Milan Jovanovi? hefur nú formlega gengið í raðir Liverpool FC og skrifaði undir þriggja ára samning við liðið. Býð hann hjartanlega velkominn og líst afar vel á þessa viðbót.
Milan Jovanovi? hefur nú formlega gengið í raðir Liverpool FC og skrifaði undir þriggja ára samning við liðið. Býð hann hjartanlega velkominn og líst afar vel á þessa viðbót.
Já mér líst virkilega vel á þennan leikmann, ég hef ekki trú á því að þetta verði annað Voronin dæmi. Þessi strákur hefur sýnt að hann kann fótbolta og getur spilað fleiri en eina stöðu á vellinum.
Velkominn.
Jæja góðar fréttir. Fínt að fá nýtt blóð í hópinn, vonandi að þetta verði góð vítamínsprauta fyrir restina af liðinu.
Skemmtileg lesning á opinberu síðunni:
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/why-jova-will-be-lfc-star
Þetta fær mann alveg til að hlakka til að sjá hann í liverpool búning.
Stefan Kießling er orðaður við okkur núna. Vonandi verðum við með 4 framherja í ágúst. Torres, Kuyt, Jocanovic og annan target senter í viðbót. Hef ekki svo mikla trú á Ngog, en áhugavert væri að sjá hann fara eitthver á láni, til að athuga hvort hann standi sig.
Flott að sjá Jóa loksins á Melwood og eins hvað hann er sjálfur spenntur fyrir því að koma!
Birgir, svo er Babel alveg séns í framherjahópinn, hann er alveg jafn mikið sóknarmaður og Kuyt að mínu mati. Babel spilar bara vinstra megin á meðan Kuyt er hægramegin. Ef við tölum í FM tungumáli þá er ég að meina að ég lít á þá sem annarsvegar AML og hinsvegar AMR 🙂
Nú er Benjani samningslaus. Væri ekki ráð að reina að semja við hann? Mér fanst hann koma ferskur inn í þessa fáui leiki sem hann spilaði fyrir City síðasta vetur. Allavega myndi ég ekki hata það að bæta einum framherja í viðbót við hópinn!
Jovanovic er flott viðbót við liðið. Auðvitað fylgdist maður sérstaklega með honum í þeim leikjum sem hann spilaði á HM og mér líst bara nokkuð vel á kauða. Sjáum hvað setur,
Sælir félagar
Gott mál.
Það er nú þannig.
YNWA
Vonandi betri en Voronin en þessi gæi er ekkert að fara að kveikja í úrvalsdeildinni næsta vetur. Frábært hvað menn eru alltaf spenntir fyrir nýjum signings, eiginlega sama hverjir það eru.
Ég fékk reyndar fregnir frá belgískum vini mínum sem fylgist mjög vel með belgíska boltanum, og hann var sannfærður um að þessi gaur væri algerlega að frétta. Ég er ekki eins sannfærður og hann og tel að þarna sé komin hin nýji Erik Meijer.
Gott að þetta er loksins komið í gegn. Vona bara að Hodgson geti notað hann. Flott upp á breiddina sem var nú ekki mikil á síðast tímabili. Torres mikið meiddur og N´Gog gerði sitt besta.
Velkominn til LFC Jovanovi?!
ég vil sjá Ngog lánaðan hvort sem það er í lélegri úrvalsdeildarlið eða 1. deildina, mundi koma honum til góða
Smá þráðrán, en sjáið hversu auðvelt það er að róa aðdáendur þegar maður hefur áhuga á því.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/dirk-wants-to-stay-at-anfield
Kuyt er að fara að spila úrslitaleikinn á HM en hann gefur sér tíma og kemur fram segist auðvitað vilja vera áfram hjá Liverpool því það sé stórkostlegur klúbbur með frábæra sögu.
Þetta er leikmaður sem hefur komið frá öðru landi en er í dag orðin scouser í gegn. Í viðtali um daginn þá sagðist hann vera stoltur af því að fjölskyldan sín væri orðin scouser og það væri bara töluð Enska á hans heimili. Þetta er flottur kappi með Liverpool hjarta.
Væri gaman ef menn eins og Torres og Gerrard gerðu það sama og Kuyt. Mascherano má fara í rassgat fyrir mér eftir hans hegðun í fyrrasumar og svo aftur í sumar. Hirðum peninginn fyrir Masch og kaupum alvöru striker í staðinn, notum svo Gerrard, Aquilani og Lucas bara á miðjunni. ALLIR GAME???
Sælir félagar
Skj
oldalurinn segir allt sem segja þarf.
Það er nú þannig.
YNWA