Föstudagsslúðrið

Þó það tengist okkar ástkæra liði ekki neitt þá má ég til með að leiða hugann frá einhverju öðru en síðasta leik og benda á nýjasta slúðrið. Aftur ætlar Real Madríd að stela einni skærustu stjörnu Manchester United og er talið líklegt að transfer record-ið verði slegið annað tímabilið í röð milli sömu klúbba. Sjá frétt hér.

Annars gleðilegan föstudag.

17 Comments

  1. Haha þvílík snilld 🙂 Þetta lið er bara svo mikið grísalið og það er hálfsorglegt að sjá að þeir hafi fengið 10 gefins mörk í vetur, ef við værum í sömu sporum og þeir og hefðum fengið 10 gjafamörk værum við á toppnum. En sundbolti, dómarablinda og lélegar sláttuvelar hafa komið í veg fyrir það.

  2. Greinilegt að Lolli er alveg með fótboltann á tæru.
    http://visir.is/article/20100210/IDROTTIR0102/217545461 Hérna má sjá lista yfir mörkin sem okkar menn hafa fengið í gegnum sjálfsmörk.
    Mörg í klaufalegri kantinum, t.d. Almunia markið og Abou Diaby.
    En einnig er samhengi á milli þess að liðið sækir oft á tíðum mjög stíft að marki andstæðingsins og því ekkert óeðlilegt að það fari föst sending/skot í varnamann og inn, t.d eins og skeði á móti Aston Villa. Fátt sem Collins gat gert þegar Giggs þrumaði boltanum í hnéið á honum.
    Einnig er athyglisvert að sjá mörk sem Lampard fengi bókað skráð á sig, skráð sem sjálfsmörk þegar önnur lið eru um að ræða.
    Annars hrósa ég ykkur fyrir góða síðu og flott að sjá málefnaleg umræður eftir leiki.

  3. Í guðs bænum fariði nú ekki að rífast yfir þessu létta gríni!

    10 sjálfsmörk eru í það minnsta ekki óheppni þó auðvitað skapi United menn í öllum tilvikum aðstæður sem leiða til þessara sjálfsmarka.

  4. Váááá….ég held ég hætti að lesa svona djók framvegis…ég skyldi ekki görn 🙂 Greinlegt að flestir LFC aðdáendur lesa meira um Scums en ég!

    Hvernig er það annars með hann vin okkar Fernando. Er hann ekki búinn að taka veikindadagana sína út? Ég er ekki að dissa nýlendubúann Ngog (sem að mínu viti hefur staðið sig virkilega vel í fjarveru Fernando).

    En að öðru. Ég ekki bara mætti til að horfa á fyrsta LFC leik minn í langan tíma (gegn Arse Anal) en bætti við betur og keypti mér Liverpool inniskó í kjölfarið svona til að sýna smá stuðning. Það virkaði ekki gegn Arse-Anal en spurningin er með framhaldið. Ef við vinnum dolluna í ár (9% líkur á því), er það þessum inniskó-kaupum mínum að þakka (allavega smá)….enda ólýsanlegur fnykur!

  5. Jæja Man Utd maður. Er biturleikinn að narta í rassinn á þér? Helduru að þessi 6 hin sjálfsmörk hafi ekki haft nein áhrif á þá leiki sem þeir komu í. Dæmi sjálfsmark í 3-1 sigri gerir það að verkum að mótherjanum finnst þetta óraunhæft og leggur minna á sig en þeir myndu gera í stöðunni 2-1. Hættu að vera svona bitur og njóttu þessa tíma meðan Man Utd er á toppnum (áður en þú ferð að styðja næsta lið sem nýtur velgengnis, kannski Liverpool ef þú ert þannig stuðnigsmaður) því velgengni Man Utd er að líða undir lok (kannski Liverpool líka en aftur á móti hvaða velgengni) . Bæði hvað varðar eignarhald, leikmannamál og þjálfaramál. Hættum að taka svona gríni of alvarlega og njótum lífsins.

    Brosum.

  6. Frábær frétt. Ég vona að af þessu verði, United yrðu ekki upp á marga fiska ef þeir myndu missa Rooney og Own Goal… 😉

    Annars skil ég ekki þessa viðkvæmni í United-mönnum. Ég hef strítt tveimur þeirra aðeins á þessari tölfræði í vikunni og þeir láta eins og maður sé að ráðast harkalega á liðið þeirra. Auðvitað gera þeir vel að pressa andstæðingana sem skilar sér oft í sjálfsmörkum en staðreyndin er sú að það voru skoruð 37 sjálfsmörk í deildinni allt tímabilið í fyrra, eru komin heil 30 nú þegar og einn þriðji þeirra (10 mörk) eru skoruð fyrir Manchester United. Það gerir þá heppna, punktur og basta, umræðan búin, málið dautt, punktur. Heppnir. Samt eiga þeir mjög erfitt með að viðurkenna það.

  7. Maður skapar sína eigin heppni og mér finnst algjör óþarfi hjá United mönnum að skammast sín fyrir þessi sjálfsmörk, ég myndi allavega ekki skammast mín fyrir þetta ef Liverpool ætti í hlut.

  8. Vil nú bara benda Lolla á það mér dettur ekki til hugar að fara skipta um lið. Nýt þess að sjálfsögðu að sjá liðið mitt spila vel um þessar mundir og bjart framundan. Enginn biturleiki í gangi hérna megin.

  9. sammála nr 9. flest þessara sjálfsmarka hafa komið erftir að united eru búnir að pressa vörn anstæðingana alveg niður í markteig og eru að negla fyrir eða á markið, oft í svona 50 mín í hverjum leik. ekki vorum við púlarar að hata það þegar hörmulegt skot frá mascherano fór í varnarmann everton og inn í fyrri leiknum !

  10. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að heppni/óheppni sé ekki til í íþróttum með einstaka undartekningum þó, sbr. sundboltinn frægi. Mér finnst alveg merkilegt hvernig hægt er að tala um að lið séu alltaf svo heppin en önnur svo óheppin. Það er þá merkilegt hvað lið ofarlega í töflunni eru alltaf heppin en lið neðar í töflunni óheppin. Eflaust voru Scum heppnir í einstaka mörkum en með miklum gæðum í þeirra leik þá skapa þeir sína eigin heppni.

    Mér finnst til að mynda leikmaður ekki óheppinn að skjóta í stöng eða slá, hann er bara ekki betri skotmaður en það.

  11. Heppni og óheppni eru hluti af leiknum og jafnast út yfir tímabilið – stöngin út í dag, stöngin inn um næstu helgi.

    Þetta sundbolta ref. er orðið frekar þreytt. Ég legg til að menn horfi á þann leik aftur gegn Sunderland, 1 stig úr þeim leik hefði verið stuldur, hvað þá 3, við einfaldlega uppskráum í samræmi við spilamennsku okkar.

    Það hafa margir hverjir verið að benda á fjölda rauðra spjalda gegn LFC í fyrra sem ehkonar ástæðu fyrir góðum árangri tímabilið 2008/2009, og sagt að við höfum verið heppnir, spilað yfir getu osfrv. Oftar en ekki eru þetta menn sem vilja Rafa burt sama hvað það kostar – væri forvitnilegt að fá að heyra hvað þessum sömu einstaklingum finnst um þessi 10 sjálfsmörk það sem af er leiktíðar.

  12. Efast um að Own Goal fari,enda er hann að spila fáránlega mikið og stendur sig eins og hetja. Kominn með jafnmörg mörk og náfrændi sinn hann Frank Lampard.

    • Efast um að Own Goal fari,enda er hann að spila fáránlega mikið og stendur sig eins og hetja. Kominn með jafnmörg mörk og náfrændi sinn hann Frank Lampard.

    Hehe það var á þessum nótum sem ég var nú að hugsa þetta, ekki að menn færu í sandkassaleik um heppni og óheppni. 🙂

  13. Er spænska knattspyrnusambandið að borga launin hjá Torres? Nú er Del Bosque að krefjast þess að Torres hvíli lengur svo hann verði klár í sumar. Er það ekki kaldhæðni örlagana að vera hans hjá landsliðinu fyrir áramót er ein aðalástæða þess að hann er búinn að vera meiddur.

    Þetta hefur verið á nokkrum miðlum í morgun.

Arsenal 1 – Liverpool 0

Hvílum Torres