Þá er komið að enn einum nýjum lið hér á síðunni. Nefnilega getraun dagsins.
Spurt er:
**Hvaða er eina enska félagsliðið, sem hefur unnið leik í Meistaradeildinni árið 2005?**
Svör óskast í kommentunum.
Ef einhverjir vita svarið, þá er um að gera að endurtaka það svar sem oftast á vinnustöðum eða í skólum landsins næstu daga.
Þetta er ástæðan fyrir því að Liverpool aðdáendur eru þeir hötuðustu á landinu. Vinnum einn leik og þá höldum við að við séum þeir bestu í heimi.
Áfram Liverpool! Njótum sigursins í gær og hættum þessum kjánalegu fíflalátum.
Ég vil nú reyndar leiðrétta þetta sem hann Sigurður sagði hérna á undan mér því að Liverpool aðdáendur eru ekki þeir hötuðustu, heldur eru það United aðdáendur. Ef maður heldur ekki sjálfur með United þá hatar maður allt í kringum þá og aðdáendur þeirra eru hinir mestu helvítis hrokagikkir! Það er þekkt staðreynd sem þeir viðurkenna meira að segja sumri sjálfir! :confused:
Go Mighty Reds! :biggrin2:
Held að það sé alger vitleysa að Liverpool aðdáendur séu hataðir. Eins og Hannes segir þá er ég nokkuð viss um að United séu í LANG efsta sæti yfir hötuðustu stuðnigsmenn, bæði hérlendis og erlendis!!

Og afhverju ekki að monta sig aðeins yfir þessum úrslitum??
Go Reds!!
Krææææææææææst, Sigurður. Hvað er fjörið við að styðja fótboltalið ef maður má ekki monta sig ef vel gengur. Hvernig væru þá umræður á kaffistofum landsins?
Þegar Liverpool gengur vel, þá mátt þú búast við “kjánalegum fíflalátum” á hverjum degi á þessari síðu. Þannig að þú verður bara að vera rólegur yfir látunum í okkur.