Leikjalistinn fyrir næsta tímabil er kominn og óskir mínar um létta byrjun hafa EKKI ræst.
Svona líta fyrstu leikir út:
Arsenal (H)
Manchester City (Ú)
Við förum á Old Trafford 18.september, á Goodison 16.október og Chelsea koma á Anfield 6.nóvember. Það er alveg ljóst að nýr þjálfari Liverpool mun hafa nákvæmlega engan tíma til að koma liðinu í gang. Í raun má segja að af fyrstu sex leikjunum í deildinni (Arsenal h, Man City ú, WBA h, Birmingham ú, Man U ú og Sunderland h) sé bara tveir leikir, sem geti talist sæmilega “auðveldir” – það er WBA og Sunderland heima. Hinir fjórir eru allir gríðarlega erfiðir.
Þetta verður erfitt tímabil.
Það sem ég vildi gerðist að einungis hálfum hluta.
Fékk leik á þrítugsafmælinu mínu 5. mars á næsta ári sem ég er ánægður með en ég hefði viljað að það væri aðeins “öruggari” leikur en gegn manutd
Frábært.
Mjög erfiðir leikir þ.e.a.s. fyrir Arsenal og City
Fyrsti heimaleikurinn síðan 2003 staðreynd.
Úff, það tímabil var ekki gott.
Vonum að við verðum sterkari í ár en erfitt að geta sér til um það stjóralausir og annarhver maður linkaður við önnur lið.
🙁
Erfiðir lokaleikir, það er aldrei gott. Óvenju slæm uppröðun þessu sinni. En það keppa allir við alla og ekkert við þessu að gera nema brosa og ná í sem flest stig.
Væri ekki gott ef það væri búið að ráða stjóra áður en tímabilið hefst ?
úff.. ekki eykur þessi uppröðun í upphafi móts á bjartsýni hjá manni, eins og ástandið er núna var maður að vonast eftir þægilegum fyrstu 3-4 leikjunum en þetta verður bara ekkert erfiðara en þetta og sá aðili sem ætlar að koma og stjórna skútunni sem virðist vera komin hálfa leið í kaf núna og mótið ekki byrjað hann mun hafa nóg að gera frá fyrstu sekúndu eftir að hann krotar nafn sitt á samninginn…
Það virðast nánast allir á þeirri skoðun núna um það að menn eigi að ráða Dalglish og ég skil ekki útaf hverju menn drífa bara ekki í því, það hefur engin neinn áhuga á því að ráða Hodgson nema KANNSKI einhverjir örfáir þarna í stjórn klúbbsins ef það er ekki bara allt tilbúningur frá blöðunum svo ég skil ekki af hverju menn ganga ekki frá ráðningu Dalglish bara STRAX. Er hræddur um að það verði bara ennþá meiri óánægja meðal stuðningsmanna ef þeir ráða Hodgson en maður er reyndar farin að halda það á köflum að það sé einmitt það sem þessir menn vilja og eru að reyna að skapa, það er að segja sem mesta óánægju….
En mikið rosalega er þetta farið að fara allverulega í taugarnar á manni þessi óvissupakki sem félagið er að setja mig og milljónir aðra í þessa dagana…
Er Hodgson að taka við Liverpool á morgun ?
http://www.tribalfootball.com/liverpool-hand-hodgson-initial-%C2%A312m-transfer-kitty-912461
http://www.tribalfootball.com/fulham-chiefs-accept-losing-hodgson-liverpool-912451
http://www.fulham-mad.co.uk/news/tmnw/12m_transfer_kitty_for_anfield_bound_roy_532583/index.shtml
Hvað segja menn við þessu ? Er þetta rétti maðurinn til þess að koma Liverpool nálægt 4 sætinu ? Ég hef mínar efasemdir.
Ég hef mínar efasemdir eins og þú Ásmundur en ég vona að karlinn geri vel og ætla ekki að gagnrýna hann fyrr en á hann reynir.
Þetta er nú reyndar þráðrán Ásmundur, en til að gerast samsekur þá verð ég að taka þetta út sem jákvæðan hluta fréttarinnar:
Liverpool will offer a minimum of £12million in cash to spend on new players, plus all money raised from sale of players the new boss deems surplus to requirements.
Varðandi leikjaröðunina þá gæti mér bara ekki verið meira sama, Arsenal í fyrsta leik er bara fínt, ef við töpum þeim leik þá erum við varla að valda neitt sérstökum vonbrygðum en ef við vinnum þá verður það hörku búst fyrir liðið sem og aðdáendurna.
Ég skil ekki af hverju stjórn klúbbsins hlustar ekki á aðdáendur félagsins svo ég tali nú ekki um ansi marga fyrrverandi leikmenn sem allir vilja ráða Dalglish í stöðuna, mér finnst þetta algjört metnaðarleysi að ráða Hodgson og eins og allt bendir til þá verður það niðurstaðan og ég get bara sagt það strax ég verð brjálaður yfir þeirri niðurstöðu. Þetta rugl sem er í gangi þarna í Liverpool borg er að verða eitt það allra sorlegasta sem maður hefur upplifað. Þessir helvítis aumingjar sem eiga klúbbinn virðast hreinlega leggja sig alla fram við það að skapa sem mesta óánægju meðal stuðningsmanna og mögulegt er og af hverju skil ég ekki ásamt flestum öðrum, það er ekki þeirra hagur að valda svona mikilli óánægju og það er heldur ekki þeirra hagur ef þeir ætla að selja stór nöfn í sumar sem reyndar er ekki komið á hreint ennþá, svona hlutir geta ekki gert annað en að lækka verðið á klúbbnum og varla er það það sem þeir vilja???….
Mikið rosalega vona ég að þessir kallar verði á vegi þar sem nokkrir gallharðir og óánægðir stuðningsmenn liðsins sem ég elska mæti þeim og hreinlega gangi frá þeim, það er eitthvað semég mundi ekki syrgja heldur þvert á móti fagna því…
Hafliði ég vissi að þetta yrði þráðrán en það er ekki eins og ég geti gert nýjan þráð hérna 🙂 og mér finnst þetta vera nokkuð stór frétt ef þetta er rétt.
En varðandi leikjaröðunina þá er ágætt að mæta Arsenal snemma og sennilega ennþá betra að mæta City vegna þess að þeir verða þá kannski ennþá að slípa nýju stjörnurnar til.
Af hverju er þetta svona slæm uppröðun fyrir Liverpool? Þurfum við ekki örugglega að spila við öll liðin í deildinni eins og aðrir eða….?
Hafa menn gleymt því að þetta er stuðningsmannasíða en ekki bölsýnisheimasíða?
Sorry neikvæðnina gangvart þeim neikvæðu en það eru miklir möguleikar í spilunum og margt jákvætt getur gerst áður en næsta tímabilið hefst.
Gleðilegan 17. júní
Sammála Hafliða hér að ofan. Win Win situation. Ef við aftur á móti fengjum “létt” program til að byrja með en myndum byrja að tapa leikjum þá værum við algjörlega búnir að vera. Engin að fara að væla yfir tapi á móti Arsenal eðs City held ég eins og staðan er í dag.
já já þetta eru strax örugg sex stig
Jú, auðvitað. En málið er að svona erfið byrjun hjálpar ekki liðum, sem eru að gera miklar breytingar einsog að skipta um þjálfara. Erfið byrjun í fyrra gerði að mínu mati nánast útum tímabilið því neikvæðnin varð óbærileg í kringum liðið nánast strax eftir tvo tapleiki gegn Tottenham (ú) og Aston Villa.
Það hefði verið þægilega að fá létt lið á heimavelli eitt árið.
Flottur Kanill 🙂
Ég er þér svo sammála, það verða varla miklar kröfur gerðar til okkar manna og vonum að það komi smá vanmat upp hjá mótherjumvið þessa aðstæður.
Djúpa laugin getur einnig verið góð við þessar aðstæður, engar kröfur, lítil pressa og vonandi hugur til að afsanna aumingjaskap síðasta tímabils.
Með vinsemd og virðingu
3XG
Þetta er frekar erfið byrjun en það má alveg líta á hana sem tækifæri líka. Liðið er í mikilli óvissu, menn eru ekki beint fullir sjálfstrausts eftir síðustu leiktíð og því eðlilegt að óttast byrjun gegn Arsenal og Man City. Ef við gætum hins vegar kreist út sigur gegn Arsenal og svo náð að hanga á jafntefli (eða betra) gegn City myndi það gefa liðinu ákveðna lyftistöng fyrir haustið og nýjum stjóra sterkan meðbyr í seglin.
Auðvitað er það stórt ‘EF’. Eins og ástandið á liðinu er í dag hlýtur að teljast líklegra að Arsenal hirði stigin á Anfield og við sitjum eftir með 0 stig eftir 2 umferðir.
Það er þó enn langt í mót. En það er gott að sjá að það er farið að hylla í næstu leiktíð. Ég vil bara að þessu sumri ljúki og þótt ég búist við hinu versta vona ég enn að það verði ágætis stjóri í brúnni, og flestir lykilleikmennirnir ennþá innbyrðis, þegar fyrsti september gengur í garð.
Fyrir lið sem er með sjálfstraustið í molum og örugglega töluverðan pirring í gangi er það ekki óskastaða að spila gegn jafn sterkum liðum í upphafi móts. En þessu verður ekki breytt.
Í óspurðum fréttum er húsið hans Gerrard komið á sölu. Læt aðra um að ráða í merkingu þess.
http://www.savills.co.uk/residentialsearch/propertydetail.aspx?pID=245359
Er ekki hægt að líta líka á það sem styrk að byrja gegn sterkum andstæðingum? Nýir þjálfarar og nýir leikmenn geta oft byrjað með miklum krafti og komið á óvart. Hins vegar get mikið breytt lið líka lent í miklum vandræðum í upphafi móts. Þetta er líklega tvíeggja sverð.
þokkalegasta hús sem kallinn á… varla vill hann selja til að kaupa annað stærra hús á svæðinu því þetta ætti að duga enda risastórt og stórglæsilegt, ætlar hann ekki bara að selja og kaupa svipaða fasteign á spáni? nei maður segir bara svona, veit ekkert um það… Annars finnst mér alltílagi að selja manninn á 30-40 kúlur ef þeir peningar færu í leikmenn, Gerrard átti sitt allra slakasta tímabil í vetur og reyndar fannst mér fyrsta korteripð hans fyrir England síðasta laugardag betra korter heldur en hann sýndi nokkurn tíman í vetur, hann virtist í vetur vera búin að missa áhugan á að spila fyrir Liverpool, ef hann finnur aftur leikgleðina undir stjórn nýs þjálfara þá vill maður hafa hann en ef ekki þá þigg ég peninginn og nýjan mann í staðinn.
Ég vil frekar vita hver mun eiga liðið, stjórna því og hverjir muni spila fyrir það áður en ég hef minnsta áhuga á að vita í hvaða röð við spilum við þessi lið.
Gangi Roy Hodgson vel ef hann er að taka við liðinu. Get ekki sagt að ég sé dansandi af gleði ef satt reynist, ég mun samt stiðja liðið no matter what.
Get ekki séð að það skipti nokkru máli hvaða liði við mætum í fyrsta leik. Erfitt að segja nokkuð um það á þessarri stundu meðan við erum stjóralausir og flestar stjörnum seldar miðað við slúðrið!
Þetta skírist allt saman og þá getur maður gert sér einhverjar vonir eða vonleysi um árangur liðsins!
Annars áfram LFC!
http://en.wikipedia.org/wiki/Manuel_Pellegrini
Manuel Luis Pellegrini Ripamonti (born 16 September 1953) is a Chilean former footballer, former manager of Real Madrid and appointed as manager of Liverpool on 18th June 2010.
Liverpool
Pellegrini is rumored to become manager of Liverpool FC after being spotted in a London hotel with Kenny Dalglish on June 17 2010.[7]
Hvað myndu menn segja við þessum þjálfara ?
Afsakið aftur þráðránið
Ef að Pellegrini getur tælt Sanchez og Fernandez til liverpool þá lýst mér vel á hann.
Ertu þá að meina Fernandez sem var að skrifa undir hjá júnætid ?
Gerrard búinn að samþykkja skipti til Real Madrid?
Er Kop Talk í bullinu eða?
http://www.koptalk.co.uk/201006172367/Liverpool-FC-News/exclusive-steven-gerrard-contract-agreed-with-real-madrid.html
Afhverju er allir svona á móti að Liverpool ráði Roy Hodgson?
Þetta er frábær þjálfari sem hefur breytt vatni í vín í nánast hverjum einasta klúbb sem hann hefur snert!
Hann kom Sviss á HM ’94 í fyrsta sinn síðan ’66, hann kom þeim meira að segja í 16 liða úrslit!
Hann kom næstum Finnum á EM og svo þarf ég ekki einu sinni að ræða hvað hann er búinn að gera með Fulham!
Eina sem ég sé að því að ráða hann er að hann hefur ekkert mikla reynslu með stórlið. Hann þjálfaði reyndar Inter með ágætis árangri og Blackburn tveimur árum eftir að þeir urðu Englands meistarar.
Staðreyndin er hinsvegar að Liverpool er ekkert Barcelona eins og staðan er í dag. Liðið á litla peninga og þarf á endurskipulagninu að halda og ég held að Roy Hodgson sé einmitt rétti maðurinn til að færa Liverpool upp á næsta level.
Ég skil samt mjög vel að menn séu heitir fyrir Dalglish, maðurinn er auðvitað goðsögn í Liverpool. Hann tók við þeim ’85 sem spilandi þjálfari og skoraði meira að segja sjálfur markið sem tryggði þeim titilinn.
Tek það fram að ég er ekki stuðningsmaður Liverpool heldur hlutlaus áhugamaður um fótbolta.
26 Ásmundur, þú ert að ruglast á Fernandez og Hernandez frá Mexíkó sem einmitt skoraði áðan gegn Frökkum og skrifaði undir hjá United á vormánuðunum.
Jæja, er Mascherano að fara til Inter, umboðsmaðurinn segir þá eiga í viðræðum smkv. mbl. Liðið er að liðast í sundur 🙁
Þetta er flott byrjun. KR til að mynda gat ekki lent í verri byrjun hér heima, þvílík pressa á liðinu og það fær nýliðana, tapar strax og allt í rugli. Það er ekki allt búið hjá Liverpool þrátt fyrir að liðið vinni ekki sex fyrstu leikina, eins og gerðist á síðasta tímabili.
Jæja er komin með nóg af þunglyndisfréttum af Liverpool í dag, slúðrið fer bara versnandi eftir því sem lýður á daginn og kvöldið. Miðað við hversu margir leikmenn eru á förum frá okkur í sumar samkvæmt blöðunum og engir peningar til þá erum við bara ekkert að fara spila við Arsenal í fyrsta leik þar sem við náum ekki í lið hehehehe….
Auðvitað á maður ekki að lesa þetta helvítis bull en gerir það samt allan daginn, það er ekki hagur eigendanna að selja alla bestu mennina og kaupa ekkert i staðinn, þá fá þeir bara enga peninga fyrir klúbbinn svo ég segi bara leyfum öllum þessum hænum sem vilja fara að fara bara og eigendurnir munu pottþétt láta nýjan mann hafa slatta af peningum til þess að styrkja liðið. Menn eru aldrei að fara að borga einhverjar rugl upphæðir fyrir lið sem er i fallbaráttu með alla aðdáendur geðveika og þar frameftir götunum, kanarnir eru bissnesmenn og vita þetta, auðvitað er ég eins mikið svartsýnn og hægt er og allt það en held að blöðin séu nú líka aðeins að njóta þess að búa til fréttir um okkar menn kannski vegna þess að það heyrist ekki orð i einum einasta manni hjá þessum klúbbi um það hvað er í gangi….
vona að ég sofni vel núna á eftir og vakni helst ekki fyrr en eftir 2-3 vikur og kíki þá á netið og sé hvað er búið að gerast nýtt í þessum sorglega sirkus í Liverpool borg. En vonum það besta, það hlýtur að koma ein jákvæð frétt af okkar mönnum innan 10-12 vikna eða ég vona það allaveganna.
Varðandi ummæli nr. 19 þá er þetta ekki húsið hans Gerrards. Það er miklu stærra, sjá hér: http://www.finalarchitecture.com/steven-gerrard-house-inside-outside/
Hafa stjórarnir í ensku deildinni áhrif á niðurröðun deildarleikja? Ef svo, er það slæmt að okkar enginn stjóri er að hafa áhrif á leikjaniðurröðunina.
Macherano í viðræður við Inter. Menn ennþá sáttir við að missa Benitez?
Stjórarnir hafa engin áhrif á röðun leikja í deildinni svo ég viti.
Og já ég er nokkuð sáttur að vera laus við Benitez og ég vil sjá Masch með næstu flugvél í burtu líka enda hefur hann sýnt að hann hefur engan áhuga á að vera áfram.