Jæja, liðið er komið og ég er nokkuð sáttur við þetta. Carson er áfram í markinu og Le Tallec heldur sæti sínu í framlínunni en spilar núna með Fernando, þar sem Milan er í banni.
Benitez kýs svo áfram að velja Pellegrino fram fyrir Hyypia.
Carson
Finnan – Carragher – Pellegrino – Warnock
Garcia – Gerrard – Biscan – Riise
Le Tallec
Morientes
Bekkur: Dudek, Hyypia, Smicer, Traore, Welsh
Líst vel á þetta! Best að drífa sig á Ölver 🙂
Áfram Liverpool!
Skil ekkert í honum að velja Pelle fram yfir Hyypia.
Mjög rökrétt að velja Pelle fram yfir Hyypia. Báðir í eldri kantinum og ættu því að vera ferskir eftir viku hvíld!
YNWA
Hræðilega leiðinlegur leikur og alveg týpískt fyrir okkur að tapa þessum leik. Við getum unnið þessa svokölluðu “stórleiki” eins og gegn Everton og Bolton sem eru liðin nálægt okkur. Aftur á móti telja þessir leikir alveg jafn mikið og þeir eru orðnir ansi margir þessir ömurlegur deildarleikir okkar þessa leiktíðina.
Leikur City þurfti ekki að koma okkur á óvart, þeir berjast eins og ljón í stíl við spilamennsku stjórans Pearce. Sannkallað gæfuspor fyrir City að hafa losað sig við Keegan sem hefur ekki gert merkilega hluti sem knattspyrnustjóri.
ég vil ekki sjá riise nálægt vörninni okkar
hann á flest mistök sem leiða til þess að við fáum
mörk á okkur 😡