Man City á morgun

Okkar menn ferðast alla leið til Manchester á morgun og hitta fyrir heimamenn á The City of Manchester Stadium. Svo ég orði það á sem einfaldastan hátt, þá er þetta einn mikilvægasti leikur tímabilsins. Ekkert flóknara en það.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að allir eru að tala um Ryan Babel og Dani Pacheco eftir góða innkomu þeirra gegn Unirea á fimmtudag. Þá er eitthvað slúður í gangi um að Fernando Torres verði settur á bekkinn á morgun, sennilega meira þá upp á móralskan stuðning en það að Rafa ætli sér í alvöru að nota hann. Hvað svo sem verður þá á ég ekki von á að neinn þessara þriggja byrji á morgun, jafnvel þótt Albert Riera – sem var mjög slakur gegn Unirea – missi líklega sæti sitt í byrjunarliðinu.

Ég spái að Rafa geri aðeins eina breytingu á liðinu frá því á fimmtudag – Maxi Rodriguez inn fyrir Riera. Liðið mun því líta svona út:

Reina

Carra – Skrtel – Agger – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Maxi
Ngog

Þetta eru reyndar þrjár breytingar. Ég sá þegar ég fór að teikna liðið upp að allt sem ég veit um Rafa segir mér að Lucas og Insúa komi aftur inn í liðið eftir að hafa verið hvíldir gegn Unirea.

Af City-liðinu er allt að frétta, eiginlega. Carlos Tévez er enn í leyfi í Argentínu eftir barnsburð, Patrick Vieira er meiddur eða í banni og verður ekki með, og Craig Bellamy verður víst í mesta lagi á bekknum eftir að hafa hnakkrifist við þjálfarann sinn í vikunni (hvað annað er nýtt?). Fyrir vikið má búast við að City-liðið mæti með Adebayor einan fremstan og honum til stuðnings menn á borð við Adam Johnson, Martin Petrov, Shaun Wright-Phillips og Gareth Barry af miðjunni. Sem sagt, hörkulið sem við gætum hæglega tapað fyrir.

**MÍN SPÁ:** Það er alveg ljóst að við megum ekki tapa þessum leik. Jafntefli er ekki svo slæmt, þá værum við enn stigi á eftir þeim eftir einum leik meira en það er alveg staða sem við getum jafnað okkur af fram á vorið. Tapið væri öllu verra. Þess vegna spái ég að Rafa spili þétta vörn og miðju á morgun, leggi upp með það að halda hreinu og treysti svo á að Kuyt, Gerrard eða Ngog geti togað einhverjar kanínur upp úr hattinum sínum.

Ég spái því **1-1 jafntefli** í miklum baráttuleik á morgun.

YNWA

27 Comments

  1. Bíddu las ég það ekki einhversstaðar að Martin Petrov væri meiddur eða var það Petrov hjá Aston Villa ???

    Anywho, þetta verður erfiður leikur, það er klárlega gott fyrir okkar menn að Tevez, Viera og Bellamy verða ekki með en City er samt stórhættulegt lið heim að sækja. Mín spá er 1-2 fyrir Liverpool þar sem við stelum þessu á síðustu stundu :0)

  2. Einning startaði Aquilaini síðasta leik og kemur Lucas þá inn fyrir hann í þinni uppstillingu sem ég er sammála, en ég hef samt trú á því að hann hendi Babel á vinstri kantinn í stað Maxi. Spái 0-1 og maður stórleikjanna Dirk Kuyt skori á 83. min.

  3. Martin Petrov er meiddur og Craig Bellamy er bæði tæpur vegna meiðsla og Mancini og hann eru vist osattir eftir rifrildi. Það kæmi mer verulega a ovart ef hann væri i byrjunarliðinu a morgun. I mesta lagi a bekknum eins og Kristjan Atli segir.

  4. Ég vona að hann setji Lucas inn fyrir Aquilani og Babel inn fyrir N’Gog og Insua inn fyrir Aurelio.

  5. viltu Lucas inn fyrir Aquaman… er ekki nóg að vera með 5 varnarmenn (mascha included), þurfum við virkilega sex varnarmenn í okkar lið… eeeh já nei! og insúa inn fyrir Aurelio, svo það sé alveg öruggt að varnarmennirnir okkar fari ekki yfir miðjuna!

    og ef þú ert búinn að fyrirgefa Babel þá fínt, allavega ekki ég… þetta skítseiði heldur ekki með Liverpool, og sú vanvirðing sem hann hefur sýnt áhangendum, stjóranum og klúbbnum á að vera nóg til að setja hann á free transfer… burt og það strax takk…

    annars heimta ég að fá að sjá sóknarbolta…

  6. min spa 0-1 sg skorar skremer af 35 metra færi en veit einhver hver dæmir leikinn?

  7. Af einhverjum ástæðum hef ég haft mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik. Mér finnst City vera í pínu bulli þessa dagana og er þess fullviss að góð úrslit náist í þessum leik. Eigum við ekki bara að segja 0-1 sigur og bara taka undir með Einsa kalda að Stevie G setji einn gargandi í slánna og inn.

  8. Ég er mjög bjartsýnn og spái 4-0 á morgun,babbel með 2 og gerrard og ngog setja hin

  9. Mér líst ekki vel á leikinn á morgun. City eru góðir á heimavelli og við þurfum örugglega topp leik til að klára þetta. Er smeykur um að póstarnir sem byrja að flæða hér inn seinnipartinn verði ekki uppbyggilegir. Ég vona auðvitað að ég hafi rangt fyrir mér. En, ef við ætlum að vinna, verður Gerrard að rífa sig upp og mannskapinn með sér. Hef enga trú á Ngog og Kuyt frammi. Ef við ætlum að liggja og verjast og beita skyndisóknum, verðum við að hafa mann frammi sem getur sprett úr spori. Babel verður því að byrja inná núna! Og já, Gerrard verður að vera á miðjunni til að stýra spilinu…það verða engar markvissar sóknir án leikstjórnanda…

  10. Babbel er hættur að spila fótbolta og það er svolítið síðan! En annars held ég að við vinnum þennan leik á morgun 3-2 í miklum baráttuleik!!!

    YNWA

  11. Annars held ég að við eigum eftir að skít tapa þessum leik af þvi að liverpool getur ekki blautan skít þessa daganna,mín spá Man city 3 liverpool 0
    YNWA

  12. Hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig þessi leikur fer. Tel nokkuð víst að ManC eigi eftir að setja á okkur mark eða mörk og við erum ekki beint beittir fram á við. Vörnin okkar hefur samt verið nokkuð góð undanfarið og spurning hvernig hún stendur sig. Mikið er ég sammála með að setja Gerrard á miðjuna, allt annað að sjá spil liverpool með karlinn þar. Svo væri flott að halda Riera á vinstri, Maxi á hægri, Gerrard á miðjuna ásamt Masch og Kuyt og Babel frammi !!

    Spái þessu 2-1 fyrir City því miður.

  13. Ég vil endilega að Maxi verði hægra meginn og Kuyt á toppinn og Babel á v/kanti. Svo tökum við þetta 2-1 en ef Torres verður með þá verður þetta stærra. KOMA SVO LIVERPOOL.

  14. Vona að Insua spili, Aurelio einfaldlega ekki nógu góður sóknarlega og við þurfum sóknarvængi. Ef Aurelio spilar vill ég Babel inn á kantinn fyrir framan hann (spáið í það, að vilja Babel í liðið…..) og ég held að Kuyt eigi að vera á toppnum í þessum leik.

    Vonandi geta Benayoun og Torres eitthvað komið inná……

    Sigur takk!

  15. Sælir félagar

    Tveir hættulegustu menn City verða ekki með. Það er leiðindamórall hjá klúbbnum og þeir koma frekar daprir í þennan leik. Ég spái því tveggja marka sigri 0 – 2 eða 1 – 3.

    Okkar menn munu berjast til síðasta blóðdropa og nú mun Carra setja eitt – ekki spurning.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Ég segi það sama og Kristinn # 9, ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ef Gerrard ákveður að vera með þá vinnum við þennan leik. City eru með fínt lið en í dag vantar of marga sterka leikmenn til að vinna Liverpool sem verður að vinna leikinn til að eiga góðann sjéns á meistaradeild.

    Og þegar Rauði Herinn er kominn upp að vegg á ekkert lið séns á móti honum 🙂

    0-2 Gerrard og Kuyt skora í sitthvorum hálfleiknum.

  17. Ég vil sjá Pacheco eða Babel jafnvel báða spila mikið í þessum leik, þeir eiga það báðir alveg skilið, 😀
    En annars held ég að þessi leikur fari 2-1 fyrir Livepool, Ngog og Babel skora mörk Liverpool.

  18. Halló góðann daginn félagar 😀

    Eru ekki allir í stuði 😉 😀 🙂

    Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkar FRÁBÆRA LIÐ, sigur er það eina sem við VILJUM sama hverning við förum að því, sama hvaða menn eru inná, sama hvað aðrir segja um okkar menn og konur þá er LIVERPOOL HJARTAÐ SEM TELUR 🙂 😀 😉 Sigur og sigur ofan með öllum þeim ráðum sem við þekkjum en eitt má ekki gleymast og það er að nota heiðarleikann og þá vinnum við ALLLLLLLLLLLLLT, mér er nokk sama hvað menn tala illa um leikmenn en ég þoli ekki að LESA ÞAÐ HÉR Á KOP.IS – ætla ekki að nefna einn né neinn en ég er svo ánægður með að það hafa orðið GÓÐAR breytingar sem gera það að verkum að maður þarf ekki að óttast þau skrif frá þeim mönnum sem ekki hafa TRÚ eða HJARTA sanns LIVERPOOLS MANNS / KONU.

    Í DAG SIGRUM VIÐ ANDSTÆÐINGINN 😀 😀 😀 OG ÞAÐ MEÐ STÆL

    AVANTI LVIERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

  19. Nú eru menn að segja að bestu menn MC séu ekki með, en það er það sama hjá okkur (Torres, Jonson, Yosse B og Sotirios Kyrgiakos)þannig að þetta er kanski jafnt.

  20. Eins og einhver hérna að ofan sagði þá myndi ég vilja sjá babel á vinstri og maxi á hægri og kuyt einan uppi við. Spái þessum leik 1-0 kuyt með fallegt skallamark !

    YNWA

  21. Liðið komið og það er svolítið athyglisvert:

    Reina, Carragher, Skrtel, Agger, Insua, Kuyt, Lucas, Mascherano, Maxi, Gerrard, Babel. Subs: Cavalieri, Torres, Benayoun, Aquilani, Riera, Aurelio, Kelly.

    Spurning hvor þeirra Kuyt eða Babel verður á toppnum og svo er bekkurinn sá sóknarsinnaðasti frá því að Rafa tók við liðinu held ég að megi segja!!!

    Áfram Liverpool!!!!!!!!

Liverpool – Unirea 1-0

Leiðbeiningar varðandi ummæli