Dirk Kuyt fyrirmynd innan sem utan vallar

Ég verð seint sakaður um að vera mesti aðdáandi Dirk Kuyt, það vita allir sem lesa þessa síðu reglulega. En það er ekki annað hægt en að vera gríðarlega ánægður með manninn akkúrat núna þar sem hann fann hjá sér tíma, þrátt fyrir að eiga að vera upptekinn í undirbúningi fyrir úrslitaleik HM til að lýsa því yfir að hann væri ekki að fara fet næsta tímabil og að hann langi að vinna titla með Liverpool.

Það hefði kannski ekki talist svo mikil frétt, þannig, eftir síðasta tímabil sem var lélegt hjá bæði Liverpool og Kuyt, að hann langaði að vera áfram en staðan núna er bara þannig að verðmiðinn á honum hefur hækkað töluvert og hann hefur verið frábær á HM með Hollandi og lykilmaður í að koma þeim þannað sem þeir eru komnir nú. Það sem ég er að meina er að það hefði ekkert verið auðveldara fyrir hann núna en að segjast ekki vera viss, og að hann ætlaði að bíða og sjá til eftir HM, heyra hvað nýr stjóri hefði að segja og allar þessar gömlu tuggur. Liverpool er liggjandi núna ef svo má segja og auðvelt að sparka í félagið.

Þess vegna er það gríðarlega hressandi að sjá svona afdráttarlaus ummæli og klárlega eitthvað sem aðrir leikmenn sem hugsa meira um bankabókina en eigin frammistöðu mættu taka sér til fyrirmyndar.

Maður skilur svo sem alveg Steven Gerrard að vilja vera sannfærður um að klúbburinn stefni í rétta átt, en ég man varla eftir því að hafa heyrt svona frá fyrirliðanum nokkurn tíma á hans ferli, ekki svo ég hafi trúað því allavega. Svona hefði t.d. Fernando Torres mátt gefa út líka (þó hann hafi ennþá séns á því) enda skuldar maðurinn eiginlega a.m.k. eitt tímabil þar sem hann er í lagi meira en 55% tímans.

Ekki skilja þetta sem svo að ég sé að úthúða G&T, alls ekki. Ég skil þá vel, en það var enginn að pína Kuyt til að gefa þetta út, hann er að gera það sem stuðningsmenn vilja heyra frá öllum sínum leikmönnum. Mikið óskaplega held ég t.d. að Albert Riera hefði fengið meira að spila og væri ekki eins mikill vælukjói hefði hann svipað hugarfar.

Dirk Kuyt er ekki flinkasti leikmaður í heimi, very far from it, en hann er með hugarfar sem öllum ætti að líka við, hugarfar sigurvegara og það er akkúrat engin tilviljun að hann sé lykilmaður í Hollensku landsliði sem er komið í úrslit í fyrsta skipti í 32 ár.

Mikið vildi ég óska þess að ég væri að skrifa svona lofræðu um annan leikmann en Kuyt, en hann er eiginlega sá eini sem á þetta skilið.

Babú

25 Comments

  1. 110% sammála.

    Ef allir leikmenn Liverpool myndu gefa það sama og Kuyt gefur í hvern einasta leik þá held ég að liðið væri búið að enda ofar í deildinni undanfarin ár. Ég hef átt í Love and Hate sambandi við Kuyt en ef ég ætti að lista upp 3 leikmenn sem ég myndi alls ekki vilja missa úr liðinu núna þá væri Kuyt einn af þeim. Ég held að hann gæti fittað vel inní leikstíl Hodgson og ég er ekki í nokkrum vafa að Hodgson vilji halda Kuyt enda leikmaður sem hvaða þjálfari sem er myndi vilja hafa í sínu liði þ.e. ódrepandi vinnuþjarkur, sjaldan meiddur og skorar mörk reglulega.

    Vissulega fann hann sig ekki í fyrra en málið er að allt liðið var með buxurnar á hælunum. Þá fékk Kuyt sjaldan hvíld sem kom niður á spilamennsku hans. Koma Maxi gerði það að verkum að hann fékk verðskuldaða hvíld milli leikja sem er eflaust að koma hinum til góða á HM. Bara þessi ákveðna yfirlýsing sýnir manni hve vænt Kuyt þykir um félagið og stuðningsmenn þess á erfiðum tímum.

  2. Eins og þú segir þá er þetta ekki besti fótboltamaðurinn en hann er duglegur og hann leggur sig alltaf 110% fram í öllum leikjum.
    Ég held að við gætum séð nýjan Kuyt undir stjórn Hodgson ef hann spila honum frammi með Torres.
    Þetta er leikmaður sem er orðinn scouser og ég vona að hann verði áfram hjá okkur.

  3. Tek undir þetta. Hann hefur verið frábær á mótinu og var að mínu mati maður leiksins gegn Brasilíu, flikkstoðsendingin (skallinn) eftir hornspyrnuna algjörlega í heimsklassa.

    Hann vex enn frekar í áliti fyrir þetta viðtal eins og þú segir og nú vonar maður að honum verði haldið og að hann verði mikilvægur fyrir LFC á næst leiktíð. Fyrir HM var mér nokk sama þótt hann yrði seldur í sumar en nú vil ég endilega halda honum. Sannarlega ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir daufa frammistöðu með LFC síðasta tímabil.

    Óskandi væri að fleiri leikmenn tækju þetta hugfarfar til fyrirmyndar.

  4. Er Kuyt ekki einn naglinn í líkkistu Benitez hjá Liverpool. Kaup sem skiluðu ekki neinu!

    Spenntur að sjá framfarirnar sem Hodgson skilar.

  5. Maður tekur einmitt eftir því í sjónvarpsviðtölum við Kuyt að hann er byrjaður að tala með scouser hreim.

  6. Það var flott að heyra þetta frá Kuyt.

    Ég verð svo að viðurkenna að ég er gjörsamlega kominn með ógeð á því að þurfa að pæla í því annað hvert sumar hvort Steven Gerrard ætli að yfirgefa félagið.

  7. Eins og Gaui Þórðar sagði í TV um daginn…”þetta er púra iðnaðarmaður sem er að vinna alla skítavinnunna”. Lýsir honum vel. Þurfum fleiri svona nagla.

  8. Frábært að hafa svona mann í liðinu. Leggur sig allan í þetta og aldrei meiddur.

    Skil samt ekki enn hvernig hann gat raðað svona inn mörkum í hollensku deildinni.

  9. Í mínum huga er Kuyt miklu meiri Púlari en Gerrard. Sýnir 1000% skulbindingu og tryggð. Hristir ekki hausinn og gefst up á 60 mín vegna þess að Torres var skipt útaf, Hann heldur bara alltaf áfram, aftur og aftur í hverjum einasta leik.

    Ég er líklega í minnihlutahóp hvað þetta varðar en mér er nákvæmlega sama hvað Gerrard gerir, hann má hundskast í Inter, Juve eða Real fyrir mér. Postulani fær stærra hlutverk og við fáum pening til að styrkja kantana… Svo setur Kuytarinn á sig beislið og dregur okkur áfram með Reina aftast á svipunni!

    Með þessu er ég þó ekki að gera lítið úr því Sem Gerrard hefur gert fyrir okkur og líklega hefði ég aldrei sagt þetta strax eftir seinasta tímabil. Væri auðvitað óskandi að allir myndu fylgja góðu fordæmi og lýsa hollustu í garð Anfield. Í fullkomnum heimi….

  10. Ég er nú alveg sammála #10 upp að einhverju marki. Finnst nú samt aðeins of sterkt tekið til orða 🙂

  11. Að mínu mati væri það alveg hræðilegt að missa Kuyt og engu minni skaði en að missa Torres eða Gerrard. Maður finnur ekki svona leikmenn á hverju strái og ég leyfi mér alveg að fullyrða það að hann kæmist í byrjunarlið hjá öllum liðum á þessari plánetu og vel það. Þjálfarar einfaldlega snerta sjálfa sig við tilhugsunina um svona mann.

    Menn geta svo rifist um tæknilega getu hans en hann er virkilega effective leikmaður og það væri ekkert verra að skoða aðeins tölfræðina hjá honum svona af og til, t.a.m. skoraði hann 12 af kantinum 08/09 og bætti 12 assists við það. Það er einfaldlega bara eins gott og það gerist hjá hægri kantmanni. Svo má ekki gleyma allri vinnunni og það að hann gerir það að verkum að vörn andstæðingsins þarf alltaf að vera að tánum þar sem að þeir fá aldrei frið. Svo þegar hann eldist endar hann bara í hægri bakverði og mun halda áfram að skila sínu þar.

    Maðurinn er einmitt eins nr. 2 segir, með þetta Hyypia element

  12. Með fullri virðingu, Ghukha nr 10, þá finnst mér þú vera að gera lítið úr því sem Gerrard hefur gert fyrir okkur t.d. með því að segja að þér sé nákvæmlega sama hvað geri og að hann megi hundskast í burtu.

    Ég veit ekki hvort ég er að lesa vitlaust út úr þessu en mér finnst eins og þú sért að segja að Gerrard sýni klúbbnum ekki nógu mikla tryggð og ef Gerrard, sem er búinn að vera í flokki allra bestu miðjumanna undanfarin ár, hefur t.d. ekki sýnt okkur tryggð með því að vera hjá okkur í allan þann tíma sem hann hefði getað verið hjá betra liði og unnið fleiri titla þar en hann gerði hjá Liverpool þá veit ég hreinlega ekki hvað tryggð er.

  13. 13 – Vissulega er þetta kannski full hart orðað hjá mér og ég dýrka Captain Fantastic! Það fer bara svo í taugarnar á mér að þurfa að velta því fyrir mér hvort hann fari eða verði. Hann ætlaði að fara burt en Rafa hélt honum í Liverpool. Það er endalaust talað um hann sem hjarta Liverpool en mér finnst hann ekki sýna þessa 100% tryggð sem ég vill sjá frá honum. Hann hefði getað komið fram og sagt: “Ég mun aldrei fara frá Liverpool, aldrei spila fyrir annað lið í ensku” eða eitthvað þess háttar. Þetta gera Reina og Kuyt og þeir hengja aldrei nokkurn tíman haus þegar illa gengur…

    Eina sem ég ætlaði að segja þegar ég byrjaði að skrifa var að ég er þreyttur á Gerrard og finnst hann ekki vera liðinu jafn mikilvægur og flestir vilja meina. Hann hefur sýnt okkur tryggð með því að vera hjá okkur allan tímann en hann hefur ekki verið hér án þess að menn hafi barist fyrir því að halda honum hér.

    Ég er engan veginn búinn að gleyma öllu því sem hann hefur gert fyrir Liverpool og vill fyrst og fremst að hann komi fram og lýsi því yfir að hann ætli að vinna titilinn með Liverpool á næstu leiktíð.

    En eins og ég sagði er ég örugglega einn af fáum með þessa skoðun og þetta er auðvitað bara skoðun…

  14. Vel gert hjá kuyt að koma fram og segjast ætla að vera áfram einnig var Agger búinn að segja að liverpool væri enn frábært félag og væri ekkert að fara.Vonandi að fleiri taki þá til fyrirmyndar og komi þessari óvissu allri til hliðar svo hægt verði að fara að sjá hvernig þetta verður næsta vetur.

  15. Það sést bara á honum að hann er Scouser, ég held að hann hafi verið ættleiddur til Hollands í æsku.

  16. Kyut er vissulega með hjartað á réttum stað og leggur sig allan fram.
    Virðist að öllu leyti hinn prýðilegasti maður.
    En ég hef aldrei hrifist af sóknarhæfileikum Kuyt og myndi ekki sakna hans sárlega yrði hann seldur.
    Ég get ekki fyrir mitt litla líf tekið undir komment hér sem bera hann saman við Hyppia. Ég botna bara ekkert í þeim. Hyppia var að mínu mati mun hæfileikaríkari fótboltamaður en Kuyt. Auk þess var Hyppia mun líklegri til að skora en Kuyt þegar hann á annað borð brá sér í sóknina.

  17. Flestir elska Kuyt og hata, en hann skorar reglulega með hollenska liðinu, en var ekki eins góður með Liv. Kannski er það rétt sem sagt er hér að ofan, nýr stjóri getur mörgu breytt, og vona ég að það sé rétt. Tek undir með Babu

  18. Eins og pistla höfundur þá hefur Kuyt ekki alltaf verið minn maður en það sem hann geði með þessari yfirlísingu sinni er einfaldlega það sem hjartað segir houm, Liverpool er númer eitt hjá honum og óskandi að við færum að sjá þetta frá fleirri leikmönnum…

  19. Held að Benitez ætti að lesa bókina fiskur ( http://www.amazon.com/Remarkable-Boost-Morale-Improve-Results/dp/0786866020 ) áður en hann keyrir fleiri menn (og jafnvel klúba) í kaf. Frábær lesning fyrir stjórnendur og aðra, svo lengi sem menn fara eftir því sem þar stendur. Spanjolinn er væntanlega of hrokafullur til að taka mark á þessu en það eru hans mistök. Fengum þessa bók að gjöf hjá mínu fyrirtæki of svínvirkar. þar sem ég er mikill (mætti kalla bilaður) Liverpool aðdáandi var mér mikið hugsað til Liverpool þegar ég las bókina og tel að þetta er einmitt það sem vantaði þarna meðan Spanjolinn var við völd. Það er hægt að hafa gaman og leggja metnað í hlutina á sama tíma. Það er ekki bara tilviljun og væll að menn séu óánægðir innan liðsins þó Benitez lovers vilji meina það.

  20. Eg sagði í vetur, ef Benni fer frá Liv, þá yrði fleiri sem segðu það sama og Riera og Babel, og það er að rætast, að tala eins og þeir gerðu var ekki VÆLL heldur STAÐREYND.

  21. hneykslaður eftir að hafa lesið þetta viðtal við Benayoun, enn sannfærðari en áður eftir þessa lesningu að það var hárrétt að láta Benitez fara

Jovanovi? skrifar undir

HM 2010: Úrslitin ráðast