Trabsonzpor í næstu umferð

Búið að draga í umspili Evrópudeildarinnar.

Sennilega fengum við nú eitt það erfiðasta sem við gátum lent í, ferðalag til Tyrklands og fyrri leikur á Anfield.

En auðvitað eigum við að klára þetta dæmi og fara í riðlakeppnina. Þekki engan í þessu ágæta liði….

16 Comments

  1. ef að menn spila með jafn mikilli leikgleði og í gær þá hef ég engar áhyggjur.

  2. Finnst þetta ekkert það slæmt, við hefðum getað fengið lið eins og Fenerbahçe, Juventus, Aston Villa FC, Dortmund, PSV og Dortmund sem dæmi. (veit ekki hvernig þetta er með styrkleika liða, gat t.d Liverpool fengið Juve ?)

    Held að þetta verði samt ekki léttur leikur fyrir okkar menn, en við förum í gegnum þetta 🙂
    Mikið var líka gaman að sjá Joe Cole í gær, frábær leikmaður og hálf furðulegt að við fengum hann frítt ( á háum launum )

  3. Veit svo sem ekkert um hann, hann hefur átt í vandræðum með skapið veit ég.
    Ekkert spenntur fyrir honum, en RH er örugglega með þetta á hreinu 🙂

  4. Ég er bara EKKERT spenntur fyrir Christian Poulsen en hann er hörkuleikmaður, er bara ekki viss hvort hann sé í Liverpool klassa ! Vona bara að menn viti hvað þeir séu að gera !

  5. Shiiit!! Poulsen var mjög, mjög, mjög, mjög neðarlega á listanum mínum yfir vænlega eftirmenn Masch, og ef verðið er 10mill. þá er ég bara með tár í augunum. Vona að ég hafi rangt fyrir mér að sjálfsögðu.

  6. ég held nú að herra RH væri ekki að fara kaupa leikmann sem hann hefur þjálfað áður nema að hann vissi hvers megnis hann er, hef þar að leiðandi eingar áhyggjur af þessu.

  7. Var búsettur í mörg ár í DK og fylgst með Poulsen, fanta leikmaður og algerlega að mínu skapi. Vertu velkominn og er ekki í vafa að hann muni reynast okkur vel.

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  8. Christian Poulsen!!! Verð að játa að ég er nákvæmlega ekkert spenntur fyrir honum. Leikmaður sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér og verið í flokki með Robbie Savage, Neville systrum, Alex Ferguson, John Terry, Drogba og Michael Brown.

    Þegar ég heyrist minnst á þennan leikmann dettur mér bara eitt í hug Danmörk -Svíþjóð þegar allt varð vitlaust og áhorfandi réðst á dómarann. Þar átti Christian Poulsen upptökin á því rugli sem fór í gang eins og sjá má hér. http://www.youtube.com/watch?v=Fpuy0atKKWI

    en sjáum hvað setur, kannski er þetta leikmaður sem er óþolandi að spila á móti og gott að hafa með sér í liði…….

  9. Einare: Ég vil ekki sjá svona hjá Liverpool eins og Poulsen er að sýna í Youtube liknum sem þú settir inn.

  10. Já ef hann ætlar að vera með svona takta hjá Liverpool þá mun hann ekki fá stuðning frá mér svo mikið er víst. En það lítur allt út fyrir að hann sé að koma en Luke Young var líka að koma og fleiri þannig að maður bíður bara eftir staðfestum fréttum !

  11. Ég hef reyndar líka búið í Danmörk og þekki af reynslu þá GRÍÐARLEGU heift sem er á milli Svía og Dana þannig að það er þúsundfalt meiri spenna þarna á milli en í venjulegum leik. Afsakar samt ekkert !

  12. Poulsen er búinn að vera til sölu hjá Juventus í eitt og hálft ár og hefur verið orðaður við félög í öllum löndum, m.a. Fulham og Liverpool í fyrra. Hann hefur hinsvegar ekki viljað fara enda með góðan samning hjá Juve og segist líða vel í Turin. Hef ekki séð neinn verðmiða á honum en í eins árs gömlum fréttum um að hann væri til sölu á 6 milljónir punda og á leiðinni til Tyrklands fyrir 4 milljónir punda. Ég stórefast um að núna kosti hann ekki nema 2-3 milljónir punda, jafnvel minna þar sem Juve vill ekki sjá hann.

    Ég er sjálfur óviss með þetta. Þetta er vissulega leiðinleg týpa inn á vellinum, en þar sem Masch fer þá þarf liðið svona bully á miðjuna. Er samt spenntari fyrir Defour.

  13. Get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir þeim mönnum sem hafa verið orðaðir sterklega við okkur eins og Poulsen og Young. Þetta eru í raun afgangsleikmenn hjá sínum félögum og við höfum ekkert við slíka menn að gera. Finnst standardinn á niðurleið ef þetta er rétt og það er ekki tilhlökkunarefni. Hvað leikinn við Trabsonzpor varðar á ég von á að við lendum í vandræðum og ekki gott að eiga seinni leik í Tyrklandi. Tyrknesk lið hafa verið erfið í gegnum tíðona en vonandi gengur þetta samt allt upp.

Liverpool 2 – Rabotnicki 0

Fantasy leikur árgerð 2010/2011