Opinn þráður

Tveir dagar í HM. Virðis vera búið að þrengja hringinn niður í Dalglish og Hodgson. Rafa farinn til Inter og tekur þjálfarana með sér. Íslenskir dómarar ofsækja FH-liðið. 😉

Orðið er ykkar.

26 Comments

  1. Varðandi HM þá vonast ég til þess að Spánn hampi titlinum, Torres er kominn af stað og með Villa frammi líka verða Spánverjar erfiðir hvaða liði sem er.

    Áfram Spánn!

  2. Þessar ofsóknir gagnvart FH-ingunum ná náttúrlega ekki nokkurri átt!

  3. Hef ekki náð að fylgjast almennilega með fréttum síðustu daga. Hvaða hluta af þjálfarateyminu tekur Benites með sér eða tekur hann alla? Gæti einhver útskýrt þetta betur.

  4. Það hefur löngum verið opinber ritstjórnarstefna þessarar síðu að halda með Hollandi. Það mun halda áfram.

    Svo held ég til vara með Argentínu og Mexíkó – og pínu Spáni útaf Torres og Pepe

  5. Skammt stórra högga á milli – í gær var King Kenny að hætta hjá félaginu í dag líklegastur til að taka við sem væri kannski hið besta mál.
    Að sjáfsögðu tekur Benitez með sé þjálfarana – mjög eðlilegt vonandi gengur sem allra best hjá kallinum þar.
    Það er BRASILÍA á HM en auðvitað kom smá fílingur með Englandi þegar alvörumaður tók við fyrirliðabandinu.
    Þeir sem sáu leik Vals og FH í fyrstu umferðinni eru varla á því að “besti” dómari landsins KRistinn Jakobsson ofsæki FH

  6. skv. the mirror verður fyrsta verk Benitez sem stjóra Inter að bjóða í Kuyt og Mascherano 33 milljónir punda…. finnst það heldur lítið fyrir þá félaga, held að það sé raunhæft að fá ca 30 milljónir punda fyrir Masch og Kuyt er uppáhaldsleikmaður Benitez þ.a. að hann hlýtur að vera til í að borga góða summu fyrir hann… mundi vilja fá á bilinu ca. 40-50 milljónir punda fyrir þá samanlagt

  7. haha ekki mikið hissa á því að Benitez vilji fá Kuyt.

    En annars held ég bara með fótboltanum á HM, vonast bara til að sjá mikið af skemmtilegum leikjum.

  8. Það er náttúrulega fráleitt að dómarar séu að ofsækja FH-inga. Í síðasta leik var dæmt mark af Fylki og yfirsást dómaranum augljóst víti sem Fylkir átti að fá!

    Þetta “vítisvæl” FH-inga er að verða jafn þreytt og G&H.

  9. hvað lið vinnur HM er Brazil eða Spánn en það sem væri alger draumur er að Argentina vinni HM eða Serbía

  10. Jæja fyrst að Ballack er orðinn laus undan samning hjá Chelsea þá vona ég að móri nái í hann þannig að hann láti Gerrard í friði.

  11. Held að það sé best að hunda allt sem Tengist LFC fram yfir HM. Er orðinn alblóðugur í framan eftir að hafa lamið hausnum svo oft í vegg af bræði! Þetta getur ekki verið hollt fyrir heilsuna hvað þá geðheilsuna 🙂

  12. Ef kóngurinn tekur við liðinu þá held ég að Gerrard verði áfram hann ber mikla virðingu fyrir honum,annars held ég að hann fari því miður.

  13. Biggi#9..
    Það er talað um að þessir fylgji Benitez :Mauricio Pellegrino, Xavi Valero og Paco De Miguel

  14. Ekki var þetta þjálfara teymi ad gera góða hlut hvort sem er. Hreinsa almennilega til bara.

  15. Held með Þjóðverjum eins og ávalt.

    Spái England vs Þýskaland í úrslitum.
    Brasilía verða stærstu vonbrigðin og já vonandi gengur allt á afturfótunum hjá spánverjum.
    Þó ég dýrki Torres og Reina þá finnst mér spænska landsliðið óþolandi rétt eins og deildin þar enda stútfull af einhverjum moldarfræðingum sem hafa meiri áhuga á að troða andlitinu í grasið en að spila knattspyrnu. 🙂

  16. Það er náttúrulega ekki hægt að ætlast til þess að dómarar taki fimleikafélag alvarlega þegar spilaður er fótbolti.

  17. Held að Spánn fari langt á Hm og vona bara að við fáum að sjá mörg flott mörk og flottan bolta.
    Annars eftir sem ég hugsa meira og meira um stjórann þá er ég farinn að vona að Kenny taki við,búinn að vera lesa um hvað þeir sem standa honum næst og hafa hitt hann síðustu daga hafa sagt um hversu heitt kallinn vill snúa aftur og án þess að skíta eitthvað yfir Hodgson kallinn hefur Kenny bara respectið sem þarf á þessum tíma hjá klúbbnum.
    Do the right thing for once Purslow

  18. Benitez er greinilega kominn með Scouser hjarta.
    Mætti og gaf 96 þúsund pund vegna Hillsborough.
    Sé eftir kallinum en þessir eigendabjánar gætu látið sig hverfa.

King Kenny að hætta & Hicks að skemma fyrir

Niðurstöður úr könnun: Við viljum Hiddink