Eru menn ekki að grínast? Í síðustu viku lék England gjörsamlega tilgangslausan æfingaleik við Holland og þar sem flestir leikmenn toppliðanna voru teknir útaf í síðasta lagi eftir 55 mínútna leik spiluðu þeir Steve Gerrard og Jamie Carragher nærri því allan leikinn. Sem sást gegn Birmingham á laugardag.
Í kvöld var síðan þessi góðgerðarleikur á Nou Camp í Barcelona. Ronaldinho var fyrirliði síns liðs, heimsúrvalsins, og var tekinn útaf á 60. mínútu við mikið lófatak. Aðrir leikmenn hans spiluðu frá 20 mínútum og upp í 50 mínútur mest eða svo, Ronaldinho spilaði manna mest. Hinum megin fór Andryi Schevchenko, fyrirliði Evrópuúrvalsins, útaf í hálfleik og Thierry Henry kom inná í staðinn. Hann fór síðan útaf eftir að hafa spilað í varla 20 mínútur. Flestir aðrir leikmenn liðsins spiluðu bara 45 mínútur eða minna…
…nema okkar maður, Steven Gerrard. Hann spilaði allar 90 fokking mínúturnar, þar af síðasta hálftímann í miðri vörninni!?!?!?
Hvað er í gangi? Er einhver regla hjá UEFA og FA samböndunum sem segir að Liverpool-menn séu undanskildir þessari óskrifuðu reglu um hvíld í vináttuleikjum? Arnar Björnsson minntist mikið á það í kvöld að Gerrard gæti spilað lengur en aðrir þar sem hann væri í leikbanni í næstu viku í Meistaradeildinni, en það er andskotann engin afsökun.
Þetta er bara fáránlegt, jafnt skal ganga yfir alla og ef Henry sleppur með 20 mínútna framlag þá sé ég enga ástæðu til að láta Gerrard spila allar 90 mínúturnar. Enga fokking ástæðu.
Tók einnig eftir því að Chelsea sendu engan leikmann í þennan leik. Er hér hin ótrúlega manngæska Peter Kenyon og Roman Abramovitch að sýna sig enn og aftur … eða gilda sérreglur um Chelsea-leikmenn jafnt og Liverpool-leikmenn, nema á þverólíka vegu? Af hverju mátti Petr Cech ekki standa í markinu eða Frank Lampard spila í vörninni hjá Evrópu í dag eins og Gerrard þurfti að gera?
Asnalegt. Frábært að menn skyldu mæta og sýna góðu málefni athygli og leggja sitt af mörkunum … en jafnt skal ganga yfir alla!
Ég skil reiði þína og í raun er þetta skrýtið og í raun furðulegt mál. Þetta hefur mikið að gera með hverjir stjórna bak við tjöldin og tel ég að ef harðar væri tekið á hlutunum hjá LFC og þessi andskotans væmni og heigulsháttur bak við tjöldin hætti, þá væri hægt að breyta þessu sem og fleiri hlutum. Peter Kenyon og Mourinho eru góðir að nöldra og kvarta, Saur Alex er frægur fyrir það, Wenger ekki síðri en hvað höfum við? Rick Parry? Herra Benitez? Nei, akkúrat engan! Rick Parry kemur mér við sjónir eins og maður sem veit ekkert hvað hann er að gera og þess vegna þarf að hafa “nöldrara” að tjaldabaki til að fá sínu framgengt.
Þetta ásamt “Steven Gerrard” málinu finnst mér vera verulega skrýtið. Afhverju er ekki lamið í borðið og málið fengið upp á yfirborðið hvað samningsmálin við hann varðar?? Við þurfum að fá að vita hvað hann ætlar sér og í raun ekki að láta LFC draga sig á asnaeyrunum þar sem enginn leikmaður er stærri en klúbburinn. Það er margt pirrandi varðandi LFC í dag….Hvað er að gerast með L4 ??
Er hann ekki bara að halda sér í smá formi því það er langt í næsta leik hjá liverpool, þið vitið að hann er í banni í fyrsta leik í meistaradeildinni.
Róið ykkur nú aðeins með þetta mál. Frá þessum leik og að þeim næsta sem Gerrard spilar eru næstum tvær vikur, eða 12 dagar. Ég held það ætti nú hvaða leikmaður sem er að vera búinn að jafna sig á þeim tíma, nema hann hafi þá meiðst í leiknum. Flestir leikmenn vilja nú yfirleitt spila allar 90 mínútur allra leikja sem þeir taka þátt í. Mér finnst allt í lagi að leyfa Gerrard að taka fullan þátt í þessum leik. Mér hefur allavega sýnst á letinni í honum að undanförnu að honum veiti ekki við smá hlaupum til að koma sér í form, og maður hleypur sjaldan meira en í sjálfum leikjunum! :tongue:
Það er ekki málið. Það er ekki málið hvort hann jafni sig eða ekki. Málið er að það á að ganga jafnt yfir alla hvort sem hann spilar með ManU, Arsenick, Chelsea eða öðrum liðum og hvort hann heitir Henry, Terry eða einhverju öðru nafni. Þetta er spurning um formsatriðin upp á framtíðina. Ef ráðskast er með LFC einu sinni varðandi landsliðið þá verður það gert aftur. Typical stuff.
hvaða bull er þetta í mönnum. Ef Gerrard þarf hvíld þá fær hann hvíld, alger óþarfi að vera með einhverja minnimáttarkennd eða væl. Í þessu tilfelli hagnast einfaldlega allir á því að Gerrard spili.