Guardian staðhæfa að Liverpool séu að kaupa portúgalska landsliðsmanninn Raul Mereiles frá Porto fyrir um 10 milljónir punda.
Mereiles er 27 ára gamall og hefur leikið 38 landsleiki fyrir Portúgal og hefur leikið fyrir Porto síðustu 6 ár. Hann hefur mikið verið orðaður við ensk félagslið og þá sérstaklega Chelsea og Manchester United. Ef þetta er satt, þá eru þetta að mínu mati góð tíðindi fyrir Liverpool. Ég fylgist auðvitað ekki með portúgölsku deildinni, en af því sem maður hefur séð Mereiles með Porto og portúgalska landsliðinu, þá er þetta sterkur leikmaður. Hann kemur fyrir lægri fjárhæð en búist var við þar sem hann er á síðasta ári af samingi sínum við Porto.
Daniel Agger og Skrtel þurfa svo að fá sér ný tattú til þess að tapa ekki í samkeppni við Mereiles.
(síðan var niðri í nótt – við biðjumst velvirðingar á því).
Úff, þessi gæi er holdgervinur þessarar kynslóðar portúgalskra sóknarmanna sem eru “næstum því nógu góðir”. Spái að hann verði með 5 mörk í öllum keppnum þetta tímabilið.
Ha?
Mereiles er miðjumaður. Ef hann skorar 5 mörk þá verð ég mjög sáttur.
já ef maðurbara vissi eitthvað um þennan gæja, er ekki einhver sem getr frætt okkur hina eitthvað meira um þennan ágæta pilt??? er þetta varnarsinnaður miðjumaður eða???
Svo er víst Konchesky að koma líka og þá er bara spurning hvort stefnan se ekki að kaupa sóknarmann líka fyrir lok gluggans, ef Hodgson kupir þessa 2 á hann kannski sirka 10 mills eftir af Mascherano sölunni svo hann ætti að geta fengið eins og einn sóknarmann líka og þá líta hlutirnir allavega mun betur út hjá okkar ástkæra félagi…
Við erum að láta Dalla Valle fara sem hluta af kaupverðinu á Konchesky. Ég hélt að Dalla Valle væri all svaðalegt efni! En þeir hljóta nú að vita hvað þeir eru að gera þarna í Bítlaborginni 😉 Er þá ekki málið að fá einn leikmann í viðbót og þá er hópurinn klár og við getum byrjað þetta af alvöru!
Er ég sá eini sem er með áhyggjur af hæð Liverpool liðsins. Finnst við tapa hverjum skallaboltanum á eftir öðrum og sér í lagi á miðsvæðinu. Mereiles er ekki nema 1,78 og er því ekki að bæta neinu við okkur þar. Hefði frekar viljað sjá hávaxnari miðjumann með meira “kjöt” á beinunum koma inn.
Fyndid en satt, tegar eg horfdi a Portugalska landslidid a HM i sumar fannst mer thessi gaur vera ahugaverdur. Thessi kaup kitla mig sma serstaklega fyrir thessa upphæd. Thess ma geta ad Benitez var virkilega godur ad finna midlungsleikmenn fyrir thessa upphæd, thessi kaup lykta meira af arangri.
Ég hélt ég væri þokkalega að mér í fótboltafræðum en ég verð að játa mig sigraðan þegar kemur að ferli Mereiles. Man aðeins eftir honum úr HM en annars bara það sem ég er búinn að lesa á netinum núna síðustu mínúturnar en þetta nafn kemur mjög á óvart enda hef ég amk ekkert tekið eftir því að hann hafi verið orðaður við liðið áður. 10 milljónir punda eru e.t.v. ekki svo miklir peningar fyrir þennan leikmann, ég var einmitt að svekkja mig á að Liverpool hefði ekki tekið skrefið og boðið í Özil.
Ég man að maður þekkti nú ekki mikið til Alonso þegar hann var keyptur fyrir sambærilega upphæð en sá átti nú eftir að reynast vel. Annars líst mér bara vel á Mereiles af því sem ég hef lesið mig til um. Mörg af stóru liðunum hafa verið orðuð við hann en hann þykir góður sendingamaður, öflugur tæklari og góður skotmaður e.t.v. ekki svo ólíkur Alonso. Nú ættum við að vera ágætlega settir á miðjunni með þá Poulsen, Gerrard, Lucas og Mereiles. Vissulega brothætt ef Gerrard verður frá en engu að síður ætti Mereira og jafnvel Cole að geta leyst hans hlutverk.
tjaaa…ef hann skorar fimm mörk á leiktíðinni þá er það nú bara meira en Lucas Leiva og Mascherano hafa skorað á öllum sínum ferli í deildinni hjá Liverpool en samtals náðu þeir 2 mörkum í 172 leikjum….ekki amalegt það. Ef við tökum allar keppnir þá hafa M&L betur með 7 mörk í 263 leikum. Alonso náði í tvígang að skora 5 mörk í öllum keppnum með Liverpool en aldrei meira en það svo ef Mereiles ætlar að setja fimm mörk þá tek ég þeim fagnandi.:)
Þetta kemur heldur betur á óvart. Meireles spilaði nokkuð vel á HM og er mun öflugri en bæði Lucas og Poulsen. Hann er gamaldags miðjumaður sem getur bæði varist og sótt og myndi sóma sér mjög vel á miðjunni með Gerrard og svo Cole fyrir framan. Veit ekki hvort hægt sé að tala um heimsklassa miðjumann en hann er allavega landsliðsmaður í sterku landsliði og búinn að vera lykilmaður í sterku meistaradeildarliði undanfarin ár.
Hitt slúðrið lýst mér ver á, Hatem Ben Arfa. Eflaust ágætis sóknarmaður en er í verkfalli a la Mascherano hjá sínum klúbbi. Finnst ekki að við eigum að eltast við slíka menn.
Er þetta orðin einhver Fulham síða? Slagsíða. Fagnað er gríðarlega þegar hver meðalgreindur mannapinn er keyptur af fætur öðrum. Snýst þetta þó um fótboltafætur, hugsun og getu. Sjá menn ekki hvað er að gerast? Það er af sem áður var þegar metnaðurinn var meiri.
Það var ekki annað hægt en að taka eftir Meireles á HM, hann var verulega góður og tók mikið “pláss” á miðjunni hjá Portugal. Er mjög ánægður ef þetta verður að veruleik. Sammála Ívari með Ben Arfa, hann verður fínn með Barton og Nolan hjá Newkastle.
Hodgson hefur sagt í viðtölum að liðinu vanti sárlega sóknarmann og ég treysti því að við fáum að sjá fréttir af nýjum sóknarmanni um helgina.
List mjog vel a thessi kaup! Yfirburdamadur Portugala i sumar.
Eg held annars ad folk thurfi adeins ad minnka vaentingarnar til lidsins, tha verdur thad kannski einhvern timann anaegt stadinn fyrir ad verda sifellt fyrir vonbrigdum.
Þetta er toppleikmaður og það er mikill léttir að Hodgson og co séu að leita að miðjumanni sem þorir að sækja og þorir að taka ákvörðun. Dalla Valle hugmyndin er hinsvegar afleit því við þurfum ekki að kasta af okkur upprennandi sóknarmönnum til að fá miðlungs varnarmenn inn í liðið.
Mér líst vel á að fá Meireles. Þetta er mjög góður leikmaður miðað við það sem ég hef lesið og það litla sem ég hef séð til hans. Stórliðin voru á eftir þessum leikmanni og ég er sáttur við að við séum að kaupa menn í þessum klassa.
Ég veit svo bara nákvæmlega ekkert um Ola Toivonen, nema að þetta er sænskur striker með ágætis record úr Hollensku deildinni. Ég fagna því samt að við séum að kaupa annan framherja.
Mér líst ekki nægilega vel á Paul Konchesky. Mér finnst að Liverpool hefði mátt vera aðeins metnaðarfyllri þar. En Hodgson hefur unnið með þessum leikmanni og hefur greinilega fulla trú á honum. Hann fær á njóta vafans.
Toivonen hefur skorað 38 mörk í 49 leikjum með með PSV. Ég myndi kalla það betra en “ágætis” record. Undir nýja sænska þjálfaranum spilaði hann með Zlatan frammi með sænska liðinu. Hann gæti vel reynst mjög góð kaup, en hann gæti svo sem líka alveg floppað.
Mér lýst alveg virkilega vel á þessi kaup miða við Youtube. En það segir nákvæmlega ekki neitt. En verðið er ekki hátt miða við umsagnir sem ég hef lesið. Vonandi verðum við heppinn í kaupum einu sinni (fyrir utan Torres) En annars hefði ég glaður viljað fá Diego í skiptum fyrir Aquaman, held að hann hefði nýst okkur frábærlega. Og í sambandi við Konseschy, þá er hann nú örugglega betri en allir okkar vinstri bakverðir til samans. Þekkir deildina vel og er með frábæra vinstri löpp. Stór, sterkur og hleypur hratt. Meiðist líka ekki jafn mikið og hinir pappakassarnir.
Held að það sé góður kostu að fá þennan mann og mikið vildi ég fá Tiovonen frá PSV til að hjálpa Torres, og þá yrðir ég hamigjusamur….
Ertu viss um hann hafi skorað svona mikið Einar? Fletti honum upp á wikipedia og þar stendur 24 mörk í 50 leikjum. En ef þetta er satt 38 mörk í 49 leikjum þá er það að sjálfsögðu frábært record og væri mjög spenntur fyrir því að fá hann.
Álit mitt á Roy myndi bara fara uppá við ef við fengjum Meireles, Ola Toivonen og Konchesky fyrir lokun gluggans! Mikið var að það byrjaði að koma skemmtilegt slúður aftur.. Næstu dagar eiga eftir að vera spennandi:)
Hérna er tölfræðin hans Ola.
http://soccernet.espn.go.com/players/stats?id=121339&cc=5739
17 mörk í 48 leikjum í fyrra með PSV. Hann hefur svo skorað 6 mörk í 5 leikjum í ár.
Þetta er komið á http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/08/28/liverpool-fc-in-double-swoop-for-meireles-and-konchesky-100252-27156727/ svo að maður getur farið að trúa mun meira á þessa frétt! 🙂
Ég tók statistíkina af Wikipedia síðunni hans (sænsku útgáfunni) – þar segir 38 mörk í 49 leikjum. Það getur vel verið vitlaust.
Eitt algjörlega úr takti við þessa færslu: Eru engin tímamörk á því hve lengi menn mega vera að því að taka innköst? Er að horfa á Blackburn – Arsenal og Gamst Pedersen er sennilega samtals búinn að taka sér 3-4 mínútur í fyrri hálfleik í að þurrka boltann með flísteppi áður en hann þrykkir honum inn í teig.
Það var algerlega nauðsynlegt að fá annan nagla á miðjuna, mér leist ekki á að Poulsen ætti að leysa Masch af hólmi. Meireles virðist klassamaður, amk er hann lykilmaður í topp landsliði og hefur verið orðaður við lið eins og Chelsea og Man United. Fyrst að Gerrard verður í hlutverki leikstjórnanda á miðjunni þá vil ég, eins og margir aðrir, fá topp striker til að vinna með Torres í framlínunni.
Er MJÖG glaður ef þetta gengur í gegn!
Raul Mereiles er verulega góður leikmaður, að mínu mati mun betri alhliða leikmaður en Mascherano og nú fyrirgef ég Hodgson alveg að láta Masch og Aqua fara. Hann er feykilega grimmur, þó stundum fái hann of mikið af spjöldum á sig, en er líka fínn að koma inn í boxið og klára sóknar, góður skotmaður af löngu færi og vinnur endalaust.
Portúgalir eiga ekki orð yfir það að Porto láti hann fara, hvað þá fyrir þetta verð. Verulega gott múv Roy!
Svo styð ég líka fullkomlega kaupin á Konchesky. Menn vilja fá alls konar nöfn en staðreyndin var einfaldlega sú að við urðum að fjölga um tvo “home grown” leikmenn í okkar liði. Johnson markmaður var annar þeirra og því finnst mér rökrétt að fá solid vinstri bakvörð sem heimamann og setja meira púður í grimman sóknarmann / sóknarmenn erlendis frá því Wright-Phillips og Young virðist ekki möguleiki að ná. Vona því að fréttir af læknisskoðun hans á Melwood séu réttar. Þá tel ég vörn, markvörslu og miðjuna skipaða, en vill enn fá sóknarstyrkingu.
Bæði senter til að vinna með/ leysa af Torres og öflugan kantstriker/winger….
Tek undir með Magga, og það væri auðvitað frábært að fá að auki striker með Torres og öflugan kantstriker/winger en maður þorir vart að óska sér slíks. Ef það hinsvegar gerist þá erum við game fyrir seasonið.
Frábært að vera að fá þessa 2 leikmenn en þeir koma og svo enginn sóknarmaður þá er sumarið ónýtt fyrir mér. Held að allir hljóti að sjá það að það sem Liverpool hefur vantað mest núna í að verða 2 ár er annar klassa senter til þess að spila með Torres eða leysa hann af þegar hann er meiddur, N,gog er því miður ekki nógu góður í þetta hlutverk…
þessi leikmaður er mjög góður, horfði mikið á hann á HM. hann er ekkert nema góð viðbót við hópinn. Punktur.
Þekkti aðeins til Meireles áður en þessar fréttir komu og skoðaði hann betur á youtube.
Flott skipti hver er þessi mascherano annars?
Tottenham með Meistaradeildartimburmenn….að tapa fyrir Wigan af öllum á heimavelli. Gott fyrir okkur 🙂
Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að N’Gog hefur litið mjög vel út það sem af er leiktíð búinn að skora nokkuð mikið og hefur leikið vel.
Hann er þó en nokkuð óreyndur en tíminn mun bæta úr því.
Glæsilegar fregnir. Verð þó að játa að ég hef aldrei séð kauða spila með Porto né portúgalska landsliðinu. En, leikmaður sem Chelsea, ManU og Real Madrid hafa verið að skoða er leikmaður sem býr yfir margvíslegum gæðum, það er ekki flóknara en svo.
Frábært að við séum loksins farnir aðeins að blanda okkur í baráttuna um toppbitana. Það hefur verið ansi þreytt að sjá okkur orðaða við leikmenn sem Aston Villa, Fulham og Blackburn eru að eltast við.
Veit ekkert um þennann mann, vona bara að Hodgson viti hvað hann er að gera.
En annað sem er eiginlega svoldið sorglegt. Maður er einhvernveginn hættur að líta á Chelsea og ManU sem keppinauta í deildinni. Maður er meira spenntur fyrir því hvað Tottenham, City og félagar eru að gera. Sorglegt hvernig farið hefur fyrir okkar ástkæra klúbb á mjög svo stuttum tíma.
Stjáni eru 20 ár mjög svo stuttur tími??? Liverpool hefur nánast ekkert veitt Man Utd samkeppni í 20 ár því miður og ekkert sem bendir til þess að við séum á leið að gera það á næstunni allavganna, erum frekar að sogast lengra frá þessum liðum ef eitthvað er…
En já samt sorglegt…
Ég lýsi eftir númera kerfinu á spjallið eða allavega útskýringu af hverju það er ekki lengur.
Er Man Jú með dips á Steven Defour hjá Standard eða er Meireles betri kostur ??
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reds-agree-meireles-fee
Verð að segja að þetta eru góðar fréttir, tók eftir þessum nagla á HM, vinnusamur, harður og með fínar sendingar. Flott verð spillir ekki fyrir, gott move hjá stjóranum , ekki spurning. Nú senter og við erum að verða samkennishæfir.
Líst frekar vel á þetta, enda farið að þykkast of mikið á miðjunni. En hvernig er það, var Insua farinn?
Stórkostleg kaup. Skoðið myndina til að sjá hvers vegna til að sjá hvers vegna 🙂 http://img828.imageshack.us/img828/4462/merieles.jpg
HAHAHAHAHAHAHA!!!!DJÖFULSINS SNIIIIIIILLD JÓHANNES
Ryan Giggs, I fucked him. OHHHHH (ala Ford Fairlane)
Hahahaha góð mynd. Ég er gríðarlega sáttur að fá þennan leikmann – hann var by far besti leikmaður Portúgal í sumar á HM (að mínu mat) og ég varð strax mjög hrifinn af þessum leikmanni. Var meira að segja að segja við einn Poolara í sumar yfir HM hvað það væri frábært að fá þennan mann í liðið. Las hérna fyrir ofan að hann gæti ekkert skorað. Það þarf ekkert gáfnaljós til að sjá það, stendur bara á Wiki að hann er ekki skorari. Það er ekki eins og hann sé að koma fyrir Torres, Masch skoraði örsjaldan enda ekki þeirra hlutverk.
Ég held að maður verði að treysta Hodgson í þessum málum. Þó að Benitez hafi gert fleirri slæm kaup en góð þá þýðir það ekki að Hodgson geri það líka. Hann er greinilega að styrkja vörnina og er að gera það með traustum leikmönnum sem kosta ekki meira en það sem hann selur því hann fær enga peninga til þess.
En mér finnst virkilega sorglegt að heyra að það eigi að láta Lauri Dalla Valle fylgja í sölunni til Fulham. Hann er gríðarlegt efni og ég er mjög hrifinn af honum.
En ég er gríðarlega sáttur að Meirele skuli vera kominn í Liverpool búning.
Vá ég á ekki til orð.. alltaf hefur mig langað að Liverpool kaupi þennan leikmann en núna þegar það er opinbert, þá er ég, já ég veit ekki hvað 😀 Ég er sáttur !!!
Jóhannes: LOL Þessi mynd er bara snildin ein. Priceless
þessi mynd er f***ing snilld 🙂