Jæja, leiktímabilið hófst í kvöld hjá okkar mönnum með nokkuð auðveldum 2-0 útisigri á makedónska liðinu FC Rabotnicki í Skopje, í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrir leikinn höfðu margir áhyggjur af því að þetta gæti farið illa sökum þess hve margir aðalliðsmenn Liverpool væru fjarverandi og hversu stutt er liðið á undirbúningstímabilið en þær áhyggjur reyndust röklausar. Þetta var auðvelt.
Roy Hodgson stillti upp eftirfarandi liði í þessum leik:
Kelly – Skrtel – Kyrgiakos – Agger
Amoo – Spearing – Lucas – Jovanovic
Aquilani
Ngog
BEKKUR: Gulacsi, Ayala, Darby (inn f. Agger), Ince, Eccleston (inn f. Amoo), Shelvey, Dalla Valle (inn f. Aquilani).
Það þarf ekki að fjölyrða mikið um þennan leik. Allt tal um makedónska stemningu á áhorfendapöllum, baráttuglatt lið og erfiðan útileik fór fyrir lítið þegar leikurinn hófst og maður sá að mótherji kvöldsins ætlaði að sýna Liverpool fulla virðingu og spila af hræðslu. Stemningin á pöllunum var engin og Rabotnicki-liðið ógnaði marki Liverpool nákvæmlega einu sinni í 90 mínútur.
Það var franski framherjinn David Ngog sem gerði út um þessa viðureign með tveimur mörkum, einu í sitt hvorum hálfleik. Fyrra markið (sjá hér á 101greatgoals.com) kom eftir langa stungusendingu Lucas úr aukaspyrnu. Ngog dansaði framhjá vörn heimamanna, enginn þeirra hirti boltann þannig að hann gerði það bara, potaði honum yfir markvörðinn líka og renndi honum í tómt markið.
Seinna markið (sjá hér á 101greatgoals.com) kom eftir upphlaup Martin Kelly hægra megin og fína fyrirgjöf hans inn á markteiginn nær, þar sem Ngog var fyrstur á boltann og setti hann upp í þaknetið. Game over.
MAÐUR LEIKSINS: Það er freistandi að gefa David Ngog nafnbótina en Ryan Babel fær verðlaunin að þessu sinni fyrir flottasta atvik kvöldsins. Fyrir þá sem fylgjast ekki með Babel á Twitter þá er hann að klára sumarfríið sitt og horfði á leikinn á netinu í kvöld eins og við hin, og Twíttaði um hann líka eins og við hin. Nema hvað, undir lok leiksins rann upp fyrir honum ljós og hann setti inn þessi tvö Twít:
Greyið Ryan Babel. Hann sá að klúbburinn seldi Yossi Benayoun og Albert Riera í sumar og hefur sennilega verið mjög spenntur fyrir komandi leiktíð og haldið að nú ætti hann greiða leið inn í byrjunarliðið sem vinstri vængmaður. Sest svo niður til að horfa á leikinn í kvöld og sér einhvern Milan Jovanovic fara hamförum á vinstri vængnum. Ryan Babel, maður kvöldsins. 🙂
Næsti leikur liðsins er vináttuleikur gegn Borussia Münchengladbach í Þýskalandi og fer sá leikur fram kl. 12:30 í hádegi sunnudags. Því næst leikur liðið svo heimaleikinn gegn Rabotnicki á Anfield eftir viku áður en enska Úrvalsdeildin hefst eftir rétt rúmlega tvær vikur. Héðan í frá getum við líka gert ráð fyrir að fyrirliðarnir og fleiri slíkar hetjur fari að spila sig í gang þannig að þetta er bara nokkuð björt og góð byrjun á tímabilinu hjá Roy Hodgson og Liverpool FC.
ÖRUGGT !
Var Jovanovic góður? hvernig var Agger í bakverðinum? Er Aquilani að komast í form? Amoo virkar spennandi sé ég í lýsingunni á BBC. Og hvernig var Kelly í bakverðinum?? 🙂
Það er lítið að segja um frammistöðu leikmanna í þessum leik. Cavalieri og vörnin höfðu ekkert að gera, miðjan okkar spilaði reitabolta í rólegheitunum á meðan Milan og Amoo sáu um sóknartilburðina. Það þurfti bara ekki meira en Milan, Amoo og Ngog til að vinna þennan leik. Þess vegna var ég ekkert að tína til frammistöður leikmanna í skýrslunni, því flestir okkar manna voru í nokkuð hlutlausum gír og léku hvorki vel né illa.
Heilt yfir var þetta mjög fín frammistaða. Mér fannst Lucas mjög góður og það er augljóst að hann blómstrar ef hann er ekki látinn spila sem of mikill varnarmiðjumaður. Spearing fannst mér ágætur. Aquilani var fínn, en ekki eins góður og hann getur verið. Vonandi spilar hann sig í stuð á þessu tímabili. Agger, Skrtel og Kyrgiakos voru fínir og sama má segja um Cavalieri, en það mæddi ekki mikið á þeim. Darby var svo fínn þegar hann kom inná. Kelly var hins vegar alveg frábær og mér finnst hann fullkomlega tilbúinn til að vera backup fyrir Johnson. Ngog stóð sig vel og vonandi heldur hann þessu áfram. Dalla Valle fékk náttúrlega ekki tækifæri til að sýna sig því leikurinn var alveg dauður þegar hann og Ecclestone komu inná. En menn leiksins að mínu mati voru kantmennirnir hjá okkur!
Það er langt síðan maður hefur séð klassa kantspil hjá Liverpool en í kvöld sást það. Ég held mikla trú á Jovanovich, og hann sýndi á köflum að hann verður mörgum varnarmönnum EPL óþægur ljár í þúfu í vetur. Amoo er svo klárlega framtíðarmaður þarna á hægri kanntinum. Frábær tækni og gríðarlegur hraði, en vantar aðeins upp á krossana.
Að lokum fannst mér gaman að sjá að Hodgson er búinn að setja sitt mark á leikstíl liðsins. Menn voru fljótir að gefa boltann frá sér og menn hlupu og sýndu sig þegar þeir voru ekki með
boltann.
Ég er farinn að hlakka til tímabilsins!
Ég sat við barinn á Players með burger og bjór og sjaldan verið eins rólegur yfir knattspyrnuleik á ævi minni ! Var meira að svitna yfir verðinu á borgaranum en leiknum sjálfum.
Go Babel ! Vonandi að hann átti sig á að hann þurfi að hafa sig allan við ætli hann sér að vera í byrjunarliði hjá Liverpool í vetur !
Ég spáði 1-4 en jú þetta var öruggur og auðveldur sigur á grútlélegu liði.
Stilla upp nánast sama liði fyrir seinni leikinn og hvíla G&T, K&B, M&M og hinar stjörnurnar lengur.
Er ég sá eini sem fíla það ekki að meðlimur liðsins sé að tjá sig opinskátt um aðra leikmenn og furða sig yfir því hvernig þjálfarinn skiptir um stöður – allt á meðan leikurinn á sér stað! Mjög spes.
Annars var þetta flottur leikur, Amoo kemur mjög sterkur inn og Lucas var eins og herforingi á miðjunni. Aquilani á þó langt eftir í að sýna sitt rétta form. Þá varð maður einnig pínu skelkaður þegar maður sá hvað Kyrkiakos var hræðilega hægur í miðverðinum, það var eitthvað hlaup þarna í miðjum seinni hálfleik þar sem framherjinn skildi hann algjörlega eftir. En það er kannski tæpt að dæma svona leikmann út af einu hlaupi, ekki síst þar sem hann var Grikki á Makedónískum (?) velli.
var Babel semsagt að twitta meira um leikinn en þetta tvennt sem er í umsögninni um leikinn?
Eins mikið og ég vona að aqualína detti í gang þá finnst mér hann alltaf gera of marga sendingafeila og tapa návígjum… en ég held samt áfram að vona.
En þetta lið verður ekkert dæmt út frá þessum eina leik, gerðu það sem þurfti þó stemningin að horfa á væri svipuð og í æfingaleikjum.
Fínt engu að síður fyrir seinni leikinn að geta haft stjörnunar á bekknum til að koma inn í lokinn uppá leikformið, stresslaust.
Þetta var mjög rólegt. Lucas og Ngog voru áberandi bestir.
Aquilani fannst mér slakur, veit ekki hvort hann var hræddur við að meiðast eða fannst aðstæður ekki sér boðlegar. Kannski ber hann titilinn Prinsinn með rentu. Auðvitað má ekki dæma menn strax en ég tippa á að hann verði seldur um áramót.
En öruggur sigur og mér lýst mjög vel á komandi leiktíð.
Viva Liverpool
Ég túlka twitt Babels sem hrós á meðspilara.
Sammála Gunnari. Ég túlka ekkert neikvætt við þessi twitter skilaboð Ryans Babel. Hann getur hafa verið furðulostinn yfir góðri frammistöðu Milan og þess vegna sagt þessar setningar. Skulum ekki mála skrattann á vegginn alveg strax.
ég las einmitt það sama úr þessum skilaboðum Babels, að hann væri furðu lostinn yfir hæfileikum Jovanovic og bara nokkuð ánægður með nýja meðlim klúbbsins.
Ekki myndi ég kalla það hrós að líkja boltatækni hans við Riera.
Babel virðist vera nokkuð stressaður með sæti sitt í liðinu eftir leikinn í gær….hann er allavega mættur á Melwood eftir að hann sá að Jovanovic er ekki bara striker….held að hann hafi átt að mæta á mánud eins og torres kyut og reina.
Af hverju þá ekki að spila Babel bara loksins þá sem stiker ?
Hann getur þá spilað með Torres frammi eða N’Gog þegar að Torres meiðist.
Riera er bara með mjög fína boltatækni, það er engin vanvirðing að bera tækni Milan saman við hans. Enda held ég að Babel hafi verið að meina þetta sem hrós.
Go Babel!
Afsakið þráðránið en er þetta hægt?
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/nordurkoreska-fotboltalandslidid-nidurlaegt-opinberlega-i-sex-klukkutima-eftir-sneypufor-a-hm
Djöfull eru þetta ömurlegar fréttir!
http://www.visir.is/n%27gog-fornarlamb-kynthattanids-i-gaer/article/2010915826558
Ég vona að Rabotnicki fái þunga refsingu ef satt reynist!
Því miður er þetta ekki klúbbsbundið vandamál, þetta er þjóðarmein og það þarf að henda liðum frá Makedóníu úr Evrópukeppni útaf þessum landlæga andskota.
Sektir og högg á handarbak duga skammt.
Vel gert hjá Liverpool. Er of snemmt að tala um titilvonir sökum góðs gengis?
Já það finnst mér Zero 🙂
Annars bendi ég hér á frétt mbl sem tekin er af daily mail.
http://mbl.is/mm/enski/frettir/2010/07/31/liverpool_med_defour_i_sigtinu/
Er þessi gaur spennandi?
Ég hef áhyggjur af Pacheco og að hann vilji fara. Var að lesa pistil um að Hodgson ætli að láta Pacheco vera backup fyrir Aquilani. En Aqua mun líklega ekki eiga fast sæti í líðinu þannig að svo virðist sem Pacheco sé í ákveðinni pattstöðu og ég skil hann að vilja fara ef þetta er málið. Persónulega finnst mér að það eigi að selja Aqua og nota Cole og Pacheco í þessa stöðu og Gerrard þá aftar með Lucas eða öðrum sem kemur í stað Masch.
Pacheco er maðurinn sem Liverpool hefur beðið eftir í mörg mörg ár. Það hreinlega verður að búa til pláss fyrir Pacheco í liðinu þannig að hann fái að spila.
Vona innilega að við höldum Pacheco. Markakóngur Evrópumóts U-19 hlýtur að maður sem við getum notað í vetur og þá í töluvert stærra hlutverki en í fyrra. Ég hef fylgst með honum í varaliðinu þar sem að hann ber af öðrum leikmönnu. Svo hefur mér alltaf litist vel á hann þegar hann hefur fengið mínútur með aðalliðinu. Er ekkert að hika við hlutina, virkar algjörlega óstressaður þó svo að hann sé að spila gegn eldri og reyndari mönnum auk þess sem hann hefur klárlega mikla sköpunarhæfileika og frábæra spyrnutækni
Varðandi Defour þá er komin frétt þess efnis í Echo og því verður það að teljast nokkuð áreiðanlegt og að hann sé falur á 12 milljónir evra. Held að það sé nokkuð solid kaup sem ættu að gefa okkur smá afgang af Mascherano sölunni ef af verður. Einnig kemur fram að við séum á eftir Christian Poulsen sem ég er ekki eins spenntur fyrir. Rulluleikmaður í Juventus fer varla að gera stóra hluti hjá okkur http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/07/31/liverpool-fc-manager-roy-hodgson-targets-steven-defour-and-christian-poulson-100252-26967904/
Echo vilja einnig meina að við ætlum að reyna við Paul Conchesky sem ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af nema þá sem backup í bakvörðinn. Vona innilega að við séum á eftir betri bakverði en það. Þessi “homegrown” regla er strax farin að fara í taugarnar á mér. Wigan virðast vera að hækka verðmiðann á Maynor Figueroa auk þess sem hann telst ekki sem homegrown. http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/07/31/liverpool-fc-manager-roy-hodgson-eyes-move-for-fulham-s-paul-konchesky-100252-26967903/
það sem ég skil ekki er af hverju það lá svona á að selja Insua sem telst sem home grown á 5 milljónir og vera ekki með einhvern nánast öruggan í staðin í sigtinu. og að fara kaupa luke young eða konchesky þarna sem eru báðir 30+ ára í staðin er bara bull þeir eru ekkert betri en hann og eiga miklu minna eftir !
en ég væri held ég alveg sáttur með að kaupa þennan defour er drullu góður og á helling inni aðeins 22 ára og gæti myndað rosalegt miðjupar með gerrard! geta báðir varist og sótt !!
ef þeir selja macherano á 25+ og fengu hvað 3,5 fyrir riera 5,5 fyrir gyðingin og 5 fyrir insua. ég veit að það fer einhvað í laun til j.cole og jovanovic og svo 2 millur í wilson en þetta á að gefa hátt í 35 milljónir til leikmannakaupa! fyrir þann pening vil ég sjá bridge keyptan ætti að kosta undir 10, þennan defour fer á um 10, og svo væri ég til í að fá carlton cole frammi með torres á 10-15 millur hann er enskur og hann er stór og sterkur og myndi hjálpa torres rosalega uppá pláss frammi og góður í að halda bollta. svo skoraði hann 10 mörk í deildinni fyrir west hamm þrátt fyrir að meiðast í 2 mánuði svo voru west ham ekki beint að brillera! held að okkur vantar einn svona stóran sterkan frammi í föstum leikatriðum og til að fá bollta og halda honum þið sjáið bara hvernig drogba og anelka eru að virka hja chelsea !
liverpool liðið með reina í markinu jonson og bridge í bakvörðum, carra og agger í miðvörðum. gerrrard og defour á miðjunni. kuyt og j.cole á köntunum. c.cole og torres frammi. og á bekknum skrtl, wilson, pacheco, jovanovic, babel, maxi, lucas. og + sammy lee að öskra á 4 dómara !
þetta lið á að enda í efstu 4 sætunum ef ekki bara taka titilinn og bæta met arsenal með að fara tapplaust í gegnum heilt season
Það hefur komið fram að peningar vegna sölunnar á Yussi Benayoun dekkuðu kostnað vegna starfslokasamningsins við Rafa og bætur til Fullham fyrir að losa Hodgeson undan samningi svo þeir peningar fara aldrei til leikmannakaupa.
Núna er bara að dúndra inn 3 leikmönnum á næstu 7 dögum og ekkert kjaftæði.
Bridge í vinstri bakkarann
Defour á miðjuna
og svo alvöru senter til að spila með Torres.
Ég er ekki hrifinn af því að fá C.Cole á 12-15 millur, þá væri ég frekar til í að fá Darren Bent.
Og með Defour þá vona ég að hann komi hann er frábær miðjumaður en ég held að hann sé ekki nægilega góður varnarlega til þess að leysa Masch af.
However, it appears Aurelio could in line for a sensational return to Anfield as Roy Hodgson is ready to offer him a deal to solve his problems at left-back.
Hodgson is believed to be an admirer of the South American and Aurelio has linked up with the rest of the Liverpool squad in Germany for their pre-season friendly with Borussia Moenchengladbach .
Aurelio að koma aftur til liðsins.
þetta er á sky.
darren bent skoraði einhver 26 mörk á síðasta tímabili fyrir sunderland. hann fer aldrei undir 20! ekki sens sunderland keypti hann held eg á enhverjar 13-14 og færu aldrei að láta hann fara! skil ekki af hverju benitez eða einhver af hinum stóru liðunum voru ekki löngu búin að kaupa hann
mer finst aurelio drullu góður en hann er alltof mikið meiddur er alveg til í að hafa hann og sjá hvernig hann er í sambandi við meiðslin en eg vil fá annan bakvörð líka !!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta er staðfest !!!
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-re-sign-aurelio
Ég er bara ánægður með það að F.A sé kominn aftur, og skildi ekkert afhverju hann fékk ekki 1-2 ára samning aftur. Þetta er maður sem hefur ekki verið hinn hressasti í líkamanum en þegar hann spilaði fannst mér hann alltaf stöðugur og traustur. Tala nú ekki um markið sem hann setti á móti Chelsea. Priceless!!