Hægri kantur
Ég var búinn að segjast ætla að fara næst yfir stöðu miðjumanna hjá Liverpool, en langaði svo frekar að taka fyrir kantstöðurnar, vona að enginn missi svefn í nótt vegna þessa.
Hægri kantstaðan hjá okkar mönnum hefur mikið verið rædd undanfarin ár og hafa menn ansi misjafnar skoðanir á þeim sem hana hafa spilað. Yossi hefur reyndar kannski ekki flokkast sem ekta hægri kantur, en ég set hann samt hér inn sem slíkan. Dirk Kuyt hefur verið vægast sagt afar umdeildur leikmaður, en hefur átt marga góða spretti þar, þótt hann sé eiginlegur framherji. Yossi er farinn til Chelsea, og þá erum við með þá Maxi og Dirk eftir, og ég held hreinlega að við ættum ekkert að spá neitt frekar í þessari stöðu. Ég reikna alveg eins með að El Zhar hverfi á braut, enda litlum framförum tekið síðustu 2 árin, en Maxi og Dirk ættu að geta keppt um stöðuna sem slíka og svo sé ég alveg fyrir mér að Glen Johnson geti leyst af þessa stöðu.
Núverandi hægri kantar (nafn, aldur, land):
Yossi Benayoun, 30, Ísrael
Maxi Rodríguez, 29, Argentína
Dirk Kuyt, 29, Holland
Nabil El Zhar, 23, Marokkó
David Amoo, 19, England
Sem sagt Yossi og El Zhar út og við förum væntanlega að sjá eitthvað af honum David Amoo, sem er virkilega mikið efni, flinkur strákur með góðan hraða og hefur verið afar öflugur með varaliðinu síðasta tímabilið. Það eru ekki margir leikmenn fyrir þessa stöðu sem hafa náð að gera mig eitthvað æstan. Þeir sem ná að gera það, eru hreinlega langt out of range fyrir okkur. Ég er líka á því að það sé vinstri helmingur liðsins sem þarf á mestum fjármunum að halda í styrkingu á liðinu, sem og framherjastaðan.
Meira að segja þá eru leikmenn á listanum hér fyrir neðan, nú þegar orðnir of stórir bitar fyrir budget-ið hans Hodgson. Maður eins og Özil hefur svo sannarlega ekki lækkað neitt verðmiðann á sér eftir þetta HM. Frábær leikmaður og fer væntanlega á fúlgur fjár ef Werder Bremen ákveða að selja kappann.
Hugsanleg kaup (nafn, aldur, lið, land):
Georgino Wijnaldum, 19, Feyenoord, Holland
Alexis Sanchez , 21, Udinese, Chile
Marko Marin, 21, Werder Bremen, Þýskaland
Mesut Özil, 21, Werder Bremen, Þýskaland
Matthew Jarvis, 23, Wolves, England
James Milner, 24, Aston Villa, England
Jesús Navas, 24, Sevilla, Spánn
Miloš Krasi?, 25, CSKA Moskva, Serbía
David Bentley, 25, Tottenham, England
Santi Cazorla, 25, Villareal, Spánn
Clint Dempsey, 27, Fulham, USA
Shaun Wright-Phillips, 28, Man.City, England
Ef einhver smá aur væri til, þá væri auðvitað fínt að fá ungan og efnilegan leikmann inn í hópinn eins og Wijnaldum. Ég held nú að við búum ekki við þann munað og því verði ekkert keypt í þessa stöðu. Ég setti Jarvis inn á listann, með bestu mönnum Wolves, en ekki nægjanlega góður fyrir okkur. Milner væri auðvitað frábær kostur, en ég held að hann sé bara of dýr, sé hann ekki fara á minna en 25 milljónir punda, sem er c.a. 25 milljónum punda of mikið fyrir okkur. Navas og Krasi? eru hrikalega spennandi leikmenn, en ég er ekki spenntur fyrir Bentley, Wright-Phillips eða Dempsey.
Hægri kantmenn 2010-2011 (nafn, aldur, land):
Maxi Rodríguez, 29, Argentína
Dirk Kuyt, 29, Holland
David Amoo, 19, England
Sem sagt, smá þynning á hópnum þegar kemur að þessari stöðu, en ég örvænti ekki, því eins og áður sagði þá getur Glen Johnson vel spilað stöðuna og eins átti Stevie G eitt sitt allra besta tímabil þegar hann spilaði þar. Það er algjörlega morgunljóst að peningarnir eru ekki að fara neitt að flæða út frá Anfield, því verður Roy að spila vel úr þeim og með tvo reynslubolta fyrir stöðuna, sem eru einnig mjög ólíkir, þá ættum við bara að vera í fínum málum.
Næst mun ég fara yfir stöðu vinstri kantmanna hjá Liverpool FC.
Clint Dempsey er klárlega málið..Hodgson kippir honum klárlega með sér
Já mér mundi nú ekki finnast það ólíklegt að Hodgson mundi sannfæra Dempsey yfir á Anfield með sér, en ef nóg væri til að peningum og við værum svífandi á bleiku skýi væri auðvitað frábært að fá James Milner eða Alexis Sanchéz í þessa stöðu. En Maxi fékk bara hálft season til að aðlagast enska boltanum, ég held að hann komi sterkur inn í nýtt season því hann er rosalega sterkur og klár fótboltamaður. Kuyt, æjji einhvern veginn hef ég á tilfinninguni að Rafa kaupi hann til Inter.
Tók ekki Hodgson fram að hann hefði lofað að eltast ekki við leikmenn Fulham? … sem sagt enginn Dempsey, og ekki finnst mér það neitt slæmt að missa af honum.
Vantar ekki hin efnilega Nathan Ecclestone
Sammála.
Amoo á að fá séns. Ecclestone er meiri senter en kantmaður. Jafnvel gæti Jonjo Shelvey leyst leiki þarna líka og svo eru margir ungir á leiðinni þarna. Hins vegar er ég ekki viss um að Roy noti Kuyt á hægri kanti, svo hugsanlega er hægt að gera það þannig að Kuyt spari senterkaup og þá er það Wijnaldum sem sem væri bestur kosta…
Sammála þér Maggi með Kuyt. Hodgson hefur mikið notast við klassíska wide kantmenn, og Kuyt er ekki steyptur úr því móti. Aftur á móti held ég að hann vilji nota Kuyt slatta og noti hann því frekar uppi á topp við hliðina á Torres.
Afsakið off-topic:
En hér er myndband af viðbrögðum spænska varamannabekksins í leiknum gegn Paragvæ. Gaman að fylgjast með Pepe okkar Reina sem fer mikinn þarna og er greinilega enginn fýlupúki þrátt fyrir bekkjarsetuna. Team player.
nr. 7: Það er enginn linkur
Góður pistill.
Af raunhæfum kostum, þá líst mér best á Shaun Wright-Phillips. Held að hann fari frá City í sumar og fáist á viðráðanlegu verði. Liverpool eru ekki að fara að kaupa menn eins og Jesus Navas, James Milner eða Mesut Özil. Það er er ekki til nægilega mikið af peningum í augnablikinu. Shaun Wright-Phillips er líklega um helmingi ódýrari en þessir þrír, og við þurfum að nota peninga til að styrkja aðrar stöður. Draumurinn væri að fá Joe Cole frítt í þessa stöðu, en ég held að hann hafi ekki áhuga á að ganga til liðs við okkur. Ég held að hann verði áfram í London, hjá Tottenham eða Chelsea.
8
Vá, þvílík skita. Ég afsaka! Var að henda þessu hér inn í flýti.
http://www.youtube.com/watch?v=huOKhb4xrGA&feature=player_embedded
hehe, Reina er auðvitað ekkert nema algjör snillingur !
En í sambandi við þennan hægri kant, þá hef ég fulla trú á því að Maxi Rodriguez eigi eftir að eigna sér þessa stöðu á næsta tímabili. Góður og reyndur leikmaður sem fór vaxandi með hverjum leik í fyrra.
Maxi hlýtur að verða first choice þarna en að fá Milner væri náttúrulega magnað en það gerist ekki nema með sölu á Masch eða nýjum eigegndum. Hef engan áhuga á að fá kringlóttan Joe Cole sem er strax byrjaður með stjörnustæla um að fá þjálfara sem elskar hann og að ráða hvar hann spilar. Plús að hann mun kosta minnst 10mills í signing-on-fee og umba-gjöldum auk þess að hann var með svipuð laun hjá Chelsea og launahæstu mennirnir okkar.
Gaman í gegnum alla þessa stöðupistla að sjá fjöldann af strákunum sem eru að fara að banka á dyrnar í vetur: Pacheco, Kelly, Shelvey, Amoo, Eccleston, Nemeth, Darby, Ayala (ef hann verður áfram), Mavinga, Palsson (?). Þetta verður í meira lagi magnað season. Það er ótrúlegt hvað maður getur orðið spenntur alltaf fyrir nýju seasoni sama hversu mikil vonbrigðin voru seinast. Núna eru bara 11 dagar í seinasta leik og líklegt að við fáum eitthvað að sjá af þessum guttum þá.
Eins og það er hreinlega magnað að sjá hvað bekkurinn hjá Spánverjum er aktívur, allir spenntir og liðsheildin greinilega frábær……………Djöfull hlýtur þetta að vera óþolandi fyrir aðstoðardómarann. Úff!
“11 dagar í næsta leik” var það heillin.
eru við ekki gleyma tyrkjan Arda Turan sem Liverpool hefur verð eftir og góðu fréttirnar eru hann vil koma til liverpool og svo líka Ashley Young þar sem hann hefur verði eitt heitasta nafni orða við Liverpool
Arda Turan var orðaður við Liverpool þegar að Benitez var hjá liðinu, og spilar hann ekki líka sem vinstri kantmaður sem og Ashley Young
Þetta var yfirferð yfir hægri kantstöðuna ziggi, Turan er vinstri kantur.
Þá ætti að sama skapi að útiloka Mesut Özil frá þessari umræðu. Hann er örvfættur og hefur ýmist verið að spila í holunni eða á vinstri kantinum.
OK, takk fyrir ábendinguna. Var sjálfur ekki búinn að sjá mikið af honum fyrir HM og það sem ég las um hann, þá hafði hann verið að spila talsvert á hægri kantinum, en eins og ég segi, lítið séð til hans sjálfur svo ekki mun ég þræta um það.
Þá vantar Babel inn í þetta, Hodson vonandi gefur honum séns á hans rétta kanti ólíkt Rafa. Ég tel að Babel eigi ýmislegt inni ef hann fær nokkra leiki og smá traust og verður settur á hægri kant enda réttfættur.
Af hverju er hægri kanturinn sá rétti fyrir Babel? Babel hefur allan sinn feril spilað vinstra megin, gerði það með Ajax, gerði það með Hollenska landsliðinu og svo með Liverpool. Þeir eru afar fáir leikirnir sem Babel hefur spilað á sínum ferli á hægri kanti.
Efast um að það verði keyptur hægri kantmaður þó ég hefði ekkert á móti einum frábærum í stöðuna.
Ef Masch fer þá vona ég að hann fari ekki á minna en 30-35 mills og vil ég sjá Hodgson kaupa alvöru senter fyrir þá upphæð sem myndi spila með Torres. Gerrard, Aquilani og Lucas leysa miðjuna þó Masch fari. Ef Hodgson á svo 15 kúlur plús salan á Benayoun og kannski Riera, Babel, Maxi eða kannski Kuyt þá mætti kaupa einn alvöru kantmann og athuga kannski með vinstri bakvörð.
En brandari dagsins er í slúðrinu í dag að Chelsea muni reyna að bjóða 35 mills í Torres hehehehehehe.. Hvað ætli hafi verið ofan í cheeriosinu hjá þeim sem datt önnur eins vitleysa í hug? þá á ég við annaðhvort aðillinn sem skáldaði fréttina eða þá eitthvert fíflið sem mundi nenna að hafa fyrir því að hafa samband við Liverpool og bjóða þessa upphæð..
Eitt slúðrið segir samt að Abramovich sé a leið til Suður Afríku til að reyna að ná í Torres, vona að það sé ekkert til í þessu. Torres sagði sjálfur fyrir 2-3 dögum síðan að honum litist vel á Hodgson og ætlaði að ræða við hann strax eftir HM og sjá hvað hann hefði að segja… Stórefa að hann sé að spá í því á þessu augnabliki að fara frá Liverpool. vonum að Hodgson sannfæri kallinn bara og í kjölfarið eigi hann sitt besta season fyrir Liverpool og skili eins og 40 mörkum á leiktíðinni
Ágæt samantekt Ssteini. Varðandi Kuyt á hægri kantinum þá hefur hann verið að spila þá stöðu í kerfinu 4-2-3-1 og því spurning hvort hann henti í hefðbundna vængstöðu í því 4-4-2 sem Roy er þekktastur fyrir að nota. Einnig vantar einhvern samherja með Torres til að mynda það sóknarpar sem Hodgson er harður á að hafa og þar kæmi Kuyt sterkur inn enda rammur að afli. Annars þyrfti að kaupa stræker og ef einhver gæði eiga að vera í honum þá kostar hann fúlgur sem við eigum ekki.
Einnig hefur Maxi oft spilað vinstri væng á sínum ferli og ef illa gengur með innkaup á örvfættum þá gæti hann deilt þeirri stöðu með Jovanovic. Þannig að í sjálfu sér er nóg pláss í hópnum fyrir hægri kantmann með Maxi. Því væri maður alveg til í einn efnilegan eins og Wijnaldum eða einhvern enskan úr afsláttarrekkanum (á 5-6 millur) sem Roy telur að sé hægt að breyta úr bronsi í gull. Fyrst að honum tókst að blása lífi í Duff, Murphy og Davies þá er allt eins líklegt að það sé hægt með SWP eða Bentley. Sammála því að gefa má varaliðspjökkunum fleiri sénsa.
Tja, eftir leikinn í kvöld sýnist mér alveg rakið að hafa Kuyt á vinstri kantinum:)