Seinni leikur í forkeppni Evrópudeildar var fyrsti heimaleikur Roy Hodgson á Anfield. Þrátt fyrir fín úrslit í fyrri leiknum var engan bilbug á nýja stjóranum að finna sem stillti upp sterku liði gegn Makedónunum í kvöld.
Liðið:
Johnson – Skrtel – Carragher – Kelly
Lucas – Gerrard
Pacheco – Cole – Jovanovic
Ngog
Bekkurinn: Gulacsi, Aquilani, Kyrgiakos, Maxi, Wilson, Spearing og Eccleston.
Í raun voru þeir félagar undir senternum á stöðugu floti, þó fyrst og fremst kantstrikerarnir sem rúlluðu milli vængja.
Fyrri hálfleikurinn var stanslaus pressa, sóknir buldu á gestunum sem aldrei áttu möguleika. Gerrard og Cole voru að þræða boltanum sín á milli og búa til færi sem of fá nýttust. Fyrsta markið kom svo á 21.mínútu uppúr horni. Gerrard stökk til og tók stutt horn á Cole sem átti fína sendingu inní þar sem David N´Gog kom á ferðinni og hamraði boltann með hausnum í þverslá og inn. Staðan orðin 1-0 og ljóst að þessi viðureign var búin.
Áfram hélt einstefnan og á 39.mínútu var forystan tvöfölduð þegar N´Gog gerði vel að vinna vítaspyrnu sem fyrirliðinn Gerrard kláraði með stæl. Þrátt fyrir mýmörg færi var staðan að loknum fyrri hálfleik því 2-0.
Sá síðari hófst með þverslársendingu eða skot frá Joe Cole og það sem eftir lifði leiks pökkuðu Rabotnicki öllum í vörn og Liverpool hélt boltanum í drep en náðu ekki að nýta sér þau færi sem sköpuðust. Voru þau þó nokkur, Cole, N’Gog og Maxi fengu fín færi, auk þess sem við hefðum átt að fá víti. Í uppbótartímanum gátum við svo fengið á okkur mark en ótrúleg vörn Martin Kelly og síðan stöngin björguðu okkur frá því.
Síðasti leikur fyrir mótið kláraðist 2-0 og við förum áfram í Evrópudeildinni.
Liðið átti fína kafla í þessum leik en vantaði drápseðlið í síðari hálfleik.
Cavalieri fékk ekkert að gera í vörninni og hafsentaparið Skrtel og Carra voru solid. Bakverðirnir áttu fína leiki, sérstaklega var gaman að sjá Kelly vinstra megin og hans fína vinstri fót! Getur alveg hlaupið undir bagga þar, átti flottar sendingar og ágætt skot úr stöðunni. Mikið væri nú gaman að sjá hann heilan í vetur!
Gerrard og Lucas leystu miðjuna vel, sá brasilíski fær greinilega mun meira frelsi en hjá Rafa og er að græða á því, Gerrard þarf að venjast því að vera með hlutverk “til beggja átta” í stöðunni en er virkilega að ná saman við Cole, sem mun skipta máli! Kantsóknarmennirnir framan við miðjuna voru að spila fínt. Jovanovic virðist svakalega duglegur leikmaður sem á eftir að nýtast vel held ég, Pacheco átti lipra spretti en dalaði þegar á leið, eilítið eigingjarn á köflum en jákvætt fyrir hann að fá 90 mínútur á Anfield. Kannski hann ætti að fara í lán þar sem hann fær meiri mínútur?
David N´Gog sýndi allar sínar hliðar í kvöld. Hann hefur tækni og markanef, það sýndi hann. En hann sýndi líka ákveðið einbeitingarleysi í færunum, hefði getað verið kominn með þrennu í hálfleik og átti að vera með þrennu í leikslok. Hann er að mínu mati leikmaður sem mikið verður pælt í næstu vikur. Ég er alveg klár á því að hann er ekki nógu góður til að leysa Torres af, en er fínn kostur sem senter nr. 3. Þá fær hann aftur á móti ekki mikið að spila, sem er það sem hann þarf.
En maður leiksins í kvöld fannst mér vera Joe Cole. Alltaf á ferðinni, alltaf að skapa. Kom sér í færi og bakkaði vel til að hjálpa vörninni. Hann mun breyta miklu í vetur ef hann helst heill og alveg með ólíkindum að þessi maður hafi komið á frjálsri sölu!
Varamennirnir urðu þrír. Aquilani kom inn fyrir Gerrard og lék illa. Maxi kom inn fyrir Jovanovic og var virkilega sprækur. Spearing kom inn fyrir Lucas og gerði lítið af sér og lítið fram á við, en í fínu lagi.
Samantekt kvöldsins?
Léttur leikur sem var kláraður í fyrri hálfleik og hefði mátt vera erfiðari. Næst er það alvaran, Wenger og félagar á Anfield.
Það verður alvöru!!!
Myndir koma frá BBC
Ágætis æfing fyrir leikmenn LFC. Cole lofar mjög góðu, er líka ánægður með Ngog, hann er að setja nokkur, en átti urmul af færum. Umfram allt, finnst mér. Góð “æfing” í fyrsta keppnisleik á Anfield.
YNWA
ja kanski ekki svo mikil fyristaða en -bolta leikið aftur á markman 3 sinnum
ef þetta er það sem koma skal þá já takk
Búinn að pósta í annan þráð en held að hann sé dáinn þannig að ég kommenta bara hérna líka.
Það er ljóst að við vorum ekki að spila við neitt klassa lið en mér er alveg sama því ég hef ekki séð jafn skemmtilegan Liverpool leik í háa herrans tíð. Virkilega flott spil í 90 mínútur og það höfum við ekki séð lengi.
Cole var gríðarlega góður í dag og óheppinn að skora ekki. Kelly, bara vá, þvílíkt efni þessi drengur og átti mjög góðan dag, sóknarlega sem og varnarlega í þessi fáu skipti sem þurfti á að halda. N´gog hefur tekið framförum og er ég gríðarlega spenntur. Gerrard, nú spyr ég bara hvar var þessi maður á síðustu leiktíð? Átti góðan dag, flottar sendingar og virtist njóta þess að spila knattspyrnu. Svo fannst mér Johnson líka mjög góður sem og reyndar restin af liðinu og eiga menn og stjóri hrós skilið fyrir að skemmta okkur stuðningsmönnum í dag.
YNWA.
Djöfull var ég ánægður með marga menn í kvöld, ef ég byrja aftast þá var Kelly frábær í vinstri bakverðinum og hann sýndi þarna að þetta er strákur sem mun verða framtíðaleikmaður hjá Liverpool hvort sem það verður í bakverðinum þar sem hann getur verið á báðum köntunum eða miðverðinum þar sem er nú betri, frábær leikur hjá stráknum og bjargaði hann á ótrúlegan hátt undir lok leiksins.
Johnson var líka mjög sprækur í kvöld og átti mjög góðan leik en þarf þó að bæta sig eitthvað varnarlega en sóknarlega er þetta með þeim betri bakvörðum sem maður sér.
Gerrard á miðjunni var sá Gerrard sem ég hef ekki séð lengi, hann átti hverja snilldarsendinguna á eftir annari og þarna sér maður hvað vantaði á miðjuna í fyrra og við höfum saknað frá því að Alonso fór.
Lucas var solid á miðjunni og gerði vel. Milan Jovanovic var virkilega góður í kvöld og ég sé ekki að Babel sé eitthvað að fara að labba í byrjunarliðið ef að Milan ætlar að spila svona vel í vetur.
Joe Cole, að við skyldum fá svona mann frítt en auðvitað bara geggjað og ef hann helst heill í vetur þá mun hann drita inn mörkum og stoðsendingum fyrir okkur.
N’Gog var svo mjög góður frammi en hann hefði mátt nýta þessi færi betur en hann er þó að koma sér í þessi færi og ég hef trú á því að hitt komi með leikforminu.
Mjög góður leikur hjá okkur en fyrsta mótstaðan verður svo eftir 10 daga þegar við fáum Fabregas og félaga og þá verðum við að nýta færin betur. En ég er sáttur í kvöld.
Mér er alveg sama hvort Liverpool sé að leika við “gott” lið eða “lélegt” lið … þeir leikmenn sem eru valdir til þess að spila eiga að gefa sig í leikinn always all the time… – “lélegu” liðin hafa oft verið Liverpool erfið og því gaman að sjá þessa rimmu enda samtals 4:0. Létt og hefði getað verið stærra … góður vísir á tímabilið. Hvernig sem leikurinn á móti Arsenik fer, þá er eitt víst: ég er bjartsýnni í dag en ég var stóran hluta sumars, ég er kominn með e-season ticket og ég er bara spenntur. Gífurlega ánægður með Cole… og vonandi komast eigendamálin á hreint sem fyrst.
Óheyrilega gaman að sjá Gerrard loksins spila á miðjunni (og Lucas var fremri maður) þar sem sendingageta hans nýtist og hann fær að taka tæklingar sem fá menn til að hugsa sig tvisvar um. Svo kemur Aquilani vonandi sterkur inn sem fremri maður og Lucas leysir þá af til skiptis. Sóknarmennirnir: Cole, N’Gog, Jovanovic og Johnson voru líka mjög flottir.
Í maí átti ég á dauða míonum von en ekki því að vera svona ánægður með Liverpool liðið í byrjun tímabils. Svo er eigendagleðin eftir í þokkabót! Þetta er voða huggulegt allt saman.
Martin Kelly, þetta er leikmaður sem á eftir að festa sig í sessi í Liverpool liðinu næstu árin. Það sem hefur vakið mesta athygli mína með hann er hversu skynsamur leikmaður hann er, vonandi helst hann heill núna þetta tímabilið og þá fær hann nóg af leikjum.
Gerrard var í þeirri stöðu sem er best fyrir Liverpool að hann spili og Joe Cole var frábær. Við vorum oft í vandræðum gegn liðum sem spiluðu þétt aftarlega á vellinum í fyrra, en Cole, Gerrard og Torres ættu að geta splundrað upp hvaða vörn sem er.
Ngog flottur að skora, en hann verður að nýta færin sín betur, gegn bestu liðunum í deildinni þá komumst við ekki upp með það að hann nýti ekki færin betur.
Sammála Ásmundi, margir leikmenn sem vöktu lukku í kvöld.
Og það virkar einhvern veginn allt léttara yfir Liverpool þessa dagana en þegar Benni var á svæðinu, og ég var nú stuðningsmaður hans fram á síðasta dag…..
Kelly fékk mikið lof hjá Aldridge og Roy Evans á LFC TV í kvöld og þeir voru á því að félagið ætti ekki að kaupa nýjan vinstri bakvörð, Kelly getur leyst þessa stöðu, notum peninginn frekar í nýjan öflugan senter.
Þetta var nú fínn æfingarleikur fyrir HM leikmennina sem lítið fá af þeim. Þetta lið var ekki gott en það skiptir svo sem engu máli. Skemmtilegur bolti og 2-0 sigur, maður þarf ekki meira þó skemmtilegra hefði verið að skora meira sem við hæglega hefðum átt að gera.
Joe Cole! Þrátt fyrir að andstæðingurinn hafi verið slakur, þá færi Carra ekkert bara að gera það sem hann gerði í dag. Maður þarf hæfileika til þess hver sem andstæðingurinn er og ef Torres hefði verið frammi í dag, þá hefði hann verið með 10 stoðsendingar (og hugsið ykkur hvað Torres mun skora mikið á tímabilinu með Cole sér til aðstoðar). Jovanovic er líka hörku leikmaður og kominn samkeppni við Kuyt um rafhlöðutitilinn.
Kelly verður einnig að fá hrós og af þeim ungu leikmönnum sem fengu sénsinn bar hann af (Pacheco átti þó ágætis leik sömuleiðis). Ngog kemur svo sem ágætlega frá þessari viðureign, skoraði þrjú og fiskaði það fjórða en maðurinn verður að vera beittari fyrir framan markið og hefði í raun átt að skora mikið meira. Hann er samt skemmtilegur leikmaður sem gott er að hafa í hópnum.
…og ég man eiginlega ekki hvað það er langt síðan ég var sáttur við skiptingar í leik hjá Liverpool. Rafa hefði sennilega byrjað að skipta á 75. min og þá tekið Ngog út fyrir Aquilani og næstu tvær kæmu svo á 88. og það væri sömuleiðis eitthvað taktíst flakk. Þetta var einfalt; miðjumaður fyrir miðjumann, kantmaður fyrir kantmann og miðjumaður fyrir miðjumann. OG TILFINNINGAR! Hvenær sást það hjá Liverpool! Bæði góðar og slæmar, fögn og pirringur þó bara vottur af einhverskonar lífi í stjóra dugði mér vel.
Ég ætla svo sem ekkert að missa mig í gleðinni en… í júní mánuði var svartsýnin allsráðandi og við héldum að við værum með allt niðri um okkur. Óvissa með stjóra, fjárhagsstöðu, Gerrard, Torres og Mascherano, engin meistaradeild og við sáum hreinlega fyrir okkur frekara fall niður töfluna. Maður var nánast farinn að sakna síðasta tímabils í júní. Hlutirnir hafa svo sennarlega snúist við og Hodgson hefur unnið ótrúlegt starf og tímabilið er ekki einu sinni byrjað, svona eiginlega og við sjáum jafnvel fram á nýtt og sterkt eignarhald. Ég er amk bjartsýnn og get ekki beðið eftir að deildin byrji.
YNWA
Sá ekki leikinn, en líkar það sem ég les , smellti mér á Cole#10 búning lóðbeint frá höfuðstðvunum á Anfield(sem kostaði reyndar hvítuna úr augunum)en mikið held ég að það sé jákvætt ef allir þessir ungu drengir fá sjensinn í ár ,því það hefur algjörlega vantað, og leikgleðin mun vonandi skila okkur langt.
Veit einhver havr maður getur séð mörkin?
Uuu, horfði ég einhvern veginn öðruvísi á leikinn en aðrir? Mér fannst Lucas eiga frekar slappan leik, var ágætur í varnarvinnunni en gekk á köflum bölvanlega að koma boltanum frá sér frammi. Mér finnst hann allavega oft hafa verið betri. Átti þó góðan hlut í vítaveiði Ngogs. Og mér fannst Aquilani ekkert eiga svo slappa innkomu, hélt spilinu ágætlega gangandi á miðjunni, en klúðraði að vísu aukaspyrnu svo hann var ekkert frábær heldur. En Cole gladdi mann mjög, og bara almennt yfirbragðið á liðinu, leikgleðin skein af mönnum, Gerrard kominn á réttan stað og góð hreyfing á framlínunni. Kannski ekki mest spennandi leikur í heimi, en óneitanlega margt sem gladdi augað.
Það sem ég tek úr þessum leik er fyrst og fremst það að góður sigur vannst. Alveg sama hvaða lið er lagt af velli, sigur er alltaf sigur og gott fyrir sjálfstraust leikmanna. Mér fannst liðið í heild vera mjög agað og spilaði á köflum mjög skemmtilega. Joe Cole á svo sannarlega eftir að verða okkur svakalegur liðsstyrkur og ég held að við höfum fengið sterkari leikmann en Benayoun með honum. Ég er svona að melta það með mér hvort að Gerrard sé komin í ´´sína´´ stöðu svona aftarlega á vellinum en ég er ekki í neinum vafa um að sendinrgeta hans er mun betri en Mascherano eða Lucas saman þarna aftast. Hann getur líka stjórnað spilinu miklu betur. Þetta er það sem Liverpool saknaði svo mikið með brotthvarfi Alonso að mínu mati. En ef ég á að velja einn leikmann sem mér fannst standa upp úr í kvöld þá verð ég að segja Martin Kelly. Þessi drengur er svo sannarlega að springa út og gott ef hann nær ekki bara að brjóta sér langleiðina inn í byrjunarlið Liverpool á þessu tímabili með svona góðri spilamennsku. Gaman finnst mér líka að sjá Pacheco þarna. Varla hægt að ætlast til frábæra hluta af honum enda bara nýkomin tilbaka frá U20 ára mótinu. En annars fannst mér allir standa sig með prýði en maður verður að bíða og sjá hvað gerist þegar verður komið í ´´alvöru´´ leikina hvernig liðið mun fúnkera. Ég er allavega bjartsýnn en er samt ekkert að missa mig í einhverri titlavon fyrir tímabilið !
YNWA
váá hvað cole á eftir að opna margar varnir fyrir okkur á þessu tímabili, mig hlakkar til að sjá Torres, Gerrard, cole og Johnson í sama liðinu 100prósent fit.
Ungu strákarnir flottir og er sammála mörgum hér kelly stóð að vísu uppúr af þeim, Pacheco er vísu mjög góður en hann vildi of oft bara klára þetta einn í staðinn fyrir að nota the easy way.
N’gog verður að nýta færin sín betur, finnst hann samt sem áður betri en í fyrra en þú verður að gera betur þegar þú færð svona mörg dauðafæri, en hef samt trú að hann verði betri klárari en þetta þegar líður á..
svona eina sem ég vill væla um er Jovanovic ég ætla að vona að þessi leikmaður eigi mikið inni, mér fannst hann ömurlegur, fyrsta snerting boltinn fór 5 metra frá manninum, tæknin er nú ekki uppá marga fiska en að vísu hljóp hann mikið og er duglegur, bara verst fyrir hann það er alveg nóg að hafa einn kyut.
Hvernig haldið að byrjunar liðið verði í vetur ef við teflum okkar sterkasta?
Frábær leikur að mörgu leiti og margir leikmenn sem sýndu góða takta. Ég nenni ekki að ræða Cole, Gerrard og Jovanovich og þá félaga sem voru frábærir og sýndu að sóknin verður flott hjá okkur í vetur. Mig langaði bara að segja, af því ég heyrði einhverja plebba rakka Ngog á Ölveri, að ef Torres hefði klúðrað þeim færum sem Ngog klúðraði en sett 3 í 2 leikjum þá væru allir að tala um það hversu mikill snillingur Torres er. Auðvitað átti Ngog að gera betur í færunum sem hann klúðraði, en 3 mörk í 2 leikjum sýna að hann kemur á fullum krafti til leiks og ég held að það sé erfitt að finna mikið betri backup fyrir Torres.
Ngog klúðraði færum í þessum leik en hann skapaði sér þau líka sjálfur með frábærum staðsetningum og hreyfingum sem er mikilvægt, ef hann fer að nýta færin betur verður hann heimsklassa leikmaður að mínu mati.
Annars var ég í heild mjög ánægður með liðið, sérstaklega Cole, en ég ætla ekki að missa mig strax í einhverri bjartsýni þar sem mikill styrkleikamunur er á þessum leik og Ensku úrvalsdeildinni. En þetta lofar góðu!
Mjög góður leikur hjá okkar mönnum, fínt spil á köflum og er sammála flestum hér með að Cole hafi komið sterkur inn – auðvitað er andstæðingurinn ekki sá sterkasti, en það virtist litlu máli skipta á síðustu leiktíð. Það var ferskur blær yfir liðinu, leikgleði og skemmtilegt á að horfa.
En eitt sem maður hefur áhyggjur af , A.Aquilani hefur ekki verið að koma sterkur inn í þessum æfingarleikjum – maður vonaði að nú myndi hann fara að sýna sitt rétt andlit, búin að ná hálfu tímabili í fyrra ásamt heilu undirbúningstímabili núna, en á vellinum er ekkert sem réttlætir “umtalið” , ekki frekar en samlíking B. Cheroy (staf.) við ZZ – hlægilegt í besta falli.
En næstu 10 dagar verða spennandi, eigendamálin, styttist í að leikmannaglugginn loki og deildin við það að hefjast 🙂
Einsog þetta myndband sýnir af Joe Cole verður maður spennandi að sjá Joe Cole í holunni og Gerrard í sömu stöð Bastian Scweinsteiger í FC Bayern og Þýskaland.
http://www.youtube.com/watch?v=jjUtHNGIWw8&feature=player_embedded#!
Það var birta og gleði í leik okkar manna í gær. Langt síðan að maður hefur séð það.
Roy Rogers nýji framkvæmdastjórinn var brosandi allan tímann.
Hlakka til nýs tímabils. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þvílík stemning hjá stuðningmönnunum á þessum leik, það er of langt síðan ég hef séð jafn mikla þáttöku stuðningsmanna eins og raun bar í þessu leik. Þetta var gullfallegt!! Þetta var vel spilaður leikur og leikgleðin og stíllinn sem við spiluðum var flottur. Cole, Gerrard, Snákurinn og Johnson voru allir að sýna sitt rétta andlit og stóðu fyrir sínu en maður leiksins, (ef tekið er tillit til reynslu(leysis)) var án vafa Martin Kelly. Þarna kom inn kraftmikill og hraður maður með góða tækni og flottan skilning á leiknum, það sást að vísu á móti Lyon í fyrra en þarna sannaði hann hvurslags gæði eru á ferðinni.
Vonbrigðin voru eins og svo oft áður einn maður er Ngog er nefndur. Þó svo að hann hafi skorað í þessum tveimur leikjum þá er hann ekki nógu “snjall” til að spila þessa stöðu með þessu liði. Hann er að missa boltann of langt frá sér og er tæknilega ekki að ráða við þetta hlutverk. Augljóslega er hann afburða skallamaður en hann hefur fengið of mikið af tækifærum til að hægt sé að hanga mikið lengur á honum. Nú er kominn tími til að einbeita okkur að Jalla Valle og Kuyt sem strikerum og lána Gogginn til Frakklands. Ef þið hugsið um Strikera á sama hátt og hugsað eru um varnarmenn. þ.e.a.s. í formi mistaka, þá kostaði Ngog okkur tvö mörk í gær.
Allir aðrir voru að gera góða hluti og augljóst að stemningin er sólarmegin hjá leikmönnum, Royaranum og stuðningsmönnum.
sá ekki leikinn því miður, en heyri á mönnum að leikgleðin hafi verið mikil hjá leikmönnum, eitthvað annað en var, sem Nota Bene, gefur jákvæðar hugsanir á komandi leiktíð.
@Trigger. Hérna er fín samantekt úr leiknum, á sömu síðu eru líka mörkin ein og sér ef þú nennir ekki meiru ; )
http://www.dailymotion.com/video/xeb8bc_hl5aug2010-www-thekop-in-th-clips-s_sport?start=192#from=embed
Liverpool – Trabzonspor í næstu umferð. Það lið er frá Tyrklandi.
Trabzobooob, það er að renna upp fyrir manni í hvaða keppni við erum : )
Eftir að hafa horft Hafliða Highlights getur maður séð hvað létt Liverpool fór með Rabotnicki og hvað það munaði litlu hvað Joe Cole myndi skora og flott inn hlaup hjá Jovan
skemmtileg upphitun hjá guardian:
http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/aug/06/premier-league-preview-liverpool
Þetta verður spennandi tímabil. Fólk má ekki vera of bjartsýnt þó við höfum rúllað upp skítaliði.
Set upp tvö lið. 4-4-1-1.
Sterkasta liðið/næsti maður inn.
Reina (spilar alla leikina)
Johnson/Kelly Carra/Wilson/Grikkinn Agger/Skrtel Aurelio (í formi)/Insua
Kuyt/Maxi Gerrard/Aquliani Masch/Lucas/Poulsen Jovanovic/ Babel
Cole/Pacheco
Torres/Ngog
Þetta lítur vel út, en breiddin fram á við þarf að vera meiri ef við ætlum að vinna deildina… Þurfum einn topp framherja í viðbót þó að Torres muni aðeins missa af fáum leikjum (sem verður að teljast ólíklegt). Eina leiðin til þess er að fá nýja eigendur áður en leikmannaglugginn lokast! Krossum fingur.
Sælir félagar
Flottur leikur í gær og það athygliverðasta er sú leikgleði og kraftur sem enkenndi leik Liverpool. Það minnir mann á að ástandið á seinni parti síðustu leiktíðar var þannig að enginn leikmaður virtist hafa áhuga á því sem hann var að gera. Stórkostleg breyting og er hún auðvitað grundvöllurinn að árangri á þeirri komandi.
Það er nú þannig.
YNWA
http://www.thisisanfield.com/blog/2010/08/06/video-joe-coles-lfc-debut-compilation/
Syrpa með töktum Joe Cole gegn liðinu frá Makedóníu.