Paul Tomkins um Gerrard

Ekki það að ég nenni að fara útí frekari Gerrard umræðu, en pistlar eftir Paul Tomkins ættu að vera skyldulesning fyrir alla Liverpool aðdáendur. Það á við um nýjasta pistil hans: [Steven Gerrard To Meet Chelsea Officials Next Week ](http://www.redandwhitekop.com/article.php?id=836571).

Hann talar akkúrat um það sama og ég var að [reyna að koma orðum að](http://www.kop.is/gamalt/2005/02/13/13.49.56/) í mínum pistli:

>Fans are turning against Gerrard in their droves (to varying degrees), in anticipation of the jilting Dear John letter left of the mantlepiece. With a lover, when you see rejection on the horizon, at least you can leave them first. As fans, we can’t walk out on Liverpool Football Club.

>There is definitely a sea-change in opinion towards the player. Not so long ago he was untouchable, the biggest local hero since Fowler, and moving up to stand alongside the very best players in the club’s history. Now there is little unconditional love. What love there is is based purely on the hope he’ll stay, and only if that condition is met will that affection be shown in full force. Without him signing a new long-term deal at Liverpool (which is never going to happen), there will be no long-term dedication. Words about staying will ring hollow.

Mæli með öllum pistlinum.

3 Comments

  1. Paul Tomkins er snillingur í að koma orðum að kjarna málsins. Þessi greining Tomkins kemur mér ekki á óvart. Hann lýsir í það minnsta mínum tilfinningum til Gerrards ótrúlega vel!!

    Síðasta yfirlýsing Gerrard hljómaði ósköp veikt í mín eyru. Ég vona innilega að hann verði áfram því hann er heimsklassaleikmaður. En ég held að teningunum sé kastað. Gerrard er því miður fallinn í þá gryfju að finnast grasið grænna hinu megin. Ég er ekki alveg að fatta Gerrard og ekki heldur Owen “for that matter”!! Maður skyldi ætla að það væri áskoruninar virði að halda sig hjá Liverpool og stefna að Englandsmeistaratitli.

    Klúbbur með svona magnaða sögu eins og Liverpool. Ímyndið ykkur fögnuðinn og byrinn sem kemur í segl Liverpool þegar við vinnum titilinn næst.
    🙂 :rolleyes:

  2. Já greinar hans Tomkins eru alltaf mjög góðar. En ég verð bara að kom því að, eins og málin standa núna þá vill ég fá Gerrard burt, í það minnsta að taka af honum fyrirliðabandið, hann er sá alltra lélegast fyrirliði sem ég man eftir

  3. “hann er sá alltra lélegast fyrirliði sem ég man eftir”

    Við þurfum ekki að fara mörg ár aftur til að finna einn verri, til dæmis Paul Ince sem var ein hörmung og alls ekki neitt rolemodel fyrir þá yngri sem voru hjá klúbbnum.

Hversu góðir eru Leverkusen?

Vignal mun fara frá okkur