Jæja, núna er stutt í að maður fari að mæta í áramótapartíin.
Ég vil bara óska öllum lesendum þessarar síðu gleðilegs árs. Seinni hluti þessa árs hefur verið afskaplega erfiður fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn eftir frábæran fyrri hluta árs. Það er vonandi að liðinu okkar gangi sem best á nýju ári og þessi glæsilega tveggja leikja sigurhrina sem hófst eftir jól muni endast sem allra lengst á árinu 2010.
Á morgun kemur hér upphitun fyrir leikinn gegn Reading, sem mun vonandi marka upphaf að atlögu að FA bikarnum, sem er alltof langt síðan að við unnum. Úrslitaleikirnir í þeirri keppni hafa ekki náð þeim hæðum sem síðasti Liverpool úrslitaleikur náði.
Takk fyrir að lesa. Gleðiðlegt ár!
Takk fyrir frábæra síðu og magnaða pistla á árinu sem er að líða.
Efast ekki um að þið standið ykkur frábærlega á næsta ári líka.
Til allra Púllara nær og fjær. Gleðilegt ár og vonandi förum nú að fara að rétta úr kútnum (þó að minn muni þó halla eitthvað í kvöld. hehe.)
YNWA
Sælir félagar
Þetta ár sem nú er senn á enda runnið hefur bæði verið gjöfult og okkur andstætt. Seinni hluti síðasta tímabils var mjög góður og lofaði miklu fyrir þetta tímabil og skapaði miklar væntingar. Þær vonir hafa því miður brugðist og við erum í alllt annarri stöðu en við væntum, því miður.
Undirbúningstímabilið gaf þetta að vísu til kynna en ég og flestir aðrir stuðningmenn besta liðs í heimi tókum ekki mark á því. Ekki að það hefði nokkru breytt um gengi liðsins en ef til vill hefðum við getað verið betur undir það búnir sem kom.
Senn gengur nýtt ár í garð. Það verður mikið knattspyrnuveislu ár og þó gengi okkar liðs hafi ekki verið sem skyldi upp á síðkastið getum við alla vega glatt okkur við góðan fótbolta á komandi sumri.
Hvað okkar lið varðar er aldrei öll nótt úti og það eru alltaf möguleikar í öllum stöðum. Gleymum því ekki.
Öllum félögum og stuðningmönnum Liverpool óska ég farsældar og góðs á komandi ári. Útihöldurum þessarrar síðu þakka ég frábær störf og vona að ekki sjái fyrir enda á frábærri vinnu þeirra um ókomin ár.
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir ómælda skemmtun og samhug á síðastliðnum árum.
Það er nú þannig.
YNWA
Gleðilegt nýtt ár Liverpool menn nær og fjær Megi nýtt ár verða vinningsríkt 😉
Gleðilegt nýtt ár, strákar. Takk fyrir allt röflið á árinu, það hefur tekið frá mér mikinn tíma sem annars hefði farið í eithvað lærdómsrugl( eða eitthvað annað misgáfulegt). Vonandi verða áramótin góð hjá ykkur.
YNWA
Gleðilegt ár
Ég er svo mikil pollyanna að ég hef einhvern veginn fulla trú á að þetta tímabil endi í hæstu hæðum. Vitið til
Síðuhaldarar eiga að sjálfsögðu óendanlegt þakklæti og hrós skilið!
2010 verður árið sem fær alla andstæðinga LFC til að nötra!
Ó já
Gleðilegt ár öllsömul. Kærar þakkir fyrir síðuna!
Yfir hverju eigum við að nötra sigurjón? 2 stærstu titlarnir farnir á þessu tímabili og eigum ekki möguleika á þeim fyrr en 2011…
En gleðilegt árið allir saman…
Áfram Liverpool! Gleðilegt nýtt ár! Kæru kop.is-menn … þið eruð snillingar! Áfram Liverpool!
Gleðilegt ár Liverpool-aðdáendur til sjávar og sveita.
Gleðilegt árið og takk fyrir frábæra Liverpool umræðu á árinu sem nú er liðið. Gaman er að byrja árið á skemmtilegum fréttum þó þetta sé ekki opinberlega staðfest þá vona ég að þetta verði staðfest fljótlega: http://robbohuyton.blogspot.com/2009/12/exclusive-maxi-rodriguez-on-his-way-to.html
Gleðilegt ár öll!
Gleðilegt ár kæru Púlarar hafið það sem best og sháumst á nýju vinningsári….
Árið öllsömul og þakkir fyrir það liðna 🙂
Gleðilegt ár allir Liverpool menn nær og fjær. Vonandi færir árið 2010 okkur marga titla.