Ágætis viðtal í Echo við Scott Carson, þar sem hann [talar um](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15375228%26method=full%26siteid=50061%26headline=slip%2dwill%2dnot%2ddiminish%2dkeeper%2dcarson%2ds%2dconfidence-name_page.html) leikinn á móti Juventus.
Ég er hreinlega á báðum áttum um það hvort ég vill sjá Carson eða Dudek í seinni leiknum í næstu viku. Dudek er miklu, miklu reyndari og einnig vanari að vinna með Carragher og félögum og hefur vinninginn þannig, á hinn bóginn er Carson búinn að spila ótrúlega vel og aðeins fá á sig eitt mark í síðustu tveimur leikjum – sem hafa báðir verið leiknir undir mikilli pressu – og því ætti með réttu að leyfa honum að spila áfram og byggja sig upp, öðlast reynslu.
Á endanum held ég samt að reynslan hafi vinninginn á miðvikudaginn n.k., tel að Rafa muni setja Dudek inn … og ég myndi sennilega gera það líka.
Hins vegar tel ég að Carson ætti að fá að spila á laugardag, hvort sem að Dudek er orðinn heill eða ekki. Gefa Dudek allan þann tíma sem hann þarf svo hann sé orðinn fyllilega heill gegn Juventus og um leið gefa Carson annan leik til að öðlast reynslu og fá jafnvel að halda hreinu aftur.
Einnig – hafið þið tekið eftir því að við erum farnir að halda hreinu í leikjum núna eftir að Pellegrino er kominn í liðið? Eitt mark úr aukaspyrnu gegn Newcastle, ekkert gegn Blackburn, eitt mark einum færri gegn Everton og svo ekkert gegn Bolton? Er þetta tilviljun eða?
Umhugsunarefni fyrir helgina…