Liðið komið – Yossi byrjar

Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Unirea (kl. 18, nota bene) er komið og er það sem hér segir:

Reina

Carra – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Benayoun – Gerrard – Babel
Ngog

**BEKKUR:** Cavalieri, Kyrgiakos, Kelly, Aurelio, Aquilani, Kuyt, Torres.

Líst vel á þetta. Benayoun og Ngog koma inn í liðið á kostnað Maxi Rodriguez sem er heima og Dirk Kuyt sem fær sjaldgæfa hvíld. Frammi eru því Yossi, Gerrard, Babel og Ngog sem er frekar hröð og öflug lína að mínu mati. Sé fyrir mér að okkar menn liggi aftarlega, láti Unirea koma á sig og káli þeim svo með hraðanum í Babel og Ngog í kvöld. Torres og Kuyt geta svo komið inn ef menn lenda í vandræðum.

Líst vel á þetta. Áfram Liverpool!

45 Comments

  1. Vá tíminn á meistaradeildinni var fastur í mér þannig að það var ágætt að maður kíkti á netið annars hefði ég misst af honum…
    En ég er sáttur við allt nema að ég hefði viljað fá Kelly eða Degen í hægri bakvörðinn. Sáttur með hvíldina á Kuyt og núna loksins er Benitez komin í skemmtilegt vandamál að velja lið þar sem að nánast allir eru heilir í fyrsta sinn í vetur að ég held.
    Ég spái þess 0-2

  2. Ég ætla að koma með eitt neikvætt komment í byrjun. Mascherano – Lucas saman á miðjunni sama sem ömurlegheit, tveir steingeldir fram á við. Gjörsamlega óþolandi hvað Rafa þrjóskast við þetta miðjupar frá helvíti.

    Annars vinnum við þennan leik 1-0 en þessi leikur verður alveg jafn leiðinlegur og flestir leikir okkar á þessu tímabili.

  3. Sammála andra með miðjuna og svo Carra í bakverði, úff, ekki beint sóknarsinnað. Jákvæða við þetta er þó að Dirk Kuyt er farinn úr liðinu og Babel fær aftur séns.

  4. Ég hef nokkuð mikla trú á góðum sigri. Unirea þurfa að sækja og geta ekki parkerað 11 mönnum í vörn eins og á Anfield, þannig að ég spái því að þeir opnist mikið og við eigum góðar hraðar sóknir á þá. Liðið er öflugt, og góðir sóknarmenn á bekknum til að gera breytingar ef hlutirnir eru ekki að virka. Ég ætla að spá okkur 4-1 sigri, þar sem okkar mörk skora Gerrard, Benayun, Babel og Torres.

  5. Fínt lið, er samt kominn með upp í kok af Carra í bakverði, finn það á mér að Lucas, Babel og Benayoun skori í 0-3 sigri!!

  6. Ágætis uppstilling en síðan hvenær er Ngog fljótur? Hef ekki orðið var við þann hraða, hinsvegar er ég ánægður að sjá Yossi og Babel á köntunum, það gæti orðið hættuleg sóknarlína!

  7. Skítt með miðjuna og Carra í bakverði, afar hressandi að sjá eitthvað annað en Kuyt, enda spilar þetta lið fótbolta sem hentar Kuyt illa. Lýst ágætlega á þetta

  8. Ég held að þetta verði erfiður leikur hjá okkur, ég skil ekki þetta að vera með Carra í bakverðinum, hann var lélegur þar fyrir nokkrum árum og hefur svo sannarlega ekki batnað í þessari stöðu með árunum.

  9. steini – getur þú verið nákvæmari með link fyrir okkur sem kunnum lítið á tölvur:)

  10. haha ég er semsagt að horfa á hann í sopcast forritinu á stöð nr: 73244 🙂 þú getur downloadað sopcast á sopcast.com 🙂

  11. neinei, kemur á óvart, mark úr horni, hélt við værum hættir þessu rugli í hornspyrnunum

  12. ja hérna, þvílíkur sofanda háttur og áhugaleysi. Menn ætlar greinilega að hafa sem minnst fyrir þessu.

  13. Jæja hvernig er þessi leikur hjá okkur mönnum? er sama ruglið í gangi og vanalega reyna spila blak með löppunum?

  14. Sorglega lélegt.

    Hvað varð eiginlega um þessa menn sem spiluðu á síðasta tímabili?

    Og í þessum töluðu orðum skorar Mascherano með frábæru skoti!!!!

  15. …það væri ákveðið afrek að tapa næstu 60 mín með tveimur mörkum fyrir þessu liði….

  16. Jæja Babel að stimpla sig í liðið með góðu marki.. Og hvað er með Gerrard ??? Hann kemur ekki einu sinni að fagna mörkunum með leikmönnum…

  17. Ég er ekki frá því að Babel sé komin með meira sjálfstraust, hann er að spila ágætlega í kvöld.

  18. Getum við ekki bókað Babel á bekkinn í næsta leik? Hann vogaði sér að spila vel og skora mark. Er einhver hérna inni sem heldur að hann haldi sæti sínu?

  19. Hann hefur ALDREI á sínum Liverpool ferli byrjað meira en tvo leiki í röð. Sagan segir okkur einfaldlega það að það skiptir engu máli hvernig hann spilar, Benitez velur hann ekki ínæsta leik. Vona þó að hann breyti útaf vananum núna.

  20. Gunnar Ingi, skoðaðu aðeins feril Babel hjá Liverpool áður en þú varpar svona sprengjum.

    Á tímabilinu 2007-2008 byrjaði Babel 11 af 12 leikjum okkar frá tímabilinu 10. feb til 2. apríl, sem sagt fyrst 5 í röð og svo 6.

    Heldurðu virkilega að Rafa sé illa við Babel? Ef honum væri illa við hann myndi hann ekki spila neitt.

    Babel hefur heldur ekki oft gert mikið til að verpskulda sæti í liðinu, reyndar eins og fleiri, en hinir eru kannski að reyna að bæta sig á æfingum. Sem er eitthvað sem maður veit ekkert um.

  21. Ertu klár á þessu Elías því ég las einhverntíman grein sem sagði að Babel hefði aldrei byrjað meira en tvo leiki í röð. Ætla svo sem ekki að leggja höfuðið undir en þgar ég hugsaði til baka þá fannst mér þetta ekkert ólíklegt. Og já, ég held að Rafa sé illa við Babel því hann hefur farið ótrúlega illa með hann og gefið honumótrúlega fá tækifæri á meðan leikmenn eins og Lucas, Kuyt og fleirri hafa fengið að komast upp með skammarlega lélegar frammistöður leik eftir leik en eru samt ALLTAF í liðinu.

Unirea Urziceni úti (í Bucharest)

Unirea 1 – Liverpool 3