Þar sem það er ekkert að gerast í Liverpool heimum og ALLT, ALLT of langt í næsta leik, þá verðum við hér á þessari síðu að finna okkur eitthvað til dundurs.
Því ætlum við að kynna nýjan dagskrárlið á þessari síðu: Kannanir. Við hvetjum alla til að taka þátt í fyrstu könnuninni.
|
Það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar!
Þarf að spyrja að þessu ?? :biggrin2:
Jamm, svona könnun er betri en ekkert í þessari lööööööngu bið. Það er svo langt á milli leikja núna að ég var alvarlega að spá í að skrifa upphitun fyrir ímyndaðan helgarleik í dag, bara til að hafa eitthvað fyrir stafni…
Er ekki málið að skrifa smá upphitun um Bayer leikinn núna, til að velta aðeins fyrir sér hvað Benitez gerir í fjarveru Morientes og Stevie G!
Kræst, við þurfum eitthvað, bara eitthvað til að skrifa um. 🙂
Jú, svo gæti maður eflaust skrifað um [þetta](http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/4269991.stm)
Mér finnst nú allt í lagi að vera með svona kannanir, en af hverju að hafa þær svona flóknar????? :laugh: :laugh:
Nei ég meinti meira eins og að skrifa upphitun fyrir leik Liverpool og Úrvalsliðs Michael Jordans. :tongue:
Flóknar? Mér finnst hún einmitt vera svo ofboðslega vel fram sett, hehe … og það er svo mikill sannleikur í þessari könnun. 🙂
það eru tvö lið í heiminum, Liverpool númer 1 til 17 og AC Milan númer 18 – 20
Vel hægt að skrifa aðeins um að skv. frétt á mbl.is þá sé Dortmund á barmi gjaldþrots… við ættum að geta notað það og keypt meðal annars Tomas Rosicky og Dédé frá þeim?
Rosicky, Dedé, Metzelder. Leikmenn sem væri frábært að fá til Liverpool.
Sammy Kufor er samningslaus í sumar, hægt að skrifa um hvort hann sé góður fyrir okkur eða ekki.
sömuleiðis van Bommel, hvernig væri að skrifa um áhugaverðustu leikmennina sem fara á bosman í sumar og sömuleiðis um hvort þeir séu nógu góðir eða ekki fyrir okkur