Okkar ástkæri fyrirliði er meðal þeirra 6 leikmanna, sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þar í fínum félagsskap:
Petr Cech, Chelsea
Steven Gerrard, Liverpool
Thierry Henry, Arsenal
Andrew Johnson, C Palace
Frank Lampard, Chelsea
John Terry, Chelsea
Það eru náttúrulega frábært fyrir Gerrard að fá viðurkenningu á því frábæra tímabili, sem hann er að spila fyrir okkur. Alveg einsog með Owen áður fyrr, þá erum við byrjuð að taka Gerrard sem sjálfsagðan hlut og búumst nánast við því að hann sé stórkostlegur í hverjum einasta leik í stað þess að stoppa aðeins og njóta þess að við erum með einn besta miðjumann í heimi í liðinu okkar.
Á listanum eru þrír Chelsea menn. Að mínu mati eiga Lampard og Terry fyllilega skilið að vera þarna, en ég veit ekki með Chech. Hann er góður markvörður, en hann hefur hins vegar einfaldlega verið fáránlega vel varinn í allan vetur af þessari mögnuðu Chelsea vörn. Ef ég hefði átt að velja einhvern í Chelsea liðinu auk Terry og Lampard hefði ég frekar valið Robben, Duff eða Eið Smára.
Thierry Henry er þarna auðvitað og á hann það fyllilega skilið, en ég veit ekki alveg með Andy Johnson. Hann hefur jú skorað nóg af mörkum en ég hef ekki séð hann spila nægilega mikið til þess að dæma hann. Það er sérstaklega ánægjulegt að enginn Man U maður kemst á listann. Man U eiga hins vegar tvo menn á listanum yfir efnilegustu leikmennina. Þeir sem eru tilnefndir þar eru:
Wayne Rooney
Shaun Wright-Phillips
Stewart Downing
Arjen Robben
Cristiano Ronaldo
Jermain Defoe
Ágætis val. En þegar maður skoðar aldur leikmanna, þá kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Til dæmis, þá er Shaun Wright-Phillips 23 ára gamall.
Viljiði vita hver er líka 23 ára gamall?
Þessi [hér](http://www.kop.is/gamalt/2005/03/07/00.05.07/).
Gerrard meðal 5 bestu og þú telur upp sex leikmenn? :laugh: Samt tel ég að “Pétur Tékki” eigi fyllilega skilið að fá að vera í þessum hópi ásamt vinum sínum tveimur úr Chelsea liðinu. Chelsea átti fyllilega skilið að vera með Lampard og Terry í þessum hóp og eins og “Pétur Tékki” hefur spilað í vetur geturðu ekki, EINAR ÖRN, sagt að markvarðsla hans í vetur sé vörninni að þakka! Ekki er það vörninni að þakka að hann breytist í flugdreka og verji ótrúlegustu skot þegar venjulegur markvörður grenjar út við stöng eftir að boltinn syngur sigursöngva í netmöskvunum! Ónei! Ég ætla að segja að röðin verði eftirfarandi:
1. Lampard
2. Terry
3. Pétur Tékki
(hinir geta bitið í bumbuna á sér!)
En GUÐ hvað ég er sáttur við að lenda á móti Tjelsí í undanúrslitum “stóru dollunnar”!!! Þetta er AKKÚRAT það sem ég óskaði eftir eftir að Steven Gerrard lét út úr sér þá ósk sína að lenda á móti Tjelsí einhvern tímann á leiðinni að “stóru dollunni”. Núna fær hann sénsinn á að skransa duglega í fjósi Tjelsí-manna og afsanna það að hann sé glory hunter sem fer til liðs sem kaupir sér árangur með meiri áfergju en önnur lið. Ef það er metnaður þá er ég í netabol, bómullarbrók og með trukkagleraugu nákvæmlega núna!
Verð að segja að Carragher á meira skilið að vera tilnefndur en Gerrard þetta tímabil. Hann er búinn að vera okkar besti leikmaður á tímabilinu bar none !!!
Sammála síðasta………….
Carra á að vera þarna engin spurning
Eiki Fr…það er náttúrulega bara skandall ef að Henry verður ekki meðal þriggja efstu… á jafnvel skilið að vinna þetta. Er búinn að vera langbestur í Arsenal í ár, og er bæði markahæstur í deildinni og með flestar stoðsendingar (25 mörk, 15 stoðsendingar).
Annars hefði nú einhver Everton maður mátt vera á listanum. Tim Cahill ætti meira skilið að vera á þessum lista en Jamie Carragher. Hefði mátt sleppa Cech og sett annaðhvort einhvern Everton mann (Gravesen hefði verið ef hann hefði ekki farið) eða þá Ryan Giggs, sem kom Man Utd á þetta winning run sem þeir voru á lengi vel.
Annars er nokkuð ljóst að Terry tekur þetta.
>Tim Cahill ætti meira skilið að vera á þessum lista en Jamie Carragher
Plííííís, segðu mér að þú sért annaðhvort blindur eða blindfullur 🙂
Robben er ekki búinn að eiga ÞAÐ marga góða leiki á tímabilinu, við erum að tala um svona 10 leiki í allt.. Frekar gróft að útnefna hann leikmann ársins, meira að segja líka fullgróft að útnefna hann besta unga leikmanninn finnst mér.
Að sama skapi finnst mér stórfurðulegt að sjá Andy Johnson þarna, hann er með hvað… 9 mörk úr opnu spili á tímabili þar sem hann hefur byrjað nánast alla leiki.. :confused:
Ég tel Carra best mann LFC þetta tímabil og okkar mesta lukkutröll. Sjáið bara arangur hans í meistaradeildinni og vinnu hans fyrir liðið á tímabilinu. Ekki einn slakur leikur hjá honum. Carra er minn maður í vetur. 🙂
Sammála!
Jamie Carragher er búinn að vera okkar jafnbesti maður á þessu tímabili, engin spurning! Það er bara því miður fyrir varnarmenn að síður sé tekið eftir þeirra vinnu.