Þegar illa gengur!

Í fljótu bragði þá bara man ég ekki eftir þjálfara sem hefur verið undir eins mikilli pressu hjá neinu liði síðan hann mætti á svæðið heldur en Rafael Benitez hjá Liverpool. Allt sem hann hefur gert hefur verið orsakað sterk viðbrögð hjá afar misvitrum spekingum og rosalegrar gagnrýni allt frá fyrsta degi.

Squad rotation var bara eins og hann hefði fundið það upp sjálfur og þótti alveg fáránlegt þrátt fyrir að liðið spilaði yfir 60 leiki á ári og var alltaf með sinn skerf af meiðslavandræðum.

Sama á við um Zonal vörnina margumræddu sem enn þann dag í dag er hökkuð í spað um leið og fast leikatriði lekur inn þrátt fyrir að hún hafi þegar betur er að gáð oftast skilað góðum árangri, ekki nema rétt á meðan eitthvað óvænt rót verður á vörninni sem setur kerfið úr skorðum.

Oft er hann sakaður um að kaupa lélega leikmenn og alls ekki þess hæfa að spila fyrir klúbbinn og eyða í það gríðarlegum upphæðum, á meðan staðreyndin er að nettóeyðslan ár hvert er mun minni er hjá flestum kollegum hans og alltaf hefur hann þurft að braska með leikmenn,  selja einn til að geta haft efni á öðrum betri og oftast hefur hans fyrsti kostur á leikmannamarkaðnum runnið okkur úr greipum.

Ofan á þetta brosir hann ekki á meðan leik stendur, fagnar ekki nóg þegar við skorum o.s.frv. Orðum það þannig að hann er sannarlega ekki gallalaus að margra mati og sumir virðast hreinlega hata manninn svo mikið að þeir verða næstum svekktir ef liðið vinnur leik.

Á peningnum eru auðvitað tvær hliðar og enn eru fjölmargir sem hafa fulla trú á stjóranum og virða árangur hans miðað við aðstæður og vilja alls ekki missa hann frá klúbbnum, þrátt fyrir hræðilegt tímabil það sem af er.

Þó umræðuefnið er orðið þreyttara en þessi hér þá hef ég oft í vetur velt því fyrir mér hvort kallinn eigi þessa rosalegu gagnrýni alveg skilið, jafnvel þó þetta sé í fyrsta skipti sem liðið lendir í virkilega alvarlegum vandræðum á vellinum og er hreinlega að spila illa. Liðið hefur í fyrsta skipti í vetur litið út fyrir að vera að hraka ekki bæta sig eins og það hefur alltaf virst vera að gera undir stjórn Benitez. Er það nóg til að láta hann fjúka eða ættum við að gefa honum tíma og þolinmæði og treysta á að hann hafi það sem þarf til að snúa þessu gengi við?

Með þetta í huga langar mig að skoða feril hans síðastliðin 12-13 ár og miða hann svolítið við Arsene Wenger og hans feril síðan hann kom til Arsenal. Liverpool og Arsenal hafa verið í svipaðri baráttu síðan Benitez kom og hefur Rafa þar yfirhöndina, en engu að síður er Wenger álitinn snillingur sem prumpar glimmeri á meðan Rafa er fair game og hakkaður í sig fyrir nánast allt sem hann gerir. Er þetta sanngjarnt?

1996-1997


Wenger – Tók við Arsenal liði sem hafði á að skipa sterku ekta ensku liði með frábæra og trausta varnarlínu ásamt Ian Wright og Dennis Bergkamp. Hóp sem hafði alveg verið í toppbaráttunni árin áður en Wenger kom. Frakkinn umbylti gjörsamlega þó öllu ævingaprógramminu þeirra sem lengdi feril flestra varnarmanna Arsenal um nokkur ár, eins keypti hann ungan Patrick Vieira frá AC Milan og það kom á daginn að hann var alveg sæmileg kaup. Liðið var að slípast en endaði í þriðja sæti í deildinni á eftir Newcastle og United. Það sem meira var hann var að breyta Boring boring Arsenal í sóknarlið.

Benitez Tók við Ossasuna og stjórnaði þeim í alveg 9 leiki áður en hann var látinn taka poka sinn. Ekki merkileg dvöl hjá Ossasuna sem þá var í spænsku annari deildinni en þar kynntist hann þó Pako Ayestarán en hann átti eftir að vinna með Benitez í áratug.

Hafa ber í huga að töluverður aldursmunur er á þessum köppum, Wenger er ´49 módel á meðan Benitez er ´60 módel. Þannig að þarna var Wenger t.a.m. búinn að gera flest sín byrjendamistök sem þjálfari og koma sér upp starfsmannahópi sem hann treysti og ná árangri sem þjálfari hjá Monaco t.a.m.

Hann var þó ekki mjög þekkt nafn í boltanum og var það t.d. Gerrard Houllier sem mælti með Wenger við stjórn Arsenal, eða svo segir sagan og wikipedia.

1997 – 1998


Wenger Það er óhætt að segja að frakkinn byrjaði alveg sæmilega hjá Arsenal því  liðið gerði sér lítið fyrir og vann bæði deild og bikar eftir ótrúlegt run eftir jól. Frábær árangur og fyrsti erlendi þjálfarinn til að vinna ensku deildina (veit ekki hversu margir höfðu gert atlögu samt). Árið áður hafði Evening Standard slegið upp Wenger who? þegar hann var ráðinn, þeir voru svo sannarlega búnir að komast að því núna.

Benitez – Tók við Extremadura  sem var í spænsku annari deildinni og kom þeim upp um deild á fyrsta ári.

1998-1999

Wenger – Þetta ár var svart í sögu ensku knattspyrnunnar. Arsenal endaði í öðru sæti einu stigi á eftir United (sem setti ný viðmið í heppni þetta tímabil) og féll út fyrir United í undanúrsltum bikarsins á einhvern dramatískasta hátt ever. Gunners klikkuðu víti til að sigra leikinn í lok venjulegs leik tíma og Giggs kláraði þá svo með frábæru einstæklingsframtaki þar sem hann snýtti vörn Arsenal sem þá voru einum fleiri. United og Arsenal voru einu liðin sem eitthvað börðust um titilinn á þessum tíma.

Benitez – Ekkert gekk hjá Rafa sem féll með Extramadura. Liðið lenti í 17.sæti og tapaði umspilspilsleik. Rafa tók sér árs leyfi frá boltanum. Fór að vinna við lýsingar á leikjum og kynna sér þjálfunaraðferðir annara liða.

1999-2000


Wenger – Arsenal lenti aftur í öðru sæti í deildinni og komst í úrslit UFEA Cup þar sem þeir töpuðu í vító gegn geðsjúklingunum í Galatarsaray! Þess má til gamans geta að undirritaður var á þeim leik og tók þátt í stemmingunni af lífi og sál með Arsenal vinum sínum. Eina sem hægt var að gera í stöðunni var að drekka sig fullann og klæða sig alveg eins og fífl niðrí miðbæ Kaupmannahafnar (sjá mynd).

Þetta var ekki eins erfitt og margir gætu trúað enda ekki séns í helvíti að hægt sé að halda með Gala sem gerðu allt vitlaust niður í bæ fyrir leik. Þegar betur var að gáð í 8 manna hópi íslendinga sem hélt sig saman þennan dag voru þar innanborðs 5 poolarar í dulargervi 🙂 (ég hef séð Arsenal þrisvar live og þeir hafa alltaf tapað).

Benitez – Var í fríi, fór að læra í Englandi og á Ítalíu og var að lýsa leikjum o.þ.h. í spænskum fjölmiðlum.

2000-2001


WengerArsenal varð í öðru sæti í deildinni þetta tímabil og hefði unnið FA bikarinn ef leikurinn væri bara 80.mínútur. Það gerðist þó ekki þar sem Patrick Berger* tók sig til og afgreiddi nallarana og sendi bikarinn á Anfield.

*það var víst Patrick Berger sem sá um þennan leik 😉

Benitez – Rafa kom aftur sterkur inn í boltann og velgengnisskeið hans hófst í Tenerife sem hann reif upp úr spænsku annari deildinni með menn eins og Luis Garcia innanborðs.

2001 – 2002


Wenger – Eftir pirrandi tímabil hjá lærisveinum Wenger árin á undan átti hann einhvern besta leikmannaglugga sem um getur í sögu enska boltans. Hann fékk Sol Campell fyrirliða Tottenham á frálsri sölu, hann stal Henry frá Juventus, ásamt því að hann keypti Robert Pires og Freddie Ljungberg, það er alveg ágætt. Það fór líka svo að liðið vann bæði deild og bikar og spilaði flottan fótbolta í leiðinni.

Benitez – Fyrir þetta tímabil hætti Hector Cuper með stórskemmtilegt lið Valencia sem hafði tvisvar tapaði úrslitum meistaradeildarinnar árin á undan. Javier Irureta, Mané og  Luis Aragonés afþökkuðu allir að taka við liði Valencia sem tók þá á það ráð að leita til Rafa Benitez. Aðalhetja liðsins  Gaizka Mendieta yfirgaf klúbbinn en Benitez erfði þó gott lið með kalla eins og  Santiago Cañizares, Roberto Ayala, Rubén Baraja, David Albelda, Vicente og Pablo Aimar innanborðs.

Benitez vann stuðningsmenn Valencia á sitt band með því að láta liðið spila meiri sóknarleik en áður og vann á endanum glæsilegan sigur í deildinni með 7 stiga forystu á liðið í öðru sæti. Þetta var í fyrsta skipti í 31 ár sem Valencia vann spænsku deildina.

2002 – 2003

Wenger – Tímabilið byrjaði sterkt hjá nöllurunum og þeir voru m.a. með 8 stiga forystu á United á tímabili. Þeir klúðrurðu því þó og enduðu í öðru sæti. Enn fóru þeir þó í úrslit FA Cup og unnu hann. Þessi ár var árangur Arsenal í evrópukeppninni með þeim hætti að ekki tekur því að minnast á hann.

Benitez – Tímabilið eftir var alls ekki eins gott hjá Benitez, liðið missti af meistaradeildarsæti og endaði í 5.sæti. Í meistaradeildinni fór liðið í 8 – liða úrslit þar sem það tapaði gegn Inter á mörkum á útivelli.

2003-2004


Wenger – Kallinn sagði fyrir tímabilið að Arsenal gæti alveg farið taplaust í gegnum mótið, og fíflið stóð við það. Það verður að gefa mönnum ágætis credit fyrir það þó liðið hafi ekkert verið að slá stigamet með þessu enda eitthvað um jafntefli líka. Síðasta lið til að fara taplaust í gegnum mótið var Preston árin 1888 og 89.

Liðið var einnig loksins að sýna eitthvað í meistaradeildinni og komst í 8-liða úrslit.

Benitez – Valencia menn misstu ekkert trúnna á Benitez þrátt fyrir slakt tímabil og hann launaði þeim traustið með því að rúlla deildinni aftur upp þegar þrír leikir voru eftir af mótinu ásamt því að taka UEFA Cup líka.

Þrátt fyrir þetta sinnaðist Benitez og forseta Valencia sem var ekki að styðja nóg á bakvið Benitez. Því fór það svo að Benitez var “laus” og Liverpool stökk á tækifærið.

Þar með höfum við stikklað á stóru yfir feril þessara manna frá því Wenger kom til Englands og byggði upp frábært lið.  Næsta tímabil mætti Benitez í ensku deildina og hóf enduruppbygginu á Anfield, verkefni sem er hvergi nærri lokið. Taka verður með í jöfnuna að þarna var Chelsea að koma með látum inn í toppbaráttuna, búið var að eyða formúgum af peningum og ráða þjálfara Evrópumeistara Porto til að stýra skútunni.

2004-2005


Wenger – Liðið tapaði titlinum til Chelsea sem keypti hann snyrtilega árið 2005. Enn var þó spilað til úrslita í FA bikarnum þar sem Arsenal vann United í vítaspyrnukeppni.

Benitez – Fyrsta verk Benitez hjá Liverpool var að sannfæra Gerrard og Owen um að vera áfram hjá klúbbnum, það tókst í tilviki Gerrard en Owen fór og hefur farið rakleitt til helvíts síðan með stuttu stoppi í Newcastle. Eins henti hann Jamie Carragher í miðvörðinn þar sem hann hefur blómstrað síðan. Fyrir tímabilið leitaði Benitez til Spánar og keypti m.a. Luis Garca sem hann hafði þjálfað hjá Tenerife og eins fékk hann Xabi Alonso sín næst bestu kaup enn sem komið er.

Tímabilið var í tómu rugli og liðið meiðslum hrjáð frá upphafi til enda, ekki tókst honum að bæta árangur Houllier í deildinni þar sem liðið endaði skammarlega í 5.sæti á eftir erkifjendum okkar í Everton. Eins komst liðið í úrslit deildarbikarsins þar sem Chelsea vann í framlengingu. Til að redda þessu þurfti kraftaverk og er óhætt að segja að það tókst svo rosalega að líklega mun það aldrei gleymast. Það gleymist þó oft að taka með í reikinginn hvernig meiðslin höfðu leikið liðið yfir tímabilið og hvað þetta AC Milan lið var fáránlega sterkt. Ég allavega endaði maí árið 2005 brosandi í nokkra daga hristandi hausinn, alveg að fýla þennan Rafa Benitez.

Með því að vinna þennan titil náði Rafa Benitez að koma Liverpool aftur í flokk þeirra bestu í Evrópu, eitthvað sem ekki hafði verið raunin í yfir tvo áratugi og pumpa alvöru stolti í allann rauða herinn. Árin eftir sannaði hann að 2005 var ekki eintóm heppni þó liðið hafi ekki enn náð að bæta þeim sjötta við.

Hvað Benitez varðar þá var hann að vinna meistaradeildina strax árið eftir að hann vann UEFA bikarinn.

2005-2006

Wenger – Frakkinn virtist líka vel við það sem Benitez var að gera hjá Liverpool og var rétt búinn að leika þetta eftir árið eftir. Hið frábæra Arsenal lið sem skömmu áður hefði verið ósigrandi (bókstaflega) var farið að líta frekar ósannfærandi út á köflum og enduðu tímabilið á endanum í 4.sæti. Liverpool og Chelsea skutust upp fyrir þá ásamt United.  Það sem meira er þá var Spurs svo gott sem búið að gera hið sama og Everton árið áður og taka 4.sætið af erkifjendunum. Það kom þó ekki til þess þar sem Tottenham fékk án gríns skitu fyrir síðasta leikinn og skeit, eins og venjulega, upp á bak þegar smá pressa var á liðinu.

En eins ósannfærandi og þeir voru í deildinni þá virtist Wenger loksins hafa fundið út hvernig á að tækla meistaradeildina og kom liðinu loksins alla leið í úrslit og það í París, Frakklandi, heimalandi Arsenal. Í úrslitum töpuðu þeir þó blessunarlega fyrir Barcelona.

Benitez – Liverpool liðið var styrkt með kaupum á Peter Crouch, Mohamed Sissoko, Pepe Reina, Boudewijn Zenden og Daniel Agger fyrir tímabilið ásamt því að  Robbie Fowler mætti rosalega óvænt á svæðið í janúarglugganum. Tímabilið var mun skárra í deildinni hjá Liverpool sem endaði í 3.sæti, naumlega á eftir United sem var í öðru. Í meistaradeildinni féllum við óvænt út í 16.liða úrslitum fyrir Benfica! En FA bikarinn reddaði tímabilinu þar sem okkar menn unnu í einum allra magnaðasta úrslitaleik í sögu FA Cup.

2006-2007


Wenger – Ekki margt merkilegt við þetta ár hjá Wenger, Arsenal flutti á nýjan og glæsilegan völl sem þeir opnuðu með kveðjuleik fyrir Dennis Bergkamp sem hætti tímabilið áður. Enduðu aftur í 4.sæti í deildinni.

Benitez – Það er ekki hægt að segja að leikmannakaupin fyrir tímabilið hafi gert mann neitt voðalega spenntan, Craig Bellamy,  Dirk Kuyt og Jermaine Pennant ásamt Mark González. Mótið byrjaði þó vel með sigri á Chelsea í Community Shield. Í meistaradeildinni rústaði Liverpool sínum riðli og var komið áfram þegar tveir leikir voru eftir.

Engu að síður var starf Benitez talið vera í vafa sökum lélegs árangurs á útivelli í deildinni. Liðið vann ekki á útivelli í deildinni fyrr en í desember og datt út úr báðum bikurunum í sömu vikunni gegn Arsenal. Deildarbikarleikurinn fór 3-6 á Anfield en bæði lið stilltu upp hálfgerðum varaliðum. Mótið klúðraðist á getuleysi á útivelli og 68 stig dugðu til að ná 3.sæti þar sem markatalan var betri en Arsenal sem var líka með 68.stig.

Liverpool og Benitez redduðu sér þó vel frá algjörum fellibyl fjölmiðla þetta tímabil með því að vera helmassaðir í meistaradeildinni. Ríkjandi Evrópumeistarar voru sendir heim í 16.liða úrslitum, PSV var engin hindrun í næstu umferð og Chelsea var enn einu sinni rutt úr vegi í undanúrslitum, báðir leikir fóru 1-0 og því fór einvígið í vító þar sem Liverpool vann 4-1.

Eftir sigurinn á Chelsea hafði nýr eigandi Liverpool, George Gillett, þetta að segja:

“Rafa has been tremendous … We knew of him but I don’t think we realized how good he was, and not just as a coach. Not only was he a brilliant coach but he is a very sharp, savvy businessman. He knows what he wants and how to get it. The more we have seen of him the more impressed we have become”.

Í úrslitum var Liverpool betra en AC Milan en í þetta skiptið var heppnin með ítölunum og því fögnuðu þeir titlinum eftir 2-1 sigur. Eftir leikinn heimtaði Benitez meiri pening frá eigendum til leikmannakaupa og það var haft eftir honum að honum fannst hann ekki njóta fullkomins stuðnings frá eigendum liðsins.

Nýjir eigendur liðsins hafa annars verið sér kapítuli útaf fyrir sig síðan þeir komu og utan þess að “fjármagna” kaup á Fernando Torres hafa þeir lítið gert til að hjálpa Benitez við starf sitt, þvert á móti raunar!

2007-2008


Wenger – Þriðja sæti hjá Arsenal sem höfðu lent í smá innanhússkrísu í upphafi móts er David Dein, varaforseti Arsenal og náinn vinur Wenger hætti með látum hjá klúbbnum. Óttuðust margir að Wenger færi með honum og var hann þráðlátlega orðaður við Real Madríd sem virðist alltaf eiga lausa stöðu fyrir nýjan stjóra, ALLTAF.

Benitez – Fyrir tímabilið losaði Liverpool sig við leikmenn eins og Robbie Fowler, Luis García, Jerzy Dudek, Djibril Cissé og Craig Bellamy. Eins hætti Pako rétt fyrir mótið sem talið er hafa við nokkuð áfall fyrir Benitez.

Gillet og Hick voru undir pressu að styðja Benitez á markaðnum og inn komu Fernando Torres dýrasti leikmaður í sögu Liverpool,  Ryan Babel á rúmar 11 milljónir, Yossi Benayoun,  Lucas Leiva leikmaður ársins í Braselíu og Andriy Voronin. Þar að auki var hugað að unglingaliðinu og fengið menn eins og Krisztian Nemeth og Dani Pacheco.

Tímabilið byrjaði ágætlega í deildinni þó aðeins hafi farið að fjara undan því ásamt því að í fyrsta skipti lenti Benitez í vandræðum í meistaradeildinni. Utan vallar var liðið aðhlátursefni þar sem nautheimskir eigendur liðsins með núll vit á knattspyrnu voru algjörlega í aðalhlutverki.

Rafa Benitez sem komið hafði Liverpool í úrslit meistaradeildarinnar tvisvar á þremur árum og unnið FA bikarinn í millitíðinni var orðinn valtur í sessi og JURGEN KLINSMANN líklegur kandídat í starfið! Klinsmann er líklega eini knattspyrnumaðurinn sem kanarnir höfðu heyrt af enda búsettur í Brandararíkjunum var langt í frá að fara vel ofan í stuðningsmenn Liverpool er þessir ulllarhattar gátu ekki einu sinni haldið því leyndu að þeir hefðu talað við hann um að taka við af Benitez!!! FRÁBÆR stuðningur alveg við framkvæmdastjórann og trúverðugleiki eigendanna endanlega í molum. Þetta hjálpaði liðinu síðan minna en ekki neitt.

Eins og áður segir var staða Liverpool vissulega orðin alvarleg í riðlinum í meistaradeildinni þar sem ekkert nema þrír sigrar myndu duga til að komast áfram. Þegar staðan er þannig og pressan hreint ótrúleg, ekki frá aðdáendum heldur fjölmiðlum og þá aðallega eigendum er nokkuð mikið gott að slá burst met í meistaradeildinn gegn Besiktas, en tyrkirnir sem unnu okkur í Tyrklandi voru teknir 8-0, fyrir leikinn gegn Porto fóru stuðningsmenn í mótmlagöngu gegn eigendum liðsins til stuðnings Benitez, leikurinn vannst 4-1. Að lokum var Marseille snýtt 0-4 í frakklandi. En þess má geta að frakkarnir eru bara alls ekkert mikið fyrir það að tapa á þessum velli.

Svar Gillett og Hicks við þessu var mjög þroskað og segir allt sem segja þarf um þá tvo, þeir fóru í fýlu út í hvorn annan eins og 13 ára skólastúlkur og hættu að talast við!

Tímabilið endaði titlalaust, 4.sæti í deildinni og í þetta skiptið hafði Chelsea loksins betur gegn Liverpool í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég var á leiknum þegar John Arne Riise aulaðist til að fokka meistaradeildinni upp á lokamínútunum og hef “dýrkað” hann ennþá meira en ég gerði eftir það.

Við vorum GRÁTLEGA nálægt því að fara í úrslit í þriðja skipti.

2008-2009


WengerEnn eitt titlalausa tímabilið hjá Arsenal undir stjórn Wenger og liðið virtist vera nálægt því að vera detta út úr topp 4 klúbbunum. Mikið af meiðslum hrjáðu liðið mest allt tímabilið líka. Die hard Arsenal aðdáendur vissu þó betur en að snúa baki gegn Wenger og fór hann því nokkuð pressulaust í gegnum tímabilið. Þegar ég segi pressulaust þá meina ég miðað við Benitez sem alla tíð hefur verið algjörlega fair game.

Benitez – Sumarið fór í það að eltast við Gareth Barry sem við á endanum náðum ekki að kaupa. Þessi eltingaleikur var víst rétt búinn að verða til þess að Benitez hætti hjá klúbbnum vegna ósættis við stjórn klúbbsins. Hann var þó áfram ásamt Alonso sem talið var að yrði seldur ef Barry kæmi. Robbie Keane, Andrea Dossena og Albert Riera urðu helstu kaup sumarsins sem olli þó nokkrum vonbrigðum og ekki batnaði það þegar Keane var seldur í janúar. Liverpool liðið var engu að síður afar þétt þetta tímabil og eftir janúar spilaði liðið einhvern skemmtilegasta bolta sem spilaður hefur verið á Anfield síðan fólk fór að sitja þar á leikjum. United, Real Madríd og Villa voru tekin og flengd á einni viku og raunar tapaði Liverpool ekki leik gegn neinum af topp 4 liðunum. United með Ronaldo í fararbroddi reyndust þó of sterkir og unnu mótið með þriggja stiga mun á Liverpool sem hafði spilað megnið af mótinu án sinna albestu leikmanna. Í meistaradeildinni duttum við út fyrir Chelsea annað árið í röð eftir 4-4 jafntefli í seinni leikum sem var ótrúlegur.

2009-2010

Wenger – Arsenal sem var í bullandi basli löngum stundum í fyrra er á toppnum eins og er og að spila flottan fótbolta og til alls líklegir.

Benitez – Hefur átt hræðilegt tímabil, missti Xabi Alonso til Real Madríd ásamt Arbeloa og Hyypia fór til Þýskalands. Aquilani er núna fyrst að komast í eðlilegt form og Johnson hefur verið meira og minna meiddur allt tímabilið  (þeir sem komu í staðin). Ekki minna en tólf leikmenn hafa spilað í vörninni sem er núna fyrst farin að sýna sitt rétta andlit. Gerrard og Torres hafa verið meira og minna meiddir eða tæpir allt mótið, ásamt flest öllum leikmönnum liðsins á mismunandi tímum. Sjálfstraustið í liðinu er lítið sem ekkert og óeðlilega oft hefur leikur tapast á lokamínútunni.

Það hefur allt svo innilega unnið gegn Liverpool í ár að við höfum sett ný viðmið í óheppni, en það var þegar aðdáandi félagsins skaut sundbolta inn á völlinn, Sunderland skaut í boltann og ruglaði þannig Reina og upp úr því kom fyrsta mark sundbolta í sögu ensku knattspyrnunnar! Það er auðvitað bannað en fíflið sem dæmdi leikinn vissi það ekki. Ekki vendipuntur á tímabilinu, en segir meira en margt um það.

Þetta hefur verið hræðilegt en eins og marg oft hefur sannast í þessari íþrótt sem og öðrum þá eru bara ekki alltaf jólin. Sérstaklega ekki þegar þú hefur ekki botnlausa vasa á bakvið þig á leikmannamarkaðnum og launakostnaðarmarkaðnum.

Með þessari samantekt er ég ekkert að halda því fram að Benitez sé betri stjóri heldur en Wenger eða öfugt. Það var bara nærtækast að bera þá tvo saman enda búnir að eiga tiltölulega svipuð ár þannig sl. 5 ár og báðir verið að stjórna topp 4 liðinum með mun minni fjárráð heldur en United og Chelsea. Það er í þessu sem og öðru að það eru peningarnir sem tala og þeir hafa talað mikið hjá sérstaklega Chelsea og United, sem reyndar áttu ekkert af þessum aur miðað við skuldir félagsins.

Það eru auðvitað gríðarlega margir þættir sem hægt er að bæta við svona upptalningu á hverju tímabili fyrir sig til að hægt sé að horfa á þetta alveg í samhengi á hverjum tíma fyrir sig, raunar er líklega hægt að gera bók um hvert tímabil hjá þessum liðum, og svei mér þá ég er ekki frá því að það hafi verið gert.

En þessi samantekt sýnir að báðir þessir þjálfarar eru rosalega góðir stjórar og ná árangri fái þeir almennilegan stuðning, jafnvel ef þeir lenda í lægð þá hafa báðir komið til baka. Wenger er að því núna, hann hefur keypt mikið af ungum mönnum í gegnum tíðina og mótað þá eftir sinni aðferðafræði og alltaf haldið liðinu í topp 4 í það minnsta. Núna eftir nokkur fremur dræm ár er liðið  til alls líklegt, eitthvað sem var alls ekki í kortunum á sama tíma í fyrra.

Benitez klúðraði öðru tímabili sinu hjá Valencia hressilega eftir að hafa unnið deildina árið áður. Hann kom tvíelfdur til baka og vann bæði deildina og UEFA bikarinn árið eftir. Hans staða var mjög tæp er kanarnir töluðu við Klinsmann sökum lélegs árangur í meistaradeildinni. Hann svarði því með að vinna síðustu þrjá leikina 16-1 og fljúga með liðið í útsláttarkeppnina. Þó það hafi ekki litið þannig út í ár, versta ár Benitez hjá klúbbnum þá er hann alveg fullfær um að snúa gengi liðsins við á nýjan leik. Lið sem fær ekki úr nærri því eins miklu úr að moða á leikmannamarkaðnum og helstu andstæðingarnir má verr við meiðslum og við höfum einfaldlega lent í allt of miklum meiðlsum í ár. Það er þó ekkert sem segir að liðið geti ekki hrokkið aðeins í gang núna strax á seinni hluta tímabilsins.

Núna er Benitez búinn að vera hjá klúbbnum í að verða 6 ár og hann hefur verið að bæta sig flest öll árin. Sama hefur auðvitað átt við um klúbbana sem hann er að keppa við og með auknu ríkidæmi fleiri andstæðinga okkar er þetta auðvitað erfiðara.

Hann er búinn að gera langtímasamning við flesta bestu leikmenn liðsins sem vilja flestallir hafa hann áfram, hann er sjálfur búinn að gera langtímasamning, hann er búinn að umbylta staffinu og hafa yfirumsjón með kaupum á unglingum félagsins, það er einfaldlega brálæði að ætla að henda þessu bara öllu í vaskinn eftir hálft slæmt tímabil og byrja upp á nýtt. Já hálft tímabil segi ég því þeir voru hreint ekki háværir andstæðingar Benitez eftir síðasta tímabil þegar liðið var búið að vera frábært. Það er ekki svo einfalt að það dugi bara að skipta um stjóra.

Ef við rekum Rafa Benitez núna eða bara á þessu tímabili verðum við á nákvæmlega sama stað og við vorum er Gerrard Houllier var rekinn. Hann var á sínu fimmta ári í uppbyggingu á klúbbnum en hafði alls ekki náð eins góðum árangi né spilað eins skemmtilegan bolta og fór eftir tvö slæm tímabil. Þar að auki voru ekki eins mörg lið í deildinni með eins mikinn pening og núna. Þegar Houllier fór hvarf slatti af staffinu með honum og það hefur verið að endurnýjast á nokkrum árum síðan, ekki mörgum samt.

Ég vill alls ekki að við lendum á sama stað og við vorum árið 2004. Ég vill að uppbygging á þessu liði haldi áfram og er fullkomlega á því að Rafa Benitez sé besti maðurinn til að leiða það starf eftir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta nú þegar. Rétt eins og ég hef alltaf talið það vera galið er ég heyri stuðningsmann Arsenal sem vill Wenger í burtu. Benitez er líka á fínum aldri núna, svipuðum og Wenger var á þegar hann tók við Arsenal og gæti átt mörg fleiri góð ár inni hjá klúbbnum.

Ég afsaka en ég hefði getað sleppt þessari færslu og bara sett þessa mynd í staðin

Babú

66 Comments

  1. Mjög flottur pistill hjá þér, Alveg sammála þér um það ef Rafa verður rekinn i sumar þá förum við 5-6 ár aftur í timan,,, Rafa er og verður að vera áfram við völdin,, Unglingarnir eru að koma upp,, svo að það eru spennandi timar að koma… Verum bara þolinmóðir You ill never walk alone

  2. Glæsilegur glæsilegur pistill, það er einmitt út af svona færslum sem ég skoða kop.is á hverjum degi!

  3. Ég verð að viðurkenna það þegar ég skil ekki þegar menn segja að Rafa hafi verið að bæta sig öll árin. Kom hann ekki liðinu í úrslit CL í 2 skipti á sínum fyrstu 3 árum, og vann keppnina í annað skiptið? Í millitíðinni kom FA Cup. Hver er árangurinn í ár? Eða undanfarin 3 ár ef því er að skipta? Enginn bikar, ekki einu sinni skjöldur eða effin heykvísl til marks um árangur.
    Vissulega náði liðið einhverjum óskilgreindum árangri í fyrra með því að lenda í öðru sæti með flest stig frá því á 9. áratugnum. Sem væri jákvætt en menn taka því þannig að það sé endilega rétti mælikvarðinn á það hvert Rafa sé kominn með liðið. Ef hann endar undir CL sæti í ár, er það eitthvað verri mælikvarði en leiktímabilið í fyrra?
    Hvað varðar peningahliðina er gjörsamlega út í hött að bera saman Arsenal og Liverpool hvað þetta varðar. Arsenal þrátt fyrir allt og allt hafa ekki notað nema brot af því sem Liverpool hefur notað. Meira að segja United hafa að því er virðist ekki spanderað meiru í leikmenn en Liverpool. Þeir hafa að vísu keypt dýra leikmenn og á móti kemur fáa en engu að síður er liðið búið að selja sinn besta mann annan til City sem virðist vera besti maður þess ágæta liðs. Samt eru þeir langt fyrir ofan, hverju sætir? Þeir hafa ekki getað spilað á sömu vörn tvo leiki í röð á meðan Liverpool hefur fundið fyrir meiðslum lykilmanna.
    Þá þykir mér í besta falli hjákátlegt að halda því fram að unglingastarfið tapist algjörlega ef að Benitez hættir. Ef þessir kjúklingar eru nógu góðir þá eru þeir nógu góðir punktur. Af hverju ætti nýr (hæfur nota bene) stjóri að útiloka það starf sem Rafa hefur unnið varðandi unglingastarf? Viðkomandi hlýtur að sjá það sama í strákunum og Rafa.
    Rétt varðandi leikmannakaupin. Menn virðast halda að af því að Benitez selur leikmenn á hærra verði en hann kaupir þá sé hann gríðarlega snjall. Það má vissulega til sanns vegar færa að sá sem kaupir vöru á x en selur hana á x+y (þar sem y er jákvæð tala sé klár) í viðskiptum. En það er algjört aukaatriði þegar horft er á heildarmyndina. Halda menn að það sé líklegt til árangurs að kaupa og selja menn hægri vinstri bara af því að það fæst hærra verð fyrir þá? Þá er mikið betra að fá stöðugleika í liðið, fá menn til að þekkja hvern annan og byggja út frá því.
    Að lokum þettta. Menn bera Rafa Benitez saman við Souness, Evans og Houllier. Er sanngirni gætt í þeim samanburði. Við erum að tala um þrjá af verstu stjórum félagsins. Er ég virkilega að fara fram á mikið þegar ég vil stjóra sem er það hæfari en Houllier og Evans að það þurfi ekki einu sinni samanburð til að sannfæra pöpulinn, fjandakornið að það þurfi að minnast á Evans í því samhengi?

  4. Já og sorrý að greinaskil fóru fjandans til, ég kann augljóslega ekki á kommentakerfið hérna.

  5. Verð nú að segja að þetta eru stórgóður pistill! Vel skrifaður og skemmtileg lesning.

    Mér finnst umræðan í hans garð stundum verið ósanngjörn, en hafa ber í huga að mikil pressa er á stjóra Liverpool og verður þannig alltaf. Ég mundi ekki vilja hafa það öðruvísi. Við skulum ekki halda að hann sé fyrsti stjóri Liverpool sem hefur verið undir pressu og verið gagnrýndur.

    Liverpool hefur í rauninni verið að bæta sig síðustu árin undir stjórn Benitez og manni fannst liðið eiginlega toppa í fyrra hvað varðar árangur í deild. En einhverra hluta vegna gengur ekkert núna og mistök (sem allir stjórar gera) sem Benitez hefur gert eru sýnilegri núna en oft áður.

    Ég er hreinlega ekki viss um að hann sé rétti maðurinn til þess að rétta liðið af. En ef liðið kemst ekki í meistaradeildina í ár þá skiptir ekki máli þótt Gaui Þórðar eða Bill Shankley væri stjóri liðsins. Liðið þarf þá að stokka upp. Ef svo ber undir þá vil ég nýjan stjóra alveg hiklaust. Versta er að liðið er að stefna í þá átt.

    Ég vil samt ekki heyra minnst á Liverpool hafi verið svo óheppið á þessu ári, útaf meiðslum og sandboltum. Er þá verið að segja að liðið hafi verið svo heppið á síðasta tímabili?

  6. Við hvern eigum við þá að miða okkur Kárinn, Shankley ? Fellur það í “Sanngjarnt” flokkinn sem þú talar um ?

    Ég skal segja þér hvernig liðið hefur styrkst frá ári til árs Kárinn, skoðaðu hópinn og skoðaðu úrslitin síðustu ára , að lokum lestu pistilinn. Að vera með lið sem hefur burði til að ná þessum úrslitum, 8-0 besiktas, 4-0 Marseille, 1-4 Utd, 4-0 Real Madrid og svo mætti áfram telja er eitthvað sem liðið hefur ekki haft burði til að gera síðan ég var orðin nægilega gamall til þess að fylgjast með knattspyrnu. Þá er ég að tala um leik eftir leik, ekki einn leik á season-i.

    En að pistlinum – frábær í alla staði. Auðvitað verður að vera gagnrýni til staðar, svo framarlega sem að hún sé málefnaleg og eigi rétt á sér. Rafa hefur fengið ótrúlega mikið af henni síðan hann kom, og maður furðar sig stundum á því að maðurinn skuli yfir höfuð láta bjóða sér þetta og halda áfram.

    En við sáum á leiknum gegn Spurs að hann hefur enn stuðnings, sem er grundvöllur alls. það sama sér maður það á síðustu 6 færslum (sem allar hafa spannað yfir 100 ummæli).

    Ég hef enn trúa á Rafa þrátt fyrir hörmungina þetta tímabil. Það hefst nákvæmlega ekkert með því að reka hann á þessum tímapunkti, menn koma ekkert úr meiðslum fyrr í kjölfarið og það kemur ekki til með að finnast olía undir Anfield heldur.

    Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

  7. Snildar lesning, ég skal viðurkenna það að þrátt fyrir að hafa verið gallharður stuðningsmaður Rafa frá því hann kom, þá hef ég undanfarið hugsað hvort tími væri kominn á að skifta um stjóra. Eg kemst alltaf að sömu niðurstöðu, að það væri glapræði á allan hátt og hér fyrir neðan eru þau rök sem ég sé mæla á móti því.

    1. margra ára uppbygging á nýju liði með nýjum stjóra
    2. LFC var að gera nýjan samning við RB (yrði altof dýrt að sparka honum)
    3. Engin”alvöru” stjóri kæmi á Anfield með þessa eigandur og þetta peningaleysi.
      4.Og svo það að fyrir sex mánuðum var ég loksins viss um að við gætum unnið premier legue, í fyrsta skipti í tvo áratugi og eftir að vera búnir að komast svona langt með þennan mannskap í fyrra og nánast engar breytingar gerðar, þá hlýtur það að þýða að Rafa sé eini raunhæfi möguleikin að koma skítblönku liði LFC á toppinn.
  8. Takk fyrir frábæran pistil.
    Ég styð Rafa og hef fulla trú á að hann nái að koma liðinu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Það sem skiptir kannski hvað mestu fyrir liðið, þar sem ekki er til mikið af peningum, þá er það unglingastarfið. Rafa virðist vera mjög einbeittur á að akademian skili af sér góðum leikmönnum. Hann verður að fá sinn tíma og þar sem ég er búinn að bíða í einhver 20 ár eftir titlinum þá get ég beðið rólegur í eitt til tvö ár í viðbót. Mín trú er sú að við séum með topp stjóra sem þarf álýka langan tíma og Ferguson til að byggja upp lið eftir sinni hugmyndafræði.

  9. Flottur Babu!

    Auðvitað sveiflast maður niður á botn og lengra þegar illa gengur, en ég er alveg handviss að mál stjórans verða ekki til skoðunar fyrr en í vor.

    Miðað við yfirlýsingar Tom Hicks um “stóran” leikmannaglugga næsta sumar verður gaman að sjá hvort menn á Anfield gera. Treysta þeir Rafa til að kaupa þá leikmenn sem þarf til að gera tafarlausa atlögu að titli eða leita þeir annað?

    En veturinn hefur Rafa eins og hann vill, það verður líka sá tími sem við öll skoðum hjá honum. Houllier átti tvö slök LEIKTÍMABIL. Ekki er mögulega hægt að finna það út að svoleiðis hafi verið hjá okkur undir Rafa.

    En flottur pistill Babu og augljóslega flott að tengja við Wenger, sem hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, en þar virðast allir sætta sig við stöðu Arsenal því þeir kaupi ekki mikið og það lið dettur vissulega niður á skemmtilega leiki annað slagið.

    En ef við skoðum bara blákalt titlana, deildarárangur eða þátttöku í úrslitaleikjum hefur Rafa náð miklu betri árangri en Wenger síðustu fimm ár.

    Og miðað við að Wenger er talinn einn besti stjóri heims erum við þá varla með einhvern kjána við stjórn…

  10. Góður pistill. Finnst samt alltof mikill hræðsluáróður að halda því fram að allt hrynji til grunna ef skipt verður um stjóra. Góður stjóri sér það sem vel er gert og mun ekki rífa slíka hluti niður. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi hr. Benitez og að mínu mati lifir hann enn á sigrinum góða í Istanbul. Hann hefur auðvitað unnið við frekar erfiðar aðstæður oft á tíðum en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann hefur haft umtalverða fjármuni til umnráða, þrjóska hans og skortur á drápseðli hefur gert það að verkum að leikir hafa tapast eða endað með jafntefli gegn slakari liðum og betri árangur hefur ekki náðst. En það þarf toppmann í sætið ef hr Benitez hættir þá er ég ekki að meina Portogalska viðrinið sem ég vil alls ekki sjá nálægt Anfield. Minn draumur var að fá Martin Ó neal eða Cappello á sínum tíma en raunin vaðr önnur og þá lifir maður bara með því. hugheilar
    Góða helgi

  11. hann er alveg búinn á með liðið ,einn sigur sannfærir mig ekki burt með kallinn núna STRAX

  12. Benitez er klár stjóri og örugglega með þeim gáfaðari í bransanum og gerir margt virkilega vel en það er líka rosalega margt sem ég vildi sjá öðruvísi hjá honum. Mér finnst hann allt of varkár á móti þessum minni liðum sem eiga það til að pakka í vörn og við kannski á heimvelli með einn striker og litla liðið með tvo. Og ef illa gengur þá er kannski ekki gerð breyting fyrr en á 75 mín. En glæsilegur póstur hjá þér, virkilega gaman að sjá menn leggja mikla vinnu í þetta.

  13. Er Wenger betri þjálfari en Benitez? Erfitt að segja, Wenger vann fyrir peningabóluna í EPL. Benitez vann með Valenciu, þrátt fyrir peningamaskínurnar Real Madrid og Barcelona.

  14. Þrusugóð grein frekar en pistill. Í rauninni ekkert svo ósvipað fræði- eða rannsóknargrein (mætti athuga að birta í fræðiriti 🙂 ).

    Þessi samanburður súmmerar vel upp hverskonar stjóri Benítez er í raun og veru og setur unnin störf hans í samhengi fyrir þá sem í skapofsa og bræði rakka hann niður fyrir mistök sem geta í raun hent hvern sem er! Mitt álit er að Benítez sé fórnarlamb aðstæðna að töluverðu leiti og að hann ætti að fá umfjöllun sem tekur mið af því sem og öðru.

    Með þessu er ég ekki að segja að hann hefði ekki getað snúið sér öðruvísi í sumum ónefndum málum en það er staðreynd að gagnrýnin á hann hefur einkennst af stundarbrjálæði áhangenda sem virðast hafa svipað mikla stjórn á tilfinningum sínum og skapi eins og ómálga barn!

  15. Sorry en ég bara held að ég hafi rétt í þessu lesið einhverja tilganslausustu færslu ever. Ég sé að hinir 10 eru ekki sammála mér en þetta var algjört waste of time. Ég vildi óska þess að það væri leikur á morgun svo það kæmi upphitun efst sem allra fyrst. Sorry aftur Babu, þetta er bara mín skoðun og þið getið þumlað þetta eins og ykkur sýnist.

  16. Ég veit ég er hálfviti en er ekki örugglega
    nettó eyðsla = eytt í leikmenn – fengið fyrir leikmenn?

    • Sorry en ég bara held að ég hafi rétt í þessu lesið einhverja tilganslausustu færslu ever

    Ekki öflugasta föstudagskvöld sem ég man eftir, en takk

    • Ég vildi óska þess að það væri leikur á morgun svo það kæmi upphitun efst sem allra fyrst.

    Til að hryggja þig þá er ég líka með hana 🙂

    • og þið getið þumlað þetta eins og ykkur sýnist.

    Will do

    En getur verið að þetta sé svona voðalega tilgangslaus færsla þar sem þú ert ekki sammála henni og þolir illa jákvætt tal um Benitez? Væri meiri tilgangur í þessu ef ég væri að úthúða Benitez á allann hátt? Hvað sem því líður þá er þér frjálst að hafa þína skoðun, ég tek það ekki inn á mig:)

    • Með þessu er ég ekki að segja að hann hefði ekki getað snúið sér öðruvísi í sumum ónefndum málum en það er staðreynd að gagnrýnin á hann hefur einkennst af stundarbrjálæði áhangenda sem virðast hafa svipað mikla stjórn á tilfinningum sínum og skapi eins og ómálga barn!

    Ahh nákvæmlega, vel að orði komist

  17. Ágætur pistill svo sem en skilur lítið eftir. Hann er allt of litaður svo hann geti verið marktækur. Það er svo greinilega verið að berjast við að hífa Benitez upp til skýjana. Afhverju er þessi svakalega ást á Benitez? Þrátt fyrir alla erfiðu aðstæðurnar og ég veit ekki hvað og hvað er talið til í vælinu í að réttléta báglegan árangur Benitez, þá breytir það ekki þeirri bláköldu staðreind að Benitez lætur liðið spila ÖMURLEGA LEIÐINLEGAN fótbolta og örfáir leikir í fyrra vor eru undantekning en ekki regla. Hann bregst aldrei við neinu og spilar á sömu mönnum og eftir sama kerfi aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur… Hann er þrjóskari en andskotinn og virðist halda að fótbolti snúist um 10 varnarmenn og einn sóknarmann.

    Þetta er örugglega ágætur kall og allt það, en hann hefur ekkert að gera hjá liði eins og Liverpol. Hann minnir mig svolítið á Steingrím J….vælir og grenjar yfir aðstæðum en gerir síðan uppá bak dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð….HÆTTIÐ ÞESSU HELVÍTIS VÆLI BÁÐIR TVEIR OG TAKIÐ ÁBYRGÐ Á STAFI YKKAR, SEM ER VÆGAST SAGT ÖMURLEGT!

  18. Góður pistill, ég vil treysta Rafa til góðra verka enda er ég sannfærður um að þjálfaranum verði ekki kennt um meiðsli leikmanna og dómaraskandala.
    Það voru greinileg batamerki á liðinu gegn Tottenham, mikil barátta og samhugur sem sýndi að leikmenn liðsins eru búnir að átta sig á því að það er þeirra og aðeins þeirra að berjast inni á vellinum.

  19. Sælir félagar

    Góður pistill en að mínu mati óþarfur. Benitez umræðan er tilgangslaus og breytir engu því Rafa verður áfram amk. til vors. Ég vil taka fram að ég er sammála því sem kemur fram í þessum ágæta pistli og er kominn ofan af því að reka Rafa núna. Það má skða það í vor en ég tel að fái hann sæmilegan pening til leikmannakaupa verður hann áfram en annars held ég að hann hætti sjálfur. Þessi umræða er orðin verulega þreytt og ég vil að henni verði hætt núna og hún svo tekin upp í lok tímabilsins.

    Saman burðurinn við Wenger er góður vinkill í þessari umræðu og ég skil ekki hvað Karinn er að fara í athugasemdum um lélegustu stjóra í sögu Liverpool. Samanburður Babus er við Wenger og þar hefur Rafa betur nema í meistaratitlum á Englandi.

    Það væri öllu áhugverðara að ræða um raunverulega möguleika á nýjum leikmönnum í janúarglugganum. Ég veit ekki hvernig er hægt að komast að því hvað er raunverulega í gangi á þeim vettvangi. Síðuhaldarar 😉 er býsna margir naskir á því sviði sem öðrum að þefa uppi eitthvað sem við pöpullinn er klaufskari við. Endilega færið umræðuna á þann vettvang.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Frábær pistill, ég myndi vilja bæta aðeins við hann varðandi það sem ég hef lesið um Rafa og það sem ég held. Maðurinn er fullkomnunarsinni dauðans, menn sem keyra sig ekki út á hverri æfingu og fara ekki 100% eftir fyrirmælum… þótt leiðinleg séu (Pennant og líklega Babel) eru ekki í uppáhaldi hjá honum og hljóta því færri tækifæri. Þetta er bæði kostur og galli að mínu mati en ég lít samt á þetta sem meiri kost þar sem þetta gerir það að verkum að vinnudýrunum er umbunað fyrir vel unnin störf og þau eru yfirleitt líklegri til að berjast þegar á móti blæs en prímadonnurnar sem gera ekki eins og þeim er sagt eða hlífa sér stundum.

    Þegar menn eru með fullkomnunaráráttu þá kemur það stundum niður á fótboltanum þar sem fullkomnunarsinnar vilja ekki fá á sig mark þegar þeir óttast að geta ekki skorað mörg mörk….. því tel ég að á meðan hann er ekki með leikmennina til að yfirspila andstæðinginn þá gerir hann allt sem í hans valdi stendur til að passa að andstæðingurinn skori ekki hjá okkur…… sbr. varnarsinnaða miðju liðsins og varnarsinnaðataktík sem hann stillir oft upp. Persónulega er ég ekki alltaf ánægður með uppstillinguna á liðinu, einmitt út af því hversu varfærin hún oft er.

    Annað sem ég hef lesið um manninn er að hann stefnir að því að byggja upp leikmenn á sama hátt og Ajax gerði á sínum tíma, þ.e. total football leikmenn. Allir leikmenn liðsins eiga að hafa ákveðið hugarfar, boltatækni, sendingargetu o.s.frv. Hann veit að hann getur ekki fengið þetta strax (hefur ekki fjármagnið til þess að kaupa leikmenn sem eru TOTAL FOOTBALLERS í kippum) og verður því að gera allt sem hann getur til að kaupa unga góða leikmenn sem hann getur mótað eins og hann vill hafa þá. Þetta sést best þegar við skoðum unglingastarfið núna, ÖLL liðin niður í að ég held 8 ára guttana spila kerfið hans Rafa. Skv. því sem ég hef lesið gerir hann ráð fyrir að getað notað nokkra uppalda leikmenn í aðalliðinu innan þriggja ára. (er það ekki annars þá sem þeir gera ráð fyrir nýju reglunum varðandi uppaldaleikmenn í liðinu hjá UEFA ?). Einnig hef ég lesið að unglingastarfið hans er byggt upp á svipuðu prógrammi og Ajax var með á sínum tíma.

    Ég er á þeirri skoðun að Rafa eigi að fá út þetta tímabil og einnig það næsta til að sanna að hann er maðurinn í starfið. Ástæðan er einföld, maðurinn hefur sýnt það að hann er einhver hæfasti maðurinn í boltanum til að gera ógnir andstæðinganna að engu. Einnig hefur hann sýnt það að hann getur náð betri árangri en aðrir þrátt fyrir að hafa mun minni peninga milli handanna og það er mín skoðun að allir geti klúðrað hlutunum á einhverjum tímapunkti……. líkt og kemur fram hér að ofan þá klúðraði hann hlutunum eitt árið en kom tvíelfdur til baka næsta ár á eftir og lagaði það sem aflögu hafði farið árið á undan. Það er nefninlega svo í þessu lífi að þegar menn gera slæm mistök þá eru það eingöngu snillingarnir sem koma til baka eftir mikla sjálfskoðun og íhugun og kippa hlutunum í lag, hinir detta niður og gefast upp eða hafa einfaldlega ekki getuna til að rétta vagninn af. Því vill ég gefa honum þetta tímabil til að gera mistök og það næsta til að leiðrétta þau.

    Í mínum augum er Rafa rétti maðurinn til að leiða okkur upp úr holunni sem hann hjálpaði til við að grafa!!!!

    Ég lík þessu á sama hátt og BABU.

    IN RAFA WE TRUST!!!!

  21. Frábær pistill, Babu. Setur sögu Rafa fyrir Liverpool og síðustu tæpu sex árin í gott samhengi og minnir mann á það hversu miklar framfarir liðið hefur tekið undir hans stjórn.

    Ég skrifaði pistil á hámarki pirringsins eftir Reading-tapið fyrir rúmri viku þar sem ég gaf í skyn að ég yrði hreint ekkert of pirraður ef Rafa yrði látinn fara fljótlega. Hins vegar lét ég pirringinn hlaupa með mig í gönur þar, staðreyndin er sú að fyrir utan Reading-fíaskóið hefur Rafa verið að hala inn stigum í Úrvalsdeildinni undanfarið (unnið 3 af síðustu 4 og er með 10 af 12 mögulegum stigum) og er kominn með liðið aftur í seilingarfjarlægð við toppsætin. Fyrir mánuði fannst manni langsótt að halda að Liverpool næði fjórða sætinu, í dag er það allt eins líklegt og með önnur lið.

    Rafa er ekki fullkominn, og að sama skapi eru vandræði Liverpool mýmörg og tengjast flest honum lítið eða ekkert. Það væri hins vegar, eins og Babu segir, glapræði að ætla að kasta uppbyggingu síðustu sex ára fyrir róða eftir hálft lélegt tímabil. Ef Rafa tryggir okkur 4. sætið í deildinni í ár á hann algjörlega að fá næsta tímabil til að rétta úr kútnum, enda fáir líklegri en hann þá til að gera betur í Meistaradeildinni auk þess sem hann er líklegri en flestir erlendir stórþjálfarar til að þekkja hvað þarf til að ná árangri í Úrvalsdeildinni.

  22. Virkilega virkilega góður pistill. Sýnir hvað alltof margir Liverpool aðdáendur eru búnir að vera blindir síðustu mánuði að heimta höfuð Benitez.

  23. Mjög góður og vandaður pistill. Tek hins vegar heils hugar undir með Sigkarli að umræðan um Benitez má setja í salt fram á vor. Núna myndi maður gjarnan vilja sjá eitthvað gerast í því að fá framherja í janúarglugganum. Held að það sé algjörlega nauðsynlegt. Af hverju erum við ekkert orðaðir við Huntelaar? Nú er verið að orða Everton við hann. Skil það nú ekki. Væri ekki ráð að reyna að fá hann lánaðan til vors? Að mínu mati væri að flottur kostur.

  24. góður pistill og vonum að Liverpool koma sterkir núna og halda sigurgöngu til Man City leikinn vinna hann og verða yfir Tottenham og Aston villa í deildinni. Vonum líka að Rafa eða einhver þjálfara í sumar fái góðan pening fyrir sumar kaupin og við fáum klassa leikmenn frítt einsog Joe Cole og Marouane Chamakh og fáum líka Klass Huntelaar í Láni í janúar ef þessi saga K. Jones endar ekki með að hann komi.

  25. Man Utd vinnur 4-0 í dag og Rooney með 4 mörk… ef Liverpool væri með svona mann eins og hann þá væru við ofar á töflunni!!!!!

  26. Verð að fá að draga þetta hér út úr hlekk Tomkins.

    Punktur um tímabilið 2008 – 2009…..

    Won 75% of all available league points – 2nd highest in the club’s history.

    Vissi þetta ekki og segir töluvert um frábæra frammistöðu síðasta árs……

  27. Trúa menn því virkilega að við séum að fá einhverjar umtalsverðar upphæðir til að eyða í sumar líkt og sumir hérna tala um? Þó trúðarnir frá USA lofi því núna, þá man ég nú varla eftir að hafa lesið nokkuð frá þeim komið sem ekki hljómar mjög vel, vandamálið er hinsvegar að þeir standa aldrei nokkurntíman við neitt af því sem þeir segja.

    Þeir sögðust ekki vera að kaupa klúbbinn með skuldsettri yfirtöku líkt og Glazier gerði við Man.Utd, annað kom á daginn. Þeir ætluðu strax að byggja nýjan völl, annað kom á daginn. Þeir hafa lofað peningum í leikmannakaup og fengu nú að kaupa klúbbinn þar sem David Moores sagðist ekki geta keppt við stóru félögin í úrvalsdeildinni á þessum seinni tímum og því þyrfti fjársterkari aðila inn. Gott ef Liverpool var ekki að eyða mun meira nettó í leikmenn síðustu árin hans heldur en hefur verið á þessum tíma sem kanarnir hafa átt klúbbinn.

    Ég ætla allavega ekki að láta mig dreyma um einhver alvöru kaup í sumar, læt það duga að dreyma um að LFC fái nýja eigendur.

  28. Hver nákvæmlega er tilgangurinn með því að bera þessa tvo menn saman ár fyrir ár? Næ því ekki alveg. Sama hvernig það er sett upp þá finnst mér verk Wengers hjá Arsenal skyggja algjörlega á það sem Benitez hefur gert hjá Liverpool. Hann er á fimmta ári með liðið, það er ekki nær titlinum en þegar hann kom og er drulluleiðinlegt áhorfs.
    Eins og einhver bendir svo á hér að ofan þá telst það ekki frábært í rekstri fótboltafélags að gera keypt hina og þessa leikmenn og selt á aðeins hærri upphæð eftir að þeira hafa floppað hjá liðinu. Það þarf að taka með í reikninginn tímann og peningana sem tapast í slíkri starfsemi meðan liðið stendur í stað.
    Arsenal hefur jú ekki unnið titilinn undanfarin ár en í dag hafa þeir hins vegar lokið byggingu glæsilegs vallar, ólíkt því sem er í gangi hjá Liverpool þá geta ungu leikmennirnir hjá Arsenal eitthvað og þeir eru við topp deildarinnar. Fyrir utan það að Wenger hefur unnið sér inn helvíti mikið credit með árangri sínum. Benitez tók jú meistaradeildina á fyrsta ári en getur ekki lifað mikið lengur á því. Ef liðið nær ekki fjórða sætinu núna (á enn einu tímabilinu þar sem 1. sætið átti að nást) þá verður hann að fara. Þýðir víst ekki að fást um það núna.

  29. Alveg frábær pistill – beint í mark! Samantekt eins og þessi sýnir svart á hvítu hæfileika Rafa og mikilvægi þess að fara ekki á taugum. Rafa er maður þeirrar gerðar að margir þola hann ekki. Það er ekki vegna skorts á getu heldur fer persónuleiki mannsins í taugarnar á stuðningsmönnum Liverpool. Skítkastið í garð Rafa á þessari síðu er á köflum fáránlegt og augljóst að margir púlarar bera enga virðingu fyrir því mikla starfi sem Rafa er að vinna á Anfield.
    Rafa er knattspyrnuþjálfari sem bera má saman við eina helstu goðsögn vísindalegrar stjórnunar, Frederick Winslow Taylor. Hann nálgast þjálfun eins og vísindi. Leikur liðsins og andstæðinganna er krufin til mergjar með sömu tækni og menn nota í viðskiptum. Veikleikar og styrkleikar skrifaðir upp. Strategía og taktík greind uns Rafa er viss um að hann skilji leik andstæðinganna til fullnustu. Að því búnu er lagt til atlögu.
    Ekki eru allir sáttir við þjálfunaraðferðir af þessu tagi en þær skila miklum árangri til lengri tíma litið. Eiginlega er hæpið að kalla Rafa þjálfara. Hann leiðir 40 manna sérfræðingateymi á Anfield þar sem finna má lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, iðjuþjálfa, leikgreinendur og mannfræðinga sem allir vinna að sameiginlegum markmiðum undir stjórn Benitez. Fyrir leik er hverjum leikmanni ánafnað hlutverk í skipulagi Rafa í þeim tilgangi að sigra andstæðinginn.
    Hvað sem um Rafa Benitez má segja er hann brautryðjandi í notkun vísinda við að stjórna knattspyrnuliði. Hann beitir sömu aðferðum og þeir fyrirtækjastjórnendur sem skildu hvað stefnumarkandi stjórnun í anda Michael Porters og Peter Drucker gerði fyrir rekstur fyrirtækja 30 árum eða svo þegar stórveldi eins og Microsoft og General Electric verða til. Ekki á einum degi heldur með þrotlausri vinnu og öguðum vinnubrögðum.
    Rafa er ekki snillingur eins og helvítið hann Ferguson heldur framúrskarandi knattspyrnustjóri með ástríðu fyrir vinnu sinni.
    Einn er sá hlutur sem enginn stjórnandi fær ráðið við. Það eru tilviljanir og óheppni. Engu lagi er líkt hvað Liverpool hefur mátt þola í ár vegna meiðsla lykilmanna. Það er eins og félagið sé andsetið á köflum. Jafnvel sundbolti breytir gangi leiks Liverpool í óhag! Um þetta er ekki við Rafa að sakast þótt af sumum ummælum hér á síðunni mætti halda annað. Ekki svo að skilja að Rafa geri ekki mistök en sú allsherjar yfirhraunun sem hann hefur mátt þola t.d. frá gömlum Liverpool mönnum eins og Souness er fáránleg og ómálefnaleg.
    Stóra tækfæri Liverpool til að verða besta félagslið heims er Rafa Benitez og knattspyrnuhugsun hans. Það tekur tíma og það tekur tár en á endanum verður erfiðið þess virði.
    Vandamál Liverpool er ekki Rafa heldur eigendur þess. Varla er hægt að ímynda sér hvernig er að starfa undir eignarhaldi jafn misheppnaðara bísnessmanna. Rekstur Liverpool, undir forystu Benitez, skilar methagnaði ár eftir ár, en eignarhaldsfélag Hicks og Gillett, Kop Holding, er á hinn bóginn nánast gjaldþrota. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG skrifaði t.d. undir ársreikninga félagsins með fyrirvara um rekstarhæfi.
    Við jafn erfið fjárhagsleg skilyrði þarf Benitez að starfa og hefur lengi þurft. Ofan í kaupið virðast allir fyrrverandi Liverpool leikmenn heimsins hafa meira vit en hann á hvernig á að þjálfa Liverpool. Gula pressan í Bretlandi hamast á Benitez á hverjum einasta degi með slúðursögum um leikmannaflótta og sundurlyndi innan félagsins í þeim tilgangi að grafa undan starfi mannsins á Anfield.
    Nú ættum við stuðningsmenn að segja; ekki meira af þessu; nú er nóg komið. Stöndum að baki Benitez og þolinmæði okkar mun launuð verða.

  30. Af hverju miðið þið alltaf við síðustu leiktíð ? Það var helber tilviljun/heppni hvað liðið náði mörgum stigum inn, og samt endaði það 4 stigum fyrir aftan meistarana. Liðið náði td fullu húsi gegn Man Utd og Chelsea sem gerist kannski 1x á 6 árum eða svo. Fyrir utan öll skítamörkin sem liðið skoraði td eftir útspörk frá Reina og 9 rauðu spjöldin sem andstæðingarnir fengu. Þetta er ekki að fara að endurtaka sig í bráð, amk ekki á þennan hátt. Liðið er stórgott, en ekki nándar nærri eins gott og stór partur stuðningsmanna liðsins vill trúa.

    Benitez er að mínu mati frábær þjálfari. Mér hefur alltaf fundist hann spila leiðinlegann fótbolta, pressa og loka svæðum endalaust. Þruma fram og pressa seinni boltann, það er eina skýringina á því að Kyut er lykilmaður hjá liðinu, ekki er boltatæknin og leikskilningurinn meiri en hjá meðalmanni á þeim bænum. Þess vegna finnst mér liðið ströggla gegn liðum með minna orðspor, það er ekki fært um að yfirspila mótherja, en það getur hlaupið yfir mótherjana og unnið leiki á dugnaði einum saman.

    Ég skal ekki segja um það hvort að það sé betra að reka Rafa eða ekki, liðið getur amk spilað skemmtilegri fótbolta.

  31. Grezzi…

    Ef síðasta tímabil er svona mikil heppni – getur núverandi season þá ekki flokkast sem óheppni ? Strandbolti, klárir vítaspyrnudómar sem aldrei voru, rauð spjöld, sjálfsmörk, meiðsli osfrv.

  32. Mér skilst að Liverpool sé búið að semja við eitthvað lið sem heitir Genk. Þessi samningur er eitthvað svona eins og MTK Hungaria samningurinn. Er einhver búinn að grafa meira upp af því?

  33. Nú eru bæði Van Nistelrooy og Klaas Jan Huntelaar komnir til Hamburger SV…

  34. 37# Eyþór Guðjóns

    Jú algjörlega, núna hafa hlutirnir fallið meira á móti en með liðinu og fullt hart að segja liðið það slakt að það eigi að vera fallið úr öllum aukakeppnum á fyrstu stigum þeirra, meistaradeild, Fa Cup og Carling. Mér finnst liðið vera e-s staðar þar á milli, ekki nógu gott til að keppa við Man Utd og Chelsea um deildina, en ætti að gera keppt við Arsenal um 4.sætið. En mér finnst algjörlega óraunhæft að ætlast til að liðið sé komið á par við Man Utd eða Chelsea eftir eina góða leiktíð.

  35. Núna eru slúðurmiðlarnir farnir að missa sig og segja frá því að City ætli að bjóða 100 milljónir punda nú í janúar og borga honum 200 þúsund pund í vikulaun.
    Ég segi nú bara að ef þetta er rétt þá eru þetta ágæts fréttir fyrir Liverpool svo lengi sem ÖLL upphæðin fengi að fara í leikmannakaup. En með þessa fégráðugu Kana þá eru engar líkur á því.
    Maður gæti ýmindað sér að það væri hægt að fá Villa (35), Silva (25), Lass Diarra (15), Shawcross (10), Huntelaar(10) og David Bentley (5) fyrir þennan pening. En þetta er auðvitað slúður í gegn en að mínu mati er skylda að selja leikmenn ef svona fáranlegt tilboð er í boði. Tala ekki um ef hægt væri að styrkja liðið með sex gæðaleikmönnum í staðinn, þar á meðal Villa sem er heimsklassaleikmaður með því að selja einn leikmann sem hefur verið óheppinn með meiðsli, en er samt sem áður besti framherji heimsins
    . Liðið gæti orðið svona:
    Reina – Johnson – Carra – Shawcross – Aurelio – Diarra – Gerrard- Silva – Maxi- Villa- Huntelaar
    Subs: Cavalieri, Agger, Mascherano, Aquilani, Benayoun, Bentley og Kuyt.

    Gætum svo í sumar selt Skrtel, Aurelio, Mascherano (hef það á tilfinningunnu að Barca er að toga í hann) og Ngog. Fengið í staðinn fyrir þá Gary Cahill, Van der Vaart, Chamack og einhvern vinstri bakvörð sem mun glimra á HM í sumar.
    Þetta yrði að mínu mati ótrúleg styrking á liðinu. En því miður (eða sem betur fer) virka knattspyrnuviðskipti ekki á þennan hátt. Það sem maður getur samt byrjað að bulla á mikið á einhverju andskotans slúðri.

  36. Selja Torres, nei takk.

    Huntelaar, nei takk.
    Shawcross, NEI takk.

    Villa á 35m á 29 aldursári, nei takk. (frábær leikmaður, en 29 ára gamall fyrir þennan pening + ekki gefið að hann aðlagist jafn hratt og Torres).

    Þar fyrir utan myndi ég stilla Benayoun fram í b yrjunarliðinu frekar en maður sem er búin að fá 20 minútur af spilatíma (Maxi).

    Svona football manager vangaveltur eru skemmtilegri en Rafa umræðan amk…

  37. Nú er talað um að Eiður Smári hafi neitað Liverpool og ætli að fara til West Ham. Mikið er ég feginn því þetta er ekki sá leikmaður sem ég vildi fá til okkar.

  38. Smá off topic en gaman að segja frá því að Sami nokkur Hyypia er búin að setja hann í mark Hoffenheim, gamli er seigur..

  39. Merkilegt að sama hversu menn reyna að vera málefnalegir hérna, ef maður skrifar eitthvað neikvætt um Rafa Benitez núna þá er einhver her manna sem gefur sjálfkrafa “thumbs down” án þess örugglega að lesa kommentin.

    Áhugaverð tímasetning á þessum pistli, rétt eftir sæmilegan Tottenham leik. Papering over the cracks are we?
    Áhugaverður samanburður líka við Wenger, þjálfara sem hefur ekkert unnið núna í 3-4 ár. Svo sannarlega ekki verið að reyna finna hæsta samnefnarann eða miða sig við Englandsmeistarastandardinn.

    Lið með heimsklassa afburðamenn eins og Torres, Gerrard, Mascherano og Reina á að geta fyllt hinar 7-10 stöðurnar með góðum landsliðsmönnum og svo varamönnum, ásamt sterkri liðsheild og sóst eftir Englandsmeistaratitlinum. Þessir 4 eru bestu leikmenn í sinni stöðu á Englandi ef ekki heiminum. Það er bara staðreynd. Sama hvað þið segið þá hefur Benitez fengið úr miklum fjármunum að ráða á þessum 5 árum og hann ætti að geta byggt miklu betur í kringum þessar stjörnur sínar.

    Þið sem afsakið alltaf það að Liverpool sé ekki í alvöru Englandsmeistarabaráttu (nettó-brúttó og whatever) með því að við höfum ekki efni á að keppa við Chelsea og Man Utd í eyðslu, hvernig skýriði þið þá hversu hrikalega erfitt Liverpool á með að vinna þessi hröðu og líkamlega sterku lið eins og Stoke, Blackburn og Bolton eða að við dettum úr bikarnum gegn Reading, allt lið sem kosta jafnvel brotabrot af okkar leikmannahópi? Ef peningar skipta öllu í fótbolta þá ættum við að vinna þessi lið mjög auðveldlega, en það er nefnilega málið…. UNDIR STJÓRN RAFA HEFUR ÞETTA VERIÐ STÆRSTA VANDAMÁL LIÐSINS Í 5-6 ÁR OG ÞJÁLFARINN OKKAR ER JAFN RÁÐALAUS Í DAG OG ÞEGAR HANN BYRJAÐI HJÁ LIVERPOOL.

    Við verðum aldrei aldrei meistarar nema hann finni ráð á þessu og komi á alvöru stöðugleika í sóknarleik liðsins. Ein tilraunin var Glen Johnson sem átti að koma inn í hægri bak og sprengja þetta upp. Hvað gerðist? Hann var í okt-nóv negldur niður og nánast bannað að fara yfir miðju því hann spilaði enga vörn orðið. Rafa hélt að Insúa væri tilbúinn sem byrjunarliðsmaður í ensku deildina, sem hann reyndist ekki vera. Önnur misheppnuð tilraun sem byggðist á því hvernig við spiluðum hátt með bakverðina í lok síðasta tímabils. Þetta virkaði þá og kom á óvart líkt og framsækna vörnin hjá íslenska landsliðinu í handbolta á Ólympíuleikunum, en svo lesa mótherjar okkar þetta og finna svör.
    Sama má segja um ein mestu vonbrigði Liverpool, hann Lucas Leiva sem á pottþétt eftir að enda hjá meðalgóðu liði á meginlandinu eftir 2-3 ár. Honum var hent útí djúpu laugina og fékk að spila mjög mikið framanaf. Þann kafla hrundi spil, sóknarleikur og sjálfstraust Liverpool liðsins.

    Sjáið ekki að Rafa er ennþá í tilraunastarfsemi og endalausri þrjósku við að láta þetta 4-2-3-1 leikkerfi sitt virka á Englandi? Enn í þeirri uppbyggingar og tilraunastarfsemi sem þið segið að ráðning á nýjum þjálfari myndi setja Liverpool 5-6 ár aftur í tímann? VIÐ VERÐUM ALLTAF 5-6 ÁRUM Á EFTIR TOPPLIÐUNUM MEÐ ÞJÁLFARA SEM KANN EKKI FYLLILEGA Á ENSKA BOLTANN.

    Rafa verður líka einfaldlega að bera ábyrgð á því að hafa fullkomlega klúðrað þessu tímabili með hörmulegum leikmannakaupum og sölum síðasta sumar. Það var fyrir mér augljóst þá að t.d. Dossena, Voronin og Ryan Babel væru meðalskussar sem höfðu enga framtíð hjá Liverpool og kæmu til með að hafa mjög vond áhrif á móralinn innan liðsins ef þeir yrðu ekki seldir strax og betri leikmenn keyptir í staðinn. Lítið hægt að gera í því að Xabi Alonso fór en í staðinn var fenginn meiddur leikmaður á 20m punda sem var fullvitað að tæki mjög langan tíma að komast inní spil og liðsheild Liverpool.
    Maxi Rodriguez er algert óskrifað blað en heldur áfram við þeirri hefð Rafa að kaupa menn á free transfer sem engin leið er að vita hvernig reynast. Í stað þess eigum við að kaupa menn sem eru þekktar stærðir og vitað er að virki í ensku deildinni.
    Af hverju í ósköpunum reyndum við t.d. ekki að kaupa týpur á borð við Carlos Tevez, mann sem hefur sterkt orðspor í enska boltanum? Af hverju erum við endalaust að hrúga inn mönnum af meginlandinu sem reynast svo oftast óttalegir pappakassar?

    Það skiptir engu hvort cowboy-eigendurnir drullist strax frá félaginu eður ei, með Benitez sem stjóra mun spil Liverpool lítið sem ekkert breytast að mínu mati. Alltaf sömu háloftaspyrnurnar frá Reina og vörninni og reynt að vinna seinni boltann, hrútleiðinlegur skyndisóknar varnarbolti sem byrjar í hvers sinn sem Liverpool kemst 1-0 yfir í öllum leikjum hvort sem það er gegn Man Utd eða 3.deildarliði (öllum andstæðingum gefið sjálfstraust og leyft að spila sig inní leikinn), óskipulagður og hægur tilviljunarkenndur sóknarleikur, leikur liðsins mun áfram snúast um að loka svæðum, stjórna andstæðingnum og forðast töp í stað þess að sækja til sigurs. Við munum áfram kaupa sóknarmenn sem Benitez breytir svo í kantmenn, sóknarmenn sem skora verður áfram hent á bekkinn til að slökkva í þeim þorstann o.s.frv.

    Þá er ekki meðtalið ótrúlega sérviskulegar liðsuppstillingar, seinar og stundum óskiljanlegar innáskiptingar, þjálfari sem er ekki mikill motivator til að öskra menn áfram í hálfleik eins og þarf oft í enska boltanum,
    Liðið mun áfram spila Excel-fótbolta og það er sko ekki stytting á “Excellence”.

  40. Merkilegt að sama hversu menn reyna að vera málefnalegir hérna, ef maður skrifar eitthvað neikvætt um Rafa Benitez núna þá er einhver her manna sem gefur sjálfkrafa “thumbs down” án þess örugglega að lesa kommentin.

    Ég held að þetta sé fjarri lagi. En þú getur hins vegar bókað að í leikskýrslu eftir frábæran sigurleik þá hafa menn afskaplega litla þolinmæði fyrir fólki, sem kemur inn og heldur því fram að sigurleikurinn hafi verið heppni og það sé enn allt ömurlegt hjá Liverpool.

    Gagnrýni á Rafa fær að standa, en ef menn sjá ekkert nema ömurlegheit – jafnvel eftir góða sigurleiki – þá er greinilega stór hópur af fólki sem að nennir ekki að lesa slík komment.

    Ég skil það afskaplega vel.

    Alveg einsog að alltof jákvæð komment eftir hörmulega tapleiki munu eflaust fá neikvæð viðbrögð.

  41. Vá Bill Hicks, það sem ég er orðinn þreyttur á að lesa svona komment hérna, þetta endalausa óraunsæja röfl um að elta hinn og þennan leikmann sem fór eitthvað annað.

    Manstu ekki af hverju Ferguson lét hann fara frá Man Utd?

    Heldurðu virkilega að hann hefði ekki viljað halda honum?

    Ef Liverpool þarf að kaupa varamiðherja fyrir 1,5 milljónir punda, hvernig eigum við að fá varaframherja fyrir 32 milljónir punda?

    Ég legg til að menn geri sér grein fyrir því að við erum ekki að spila Football Manager! Við erum aðdáendur fótboltaliðs á Englandi og í því felst að standa á bak við liðið, bæði þegar illa gengur og þegar vel gengur. Það er endalaust hægt að væla um að nægum peningum sé ekki eytt en menn verða að gera sér grein fyrir að klúbbur eins og Liverpool er rekinn eins og fyrirtæki og þ.a.l. er ekki hægt að vera að leika sér með peningana (eins og sumir sykurpabbaklúbbarnir komast upp með).

    Einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að Man Utd fái á endanum að finna fyrir þessum fimleikaæfingum stjórnendanna og vona innilega að Kanarnir okkar sjái að sér áður en við verðum sokknir jafn djúpt í skuldafenið og Man Utd eru í dag!

  42. Illa gengur ??? Vissulega gæti gengið betur en er Liverpool með mannskap í miklu meira ??? Torres pirraður og mikið frá vegna meiðsla , Gerrard meiddur og ekki að ná sér á strik. Miðað við formið og fjarvistirnar á þessum lykilmönnum finnst mér Liverpool hafa náð öllum þeim stigum íPL sem við má búast…Vonbrigðin hljóta að vera CL…Og svo gengur bara betur næst…

  43. 47 – Hicks

    Tevez vildi ekki fara til Liverpool – hann sagði það sjálfur. Gat ekki gert stuðningsmönnum Utd það, fannst verra að gera það en að fara til City – sem er vissulega furðulegt, ekki síst í ljósi atburða síðustu viku…

    Ég gef aldrei þumal niður bara af því að menn eru neikvæðir gagnvart Benitez – en hvernig væri að slaka aðeins á. Hann er ekki að fara neitt, staða hans verður skoðuð í sumar, við vorum að vinna mikilvægan leik með góðri (miðað við okkar standard þetta tímabilið) frammistöðu og við sjáum fram á langan vetur þar sem hver leikur er úrslitaleikur.

    Maður verður óskaplega þreyttur á að lesa þessa dómsdagspósta dag eftir dag eftir dag eftir dag….. Þumlakerfið virkar þannig að það er eitt atkvæði á mann, af þínum skrifum sérðu að fólk er annaðhvort þreytt á þessu eins og ég og/eða ósammála þér að öllu leiti, amk meiri hluti lesenda. Það er ekkert samsæri eða neitt þannig, fólk á rétt á að styðja kallinn eða amk vilja fá frið frá umræðunni þar til í vor, því það kemur ekkert til með að gerast fyrr en þá – og þó að umræðan sé nauðsynleg og hefur í flestum tilfellum verið góð og málefnaleg, þá finnst mér hún ekki eiga rétt á að einoka umræðuna í pistlum sem fylgja langþráðum sigri þar sem menn sýndu loksins smá hjarta, stollt og baráttu.

    Það er stutt í næsta leik, sjáum hvert umræðan leiðir okkur þá – vona að ekki of margir “púllarar” vonist eftir ósigri þar til að geta rökstutt mál sitt betur á kop.is – það vinnur engin við slíkar aðstæður.

  44. Skemmtilegur pistill og athyglisverð nálgun, en hinsvegar er staðan orðin þannig að maður vill orðið meira en baráttu um 4. sætið, og því er margt (þó ekki allt) í kommenti nr #47 sem ég er sammála. Þá helst er ég sammála því að við höfum ekki tekið miklum framförum síðan Rafa kom, önnur lið eru búin að leysa þetta 4-2-3-1 kerfi hans, og sem bein afleiðing af þessu kerfi hans og ofur-skipulögðum leik þá spilum við ekki skemmtilegan bolta. Ég get hreinlega ekki varið Rafa einsog tímabilið hefur spilast, hann veit það jafn vel og allir aðrir að ákveðnir hlutir hafa ekki gengið upp og pressan er á honum. Og það er ekki hægt að segja að þetta sé “óhappaseason” eða e-ð slíkt, menn einfaldlega eru sinnar eigin gæfu smiðir.
    Það sem ég held að sé að bjarga Rafa í augnablikinu er það að of mikið liggur undir með hann í brúnni. Hann hefur byggt upp hópinn, unglingastarfið o.s.frv. og einnig er dýrt að kaupa upp samninginn hans. Að skipta um stjóra akkurat núna yrði mikil áhætta.

    En í sumar held ég að það sé ekki vitlaust að taka stöðuna á nýjum stjóra (þó enginn komi beint uppí hugann til að taka við liðinu), og á sama tíma koma með þessa auknu peninga til leikmannakaupa sem talað er um, svo nýr stjóri geti þá styrkt liðið og aðlagað að vonandi árangursríkum OG skemmtilegum bolta.

    Enginn er stærri en klúbburinn, munum það. Þó Rafa hafi gert góða hluti á liðnum árum þá er ekki hægt að horfa framhjá því að liðið okkar hefur verið afleitt þetta tímabil.

  45. Mér sýnist að fljótlega hverfi mín skrif hér að ofan, vantar aðeins 6 “thumbs down” í viðbót er það ekki?
    Hinsvegar fá nokkur svarskeytin eingöngu jákvæða einkunn þó þau séu mun innihaldsminni og ómálefnalegri að mínu mati.
    Segir manni kannski að þetta þumlakerfi mælir frekar hópsálar feelgood fíling fremur en að vera sú gæðaflokkun sem ætlunin var.

    Èg var að vonast eftir góðum svarrökum um gæði Benitez sem knattspyrnustjóra(sem hann býr töluvert yfir) en flest fjallar um að Tevez vildi ekki fara til Liverpool.
    Það vita allir enda fara leikmenn ekki milli okkar og Manure.
    Ég talaði líka um að “kaupa týpur eins og hann”. Menn sem eru á lausu og vitað að hafi gæðin og hörkuna í enska boltann.

    Ef það er einhver stjóri á Englandi sem er í manager-leik þá er það
    Rafa Benitez. Hann velur nánast eingöngu í liðið útfrá sýrumælingum, hlaupavegalengdum í prósentum og öðru upplýsingaflóði sem hann les af tölvuskjá daginn fyrir leikdag ef hann er ekki búinn að niðurnjörva hverjir spila langt frammí tímann án tillits til þess hvernig menn eru að standa sig á æfingum eða skora í leikjum og eru heitir og fullir sjálfstrausts. Allt fer í gegnum tölvuna.
    Svo er hann með sæg af aðstöðarmönnum og scouts í kringum sig til að brjóta allt niður í tölulegar upplýsingar. Èg er t.d. viss um að Dossena var bara keyptur því hann skoraði nógu hátt í einhverri left-wingback/fullback tölfræði kríteríu sem allir scouts hafa fengið
    skipun um að fara vísindalega eftir. Svo kom auðvitað í ljós að þessi spagettíbossi höndlaði engan veginn hraðann og hörkuna í enska boltanum þrátt fyrir að skora hátt fyrir að vera ítalskur landsliðsmaður. Sama má segja um menn eins og Morientes, Babel, Leiva o.fl. Alltof soft andlega fyrir ensku deildina.

    Stjórar á Englandi þurfa að hafa pung og taka erfiðar ákvarðanir á örskotsstundu meðan leik stendur, ekki af tölvuskjá mörgum dögum eða vikum fyrir leik. Hershöfðingjar í stríði
    en ekki fyrirsjáanlegir tölvunördar.
    Það vantar ekki heimsklassa stjörnur eða peninga hjá Liverpool þannig séð. Það vantar fleiri menn sem hugsa eins og sigurvegarar til að fá almenningsálitið, ensku pressuna með sér og skapa ótta. Rafa Benitez er bara ekki rétti stjórinn fyrir Liverpool þó hann sé snillingur á sínu sviði.

    .

    .

  46. Mér finnst viðbrögð manna við innlegjjum Bill Hicks vera stórfurðuleg því þau eru innihaldsrík, málefnaleg og heilmikið vit í þeim. En ef einhver er ekki tilbúinn að fylgja Rafa í dauðann er hann auðvitað ómarktækur….

    Svo er þetta stórmerkileg fullyrðing: “Í fljótu bragði þá bara man ég ekki eftir þjálfara sem hefur verið undir eins mikilli pressu hjá neinu liði síðan hann mætti á svæðið heldur en Rafael Benitez hjá Liverpool.”
    Það væri búið að reka marga í stöðu Benitez. Hvað með Mark Hughes eftir komu Arabanna, marga stjóra Newcastle, Tottenham og fleiri liða.

  47. “Ef það er einhver stjóri á Englandi sem er í manager-leik þá er það Rafa Benitez. Hann velur nánast eingöngu í liðið útfrá sýrumælingum, hlaupavegalengdum í prósentum og öðru upplýsingaflóði sem hann les af tölvuskjá daginn fyrir leikdag ef hann er ekki búinn að niðurnjörva hverjir spila langt frammí tímann án tillits til þess hvernig menn eru að standa sig á æfingum eða skora í leikjum og eru heitir og fullir sjálfstrausts. Allt fer í gegnum tölvuna. Svo er hann með sæg af aðstöðarmönnum og scouts í kringum sig til að brjóta allt niður í tölulegar upplýsingar.”

    Ég geri ráð fyrir að þú sért hérna að blaðra einhverja vitleysu út í loftið, nema þú getir vísað í einhverjar heimildir þessu til stuðnings. Er það þetta sem þú átt við þegar þú talar um að vera málefnalegri en aðrir?

  48. Bill Hicks (#56) – af hverju ertu með þumlana upp/niður svona mikið á heilanum? Virðist hafa meiri áhyggjur af því að fá góðar eða lélegar viðtökur við ummælum þínum en því sem þú hefur að segja.

    Komdu bara þinni skoðun á framfæri … við þurfum ekkert að fá beina lýsingu frá þér af því hver vinsældarstaða fyrri ummæla þinna er.

  49. Það er flott Hicks að þér finnist þín skrif vera svona mikið betri en annarra – og að aðrir séu hópsálir, feelgood og allt það…

    Þetta er íslensk bloggsíða um Liverpool – þar sem flestir koma fram í skjóli nafnleyndar, og ég leyfist mér að stórefast um að menn séu að leita hingað til að fá eitthvað klapp á bakið, þ.e. með því að fá einhverja þumla upp við skrif sín.

    Þú mátt eiga það að þú setur þína skoðun málefnalega fram og átt hrós skilið, margir með svipaða skoðun og þú halda að þeir komi sínu fram ef þeir noti NÆGJANLEGA MIKIÐ AF STÓRUM STÖFUM, eða með misheppnuðum tilraunum til að vera fyndnir – oftar en ekki þá með kleinuhringja brandörum varðandi Rafa og niðrandi ummæli um þjóðerni hans, hvernig svo sem það er hægt.

    En þeir sem koma á spjallsíðu sem þessa, verða að geta höndlað það að þeir rekist stökum sinnum á “hópsálir” sem eru ósammála þeim, það er bara gangur lífsins. Það væri varla gaman af þessu ef allir væru sammála um allt. Við erum allir sammála um hvaða lið við styðjum og á hvaða stalli við viljum sjá það – það er leiðin þangað sem menn hafa mismunandi skoðanir á, og þó þú trúir því að þín leið og sýn sé sú besta þá er ekkert sem styður þá skoðun þína , já eða hrekur. Þetta eru skoðanir einstaka einstaklinga – flestir sem hingað koma skrifa aldrei sínar skoðanir, láta sér nægja að lesa pistlana og stundum þær umræður sem skapast.

    Stjórnarmenn þessarar síðu eru ekki að standa á bakvið að “down-rate”-a þín skrif , þrátt fyrir þínar réttu skoðanir og tilraun þína til að sína öðrum rétta veginn í þessu öllu saman, þá eru hrokafullar, blindar og ástfangnar (Rafa) hópsálir þarna úti sem ekki eru sammála þínum skrifum – eins mikil vitleysa og það er nú, þá verður þú bara að læra að höndla það, lífið heldur áfram þó þú fáir þumla niður á kop.is.

  50. Voðalegar Pollýönnu-dramadrottningar eruði strákar. 🙂
    Ég minnist mjög eðlilega á þetta þumlakerfi því öll 3 skrifin mín í þessum síðasta þræði http://www.kop.is/2010/01/20/22.37.06/ hurfu “due to low comment rating”. (Nr.30, 45 og 66)

    Það er hálf tilgangslaust að vera kommenta hér ef skrif manns hverfa bara í hvert sinn þó maður reyni að vera málefnalegur og er ekki með skítkast útí neinn. Bara því maður er með sterkar skoðanir sem eru óvinsælar eftir Tottanham leikinn. Mínar skoðanir eru ekkert betri en aðrar, en síðustjórnendur hljóta að sjá að þetta nýja kerfi mælir ýmislegt annað en bara gæði skeyta.

    Babu birtir hér pistil á forsíðu sem reynir að setja árangur Benitez í samhengi og velur til þess Wenger sem samanburð og hefja hann þannig upp alveg eins og Paul Tomkins drottningarviðtalið fræga gerði. http://www.kop.is/2009/10/22/20.08.26/
    Eftir þetta 1 dags kúr Tomkins með Benitez í október hafa hlutirnir enn farið langt niðurávið og núna erum við dottnir útúr nánast öllum keppnum. Þá héldu menn að botninum væri náð og hlutirnir gætu ekki versnað. Hversu rangt var það? Hvað með smá raunsæi í stað þess að halda að við séum búnir að “turn a corner” eftir Tottenham leikinn eins og Houllier sagði svo oft.

    Ég er ekki að tala um að leggjast í bölsýni heldur að meta hlutina og störf Rafa bara kalt og raunsætt. Hætta að hlusta gangrýnislaust á fagurgala eins og Tomkins sem vefja allt inní bómul eins og lífið sé kafli í bókinni The Secret. Rafa hefur heilt yfir fengið alveg nógan pening í leikmannakaup og mótað þennan hóp eftir eigin höfði í 5-6 ár. Ég bara sé alls ekki nógu miklar framfarir frá 2004 til að réttlæta áframhald Rafa. Liðið er ennþá alltof brothætt, fyrirsjáanlegt, og gengur alveg jafn bölvanlega gegn líkamlega sterkum liðum sem fá að hægja á okkar okkar miðjuspili þannig að Liverpool er stundum ekki að fá alvöru færi í leikjum fyrr en um og eftir 70mín.

    Til að eyða öllum misskilningi þá er ég mjög bjartsýnn fyrir hönd Liverpool næstu ár. Chelsea og Man Utd liðin eru bæði að eldast mjög hratt, Ferguson að detta út bráðum ásamt því að Abramovich er að missa áhugann. Prinsarnir sem stjórna Man City verða leiðir á fótbolta um leið og peningaeyðslan skilar ekki titlum. Wenger er orðinn fastur í meðalmennsku með Arsenal. Liverpool er eina liðið sem er virkilega hungrað í titilinn og getur tekið klárum framförum á öllum stigum klúbbsins. Þetta er there for the taking að mínu mati ef allir þar eru samstíga og róa í sömu átt.

    Við þurfum bara finna rétta stjórann sem kemur með sigurviðhorfið aftur til klúbbsins og kann að mótivera hópinn svo leikmenn nái að laða alla sína hæfileika fram í bland við vinnusemina. Stjóra sem þorir að stórauka hraðann, líkamlegan styrk og tæknina í liðinu ásamt því að sækja almennilega á litlu liðin sem pakka í vörn gegn okkur. Í stað þessa karakterslausa reitafótbolta sem við spilum í dag.

  51. Ég er sammála þér uppað vissu marki Hicks – ég kom sjálfur inná það í færslu hér í vikunni sem var að líða að Tomkins væri mjög mikill Rafa maður, en það er þó gaman að lesa pistla hans því hann leggur oftar en ekki heilmikla vinnu í þá, hvort svo sem menn eru sammála honum eða ekki er annað mál.

    En þetta er bara ekki eins einfalt og þú kemur inná, auðvitað væri maður til í stjóra sem hefur alla þessa kosti sem þú bendir á hér að ofan – en hver í heiminum hefur alla þessa kosti að bera ? Þeir eru ekki margir, og enn færri sem eru “á lausu” og tilbúnir að koma til Liverpool FC miðað við þá umfjöllun sem er í gangi um tómt peningarveski osfrv. Þeir hafa allir sýna kosti og galla – tökum Jose Morinho sem dæmi, sigurvegari fram í fingurgóma – engin getur þrætt fyrir það, en spilar ótrúlega leiðinlega knattspyrnu, flestir taka undir það. Það er ekkert sem “garentíar” það að skipta um stjóra komi til með að laga eitthvað, fyrir utan þann kostnað sem færi í það.

    Í drauma heimi (football manager) myndum við kaupa þá leikmenn sem eru með góð stats og þeir myndu slá í gegn í enska boltanum, myndu svo setja leikmenn sem við þurfum ekki á “transfer list” og fá tilboð yfir markaðsverði daginn eftir frá 5+ klúbbum. Þannig er þetta bara ekki í raunveruleikanum. Við erum að berjast við að geta keypt leikmenn á ekki bara undir 10m heldur undir 5m virðist vera nýji standardinn. Ég sé þetta ekki beint sem spennandi vinnuumhverfi fyrir þann heimsklassastjóra sem þú lýsir hér að ofan. Við getum einugis látið okkur dreyma um að kaupa menn “svipaða og Tevez” eins og þú segir hér að ofan, 30m+ er ekki að fara að gerast.

    Okkar lið er ekki heldur að yngjast, Gerrard verður 30 á árinu og Carra á ekki nema kanski eitt tímabil eftir eða svo, er annars mjög persónubundið. Þetta er nú bara helmingurinn af þessari svokölluðu lykilmönnum í okkar liði… En það er önnur umræða, fer ekki nánar út í þá sálma hér.

    En auðvitað ef að einhver spennandi kostur er laus í sumar og við enn í sama bullinu og við höfum verið í síðustu vikurnar þá verður eitthvað gert. Það er engin hérna stuðningsmaður Rafa “bara af því” , menn hafa trú á honum ennþá og hafa rök fyrir sínu máli, alveg eins og þú hefur bent á rök gegn því að halda honum lengur á Anfield.

    Hvað varðar pósta þína sem þú vitnar í….

    nr 30 – kallar Rafa m.a. varnarsinnaða kellingu (þrátt fyrir að skora mest síðasta season og spila frábæran bolta – jájá ég veit, það var í fyrra, en það er alveg eins hægt að dæma liðið á þeim 10 mánuðum sem síðasta tímabil spannaði eins og það er hægt að gera það á þeim mánuðum sem liðnir eru af núverandi tímabili)

    nr 35 – þú svarar einfalt og fullyrðir út frá þínum skoðunum. Ég leyfist mér að efast um þína spádómshæfileika, það er stór munur á að setja eitthvað fram sem staðreynd eða sem skoðun.

    Nr 66 dæmir sig sjálft.

    Við erum að tala um þrjú comment þar sem neikvæðin er allsráðandi, eins og að menn meigi ekki brosa, hrósa eða gleðjast yfir einum sigri – öll innan 16 tímum frá því að leik lauk. Þú þarft ekki að vera einhver vörður í kringum það að fólk gleymi sér ekki í bjartsýninni. Ég tel að 99,999% af stuðningsmönnum LFC séu ekki ánægðir með gang liðsins, breytir einn leikur þar engu um, en fólk hefur samt sem áður ástæðu til þess að gleðjast, því út á það gengur stuðningurinn. Þetta er svipað og að menn væru að blogga um það hægri vinstri eftir sigurleik Íslenska landsliðsins gegn Dönum að menn mættu sko ekki gleyma sér í fögnuðnum útaf þeim úrslitum sem á undan voru gengin í riðlinum …. við tökum nú bara einn leik í einu (a la Rafa) og sjáum hverju það skilar okkur. Þessi leikur endaði með sigri, frábært – breyting samt sem áður afskaplega litlu hvað varðar spilamennskuna á þessari leiktíð. Getur ekki verið hissa á að póstar þínir felast ef þú bombar inn “fúll-á-móti” póstum korteri eftir sigurleik.

  52. Þú biður um rök og annað og pirrast yfir því hversu margir setja þumalinn niður við innlegg þín, en bara svona kaflar eins og í einu kommentinu hér að neðan gera það að verkum að það er ekki hægt að kalla þetta röksemdir sem þú ert að fara fram með:

    Hann velur nánast eingöngu í liðið útfrá sýrumælingum, hlaupavegalengdum í prósentum og öðru upplýsingaflóði sem hann les af tölvuskjá daginn fyrir leikdag ef hann er ekki búinn að niðurnjörva hverjir spila langt frammí tímann án tillits til þess hvernig menn eru að standa sig á æfingum eða skora í leikjum og eru heitir og fullir sjálfstrausts. Allt fer í gegnum tölvuna. Svo er hann með sæg af aðstöðarmönnum og scouts í kringum sig til að brjóta allt niður í tölulegar upplýsingar. Èg er t.d. viss um að Dossena var bara keyptur því hann skoraði nógu hátt í einhverri left-wingback/fullback tölfræði kríteríu sem allir scouts hafa fengið skipun um að fara vísindalega eftir. Svo kom auðvitað í ljós að þessi spagettíbossi höndlaði engan veginn hraðann og hörkuna í enska boltanum þrátt fyrir að skora hátt fyrir að vera ítalskur landsliðsmaður. Sama má segja um menn eins og Morientes, Babel, Leiva o.fl. Alltof soft andlega fyrir ensku deildina.

    Alveg sammála Eyþóri í hans málflutningi. Maður er fyrst og fremst stuðningsmaður Liverpool FC og ég vil félaginu allt það besta í öllu og tek ávallt “side” með hagsmunum þess. Það er mitt mat og greinilega margra annarra, að Rafa Benítez sé það rétta fyrir liðið eins og staðan er í dag. Ef eitthvað er þá hefur þessi málflutningur þinn styrkt þá skoðun mína.

    Og ég er sammála mönnum hérna inni, mér finnst pistillinn hjá Babú alveg stórgóður og það meikar perfectly sense að hann sé að bera saman Wenger og Rafa, þar sem sá fyrrnefndi er af mörgun talinn óendanlegur snillingur, á meðan hinn fær svaðalega gagnrýni á sig við nánast allt sem hann gerir.

  53. Þetta er allt í lagi Eyþór og SSteinn. Ég er ekki liggjandi í kaldri sturtu að skrúbba mig til blóðs hágrátandi með vírbusta í annarri og Jack Daniels í hinni ef skeytin mín birtast ekki. Lífið heldur áfram. Verið samt ekki að mjólka þetta í meiri útursnúninga en nauðsynlegt er.

    Mér finnst bara þessi vindhænu hugsun vera setjast soldið að hjá örvæntingarfullum Liverpool aðdáendum. Öllum er stillt upp með eða á móti Rafa, menn eru lengst niðri og útúrpirraðir í marga daga og ekki fjölskyldum sínum sinnandi ef Liverpool tapar en fagnandi líkt og á kókaíntrippi þegar sigur næst.
    Aðeins meiri ró og raunsæi dömur mínar og herrar.

    Þeim sem fannst Liverpool vera spila stórfenglegan sóknarbolta í fyrra skilja t.d. ekkert í því núna að sama bakvarða-system virki ekki aftur í ár. Þeir héldu því statt og stöðugt fram að við værum eingöngu 4 stigum frá því að verða Englandsmeistarar og héldu þá líklega að Liverpool myndi aftur vinna tvöfalt gegn Chelsea og Man Utd og halda áfram að enda leiki reglulega 1 manni fleiri og að ekki þyrfti tíma til að koma nýjum mönnum eins og Aquilani, Johnson, Insúa og Leiva inní spilið og liðsheildina.

    Ég er reyndar á því að þessi sóknarbolti Rafa eftir áramót í fyrra gekk aðallega upp því okkar leikmenn voru í frábæru formi og voru pressandi öll lið stöðugt leik eftir leik. Ekkert lið hefur þol í að spila þannig heilt tímabil og því var þetta mjög falskur grunnur að byggja á fyrir núverandi season. Við erum að endurtaka þetta núna gegn Stoke og Tottenham, að bæta upp skort á tækni og hraða með rosalegri baráttu en ég efast stórlega að þessi spilamennska og orka muni endast út tímabilið. Menn eru jafnvel farnir að hefja Kyrgiakos upp til skýjanna og tala um hann sem hæfari valkost en aðra varnarmenn Liverpool sem er mjög villandi.
    Kyrgiakos verður algerlega slátrað ef hann spilar gegn stórliðum og hann þarf að gera meira en að skalla bolta frá og hreyfa sig á stærra svæði en kringum vítapunktinn.

    Þetta finnst mér dæmi um svona hópsálar múgæsings-mindset sem einkennir okkur Púlara oft. Hefjum upp meðalmenn og sveiflumst með einhverju tilfinningalega. Getur verið kostur þegar vel gengur en ókostur til lengri tíma þegar menn leita að lausnum og leiðtogum innan liðsins. Einn vandi Liverpool í dag er t.d. hvað Gerrard er ekki nógu sterkur leiðtogi inná vellinum. Okkur vantar þennan eina hraða gæðaleikmann sem rífur allt liðið með sér og býr til hluti sóknarlega uppúr engu þegar Gerrard og Torres fara að hengja haus og missa einbeitinguna. Sigurvegara inná velli sem gersamlega þolir ekki að tapa. (var annars hæstánægður með Carragher móti Tottenham þegar hann reisti Degen við og sagði honum að hætta væla og hundskast á fætur).

    Nei SSteinn, samanburður við Wenger er alls ekki góður enda einstaklega ólíkir þjálfarar. Að réttlæta eitthvað áralangt uppbyggingarstarf Rafa með því að bera hann við staðnaðan sóknarþjálfara sem hefur ekki unnið dick í 4ár er ekki leiðin frammávið né hollt fyrir Liverpool. Mér er svo fljúgandi slétt sama hvort Wenger sé hrósað fyrir hluti sem Benitez er skammaður fyrir, götupressan í London er ekkert nýtt fyrirbæri. Ég hugsa um árangur og ekkert annað. Við eigum ekki að bera okkur saman við lið sem hefur aldrei unnið CL. Við erum Liverpool, sigursælasta lið enskrar fótboltasögu og erum miklu stærri og betri en það.

    Burt með Benitez og áfram Liverpool.

  54. Þú talar í annað skiptið um að double sigrar á Utd og Chelsea gerist ekki tvö tímabil í röð og vilt meina að síðasta tímabil hafi verið heppni, að mestu leiti.

    En síðast þegar ég vissi töldu stigin gegn Stoke jafnmikið og þau gera gegn Man Utd – og hve oft á áratug, já eða öld, kemur LFC til með að fá 2 stig af 6 mögulegum gegn Stoke ? Já, eða jafnteflið á Anfield gegn Fulham og West ham, jöfnuarmark á síðustu sek leiksins gegn Everton og svo mætti áfram telja – hver er sinnar gæfunar smiður, þetta jafnast út yfir seasonið og það er ekki hægt að tala um heppni eða óheppni eftir 38 leiki. Tapleikir okkar í fyrra voru hálfgert djók í þokkabót, yfirspiluðum Spurs í 85 mínútur, hefðum getað unnið 0-4 en töpuðum að lokum.

    En þessi umræða er ekki að skila neinu, því set ég punkt hérna – við verðum bara sammála um að vera ósammála og ég tek undir lokaorð þín , amk seinni helming setningarinnar 😉 – Áfram Liverpool FC !

    YNWA

  55. Sammála Eyþóri með að heppni jafnist út. Því finnst mér alltaf jafn lélegt þegar menn tala um sundbolta(eitt lítið atvik í leik sem við gátum EKKERT í) lélega dómara og annað. Þetta jafnar sig út yfir tímabilið.

    Annars er ég heilt yfir algjörlega sammála Bill Hick og styð hans málflutning. Raunsær og færir góð rök fyrir sínu máli.

  56. Þekkingarleysi höfundar á Arsenal er áberandi í þessum pistli, varla hæfur til að skrifa um þá. Talar t.d. um að Henry, Pires og Ljungberg hafi allir komið 2001 þegar Ljungberg kom 1998, Henry 1999 og Pires 2000.

    Svo er ekki minnst orði á það hversu mikill munur er á eyðslu Benitez og Wenger síðan Benitez kom. Á þeim tíma er Arsenal í plús í leikmannakaupum á meðan Liverpool er búið að eyða meiru en t.d. Manutd.

  57. Joe, rólegur aðeins á háa hestinum maður, ég hef aðeins lesið þetta vitlaust hérna og geri mér grein fyrir að þetta er ekki traustasti miðillinn http://en.wikipedia.org/wiki/Ars%C3%A8ne_Wenger enda skiptir þetta ekki höfuð máli og ég nennti ekki að grafa mig mikið til um þetta (sérð kannski að þetta er frekar langur pistill og var frekar tímafrekur).

    Þeir komu allir á svipuðum tíma og verða allir að teljast mjög góð kaup. Ég mótmæli algjörlega að ég sé óhæfur til að fjalla um Arsenal. Þessi pistill er annars ekki í meginatriðum um Arsenal og auðvitað hefði auðveldlega verið hægt að gera heila bók um þá og Arsena Wenger, það hefur meira að segja verið gert og ég á hana.

    Þegar Benitez kom var Wenger með nánast “ósigrandi” lið hjá Arsenal og ég kaus að hafa hann til samanburðar að einhverju leiti enda hafa þeir verið í nokkuð svipaðri stöðu síðan Benitez kom til Englands og á svipuðum slóðum í deildinni. En umfjöllun fjölmiðla hefur verið ansi misjöfn. Það er hvers og eins að meta hvort honum finnist það sanngjarnt eða ekki.

  58. Það er ekki skrýtið að umfjöllun fjölmiðla sé öðruvísi. Wenger hefur þurft að byggja upp nýtt lið á ungum leikmönnum sökum kostnaðar við að byggja nýjan leikvang og hefur þrátt fyrir það tekist að halda Arsenal við toppinn og gert það með því að spila skemmtilegan fótbolta.

    Benitez hefur eytt fúlgum fjár í leikmenn og því eðlilegt að kröfur séu gerðar um árangur. Leikstíll Liverpool undir hans stjórn hefur líka oft á tíðum verið ansi neikvæður, þó að ég játi fúslega að Liverpool spilaði frábæran bolta síðasta vor.

Liverpool 2 – Tottenham 00000000000000

Glugginn: ein vika eftir