Frábær grein um eigendurna

Það er lítið að frétta af Liverpool þessa vikuna. Sem er einmitt eins og það á að vera. Það skilja nefnilega allir alvöru Púllarar að þessi ákveðna vika í hverjum aprílmánuði er ekki rétti tíminn til að vera með slúður eða annars konar fréttir.

Allir, nema eigendurnir. Ég vísa hér með í frábæra grein Brian Reade hjá Mirror:

“Even the timing of this latest announcement shows how little they know or care about Liverpool. Who wants to be talking about banks and takeovers in a week when the only thoughts on fans’ minds are of the 96 they left behind at Hillsborough 21 years ago?”

Hann er að tala um fréttir af óstaðfestri samvinnu LFC og væntanlega formannsstöðu Martin Broughton í þeirra stað. Fréttir sem berast á dögunum fyrir Hillsborough-afmælið, af öllum dögum.

Ég mæli með að fólk lesi þessa grein. Það er vert að minna reglulega á stöðuna í eigendasápuóperunni hjá Liverpool, því þótt við séum öll fúl út í þjálfarann og leikmennina þessa dagana er það staðreynd sem ég efa að nokkur reyni að neita að forgangsatriði númer eitt, tvö og þrjú núna er að losna við þessa tvo eigendur frá klúbbnum sem allra fyrst.

Við munum fjalla um Hillsborough-afmælið þegar nær dregur helginni og svo leikur liðið gegn West Ham á næsta mánudag (engin verðlaun í boði fyrir að giska á hvers vegna sá leikur fer ekki fram á laugardeginum) en fram að því efa ég að það verði mikið af fréttum næstu dagana, þar sem flestir virða þessa viku og skilja hvers vegna hún er Liverpool-mönnum sérstök. Flestir, en ekki allir.

24 Comments

  1. Snilldar grein, maður er bara sammála hverju orði hjá kallinum. Burt með eigendurna núna!

  2. Mjög góð grein og líkingin við “Fatal Attraction” er all ekki svo galin.
    Ef það er eitthvað sem þarf að garast hjá þessum klúbbi er að losna við þessa tvo menn, fyrr er ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut í uppbyggingu. Hvort sem það er að losna við Benitez, selja Gerrard eða hvað það er sem menn vilja sjá gerast.
    Þetta verður að vera lykilatriði. Gallin er bara að þetta er það sem er erfiðast að eiga við þar sem þetta eru jú eigendur liðsins og þeir fara ekki fyrr en þeim sýnist.

  3. Flott grein, sem segir það sem hefur verið rætt hér af sumum. Félagið er í djúpum vanda og það er ljóst að allir starfsmenn þess þurfa að búa við þennan skugga.

    Ef við rifjum svo upp að síðustu ár Moores var sami skuggi yfir félaginu endurtek ég enn þá skoðun mína að ekkert mun breytast varanlega hjá LFC nema að veruleg breyting verði á eignarhaldi félagsins og möguleikar á alvöru leikmannakaupum verði raunverulegir.

    Annars eigum við í þessari baráttu um 4.sætið áfram og afar fáir, ef einhverjir, hæfileikaleikmenn og stjórar horfa á félagið sem raunhæfan kost.

  4. Sammála því að greinin er góð og Reade er góður penni (mæli mjög með 44 years with the same Bird). Kanarnir hafa svikið mjög margt af því sem þeir hafa lofað og traustið á þá er ekkert.

    Ég ætla nú samt ekki að missa mig yfir því að þeir séu að vinna í þessu og það komi fréttir af nýjum stjórnarformanni í sömu viku og 21 árs afmæli Hillsborough slysins! Hillsborough slysið var auðvitað harmleikur og 15.apríl er alveg ósnertanlegur hjá Liverpool og allt annað þann dag er óviðeigandi. En það á kannski ekki við um alla vikuna fyrir líka!

    Jákvæðar fréttir af því að Gillett og Hicks séu að minnka ítök sín í Liverpool eru mjög velkomnar svo vægt sé til orða tekið og ef einhver fótur er fyrir þessu, þá sé ég ekkert að tímasetningunni.

  5. Já þetta er flott grein sem Kiddi bendir á og vonandi stendur þetta allt heima. Ítreka þó við SStein ef hann las ekki alveg niður í þeirri grein:

    • So no dancing in the streets just yet, but at least if you are a Liverpool fan you can allow yourself the small hope that things will only get better from now on.
  6. Hugsa að ég splæsi í bjór ef greinin sem Kiddi bendir á er sönn. Þetta yrði frábær endir á annars ömurlegu tímabili.

  7. Var að lesa Dave Maddock greinina sem að Kiddi bendir á og mikið vona ég innilega að þetta sé rétt. Að þessir kjánar verði farnir í næstu viku jafnvel.

    But let me put it more simply for you. From the end of this week, the Yanks are out.
    Þetta kallar maður blautan draum

  8. Mikið væri það rosalega flott ef þetta er rétt hjá þessum Dave Maddock. En ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé eitthvað byrja að gerast.

  9. Sorry en ég hef bara aldrei heyrt um að það eigi að vera eitthvert þagnarbindindi í heila viku kringum þennan atburð…. jú, þessa er minnst á hverju ári en kommon, öllu má nú ofgera.

  10. Kannski ekki rétt að kalla þetta “þagnarbindindi” heldur er þetta bara óskrifuð regla og hefð sem hefur myndast í kringum þessa viku. Bæði klúbburinn og fjölmiðlar hafa laggst á eitt með að virða minningu þeirra sem létust með því að draga ekki viðskiptafréttir inn í umræðuna á þessum tíma heldur halda minninguni um þennan atburð á lífi.

  11. það er kannski ekki úr vegi að upplýsa fávísa um hvers vegna West Ham leikurinn er ekki á laugardeginum (hvað með sunnudaginn þá?), annað hvort er greinarhöfundurinn að vísa til að það sé athöfn í kringum harmleikinn, sem allir stuðningsmenn LFC eigi að vita af, eða þá að hann skilji ekkert í því hvers vegna leikurinn er á mánudegi þegar útileikur í Evrópukeppni er á fimmtudaginn… ég hallast að því fyrr nefnda…

  12. Við sýnum hluttekingu og syrgum Hillsborough á morgun. Í dag er hins vegar góður dagur enda á Ritchie Blackmore afmæli.

    Svili minn er Katalóni hringdi í mig áðan og tilkynnti að frágengið væri að Rafa tæki við Real Madrid í sumar. Ég skoðaði El Pais og það er bókstaflega allt vitlaust í Madrid í garð Pellegrini. Hann er a.m.k. á leiðinni út svo mikið er víst. Mín skoðun er sú að Benitez sé kulnaður í starfi hjá Liverpool og hann hafi ekki það sem klúbburinn þarf lengur.

    Í El Pais er einnig haldið fram að Torres fari til Barcelona í sumar. Það væri verra ef rétt reynist.

    Fjármál Liverpool virðast vera að leysast í bili hið minnsta. Helsti lánadrottininn, Barclays, virðist óttast að núverandi eigendur takist að eyðileggja félagið svo rækilega að það hrapi í verðgildi og ógni veði bankans. Lausnin er að stilla upp fléttu sem losar Liverpool við eigendur sína eða í það minnsta hlutleysir áhrif þeirra. Liverpool verður síðan selt þegar búið er að taka til eftir óstjórn þeirra Gillett og Hicks. Þetta er mjög líkleg niðurstaða og spennandi fyrir Liverpool í ljósi núverandi neyðarástands vegna peningaleysis og íþróttalegrar kreppu.

    Það sem s.s. eins og venjulega nóg að gerast bæði jákvætt og neikvætt.

    En á morgun kveiki ég á kerti og minnist með virðingu þeirra 96 félaga okkar sem létust 15. apríl 1989 í Sheffield.

  13. er það ekki rétt hjá mér að Rafa eigi einn “Mánudags sigur” síðan hann tók við Liverpool

  14. Er rétt að kalla þetta “afmæli”? Er ekki minningardagur réttara?

  15. Kiddi # 15 nei það er ekki rétt. Fjölmiðlar fóru að henda þessu í loftið fyrr í vetur fyrir einhvern mánudagsleikinn og þá var talið að Benitez ætti enn eftir að stjórna liðinu til sigurs á mánudegi. Staðreyndin var reyndar sú að Liverpool hafði þá unnið einhverja mánudagsleiki en allir þeirra höfðu komið yfir hátíðarnar.

  16. Annars sé ég ekki hvað Liverpool hefur unnið marga mánudagsleiki undir stjórn Benitez kemur þesari umræðu við

  17. Það rignir eldi og brennisteini og Liverpool kemst ekki í meistaradeildina.

  18. Mér finnst meira virði að rétta fjárhaginn en að missa af því að spila meistaradeildinni eitt tímabil.

  19. Ég tek nú undir með nr.13 og vildi gjarnan að Kristján Atli útskýrði afhverju leikurinn er ekki á laugar eða amk á sunnudag.

  20. Hehe … ástæðan fyrir því er einföld. Ég steinruglaðist á dagatalinu þegar ég skrifaði þessa færslu og var handviss um að fimmtándi apríl væri á laugardegi. 😉

  21. Vegna þess hve sérstakur dagur þetta er í huga okkar Liverpool-manna, Kemur þá ekki sérstök færsla í dag ?

    Mér fyndist það vel til fundið…

    Carl Berg

Liverpool 0 – Fulham 0

Í minningu 96-menninga.