Opinn þráður (Uppfært) O´Neill hættur hjá Villa

Jæja, innan við vika í leik og við virðumst vera orðaðir við slatta af leikmönnum, þar á meðal Christian Poulsen sem virðist skv. Echo vera nokkuð örugglega að koma.

Einnig virðumst við vera að kaupa Brad Jones frá Middlesboro. Svo er allt á fullu í þessum eigendamálum, sem ég nenni lítið að spá í fyrr en eitthvað öruggt er á borði.

En allavegana, ykkur er frjálst að ræða um hvað sem er.

Uppfært 15:50 (Babu)

Hér líka tilvalið að ræða stórfrétt dagsins, uppsögn Martin O´Neill frá Aston Villa korteri fyrir mót! Þetta er ansi mögnuð frétt enda Villa stórt lið og þarna klárlega einn besti stjórinn í Englandi á lausu og verður orðaður við öll stóru liðin sem lenda í veseni í vetur og hyggjast reka stjórann sinn!

Hann hefur sýnt það áður að hann er mjög þrjóskur og trúr sinni sannfæringu og þetta Milner dæmi er líklega að fylla mælinn hjá honum, enda Villa greinilega ekki með áhuga á að ná lengra en þeir hafa verið að ná.

18 Comments

  1. Jæja spennan farinn að magnast.

    Var að lesa að WestHam vilja fá 15 milljónir fyrir Charlton Cole og Að Özil sé falur fyrir 12.5 hvor ætli sé betri kostur fyrir liverpool. Ef einhver er með linkana á þessar fréttir væri fínt að hann mundi posta þeim fyrir mig þar sem ég er að skrifa þetta fallega comment í símanum

  2. Varðandi þá leikmenn sem hafa helst verið bendlaðir við okkur. C.Cole hefur ekkert gert til að sannfæra mig. Crouch var loksins farinn að geta eitthvað þegar hann var seldur. Fínt að hafa hann með Torres en hann er ekki fyrsti striker. S.W.Phillips væri held ég góð viðbót. Ég hef trú á að Hodgon geti náð miklu út úr þessum strákum. Varðandi Poulsen þá er hann uppáhald hjá Hodgon og er víst mjög góður varnar-miðjumaður. Ég yrði nokkuð sáttur að fá þessa þrjá til liðsins. Hef hinsvegar engan áhuga á C.Cole.

  3. Sælir félagar.

    Smá tuðpistill núna…

    Mér finnst undanfarnar vikur hafa verið ansi áhugaverðar hjá félaginu svo ekki sé meira sagt. Enn tel ég þó vanta upp á að hópurinn verði fullmannaður til að verða samkeppnisfærir um fjórða sætið. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

    1. Stærsta viðbótin við hópinn er meiðslahrjáður varamaður frá Chelsea. Við vitum hvað hann getur, hann á frábæra leiki og er mjög skapandi leikmaður sem vantar stöðugleika og fleiri leiki á tímabili. Ég held að við þurfum að róa okkur aðeins niður í væntingum með hann til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Hann á eftir að meiðast, það er pottþétt.

    2. Vörnin var slök í fyrra. Engu hefur verið bætt við hana og Roy Hodgson á eftir að sýna að hann geti komið þeim mönnum sem voru á hælunum í fyrra í gott stand og þannig að liðið fái á sig minna en mark að meðaltali í leik í deildinni. Þetta á eftir að ráðast á fyrstu mánuðum tímabilsins.

    3. Senterleysi. Vissulega eru ýmsir orðaðir við félagið en það er útilokað mál að ætla að fara með Torres, N’Gog og Jovanovic sem einu senterana inn í mótið, með Kuyt og Babel sem næstu kosti. Það vantar töluvert meiri gæði í þennan hóp til að liðið geti verið síógnandi á næsta tímabili.

    4. Þreyta eftir HM og stutt frí. 4 leikmenn liðsins fóru alla leið á HM og enn fleiri fóru langt. Liverpool á eflaust flesta leikmenn sem þjást af leikþreytu og álagi af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta getur leitt til þess að þeir meiðist og nái ekki sínu besta fram.

    5. Þunnur hópur. Enn eigum við ekki nægjanlega góð cover víða um völlinn til að þola meiðsli. Ef t.d. Torres, Cole og Gerrard meiðast á sama tíma (sem er alls ekki ólíkegt) þá er ansi fátt um fína drætti í sóknarleiknum þótt vissulega sé breiddin mun meiri en á síðasta tímabili.

    Læt þetta duga í bili í neikvæðninni. Ég hef trú á Roy Hodgson sem þjálfara og hann á eftir að koma með ýmislegt sem við höfum saknað lengi inn á Anfield. Ég myndi samt stilla væntingum í hóf, allavega ætla ég að gera það…

  4. Ein spurning til allra die hard LFC fans : Hvar endar Liverpool í deildinni þetta tímabilið ? Raunsætt mat !

  5. Ég myndi telja að það gæti verið raunsætt að setja markið á 3-4 sæti sem gefur þá sæti í umspili fyrir meistardeildina að ári, allt umfram það er plús en neðar en það er ekki ásættanlegt fyrir stórlið á borð við Liverpool F.C. og það væri líka gaman að komast langt í einhverjum bikar, helst þá gömlu góðu FA-Cup.

  6. Ljóst að brotthvarf O’Neill er í beinu sambandi við kaup og sölur á þessu sumri.

    Ansi hefði verið forvitnilegt ef að hann hefði sagt stöðunni lausri í maí, væri hann þá á Anfield?

  7. Er ekki málið að tékka á Young og Agbonlahor hjá Villa fyrst að MON er hættur

  8. Afskaplega er óheppilegt að koma með opinn þráð og svo strax aðra grein í kjölfarið. Hér mætti vanda samráð milli stjórnenda síðunnar betur.

    • Afskaplega er óheppilegt að koma með opinn þráð og svo strax aðra grein í kjölfarið.

    Afhverju er það svona afskaplega óheppilegt?

  9. Kárinn, þakka þér fyrir gagnrýnina. Við reynum að setja inn færri áhugaverðar færslur framvegis til að rugla greyið lesendur síðunnar ekki í ríminu. Eru tvær færslur á viku heppilegur fjöldi eða viltu enn færri?

  10. afhverju erum við ekki að blanda okkur í özil slúðrið!!? þetta var by far besti leikmaðurinn á mótinu sem komst ekki í úrslit, samt er ferguson sá eini sem er að eltast við hann.. stendur að hann kosti 13,5 milljónir á visir.is, liverpool hlytur að geta skrapað nokkur pund saman og gert ein bestu kaup sumarsins.

  11. aron, ég býst við að það sé af því að hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður og við höfum nú þegar Joe Cole, Aquilani, Gerrard, Lucas, Pacheco og jafnvel Suzo í þá stöðu. Við þurfum frekar á bakverði og framherja að halda.

  12. Sammála því Aron, það væri góður kostur og miklu betri en flestir (Özil) !
    Annars vil ég nota tækifærið eins og margur hefur gert undanfarið og hrósa þessari síðu – ég kem hér oft á dag – en skrifa sjaldan – les meira hvað þið hinir eruð að segja….. !
    Í gær var ég svo að furða mig á því að það var að verða liðinn sólarhringur án þess að nokkur hafði skrifað á síðuna ! Og fréttin um einhverja fantasy deild var orðin rúmlega tveggja daga gömul.
    En á sama tíma og ég hrósa síðunni og síðuhöldurum (ásamt pennum síðunnar) finnst mér óþarfi hjá KAR að svara Káranum með stælum, þó hann komi með ábendingu sem varla flokkast undir gagnrýni, það ber stundum á þessu ef einhver gagnrýnir einhverja hluti á síðunni að það er svarað til baka með óþarfa stælum. Þetta er vinsamleg ábending til síðuhaldara.

    En endilega haldið áfram að koma með skemmtilega pistla og hugleiðingar, þetta er besta liverpool síðan – og þar með besta fótboltasíðan á netinu !

    Eins og reynsluboltinn Sigkarl segir, Það er nú þannig.

  13. gerrard (geri ráð fyrir að það sé ekki þitt rétta nafn) – ég svaraði ekki með neinum stælum. Fannst bara skrýtið að menn væru að kvarta yfir því að það kæmu tvær færslur inn með stuttu millibili. Þótt okkur Einari þyki frábært að fólk lesi síðuna og fögnum jákvæðri gagnrýni er ekki þar með sagt að við verðum að þegja og kinka kolli í hvert sinn sem gagnrýnt er. Við megum alveg svara fyrir okkur.

  14. Það væri ekkert slæmt að fá Hleb fyrir Masch plús 10 millur.

    http://www.visir.is/barcelona-bydur-liverpool-hleb-og-pening-fyrir-mascherano/article/2010817963656

    Frábær síða en þetta komment hjá Kar átti fullann rétt á sér. Ég kem hingað inn oft á dag en þessi opni þráður hérna fór alveg fram hjá mér hvernig sem stóð á því. Gaman að hafa svona opna þræði inn á milli og mætti vel gera meira af því. En enn og aftur frábært blogg og menn eiga heiður skilinn að standa í þessu.

  15. Kaffi Jónsson / Keilan Akureyri er nýr heimavöllur okkar á Akureyri. Staðurinn er til húsa að Hafnarstræti 26, austan megin við götuna. Húsið stendur við þann hluta götunnar sem liggur sunnan Kaupvangsstrætis. Þetta er gamli Blómavalsglerskálinn.

    Mætum allir á sunnudaginn og hefjum tímabilið af krafti!

    YNWA

Fantasy leikur árgerð 2010/2011

Heimalingar / Dirk Kuyt