Ef ekki væri fyrir það að mér finnst hreinlega að síðasti leikur Liverpool hafi verið á síðasta áratug (munar nú ekki miklu reyndar) þá væri ég frekar lítt spenntur fyrir leiknum annað kvöld. Ég er bara orðinn ferlega hungraður í að sjá mína menn spila á ný. Ég hafði það reyndar alltaf á tilfinningunni í fyrri leiknum gegn Reading að við myndum klára þetta með honum Einari, en svo varð ekki. Við áttum í ferlegu basli með sprækt Reading lið, á meðan við vorum algjörlega áhugalausir, allavega lang flestir þeir leikmenn sem inná vellinum voru. Við eigum sem sagt að vinna þennan leik á morgun, þrátt hvort sem við eigum góðan dag eða ekki. En það þýðir samt engan veginn að þessi leikur sé unninn fyrirfram, síður en svo. En tilfinningin hjá manni segir sem svo að fyrst Reading vann ekki á sínum heimavelli, með einum sínum besta leik (eftir því sem maður hefur lesið) á tímabilinu, þá eiga þeir ekki að geta það á Anfield, sér í lagi þar sem vanmat ætti ekki að vera til staðar lengur eftir þennan fyrri leik.
Ef það er hægt að tala um eitthvað gott í því samhengi að leiknum gegn Tottenham var frestað, þá er það væntanlega það að Javier Mascherano tekur út síðasta leik sinn í 4 leikja banni sínu gegn Reading á morgun. Með fullri virðingu fyrir þeim, þá er þetta leikur sem við þurfum hvað síst á litla skrímslinu okkar að halda. Lucas getur vel leyst hans stöðu af hendi og var líklega okkar besti maður í fyrri leik liðanna. Engar nýjar fregnir eru af meiðslamálum hjá okkar mönnum, Glen Johnson er pottþétt frá vegna meiðsla, sem og Nabil El Zhar. Ég hef hreinlega ekkert frétt af stöðu mála hjá Kelly, en hann hefur verið afar lengi frá núna eftir að hafa átt frábæran leik fyrir gvöðmávitahvað löngum tíma síðan. Albert Riera hefur verið að æfa með liðinu undanfarið og væri gaman að sjá hann aftur í liðinu. Ég tel að við höfum saknað Riera afar mikið á tímabilinu. Hann getur gefið okkur aðra vídd á vinstri kantinum, og sér í lagi á móti liðum sem eiga erfitt með að höndla tekníska leikmenn (sem ég tel einmitt Reading vera). Óvíst er með stöðuna á Ryan Babel, en hann hefur eitthvað verið í sjúkrameðferð undanfarið.
Við sáum þrjá Íslendinga í liði Reading síðast og hefur það eflaust fyllt margan Íslendinginn miklu þjóðarstolti. Sorry, ég fell einfaldlega ekki í þann hóp. Engin meðvituð ákvörðun hjá mér, bara þessi þjóðarstolts tilfinning brýst ekkert fram í mér við að sjá menn sem ég þekki ekkert, en koma frá sama landi og ég, spili með Reading gegn mínum mönnum. Ég vona það sama fyrir þá eins og alla mótherja okkar, sama frá hvaða landi þeir eru, þ.e. að þeir eigi dapran leik. OK, þá er það frá og menn mega básúna hvað þeir vilja um þetta. Ég einfaldlega hef meiri tilfinningu og finn fyrir meiri tengslum við mennina sem klæðast Liverpool treyjunni, heldur en því hvar menn eru fæddir. En hvað um það, að leiknum á morgun.
Það er algjörlega ljóst að okkar menn verða að sýna baráttu, því það verður það sem mótherjar okkar munu byggja á. Ekki leyfa þeim að vinna þennan “seinni bolta” með ákveðninni og baráttunni, við verðum að mæta þeim af hörku og svo láta gæðamuninn í spilamennsku sjást. Fótbolti er skemmtileg og falleg íþrótt, það væri gott ef okkar menn myndu einmitt einbeita sér að því að spila fótbolta á morgun, mæta inn á völlinn fullir sjálfstrausts og sýna muninn á þessum tveim deildum. Það skiptir akkúrat engu máli hvaða menn hefja leikinn hjá okkur, flestir leikmenn úr varaliði okkar myndu eiga fast sæti í liði Reading. Rafa Benítez hefur sagt að hann ætli sér langt í þessum bikar og því held ég að hann stilli upp sterku liði. Ég ætla að spá liðinu svona:
Degen – Skrtel – Carragher – Insúa
Lucas – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres
Bekkurinn: Cavalieri, Kyrgiakos, Aurelio, Darby, Babel, Riera og Ngog
Ég hef sem sagt ekki trú á því að hann haldi sig við 4-4-2 kerfið sem hann spilaði síðast. Þessi uppstilling er sókndjörf og hef ég trú á því að við reynum að klára leikinn snemma í leiknum. Við eigum góða möguleika á að komast mun lengra í þessari keppni, aldrei þessu vant þá spilum við á heimavelli ef við náum að klára þennan leik og þá munu leikmenn Burnley heimsækja Anfield. En það er þetta stóra EF, við erum ekki búnir að sigra þennan leik og það má ekki fara í hann með hangandi haus eins og gerðist í fyrri leiknum. Hlutirnir gerast einfaldlega ekki sjálfkrafa og ef leikmenn okkar eru að meina eitthvað með því að styðja sinn stjóra, þá er eins gott að menn fari að drullast til að sýna það í verki og hætta að þvaðra um það. Hlutirnir gerast á vellinum, burt séð frá því hvað er að gerast utan vallar. Leikmenn hafa allir sitt hlutverk, þeir vita sitt hlutverk og þá er ekkert að vanbúnaði fyrir að sinna því almennilega. 3-0 og málið er látið. Torres, Lucas og Gerrard með mörkin.
Yfir og út.
Vonandi fer leikurinn bara fram. En jú við klárum þetta 2-0 og Torres setur bæði.
Aquilani setur fyrsta markið fyrir Liverpool í kvöld. Sé þennan leikmann alveg verða ótrúlega góðan fyrir liðið í framtíðinni, hver veit nema að hann leysi stöðu Gerrards af þegar hann fer að dala sökum aldurs. Koma svo Liverpool vöknum á morgun og byrjum þetta tímabil.
Sammála, við eigum, getum og heinlega verðum að koma með góðann leik á morgunn, annað væri bara ekki í lagi. Ég sé bara fyrir még sigur og ekkert annað 🙂 flott uppstilling og nú er bara að brosa 😀 😀 😀
Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is
Skuldar þú mér ekki ennþá klippingu Don Roberto? 🙂
Er einhver ástæða sem hefur farið framhjá mér af hverju þú ert ekki með Agger í hópnum ?
Annars vona ég bara að ég fái að sjá fótboltaleik með mínu liði á morgun og við vinnum og við fáum að sjá Maxi Rodriguez í stúkunni.
Þetta ætti að vinnast en alls ekki léttur leikur enda munum við sjá 11 menn frá Reading berjast fyrir lífi sínu í þessum leik og okkar menn ennþá í einhverjum vandræðum.
og Tottenham leikurinn á næsta miðvikudag 20 janúar samkv:
http://www.liverpool.is/News/Item/13148
já mér lýst vel á uppstillinguna hjá þér hún er svona svolítið sókndjörf miðað við hvað Benitez gerir oftast hefði reyndar viljað sjá babel þarna á vinstri en brynjar björn á að vera aftur bakvörður hægramegin þá vill ég hafa babel þar hann á að geta rúllað honum upp. við verðum að vona eftir flottum leik og sigri i leiknum tel mikilvægt fyrir Torres að skora á morgun
2-0 Torres og babel
Ég er að mörgu leyti sammála því sem fram kemur í greininni en set spurningamerki við sumt. Í fyrsta lagi gæti Lucas ekki skorað nema úr víti og þá aðeins ef markmaðurinn færi í rangt horn. Þar sem Gerrard er líklegur til að taka vítin er mín spá aðeins 2 – 0. Riera væri gott að hafa á vinstri kanti, hann tekur vel á móti boltanum og getur komið með góðar fyrirgjafir, en skortir að geta komist framhjá mönnum með boltann. Babel má fá fleiri tækifæri og þá á kostnað Kuyt sem mætti alveg hvíla sig og ná áttum í varaliðinu. Hvað með Agger ?, ef hann er heill finnst mér hann betri en Skrtel í miðvarðastöðunni. En tilfinningin fyrir leiknum er sú að leikmennirnir sýni sitt rétta andlit og vinni góðan sigur, sem verður gott veganesti fyrir næstu deildarleiki.
Það er nú svo.
5-1 eftir að Reading kemst yfir snemma leiks, Kuyt, Benayoun, Torres, Carragher og Ngog með mörkin.
Sælir félagar
Takk fyrir góða upphitun SSteinn og ég get tekið undir hvert orð og er nokkuð sammála uppstillingunni þinni. En við sjáum til hvort Rafa fer eftir þér eða tekur einhverjar skringilegar ákvarðanir.
Ég spyr eins og #5 Ásmundur, hvað með Agger. Ekki það að ég sakni hans eins og hann var að spila síðast. En að öllu jöfnu er hann álitlegri kostur en Skrtel sem hefur verið úti á túni það sem af er vetri.
En hvað sem tautar og raular. Sigur og ekkert annað. Þetta verður enginn stórsigur samt því hvað sem SSteinn segir þá mun Rafa fara varlega inn í þennan leik ef hann ætlar að halda þeirri línu sem hann hefur verið með undanfarnar vikur. Ég yrði ánægður með 2 – 0 en held að þetta fari 1 – 0 eða 2 – 1.
Það er nú þannig
YNWA
heheh SSteinn, ó jú minn kæri, bara hringdu þegar þú ert í stólnum og ég millifæir með kvelli ha ha ha 😀 😀 😀
Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is
uu er þessi leikur ekki á morgun Miðvikudag ????
Jú, kemur eitthvað annað fram einhversstaðar?
5-0 Fernando Torres með þrennu, Gerrard með eitt og svo setur Carra eitt svona til að gulltryggja þetta.
2-0 Lucas potar honum inn á línu og stelur marki frá gerrard og Torres skorar í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Reina
fyrirgefið þráðrán:
Lauri Dalla Valle skoraði þrennu fyrir unglingaliðið í Youth cup í kvöld…
Hann verður rosalegur ! Og þetta var fyrsti leikurinn sem hann spilar síðan í ágúst sökum meiðsla. Einnig var annar framherji Michael Ngoo góður með tvær stoðsendingar og eitt mark 😉
Djöfull hlakkar mér til að sjá Dalla Valle og fleiri eins og Pacheco og Eccleston spila fyrir aðaliðið….. 🙂
3-1 á morgun…
Áfram LFC !!!
Carragher tekur skæri og sendir hárnákvæma 40m sendingu upp kantinn þar sem Kyut tekur hann á kassann, fer á milli 2 varnarmanna, klobbar þann þriðja og sendir fyrir utarlega í teiginn þar sem Lucas klippir hann inn upp í sammann. 1-0
17 ég gef þér stuðulinn 1.25 á þessa spá
17 engar líkur á að neitt af þessu gæti gerst miðað við spilamennsku þessa dagan og sóknarlegu getu þessa þriggja leikmanna. nema kannski einhvað 40metra spark frá carragher.
vonast eftir góðum sigri á morgun. væri til í að sjá einhvað af þessari flottu hröðu spilamennsku sem var mikið um á síðustu leiktíð en hefur vantað á þessari…. en skyldusigur á morgun ! spái 3-1
http://www.thisisanfield.com/2010/01/13/reds-agree-marouane-chamakh-deal-report/
Við skulum nú ekki fara frammúr okkur #17 Di Stefano, byrjum frekar á að vonast eftir því að Kuyt geti tekið á móti boltanum og drepið hann á staðnum – það myndi bæta hann heilmikið sem leikmann. Spurning hvort að æfing með 5 flokki Víkings í sumar gæti ekki lagað þennan hluta leiksins hjá honum, þetta var grunnkennslan sem manni var kennt í den.
En annars vil ég ekki bara sigur, ég vil góða spilamennsku. Við eigum núna Reading, Stoke, Tottenham, Wolves ef ég fer rétt með – sigur í öllum þessum leikjum myndi nú aðeins lýsa upp skammdegið. Þetta eru jú allt saman lið sem við eigum að vinna.
Við sigrum í kvöld, 3-0. Gerrard 2, Ngog 1.
Þið lesið það fyrst hér – ÞEGAR Marouane Chamakh KEMUR TIL OKKAR VERÐUR HANN SVONA CHRISTANO RONALDO OKKAR LIVERPOOL MANNA – EN ÞAÐ FER ENGINN Í SPORIN HANS LIVERPOOL NR 9.
AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://WWW.KOP.IS
Chamakh áleiðinni samkvæmt mbl.is
Vei
Chamakh….who?????
50 mörk í 204 leikjum með Bordeaux,,held alveg vatni yfir því.
Ef kappinn ætlar að koma frítt í sumar þá er það vissulega fínn fengur amk betri en Voronin.
Chamack, líst vel á það. Fá hann og Maxi í janúar og þá mun birta yfir.
Misvísandi fréttir að berast, en skv Echo hefur ekki verið gengið frá neinu – Chamack mun ákveða sig fyrir lok leikmannagluggans, hefur víst nokkur samningstilboð undir höndunum.
Að borga honum 12 millur við samning og 13 millur í laun er nú varla hægt að kalla að fá leikmann frítt er það ?
Þar að auki hefur Eckho dregið þetta til baka og segir þetta bull.