Á morgun mætir Chelsea á Anfield og má segja að þetta geti orðið úrslitaleikurinn í deildinni en eins og staðan er þá eru það ekki við sem eigum möguleika á titlinum heldur Chelsea eða Man Utd. Sigrum við Chelsea þá þarf Man U eingöngu að klára sína leiki á meðan ef við töpum þá hefur Chelsea pálmann í höndunum. Mikil umræða er um þetta í netheimunum og m.a. hefur stjórinn hjá Man U sagt að þetta sé spurning um heiður Liverpool og hann treysti á stoltið okkar … sjáum til. En ég ætla ekki að fara meira út á þessari brautir né ræða ítarlega um gengi okkar í vetur (nóg er búið að gera það undanfarið á þessari síðu, í heitu pottunum og á Serrano).
Kíkjum fyrst á þá leikmenn sem við höfum klára í þennan leik og hvernig Rafa mun hugsanlega stilla liðinu upp:
Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger
Masherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Benayoun
Kuyt
Bekkur: Cavalieri, Babel, Pacheco, Degen, Lucas, Ayala, Ngog.
(hverjir verða nákvæmlega á bekknum, þ.e. Pacheco eða Degen eða einhver annar ungur skiptir í raun ekki máli.
Ég tel næsta víst að Johnson muni verða færður í hægri bakvarðarstöðuna og hugsanlega Agger notaður í vinstri bakvörðinn líkt og gegn Burnley um daginn. Þessi æfing með Johnson í vinstri bakverðinum gekk ekki eftir gegn Atletico. Maxi kemur klárlega inní liðið og spurning hvort Benayoun verði inni á kostnað Babel á kantinum eða hvort Kuyt fari jafnvel á kantinn og Babel uppá topp … who knows? Bottom line-ið er að öllu máli skiptir að liðið sé tilbúið í stríð því hvort Man U eigi möguleika á að vinna titilinn eða Chelsea kemur okkur ekki við! Við viljum ávallt vinna öll lið sama hver staðan er og ef það er álíka líklega að við náum 4 sætinu í deildinni og að peningarnir skili sér allir frá Tortola þá er ennþá möguleiki!
Chelsea vann Stoke í sínum síðasta leik aðeins 7-0 á meðan Liverpool spilaði gegn Atletico á fimmtudaginn og vann 2-1. Í deildinni unnum við Burnley 4-0 í solid leik. Ég minni á að Liverpool hefur ekki tapað gegn Chelsea á Anfield á heimavelli síðan 2005 og í deildinni höfum við ekki tapað í 5 leikjum í röð.
Heilt yfir hefur tímabilið verið vont og lítið sem breytir því úr þessu en sigur á morgun gerir mikið fyrir særða Liverpool-stuðningsmenn og þess vegna trúi ég ekki öðru að hver sá sem spilar þennan leik í rauða búningnum verði 110% klár í stríð. Chelsea mun mæta með sitt sterkasta lið og ekki gefa pund eftir. Þeir geta í rauninni tryggt sér titillinn með sigri og munu klárlega ekki hata það að ná að setja vinstri höndina á bikarinn á Anfield: ÞAÐ MÁ EKKI GERAST! Þótt úrslit leiksins geti hjálpað öðru liði.
Ég skal svo sem viðurkenna að það er ekki margt sem gefur mér ástæðu til bjartsýni en á móti þá hef ég alltaf í hverjum einasta leik trú á því að Liverpool geti unnið. Svo einfalt er það.
ÁFRAM LIVERPOOL.
“Ég minni á að Liverpool hefur ekki tapað gegn Anfield á heimavelli síðan 2005.”
Ég verð að viðurkenna að þetta er of djúp speki fyrir mig.
Höfum við einhvern tímann tapað gegn Anfield ?
Ég held að allir sannir stuðningsmenn vilji að við mætum eins og grenjandi ljón til leiks og reynum að vinna leikinn. Leikmenn Liverpool eiga alltaf að leggja sig 100% fram, eitthvað minna en það er óásættanlegt – alltaf.
Hins vegar er annað mál hvort menn missi svefn yfir því ef við skyldum tapa. Held að það hafi lítið upp á sig að spá of mikið í það fyrirfram.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/05/01/john-aldridge-i-d-have-to-kop-it-against-chelsea-100252-26353271/
Skemmtileg seinasta setningin í þessari greina frá John Aldridge.
Gulli og Davíð (#1 og #2) – ég er búinn að laga þessa innsláttarvillu hjá Agga.
Annars, góð upphitun og ég tek heilshugar undir þér með það að Liverpool á ekki að leyfa Chelsea að vinna eitt eða neitt á Anfield, bara til að skaprauna Man U. Svoleiðis hugsa bara litlir klúbbar og skítalið. Það yrði miklu neyðarlegra fyrir Liverpool að tapa viljandi en að sjá Man U vinna 19. titilinn. Þannig að gasið verður stigið í botn á morgun og okkar menn reyna allt til að sigra.
Hvort það nægir eða ekki er þó annað mál. Okkar menn eru örugglega dauðþreyttir eftir framlengingu á fimmtudag og með móralinn í sögulegu lágmarki, og því er ég hræddur um að Chelsea muni bara samt vinna þennan leik.
En þetta verður allavega fróðlegt. Áfram Liverpool!
Koma svo Liverpool, berjast berjast berjast!!!!
… en tapa samt 🙂
Chelsea hafa skorað 93 mörk á tímabilinu.
Liverpool hefur skorað 61 mark.
Þessi markamunur dugar auðvitað Chelsea ekki til sigurs gegn okkur, hvað þá á Anfield, en þessar tölur eru sannarlega ekki til að bústa hjá manni bjartsýnina 🙁
Krefst þess að lykilmenn verði hvíldir fyrir erfiðan útileik gegn Hull í seinustu umferð. Eigum ekki séns á 4 sæti, það þarf bara of mikið að fara okkur í vil. Tölfræðilega líklegt, en það eru líka tölfræðilegar líkur á því að geimskip lendi á Anfield á morgun.
Af tvennu illu er það 5 þúsund milljón sinnum verra að Scums lyfti titlinum og taki fram úr LFC sem sigursælasta liðið í Enska boltanum, en að Terry lyfti honum um næstu helgi. 20-0 tap á heimavelli fyrir Chelsea væri betra en að Rauðnefur tæki þennan heiður.
Sælir félagar
Góð upphitun hjá MA. oG ég er honum algjörlega sammála um að við eigum að leggja allt í að vinna þennan leik. Annað er LFC ekki samboðið, hvorki hvað heiður leikmanna varðar, heiður klúbbsins né heiður stuðningsmanna. Hvað sem Rauðnefur og co gera þá eigum við að leggja allt kapp á að vinna þá bláu þó ekki sé nema heiðursins vegna. Og auðvitað berjumst við til síðasta blóðdropa um 4. sætið hvað sem öllum líkum líður.
Það er nú þannig.
YNWA
Ég er hræddur um að við verðum rassskelltir á morgun! Alrei gott 🙁
Ef að Manure verur meistari þá eru meiri líkur að rauðnefur fari nú að hætta.
Verðum að vinna þennan leik og alla leiki. Vil sjá Babel framm. TÖKUM ÞETTA.i
Jæja, þá er þetta 4.sæti endanlega farið (voru ekki allir búnir að afskrifa það hvort sem er?). Man City og Spurs með sigra og það lítur allt út fyrir hreinan úrslitaleik á milli þeirra á miðvikudag.
En það breytir því ekki að Liverpool fer í leikinn á morgun til að vinna. Það á ekkert annað að koma til greina. Verði einhverjir leikmenn uppvísir að því að leggja sig ekki fram þá á umsvifalaust að selja þá. Sem reyndar þýðir allsherjar hreinsun miðað við frammistöðuna í vetur 🙂
Ég myndi segja að það væru svona 50/50 líkur á fjórða sætinu.
Liverpool vinnur náttúrulega pottþétt báða sína leiki.
Tottenham og Man. City gera síðan pottþétt jafntefli og tapa líka örugglega í síðustu umferðinni á móti Burnley og West Ham.
Er það ekki?
Hvaða væl er þetta…. eftir leikina í dag, þá er þetta dökt en ekkert ómögulegt…. Við vinnum Chelsse og Hull samfærandi (2-0 Báða). Það þýðir 68 stig og markatöluna 65-33 = +32……… Totenham og Citty gera jafntefli, og Westham vinnur Citty. það þýðir 67 stig fyrir City…
Totenham tapar síðan leiknum gegn Burnley og endar þá með 68 stig, (eru núna með 63-37= +26) þá erum við með betri markatölu… ….. … svo Aston villa…. má vinna Blakburn og enda með 67 stig….. … þetta er bara alt að koma….
svo berst að Man Udt geri jafntefli í öðrum hvorum leiknum sem eftir er…. og þá vinnur chellse á markatölu 🙂
Fyrir mér er þessi leikur á morgun svk. win-win situation. auðvitað vil ég sjá mína menn flengja rússnesku hásetana í chelsea, en á móti kemur að tap myndi eflaust vera “ásættanlegasta” tapið í vetur. ef svo má að orði komast… allavega þá á ég pottþétt eftir að ganga glaður frá leiknum, sama hvernig honum líkur. enda jákvæðasta gerpið í bransanum.
áfram liverpool.
Sorgleg ummæli frá “LAS” (#8). Minnimáttarkenndin alveg að drepa marga, össs. Þegar þú ert hjá alvöru klúbbi þá ferðu í alla leiki til að vinna þá. Þú spáir í þinni eigin frammistöðu og reynir ekki að beina öðrum liðum að titlinum. Ef að Man Utd vinnur titilinn er það af því þeir spiluðu best allra á tímabilinu og ef þeir vinna hann ekki er það af því annað liðið spilaði betur. Mjög einfalt. Ekki þennan biturleika. Ég vil sjá Liverpool sigur á morgun. Mín spá er hinsvegar jafntefli.
Svo er alltaf gaman að sjá þegar menn stökkva til og byrja hraunið þegar menn slá óvart inn rangt orð. (ummæli 1 og 2)
Rólegur Austantjaldsmaður. Það hlýtur nú að vera í lagi að slá á létta strengi endrum og eins, augljóslega ekkert illt meint með þessu.
@17
ég viðurkenni það fúslega að þessi ummæli eru skrifuð af mikilli minnimáttarkennd gagnvart Macdonlads U. og Chelskí. Þessi lið eru bara betri en LFC í dag. Þetta verður þess vegna bara merkilegra og meira spennandi sumar í leikmannamálum. Verður gaman að sjá hvað gert verður úr þessum 15 millum sem félagið setur í leikmannakaup.. ef það verður það mikið.
Hvernig sem leikurinn fer á morgun á Chelskí skilið að vinna þessa deild að mínu mati. Rök: spiluðu sókndjarfasta og skemmtilegasta boltann yfir tímabilið í heild.
Mér er svo skítasama hvaða lið verður meistari, ég vill bara sjá mitt lið spila góðan, árangursríkan og skemmtilegan fótbolta. Því miður hefur það ekki verið að gerast á þessu tímabili og það yrði gott að klára síðustu leikina með sigri.
Ef að Man Utd vinna titilinn og fara framúr okkur á þessum blessaða titlafjölda þá bara so be it! Þeir eru vel að því komnir og eru búnir að vera langbesta liðið síðan EPL var sett á laggirnar. Við aftur á móti erum búnir að vera með skítinn uppað eyrum flest öll tímabilin og höfum í raun aldrei verið með í titilbaráttunni, fyrir utan kannski í fyrra.
Ef tap fyrir chelsea getur forðað okkur frá Europa league og forðað okkur frá enn einum manutd titli, þá er það það sem ég vill sjá á morgun.
Hvernig er það, er það ekki örugglega þannig að sigri Fulham Europa league, þá fá þeir beint sæti þar og aðeins liðin í 5 og 6 sæti fylgja þeim?
ég held að ég verði að vera samála Ískai #20… hverjum er ekki sama… ég á mest pirandi man udt aðdáendur í ættin, en ég vill sjá okkur í 4 eða 5 sæti og ekkert múrðu..
Ferlega undarleg stemning í manni fyrir þennan leik. Auðvitað vil ég vinna, að sjálfsögðu. Rafa og piltarnir hans líka. Ekki gleyma að CL-sætið er ekki farið (ennþá). Auðvitað eru allir fókuseraðir á að LFC vinni sem flesta leiki
Svo er það hin hliðinn á teningnum……
Síðan ég man eftir mér hefur Rígurinn milli utd. og LFC verið órjúfanlegur þáttur tilverunar. Reyndar er þessi rígur eitt af því skemmtilegasta við mína fótboltatilveru. Ég er því miður slík smásál að fátt gleður mig jafn mikið og ófarir hjá þessum erkióvini okkar. Ég veit líka að allir sem hér lesa og skrifa hafa fengið háðsglósur, youtube klippur og allan þann óþverra sem utd. menn hafa fundið á þessu hörmungartímabili….
Hvað sem hver segir; þá yrði það ólýsanlega beiskur kaleikur að drekka úr, ef sigur á morgun færir utd. sinn 19 titil. Þannig er einfaldlega lífið….
Að leiknum sjálfum…
Ég er sammála Magnúsi agnari með byrjunarliðið, nema að ég held að varnarlínan verði óbreytt frá síðasta leik. Ég held að þetta hafi ekki verið nein tilraunarstarfsemi í síðasta leik, Rafa bara treystir ekki Soto lengur, væntanlega eftir markið hans Forlan í Madrid. Svo er það bara staðreynd að Liverpool er bæði þreytt og á allan hátt laskað. Gegn úthvíldu og banhungruðu Chelsea verður þetta ofboðslega erfitt.
jæjæ nóg að sinni
Áfram Liverpool ALLTAF!!!!
p.s.
Svo mæli ég með að sem flestir komi saman í kringum 4 leytið á morgun og verði trylltir Sunderland menn í eins og 2 tíma 🙂
Ég styð það heilshugar ef ritstjórn vill minnka skítkast á síðunni. mjög gott mál.
En er þetta ekki aðeins over the top? 😀
verð alveg fullkomnlega sáttur við tap, Liverpool er ekki að fara ná þessu 4 sæti það er bara svoleiðis. ÞVÍ MIÐUR!
Þetta tímabil má bara fara að klárast, sumarið framundan með nýjum eigendum og nýju fjármagni sem skilar sér í nýjum leikmönnum. Spurningunni með Rafa verður svarað og það er hægt að hreinsa aðeins til. Flestir af leikmönnum komast á HM og ná að hrista af sér svekkelsi vetrarins.
Vissulega verður næsti vetur erfiður með engum CL kvöldum en það er engin heimsendir og menn geta og eiga að líta jákvætt á það eins fáránlegt og það hljómar. Setjum alla krafta í ensku deildina og tökum þessa helvítis dollu 2011!
YNWA
Erum við núna orðnir lítill klúbbur með engan metnað?
Auðvitað fara menn út í leikinn til þess að vinna, annað en aumingjaskapur.
Mér finnst það mjög sjálfsagt að Leikmaður sem klæðir sig í LIVERPOOL treyju leggi sig 110 % fram(ekki 100 %). Það er skrýtinn þjálfari sem segir liði sínu að spila í 90 mín og tapa helst. Síðan kemur annar leikur, hvað á sá þjálfari að segja við leikmenn sína, uuu getið þið bætt þessum X %% sem þið máttuð ekki nota( Hr kátur eða kannski Snati, ég get ekki séð þennan Hollending spila með hangandi haus og ekki reyna leggja sig fram) (Staðreynt Hr Ben kann ekki á Enskudeildina en hefur gott takk á sprett hlaupum, já já en hann kann betur á útsláttarkeppnir)
ps Var víst á þessum leik 2005, en djö var gaman á park fyrir leik 🙂 og víst var gaman mikið seinna eftir leik
Allt tal um að mæta í þennan leik með hálfum hug er fáránlegt. Get ekki ímyndað mér að Liverpool vilji vera þekkt fyrir það. Auðvitað mæta menn í þennan leik til að vinna, annað er skandall. Hins vegar hefur maður kannski ekki of mikla trú á því að við tökum þetta. Það verður gott þegar þessu hörmungartímabili líkur og hægt verður að fara að hugsa um næstu skref.
Ég á við það vandamál að stríða að vera alltaf ofurjákvæður fyrir leiki og uppskorið oft á tíðum nett þunglyndiskast eftir leiki þetta sísonið… 🙂 en nú í fyrsta sinn er ég einstaklega rólegur yfir þessum leik… jú liðið var að falla úr Europa league og sjálstraustið er ekki nema svona 70% plús það að “#$”# leikurinn á móti Atl fór í farmleingingu og var einungis 3 sólahringum fyrir chelsea leikinn.. þótt liðið eigi að höndla þetta þá setur þetta svo sannarlega stórt strik í reikninginn…!!! í fyrsta sinn í vetur er ég ekkert allt of bjartsýnn á að fagna sigri á eftir .. en ef það gerist mun ég fagna like mofo;) en svo á aðra höndina ef það myndi gerast að LFC myndi tapa ellefta leikum þetta tímabilið þá verð ég svossem ekkert eins sáttur og að vinna hann en svektur yrði ég ekki!!!!
tökum þetta 3-2 á einhvern ótrúlegan hátt 😉 Agger gerrar og AQ man 😉
jæja strákar eruði búnir að sjá búningana sem okkar menn munu klæðast í dag?
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/the-kit-we-ll-wear-today
Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær heimurinn þarf að læra kínversku.
Þetta er fyrr en mig grunaði.
Það er skylda Liverpool að vinna þennan leik. Þó svo að ekkert gott hljótist af því.
´nuff said.