Eruð þið spennt fyrir Man City?

Eruð þið spennt fyrir leiknum gegn Man City um helgina? Nei, ég spyr bara af því að Man City eru spenntir fyrir leiknum gegn Liverpool um helgina.

Myndbandið sem ég vísa í hér að ofan sýnir Craig Bellamy í flottri lopapeysu að hugsa virkilega einbeitt um leikinn um helgina. Hann er væntanlega í peysu því hann, ásamt Carlos Tévez, mun væntanlega horfa á leikinn heima í stofu eins og við hin sem göngum líka í peysum.

Allavega, það er skrýtið að sjá muninn á umfjöllun liðanna fyrir þennan leik. Rafa hefur þegar sagt að þetta sé enginn úrslitaleikur um 4. sætið en City-megin virðast menn vera að undirbúa sig fyrir stærsta leik síðari ára.

Hvað svo sem Rafa segir þá er mikilvægi leiksins augljóst ef menn ætla sér af alvöru í Meistaradeildina á næsta tímabili. City eru þegar þetta er skrifað með jafn mörg stig og við, 44 talsins, en okkar menn hafa leikið 26 leiki og City aðeins 24. Þeir eiga tvo leiki inni, og annar þeirra er í kvöld gegn Stoke á útivelli. Þeir gætu því mögulega verið þremur stigum á undan okkur þegar liðin mætast um helgina, með möguleikann á að auka það forskot upp í sex stig og enn einn leik til góða.

Við getum s.s. misst þá níu stigum fram úr okkur með aðeins 11 umferðir eftir. Ég veit ekki með ykkur eða Rafa en fyrir mér þýðir þessi stærðfræði aðeins eitt: við megum alls, ALLS ekki tapa um helgina … og þurfum helst að vinna. Jafnteflið er varla nógu gott.

Það er allavega ljóst að City-menn eru að gíra sig upp fyrir flugeldasýningu á sunnudaginn. Vonandi mæta okkar menn með sínar rakettur líka.

18 Comments

  1. Ég mun sitja í sófanum og kasta boltanum inn með Rory Delap í von um að það hjálpi, guð hjálpi þeim ef það virkar ekki.

  2. Benítez getur alveg reynt að hljóma eins blasé og hann vill en ef liðið drattast ekki til að vinna þennan leik þá er það komið talsvert langt niður Skítá…

  3. CL hvað ?

    Það horfa allir bara á þá keppni sem Liverpool er ekki dottnir út úr, Alaves 2001, AC Milan 2005, West Ham 2006 – bestu úrslitaleikir allra tíma í sinni keppni 😉

    Nú er bara að toppa það 😉

  4. Ég held að hann viti alveg hvaða þýðingu þessi leikur hafi, hann er bara að reyna að slaka á pressunni á mönnum. En mér hefur einmitt alltaf fundist Liverpool spila best þegar þeir eru með bakið upp við vegg og sem mesta pressu á sér. Ég vona að Stoke eigi leik ársins í kvöld og verði glimrandi alveg hreint 🙂

  5. Mæli með því að vera í peysu þegar þið horfið á leikinn í kvöld. Að mínu mati hefur vörnin hjá Man city verið langt frá því að vera sannfærandi og það er eitthvað sem Stoke ætti að geta nýtt sér. Svo er mjög slæmt fyrir City að vera án Tevez og það væri mjög gott ef þeir væru án hans gegn okkur líka.

    En auðvitað segir Beítez í fjölmiðlum að þetta sé enginn úrslitaleikur, því ef við myndum tapa þá þyrfti hann að segja að þetta væri búið, og það myndi nú ekki lýta mjög vel út.

  6. Kannski ekki rétti vettvangurinn… en getur einhver hvernig fyrirkomulagið hjá stöð 2 er með meistaradeildina:
    Hvor meistaradeildarleikurinn er í beinni opinni dagskrá í kvöld?
    Er hinn leikurinn svo sýndur líka í opinni dagskrá strax a eftir?

  7. Ég trúi ekki að dómarinn hafi dæmt þetta mark af Shawcross. Eins löglegt og það getur verið.

Leikmenn annarra liða

Unirea Urziceni og Liverpool í UEFA Cup