Bolton tapar stigum

Jæja, þökk sé Kevin Phillips þá töpuðu Bolton tveim stigum í kvöld. Þeir gerðu [jafntefli við Southampton 1-1](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4451293.stm).

Ef að við vinnum Portsmouth og Man U vinnur Everton, sem á í raun að gerast samkvæmt öllu, þá erum við komnir uppí fjórða sæti (reyndar á þá Everton leik til góða á okkur).

3 Comments

  1. Jæja lífið er aðeins bjartara í dag :rolleyes:

    Vonandi bara að allt gangi í haginn út tímabilið :confused:

  2. >sem á í raun að gerast samkvæmt öllu

    Síðan hvenær hefur það sem ‘á að gerast’ gerst hjá okkur í vetur, Einar? 🙂

    Ég tel stigin okkar í dagslok á morgun, ekki fyrr. :confused:

  3. Sælir félagar.
    Hvaða væl og vonleysi er þetta. Ég er óhræddur við að spá sigri. Okkar menn munu reka af sér sliðruorðið og sigra örugglega 1-3. Það er ekki stíll Liverpool manna að vera svartsýnir. það er kalt og blautt hér á Englandi núna og okkar menn eru vanir bosinu. Portmouth er sunnanlið sem skelfur af hræðslu og kulda. Fyrir grís og nokkra afslöppun okkar manna ná þeir að klóra í bakkann í leikslok og skora eitt í stöðunni 0-3.
    Áfram Liverpool :tongue: :laugh: 😉

Svíþjóð!

Pompey á morgun!