Draumórar

Það verður sennilega ekkert að frétta af Liverpool næstu daga, nema af einhverjum meiðslavandræðum.

En ég rakst á [þessar ágætu pælingar](http://www.squarefootball.net/content/article/article.asp?aid=1817), þar sem höfundurinn veltir því upp hvort það sé nokkuð svo galið að Liverpool kaupi Raul frá Real Madrid!

Jammm, fáránlegir draumórar, en við höfum bara svo lítið annað til að skrifa um. Væri það ekki ágætt að endurlífga besta framherjapar Spánar á Norður-Englandi. 🙂

8 Comments

  1. Æji, ég veit ekki. Ef við erum að tala um misræmi í leikjum hjá LFC og einstökum leikmönnum þá er Raúl akkúrat sú týpa rétt eins og Luis Garcia. Akkúrat þessar týpur sem geta gert “flashy” hluti og allt gengur upp einn daginn en síðan er næsti leikur fáránlegur. Það er enginn millivegur og í raun mundi ég vilja bíða með að skoða Raúl nema einhver tombóla yrði á karlinum (sem ég efast um ef Chelsea fara í málið líka).
    Ég vil að við vöðum í málin og náum í Rafael vande Vaart eða hvað hann heitir þarna hjá Ajax og reyna að koma okkur upp EINUM sókndjörfum central miðjumanni svona til tilbreytingar. Sóknin er fullskipuð þótt að við höfum engan til staðar í dag vegna meiðsla/leikbönn.

  2. Steven Gerrard – 10 mörk
    Luis García – 9 mörk
    John Arne Riise – 8 mörk
    Antonio Núnez, Xabi Alonso, Igor Biscan, Harry Kewell – 1 mark hver og haugur af stoðsendingum á milli sín…
    +
    Anthony Le Tallec, Vladimir Smicer, Darren Potter til vara.

    EINUM sókndjörfum central miðjumanni? Hmmm?

    Svo er Van der Vaart líka u.þ.b. tvöfalt meiri leikari en nokkurn tímann Raúl, ekki láta einhverjar alhæfingar gagnvart spænskri knattspyrnu blekkja þig Eiki Fr., menn eins og Josemi, Mendieta, Reyes, García, Morientes og nú loks Núnez hafa sýnt það augljóslega að spænskir knattspyrnumenn geta vel höndlað líkamlegu átökin í Úrvalsdeildinni…

    …af hverju ætti besti leikmaður Spánar síðustu 15 árin ekki að geta það líka?

  3. bara að leiðrétta það Kristján Atli að Xabi er með 2 mörk í deildinni, skoraði gegn Fulham á útivelli og Arsenal heima

  4. >Akkúrat þessar týpur sem geta gert ?flashy? hluti og allt gengur upp einn daginn en síðan er næsti leikur fáránlegur

    Fyrirgefðu, Eiki, en þú ert að tala um fokking Raul!

    Þér getur vart verið alvara með þessu.

    Og hversu fáránlega neikvæðir geta menn verið útí Luis Garcia?

    Hann er markahæsti maðurinn okkar í Meistaradeildinni og hefur oft á tíðum verið sá eini, sem hefur reynt að skapa eitthvað. Af miðju- og varnarmönnum hafa aðeins Luis Figo og John Terry [skorað fleiri mörk](http://www.uefa.com/Competitions/UCL/Statistics/Players/TypeStat=GS/index.html).

    Garcia er að spila sitt fyrsta tímabil á Englandi. Laaaaangflestir leikmenn þurfa ákveðinn tíma til að aðlaga sig, en Luis Garcia hefur aðlagast boltanum fáránlega fljótt og er oft okkar besti maður.

    Ég er einfaldlega búinn að fá mig fullsaddan af þessari gagnrýni á Garcia. Maður hélt að hann fengi smá sjens eftir að hafa leikið meiddur gegn Everton, en það virðist vera svo sem að sumir ætli ekki að gefa honum tækifæri.

  5. Michael Essien er líka þarna, hann hefur skorað 5 mörk….bara svona til að leiðrétta þig aðeins Einar 😉

    En ég er sammála ykkur með Luis Garcia, það fer í taugarnar á mér hvað menn geta gagnrýnt hann endalaust. Hann reynir og reynir og gefur sig allan fyrir málstaðinn….meira en margir aðrir geta sagt.

    En þið sem viljið ekki Raul hef ég bara eina spurningu. Er þetta fyrsta tímabilið ykkar sem knattspyrnuáhugamenn?

  6. Nope, miðjumaður hjá Lyon. GH hafði mikin áhuga á honum á sínum tíma og nú er talað um hann sem hugsanlegan eftir mann Roy Keane. Hvað sem gerist í framtíðinni þá er það alveg á hreinu að þarna er alvöru leikmaður á ferð.

Fokk

Igor fer + miklar breytingar framundan…