Þann 16.mars árið 1872 var í fyrsta sinn leikið til úrslita í opinberri knattspyrnukeppni félagsliða svo vitað sé. Þá unnu Wanderers lið Royal Engineers og urðu þar með fyrstu FA-bikarmeistarar Englands. Upphaflega hófu 15 lið þá keppni, og ekkert þeirra lifir enn í dag.
En keppnin sjálf lifir góðu lífi og laugardaginn 2.janúar koma stóru liðin inní keppnina í 64ra liða úrslitum. Þegar hingað er komið hafa verið leiknar átta umferðir í keppninni, sex umferðir í “qualifying” áður en fyrstu tvær “proper” umferðirnar hefjast.
Þessi keppni hefur löngum haft á sér dulúðugan blæ, þegar barþjónar, sendibílsstjórar og rafvirkjar fá möguleika á að leika við stóru risana, og í einhverjum tilvikum hafa ótrúlegir hlutir orðið þegar þeir litlu slá hina stóru niður, oftar en ekki í drullubaði lítils heimavallar.
Reading
Hlutskipti okkar manna þetta árið er að ferðast suður í þriðju umferðinni og leika gegn Reading. Knattspyrnuliðið Reading kemur frá samnefndri borg, höfuðborg Berkshirehéraðs og útborg London norðvestan við hana, stutt frá Heathrowflugvellinum. Íbúar borgarinnar eru um 145 þúsund talsins og vinna flestir við þjónustustörf.
Heimavöllur þeirra Reading-manna er glæsilegt nýtt mannvirki, Madejski-stadium, sem fyrst var leikið á haustið 1998. Völlurinn heitir eftir eiganda félagsins og formanni, John Madejski. Sá maður er í raun andstaða okkar eigenda, keypti félagið árið 1990 og hefur eytt gríðarlegum upphæðum úr eigin vasa til að búa til öflugan klúbb úr liði sem var við það að falla úr ensku deildarkeppninni. Bestum árangri náði liðið auðvitað þegar það lék í úrvalsdeildinni frá hausti 2006 til vorsins 2008.
Síðasta leiktímabil var Reading ágætt, þeir lentu í 4.sæti í deildinni en töpuðu fyrir Burnley í undanúrslitum Playoffs og því dæmdir til að leika í næstefstu deild í vetur. Við þær fréttir ákvað Steve Coppell sem hafði stýrt liðinu til þeirra stærstu sigra að stíga frá skútunni og eftir stuttar samningaviðræður fjárfesti Reading í manni að nafni Brendan Rodgers, fyrrum samstarfsmanni Mourinho, til að stýra liðinu þetta tímabilið. Skemmst er frá að segja að gengi liðsins í deildinni í vetur hefur valdið stuðningsmönnum þess miklum vonbrigðum, starfsferli Rodgers hjá Reading lauk 16.desember eftir einungis 6 sigra í 23 leikjum. Við starfi hans tímabundið tók Brian McDermott, sem verið hafði yfirnjósnari Reading og þjálfari varaliðsins frá árinu 2000.
Liðið hefur í dag leikið þrjá leiki undir hans stjórn og fengið tvö stig, situr nú í 20.sæti og tveimur stigum ofan við fallsæti, sem er óásættanlegur árangur fyrir þá án nokkurs vafa!
Leikmannahópur Reading
Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Reading frá því þeir léku í Úrvalsdeildinni. Eins og okkur flestum ætti að vera kunnugt er Reading sannkallað “Íslendingalið” og eigum við þrjá fulltrúa sem reikna má með að taki þátt í leiknum á morgun, auk þess sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson gengur til liðs við þá eftir morgundaginn.
Fyrstan er að nefna fyrirliða Reading, eðal-Stöðfirðinginn Ívar Ingimarsson. Ívar er lykilmaður í vörn Reading, fyrirliði félagsins og hefur í dag leikið 225 leiki fyrir það og skorað 11 mörk. Á honum eiga sóknir eftir að bylja annað kvöld og hans frammistaða mun ráða miklu.
Brynjar Björn Gunnarsson, Brilli, var ekki mikið í liðinu hjá Rodgers en frá því að skipt var um stjóra hefur Brynjar leikið stórt hlutverk, sem djúpur miðjumaður eða hafsent. Myndi tippa á að hann yrði djúpt á miðjunni að kljást við Captain Fantastic.
FH-ingurinn Gylfi Sigurðsson hefur svo í vetur fest sig í sessi sem framliggjandi miðjumaður, er í dag markahæsti maður liðsins og alveg klárlega eitt þeirra hættulegasta vopn. Gylfi hefur mikla spyrnu- og skottækni og útsjónarsemi hans bætir upp eilítinn skort á hraða. Benda má á að Gylfi hlaut fótboltalegt uppeldi í Krikanum undir stjórn verulega öflugra þjálfara ;).
Því miður tókst þó ekki þar að leiða hann frá villu sinn vega varðandi uppáhaldslið í enska boltanum, en auðvitað breytist það eftir að hann hefur fengið að sjá alrauða búninginn í slíku návígi!!!
Auk Íslendinganna ættum við að horfa eftir Matejvosky sem skoraði svakalegt mark fyrir Reading í síðustu viðureign við Liverpool og sennilega munum við eftir marki Brian Howard á Anfield, það mark tryggði Barnsley sigur gegn okkar drengjum í þessari keppni.
Á morgun myndi ég tippa á að Reading stilli upp 4-5-1, liggi aftarlega, noti líkamlegan styrk sinn til fullnustu, beiti skyndisóknum og gefi sér góðan tíma í uppstillt atriði. Þau hafa reynst þeim vel í vetur.
Okkar menn
Ég ákvað að eyða töluverðu púðri í Reading, því það er morgunljóst að leikur morgundagsins á auðvitað að verða framhald af tveim síðustu leikjum Liverpool. Rafa hefur rætt um það að óþarfi sé að hvíla menn, en ég spái samt að eilitlar breytingar verði á liðinu sem mætir Reading.
Mín spá um liðið er þessi:
Darby – Carragher – Agger – Insua
Lucas – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Aurelio
N´Gog
Ég held semsagt að Rafa vilji halda áfram að þróa miðjuna, halda stöðugleika í varnarleiknum, en hvíla Torres á bekknum. Í ljósi yfirlýsinga Rafa að undanförnu um mikilvægi þessarar keppni held ég að róteringar fyrir hana verði minni en áður. Enda viljum við hirða þessa dollu.
Hver veit nema að við verðum komin með nýjan leikmann í næstu umferð, þ.e. ef við vinnum viðureignina í 3.umferð.
Samantekt
Leikur morgundagsins er alls ekki léttur! Reading á að geta miklu betur en staða þeirra segir í deildinni, í liði þeirra eru reynslumiklir leikmenn sem hræðast ekki að mæta stórliði, og ungir hungraðir leikmenn sem munu leggja sig 150% fram í svona leik, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar.
En mér hefur fundist vera jákvæð breyting á liðinu okkar í síðustu leikjum og ég held að hún verði áfram. Menn vilja halda áfram á sigurbraut og það verður lykilatriðið, þó mér kæmi ekki á óvart ef við þyrftum að hafa verulega fyrir því að komast áfram, jafnvel annan leik. En það skref verðum við auðvitað að taka til að fá að sjá Gerrard svona glaðan í vor!
En, ég spái 1-2 sigri í hörkuleik þar sem N’Gog og Gerrard skora. Gaman væri ef að íslenskt mark kæmi frá heimamönnum.
Myndir sem fylgja koma frá Wilkipedia, BBC, SkySports og Daily Mail
KOMA SVO!!!
ég held að Lucas verði ekki í byrjunarliðinu þar sem hann er með 4 gul spjöld á sér og ef hann fær 1 enn fer hann í bann og við þurfum á honum að halda í tottenham leiknum.
Flott upphitun hjá þér en ég vil samt ekki sjá neitt Íslenskt mark á morgun enda vil ég halda hreinu þannig að vörnin fái smá sjálfstraust enda veitir það ekki af þar sem hún hefur verið í molum í vetur. Ég vona að Benitez stilli upp sterku liði því ég vil vinna þessa keppni. Ég spái þessu 0 – 3
Lucas er kominn með fjögur gul spjöld, það eru litlar líkur á að hann spili á morgun. Liðið hefur ekki efni á að missa hann í leikbann þessa dagana.
doh, hafði ekki refreshað síðasta klukkutímann 🙂
Sammála Ásmundi 🙂
Annars flott skýrsla.
Við verðum að taka þennan leik sem verður auðvitað ekki léttur. Varðandi Maxi Rodrigues þá man ég eftir honum af HM 2006, skoraði þar geðsjúkt mark
http://www.youtube.com/watch?v=yK1YrpovZeA&feature=related
og vildi fá hann þá, en 4 árum síðar er ekkert verra.
Mig langar bara til þess að benda á að hann Ívar er mikill poolari. Við skulum vona að hann muni samt eiga góðan leik, en samt ekki of góðann.
Lucas er ömurlega leiðinlegur leikmaður. Mér er eiginlega sama hversu góða leiki hann á inn á milli. Burtu með hann. Eftir að hafa lesið viðtalið við Purslow í Rauða hernum þá get ég ekki annað en haft þá skoðun en að eitthvað
hafi nú ekki gengið upp í excel-skjalinu hans,sem hann er búinn að skipuleggja framtíð LFC í . Hann horfir framhjá því að ,,lykilmenn” geta á einu tímabili breyst yfir í meðalmenn. Að við því verði að bregðast með hraði t.d
í næsta opna félagaskiptaglugga. Gengi LFC á þessu tímabili hefur ekki verið
framhald af því síðasta eins og Purslow og Benitez áttu von á eða vonuðu.
Þá er byrjað að blaðra um að það sé eitthvað stærra plan í gangi…að tíminn vinni með okkur og að við munum nú fá nýjan völl þegar við höfum efni á og fleira og fleira. Mér þætti áhugvert að vita hvort laun leikmanna séu ekki almennt að lækka. Það hlýtur að hafa hægt á því launaskriði sem verið hefur. Ekki er hægt að amast við því að menn sem skila sínu ár eftir ár og
eru klassa ofar, fái góð laun en spurningin er hvort miðlungsleikmenn eins og Lucas-Degen-Babel-Insua-Dossena-voronin séu ekki yfirborgaði með tilheyrandi kostnaði fyrir félagið. Ef maður lítur yfir leikmannalistann þá myndi maður halda eftir eftirfarandi leikmönnum: Reina-Agger-Carra-Skirtel-Kuyt-Benayon-Gerrard-Torres-Mascherano-Johnsson-Aurelio.
Hinu draslinu mætti henda. Siðan er það furðulegt að vera með lokaðan félagsskiptagluggan fram í jan og loka svo í enda mánaðar. Manni dettur helst í hug að þett sé gert til verndar lélegum leikmönnum. Félagaskipti ættu að vera opin allt árið nema að loka ætti fyrir félagaskipti síðustu 10 umferðir deildarkeppninnar í hverju landi. það væri þá mars-april og maí í
tilfelli ensku knattspyrnunnar.
Er Gylfi ekki Bliki?
Reading er sýnd veiði en ekki gefin. Þetta verður ekki auðveldur leikur. Mjög mikilvægt fyrir liðið að halda sér í FA Cup úr þessu. Hef því trú á að Rafa verði með sterkt lið á morgun. Spái að við tökum þetta 2-0.
Annars líst mér vel á að fá Maxi Rodriguez lánaðan út tímabilið. Hann gæti nýst vel. Hins vegar segi ég enn og aftur að Liverpool eigi að næla sér í Nistelroy núna í janúarglugganum. Með því að fá hann lánaðan út tímabilið væri liðið að taka lágmarksáhættu. Ef hann er heill mun hann nýtast vel, það held ég að sé alveg á hreinu. Skil ekki þá sem eru mótfallnir þessu.
Góður pistill ! Reding verður engin verður engin hindrun á morgun, þetta verður stór sigur og það sem meira er að þetta á eftir að koma sjálfstraustinu á flug fyrir Totenham leikinn… vinnum þetta með þremur mörkum og höldum hreinu…
Góð upphitun. En S.Jónss, var þetta viðtal sem þú varst að lesa ekki tekið í haust? Kom fram í því að það væri tekið nokkrum mínútum eftir að skrifað hafðiverið undir stærsta auglýsingasamning í sögu félagsins (og stærsta auglýsingasamning heims). Það var gert í haust og því skiljanlegt að það sé mun meiri glansmynd yfir því en ástæða væri til nú í desember eftir eina verstu byrjun Liverpool í tugi ára.
Samkvæmt mbl segja þeir að netmiðlar á spáni að real leyfi RVN að fara í Janúar. það væri nokkuð gott hjá Rafa að losa sig við Voronin, Dossena og jafn vel Babel og fá Ruud V.N og Maxi Rod. Leikurinn á morgun fer 3-0 fyrir Liverpool. YNWA
Þú ert ömurlegur stuðningsmaður! Lucas er góður leikmaður sem hefur spilað vel á þessu tímabili.
Matti, á hvað hefur þú veriðað horfa á ? Hann hefur átt einn mjög góðan leik og það var á móti Englands meisturunum í 2-0 sigri okkar manna!
Varðandi það að fá RVN á láni þá ætti það ekki að saka þar sem það vantar sárlega breidd frammi þar sem Torres er brothættur með eindæmum. Þó að Ngog hafi nýtt sénsana sína vel í vetur þá lýgur statistíkin hjá RVN ekki – hann skoraði 150 mörk í 219 leikjum með MU í öllum keppnum. Við mættum alveg læra aðeins af MU og hvernig þeir hafa nýtt sér mann einsog Owen á meðan Búlgarska 30m punda reykvélin hefur verið að spila illa. Ég er allavega alveg til í að sjá Ruud í Liverpooltreyju.
er RVN ekki að heimta 100k á viku…
Það er núna verið að tala um að Liverpool borgi 50% af launum RVN og að Maxi sé á leiðinni til okkar. Vá hvað ég verð sáttur EF þetta gerist.
Eru hér allir gengnir af göflunum?? Halda menn að útbrunnin RvN sé einhver lausn fyrir okkur? Vill ekki sjá útjaskaða MU leikmenn í Liverpool – það jaðrar við guðlast að styðja slíkt rugl.
Leikmenn af því kalíberi sem Liverpool vantar kosta einfaldlega pening, þeir koma ekki frítt frá liðum sem vilja þá ekki lengur. Að halda öðru fram ber annaðhvort vott af dómgreindarleysi eða óskhyggju (nema hvorutveggja sé). Spánverjinn þarf að taka upp veskið og punga út a.m.k. 15 kúlum – það er útilokað að það fáist einhver gæði fyrir minna en það.
Mest hræddur um að Cavalieri fái að vera í markinu sem ég vil alls ekki. Elsta og stærsta bikarkeppni heims og ég vil allra sterkasta lið sem völ er á. Ef það verður sollis merjum við sigur annars ekki.
Spái 2-3,,, Gerrard, Torres og Agger skora
Verðum að stilla upp sterku liði í þessari keppni, við stuðningsmennirnir heimtum þennan bikar frá lðiðinu, deildin og meistaradeildin er lost cause þannig þetta er bikarinn sem við viljum. Ég spái að Pacheco fái samt tækifæri í byrjunarliðinu. Og Gerrard fari niður á miðjuna með Lucas þar sem Aquilani fái hvíld. En annars fer leikurinn 3-1 fyrir okkur þar sem Reading kemst yfir með marki Gylfa og svo koma 3 mörk í seinni hálfleik frá Gerrard, Ngog og Kuyt
Væri þvílíkt til í að fá Nistelroy á láni eða fyrir lítið. Maður sem skorar allsstaðar sem hann hefur verið og pottþétt ekki verri kostur en senter sem kostar 15-20 millur eins og markaðurinn er í dag.
Það er klárt að Maxi Rodrigues er fín viðbót við hópinn, tala nú ekki um ef hann kemur á láni og er með útrunninn samning í sumar. Kreatívur leikmaður með góðar sendingar, sennilega þó óstöðugur. Kannski nýr Luis Garcia?
Hann svo sannarlega að standa sig til að fá varanlegan samning hjá félaginu og ekki síður til að komast í náðina hjá goðinu Maradona. Ég hef miklar efasemdir um Nistelrooy, ég er að mörgu leyti sáttur við N’Gog og vildi gjarnan sjá hann spila með Torres í 4-4-2 og ef Torres meiðist meira í vetur að þá verði N’Gog stillt upp með Kuyt frammi í 4-4-2.
Mér lýst líka mun betur á að fá Victor Moses frá Palace til að auka breiddina uppi á topp, sennilega leikmaður af svipuðu kaliberi og N’Gog.
Síðan er bara að nota ungu strákana, Kelly og Darby til að kovera hægri bakvörðinn núna í janúar og svo auðvitað Carra. Miðjan er að komast í lag og verður í lagi svo framarlega sem Benítez hættir að nota Lucas og Mascherano saman, þeir spila mjög vel þegar þeir eru með Aquilani eða Gerrard með sér. Aðrar stöður eru ágætlega mannaðar og verður erfitt að bæta miðað við það fjármagn sem er í gangi hjá félaginu.
http://www.knattspyrna.bloggar.is
Alls ekki Carra í bakvörðinn, skelfilegur sóknarlega og auk þess veikir það gríðarlega miðvarðastöðuna eins og Skrtel er búin að vera í vetur.
19 Stebbi – hvar ætlar þú að fá þessar 15-20 millj. GBP? Get ómögulega séð að þær séu á lausu hjá klúbbnum. M.v. stöðu klúbbsins held ég að það væri frábær kostur að fá RVN lánaðan út tímabilið. Skítt með það þótt hann hafi spilað með Man U. Alveg virðist þeim sama þótt Owen hafi verið hjá Liverpool. Þetta snýst nr.1 um að ná CL sæti og ég er sannfærður um að RVN myndi hjálpa verulega til við það.
Algjörlega sammála hverju orði hjá LP
@LP – geri mér grein fyrir þvi að fjárhagsstaða Liverpool er erfið (eins og flestra annarra klúbba) og er alls ekki viss um að þessar upphæðir liggi á lausu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við þurfum slíkar upphæðir til að kaupa nógu góða menn. Muna menn ekki eftir Jari Litmanen og Fernando Morientes
hmmm…. póstaðist víst áður en ég kláraði.. enívei.
Morientes og Litmanen eru góð dæmi um fyrrum topp leikmenn sem komu í janúar á mismikinn pening (Jari kom frítt og Morientes kostaði um 6 kúlur minnir mig) og áttu að bjarga tímabilinu.
Nú voru þessir tveir frábærir knattspyrnumenn þegar þeir voru upp á sitt besta – man einhver hvernig þeir stóðu sig hjá okkur? Þarf að rifja það upp (með fullri virðingu fyrir þessum tveim herramönnum)?
RvN er ekki svarið við vandamálum okkar, fjarri því – og sú staðreynd að hann sé fyrrum United maður gerir þessa umræðu alla mjög svo súrrealíska.
Fyrir mitt leyti vill ég ekki sjá e-ð United reject í okkar fagra búningi – skil ekki að einhver vilji sjá slíkt.
Já…maður er ömurlegur stuðningsmaður ef maður gagnrýnir! Það er hinsvegar þannig að þegar leikmaður fær tækifæri til að spila með jafnstóru liði og LFC er eðlilegt að kröfurnar séu miklar. Ég er búinn að halda með LFC í 25 ár og átt gleði og sorgarstundir sem stuðningsmaður liðsins. Ég get bara ekki tekið undir það að ég sé eitthvað verri stuðningsmaður en MATTI þó ég
skrifi ekki uppá alla vitleysu sem gerð er. Síðan er það nú þannig að ekki allir leikmenn eru bara með aðdáendur en ekki með gagnrýnendur eins og t.d Steven Gerrard. Hann er nokkuð óumdeildur sem afburðaleikmaður og hefur sannað það óteljandi oft. Lucas hefur hinsvegar óteljandi oft sannað hvað hann er slakur. Mér er nokk sama þó sagt sé að eitthvað sem minnst á að hann sé nú ungur og reynsluna vanti og eitthvað bla bla. Það er margsannað í fótbolta skiptir aldurinn ekki öllu…ef þu ert nógu góður til að spila í aðalliði LFC þá er aldurinn aukaatriði. Lucas er orðin það gamall að hann á ekki eftir að verða betri. Eða hvað vill MATTI bíða lengi eftir Lucas??
Liðið komið: Reina, Darby, Carragher, Skrtel, Insua, Kuyt, Gerrard, Lucas, Aurelio, Ngog, Torres. Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Spearing, Degen.
Spennandi! En hvar er Pacheco? Hann mætti vel vera í staðinn fyrir Spearing.
28.
Áframhaldandi þráðrán.
Gary McAllister er einnig dæmi um leikmann sem var kominn af sínu léttasta en stóð sig með stakri prýði í treyjunni rauðu. Það er hægt að koma með dæmi sem styðja bæði tilfellin, þ.e. hægt að nefna leikmenn sem hafa komið og staðið sig vel og aðra sem hafa komið og staðið sig illa. Málið er bara einfaldlega að RvN er leikmaður hefur spilað áður í deildinni og staðið sig mjög vel. Einnig minnir mig að Ian Rush hafi sagt á sínum tíma að eini leikmaðurinn sem hægt væri að gera ráð fyrir að myndi skora hrúgu af mörkum væri einmitt RvN.
Ég man heldur ekki eftir því að RvN hafi nokkurn tíma verið talinn eitthvað United reject, United hetja hef ég heyrt, en ekki reject.
Tek undir með Vilhjálmi #32. Auðvitað er hægt að finna dæmi báðum megin. Málið er að það er mjög erfitt að fá góðan senter í janúar nema á uppsprengdu verði. Að teknu tilliti til allra þátta þá kemst ég ómögulega að annarri niðurstöðu en RVN væri virkilega góður kostur. Síðan að heyra að hann hafi verið MU reject er einfaldlega kjánalegt. Hann er með fáránlega gott ,,record” í Úrvalsdeildinni og veit ekki annað en MU menn hafi verið verulega ósáttir þegar hann var seldur.