Benitez til Inter?

Forseti Evrópumeistara Inter Milan hefur staðfest að Rafael Benitez sé takmark númer eitt hjá þeim til að taka við af Jose Mourinho.

Fyrir Rafa þá er það nú sennilega ekki það mest spennandi í heimi að taka við af Mourinho, því það er nánast ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hann á að gera betur en Portúgalinn. Mourinho hefur unnið ítalska titilinn tvö ár í röð og vann auk þess þrennuna með Inter á síðasta tímabili. Varla er hægt að gera betur.

En hjá Inter er Rafa að taka við Evrópumeisturunum og því liði, sem hefur haft hvað mestan pening til að eyða á Ítalíu síðustu ár. Hann er því kominn í þægilegri stöðu en hann var í hjá Liverpool síðustu mánuði.

Ég er á því að Rafa sé frábær þjálfari og ég held að honum geti alveg gengið vel hjá Inter. Ég er þó líka að hluta til sáttur við það að Rafa hafi verið kominn á endastöð með þetta Liverpool lið. Það að hann muni ná góðum árangri með Inter þýðir ekki endilega að hann hefði náð þeim sama árangri með Liverpool.

11 Comments

  1. Sammála hverju orði hjá Einari Erni, en ég er líka kominn með smá fiðring í magann útaf því hver tekur við okkar ástkæra liði….. bara ekki Mark Hughes

  2. Eg á tvö lið sem ég get sagt að ég haldi með í evrópu.
    1) Liverpool.
    2) Inter.
    Þó Liverpool risti mikklu dýpra hjá mér þá hef ég einnig sterkar tilfinningar til Inter, hef ferðast yfir hafið til að sjá þá í derby leik á móti milan, o.s.f.v.

    Ég verð að segja að ég vildi LOSNA VIÐ Benites frá Liverpool.
    En það ótrúlega er að ég er sáttur við að hann sé að koma til Inter, tel reyndar að hann sé besti þjálfarinn sem í boði er fyrir Inter.

    Að sama skapi var ég mjög ánægður með Mourinho hjá Inter (eðlilega),
    En langaði ekkert sérstaklega að fá hann til Liverpool.

    Er þetta heilbrigt? 🙂

    Hversu fáránlegt er það nú.

  3. Er ekki frekar furðulegt að við Liverpool getum ekki notað Benitez en þrefaldir meistarar síðasta árs eru að gera allt sem í sínu valdi geta til að landa honum? Við erum að tala um að BESTA félagslið Evrópu síðasta árs er að stökkva á stjórann sem við gátum ekki notað.

  4. Það væri nú eftir öllu að Benitez og Mourinho yrðu kviðmágar 🙂

  5. 4 EFE: Ætli það sé ekki jafn erfitt að útskýra það fyrir þér og að útskýra fyrir verkamanni sem alltaf kýs sjálfstæðisflokkinn að hann sé hálfviti.

  6. 4: Thetta er ekki spurning um ad vid gatum ekki notad Rafa, i heildina tha stod hann sig ekki. Ekki dolla i husi sidan 2006 segir allt sem segja tharf. En eg oska honum velfarnadar og thakka honum margar godar minningar og margt gott.

  7. Mig langar að spyrja hvort þeir sem vildu Benitez burt séu alvöru aðdáendur Liverpool?

  8. Hvort sem menn eru sammála eða ekki þá er þetta nokkuð skemmtilega orðað hjá hinum orðheppna Gerry á Kopblog

    “I was very sad to hear the news yesterday and I am gutted that Rafa Benitez is no longer our manager. Some people say football is like a religion and it’s easy to see why. Take Rafa for example, he arrived as a saviour, performed a few miracles, was betrayed from within and then was crucified alongside two thieves!”

    http://www.thisisanfield.com/kopblog/2010/06/thanks-rafa-ynwa/

  9. Zero vertu nú ekki svona barnalegur maður. Eru menn ekki alvöru stuðningsmenn þó þeir hafi viljað Rafa í burtu?
    Í alvörunni, svo gefa menn þér thumbs up fyrir lágkúrulegt komment.

    Eru menn í alvörunni svona illa haldnir að þeir líta á okkur sem ekki vildum Rafa áfram sem einhverja tækifærissinna eða falska stuðningsmenn?

    Ég styð Liverpool fram í rauðan og hef gert í 30 ár og séð stjóra koma og fara og það er eðlilegur hluti af knattspyrnunni. Liverpool er hinsvegar alltaf til staðar og það skiptir mig máli, ekki einhver stjóri sem var kominn á endastöð með liðið. Rafa gerði vel í byrjun og ber að þakka honum það og held ég að allir geri það en fyrir mína parta þá var algjört andleysi í liðinu og viðbrögð leikmanna í leik Birmingham í vetur segir meira en mörg orð.

    Hvað er næst hjá þér Zero? Við sem vildum Rafa burt styðjum kanana?
    Nei veistu, ég held ekki enda held ég að það sé einróma hjá stuðningsmönnum að við verðum að fá nýja eigendur.

Smá breytingar á síðunni

Eriksson?