Roy um slúðrið

Eftir WBA leikinn hefur Hodgson verið að tjá sig um leikmannaslúður. Beisiklí þá segir hann:

  • Við viljum framherja
  • Toivonen er ekki sá framherji, sem við viljum. Hver þá? Gæti það verið C.Cole?
  • Konchesky er á leiðinni. Það sem tefur það mál er sú staðreynd að Dalla Valle fer til Fulham í sama díl og hann hefur ekki staðist læknisskoðun.
  • Hodgson er spurður hvort að Lucas sé á leið frá félaginu. Hann neitar því ekki 100%, en segist ekki vera hrifinn af því að láta leikmenn fara frá liðinu svo stuttu fyrir lokun gluggans.

Semsagt, við erum að fá vinstri bakvörð í Konchesky, en enn er allt óljóst í framherjamálum. Slúðrið síðustu daga hefur verið að Ryan Babel gæti verið á leið til West Ham uppí kaup á Carlton Cole. Ég verð að segja að ég væri nokkuð hrifinn af þeim skiptum, miðað við hversu mikið Babel hefur spilað síðustu tvö tímabil hjá Liverpool.

Allavegana, þetta verða spennandi dagar. Hodgson getur einbeitt sér að leikmannamálum næstu tvo daga, þar sem núna er að byrja landsleikjahlé.

91 Comments

  1. Já ef ætlunin er að hafa Babel á bekknum meira eða minna þá er alveg eins hægt að nota hann sem skiptimynt uppí einhvern öflugri framherja en Ngog og Ngog yrði þá backup fyrir Torres og einhvern nýjan sem kæmi inn.

  2. Engan veginn sammála Einari vini mínum á því það að láta Babel fara í skiptum fyrir Cole og pening á milli væri góð ákvörðun. Ég vil halda Babel, finnst hann sterkari leikmaður nú en oft áður, massa talent, matchwinning gaur sem getur gert gæfumun þegar ekkert annað gengur (sem miðað við spilamennskuna í byrjun tímabils sýnist mér við hafa mikla þörf fyrir að geta gert).

    Ekki það að ég vilji ekki fá Cole ég vil bara ekki missa babel til að það gerist. Við eigum því að kaupa hann fyrir pening sem nokkuð augljóslega hlýtur að vera tilí kjölfar leikmannasölu og þess framlags sem lofað var.

  3. já þetta verða spennandi 2 dagar en eftir jafn sorglega frammistöðu og í leiknum í dag þá virðist sem okkar mönnum vanta eina 10-15 nýja leikmenn á næstu 48 tímunum….

    Váá hvað liðið okkar var lélegt í dag, engin hraði, engin metnaður, engin kraftur, engin gleði og ég veit ekki hvað og hvað en kannski það ótrúlegasta við leikinn eru þessi 3 stig sem fylgdu okkur inní klefa og það er alltaf jákvætt en þessi spilamennska mun ekki fleyta okkur langt í vetur það er á kristaltæru…

    Smá hint til Hodgson fyrir næstu æfingu er svo að fara að kenna mönnum eins og til dæmis Steven nokkrum Gerrard ásamt flestum öðrum að senda tuðruna á rauðklæddan mann og svo er heldur ekki bannað að bjóða sig og reyna að hafa smá gaman að því sem menn eru að gera.

    Maður er bara í smá kvíðakasti fyrir næstu 2 leiki, vinnum jú aldrei Birmingham og svo er það United þar á eftir, báðir á útivelli, ja guð verði með okkur ef liðið mun hafa 4-5 stig eftir 5 leiki…

  4. það er klárt mál að við þurfum öflugan framherja, en að setja Babel sem skiftimynt uppí C. cole finst mér ekki vera gott mál. Það hljóta að vera til peningar eftir þær sölur sem eru búnar.
    Og ef það á að láta einn efnilegasta strákinn fara uppí Konchesky(Dalla Valle) finst mér vera verra en að láta Babel.
    Svo að lokum væri ég mjög sáttur að selja Lucas kallinn og nota þá peninga í Konchesky og halda D. V.

  5. Ég vil alls ekki setja Babel upp í C. Cole! Ég hef oft verið mjög frústreraður á Babel, en hann er búinn að standa sig vel í þessar fáu mínútur sem hann hefur spilað á þessu tímabili og mig langar að sjá hvort hann getur blómstrað undir Roy. Einnig finnst mér C. Cole afskaplega ofmetinn leikmaður sem er langt frá því að vera góður markaskorari. Ég bara hreinlega skil ekki hvernig hann er verðmetinn svona hátt.

  6. On 29th August 2010, The Daily Mirror reported on their website that Liverpool FC have offered Ryan Babel in a straight swap for Cole after Roy Hodgson was seen at Old Trafford watching Cole’s West Ham United against Manchester United. [34]

    Skysport segir núna að við séum komnir í viðræður við West Ham.

  7. Þar sem að ég fæ aldrei svar og ég held að flestir vilji fá svar við þessu þá held ég bara áfram að spyrja.
    Af hverju er ekki lengur númerkerfi á ummælunum ?

  8. Ásmundur, það hefur reynst eitthvað erfitt hjá okkur að finna lausn á þessu kommentanúmeramáli. Við viljum klárlega setja þau inn (ég útskýrði þetta þegar ég uppfærði síðuna).

    Kristján Atli var m.a. að fikta í þessu á föstudaginn með þeirri niðurstöðu að síðan hrundi algerlega.

    Ef einhver er með auðvelda lausn, þá vil ég gjarna heyra hana.

  9. Ég á allavega enga lausn handa þér því miður 🙂
    Ég var bara að velta fyrir mér af hverju þetta væri ekki lengur og hvort að þetta kæmi upp aftur.
    En vonandi að þið reddið þessu.

  10. Fyrir þá sem hafa séð eitthvað til Carlton Cole þá þarf engan sérfræðing til að sjá að þetta er bara meðal góður framherji, Örlítið lélegri en Crouch og Heskey. Ég er pínu hræddur við að Hodgson segi að Ola sé ekki sú týpa af framherja sem hann þurfi, en horfi svo í áttina að Carlton Cole????
    Babel hefur meiri hraða og boltatækni en CCole og Dalla Valle sem er settur í lán er líklegri til að blómstra með Liverpool en CCole. Þannig að ég vil á engan hátt sjá þennan samning ganga í gegn.
    Ég hef reyndar líka áhyggjur af öllum þeim markaskorurum sem við höfum sent frá okkur undanfarið, Benayoun, Nemeth, Aquilani, Dalla valle og ef að Babel fer líka þá virðist nýji þjálfarinn okkar bara ætla að treysta á 3 menn til að skora í vetur. En ég vona auðvitað að ég hafi rangt fyrir mér og að Carlton Cole og Torres muni mynda stórkostlegt sóknarpar saman.
    áfram Liverpool

  11. Guð gefi að þessi orðrómur um lata og feita Íslendinginn sé uppspuni frá rótum. Sem hann er reyndar pottþétt.

  12. Aðeins langar mig að benda mönnum hér á að það er ansi hart vegið að leikmanni sem án nokkurs vafa er hæfileikamesti knattspyrnumaður Íslands, burtséð frá töluverðu mótlæti sem hann á við að eiga þessa dagana. Ég sæji bara ekkert neikvætt við það að fá skapandi leikmann eins og Eið Smára Guðjohnsen í okkar hóp, þ.e. ef hann væri tilbúinn að spila svipað hlutverk og hann gerði hjá Tottenham í fyrra. Allavega treysti ég því að menn láti vera að skrifa af slíkri óvirðingu um okkar atvinnumann.

    Aðeins að þessum ummælum Hodgson, ég hef bara mikla trú á því að hann fari á eftir Cole. Það sem er að verða sýnilegt á leik liðsins er að Roy mun halda sig við hefðbundnar áherslur um varfærnar, heilar línur í liðinu og ljóst að með kaupum á Konchesky og Meireles verður hugsunin fær nær hefðbundnum 442 þar sem Konchesky er ágætur upp kantana og Meireles er maður sem getur sótt og varist.

    Þá þarf hann senter sem getur bæði verið upp á topp eða “linkað” upp með Torres. Þeir sem þekkja eitthvað til Toivonen vilja meina að hann sé eingöngu toppsenter, með frekar litla tækni og ekki góður með bakið í markið.

    Carlton Cole er betri útgáfan af Bobby Zamora og það er auðvitað út í hött að líkja honum við Emile Heskey. Hann er góður að halda af sér varnarmönnum með bakið í markið og er feykilega sterkur í loftinu. Við áttum í miklum vandræðum með hann í leikjunum í fyrra og í gær var hann eini maður Hamranna sem átti erindi á OT.

    Svo virðist það augljóst að það er verið að styrkja breska kjarnann hjá félaginu. Það að láta Dalla Valle upp í kaupin á Konchesky sýnir það, Finninn reyndar virðist líta töluvert stórt á sig og telja sig eiga skilið sæti í aðalliðinu, en ég held að við séum að horfa á það að félagið vilji stækka “homegrown” leikmannahópinn um leið og Hodgson færir liðið í átt að sínum leikstíl.

    Hvernig sem okkur á eftir að líka það kemur í ljós, en með Mereiles, Konchesky og Carlton Cole verðum við betri, töluvert, en við erum í dag. Hverju það skilar veit ég ekki.

    Ennþá vona ég svo að við fáum fljúgandi kantstriker. Ég eins og allir væri glaðastur ef að Ryan Babel hrykki í gang, en þegar maður skoðar það að Benitez var að gefast upp á honum, hollenski þjálfarinn gaf honum ekki sekúndu á HM og hefur nú droppað honum úr hóp, og þeirrar staðreyndar að Hodgson hefur ekki treyst honum almennilega þrátt fyrir innkomur og markaskorun ætti nú að segja manni að einhvers staðar liggi maðkur í mysu….

    En þetta verða spennandi tveir dagar, það er ljóst!

  13. Enskir miðlar segja frá því að RH sé að reina að fá Eið Smára til Liverpool…. trúi því ekki að hann muni koma, hefur alltaf sagt að hann gæti ekki hugsað sére að spila fyrir Liverpool… En svo er spuning hvað menn gera þegar ferilinn er að verða búinn….

  14. Ég er svakalega ósammála ykkur hérna. Babel hefur staðið sig vel í ca. 3% spilatíma með Liverpool á móti 93% (vísindalega reiknað) sem hann hefur ekkert sést eða hlaupið inn í varnarmenn og misst boltann. Halda menn í alvöru að það sé tilviljun hversu lítinn séns hann fái hjá þjálfurum sínum (Benítez, Marwijk og Hodgson)!!??
    Hann er kannski góður í tölvumálum (Mr. Twitter) en sorry, hann er í besta falli hæfileikaríkur leikmaður sem kann enganvegin að nýta sér hæfileikana….fyrir utan að leikskilningur hans er í algjöru lágmarki.

    Hins vegar er C.Cole mjög góður enskur púra FRAMHERJI; fljótur, sterkur, ákveðinn og góður slúttari. Hann yrði frábær viðbót fyrir Liverpool. Frábær skipti ef við getum notað Babel upp í kaupverðið!

    Go Hodgson

  15. Ég botna ekki alveg hvað RH er að vilja enn einn stóra framherjann þegar til staðar eru Ngog og Torres (Jovanocic og Kuyt ekki taldir með þar sem þeir eru stanslaust notaðir annars staðar á vellinum). Ég meina, hvað breytist ef við setjum Carlton Cole inn fyrir Ngog? Stór maður fyrir stóran mann…ég meina það er ekki eins og það hjálpi liðinu að skapa fleiri færi eða fyrirgjafir á senterana við þessi skipti!

    Við þurfum meiri ógn upp vængina en það virðist vera einhver veira sem fylgir þessum framkvæmdarstjórastól. Sama hver kemur inn, það virðist ekkert vera á döfinni að laga kantana. Það er meiri þörf fyrir skapandi leikmönnum á miðjuna en að fylla upp í sóknina. Ég meina, við erum með óteljandi sóknarmenn nú þegar í Jovanovic, Kuyt, Torres, Ngog…..hvað er málið?

  16. Mikið hrikalega vona ég að þetta sé bara slúður með Eið ! Mér finnst ekkert að því að menn tali hér eins og þeim sýnist um hann enda hefur hann talað af slíkri óvirðingu um Liverpool að hálfa væri nóg. Þannig að Maggi þú verð hann meðan aðrir átelja hann. Kannski óþarfi að vera með ómakleg ummæli um holdafar hans samt ! Staðreyndin er samt sú að hann er útbrunninn með öllu. Það vill ekkert stórlið hafa hann í sínum röðum lengur og hann verður sjálfur að átta sig á því og lækka launakröfur sínar.

    En hvað um það. Þetta er ekki þráður um Eið Smára. Mér líst vel á Charlton Cole. Ef við fáum hann þá eigum við bara eftir að bæta einum Cole til viðbótar og þá erum við komnir með alla þrjá :). Charlton Cole er öflugur leikmaður og ég er viss um að hann eigi eftir að reynast Liverpool vel ef hann er að koma. Þetta horfir allt til betri vegar og vonandi var Liverpool að spila sinn versta leik á tímabilinu í dag !

    YNWA !

  17. Aðeins varðandi númerin á commentunum….þá koma þau fram þegar ég les síðuna úr símanum mínum(gamall blackberry pearl). Það gæti kannski gefið ykkur vísbendingu?

  18. Ég væri alveg til í að fá Carlton Cole en ekki að fórna Babel. Mér hefur alltaf fundist það furðulegt hversu fá tækifæri hann hefur fengið. Að mínu viti ætti hann að vera kostur nr.1 á vinstri kantinn. Ef RH nær að landa Cole og Koncesky fyrir lok gluggans verð ég sáttur við kallinn.

  19. Líst sæmilega á Cole. Við eigum svo vonandi og væntanlega eftir að fá peninga fyrir Lucas og Insua fljótlega

  20. Af hverju vill Benitez ekki bara gera okkur greiða og kaupa sinn heitelskaða Lucas. Ég er alveg að gefast upp á þeim leikmanni…búið að gefa honum endalaus tækifæri en alveg óþolandi hvað efnilegar sóknir stoppa oft hjá honum….hann gefur allt of oft boltann beint til baka á völlin í stað þess að líta aðeins upp og áfram og reyna að koma boltanum í spil fram á við.
    Babel er svo annar vandræða pési sem aldeilis hefur fengið tækifærin en sjaldnast nýtt þau. Munið þið hvað hann var góður fyrsta árið….talað um “supersub” þar sem hann var að koma inn af bekknum og skoraði oftar en ekki mikilvæg mörk. Svo horfir maður á hann í dag og þetta er langt því frá að vera sami leikmaðurinn! Held að það hljóti bara að vera eitthvað bilað í hausnum á honum, sbr. þetta Twitter rugl á honum.

    Þessir snillingar eru fullreyndir hvað mig varðar, selja þá og fá inn nýtt blóð og þá er bara ekkert slæmt að fá inn menn sem hafa sannað sig rækilega sbr. C. Cole og svo nýja portúgalann. Hodgson verður að hugsa um að styrkja liðið fyrir þessa leiktíð og hefur ekki efni á að kaupa efnilega leikmenn sem gætu mögulega sprungið út á næstu árum sbr. áðurnefnda leikmenn.

    það aftur á móti er líka nauðsynlegt til lengri tíma að kaupa inn efnlega menn en akkúrat á þessum tímapunkti hjá Liverpool er þetta rétt stefna. Vona bara að þeir sem koma núna fyrir lok gluggans glansi á þessu tímabili og hjálpi til við að hífa Liverpool aftur upp í efstu 4 sætin.

    Salan á Liverpool fer svo fram í vetur, það hlýtur að teljast nokkuð öruggt, og þá geta menn aftur farið að hugsa til lengri tíma og orðið samkeppnishæfir varðandi þá allra bestu í heiminum óháð aldri, verði og skónúmerum. Ef Roy nær svo ekki sæmilegum árangri í byrjun næsta tímabils þá er ákveðin hætta á að nýjir eigendur leiti að nýjum manager…

    Góðar stundir 🙂

  21. Ég get ekki séð neitt sem Carlton Cole hefur fram yfir N’Gog. Hann bætir sáralitlu í hópinn og við getum alveg verið án hans eins og án N’Gog í leikjum. C. Cole hefur skorað 25 mörk í 106 leikjum sem er minna en mark í fjórða hverjum leik sem er t.d. mun slakara skor en Emile nokkur Heskey skoraði fyrir Liverpool í sinni mestu þurrð. Það er alls ekki út í hött að bera saman tvo power-sentera sem er ætlað að spila upp á fljótan markaskorara-senter. Það er líka ekki út í hött að minnast á að Heskey hefur verið valinn fram yfir Cole síðustu árin í landsliðinu. 7 landsleikir og 0 mörk er ekki árangur fyrir senter sem Liverpool á að ásælast. Cole er orðinn 27 ára og er því ekki að fara að taka blússandi framförum. Ég get þó tekið undir gagnrýni á Babel, veit ekki hvað hann er að gera hjá liðinu ennþá. Eitthvað mikið að í heilabúinu þar.

    Eiður Smári er ágætis fótboltamaður á alþjóða standard en hann þarf að spila reglulega til að haldast í formi. Þessvegna á hann ekki eftir að gera neitt hjá Liverpool þar sem hann yrði að berjast um stöðuna við Cole og Gerrard, yrði þriðji maður þar inn. Út í hött að fá hann til liðsins.

    Það er líka út í hött að ætla að selja Lucas. Þótt hann funkeri ekki með Poulsen þá ættu þeir tveir að vera að berjast um eina stöðu, við hliðina á Meireles eða Gerrard.

    Konchesky málið er síðan ótrúlegt bull nema eitthvað stórt sé í gangi bakvið tjöldin með Insúa, hann hlýtur þá að fara.

    Ef allt er tekið saman þá er bara eitt orð yfir þetta: miðjumoð.

  22. verð að setja þetta hér inn…
    ttp://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96580
    HAHAHAHAHAHAHAHHHAAAHAHAH, eitt það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma! XD

  23. Enska vefsíðan Caughtoffside sem mikið er vitnað í í slúðurpakkanum á BBC sem birtur er reglulega hér á Fótbolta.net fullyrðir í kvöld að Roy Hodgson stjóri Liverpool hafi áhuga á að fá Eið Smára Guðjonsen til liðs við sig.

    Eiður Smári er laus frá Monaco og hefur ekkert æft með liðinu upp á síðkastið. Hann var orðaður við Stoke City fyrr í dag en nú herma nýjustu fréttir að Liverpool hafi einnig áhuga.

    Eiður Smári er þar sagður kosta 4,5 milljónir punda frá Monaco en miðillinn segir líklegt að hann myndi sjálfur stökkva á tækifærið til að koma aftur í ensku deildina þar sem hann hefur leikið með Bolton, Chelsea og nú síðast Tottenham.

    Þó verður að hafa í huga að Caughtoffside er ekki traustasti miðillinn og birtir mikið af slúðri sem aldrei rætist. Eiður hefur auk Stoke og Liverpool verið orðaður við Fulham og endurkomu til Tottenham.

    Roy Hodgson stjóri Liverpool sagði í dag að hann ætlaði að reyna að kaupa framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar á þriðjudag.

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=96580#ixzz0y2I1A3i9

    hahahahahahahahaha

    sorry…….

  24. ég vil fá Carlton Cole og sjá roy spila 4411 með Gerrard og Meireles á miðjunni J.Cole á vinstri og Kuyt á hægri svo C.Cole fyrir aftan Torres! þetta er risa rumur og þegar hann fær bolltan í lappir þá verða miðverðir að fara í hann og það losnar mikið um Torres og hlaupin frá Gerrard. þetta mun þýða að tveir miðverðir geta ekki alltaf verið báðir að sparka í Torres og það mun losna um hann svo tala ég ekki um föstu leikatriðin sem liðið er alveg steingellt í. þeir gætu allt eins sleppt þessum hornspyrnum! þar værum við komnir með mikinn styrk í þessum leikmanni! þið sjáið bara hvernig Chelsea er að virka með Anelka og Drogba frammi.. öll lið þurfa eitt stórt og sterkt svertingjabuff !

  25. Það á ekki að taka leikmann á sama aldri og Babel einhver 3 ár í að koma sér í gang og vinna sæti í liðinu. Eitthvað hlýtur það að vera að þeir þjálfarar sem hann hefur verið undir noti hann ekki og því verð ég mjög glaður ef hann nýtist vel sem vonandi nokkuð há skiptimynt fyrir öflugan framherja…..sem að öllum líkindum verður C.Cole.

    Varðandi Eið Smára, þá er hann einn af okkar albestu knattspyrnumönnum þó svo að hann hafi stundum verið eitthvað misskilinn í fjölmiðlum, held samt að hans tími á þessu “level-i” sé búinn og 4,5 milljónir punda fyrir hann væri einfaldlega of mikill peningur í okkar stöðu.

  26. Ég vona að þesar Eiðs fréttir sé rugl, ekki spurning að þar er á ferðinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, en hann hefur ekkert að gera hjá Liverpool, Stoke kannski en aldrei Liverpool.

  27. Mér lýst miklu betur á slúðrið sem segir að LFC ætli að kaupa Fernando Llorente en slúðrið sem um C. Cole. Því miður hef ég ekkert séð um þetta Llorente mál nema á caughtoffside.com sem er náttúrlega einkar óáreiðanlegur miðill.

  28. Ég ætla rétt svo að vona ekki að Hodgson ætli að fá Cole og láta Babel upp í kaupin.
    Babel er bara með miklu betri hæfileika heldur en Cole.
    Það er leiðinlegt að sjá að Babel hefur ekki náð að blómstra hjá Liverpool en hann var öflugur fyrsta tímabilið sitt en ég vill skrifa þessa harmsögu Babel á Benitez. Eins og komið hefur í ljós þá var Rafa ekki beinlínis að byggja upp sjálfstraust í mörgum leikmönnum með sínum aðferðum.
    Vona bara að Babel fái tækifærið í vetur því ég er handviss um að hann myndi spila vel ef hann fengi að spila reglulega.
    Liverpool þarf síðan að losa sig við farþega úr hópnum. Stærsti farþeginn er títtnefndur Lucas.
    Svo þarf að að bæta við liðið einn alvöru kantara sem kemur góða krossa fyrir. Mér líst ekki nógu vel á Kuyt og Jovanovic á köntunum. Þeir eru báðir betur framar á vellinum.

    Ég er ekki að sjá að Eiður sé á leiðinni til Liverpool. Hann er frábær leikmaður og hefur afrekað mikið á sínum ferli. Sýnum honum smá virðingu og verum ekki að drulla yfir hann.

  29. Getur einhver sagt mér af hverju Lucas er alltaf í brennidepli hatursins á þessu bloggi? Á meðan þið útskýrið þetta fyrir mér ekki tala algjörlega útum rassinn á ykkur. Einhver?

  30. Augljóslega vill enginn hamborgararassinn okkar til Liverpool, hins vegar lýst mér best á Llorente af þessum þremur sem við erum á spá í.

  31. “Aðeins langar mig að benda mönnum hér á að það er ansi hart vegið að leikmanni sem án nokkurs vafa er hæfileikamesti knattspyrnumaður Íslands, burtséð frá töluverðu mótlæti sem hann á við að eiga þessa dagana. Ég sæji bara ekkert neikvætt við það að fá skapandi leikmann eins og Eið Smára Guðjohnsen í okkar hóp, þ.e. ef hann væri tilbúinn að spila svipað hlutverk og hann gerði hjá Tottenham í fyrra. Allavega treysti ég því að menn láti vera að skrifa af slíkri óvirðingu um okkar atvinnumann.” (Maggi)

    Tek undir hvert orð. Allt í góðu að ræða hvort um fótboltamannin Eið og hvort hann væri góð viðbót við LFC eða ekki. En það orðtak og umtal sem hann fær oft á tíðum frá samlöndum sínum er algerlega út úr kú. Þetta er leikmaður sem var lykilmaður í meistaraliði Chelsea og spilaði seinna með Barcelona og Tottenham. Það er alls ekki óhugsandi að það líði áratugir þangað til við eignumst fótbotamann sem kemst nálægt hans árangri.

    Í alvöru strákar. Besta og faglegasta spjallborð landsins er http://www.kop.is (Þökk sé frábæri ritstjórn) Sýnum landa okkar og hans árangri þá virðingu sem hann á skilið og hefur unnið sér inn.

  32. Í þessari frétt um Llorente er talað um að Insua fari í staðinn til Bilbao, sem verður að teljast hrikalega hæpið þar sem Bilbao nota aðeins baska og leikmenn sem hafa alist upp hjá liðum í Baskalandi.

  33. Það er rétt hjá þér Baski… en vonandi kemur Llorente samt.

    Væri samt alveg til í að sjá Insua fara, ekki misskilja mig, ég er hrifinn af honum sem leikmanni en stjórarnir víst ekki og því betra að hann fari.

    Í sambandi við Eið, ég væri alveg til í að fá hann til okkar, en samt… einhvern betri líka. Í stuttu máli…

    Llorente + Eiður = gúdd sjitt
    Bara Llorente = gúdd sjitt
    Bara Eiður = Bad sjitt…

  34. Ég bar mikla virðingu fyrir Eiði og geri það enn að vissu marki, en eru ekki komin 4 eða 5 tímabil síðan að hann var reglulega spilandi. Síðan þá hefur hann vermt bekkinn oftar en ekki og enda svo á því að vera jafnvel ekki í hópnum. Þannig að maður er ekki bjartsínn á hans leikform, og þar afleiðandi er ég ekki að sjá að hann sé að fara hjálpa liði einsog Liverpool

  35. Það er strax búið að draga þessa frétt um Llorente tilbaka á This is Anfield:

    UPDATE – Monday AM: It appears this rumour of reports in Spanish press has turned out to be false and that an untrustworthy website first published the Llorente link, which then gathered pace and credence elsewhere.

  36. Þrátt fyrir að Eiður Smári hafi oftar en ekki verið með leiðindi í garð Liverpool liðsins er ég á því að við eigum að tala um hann af meiri virðingu en sumir gera hér, hann er líklega besti knattspyrnumaður sem við Íslendingar hafa átt.

    Það breytir því þó ekki að hann er kominn nokkuð yfir sitt besta og því á hann ekkert erindi í okkar lið.

  37. Það er ekki oft sem ég er algjörlega ósammála Magga, en ég er það þegar kemur að Eiði Smára. Því miður þá stendur Eiður í mínum huga fyrir margt sem mér finnst neikvætt fyrir atvinnumenn í knattspyrnu. Oft latur á velli, yfirborgaður, spilafíkn, gefur mikinn höggstað á sér í bresku pressunni með sínum gjörðum og svo finnst mér hann oft á tíðum hafa gefið ungum stuðningsmönnum sínum hér á landi löngutöng. Neitar að tala við Íslenska fréttamenn, þrátt fyrir að þeir séu frekar sekir um of mikið lof en hitt. 7 ára guttinn minn fór á landsleik um daginn og þeir félagarnir biðu fyrir utan stúkuna í um klukkutíma til að fá áritanir, en aðal stjarna liðsins strunsaði í burtu og hafði engan áhuga á þessum piltum sem biðu þarna með stjörnur í augunum, voru ansi hreint svekktir.

    Nei, ég vil ekki sjá Eið Smára Guðjohnsen nálægt mínu ástkæra liði og hvað þá tel ég hann “atvinnumanninn okkar”. Auðvitað eiga menn almennt ekki að skrifa af neinni óvirðingu um menn, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara eða bara hinn almenna lesanda síðunnar. Allavega finnst mér að Eiður Smári eigi ekki rétt á neinni sér treatment, hann hefur að mínum dómi ekki unnið sér inn neitt fyrir því, sér í lagi hvernig hann hefur komið fram og talað um félagið okkar, bara það eitt og sér ætti að gera það að verkum að hann kæmi ekki nálægt okkur nema þá kannski sem mótherji.

    En sem betur fer eru aðeins 2 dagar eftir af leikmannaglugganum. Mér líst alveg fáránlega illa á að vera að láta Della Valle upp í kaup á vinstri bakverði Fulham, hreint út sagt botna það ekki alveg. Vonandi að Raul Meireles eigi eftir að slá í gegn, veit lítið um hann en virðist vera af nokkuð háum profile. Er á því að við þyrftum að bæta við okkur einum kraftsenter í viðbót og nú verður bara að koma í ljós hvern Roy nær að draga að landi.

  38. Já Steini, kom að því 🙂 !!!

    Ég ætla alls ekki að halda því fram að Eiður hafi átt góða tíma að undanförnu og hann hefur farið illa með ferilinn sinn síðustu þrjú ár að mínu mati. Hann hefur svo að mínu viti lent í “Ásgeirs Sigurvinssonar syndróminu” í íslenska landsliðinu. Við gerðum alltof miklar kröfur til Ásgeirs sem lék fáa góða landsleiki með Íslandi, en marga slaka – fyrst og síðast útaf viðbrigðum í leikstíl og gæðum meðspilaranna.

    Eiður hefur oft á tíðum síðustu ár virkað áhugalaus og pirraður, sem ég tel afleiðingu af því að fá fáar mínútur hjá Chelsea, Barcelona og Monaco. Svo auðvitað hefur hann farið í fýlu gagnvart blaðamönnum og dregið sig inn í lokaðan hóp félagslega sem svo er að brjótast út í almennan pirring. Mér finnst þetta allt synd, því fyrir fimm árum síðan var Eiður í sérflokki íslenskra atvinnumanna varðandi allt þetta og erfiðast er að það er alls ekki víst að við eignumst slíkan leikmann aftur. Hann heimsótti knattspyrnuskóla víða um land, var manna jákvæðastur eftir landsleiki að árita og koma fram. Ég reyndar skil ekki hvernig hægt er að skrifa um hann opinberlega eins og Henry Birgir gerir eða ummæli íþróttafréttamanna sem virðast gleðjast þegar honum gengur illa. Svo ég stend við það að það væri indælt ef Liverpool bjargaði ferlinum fyrir drenginn og léti alla brosa aftur.

    Svo er það hann Dalla Valle sem ég hef alveg verið spenntur fyrir. Hann var þó með kjánalega kröfu um “play me or sell me” í janúarglugganum sem varð til þess að hann var fluttur upp í varaliðið. Þar fannst mér hann alls ekki leika vel og varð aftur fyrir vonbrigðum þegar ég sá hann í sumarleikjunum. Hann er allavega ekki tilbúinn í aðalliðið og ef hann er “bad influence” á meðal ungu mannanna er ég með semingi til í að samþykkja það að hann fari. Er eiginlega viss um að það að setja inn ungan mann sem Fulham vill fá varð til þess að við fáum Konchesky sem ég tel besta kostinn mögulegan í okkar stöðu. Finnst þetta vera svona “Finnan – kaup”, solid bakvörður sem gerir fá mistök varnarlega og er fínn að fara fram á við. Enginn snillingur en betri en Aurelio og Insua, auk þess að vera “homegrown”, sem við þurftum. Sé engan slíkan betri kost, þar sem við höfum ekki efni á Cole (ég tel Konchesky betri kost en Bridge).

    Malcolm Elias er náttúrulega bara að sækja “sína” menn. Í fyrra var það Buchtmann, núna Dalla Valle og sennilega bráðum Kakaniclic líka. Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þessir strákar koma út, en ég vona heilmikið að við séum bara að fá upp enn betri drengi en þessa sem við erum að kveðja þessa dagana….

  39. Hvaða væl er þetta í mönnum með Babel? Jú vissulega hefur maður vonað að Babel springi í út en hversu lengi á maður að bíða eftir því? Þrjú ár0 og þetta er komið gott. C. Cole í staðinn fyrir Babel? Já takk, getur ekki versnað. Babel er bara ekki nógu heilsteiptur einstaklingur burt séð frá þessu svokölluðum hæfileikum.

  40. Var að lesa hér hvert og eitt einasta komment og er mest hissa á því hvaða svaðalega álit menn hafa hér á Ryan Babel, bíddu er ég að misskilja eitthvað er ekki þessi Babel svartbrúni sköllótti gaurinn í liðinu okkar sem spilar yfirleitt úti á kanti??? ef það er hann þá þarf ég ekki að allavega ekki að sjá meira en hann hefur sýnt mér seinustu 3 árin það er á hreinu og má hann gjarnan vera notaður sem skiptimint uppí sóknarmann…

    Það bara hlýtur að koma framherji og þá er bara spurningin hver það verður, líklega verður það einn stór og sterkur og hugsanlega Cole sem ég vona þá bara að eigi eftir að blómstra en ég persónulega er alltaf hrifnari af litlu fljótu framherjunum sem stinga sér inn fyrir varnirnar. Hefðum líklega aldrei átt að selja Bellamy….

  41. Carton Cole hefur verið að bæta sig mikið síðustu ár og myndi vera mjög góð viðbót við hópinn. Frábær að fá boltann í lappir með bakið í markið og mjög sterkur í loftinu. Langbestur hjá West Ham í fyrra.

    Paul Konchesky hefur mér alltaf þótt góður leikmaður frá því hann var í Charlton. Var lykilmaður hjá Hodgson í Fulhamliðinu. Traustur varnarlega og ágætur sóknarlega. Svo sem enginn framtíðarlausn en fínn í nokkur tímabil.

    Eið Smára væri ég alveg til í að sjá í Liverpool. Hann kann fótbolta eins og maður segir, skapandi og hefur reynslu úr stórklúbbum. En maður hefur áhyggjur af forminu. Leiðinlegt að sjá þessar stanslausu árásir Henry Birgis á Eið og hvað þá menn vera halda þeim áfram á þessari annars yfirleitt málefnalegu vefsíðu.

  42. Þegar ég bar saman Ryan Babel og Carlton Cole á síðasta tímabili þá kom það út svona.
    Ryan Babel – 38 leikir í öllum keppnum. 6 mörk. (nær alltaf spilað sem kantmanni, mörgum hverjum inná sem varamanni)
    Carlton Cole – 27 leikir í öllum keppnum. 10 mörk. (allir spilaðir sem framherji, flestir í byrjunarliði).

    Ég er ekki að sjá þennan stórkostlega mun á þessum leikmönnum. Mér finnst Babel búinn að standa sig vel það sem af er tímabilinu sem fremsti maður. Að mínu mati vil ég spila honum í þeirri stöðu þar áfram í staðinn fyrir Cole ef ég þyrfti að velja. Babel vill spila á toppnum enfékk mjög fá tækifæri til þess undir Benites, þau hefur hann aðeins fengið hjá Hodgson og vil ég halda því áfram.

  43. Hvaða rugl er þetta “Kemur illa fram við unga aðdáendur” Nú er það svo að ég hef verið á þeim nokkrum krakkamótunum 2 x 7. flokks mót á Akranesi, Shellmót í eyjum þar sem hann hefur verið með sinni fjölskyldu. Krakkarnir hópuðust svoleiðis að honum og hann áritaði allt sem hann var beðinn um, ég dáðist hreinlega að þolinmæði hans og fjölskyldunnar.

    Eins og Maggi kemur inná hefur hann svosem ekki átt 7 dagana sæla undanfarið, og er þá bara ekki eðlilegt að gefa honum andrými ? Það að hann nenni ekki að tala við íslenska íþróttafréttamenn er nú alveg skiljanlegt, þar sem þeir hafa verið að ræpa yfir hann hægri vinstri með íþróttafréttamanninn Henry Birgir í farabroddi.

    Svo fara menn hérna að segja að hann eigi ekkert heima í Liverpool, því er ég nú bara algerlega ósammála. Vantar ekki skapandi leikmann, eins og Maggi kemur inná þá er ég 100% sammála að hann væri fínn í svipuðu hlutverki og hann var í hjá Spurs í fyrra. Hann átti þar fína leiki og átti ágætis þátt í því að þeir náðu 4ja sætinu.

    Að öðrum málum þá er alveg ótrúlegt þetta skítkast útí Lucas hérna, í leiknum í gær átti hann bara fínan leik annað en kapteinninn.

  44. Biggi ekki það að ég er einhver aðdáendi C.Cole, en þá er enginn að segja hér að hann sé einhver markaskorari. Heldur er hann stór og sterkur leikmaður sem myndi virka eins og segull á varnarmenn og draga til sín andstæðingana og í staðinn leyfa þá mönnum eins og Torres,Gerrard og J. Cole að njóta sín betur.

  45. ArnarÓ hvaða “ótrúlega skítkast” út í Lucas ertu að tala um? Hér eru komin um 50 ummæli og ég get ekki betur séð en að einungis ein ummæli fjalli um Lucas!

  46. Bíddu er Eiður Smári allt í einu orðin eitthvert súkkat ?? Eiga bara allir að segja ´´awwww grey kallinn´´ og setjast upp í vælubílinn með honum ?? Ég er hjartanlega sammála SStein í einu og öllu með Eið ! Hann er heldur ekki að fara til Liverpool eftir öll þau ummæli sem hann hefur viðhaft um Liverpool ! Það fara allir í lægð einhverntíman á ferlinum og það er hvernig þú tæklar þá lægð sem gerir þig að manni. Eiður Smári hefur gert allt vitlaust í þessum efnum !

  47. Sælir, varðandi framherjamálin þá er sagt að C.Cole kosti um 10milljónir, hvað finnst ykkur um Huntelaar, sagður kosta 11 milljónir, tel þeim betur varið í hann heldur en C.Cole.

  48. SSteinn kom ágætlega inná það að Eiður er ekki sá karakter sem væri æskilegur með Liverpool. Ég get tekið undir hans röksemdir. Ég á þó ekki börn og get ekki dæmt um það hversu góður hann er í þeim samskiptum og ætla ekki að tjá mig um það.

    Mér finnst samt að þegar kemur að leikmönnum sem eiga að spila fyrir liverpool þá finnst mér þeir alveg mega fá sömu gagnrýni og aðrir þó þeir séu íslendingar. Mér finnst Eiður bara einfaldlega ekki nógu góður fyrir liverpool auk þess sem hann er að verða gamall. Að mínu mati hefur hann haldið sínum “standard” á lofti undanfarin ár sökum þess að í kringum hann hafa verið margir af allra bestu knattspyrnumönnum í heimi, getulega þá finnst mér hann vera miðlungsatvinnumaður á niðurleið. Fleiri slíka leikmann þurfum við ekki í liðið okkar.

  49. Ef Huntelaar kostar 11 m.pund þá já klárlega!
    Annars hef ég alltaf verið “hrifinn” af C.Cole, veit samt ekki hvort við fáum hann á 10.m.punda, hann er jú Enskur og enskir eru oftar en ekki mjög hátt verðsettir, veit ekki enþá afhverju?

    Svo hefur maður lesið að Adebayor vildi spila oftar en hann fær hjá Man city, og þar sem City er ekki að hugsa um peninga þá held ég að það væri mjög gott að fá hann, mér persónulega finnst hann drullu góður striker, mundi passa vel við hliðina á Torres.

    En…hvað finnst mönnum um að fá Voronin bara aftur ? Tíhí

  50. ef einhver fótur væri fyrir þessu með Eið Smára geri ég ráð fyrir að einhver af stóru miðlunum væri búinn að éta þetta upp… hann gæti svo sem verið ágætis squad player en ég mundi frekar vilja fá Huntelaar, C.Cole eða Mario Gomez sé það í boði, þá mundi frekar vilja nota Gerrard eða Pacheco í holunni en Eið í fjarveru J. Cole

    en hvílík hátíð er Roy Hodgson m.v. Benitez þegar kemur að því að tjá sig við fjölmiðla, það væri sennilega fátt annað en ,,I’m thinking about the next game” sem kæmi út úr Rafa á þegar leikmannaglugganum er að loka á meðan Roy svarar öllu hreinskilnislega eftir bestu getu

  51. Verðið sem rætt hefur verið um fyrir C.Cole er í hærra lagi en það er samt ekki hægt að horfa fram hjá því að hann myndi styrkja liðið töluvert. Er stór og öflugur og myndi styrkja liðið í föstum leikatriðum sem er ekki sterkasta hliðin hjá Liverpool, hvorki varnarlega né sóknarlega. Þá tekur hann mikið pláss og heldur bolta vel þegar hann fær hann sem gefur Torres meiri möguleika á að leita að hlaupum inn en ekki stöðugt að bjóða sig aftur til að færa boltann upp á völlinn. Ég myndi fagna komu C.Cole til Liverpool því hann myndi bjóða upp á aðra möguleika í sóknarleik liðsins en við höfum í dag.

  52. Babel, spabel.
    Mér finnst hann óttarelgur flækjufótur með hausinn of fast skrúfaðan á.
    Hann er búinn að fá sína sjensa og nota þá yfirleitt ekki vel. Minnir um margt á Cisse þegar hann var hjá okkur. Lofaði góðu en kom ekkert út úr honum.
    Ergó, alveg til í að selja hann eða skipta út. Vonandi finnur Babel félag, þar sem hann fær að spila sína stöðu í og gengur vel. En held að það sé bara betra ef hann fær að fara frá okkur.

  53. Það er mörgum tíðrætt um mismunandi verð á leikmönnum. Fer verðið ekki að mestu eftir því hvort liðin vilji selja sína bestu menn? Er það kannski ástæðan og svo þetta með Huntelaar, er hann ekki of líkur Torres til að geta spilað með honum. Vill frekar sjá mann sem getur dregið athyglina frá Torres.

  54. Vá. Eiður Smári er greinilega viðkvæmt umræðuefni hjá Íslendingum. Ég þekki vel skoðun SSteins á Eiði en hef aldrei getað tekið undir hana.

    Í fyrsta lagi; landsliðið. Menn hafa oft viljað kenna Eiði Smára um lélegt gengi landsliðsins. Henrý Birgir og fleiri hafa reynt að mála upp þá mynd að leti, sinnuleysi, áhugaleysi eða stjörnustælar Eiðs Smára séu grunnurinn að því að liðið hafi ekki náð meiri árangri. Fyrir mér dæma slík orð sig sjálf. Íslenska landsliðið á ekkert tilkall til að vinna reglulega stórleiki eða fara á stórmótin. Við erum smáþjóð og nokkurn veginn á réttum stað í evrópsku knattspyrnulandslagi, hvað landsliðið varðar, en það er samt besta knattspyrnumanni landsins fyrr og síðar að kenna að við séum ekki reglulega að rústa Skotum, Dönum og Hollendingum? Einmitt.

    Í öðru lagi; persónan Eiður Smári. Ég ætla að reyna að orða þetta eins varlega og ég get: ekkert ykkar þekkir Eið Smára Guðjohnsen. Þegar ég var tíu ára las ég bókina Arnór – Bestur í Belgíu. Það þýðir að þegar ég var tíu ára, og Eiður tólf ára, þekkti ég hann nógu vel til að geta bent á hann úti á götu. Eru til fleiri dæmi þess að íslensk börn hafi þurft að alast jafn mikið upp í sviðsljósinu? Sonur Bjarkar, kannski? Eiður er sonur eins besta knattspyrnumanns okkar og hefur fyrir vikið alltaf vakið mikla athygli í hver sinn sem hann reimar á sig takkaskó. Ég þekki Eið ekkert frekar en þið, en ég get lofað ykkur því að slík æska hefur nær örugglega gert hann mjög lokaðan á sitt einkalíf. Hann er örugglega frekar lokaður og vill lítið ræða hið endalausa slúður og dylgjur sem hafa elt hann bæði hér heima og sem hluti af Chelsea-genginu í Englandi. Finnst ykkur það skrýtið?

    Í þriðja lagi; hroki. Ég er ekki endilega sammála þeirri ákvörðun hans að loka alveg á íslenska fjölmiðla en þið verðið að hafa í huga að hann var fyrirliði landsliðsins í mörg ár og á þeim tíma varð hann að tala við fjölmiðla og oft á tíðum þurfti hann að láta sig hafa það þótt íslenskir „rannsóknarblaðamenn“ af ýmsum miðlum spyrðu alveg hreint lygilega heimskulegra eða asnalegra spurninga. Slúður, rógburður, uppspuni, allt virtist mega og Eiður sýndi oft á köflum talsverða stillingu í að sitja á sér þegar minni menn hefðu gert eitthvað af sér undir slíku spurningaflóði. Þegar Óli Jó tekur þá ákvörðun að skipta um landsliðsþjálfara, og fyrir vikið flytja hlutverk andlits landsliðsins út á við yfir á hinn afburðaknattspyrnumanninn okkar, Hermann Hreiðarsson, nýtti Eiður sér einfaldlega tækifærið og lokaði á íslenska blaðamenn. Ef ég man rétt er Eggert Skúlason fjölmiðlafulltrúi hans og bæði hann og Arnór sjá um að svara íslenskum blaðamönnum þegar kemur að Eiði. Enn og aftur, þá skal engan undra þótt Eiður vilji loka á slúðrið og vernda sitt einkalíf enda hafa fréttamenn – þar á meðal Henrý Birgir – einbeitt sér nær eingöngu að einhverjum meintum frásögnum af saurlifnaði Eiðs, í stað þess að fjalla um frammistöðu hans inná vellinum.

    Í fjórða lagi; frammistaða hans inná vellinum. Eiður var frábær hjá Chelsea, það góður að hann hefði getað spilað fyrir öll önnur lið á Englandi. Hjá Barcelona var hann í erfiðri stöðu sem flæktist enn frekar við þjálfaraskipti en hann sinnti þeirri stöðu af mikilli prýði – kvartaði ekki, æfði vel og lék oftast vel þegar hann fékk sénsinn. Hjá Mónakó gengu hlutirnir greinilega aldrei upp, hverjum sem var um að kenna, en Harry Redknapp gerði hárrétt í að fá hann til Tottenham í vor. Eiður lék mjög vel fyrir Tottenham, sýndi bæði að hann er hvorki of gamall né of slakur fyrir ensku deildina þótt nokkur ár séu liðin síðan hann lék þar síðast. Eiður átti drjúgan þátt í að hvíla menn eins og Defoe og Crouch og hjálpaði Spurs yfir síðustu hindranirnar og inn í Meistaradeildina. Á meðan bölsótuðumst við yfir því að eiga bara David Ngog þegar Torres var meiddur eða þurfti hvíld. Eruð þið að segja mér að við hefðum ekki getað notað Eið Smára á seinni hluta síðustu leiktíðar?

    Þið verðið að fyrirgefa þessa skyndilangloku mína um Eið Smára en ég bara get ekki verið meira ósammála þeim sem vilja koma hér inn á síðuna mína og tala illa um nánast eina leikmanninn sem ég og aðrir sem reglulega sækja leiki landsliðsins höfum getað verið stolt yfir síðustu tuttugu árin, á alþjóða grundvelli. Eiður Smári hefur verið frábær sendiherra fyrir íslenska knattspyrnu á erlendri grundu og þótt hann sé eflaust ekki flekklaus og hafi einhvern tímann verið hastur við aðdáendur eða hvað það kann að vera, þá getur ekki nokkur maður ætlað sér að endurskrifa söguna og láta eins og Eiður Smári sé búinn að vera krabbamein á íslenskri knattspyrnu síðustu árin án þess að sá hinn sami skerði mannorð sitt fyrir vikið. Taki það til sín sem eiga.

    Ef Liverpool gengur illa að fá góðan framherja til sín fyrir rétt verð á næsta sólarhringnum gæti ég alveg hugsað mér margt verra en að fá Eið Smára til að hjálpa til fram í janúar, og jafnvel út þetta tímabil. 4.5m punda eru allt of hár verðmiði fyrir hann að mínu mati, enda sjaldgæft að svo mikið sé greitt fyrir 32ja ára leikmann, en ef við gætum fengið hann að láni eða ódýrt fyrir þetta tímabil myndi ég ekki kvarta yfir því.

    Hins vegar sýnist mér Stoke City vera í viðræðum við Eið þannig að við kannski slökum á umræðunni um hann hérna, og í framtíðinni mæli ég með að íslenskir knattspyrnuunnendur (líka menn eins og SSteinn sem fylgjast ekkert með landsliðinu) sýni besta knattspyrnumanni landsins aðeins meiri virðingu.

  55. Mér finnst ólíklegt að Eiður komi til Liverpool.
    Þar sem hann hefur líst marg oft að hann að Liverpool væri neðst á óskalistanum, eftir að við slóum Chelsea út hér um árið.

  56. Margt gott og rétt í þessum pósti hjá þér Kristján Atli og ég fer ekkert í grafgötur með það að ég er ekki mesti aðdándi Eiðs Smára og eru þar ýmsir þættir sem gera það að verkum. Ég tek það líka ekki til mín að ég sé að skerða mannorð mitt með minni gagnrýni á hann, enda fjarri lagi að ég telji að hann sé eitthvað krabbamein á íslenskri knattspyrnu.

    Ég er þó alveg á því að ég þurfi ekkert að sýna honum meiri virðingu en hverjum öðrum knattspyrnumanni sem maður hefur álit á, bara af því að hann kemur frá Íslandi og hefur verið í fararbroddi knattspyrnumanna héðan. Það verður ekkert tekið af honum að hann er einn af fremstu knattspyrnumönnum íslenskrar sögu (reyndar finnst mér Ásgeir Sigurvins bera höfuð og herðar yfir þann flokk, en það er aftur á móti allt annað umræðuefni). Ég viðurkenni líka fúslega að ég þekki hann ekki neitt persónulega þannig séð, ekki frekar en aðra knattspyrnumenn úti í hinum stóra heimi sem maður talar um og leggur mat sitt á.

    Maður er reyndar einnig svolítið litaður af því að maður var kominn með algjörlega upp í kok af því hversu mikinn megin fókus hann hefur fengið í gegnum tíðina hjá íslenskum fjölmiðlamönnum þegar hann var að spila á Englandi. Gott dæmi er um það á síðasta tímabili þegar Tottenham og Bolton voru að spila. Eiður sat á bekknum allan tímann og kom það í innslagi í fréttum Stöðvar 2. Svo þegar seinna kom að fréttinni sjálfri, þá endaði hún á að segja frá því að Grétar Steinsson hafi spilað allar 90 mínúturnar í leiknum. Auðvitað á maður ekki að láta svona fara í pirrurnar á sér, en einhverra hluta vegna þá gerist það nú samt.

    Þetta var síðast þegar ég vissi, blogg um Liverpool FC, liðið sem skiptir mig mestu máli af öllu sem viðkemur fótbolta. Eiður var núna orðaður við félagið, hann hefur á einhverjum tímum ekki sýnt þessu félagi þá virðingu sem mér finnst það eiga skilið. Í rauninni held ég að ég hafi ekki sýnt honum neitt meira virðingarleysi heldur en hann hefur sýnt félaginu. En við getum vonandi jarðað þessa umræðu mjög fljótlega ef Stoke klárar þetta mál. Ég væri bara sáttur við þau málalok.

  57. Sælir félagar

    Ég hefi alltaf haft trú á C. Cole og hef talið að það sem hefi staðið árangri hans fyrir þrifum sé fyrst og fremst hvað hann hwefur verið að spila með lélegu liði (ésús, ég vona að vinir mínir WH aðdáendur sjái þetta ekki. Þeir hausa mig á staðnum).

    Hvað Eið varðar þá er ég algjörlega sammála þeim sem eru að bera hönd fyrir höfuð hans. Að hann sé 4,5 mill. virði finnst mér hæpið. En að fá hyann að láni eða mjög ódýrt tel ég ekki slæman kost. Fínn liðsmaður þegar hann eri formi??? Skapandi og bara nokkur góður á boltann.

    Það er nú þannig

    YNWA

  58. Eftir Aquliani floppið væri ég til í að taka wildcard á þessum gæja hér : http://www.youtube.com/watch?v=GYDEYQkYbdk&feature=related

    Kom lítið slúður um þetta um daginnm á kannski ekki alltof traustum miðlum, en hann er rjúkandi heitur og myndi smellpassa með Torres. Hann skorar í öllum litum og ekki eru þeir litlir framherjarnir sem hafa komið frá stórliðinu Sampdoria.

    http://www.metro.co.uk/sport/football/826525-giampaolo-pazzini-touted-as-liverpool-transfer-target-as-rebuilding-begins

  59. Heyr, heyr. SSteinn.. Tek heilshugar undir allt í þínum pósti. AÐALmálið er að LFC vantar “backup” framherja. Sem getur spilað með eða án TORRES. ÞAÐ er aðalmálið í dag, EKKI Eiður Smári. Gangi honum samt sem best hjá Stoke, en herfilega á móti LFC 😉

    YNWA

  60. Ég er alveg sammála Kristjáni Atla hér varðandi Eið Smára. Hann er mjög góður fótboltamaður á alþjóðlegan mælikvarða, einn sá besti í sögu Íslands, og fær á sig furðulega og ómaklega gagnrýni.

    Ég vil hinsvegar ekki fá hann til Liverpool. Ástæðan er mjög einföld, hann vill ekki spila fyrir Liverpool. Hann tók sér tíma til að gefa það út. Þetta kom fram í mjög svo furðulegu innskoti rétt fyrir útsendinguna á úrslitaleiknum í CL 2007 milli Liverpool og AC Milan. Þá kom myndbrot með Sveppa þar sem hann spurði Eið hvort hann hefði áhuga á að spila fyrir Liverpool og Eiður svaraði “Nei að sjálfsögðu myndi ég aldrei vilja spila með Liverpool”. Ekkert viðtal í gangi, engar fleiri spurningar, bara þessi eina yfirlýsing sem Eiður vildi endilega koma frá sér nokkrum mínútum fyrir leikinn, að því er virðist með þann eina tilgang að pirra okkur Liverpool aðdáendur á Íslandi rétt fyrir úrslitaleikinn. Furðulegt, barnalegt og asnalegt hjá Eið Smára og Stöð 2.

  61. Ótrúlegt hve mikið Roy Hodgson gefur upp í viðtölum um áform í leikmannakaupum. Mjög jákvætt fyrir fréttaþyrsta stuðningsmenn liðsins.

    Spurningin er bara hvaða leikmaður / leikmenn passa í þennan profíl þeirra.

  62. Það eru skiptar skoðanir um Eið Smára greinilega og ég tek hanskann upp fyrir SStein. Hann segir allt sem ég vil segja um þann mann. Þótt maður þekki Eið Smára ekki persónulega þá er hann samt opinber persóna og sem slík þá gefuru á þér höggstað alveg sama hvað þú gerir. Hann hefði alveg getað sleppt þv´að verða knattspyrnu maður og farið að vinna á kassa í bónus í staðinn, fjarri glaum og gleði knattspyrnunar ! Staðreyndin er sú að hann er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, hefur gefið Íslendingum mun meiri gleði en óhamingju með hæfileikum sínum. En hann er ekki að tækla vel það sem honum ætti að vera tamt að gera eins og viðbrögð við ómaklegri gagnrýni manna eins og Henry Birgis og fleiri. Er ekki alltaf sagt að þú sýnir best á vellinum hvað þú getur og þaggar þannig niður í gagnrýnisröddum ?? Hefur Eiður Smári gert það ?? Ekki að mínu mati og þess vegna hef ég engan hug til þess að fá hann til Liverpool.

  63. Klaas-Jan Huntelaar er það bara ekki málið ac lætur hann á 10 miljón evrur

  64. Huntelaar er á leiðinni til Schalke. Milan eru að losa sig við hann og Borriello (til Juve) til að geta keypt Zlatan (klárt) og Robinho (í vinnslu).

    Mario Gomez yrði ég hins vegar himinlifandi með. Það yrðu frábær tíðindi.

  65. Ég þori ekki einu sinni að láta mig dreyma um Mario Gomez, svoleiðis yfirburða striker sem orðaður hefur verið við okkur, enda kostaði hann um 25 milljónir punda fyrir ári síðan, ef mig minnir rétt. Held að það sé bara í wildest dreams sem maður getur látið sig dreyma um að næla í þann kappa.

  66. ef allir eru búnir að tjá sig um Eið þá vil ég bara benda Liverpool aðdáendum á að Gerrard, J.Cole og Mereiles saman er hugsanleg ein besta miðja sem hægt er að hugsa sér. Djöfull hlakka ég til að sjá sóknarþunga miðju aftur hjá Liverpool.

  67. Það yrði lygilegt ef að Liverpool næði nú að krækja í hinn frábæra Mario Gomez og á þessu verði sem nefnt hefur verið, lánssamningur eða 15 milljónir evra, yrði satt að segja alltof gott til að vera satt.

    Eftir því sem ég veit þá er ‘kicker’, þar sem að þetta birtist fyrst, nokkuð áreiðanleg heimild úti í Þýskalandi og vonandi að þessar fregnir hafi við traustan fót að styðjast.

    Ef að Gomez eða einhver annar sterkur framherji kemur inn fyrir lokun gluggans þá verð ég að viðurkenna það að þetta sumar í leikmannaglugganum kom töluvert betra út en ég hafði nokkurn tíman þorað að vona.

  68. Það eina sem ég ætla að segja um Eið Smára umræðuna er sú að við erum með nóg af leikmönnum á bekknum fyrir. Nei takk!

  69. er ekkert nýtt slúður um senter síðustu klukkutímana??? ég er ekki að sjá neitt sérstakt….

    Hvernig hefði verið að fá Miroslav Klose bara, hann væri flottur með Torres í 2-3 ár… ( veit að þetta er aldrei að far gerast en hefði alls ekki verið það heimskulegasta sem hægt væri að gera )

  70. Ég verð bara að taka heilshugar undir með Ssteinn um hann og hans álit á Eiði Smára. Ég veit að það er ekki hægt að kenna honum um gengi íslenska landsliðsins. En ég fer mjög oft á leiki hjá liðinu þegar það spilar hér heima og ég fer ávalt jafn svekktur heim af vellinum eftir að hafa fylgst náið eð honum, því áhugaleysið skín í gegn.
    Svo fyrir mitt leiti, nei takk Eiður (þó svo að ég hafi aldrei tekið mark á þessu slúðri).
    En ég bíð mjög spenntur eftir því að sjá sjá hvort að við náum að landa einhverju óvæntu fyrir lok gluggangs.

  71. Þessi frétt frá Bild er hins vegar frá 23. ágúst og vonandi hefur eitthvað breyst hjá honum síðan þá. Vika er langur tími í fótbolta og í fréttinni kemur einmitt fram að hann sé 4 kostur hjá Munchen. Ég er mikið að vona að þetta gangi eftir og held að þetta gætu orðið frábær kaup. Þetta er frábær leikmaður sem þarf að sanna sig eftir dapran tíma hjá Munchen og kæmi því væntanlega hungraður í ensku deildina.

  72. Langar að velta upp þeirri staðreynd í ummælum hér að við þurfum að skila inn 25 nöfnum “homegrown” leikmanna fyrir 1.september, eldri en 21s árs.

    Ég held að þetta séu okkar menn:

    Brad Jones

    Jamie Carragher

    Glen Johnson

    Steven Gerrard

    Joe Cole

    Jay Spearing

    Þetta eru sex leikmenn. Sá sjöundi verður væntanlega Paul Konchesky, sem þýðir að við eigum enn eftir eitt pláss fyrir heimalagaðan leikmann í okkar hóp. Auðvitað getum við bara fækkað leikmannahópnum okkar niður í 24 og ákveðið að nota ungu mennina okkar, en ég er ekki sammála því.

    Þess vegna vill ég fá heimalagaða leikmenn, sérstaklega þar sem að einhverjir þarna eru nú ekki alveg lykilmenn (Spearing, Jones) og einhverjir eru að stytta í ferlinum (Carragher).

    Staðan er því auðvitað sú að klúbburinn er að leita að heimalingum, þess vegna var Jones keyptur, þess vegna er verið að kaupa Konchesky og J.Cole fékk líka lúxussamning m.a. af þeim sökum. Ég væri AUÐVITAÐ til í að fá Mario Gomez en málið er einfaldlega það að við þurfum að horfa til þessarar reglugerðar og undirbúa okkur líka til framtíðar.

    Þess vegna er ég til í að fá Konchesky og því hefði ég gaman af því að við skoðuðum leikmannakaupin núna út frá “homegrown” reglunni, sem ég er sannfærður að horft er til á Anfield. Umræða hefur verið í gangi um að fjölga “homegrown” sætum upp í 9 á næsta ári og svo 10 árið þar á eftir.

    Það að sitja uppi með það eins og núna að vera með í raun aðeins 22 leikmenn sem falla inn í þennan hóp (23 ef Konchesky kemur) er alveg ferlegt og eitthvað sem þarf að breytast hratt!

    Svona til að rifja upp telja leikmenn undir 21s árs ekki í þessari reglu, við megum eiga 40 svoleiðis unglinga af öllum þjóðernum.

    Semsagt, hvaða “homegrown” leikmenn ættum við að kaupa fyrir gluggalok?

    Ég segi Konchesky og Carlton Cole, þó mig langi langmest í Ashley Young og Aaron Lennon held ég einfaldlega að við eigum ekki séns í þá.

  73. Mér finnst óþarfi að tala ílla um Eið Smára og kalla hann ýmsu nöfnum,ég er einn af þeim sem ekki hrifinn af Eið Smára og ég gæti sagt ýmislegt um hann sem mér finnst hann vera,ég ættla samt ekki að gera það,en aftur á móti vill ég ekki sjá hann í liverpool liðinu hann er svo oft búinn að tala ílla um mitt ástkæra lið,og það þykir mér miður.

  74. Hefur einhver upplýsingar um það hvort Hodgson hafi tjáð sig um kaupin á Konchesky og öllu mikilvægara söluna á Dalla Vella sem fram á að fara í kjölfarið. Ég verð að segja mér finnst þetta umdeilanleg kaup þannig séð en enn umdeilanlegri greiðsla á kaupverði, þ.e. með sölu á Dalla Vella. Sá hann í einhverjum leikjum á liverpooltv síðasta vetur og hann var mjög promising, statistic í markaskorun var líka rosalegt. Á pappír á hann víst að vera einn mest spennandi ungi centerinn í dag.

  75. Eru menn að grínast ? Hvenær hefur Eiður Smári fengið einhverja alvöru gagnrýni, hann hefur fengið þvílíkan verndarvæng fjölmiðla. Fyrst núna koma Höddi Magg og Henrý með gagnrýni og þá svarar Eiður með einhverju skítaskotum og kallar Hödda Magg feitann. Greinilega illa bitur. Sjáiði fyrir ykkur menn á sama kaliber erlendis vera að svara einstökum kommentum í blöðum?

    Eiður Smári er vissulega frábær fótboltamaður, og það var hrikalega gaman að fylgjast með honum þegar hann var hjá Chelsea, að spila með Hasselbaink og svo eftir að Roman keypti liðið. En þar var toppurinn hjá honum, og þetta hefur legið niður á við síðan, þó svo að hann hafi fengið sprett með Barcelona.

  76. Enn einn Barca leikmaðurinn að tjá sig um leikmenn í öðrum liðum. Byrjað að rugla í Torres.

    Xavi added: “The season before last Liverpool sold Xabi Alonso to Real Madrid – and now this season they have sold Mascherano.

    “Being brutally honest they haven’t brought any top-class players in to replace the ones they have sold.
    “They haven’t tried to improve the squad.

    “Nando deserves to be playing with the best players like he does with Spain.
    “If Liverpool have another disappointing season that will be it for him.”

    If the striker were to leave, Xavi has no doubts about where he would choose to move to.

    He added: “Our coach Pep Guardiola is a big admirer of Nando.

    “If he wanted to leave next summer, I would imagine Barcelona to be very much in the running.

    “It would cost a lot to bring both Cesc and Nando to the club – but it would be worth it and, in my opinion, make us virtually unstoppable.”

  77. Er sammála Sigurstein í einu og öllu í þessari Eiðsumræðu. Hann kemst ekki einu sinni á topp 3 yfir bestu knattspyrnumenn Íslandssögunnar

  78. Sem Barcelona maður, þá er ég gjörsamlega að hata hvernig liðið hefur hagað sér í félagsskiptaglugganum nú í sumar. Leikmenn liðsins eru endalaust að hræra í leikmönnum annara liða og satt best að segja að sinna hlutverki sem þeir eiga hvað síst að vera að sinna.
    Byrjaði með Fabregas, tók síðan algjörlega botninn úr þessu í síðustu viku þegar minn uppáhalds knattspyrnumaður, Lionel Messi sagði í fjölmiðlum að Liverpool ætti að sýna smá auðmýkt og leyfa Mascherano að fara af fjölskylduástæðum. Auðmýkt, kommon. Þó að leikmaður væli yfir því að hann borði ekki fish & chips þá er það ekki nokkur ástæða undir sólinni að gefa leikmanninn til Barcelona, borgið uppsett verð og haldiði kjafti.
    Þetta komment Xavi er svo ekki til þess að hækka álitið á liðinu eftir þetta sumar… Spiliði fótbolta, taliði minna.

  79. Afhverju er Liverpool korteri fyrir lokun glugga að rembast við að kaupa sóknarmann eftir að hafa haft allt sumarið til að ganga frá þessum málum. Það lá ljóst fyrir strax í vor að kaupa þyrfti sóknarmann því Torres er ekki úr stáli. Vöntun á góðum sóknarmanni kostaði líklega liðið meistaradeildarsæti á síðasta tímabili. Þó að Hodson sé nýr í starfi þá sáu þetta allir sem fylgdust með fótboltanum á Bretlandi síðasta vetur. Er von að maður spyrji sig eftir hverju voru/eru menn að bíða.

    Miðað við þann litla pening sem fékkst fyrir Mascherano þá getur ekki sú sala skilað liðinu peningum fyrir mörgum leikmönnum. Við ráðningu Hodson var talað um að hann hefði 12 til 15 milljónir til að kaupa leikmenn + það sem kæmi inn fyrir sölu á leikmönnum. Var ekki hægt að kaupa góðan sóknarmann í júlí fyrir þessar 12-15 mills, spyr sá sem ekki veit.

    Að lokum vona ég að söluverð upp á 17,25 milljónir punda fyrir Mascherano sé lélegt apríl gabb. Ég verð að viðkenna að það fauk nett í mig við að sjá þessa tölu fyrir einn besta varnartengilið í heimi. Liverpool borgaði 18 milljónir fyrir hann og síðan þá hefur hann vaxið mikið sem leikmaður því er ekkí óeðlilegt að verðleggja hann á 25 milljónir.

    Veit einhver hér inni á hvað hann fór í raun og veru???

    Krizzi

  80. Mér skilst að þessar 17-18 milljónir punda sem Barca borgaði séu útborgun í kappanum. Add on’s og installments hljóða svo upp á einhverjar 6 milljónir punda. Ætti samtals að enda í um 25 milljón pundum, en mér finnst það samt ekki nóg, hefði viljað standa fastar á því að hann færi ekki fet fyrr en 25 millur væru allavega beint á borðið og klárar að splæsa í góða menn.

  81. Ég vona að karma bíti þá ekki í rassinn í desember og/eða maí sem gera lítið úr hæfileikum Eiðs Smára.

    YNWA

Liverpool 1 – W.B.A. 0

Kop – gjörið eftir leikviku 3