Trabzonspor á morgun.

Æ hvað það er nú ágætt að töluvert stutt er á milli leikja okkar manna í ágúst, er bara að verða búinn að fá ágætt upp í kok á slúðurfréttum og neikvæðum straumum frá ofdekruðum leikmönnum.

Svo það er ágætt að gleyma sér aðeins í að velta fyrir sér leiknum annað kvöld í undankeppni Evrópudeildarinnar, þar sem ræðst hvort liðanna fer í riðlakeppni deildarinnar. Við eigum 1-0 forskot inni – forskot sem átti að vera stærra – og ljóst að töluvert verkefni er framundan.

Ágætt er að rifja upp upphitun Babu frá fyrri leiknum til að kynnast sögu mótherjanna og minna okkur á að þessi völlur er alveg svakalegt vígi sem að okkar menn þurfa að standa af sér ef þeir ætla sér áfram.

Í dag fréttum við fyrst að Gerrard, Agger, Torres og Maxi hefðu ekki farið með og síðan kom í ljós þegar til Tyrklands var komið að Milan Jovanovic hafi verið skilinn eftir til að hvíla hann.

Ég hef því verið að reyna að finna út nákvæmlega hverjir eru eiginlega í Tyrklandi og set því mikinn fyrirvara á mína hugmynd um liðið sem stillt verður upp! En here it goes!!!

Mín hugmynd:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Aurelio

Pacheco – Lucas – Poulsen – Babel
Cole
N’Gog

Bekkur: B.Johnson, Wilson, Kyrgiakos, Spearing, G.Johnson, Dalla Valle, Shelvey.

Ekki alltaf sem maður er svo óviss um liðið, aldrei að vita hvernig þetta allt endar!

Ég er líka frekar blankur á að átta mig á hvað mun eiginlega fara þarna fram. Ég er á því að þessi keppni sé í fjórða sæti í “mikilvægisröðinni” hjá liðinu í vetur, á eftir deildinni og því að komast á Wembley. Ég styð það heilshugar því ég held satt að segja að hópurinn okkar sé of lítill til að við getum einbeitt okkur í margar áttir og liðskipan morgundagsins sé því í átt til þess sem við gætum vænst í þessari keppni.

En þetta eru engir aular sem við erum að stilla upp á morgun og alls engin ástæða til þess að afskrifa þennan leik. Við erum töluvert sterkari en þetta lið og ég sé okkur alveg skora mark eða mörk á morgun sem ætti að duga. Þetta verður mikil reynsla fyrir ungu mennina okkar og ég er handviss um að liðið er allt stillt inn á að koma til baka eftir slaka frammistöðu á mánudagskvöldið, það verður vissulega ekki í höndum allra stóru nafnanna að stilla okkur á rétta braut, en þarna er tækifæri þeirra sem staðið hafa á kantinum að sanna það að þeir geti skipt máli í vetur.

Ég held að við lendum undir pressu í byrjun og það skipti miklu máli að standa af sér fyrstu 15 – 20 mínúturnar. Ég spái því að við gerum það og síðan skorum við rétt í kringum hálfleikinn. Tyrkirnir munu aftur koma á fullri ferð eftir hálfleikinn en ná ekki að jafna fyrr en í blálokin.

Leikurinn endar 1-1 og við förum áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr…..

Minni að lokum fólk á að leikurinn hefst á óvenjulegum tíma, eða klukkan 17:30.

17 Comments

  1. Ég græt það ekki nema svona klukkustund ef við dettum út svo þetta verður sársaukalaus leikur ….. ég er bara nokkuð spentur fyrir þessu 😉

    leikurinn fer 1-3

  2. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða liði verður stillt upp, ég mun koma fljótt upp með þá afsökun ef Liverpool tapar á morgun að það verði liðinu einungis til góða í deildinni í vetur. Það myndi gera það að verkum að álagið yrði hæfilegt á þann litla hóp sem liðið hefur úr að ráða.

    Næstu dagar munu koma til með að verða forvitnilegir, maður er rétt búinn að jafna sig á því að félagið sem keypti Poulsen sem ég gjörsamlega þoldi ekki þá les maður að félagið ætli að bæta þriðja vinstri bakverðinum við og það af öllum mönnum Paul Konchesky……verð að játa að mér varð hálfóglatt að lesa þetta. Því ef ég hefði átt að lista upp 10 mest óþolandi knattspyrnumennina mína þá væru Poulsen og Konchesky báðir á þeim lista. Verð að játa ég að er eiginlega með hjartað í buxunum að þessi kaup verði að veruleika, hvað næst Carlton Cole eða Michael Brown??

  3. Líst bara vel á þetta, ungu strákarnir að fá að spreyta sig og ég hef fulla trú að þeim eigi eftir að ganga vel. Gaman að sjá hvernig Cole, Pacheco, Babel og N´gog eiga eftir að ná saman í sókninni.

  4. Sælir félagar

    Fín upphitun Maggi þó þú hafir úr litlu að moða. Ég tel fínt ef að uppstillingin verður þessi og þessir leikmenn fá að spreyta sig. Fín æfing fyrir Cole og varamenn aðalliðsins og mætti taka fleiri byrjunarliðsmenn út eins og til dæmis Carra sem á hvíld skylda ef einhver á hana á annað borð.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Lýst vel á þetta lið, fínn leikur til að gefa Cole, Poulsen, Babel og Aurelio spilatíma sem þeir verða að fá til að verða tillbúnir í tímabilið í deildinni. Einhverjir unglingar með en þó nógu sterk lið til að klára þetta verkefni.

  6. Þetta er hópurinn samkvæmt Liverpool Echo:

    Full squad – Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Aurelio, Lucas, Rodriguez, Kuyt, Babel, Cole, Wilson, Kelly, Ngog, Spearing, Poulsen, Shelvey, Kelly, Skrtel, Gulacsi, Ecclestone, Hansen.

  7. Mér finnst nú ekkert ólíklegt, Maggi, að Kuyt verði allavega í hópnum á morgun. Annars verður þetta hörkuleikur og það er ekkert sjálfgefið að við vinnum hann, en ég ætla þó að spá því að hann fari 0-2.

  8. Spenntur að sjá Cole í kvöld ! Hann verður rosalega hungraður í það í kvöld að sanna sig eftir frekar slappa óheppilega byrjun. Þetta er enganvegin gefins leikur í kvöld en held við berum samt sigur úr býtum 0-2 Cole með fyrra markið og N’gog með seinna eftir stoðsendingu frá Coleinum ! Er líka spenntur að sjá Kelly í byrjunarliðinu !

  9. Skandall ef LFC dettur út úr forkeppni Evrópudeildarinnar. Vona það besta en það versta skeður þá á þjálfarinn að segja af sér áður en hann fer inn í klefa eftir leik. Bara princip að klára lélegt Tyrkneskt lið.

  10. held að Kyrgiakos byrji sennilega á kostnað Skrtel, Hodgson virðist nota þessa Europa League leiki sem hálfgerða pre-season leiki… annars held ég að liðið verði nokkuð svipað og Maggi stillir því upp, vona amk að Pacheco og Kelly fái að byrja

  11. Það eru fjórir markmenn sem ferðuðust í 21s manns hóp, en ég tippa enn á það að Kuyt verði hvíldur, skipti þá Ecclestone inn í hóp fyrir Dalla Valle.

    Held að Hodgson láti hann bíða á meðan að umbinn hamast….

  12. Held reyndar að þeir hafi bara farið 3 eins og vanalega, Jones fór ekki með, enda var hann ekki skráður í tíma fyrir þessa umferð í EL. Reina, Gulacsi og Hansen.

    Held reyndar að RH taki af allan vafa með Kuyt í kvöld og láti hann spila.

  13. Reina…. Johnson Carra Soto kelly Kuyt Poulson Lucas Aurelio Cole Ngog

    Byrjunarliðið frá djphal á rawk

Mascherano bað um að spila ekki

Aðeins um Kuyt