Get ekki beðið eftir því að sjá Djib spila aftur í rauða búningnum. 🙂
Hmmm við verðum að taka Evrópumennina með fyrirvara. Það er ekki gefið mál að Liverpool komist í einhverja Evrópukeppni :biggrin2:
Góðar fréttir í miðri viku til að létta sorginni um helgar… :biggrin:
Heldur ekki gefið mál að Liverpool vinni ekki meistaradeildina og slái þar með t.d. Everton útúr meistaradeildinni á næsta ári, jafnvel þó þeir endi í 4. sæti.
Jú, það er reyndar pottþétt að við komumst í UEFA keppnina eftir deildarbikarinn.
Annars, ekki það að ég sé að tapa mér í einhverri bjartsýni, en veit einhver hvort að sigur í Meistaradeildinni gefi sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Frábært ef menn gætu líka vísað í einhverjar heimildir 🙂
Það er þannig að ef þú vinnur meistaradeildina þá ferðu beint inní riðlakeppni næsta season. Þetta er einhversstaðar á http://www.uefa.com en ég veit ekki hvar, en þetta var mikið rætt í þættinum “mín skoðun, með Valtýr Birni” og þeir sögðu það að eftir að hafa kíkt á uefa.com þá er það þannig. Það er samt ekki sæti meistaradeild ef þú vinnur uefa bikarinn.
Rangt Einar, fyrst Chelsea vann deildarbikarinn þá færist UEFA sætið yfir í deildina þ.e. fimmta og sjötta sætið veita núna þáttökurétt í UEFA.
Ég þekki tvo Everton-menn og Makkarinn er þá sá þriðji sem ég veit um hér á landi. Þeir eru allir óþolandi … þessu hlýtur að fara að ljúka.
Njótið þess á meðan það endist. 😉
Ekki var nú þetta innskot hjá mér meint með þeim hætti að nudda salti í sárið.
Þetta var fyrst og fremst áminning til Liverpoolaðdáenda að samkvæmt stöðu liða í deildinni þá eru líkurnar á því að Liverpool lendi í 4. sæti annars vegar og 7. sæti hins vegar álíka miklar.
Því bendi ég á að það er langt í frá öruggt að Liverpool komist í einhverja Evrópukeppni, rétt eins og að það er góður möguleiki á því að Liverpool nái að fara fram úr Everton á lokasprettinum.
Að lokum þakka ég hrósið frá hæstvirtum Kristjáni. Kossar og knús :tongue:
Hehe Makkari, ég er reyndar alveg rólegur yfir þessu. Á frænda fyrir norðan sem hefur aldrei hringt jafn oft í mig og í vetur, þar sem E eru fyrir ofan L í deildinni. 😉
Ég veit eiginlega ekki alveg hvort ég lifi í einhverri afneitun eða í draumaheimi, þar sem þínir menn hafa hreinlega verið miklu stöðugri en mínir menn í vetur, en mér finnst ennþá eins og það sé bara tímaspursmál hvenær við förum upp í 4. sætið. Vona allavega að þið verðið þar ekki ennþá eftir 38 leiki.
Ég veit það samt ekki … er ég til skammar sem Púllari, af því að ég er ekki stressaðri en raun ber vitni? Á maður ekki að þjást af svefnleysi og læti á meðan Everton eru fyrir ofan okkur í deildinni? Ég er viss um að mér á að líða illa yfir þessu, en ég hef bara engar áhyggjur. Líður eins og aðalgaurnum í myndinni Office Space, eftir dáleiðsluna… allt of slakur á því!
Hvað segir þú annars Makkari um vorið, úr því að þú ert hérna? Hefur þú trú á því að þínir menn geti haldið 4. sætinu? Mér liggur forvitni á að vita hvað Everton-aðdáendum finnst…
Ekki vil ég taka svo djúpt í árinni að þú sért til skammar.
Hins vegar hefur verið sagt síðan í september að þessu gengi Everton hlyti að fara ljúka og Liverpool færu að taka sig saman í andlitinu. Svo heldur þetta trend áfram í hálft ár og maður hlýtur því að spyrja sig: fyrst þetta hefur staðið svo lengi, því ætti þetta að breytast ? Ég er sjálfur mjög ánægður með þetta hugarfar sem virðist vera hjá mörgum púllurum þ.e. vera pollrólegir yfir ástandinu og sýna Everton ekki þá virðingu sem þeir eiga skilið. Það verður bara enn sætara ef svo skyldi fara að mínir menn hirði CL sætið.
Mínir menn hafa fengið 11 stig úr síðustu 9 leikjum en samt hefur lítið saxast á muninn. Liverpool hafa einfaldlega ekki verið að spila nógu vel til þess að gera tilkall til meistaradeildarsætis. Núna eru 11 leikir eftir og síðasti sjéns fyrir þá rauðu að gera áhlaup.
Everton eiga eftir að tapa mörgum stigum í þeim leikjum sem eru eftir en er geta Liverpool nógu mikil til þess að ná þeim bláu? Þeir eiga alveg eftir að sýna mér það og þarf ekki að fara lengra aftur en til Birminghamleiksins til að sjá að Liverpool eru hreinlega ekki nógu stöðugir. Lið á pappírnum er eitt en frammistaðan önnur.
Sennilega á grannaslagurinn 20. mars eftir að skipta sköpum í þessum efnum. Útivallarform Everton hefur verið afbragðsgott og eins og flestir vita þá getur allt gerst í þessum grannaerjum. Mér finnst það á við krónukast að giska á úrslit í þessum leik. Ef Everton vinnur þá verður að mínu mati munurinn of mikill til þess að vinna upp á þessum skamma tíma. Ef Liverpool vinnur þá er líklegra að þeir merji þessa baráttu um fjórða sætið því prógrammið hjá karamelluköllunum er erfiðara.
Þú spyrð hvort ég hafi trú á hvort mínir menn haldi fjórða sætinu. Ég hef fulla trú á því en þetta verður erfitt. Ég tel möguleikana nokkuð jafna en þó er gott að vera búinn með leik meira og 8 stiga munur er drjúgur þegar svo skammt er eftir. 60/40 Everton í vil finnst mér raunhæfar líkur.
Já ég skal reyndar alveg fyllilega viðurkenna að umfjöllun okkar Einars um Everton í vetur hefur verið ’til skammar’, eða hvað sem menn vilja kalla það. Málið er einfaldlega það að, eins og þú segir, maður hefur verið að bíða eftir að “blaðran” springi og því hefur maður örugglega ekki gefið Everton það kredit sem þeir eiga skilið.
Nú er hins vegar að daga uppi fyrir mér að það eru bara 10 leikir eftir (11 hjá mínum mönnum) og Everton eru enn 8 stigum á undan okkur. Það eru þrír mánuðir síðan þeir unnu okkur 1-0 á Goodison og juku þá forskot sitt upp í 9 stig ef ég man rétt. Þá var maður rólegur þrátt fyrir tapið, því maður bjóst fastlega við að þetta forskot yrði orðið að engu eftir svona 2 mánuði. Svo þegar Gravesen fór til Real í janúar viðurkenni ég að ég hreinlega afskrifaði Everton í keppninni um 4. sætið og fór að hafa meiri áhyggjur af Middlesbrough og Tottenham fyrir neðan Liverpool í deildinni.
En nú eru 2 mánuðir síðan Gravesen fór til Real og 3 mánuðir tæpir síðan þínir menn unnu 1-0 á Goodison, og forskotið er ennþá þarna. Maður er orðinn nett stressaður.
Ég er sammála þér í því að Everton á eftir að tapa stigum í síðustu 10 leikjunum, sér í lagi eiga þeir líklega eftir að tapa a.m.k. öðrum leiknum gegn Chelsea og/eða Arsenal. Ég er sammála þér í því Makkari að spurningin felst ekki í því hvað Everton munu gera fram á vorið, ég sé þá fyrir mér enda jafn stöðugt og þeir hafa verið að gera (þ.e. spila sterkan bolta og vinna þónokkra nauma sigra, gera mikið af jafnteflum en tapa ekki mikið meira en 1-2 leikjum).
Spurningin er: hvað gerir Liverpool? 11 leikir eftir, 33 stig í pottinum og ljóst er að til að ná að vinna upp 8 stig í 33ja stiga potti þá má liðið alls ekki tapa nema í mesta lagi einum leik. Ef við gerum ráð fyrir að sá leikur sé á útivelli gegn Arsenal í maíbyrjun er ljóst að liðið verður að gjöra svo vel og vera taplaust næstu tvo mánuðina til að eiga séns. Að mínu mati náum við Everton ekki ef að annað eða bæði af þessu tvennu gerist:
1. Við náum ekki að vinna Everton á Anfield eftir 2 vikur. Ef við gerum jafntefli eða töpum þeim leik getum við gleymt þessu.
2. Ef við töpum fleiri en einum leik og gerum fleiri en fjögur jafntefli.
Af þessu má reikna það út að Liverpool þarf að mínu mati að lágmarki að vinna 6 leiki, gera 4 jafntefli og tapa einum leik í 11 síðustu til að komast í 4. sætið. Þar bætist við að Everton-leikurinn verður að vera sigurleikur, ekkert annað kemur til greina.
Það myndi gefa okkur 22 stig í viðbót, sem þýddi að við enduðum tímabilið með 65 stig … eða 5 stigum meira en í fyrra. Þá voru 60 stig nóg til að ná 4. sætinu, ég held að 65 stig ættu að duga okkur í vetur, eins lengi og við pössum okkur að vinna Everton á Anfield.
Vandamálið er bara það að ég er ekkert viss um að við sigrum Everton á Anfield. Ég hef horft á marga leiki með Everton í vetur og ég hef aðeins einu sinni séð þá yfirspilaða, gegn Arsenal á Goodison í annarri umferðinni. Þeir hafa staðið uppí hárinu á liðum á borð við Man U, Chelsea og okkur án mikilla erfiðleika auk þess sem þeir hafa klárað þessa minni leiki nær undantekningarlaust. Hafa allavega ekki verið að tapa mörgum leikjum í vetur.
Bottom line: vinna Everton á Anfield, tapa ekki meira en einum leik og gera ekki fleiri en 4 jafntefli. Ef Everton tapa þá fyrir okkur og einum öðrum leik, og gera 4 jafntefli eins og við, myndi það nægja okkur til að fara uppfyrir þá.
Maður heldur í vonina.
Samt maður, ef við dr*llum í brækur á laugardag gegn Newcastle og Everton vinna heimaleikinn við Blackburn á sunnudag, þá gæti þetta ‘kapphlaup’ verið búið eftir þrjá sólarhringa maður. Þá verð ég sko dapur!
Æfa? Hann er rétt byrjaður að skokka, karlinn. Við skulum nú ekki gleyma okkur alveg
Eiki, ekki gleyma prózakinu. 🙂
Við gerum okkur grein fyrir að hann er ekki að fara að spila. En bara það að hann er byrjaður að skokka er frábært eftir þetta hrikalega fótbrot.
Miðað við hvernig Liverpool hefur verið að spila undanfarnar vikur í deildinni þá eiga þeir eflaust eftir að tapa 2-3 leikjum.
Það verður t.d. ekki auðvelt að fara til Newcastle núna um helgina, sem hafa unnið 4 leiki í röð, og þ.á m. Chelsea (þótt að Chelsea hafi ekki stillt upp sínu besta liði, þá var þetta engu að síður frábært lið).
Síðan er ekki ólíklegt að þeir tapi líka stigum á móti Tottenham og Middlesbrough, sem hafa núna úr tiltölulega breiðum hópi að velja (T.d. með 4 klassa framherja).
Og síðan má ekki gleyma Arsenal, og þeim leikjum sem þeir eiga eftir að klúðra sem þeir eiga alls ekki að klúðra, eins og hugsanlega á móti Bolton, Portsmouth eða C. Palace.
Frábært!!!
Get ekki beðið eftir því að sjá Djib spila aftur í rauða búningnum. 🙂
Hmmm við verðum að taka Evrópumennina með fyrirvara. Það er ekki gefið mál að Liverpool komist í einhverja Evrópukeppni :biggrin2:
Góðar fréttir í miðri viku til að létta sorginni um helgar… :biggrin:
Heldur ekki gefið mál að Liverpool vinni ekki meistaradeildina og slái þar með t.d. Everton útúr meistaradeildinni á næsta ári, jafnvel þó þeir endi í 4. sæti.
Jú, það er reyndar pottþétt að við komumst í UEFA keppnina eftir deildarbikarinn.
Annars, ekki það að ég sé að tapa mér í einhverri bjartsýni, en veit einhver hvort að sigur í Meistaradeildinni gefi sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Frábært ef menn gætu líka vísað í einhverjar heimildir 🙂
Það er þannig að ef þú vinnur meistaradeildina þá ferðu beint inní riðlakeppni næsta season. Þetta er einhversstaðar á http://www.uefa.com en ég veit ekki hvar, en þetta var mikið rætt í þættinum “mín skoðun, með Valtýr Birni” og þeir sögðu það að eftir að hafa kíkt á uefa.com þá er það þannig. Það er samt ekki sæti meistaradeild ef þú vinnur uefa bikarinn.
Rangt Einar, fyrst Chelsea vann deildarbikarinn þá færist UEFA sætið yfir í deildina þ.e. fimmta og sjötta sætið veita núna þáttökurétt í UEFA.
Heimild:
http://www.teamtalk.com/teamtalk/News/Story_Page/0,7760,1784_330396,00.html
Ég þekki tvo Everton-menn og Makkarinn er þá sá þriðji sem ég veit um hér á landi. Þeir eru allir óþolandi … þessu hlýtur að fara að ljúka.
Njótið þess á meðan það endist. 😉
Ekki var nú þetta innskot hjá mér meint með þeim hætti að nudda salti í sárið.
Þetta var fyrst og fremst áminning til Liverpoolaðdáenda að samkvæmt stöðu liða í deildinni þá eru líkurnar á því að Liverpool lendi í 4. sæti annars vegar og 7. sæti hins vegar álíka miklar.
Því bendi ég á að það er langt í frá öruggt að Liverpool komist í einhverja Evrópukeppni, rétt eins og að það er góður möguleiki á því að Liverpool nái að fara fram úr Everton á lokasprettinum.
Að lokum þakka ég hrósið frá hæstvirtum Kristjáni. Kossar og knús :tongue:
Hehe Makkari, ég er reyndar alveg rólegur yfir þessu. Á frænda fyrir norðan sem hefur aldrei hringt jafn oft í mig og í vetur, þar sem E eru fyrir ofan L í deildinni. 😉
Ég veit eiginlega ekki alveg hvort ég lifi í einhverri afneitun eða í draumaheimi, þar sem þínir menn hafa hreinlega verið miklu stöðugri en mínir menn í vetur, en mér finnst ennþá eins og það sé bara tímaspursmál hvenær við förum upp í 4. sætið. Vona allavega að þið verðið þar ekki ennþá eftir 38 leiki.
Ég veit það samt ekki … er ég til skammar sem Púllari, af því að ég er ekki stressaðri en raun ber vitni? Á maður ekki að þjást af svefnleysi og læti á meðan Everton eru fyrir ofan okkur í deildinni? Ég er viss um að mér á að líða illa yfir þessu, en ég hef bara engar áhyggjur. Líður eins og aðalgaurnum í myndinni Office Space, eftir dáleiðsluna… allt of slakur á því!
Hvað segir þú annars Makkari um vorið, úr því að þú ert hérna? Hefur þú trú á því að þínir menn geti haldið 4. sætinu? Mér liggur forvitni á að vita hvað Everton-aðdáendum finnst…
Ekki vil ég taka svo djúpt í árinni að þú sért til skammar.
Hins vegar hefur verið sagt síðan í september að þessu gengi Everton hlyti að fara ljúka og Liverpool færu að taka sig saman í andlitinu. Svo heldur þetta trend áfram í hálft ár og maður hlýtur því að spyrja sig: fyrst þetta hefur staðið svo lengi, því ætti þetta að breytast ? Ég er sjálfur mjög ánægður með þetta hugarfar sem virðist vera hjá mörgum púllurum þ.e. vera pollrólegir yfir ástandinu og sýna Everton ekki þá virðingu sem þeir eiga skilið. Það verður bara enn sætara ef svo skyldi fara að mínir menn hirði CL sætið.
Mínir menn hafa fengið 11 stig úr síðustu 9 leikjum en samt hefur lítið saxast á muninn. Liverpool hafa einfaldlega ekki verið að spila nógu vel til þess að gera tilkall til meistaradeildarsætis. Núna eru 11 leikir eftir og síðasti sjéns fyrir þá rauðu að gera áhlaup.
Everton eiga eftir að tapa mörgum stigum í þeim leikjum sem eru eftir en er geta Liverpool nógu mikil til þess að ná þeim bláu? Þeir eiga alveg eftir að sýna mér það og þarf ekki að fara lengra aftur en til Birminghamleiksins til að sjá að Liverpool eru hreinlega ekki nógu stöðugir. Lið á pappírnum er eitt en frammistaðan önnur.
Sennilega á grannaslagurinn 20. mars eftir að skipta sköpum í þessum efnum. Útivallarform Everton hefur verið afbragðsgott og eins og flestir vita þá getur allt gerst í þessum grannaerjum. Mér finnst það á við krónukast að giska á úrslit í þessum leik. Ef Everton vinnur þá verður að mínu mati munurinn of mikill til þess að vinna upp á þessum skamma tíma. Ef Liverpool vinnur þá er líklegra að þeir merji þessa baráttu um fjórða sætið því prógrammið hjá karamelluköllunum er erfiðara.
Þú spyrð hvort ég hafi trú á hvort mínir menn haldi fjórða sætinu. Ég hef fulla trú á því en þetta verður erfitt. Ég tel möguleikana nokkuð jafna en þó er gott að vera búinn með leik meira og 8 stiga munur er drjúgur þegar svo skammt er eftir. 60/40 Everton í vil finnst mér raunhæfar líkur.
Já ég skal reyndar alveg fyllilega viðurkenna að umfjöllun okkar Einars um Everton í vetur hefur verið ’til skammar’, eða hvað sem menn vilja kalla það. Málið er einfaldlega það að, eins og þú segir, maður hefur verið að bíða eftir að “blaðran” springi og því hefur maður örugglega ekki gefið Everton það kredit sem þeir eiga skilið.
Nú er hins vegar að daga uppi fyrir mér að það eru bara 10 leikir eftir (11 hjá mínum mönnum) og Everton eru enn 8 stigum á undan okkur. Það eru þrír mánuðir síðan þeir unnu okkur 1-0 á Goodison og juku þá forskot sitt upp í 9 stig ef ég man rétt. Þá var maður rólegur þrátt fyrir tapið, því maður bjóst fastlega við að þetta forskot yrði orðið að engu eftir svona 2 mánuði. Svo þegar Gravesen fór til Real í janúar viðurkenni ég að ég hreinlega afskrifaði Everton í keppninni um 4. sætið og fór að hafa meiri áhyggjur af Middlesbrough og Tottenham fyrir neðan Liverpool í deildinni.
En nú eru 2 mánuðir síðan Gravesen fór til Real og 3 mánuðir tæpir síðan þínir menn unnu 1-0 á Goodison, og forskotið er ennþá þarna. Maður er orðinn nett stressaður.
Ég er sammála þér í því að Everton á eftir að tapa stigum í síðustu 10 leikjunum, sér í lagi eiga þeir líklega eftir að tapa a.m.k. öðrum leiknum gegn Chelsea og/eða Arsenal. Ég er sammála þér í því Makkari að spurningin felst ekki í því hvað Everton munu gera fram á vorið, ég sé þá fyrir mér enda jafn stöðugt og þeir hafa verið að gera (þ.e. spila sterkan bolta og vinna þónokkra nauma sigra, gera mikið af jafnteflum en tapa ekki mikið meira en 1-2 leikjum).
Spurningin er: hvað gerir Liverpool? 11 leikir eftir, 33 stig í pottinum og ljóst er að til að ná að vinna upp 8 stig í 33ja stiga potti þá má liðið alls ekki tapa nema í mesta lagi einum leik. Ef við gerum ráð fyrir að sá leikur sé á útivelli gegn Arsenal í maíbyrjun er ljóst að liðið verður að gjöra svo vel og vera taplaust næstu tvo mánuðina til að eiga séns. Að mínu mati náum við Everton ekki ef að annað eða bæði af þessu tvennu gerist:
1. Við náum ekki að vinna Everton á Anfield eftir 2 vikur. Ef við gerum jafntefli eða töpum þeim leik getum við gleymt þessu.
2. Ef við töpum fleiri en einum leik og gerum fleiri en fjögur jafntefli.
Af þessu má reikna það út að Liverpool þarf að mínu mati að lágmarki að vinna 6 leiki, gera 4 jafntefli og tapa einum leik í 11 síðustu til að komast í 4. sætið. Þar bætist við að Everton-leikurinn verður að vera sigurleikur, ekkert annað kemur til greina.
Það myndi gefa okkur 22 stig í viðbót, sem þýddi að við enduðum tímabilið með 65 stig … eða 5 stigum meira en í fyrra. Þá voru 60 stig nóg til að ná 4. sætinu, ég held að 65 stig ættu að duga okkur í vetur, eins lengi og við pössum okkur að vinna Everton á Anfield.
Vandamálið er bara það að ég er ekkert viss um að við sigrum Everton á Anfield. Ég hef horft á marga leiki með Everton í vetur og ég hef aðeins einu sinni séð þá yfirspilaða, gegn Arsenal á Goodison í annarri umferðinni. Þeir hafa staðið uppí hárinu á liðum á borð við Man U, Chelsea og okkur án mikilla erfiðleika auk þess sem þeir hafa klárað þessa minni leiki nær undantekningarlaust. Hafa allavega ekki verið að tapa mörgum leikjum í vetur.
Bottom line: vinna Everton á Anfield, tapa ekki meira en einum leik og gera ekki fleiri en 4 jafntefli. Ef Everton tapa þá fyrir okkur og einum öðrum leik, og gera 4 jafntefli eins og við, myndi það nægja okkur til að fara uppfyrir þá.
Maður heldur í vonina.
Samt maður, ef við dr*llum í brækur á laugardag gegn Newcastle og Everton vinna heimaleikinn við Blackburn á sunnudag, þá gæti þetta ‘kapphlaup’ verið búið eftir þrjá sólarhringa maður. Þá verð ég sko dapur!
Æfa? Hann er rétt byrjaður að skokka, karlinn. Við skulum nú ekki gleyma okkur alveg
Eiki, ekki gleyma prózakinu. 🙂
Við gerum okkur grein fyrir að hann er ekki að fara að spila. En bara það að hann er byrjaður að skokka er frábært eftir þetta hrikalega fótbrot.
Já, og Neil Mellor verður [ekki meira með á þessu tímabili](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4314649.stm). Þannig að við verðum fullkomlega að treysta á Milan Baros í Meistaradeildinni.
Er það ekki einhvers konar met að þrír af fjórum framherjum í upphafi tímabils séu útilokaðir vegna meiðsla þegar þrír mánuðir eru eftir af tímabili?
Upphaf tímabils: Owen, Baros, Cissé, Mellor, Pongolle.
Inn á miðju tímabili: Morientes.
Gjaldgengir í Meistaradeildina: Baros.
1 af 6 Einar … einn af sex … :confused:
Miðað við hvernig Liverpool hefur verið að spila undanfarnar vikur í deildinni þá eiga þeir eflaust eftir að tapa 2-3 leikjum.
Það verður t.d. ekki auðvelt að fara til Newcastle núna um helgina, sem hafa unnið 4 leiki í röð, og þ.á m. Chelsea (þótt að Chelsea hafi ekki stillt upp sínu besta liði, þá var þetta engu að síður frábært lið).
Síðan er ekki ólíklegt að þeir tapi líka stigum á móti Tottenham og Middlesbrough, sem hafa núna úr tiltölulega breiðum hópi að velja (T.d. með 4 klassa framherja).
Og síðan má ekki gleyma Arsenal, og þeim leikjum sem þeir eiga eftir að klúðra sem þeir eiga alls ekki að klúðra, eins og hugsanlega á móti Bolton, Portsmouth eða C. Palace.