er nú búinn að skora 32 deildarmörk síðan Torres kom, þannig að það er ekki eins og hann sé einn um þetta.

  41. mér finnst Degen og Johnson jafn miklir “varnarmenn” (kaldhæðni) þannig að þetta kannski reddast með Degen þótt hann sé ekk jafn góður augljóslega, hann á sína spretti kallinn… hann er þrusu fljótur þrátt fyrir allt…

Aston Villa 0 – Liverpool 1

Gleðilegt ár!