Opinn þráður – HM dagur 4

Það er opinber stefna okkar sem rekum þessa síðu að allir sem að henni koma verði að halda með Hollandi á stóru mótunum. Þeir eru bestastir.

Dagurinn byrjar á leik Hollendinga og Dana og lýkur á því að meistarar Ítala hefja titilvörnina. Good times.

48 Comments

  1. Ítalir tapa á móti Paraguay 2-1. Þeir munu komast yfir en ég held að það sé nægileg gæði í Paraguayska liðinu til að brjóta á bak aftur vörn Ítalanna.

  2. Mikið voru nú Hollendingarnir ósannfærandi, en vel gert hjá Dirk í markinu, gríðarlegt harðfylgi hjá kappanum. Annars er það opinber stefna mín að styðja Þýskaland og stöðugleikann sem þeim fylgir. Mikil unun að horfa á þá í gær….

  3. Sælir félagar.

    Þessi hollandsfasismi gengur ekki og feginn er ég að falla ekki undir þessa skilgreiningu. Brasilía, Spann, england eru mín lið í HM. Hefi aldrei haldið með Hollandi og mun aldrei gera. Leikur þeirra í dag var ömurlegur og það eina sem var lélegra en þeir var danska liðið 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Þessi síða hefur bara einn smá galla og það er að styðja Liverpool. Að öðru leyti er þetta afbragð annarra fótboltasíðna, og því liggur beint við að hún styðji Holland.

  5. Hollendingar hafa lengi verið í fremstu röð og hafa “framleitt” fleiri snillinga í boltanum en aðrar þjóðir. Fjöldi afburða leikmanna sem hafa verið bestir í stærstu félagsliðum heims. Fyrstir með total boltann, skipulagðir og tæknilega góðir. Meira að segja Brasilíumenn liggja í vörn á móti þeim. Hinsvegar mega þeir klára dæmið oftar.

  6. Flottur sigur hjá Hollendingum í morgun, og óvæntur (en drepleiðinlegur) sigur Japana á Kamerún í dag.

    Já, og Yossi er farinn til Chelsea. Hver er að taka þessar ákvarðanir hjá okkur? Er ekki vit í að ráða nýjan stjóra áður en menn skrifa undir svona díla? Hvað ef nýr stjóri vill halda þessum eða hinum sem búið er að selja?

    Eða var kannski bara verið að losa sig við Rafa svo að það gæti enginn sagt nei við leikmannasölum upp í skuldir…? Fyrst Yossi, svo væntanlega Javier, ætli við sjáum þessa peninga setta beint í leikmannakaup? Stórefa’ða.

  7. Yossi til Chelsea, Masch og Kuyt til Inter, Gerrard til Real og Torres til Barca… hvernig verður næsta tímabil… og já… Hodgson í brúnni.. jesús kristur…

  8. Jón H., Inter eru víst að fá Milos Krasic frá Moskvu og hann er mjög álíkur leikmaður og Kuyt þannig að ég held við getum andað léttar með það. Kuyt fer ekki fet.

    Hitt gæti allt hins vegar orðið að veruleika. Ef við spekúlerum aðeins og segjum að Benayoun, Riera, Mascherano, Gerrard og Torres yfirgefi félagið allir, þá verð ég að viðurkenna að það verður varla hægt að biðja um mikið meira en bara 7. sætið aftur á næstu leiktíð. Ekki nema við fáum alla söluuphæðina fyrir þessa leikmenn beint í leikmannakaup aftur, sem er klárlega ekki að fara að gerast held ég. Klúbbur sem hafði ekki efni á að borga Benítez fulla upphæð fyrir að rifta samningum er ekki að fara að setja einhverjar 50-100m punda í leikmannakaup en við fáum örugglega hátt í 100m bara fyrir Masch, Gerrard og Torres, fari svo að þeir yfirgefi alir félagið.

    Jæja, nóg af heimsendaspám í bili. Kannski fara engir nema Yossi og Riera, og þá er þetta ekki eins stórt vandamál.

  9. Gregory van der Wiel, hægri bakvörður Hollendinga, vil ég sjá hjá Liverpool! Væri jafnvel hægt að vera með hann á vængnum, fyrir aftan Johnson. Eljero Elia má líka alveg koma, þvílík innkoma hjá þeim dreng áðan!

  10. en miðað við það sem ég las þá er benayoun búinn að semja við chelsea um laun og samning. en þeir eiga eftir að semja við liverpool sem vilja fá 10 kúlur fyrir hann en tjelskíí vill bara borga 4 þannig að það gæti verið langt í að hann fari

  11. Soccernet segja að við fáum eitthvað í kringum 7 milljónir punda fyrir Youssi sem verður að teljast nokkuð gott fyrir þrítugann mann sem kostaði okkur 4 eða 5 milljónir fyrir þremur árum.

  12. Sælir félagar,veit einhver hvenær leikjaniðurröðunin kemur út?

  13. Mér finnst pínulítið skrítið að halda með öðru landsliði en sínu eigin, þ.e.a.s frá móti til móts, í gegnum súrt og sætt og allt það. Skil það ekki alveg.

    Ég held með því landsliði sem spilar skemmtilegasta og besta fótboltann hverju sinni, eins og er hefur þýskaland virkað best.

  14. Sælir Félagar
    Getur einhver frætt mig um, hver sé formaður liverpool klúbbsins á Akureyri (eða maðurinn sem sér um hann)

  15. Ozil og Elija eru gjörsamlega magnaðir. Þvílíkt auga fyrir spili sem Ozil hefur og Elija hefur allt það sem Liverpool þarf.

    En við ættum frekar að slefa yfir spennandi valkostum á borð við Matthew Etherington, Zoltan Gera og Gary Neville miðað við efnahaginn…

  16. Sammála með Ozil og Elia þetta eru leikmenn sem ég held að Liverpool ættu að hafa augastað á en miðað við hvernig þeir eru að spila núna á verð á þeim eftir að hækka úr öllu valdi. Ég held að Free-Agent markaðurinn sé eitthvað sem liverpool verður að láta sér duga til að byrja með. En þar eru engin aular. Ég vil sjá liverpool reyna við Ballack og Joe Cole. flottir leikmenn með mikla reynslu.

    YNWA

  17. Væri alveg ótrúlega mikið til í að Joe Cole kæmi til Liverpool, creative leikmaður á kantinn er akkurat það sem við þurfum! Svo skemmir ekki fyrir að hann er enskur, hann vill samt eflaust frekar spila í meistaradeildinni!

  18. 21 Róbert

    Það myndi vera ég, ásamt fleirum reyndar.

    Sendu mér bara tölvupóst á birkir5@hotmail.com með þín hugðarefni, en ég hef reynt að halda aðeins utan um starfið hérna fyrir norðan.

    kv,

    Birkir Freyr

  19. gleymiði Joe Cole, hann er aldrei að koma, ég skal éta hatt minn og skó ef hann kæmi svona svipað og steini formaður lofaði að gera hér um árið ef Mcallister kæmi sem varð svo raunin… Liverpool hafa bara ekki verið nógu öflugir í því að krækja í frábæra bita sem eru samningslausir…

    Ballack væri ég líka alveg til í að skoða að fá í eins og 1-2 ár en ég er í miklu svartsýniskasti í dag yfir Liverpool og held að þetta sumar verði ömurlegt, ekkert keypt heldur bara selt og Hodgson stjóri, hrikalegt þegar maður dettur í svona þunglyndiskast, er búin að vera á báðum áttum síðustu 2 vikur með Liverpool en dagurinn í dag er bra búin að vera slæmur svo það er best að fara að sofa og vonast eftir jákvæðari hugsunum á morgun og það sem betra væri er að fá jákvæðar fréttir sem gera hugsanirnar annað en svona þunglyndislegar og neikvæðar….

    Það er þó allavega jákvætt að það verða skemmtilegir leikir í HM á morgun…

  20. Það er bara fáránlegt að hald að Ballack eða J. Cole kæmu til LFC. Afhverju fengu þeir ekki samning hjá CFC? Fóru fram á og há laun og CFC gaf þeim fingurinn réttilega. VIÐ HÖFUM EKKI GETU TIL AÐ BORGA MÖNNUM Á SÍÐUSTU METRUM FERILSINS FÁRÁNLEG LAUN. J Cole er nú kannski ekki á síðustu metrunum en hann getur ekki farið fram á laun eins og 1000 þús pund á viku. Þessar launakröfur leikmanna eru út af kortinu í dag og eru að setja alltof marga klúbba á hliðina. Kominn tími til að berja í borðið og segja þessum gráðugu prímadonnum að hoppa upp í rassgatið á sér!

  21. Viktor, eru 1000 þús pund, ekki bara akkúrat milljón pund? Það eru alveg þokkalegustu laun myndi maður halda…

    C.B

  22. Carl Berg!!
    Hvar verður horft á Liverpool leiki í vetur þar sem grænmetisstaðurinn fór yfirum.. ?

  23. Alveg sammála Togga hérna í #18. Er algjör mella þegar kemur að svona lokakeppnum landsliða og flökti mikið eftir því hvernig mótin spilast. Fannst Spánn á síðustu EM alveg stórbrotið lið og vonast til að sjá slíkt hið sama núna, svo oftar en ekki, þá endar maður með Brasilíu á HM, hafa mjög oft heillað mig. Ég hef verið meira ákveðinn þegar kemur að andstöðu við lið, til að mynda þá vona ég ALLTAF að Portúgal tapi, og það er ekki bara út af dúkkulísunni sem var í ManYoo.

  24. 18 Toggi
    þann 14.06.2010 kl. 20:32
    “Mér finnst pínulítið skrítið að halda með öðru landsliði en sínu eigin, þ.e.a.s frá móti til móts, í gegnum súrt og sætt og allt það. Skil það ekki alveg.”

    Sé ekki hvernig þetta er öðruvísi en með félagsliðin, nema þú sért þá fæddur og uppalinn í Liverpool borg, sem væri náttúrulega mjög töff 🙂

  25. Mér finnst skrýtið að menn séu að flakka á milli landa í stórkeppnum landsliða. Ég held vissulega með nokkrum landsliðum, að Íslandi undanskildu, í þessari röð, Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Finnst rökin hjá Togga #18 og Ssteini frekar furðuleg. Af hverju er ekki hægt að halda með landsliði annarra landa, líkt og að halda með Liverpool? Ætti ég bara að vera tilneyddur til að halda með KR og Íslandi?

    Sum lönd eru reyndar svo splittuð að fólkið er ekki svo spennt fyrir landsliðinu, því þá þurfa þeir að standa saman með fólki sem það hatar. En því er ekki mikið að skipta hjá okkur og í Norður-Evrópu.

  26. Ég glími við “vona að portúgal tapi” veikina líka. Ekki bara Portúgal heldur líka Grikkland og Noregur og yfir höfuð öll lið sem búa yfir einhverri getu fram á við en nota hana í alltof litlu mæli.

  27. Þetta er ekkert fyrirfram ákveðið hjá mér Johannes, þetta er bara eins og það er, ég hef aldrei tengst einhverju ákveðnu landsliði, sama má segja um íslenska boltann, þar er ég bara flöktandi ár frá ári. Tilfinningin ein ræður ríkjum. Ég hef tengst Liverpool sérstökum tilfinningaböndum og sú tenging hefur staðið frá því áður en ég man eftir mér og ég hef hreinlega aldrei náð að tengjast neinu öðru liði slíkum böndum, hvorki hér heima né annars staðar (og er íslenska landsliðið þar á meðal).

    Fólki getur alveg fundist það fáránlegt, en svona er þetta bara, ekki fyrirfram ákveðið, bara er svona.

  28. POWERADE slúðrið á fotbolta.net er komið í dag og er það ekkert nema þunglyndisfréttir af Liverpool eins og svo oft áður, núna á Barcelona að vera að íhuga tilboð í torres uppá 70 mills, bæði Real Madrid og Barcelona vilja Gerrrard, Barca vill borga 40 fyrir hann…
    Mascherano og Johnson orðaðir við Inter..

    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=92829

    svo eru Babel, Riera, Beanyoun og Cavalieri á leið frá félaginu..

    Er ekki bara málið að selja alla þessa og borga skuldir fyrir peningana og nota svo ungu strákana, það er svona það eina sem vantar inní þetta slúður… Jákvæðu fréttirnar sem ég beið eftir í dag virðast ekki ætla að koma, en er ekki ein frétt um eigendaskiptin eða þá að staðfest verði að Hodgson komi ekki, það er það sem ég er að bíða eftir… En vildi bara deila þessum annars ógéðslega slúðurpakka með ykkur hinum….

  29. SSteinn

    • sama má segja um íslenska boltann

    Þvílíkt erki bull, þó þú skammist þín fyrir Sindra Hornafirði er óþarfi að ljúga!

  30. Ég er líka algjör mella með landsliðin eins og fleiri hér fyrir utan það að ég styð alltaf enska landsliðið og hef alltaf gert, en svona utan við það þá er ég stuðningsmaður þeirra liða sem spila hvað besta og skemmtilegasta fótboltann hverju sinni, var tildæmis búin að lýsa því yfir hér að ég þoldi ekki Þýskaland en eftir þeirra fyrsta leik sem er jú líka besti leikur mótsins þá hlakkar mig bara til að sjá Þjóðverjana aftur þó ég sé kannski engin stuðningsmaður þeirra…. Verður gaman að sjá Portúgal-Fílabeinsströndina í dag þar sem ég held að sjálfsögðu með Fílabeinsströndinni og svo verður vonandi boðið uppá skemmtun frá Brössum í kvöld gegn Norður Kóreu…

  31. he he, engin lygi á ferðinni og ég skammast mín engan veginn fyrir Sindra. Bara akkúrat engin tilfinningaleg tengsl við neitt íslenskt lið, þar með talið landsliðið. Svona er það bara kallinn minn.

  32. POWERADE slúðrið á fotbolta.net er komið í dag og er það ekkert nema þunglyndisfréttir af Liverpool

    Ég myndi leggja til að þú slepptir því að lesa POWERADE slúðrið. Það er bara samantekt úr öllum verstu miðlunum á Englandi. Ég myndi tippa á að sirka 5% af því sem þar er skrifað rætist að lokum.

  33. It has gone very quiet at Anfield/Melwood. This is partly because all staff have been told in no uncertain terms that they should not divulge any info whilst takeover talks are happening, but also because bad things are afoot. My source, a football journalist, understands that the current owners are actively encouraging bids for top players but, in line with Hicks’ stance over the sale price of the club, they are only willing to accept significant bids. They believe they can wipe out up to £200m of their debt before they sell, giving them extra time to find a buyer and increase their overall profit. It means no player is safe. Agents have been alerted to this and this is why stories have suddenly appeared linking Johnson (28m), Aquilani (15m)and Kuyt (8m) with moves, on top of Gerrad (40m), Masch (30m)and Torres (70m). Yossi (6.5m) has always been intent on leaving. The new manager will be given some funds to buy replacements but also encouraged to promote from the reserves

  34. Afhverju er ekkert að gerast hjá liverpool? Maður hefði haldið að það væri frumskilyrði að ráða nýjan stjóra til að eyða eitthvað af óvissunni hjá klúbbinum og til að tala eitthvað af leikmönnum okkar á að vera áfram. Maður gerir ekki annað en að lesa greinar um leikmenn liverpool sem eiga að vera að yfirgefa klúbbinn. Eru kanarnir virkilega að gera útaf við okkur? Getur verið að þeir hafi ráðið þennan chelsea season ticket bjálfa til að ýta undir sölu Torres til Chelsea?
    Þeir sem eru orðaðir í dag frá liverpool eru: Torres,Masch,Gerrard,Benayoun,Rieira,Johnson,kuyt!

    þetta er ekki að fara vel með geðheilsuna hjá manni. Sérstaklega þar sem Roy hodgson er eini stjórinn sem er linkaður við okkur. Er hann í alvöru einhver maður til að leiða okkur á betri veg? ég held ekki!
    YNWA
    Brói

  35. Þetta var nú meira sett inn bara sem kaldhæðni Einar Örn enda er þetta í LANGFLESTUM tilfellum ekkert nema þvílíka kjaftæðið þetta Powerade slúður enda skrifaði ég þarna í textanum að það eina sem vantaði að stæði þarna væri það að allir þessir yrðu seldir og skuldir borgaðar með peningunum og spilað bara á ungum mönnum í staðinn…

  36. Ásmundur í #41, gott þætti mér ef þú vitnaðir í heimild, en þetta er þó samhljóða því sem ég hef heyrt að utan. Þó er einhvernveginn enginn tilbúinn til að vísa á eitthvað eitt frekar en annað.

    En ef ég keypti hestabúgarð í Færeyjum sem fjárfestingu en án tilfinningatengsla við búgarðinn, hann gengi ekkert sérlega vel og ég væri að tapa peningum á honum myndi ég reyna að selja hann.

    Svo allt í einu sé ég að enginn vill kaupa búgarðinn en margir eru tilbúnir að borga hátt verð fyrir graðfolana.

    Mér er sama um framtíð búgarðsins og tek peninginn fyrir folana…… Sel svo húsin að lokum bara fyrir slikk og kem aldrei til Færeyja aftur….

    Einhvern veginn svona er sú svarta mynd sem ég hef í huganum á ástandinu á Anfield Road þessa dagana……

    Vonandi er ég þunglyndur og þetta er allt uppspuni…..

  37. Er þetta ekki bara málið, Rafa rekinn og enginn ráðinn í staðinn svo eigendurnir geti selt okkar stærstu stjörnur í friði. Þetta lofar ekki nægilega góðu fyrir okkar ástkæra félag.

    Og já, ég er sammála SSteini hér að ofan, ég hef ekki tengst neinum tilfinningalegum böndum við neitt lið nema Liverpool, hvorki hér né erlendis!

  38. 33 Jóhannes: Ég færði í raun engin rök fyrir neinu. Menn mega halda með hvaða liði sem þeir vilja halda með mín vegna, hvort sem það er félagslið eða landslið. Mér finnst bara pínu skrítið að halda með öðru landsliði en sínu eigin frá móti til móts.

  39. það er eithvað spes í gangi ég held að það sé verið að kaupa klubbin og verið sé að losa liðið við þessa þriðju flokks leikmenn
    ég held að við verðum bara kátir í Ágúst með nýtt og ferst lið,

    Gógó Liverpool

  40. 46 Toggi. Ég mundi eflaust halda minna með Þýskalandi ef Ísland væri með marktækt landslið, en svo er ekki. Þess vegna held ég t.d. með Þýskalandi aðallega og svo Svíum og Dönum. Það eru tilfinningalegt, eitthvað sem ég ræð ekki við úr þessu. Ég skil hinsvegar Sstein að vissu leyti að tilfinningaböndin eru vissulega sterkari með Liverpool, því það stendur svo nærri manni því þeir spila að meðaltali í hverri viku og hafa því gríðarleg áhrif á mann. Mér finnst nú samt að maður gæti alveg auðveldlega bundist tilfinningaböndum við landslið eins og félagslið. Allaveganna hefur það verið þannig hjá mér, án þess að ég viti af hverju.

Mynd dagsins og HM í dag- Dagur 3

Hugleiðingar um félagið okkar