Í Liverpool Echo: Steven Gerrard to stay at Liverpool FC
Gerrard segir um Joe Cole:
>”He has proved his ability over many years in the Premier League – sometimes against us – so it will be fantastic to play alongside him in a red shirt for Liverpool.”
Semsagt, ég er ekki að fara neitt og við Joe Cole munum spila saman í Liverpool búning á næsta tímabili.
Einnig um Roy:
>”I wanted the chance to meet Roy Hodgson privately and having done so, I’m very impressed with his plans for the future.”
Hérna er líka mjög gott viðtal við Hodgson á official síðunni: Roy on Cole and Masch. Þar talar hann meðal annars um að hafa hitt Torres á Ibiza þar sem að Torres hélt því fram að meiðslin væru ekki alvarleg. Hann á von á að hann mæti til Liverpool 2.ágúst.
Eina spurningamerkið af stóru stjörnunum virðist því vera Mascherano. Ég verð að segja að ef einhver hefði boðið mér það þegar að Rafa hætti að Gerrard og Torres yrðu áfram og að Joe Cole bættist við hópinn og að Masche færi hugsanlega, þá hefði ég svo sannarlega tekið því tilboði.
Já þetta er mjög jákvætt,svei mér þá ef mður er bara ekki orðin ansi spenntur fyrir tímabilinu,klakka líka gríðarlega til að sjá aquilani frískann 🙂
Hérna er líka hægt að hlusta á viðtalið:
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/07/20/liverpool-fc-boss-roy-hodgson-speaks-about-his-latest-signing-joe-cole-100252-26889649/
Ég verð að segja að þessi Mascherano orðrómur gæti eflaust verið úr lausu lofti gripinn og ekkert annað en slúður eins og Hodgsons segir sjálfur í viðtalinu.
Ég verð samt að segja að það er alveg svakalega gott hvað RH er hreinskilinn í viðtölum og segir hlutina eins og þeir eru sem er góð tilbreyting frá tíma RB hjá okkur. Ég var alltaf mikill stuðningsmaður RB en það fór alveg í mínar fínustu hvað hann talaði í kringum hlutina í viðtölum og vildi helst ekkert segja nema we are working very hard and focusing on the next game.
Stökk ekki hæð mína í loft upp (þó ekki há sé) þegar ég heyrði af ráðningu Hodgson en mér líst alltaf betur og betur á karlinn.
Hann kemur vel fram í fjölmiðlum og það sem mikilvægara er að hann hefur greinilega mikinn sannfæringakraft sem er gríðarlega mikilvægt til fá leikmenn með sér. Svo virðist að allir þeir sem ekki voru búnir að ákveða að fara áður en hann kom hafi tekið ákvörðun að vera áfram og líklegt að fleiri eigi eftir að bætast við. Eina spurningamerkið er Mascherano.
Koma Cole hefur gert það að verkum að maður gleymdi að bölva eigendunum í heilan dag og aldrei að vita það haldist út daginn í dag.
Þetta verður ekki mikið skýrara en þetta !
Það berast bara betri og betri tíðindi með hverjum deginum. Hlutirnir eru aðeins bjartari en fyrir viku síðan! Vonandi að eigendamál fari líka að skýrast.
Svo vantar enn nokkra leikmenn í hópinn okkar, þetta er allt í einu orðið spennandi aftur 🙂
Maður hefur ekki undan að lesa gleðifréttar af Liverpool þessa dagana 🙂 Held svei mér þá að ég hafi ekki orðið svona spenntur fyrir boltanum síðan seinni partin í okt eða byrjun nóv….
Er svo hjartanlega sammála síðustu fjórum línunum. Rafa fer og tekur væntanlega Mascherano með en í staðinn fáum við Roy Hodgson og Joe Cole + viðsnúning í hugsun hjá klúbbnum og aðdáendum. Nú er bara að nýta sér meðbyrinn og næla í Ashley Young eða James Milner til að halda þessari gleði-orgíu áfram!
Ég var einnig að velta fyrir mér þessari grein (setti nýjan link, vitnum ekki í The S*n – Babu) varðandi Drogba (32) á 20m til City og hann fengi að fara ef rétt verð kæmi. Þessar “launahreinsanir” hjá Chelsea gæti komið þeim um koll í vetur en eftir að Cole var sleppt og núna jafnvel Drogba mun reynast þeim dýrkeypt. Þeir hafa einmitt verið drjúgir fyrir Chelsea undanfarin árin og án þeirra get ég ekki séð Chelsea annað en veikja sig.
Það má allavega búast við því að ef Drogba verður seldur fari tilboðin í Torres hækkandi og á endanum verði “rétt verð” til þess leiðandi að við verðum án Spánverjans meiðslumhrjáða, en fullar kistur af rússagulli til að styrkja liðið. Þegar maður er farinn að kaupa leikmenn í huganum er spurning um að hætta að skrifa…..
Þetta heitir að þagga niður í fjölmiðlum:
“That’s been exaggerated and it’s good to have a chance to put the record straight. I left a voice message – obviously I wanted to congratulate him on the World Cup that he had, to say I was really looking forward to seeing him again and wish him a good holiday.
“I remember actually saying, ‘Don’t feel as though you have got to ring back. As far as I’m concerned, it’s just important for you to know I am trying to contact you and I am counting on you.'”
Hodgson er nákvæmlega það sem Liverpool þarf…..eitthvað annað en endalaust laumuspil Rafa. Hann virtist alltaf hugsa “I’ts not your business” til blaðamanna og gaf ekkert upp sem leiddi til þess að fréttamenn fóri að giska í eyðurnar. En það er ekkert rúm til að gista í eyðurnar hjá Hodson, hann segir hlutina bara eins og þeir eru.
Þetta eru frábærar fréttir. Nú þurfa bara Torres og Mascherano að gefa rétt svör, og eins og eitt stykki bakvörður og eitt stykki sóknarmaður að bætast í hópinn, og þá er þetta sumar orðið betra en ég þorði að vona.
Ég er allavega bjartsýnn í dag, í fyrsta skipti í langan tíma.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir Liverpool. Ég held að það skiptir miklu máli að Hodgon er enskur og hefur getu og sannfæringakraft til þess að tala við þessa kalla. Eitthvað annað ef erlendur þjálfari með litla enskukunnáttu hefði verið ráðið eins og hjá City. “Hello Gerrard you stay and football play with us, OK!”
En við erum á réttri braut og verðum í toppbaráttu á næstu tímabili.
Og strákar…Please ekki vera að vitna í The Sun….not cool…..drullu pappír!!!!
Getur einhver sagt mér númer hvað Joe Cole verður? Er búinn að vera að lesa að hann verði númer 7. Sá síðan að hann var í æfingasetti með númer 10 á sem er sama númer Jovanovic var að velja. Er ekki alveg að þora að setja “J.COLE nr 7”.
Á heimasíu Liverpool er Jovanovic nr. 10 svo Cole verður væntanlega nr. 7
http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team
á myndum frá Sviss þá er Cole númer 10 og Jovanovic er númer 11. Ætli Jova hafi ekki bara gefið tíuna eftir? Hún segir Cole kannski meira en Jovanovic.
Ég ætla hreinlega að giska á að þetta hafi verið búningasett sem kit maðurinn hafi hreinlega verið með … 7 hefur ekki verið notuð lengi og því verið talið óþarfi að taka kit með því númeri með til Sviss. Menn þurfa stundum að redda sér á svona ferðalögum….
Krosslegg fingur að Jovanovic hafi gefið eftir treyju númer 10. Ef Cole verður nr 10 fer hann klárlega á bakið mitt.
Þetta eru mjög góðar fréttir, og nú vantar okkur bakvörð og sóknarmann og þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur…. Hef mikla trú á að Aqulani eigi eftir að eiga gott tímabil… og hópurinn er bara að skyrkjast væri gott að fá á hreint hvað Torres gerir og svo er Mascerano stórta spurningin en samkvæmt enskum miðlum hafa engin tilboð borist í hann….
Miðað við núvernadi hóp, hvernig myndu menn vilja sjá liðið uppsett af Hodgson.
Afhverju ætli Insua sé að æfa á Melwood núna með Gerrard, Carra, Glen og Agger, ef hann er á leiðinni til Ítalíu?, sbr. þessa mynd -> http://assets.liverpoolfc.tv/uploads/102932566ap019_liverpool_fc.jpg
Þetta er athyglisverð nýjung: myndir af mönnum í læknisskoðun. Þetta er bara einsog hjá Real Madrid: http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/exclusive-cole-medical-pics
Viðbrögð Gerrard og Carragher minna mig óneitanlega dálítið á það þegar Robbie Keana mætti til liðsins. Þetta er náungar sem þeir þekkja, hafa djammað með og í þessu tilviki – spilað með líka.
Vonandi stendur Cole sig, þetta er hörkuleikmaður.
Pepe
Johnson – Carra – Agger – VinstriBak
Maxi – Aquilani – Lucas – Cole
Torres – Gerrard
Babel, Jovanovic, Kuyt, Ngog, Riera, Skrtel, Kyrgiakos utan þessa liðs. (Reikna með að Mascherano fari)
Vantar: senter, miðjumann og tvo vinstri bakverði. Helst cover fyrir hægri bakvörðinn líka svo það verði pláss fyrir Joe Cole í staðinn fyrir Degen í sjúkraþjálfuninni. Það þarf að losa annað hvort Riera eða Babel út.
Ég held að hann losi sig nú við Degen þar sem að Kelly getur leyst hægri bak af með glæsibrag og spurning jafnvel hvort að Kyrkiakos fari líka.
fyrst Postulani komst í gegnum læknisskoðun þá ætti þetta nú bara að vera formsatriði 🙂
maður bíður spenntur eftir að “Joe Cole: The first interview” detti inn á official síðuna
Mjög jákvætt að fá þetta á hreint hjá Gerrard, nú vonar maður bara að hann finni aftur baráttuandann og hætti þeim leiða ávana að hengja haus í hvert sinn er á móti blæs.
Við gætum verið að horfa framá skemmtilegt tímabil eftir allt 🙂
sýnist á öllu að Joe Cole sé komin með númerið 10 aftan á fallega rauða búninginn sinn. Hann er allavegana í stuttuxum númer 10 í medical skoðun.
Það mætti reyndar halda að opinbera síðan hafi étið spínat undanfarið, mjög öflug og vel uppfærð eftir að hafa verið orðin alveg glötuð á tímabili í vor.
Ég vona að Hodgson eigi þátt í því að opna síðuna aðeins. Þetta er algjör snilld og mjög gaman að þessu. Auðvitað á opinbera síðan að vera fyrst með fréttirnar, ekki einhverjar minni síður. Hodgson hefur verið opinskár í viðtölum líka, sem er frábært.
Ég er sammála mönnum með að það er afskaplega gaman að fylgjast með núna þar sem að Roy Hodgson er mun opinskáari manager heldur en Benitez. Svo er síðan að fylgja í kjölfarið að virðist vera !
Áfram með svona.
Svo skil ég ekki afhverju Jovanovic ætti að hafa látið eftir númer 10. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað spaug en annars þá er ég að fara fá mér nýja búninginn með Cole 10 á ef þetta reynist rétt !
http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/r/rangers/8839525.stm
Wilson had become a regular at the heart of Rangers’ defence at 18-years-old
Rangers have agreed a deal in principle with Liverpool over the sale of defender Danny Wilson.
Frábært að fá Wilson líka til liðsins en þá held ég að Soto verði seldur mjög fljótlega.
Ánægður með að Ssteinn hafði ekki rétt fyrir sér í frábærum pistlum sínum, Stöðumatinu um framsækna miðjumenn.
Steini sagði þetta:
Hann tippaði á Stephen Ireland en þeir leikmenn sem geta spilað vinstri kantmann eru nú Ryan Babel, Jovanovic og Joe Cole sem getur einnig spilað sem framsækinn miðjumaður en fyrir í þeirri stöðu eru einmitt Steven Gerrard og Aquilani. Annar þeirra er aftar á miðjunni í okkar sterkasta byrjunarliði.
Okkar sterkasta byrjunarlið að mínu mati:
Pepe Reina
Glen Johnson – Agger- Carra- ???
Lucas – Gerrard
Kuyt – Aquilani – Joe Cole
Torres
Á bekknum menn eins og Skrtel, Maxi, Babel, Jovanovic og nýr framherji líka. Ég geri ráð fyrir því að selja Riera og Mascherano.
Gæðaleikmenn
Reina
Torres
Gerrard
Johnson
Carragher
Agger
Skritel
Lucas
Aquilani
Kuyt
Cole
Maxi R.
Babel
Gæðaleikmenn sem eru ekki með toppstykkið í lagi
Marcherano
Riera
Flottir leikmenn
Wilson
Jovanovic
Vantar vinstri bakvörð
Torres Kuyt
Babel Aquilani Gerrard Cole
Vinstri bakvörður Carra Agger Johnson
Reina
Torres Kuyt
Babel Gerrard Cole Aquilani Johnson
Carra Agger Skritel
Reina
Menn sem ég vil sjá í liðinu alltaf eru Torres, Gerrard, Joe Cole, Aquilani, Johnson og Carra.
Reina vil ég allstaðar sjá, í markinu, í partínum og já bara allstaðar. Frábær gaur.
Flott að fá Danny Wilson til liðsins, ég var mikill aðdáandi alnafna hans (hljómsveit sko) hér back in the 80’s 🙂
Eitt besta lag sem 80’s skilaði af sér í poppinu, 1987 var árið.
http://www.youtube.com/watch?v=fGxUgmcOA-M
Þetta er yndislegt!!! Þegar maður heyrir bjartsýnina í Liverpoolmönnum þá veit maður að það er komið hásumar!!
Lýst vel á að Wilson sé að koma. Hljómar vel en hef þó aldrei séð hann áður. Vill þó ekki missa Soto frá liðinu, frekar væri ég til að fá aur fyrir Skrtel sem hefur ekki verið að heilla mig á undanförnum mánuðum.
En getur verið fyrst að Liverpool er vinstri bakvarðarlaust þessa stundina að Royson ætli að spila 3-5-2 ?
Reina
Carra – Agger – Skrtel
Maxi- Gerrard – J.Cole – Aquilani – Jovanovic
Torres- Kuyt
Kannski er þetta of sóknarsinnað lið, vantar reyndar einhvern sópara á miðjuna. Hentar líka í þessari uppstillingu að hafa Kuyt á kantinn því hann er svo mikill baráttujálkur varnarlega séð.
Wilson kominn til Liverpool staðfest
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-agree-wilson-deal
djöfull er spennandi að sjá svona mikið af fréttum alltaf.. wilson, cole, jovanovic og jonjo eru klárlega góð bæting á liðinu!! maður veit hreinlega ekki hvernig liðið verður.. er hann að fara að spila 442 – 352 – eða 451 þetta á allt eftir að koma í ljós en þar sem wilson er örfættur ásamt auðvitað agger gæti ég trúað að það verði bara keyptur einn vinstri bak því við erum með 5 miðverði og 2 af þeim örfættir. og hvað er insua farinn eða ekki. sest á æfingu með gerrard og ko. en maður reiknar með því. svo býst ég við einum framherja vona það allavega!! ég get ekki ímindað að það verður gert neitt í miðjunni nema að mascherano fari..
Þetta er bara það sem að ég hef bent á síðan að hr Benitez fór og menn spáðu svartnætti en staðan er önnur eins og ég bjóst við enginn mannaflótti nýjir leikmenn koma og aðrir fara og verður varla saknað. Þetta er bara rétt að byrja það eiga eftir að koma fleiri góðar fréttir
Snillingur Haflidi @35! Eg geri rad fyrir ad linkurinn se a Mary’s Prayer sem er geggjad lag! Mamma straksins var pottthett gruppia hja bandinu og skirdi hann thvi Danny 😛
En vissirdu ad bandid het eftir karakter ur biomynd fra 1952 og fyrsta platan theirra het eftir myndinni sjalfri, Meet Danny Wilson?
Neibb vissi þetta ekki, skemmtilegar upplýsingar hér á ferð 🙂
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-defender-can-leave
Flottar fréttir.. Vonandi að það komi fréttir af brottför El Zahr næst
14 goa
Þetta hefur greinilega breyst síðan þú skoðaðir þetta, núna er J. Cole nr. 10 og Jovanovich án númers
http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team
í netbúðinni á official síðunni er Jovanovic ennþá nr. 10