Liðið gegn WBA

Jæja, liðið sem mun reyna að ná fyrsta sigrinum í deildinni lítur svona út:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Agger

Poulsen – Lucas
Kuyt – Gerrard- Jovanovic
Torres

Á bekknum: Jones, Pacheco, Babel, Spearing, Kyrgiakos, Maxi, Kelly.

Babú SSteinn hafði 100% rétt fyrir sér varðandi liðið. Poulsen leikur sinn fyrsta leik í deildinni og Agger er áfram í vinstri bakverðinum (Aurelio er ekki einu sinni í hópnum). Gerrard verður svo væntanlega í holunni fyrir aftan Torres. Ngog dettur úr hópnum, en á bekknum eru Babel, Pacheco og Maxi.

Þetta lið á allavegana að klára WBA á heimavelli og það örugglega.

48 Comments

  1. Mér finnst bara eins og að Benitez sé ennþá að velja liðið hérna.
    2 varnarsinnaðir miðjumenn á heimavelli á móti wba og okkar besti miðvörður í bakverðinum þrátt fyrir að við eigum 3 fína bakverði í Kelly, Aurelio og Insua.

  2. hvað er aurelio meiddur?? og hvað ef hann er meiddur hvar er insua?? alveg eins og hann sagði með masch. á meðan það er ekki buið að selja hann þá spilar hann fyrir liverpool! hatar roy insua svona mikið eða er hann bara búinn að setja hann úti kuldan fyrir að hafa ekki samið við fiorentina?

  3. Jæja þetta er fínt byrjunarlið. Hefði ég fengið að ráða hefði ég sett Babel eða Maxi í holuna og Gerrard á miðjunni á kostnað Lucas.
    Vonum að Liverpool klári þetta samt örugglega 🙂
    Torres verður að fara að starta þessu tímabili 😉

  4. Vitiði á hvaða rás S2S leikurinn verður sýndur?
    Á heimasíðu sportsins er bara talað um ensku úrvalsdeildina en ekki hvaða leikur nákvæmlega er á hverri rás. Ég verð ekki heima og ætla að stilla á upptöku og þarf því að vita þetta : )

  5. Það er ekki hægt að segja annað en að taktíkin hjá RH er frekar skrýtin undanfarið…á útivelli á móti MC, liði sem hefur verið ákaflega sterkt á heimavelli, auk þess sem liðið þeirra er gríðarlega sterkt, stillir hann upp tveimur sóknarmönnum sem unnu frekar lítið til baka í þeim leik, ásamt því að vera með sóknarsinnaða miðju, Gerrard+Lucas.

    Á móti WBA á heimavelli, spilar hann með varnarsinnaða miðju, hafsent í vinstri bakverði, tvo vinnuhesta, sem kannski eru ekki flinkustu fótboltamennirnir á köntunum og með einn framherja… Eins og kom fram hér að ofan hefði manni fundist eðlilegra að spila með Babel/Pacheco/Maxi í staðinn fyrir annaðhvort Poulsen/Lucas, og jafnvel skoða það að Martin Kelly spilaði bakvörðin (spilaðir reyndar frekar erfiðan útileik í tyrklandi í vikunni, svo það er kannski skiljanlegra að hann sé ekki inni…)

    Ætli maður verði nú samt ekki að treysta honum fyrir þessu… Þrátt fyrir það er þetta auðvitað lið sem á að rúlla yfir þetta WBA lið á hvaða degi vikunnar sem er. Spái 2-0, bæði í seinni hálfleik, G og T með mörkin

  6. Lucas og Poulsen á miðjunni hljómar ekkert alltof spennandi verður að segjast, vonandi að G&T sýni gamla kombótakta.

    • Babú hafði 100% rétt fyrir sér varðandi liðið.

    Ég var töluvert drukkinn í gær!! En var ég að giska á líklegt byrjunarlið einhversstaðar? 🙂

    Botna annars ekkert í því afhverju við höfum ekki bakvörð í bakverðinum og við fyrstu sýn hljómar Poulsen og Lucas kombó á miðjunni álíka spennandi og Mascherano og Lucas! Sérstaklega gegn liði eins og WBA.

    En hvað um það, byrjum þetta tímabil fyrir alvöru í dag og vinnum 3-0 með mörkum frá Torres, Torres og Torres.

  7. Babú ég verð nú bara að viðurkenna að mér finnst Masch og lúkas kombóið meira spennandi (ef ekki er tekinn með hegðun Masch síðustu daga)

    Annars verð ég að vera smá svekktur með þetta byrjunarlið. Jú, Liverðool á klárlega að getað klárað þennan leik en var að vonast eftir meira sóknarliði á heimavelli á móti WBA.

  8. Allt of varnarsinnað lið á heimavelli. Hélt nú að við gætum spilað allavega 4-4-2 á heimavelli.

  9. það vantar smá hraða inn á ég vil sjá Babel inn á fyrir Jova.

  10. Lucas Lucas Lugas. Hættur að horfa, þetta er lélegasti leikmaðurinn í Enska boltanum! Liðið verður aldrei gott með hans líka innanborðs. Lets face it!

  11. Þetta byrjar nú ekki sannfærandi WBA mun ákveðnari og hreint út sagt bara betri.

  12. Lið LFC virkar bara eins og þreytt og áhugalaust á mig. WBA eru virkilega duglegir, og eru að vinna vel fyrir hvorn annan. Fyrri hálfleikur er allavega vonbrigði fyrir mig.

  13. Þetta er bara með því sorglegara sem ég hef séð ! WBA eiga að vera komnir yfir ef eitthvað er í fyrri hálfleik ! Og hvað er Skertl að gera ?? Er hann að reyna að fá dæmt á sig víti ?? Þvílíkur bjáni !

  14. Það þarf mikið að gerast hjá þesssu liði inn í klefa ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessu
    Babel inn fyrir Jovanovic TAKK

  15. mér finnst nú Jovanovic vera sá eini sem reynir að koma einhverjum hraða í þetta,ólíkt leikmanni nr 18 sem virðist alltaf þurfa að snúa við þegar vænleg sókn er í gangi.Ég væri til í að sjá honum skipt útaf fyrir Maxi eða Babel.Poulsen og Lucas eru líka ekki að virka.Það þarf bara að brjóta ísinn og þá setjum við 3 í seinni

  16. Hodgson hefur alltaf verið duglegur að landa 0-0 sigrum. Tekst það örugglega í dag.

  17. Hörmulega slakur fyrrihálfleikur.

    Svona á hálfleiksræðan að vera:

    “This is Anfield!”

  18. Er það málið að við erum bara ekkert betri en þetta? Er þetta það sem koma skal? Ég bara neita að trúa því.

    Svo fer ég að velta því fyrir mér hvenær maður má byrja að dæma Hodgson. Við erum búin að spila einn góðan hálfleik undir hans stjórn og þá vorum við 10. Hann segir allt rétt í viðtölum en það er bara ekki nóg. Ég vill fá árangur inn á völlinn og ekki leiðinlegra ef það væri fallegur fótbolti en ég ætla ekki að vera með of miklar kröfur.

    Ég vill fá einhverjar breytingar í hálfleik… ekki að 70+ mínutu sem við erum vön að sjá. Við verðum að vinna þennan leik og það hellst sannfærandi.

    Áfram Liverpool… afsakið pirringinn

  19. Vandamálið er ekki Lucas á miðjunni heldur eru það þessir tveir tréhestar sem við eigum að kalla vængmenn sem eru til vandræða. Það kemur ekkert út úr Kuyt og Jovanovic þarna. Held að það væri ekkert vitlaust að henda Babel og Maxi/Pacheco þarna inn það eru menn sem gætu þó sent boltann almennilega á næsta mann. Pacheco hefur sínt það að hann lærði hvernig á að spila bolta á Spáni…

  20. Verulega ósáttur við upplegg stjórans annan deildarleikinn í röð.

    Daniel Agger hlýtur að hafa gert honum eitthvað að þurfa spila áfram í bakverðinum og ég auglýsi enn eftir skapandi miðju. Ömurlegt.

    Svo bara heimta ég opinbera skýringu á því að Skrtel var að fá framlengingu á sínum samningi. Svakalega lélegur fótboltamaður að mínu mati og grín að hann fékk ekki á sig víti í fyrri hálfleik.

    Dapurt maðurinn minn sprelllifandi!!!

  21. Finnst eins og að Jovanovic sé bara serbnesk útgáfa af Riera. Þótt að hann sé góður á boltanum er hann ekki með neinn hraða og þar af leiðandi er akkúrat engin ógnun af honum. Gengur ekki upp að vera með tvo snigla á köntunum.

  22. Þessar sóknaraðgerðir okkar eru alltaf of augljósar og fyrirsjáanlegar.

  23. Skrtel er allavena ekki einsog kollegi sinn hann Carragher. Bendir með höndum og neglir svo vonlausum boltum uppí loftið. Pirrar mig ekkert meira en svoleiðis rugl.

  24. Á miðað við lýsingarnar er ég ekki að missa af miklu en getur einhver bent mér á tengil með fríu streami sopcast virkar ekki hjá mér.
    Veit að við vinnum um leið og ég byrja að horfa!!
    YNWA og ekkert væl

  25. Hahahahaha Takk fyrir linkinn Kobb,greinilega alvöru menn hér inni:)
    KOMA SVOOOOOOOOOOO

  26. Nr 9999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999999

  27. Sko hvað sagði ég ekki,um leið og ég kveikti TORRRRESSSSSS!
    Setja nú nokkur stykki
    YNWA

  28. Allt annað að horfa á liðið eftir að við skoruðum. Loksins smá rythm í spilinu, þeir þurftu bara að brjóta ísinn og slaka á.

  29. Hvernig er það getum við ekki fengið víti, hann stóð nánast ofan á þessu þegar hann varði markið með hendi

  30. Jahá, WBA að pressa, manni færri á Anfield á síðustu mínútunni. Glæsilegt!

Liverpool kaupa Raul Meireles (staðfest)

Liverpool 1 – W.B.A. 0