Í kjölfar fréttana af Vladimir Smicer, þá hefur Liverpool tilkynnt að eftirfarandi ungir leikmenn hafi verið [leystir undan samningi](http://www.thisisanfield.com/index.php?newsid=archive-05082005-05142005#474):
Paul Harrison, Mark Smyth, Richie Partridge og Jon Otsemobor
Þetta þarf nú ekki að koma mönnum á óvart. Partridge spilaði sinn fyrsta leik fyrir fjórum árum, en hann hefur hins vegar ekkert náð að sanna sig og er orðinn 25 ára gamall. Harrison er markvörður, sem var á bekknum í síðustu leikjum síðasta tímabils. Pabbi hans lést í Hillsborough hörmungunum og hann er mikill Liverpool aðdándi, en á sennilega lítinn sjens á að komast nokkurn tímann í liðið með þá Carson (og væntanlega Reina) fyrir.
Smyth spilaði að mig minnir einhverja leiki í deildarbikarnum og hann virkaði ágætlega á mig. Hann er tvítugur og hefur spilað með ensku unglingalandsliðunum. Otsemobor spilaði aðeins fyrir tveimur árum, en hefur ekkert fengið að spreyta sig undir stjórn Rafa. Hann er 22 ára gamall.
Já, þetta verður fjörugt sumar!
Nú fylgist ég ekki jafn grannt með Liverpool og þið félagar, en var ekki Otsemobor sæmilegur? Mig minnir nú að kappinn hafi sýnt að hann væri eitthvað efni áður en hann var lánaður frá félaginu, undir stjórn Houlliers þá.
Otsemobor fékk aðeins að spreyta sig fyrir tveimur árum (eða var það í fyrra?) en mér fannst hann nú aldrei neitt voðalega góður. Hann fékk nú samt ágætis dóma en ég held að það megi frekar skrifast á það að verið var að miða hann við biscan og diao sem voru að “slást” um hægri bakvarðarstöðuna við hann á þeim tíma.
Mér finnst engin sérstök eftirsjá í þessum mönnum og bara fínt að losna við þá af launaskrá þó launin þeirra hafi sjálfsagt ekki verið að sliga klúbbinn.
Ég held að það sé ekki málið að losna við þessa menn af launaskrá, heldur frekar að gefa þeim sjens á að standa sig með einhverjum liðum, sem eru ekki í sama klassa og Liverpool.
Eflaust eiga Otsemobor, Smyth og Harrison eftir að standa sig vel hjá öðrum liðum, þar sem þeir eru fínir leikmenn. Það er hins vegar ólíklegt að þeir verði nokkurn tímann nógu góðir til að verða fastamenn hjá liverpool.