Liðið gegn City

Já sæll sé það núna að ég á skýrslu í dag!

En liðið er allavega komið fyrir leikinn gegn City og það er nokkuð áhugavert:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Maxi
Babel


Bekkur:
Cavalieri, Torres, Benayoun, Aquilani, Riera, Aurelio, Kelly.

Vörnin er eins og Lucas og Mmascherano byrja saman á miðjunni með Aquilani á bekknum. Maxi kemur inn aftur fyrir Riera og Babel kemur loksins inn fyrir N´Gog.

Það er ekki hægt að kvarta svo mikið yfir fjarveru Aquilani og Riera miðað við síðasta leik þeirra en engu að síður hefði maður viljað hafa þessa leikmenn í liðinu í svona stórum leik. N´Gog er líklega eitthvað tæpur og því kemur Babel inn og ég tippa á að hann fari upp á topp frekar en að Kuyt fari upp og Babel á kantinn, sem er þó alveg kostur í stöðunni.

Svo eru gleðifréttirnar þær að Torres er á bekknum og Benayoun líka sem er ekkert nema frábærar fréttir. Við verðum að fá Torres aftur svo einfalt er það. Hercules er síðan ekki í hóp sökum leikbanns en Kelly heldur sínu sæti á bekknum.

Lið City er svona:

Given

Zabaleta – Lescott – Kompany – Bridge

De Jong – Barry
W-Phillips – Ireland – A.Johnson
Adebayour

Bellamy lenti mjög óvænt upp á kant við þjálfarann, eitthvað sem aldrei hefur hent þennan prúða strák áður og Tevez er í fríi! Robinho er í láni í Braselíu og guð má vita hvar Jo er og allir hinir strikerarnir…djöfull eiga þeir mikið af strikerum!

Það hefur verið að snjóa hressilega á Englandi og t.d. var flugvellinum í Manchester lokað áðan en vonandi hefur það ekki mikil áhirf á leikinn. Þeir sem sáu eitthvað úr Balckburn – Bolton sáu allavega hversu hressilega snjóaði.

Koma svo

27 Comments

  1. já það er ekkert annað, erum við samt ekki að horfa á maxi á hægri, babel á vinstri og kuyt upp á topp. Getur samt vel verið að ég sé að bulla. En þetta verður hörkuleikur þar sem okkar menn skora sigurmarkið í 3-1 sigri á 85 mínutu eftir að city eru búnir að liggja í sókn allan leikin 🙂

  2. Mér líst mjög vel á þetta! Frábært að sjá bæði Yossi og Torres á bekknum og þetta byrjunarlið er ánægjulegt. Núna er kominn tími fyrir Babel að sanna sig frá fyrstu mínútu.

  3. Ég held að Guðmundur hafi hitt naglann á höfuðið varðandi uppstillinguna á Maxi, Kuyt og Babel. Annars líst mér rosalega vel á þetta, nema hvað að ég skil ekki alveg hvað Torres er að gera á bekknum. Það er vonandi að það hann sé alveg heill, því það er ekki sniðugt að spila honum tæpum og sjá hann svo missa af restinni af tímabilinu.

  4. Ég hafði s.s. 100% rétt fyrir mér í upphitun í gær, nema að N’gog virðist vera meiddur og Babel því inn í staðinn.

    Mér líst vel á þetta. Það verður áhugavert að sjá hvað t.d. Maxi getur sýnt í dag og eins Babel að sjálfsögðu, hann er að fá STÓRAN séns í dag og ef hann er enn og aftur dapur sem byrjunarmaður efast ég um að hann fái fleiri sénsa.

    Vona að hann grípi tækifærið. Áfram Liverpool!

  5. Ánægður með að sjá Babel byrja.. hefði kannski viljað hafa Aquilani í stað Lucas en samt ekkert alltof viss…. Nú vona ég að kennslustund í boði Liverpool láti ekki á sér standa.

  6. Hérna er liðið hjá City: Given, Bridge, Zabaleta, Lescott, Kompany, Ireland, W-Phillips, A Johnson, Barry, De Jong, Adebayour.

    Bellamy er á bekknum en Tevez ekki í hóp. Athyglisvert að Toure er líka á bekknum.

    Við eigum að taka þetta lið.

  7. ætli Torres sé ekki bara á bekknum til að láta city menn fá smá hausverk?

  8. Líst vel á þetta lið, vona að það komi ekki til þess að við þurfum að nota Torrers eða Benayoung, við tökum þennan leik, er komin í treyjuna með bakkelsi og kaffi klár i leikin.. áfram Liverpool… við tölkum þetta, vona svo innileg að Babel seti eitt eða tvö….

  9. Þetta City lið er heilt yfir lítið annað skipað en miðlungsleikmönnum sem keyptir hafa verið fyrir uppsprengt verð. Hafa vissulega á að skipa sterkum sóknarmönnum en heilt yfir eru ansi margir veikleikar hjá þeim.

    Það breytir því þó ekki að liðið verður erfitt heim að sækja, sérstaklega í þeim gír sem Liverpool er búið að vera í vetur.

  10. Hefði viljað sjá Pacheco á bekknum. Leiðinleg skilaboð til hans eftir að hafa lagt upp sigurmarkið í síðasta leik að komast ekki á bekkinn núna. Hefði viljað hann þangað fyrir Riera.

  11. Það sem af er komið af leiknum finnst mér city vera með þennan dómara í sýnu bandi, öll vafasöm atriði detta með þeim svo fékka Mascherano gult fyrir mjög svipaða tæklingu og barry fær ekki tiltal, gæti reyndar verið að ég sé eitthvað hlutdrægur

  12. Sorglega leiðinlegur leikur. Hvað er Lucas búinn að tapa mörgum boltum á miðjunni? Nokkrum. Skrtel átti að skora, þetta verður tæpt.

  13. Vá hvað liðið er steingelt fram á við. Shit, þessi Masch-Lucas samsetning er alveg glötuð og við reyndar heppnir að vera ekki undir í hálfleik. Lucas er búinn að vera stjarnfræðilega lélegur í þessum hálfleik og hefur beinlínis stöðvað skyndisóknir liðsins.

    Guð hjálpi okkur ef við ætlum að spila svona í seinni.
    Torres og Benayoun inn NÚNA TAKK.

  14. Sko, ég hef aldrei á ævinni séð Liverpool gefa eins oft til baka á markmanninn eins og í undanförnum leikjum, held að það séu komnar c.a. 10 svoleiðis í fyrrihálfleik núna og a.m.k. einu sinni hefur það komið í hausinn á okkur.

    Ég vona að þeir sem hafa kvartað sem mest yfir því að Ryan Babel fái ekki að spila meira því hann er svo rosalega góður séu að horfa á leikinn í dag.

    Svo að lokum vil ég fá Torres inná sem fyrst í seinni hálfleik enda búinn að vera hita upp í góðann tíma, því sóknarleikurinn hjá okkur er í besta falli vandræðalegur.

    Kooooma svo!

  15. Fyrri hálfleikur eins og við var að búast, mikil stöðubarátta. Hættulegustu færi City eru í boði Liverpool, ótrúleg mistök trekk í trekk á hættulegum svæðum. Skrtel átti kárlega besta færi leiksins þegar hann fékk frían skalla á markteig City.

    Það er ljóst að Liverpool verður að koma að meira öryggi inní seinni hálfleikinn og sækja á fleiri mönnum þegar liðið vinnur boltann. Lucas og Mascherano eru enn í vandræðum saman á miðjunni og lítið að koma frá þeim sóknarlega.

    Það sem vekur þó mesta athygli er dómari leiksins, af hverju í ósköpunum er þessi maður látin dæma stærsta leik umferðarinnar?

    Maður bíður bara eftir því að hann reki einhvern Liverpool mann útaf eða gefi City víti á færibandi.

  16. Sælir félagar

    Lucas Leiva?????????????? Uppleggið í leiknum virðist vera. Ekki fara fram fyrir miðju. Ekki sækja. Haldiði jöfnu. Sendið frekar á Reina en framávið.

    Þvílík hörmung

    YNWA

  17. Lucas og JM eru að venju ekki að gera mikið af viti sóknarlega en ógnin af okkar fremsta manni er akkurat engin það sem a er leik.

  18. Við verðum bara að vonast eftir kraftaverki í dag, að okkar menn vinni, sem er ekki líklegt miðað við þessa spilamennsku.

    Þeir eru að verja stigið, en ekki reyna að sækja 3 stig.

  19. Reynið nú aðeins að fatta dæmið… ef við töpum þessum leik erum við í vondum málum í keppninni um 4ja , jafntefli er alls ekki slæmt, þannig að það er fáranlegt að taka einhverja massíva sénsa, miklu betra að láta City um það og refsa svo vonandi.

    Mér finnst Lucas búinn að vera fínn varnarlega séð, ekki allt að ganga upp hjá honum á hinn veginn, en svosem ekki miklir möguleikar fyrir hann á meðan leikurinn er svona lokaður.

    Þolinmæði á her við , bíðum og sjáum hvort City opna sig ekki, fari að taka sénsa.

  20. váááá hvað þetta er lélegt ! það er eins og leikmenn séu að reyna móttökur og einfaldar sendingar í fyrsta skipti á ferlinum! ekki neitt búið að gerast rétt

  21. 22, Þú ert greinilega sá eini sem ert að fatta þetta allt saman. Hvað ef við sækjum, skorum og vinnum, er það ekki líka betra en að tapa, og m.a.s. betra en jafntefli. Þetta er bara drulluslöpp frammistaða, og við erum að bera allt of mikla virðingu fyrir man city í þessum leik. Eins og menn séu bara hræddir, og með ekkert sjáfstraust.

  22. Jákvætt að halda hreinu, jákvætt að fá Torres og Benayoun tilbaka.

Leiðbeiningar varðandi ummæli

Man City – Liverpool – 0-0