Opinn þráður – glugginn lokaður

Jæja, glugginn er lokaður og ég menn vilja kannski ræða aðeins betur heildarmyndina varðandi það sem gerðist í gær. Ég held að Kristján eða Maggi muni setja inn pistil um okkar skoðun á þessu öllu, en þangað til geta menn rætt um vonbrigði og það sem mönnum líkaði varðandi leikmannakaup og sölur okkar manna þetta sumarið. Ég byrja örstutt með mínum skoðunum.

74 Comments

  1. Mér finnst talsvert margir vera í miklu svartsýniskasti varðandi þennan glugga. Ég verð að segja að hann var umtalsvert betri en ég þorði að vonast til í byrjun sumars.

    Ok, vissulega eru það vonbrigði að missa af framherja. Það var greinilegt á Hodgson í viðtölum að hann virkilega vildi fá til sín framherja. En stundum bara ganga kaupin ekki upp. Lið, sem að Liverpool var að díla við, hafa sennilega viljað fá megnið af Mascherano peningunum fyrir sína framherja – og Liverpool hefur sagt nei. Svo einfalt er það.

    Utan Mascherano tókst okkur að halda okkar bestu mönnum. En það mun ekki standa lengi. Fernando Torres mun ekki fara í gegnum annað svona sumar með okkur, það held ég að við getum bókað. Það sem þarf að klárast í vetur (helst fyrir jól) eru þessi eigendamál, svo að liðið geti styrkt sig og haldið áfram okkar bestu mönnum næsta sumar.

    Ég verð þó að segja að þessi gluggi í sumar hefur verið sá besti síðan 2007 að mínu mati. Skoðum helstu kaup (að mínu hógværa mati). Varðandi sölur, þá tek ég bara þá leikmenn sem hafa skipt liðið einhverju máli síðustu mánuði fyrir sölu. Að mínu mati þá komum við útí mínus bæði 2008 (vá hvað ég væri til í að taka tilbaka þessi Crouch=>Keane kaup hans Rafa) og 2009, en í ár eru við í plús:

    2008
    Inn
    Degen
    Keane
    Riera
    Dossena

    Út
    Riise
    Kewell
    Crouch
    Keane
    Finnan
    Pennant

    2009
    Inn
    Glen Johnson
    Aquilani

    Út
    Arbeloa
    Xabi Alonso

    2010
    Inn
    Jovanovic
    Joe Cole
    Christian Poulsen
    Raul Mereiles
    Paul Konchesky

    Út
    Yossi
    Mascherano

    Við misstum Mascherano og Yossi, sem voru báðir óánægðir. Í staðinn fyrir Mascherano (og Aquilani, sem gat ekki rassgat) fengum við tvo sterka landsliðsmenn. Ég er ekki manna spenntastur fyrir Poulsen, en hann á klárlega að hjálpa okkur og svo er Mereiles, sem ég hef umtalsvert meiri trú á en Aquilani.

    Í bakverðinum skiptum við út Insúa fyrir Konchesky, sem hefur verið einn sterkasti bakvörður deildarinnar og mun geta byrjað af krafti. Og svo fáum við serbneskan landsliðsmann í staðinn fyrir Riera.

    Vonbrigðin eru talsverð í þessum glugga (enn erum við að koma út í plús til að mynda) – en að mínu mati er þetta lið sterkara en það sem lauk keppni í vor.

  2. ” skiptum við út Insúa fyrir Konchesky, sem hefur verið einn sterkasti bakvörður deildarinnar”

    Hefur Konchesky virkilega verið einn sterkasti bakvörður deildarinnar?

  3. Fínn pistill Einar.

    Er sammála þér að mestu og einnig með Konchesky. Insúa var virkilega slakur í fyrra og Aurelio er að mínu mati hrikalegur varnarmaður. Mér finnst hann fínn í að sækja upp og krossar hans, aukaspyrnur og horn eru virkilega vel gerð. En mér finnst það ekki nóg því varnarmaður þarf að verjast og það er oft hlægilegt að horfa uppá varnarvinnu Aurelio.

    Ég hefði vissulega viljað annan framherja en eins og þú bendir á Einar þá er ekkert ólíklegt að lið hafi viljað fá peninginn sem við fengum fyrir Masch og hvaða framherji í dag sem er á lausu var að fara á þann pening?

    Ég held allavegana minni trú á Hodgson og liðinu og held að þetta verði ágætis tímabil.

  4. Kannski var Konchesky eitthvað annars hugar í leiknum gegn ManU um daginn, en mér fannst hann alveg hrikalega slakur þar. Vona að þar hafi verið off dagur og bíð eftir honum að sanna sig á Anfield.

    Svo finnst mér hann óþægilega líkur vibbanum Wes Brown.

  5. Insúa var virkilega slakur í fyrra og Aurelio er að mínu mati hrikalegur varnarmaður.

    Vinstri kanturinn var ekki vandamálið í fyrra heldur sá hægri. Insúa var ekkert hrikalega slakur í fyrra, en vissulega skipti máli að yfirleitt var hann ekki með mjög traustan mann fyrir framan sig þannig að lið gátu sótt á hann með tveimur mönnum. Það sást t.d. mikill munur á varnarleiknum vinstra megin í þau (fáu) skipti sem Riera var fyrir framan Insúa. En auðvitað spilaði Insúa alltof mikið í fyrra, sem kom til vegna meiðsla Aurelio. Þetta er klárlega strákur með framtíð fyrir sér – annars staðar en hjá Liverpool.

    Aurelio er að mínu mati töluvert vanmetinn varnarmaður.

  6. Þetta þumlakerfið er gjörsamlega þroskaheft. Nú hefur fyrri athugasemd mín, þar sem ég spyr einfaldrar spurningar en felli enga dóma, fengið “tvo þumla niður”.

    Magnað.

  7. Við fengum reyndar nýjan framherja í gær eftir allt saman – Aggi tók sig til og fjölgaði mannkyninu um einn strák í gær. Fregnir herma að sá stutti hafi strax skrifað undir ævilangan samning við Liverpool og muni leika í treyju númer 7. Við vonum bara að Torres haldi sér heilum þar til Aggason lærir að labba. Óskum Agga innilega til hamingju með þetta! 🙂

    Annars get ég ekki verið sammála þér, Einar. Ég tíundaði mínar skoðanir á þessu nokkuð ítarlega í þessum ummælum og þessum ummælum í gær. Breiddin í hópnum minnkaði í sumar og þeir aðalliðsleikmenn sem komu komu allir beint inn í staðinn fyrir annan slíkan sem fór. Auðvitað geta menn rætt sínar skoðanir á því hvort Konchesky sé betri eða verri en Insúa, hvort Jovanovic sé betri eða verri en Riera og svo framvegis en þetta er samt bara maður í manns stað. Breiddin jókst ekkert og því erum við í jafn slæmum málum ef Torres meiðist.

    Svo finnst mér þú fegra söguna talsvert, Einar. Þú tínir til þá leikmenn sem komu inn og fóru út sumarið 2010 en nefnir bara Yossi og Mascherano sem brotthvörf. Riera, Cavalieri og Aquilani fóru líka og svo var Insúa fastamaður í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð. Þú nefnir þessa gæja ekki einu sinni. Ertu að reyna að láta líta svo út að við höfum fengið fleiri leikmenn inn en fóru í sumar, þegar akkúrat hið andstæða er satt? Mér fannst þetta allavega undarlega sett upp hjá þér.

    Ég er ennþá vongóður fyrir veturinn. Ég vona að Konchesky, Paulsen og Meireles komi með meiri stöðugleika í spilamennsku liðsins og ég vona að Jovanovic reynist hafa verið algjör stuldur á frjálsri sölu. Ef allt gengur upp sé ég okkur berjast um Meistaradeildarsæti í vor. En til þess að það gerist þarf Torres að skora að lágmarki 20-25 deildarmörk í vetur og menn eins og Gerrard, Kuyt, Jovanovic, Ngog og jafnvel Cole þurfa allir að ná 10+ eða nálægt því í markaskorun. Það er það sem við erum að biðja þennan hóp um í vetur og ef Torres meiðist og missir úr 2-3 mánuði einhvers staðar erum við kannski að velta tíu mörkum til viðbótar af honum yfir á hina leikmennina. Það þarf einfaldlega allt að ganga upp til að liðið skori nóg af mörkum til að klifra upp töfluna.

    Ég vona. En ég er ekki bjartsýnn. Því miður.

    Tek samt undir með þér að aðalatriðið er, nú sem fyrr, að koma þessum helvítis eigendum frá. Strax. Það verður að vera komið í farveg fyrir næsta glugga.

  8. Matti segir:

    „Þetta þumlakerfið er gjörsamlega þroskaheft. Nú hefur fyrri athugasemd mín, þar sem ég spyr einfaldrar spurningar en felli enga dóma, fengið “tvo þumla niður”.“

    Það er ekkert að þumlakerfinu, en það ber svolítið á því á þessari síðu að menn noti það vitlaust. Þetta er ekki hugsað sem einhver vinsældarkeppni heldur eiga menn að nota þumalinn einungis ef menn eru mjög sammála kommenti og vilja vekja athygli á því eða ef menn eru mjög ósammála. Ég held að sumir þumli alltaf ákveðna einstaklinga upp eða niður og að sumir fari í gegnum allan ummælalistann og þumli hver einustu ummæli annað hvort upp eða niður, í stað þess að láta þau vera og þumla bara þegar eitthvað sérstakt tilefni er til.

    Gott dæmi um þetta eru ummæli mín frá því í gær þar sem ég svaraði spurningu eins lesanda síðunnar og staðfesti að við slógum ummælamet með þræðinum í gær. Góðar fréttir myndi maður halda en samt gáfu tveir aðilar þessu neikvæðan þumal. Annað hvort voru þessir tveir aðilar gífurlega ósáttir við að ummælametið væri slegið eða þá að þeim líkar illa við mig, persónulega. Ef hið síðara er satt þá eru þeir að nota þumlakerfið á kolrangan hátt.

  9. Já, tek undir með KAR hér að ofan, finnst þetta ansi hreint skringilega upp sett hjá félaga Einari Erni. Á hans upptalningur mætti halda að breiddin í hópnum hafi aukist gríðarlega og að mun fleiri leikmenn hafi komið inn heldur en hafa horfið á braut. Því miður er reyndin bara allt allt önnur. Persónulega er ég bara ferlega svekktur með þetta í heild sinni, þ.e. leikmannakaup og sölur í sumar. Ætla að koma nánar inn á það síðar.

  10. 11.

    Innilega til lukku með drenginn Aggi : )

    Þumlakerfið er fínt, en eins og KAR bendir á þá er það misnotað á köflum.

    Eins og bent hefur verið á í ummælum þá sakna margir númerakerfissins en það er víst í gangi heilmikil rannsóka á hversvegna það virkar ekki, en þangað til er ekki úr vegi að menn byrji ummæli sín á að númera færsluna, ef allir gera þennann einfalda hlut þá er málunum reddað á meðan : )

  11. Þú tínir til þá leikmenn sem komu inn og fóru út sumarið 2010 en nefnir bara Yossi og Mascherano sem brotthvörf. Riera, Cavalieri og Aquilani fóru líka og svo var Insúa fastamaður í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð

    Ég gleymdi Insúa (af því að ég tók þetta á LFCHistory og þeir hafa væntanlega ekki verið búnir að uppfæra). Hinir skiptu að mínu mati nákvæmlega engu máli á síðasta tímabili.

    Ég er ekki að segja að ég sé alsáttur við þetta – langt því frá. En mér fannst ekki vera ástæða til þessa rosalega bölmóðar, sem ég las í sumum kommentum.

    en þetta er samt bara maður í manns stað

    Að mínu mati er Jovanovic betri en Riera (að ekki sé minnst á Joe Cole) og Konchesky er betri en Insúa. Þannig að þetta er ekki bara maður í manns stað. En mönnum er frjálst að vera ósammála mér um það, enda þetta bara mitt mat.

    Já, tek undir með KAR hér að ofan, finnst þetta ansi hreint skringilega upp sett hjá félaga Einari Erni

    Ykkur er velkomið að gera þessu betri skil. En ég tók bara til þá leikmenn, sem höfðu einhver áhrif á félagið. Þess vegna nennti ég ekki að telja til varamarkverði, unglinga og menn sem höfðu ekki spilað fyrir liðið í marga mánuði (einsog Riera) eða verið meiddur nánast alltaf (einsog Aquilani).

  12. Varðandi framherja, eru LFC illa staddir með Torres, Ngog, Pacheco og svo möguleikann að nota Jovanovic sem senter? Það sem ég á við er, bætir þú nokkru við þennan framherjahóp nema að það sé algjör þungaviktarmaður (ekki viss um að sá væri C. Cole…)

    Mín helsta spurning er hvort að það sé búið að hrókera of mikið og að þarna séu of margir nýjir menn sem þurfi að kynnast?

  13. Ég hata landsleikjafrí. Mig langar bara að deila þessu með ykkur.

  14. Ég er enn jafn reiður og í gær.

    Staðreyndin er einfaldlega sú að við erum með minni leikmannahópa tilbúinna leikmanna en þau lið sem við viljum keppa við.

    Að auki erum við enn að reyna að búa til leikmenn, við eigum í dag engan hreinræktaðan kantmann og engan sem við getum treyst fullkomlega til að hvíla Torres.

    Það var verkefni sumarsins og Roy Hodgson skal bara svara því hvers vegna það klúðraðist svo herfilega. Jovanovic er ekki kantmaður. Einfalt. Kuyt ekki heldur. Einfalt. Við fengum ekki senter og spilum því alls enga 442. Þá er það kerfið hans Benitez sem við spilum og þá verðum við að treysta á að Babel hrökkvi í gang og hægt verði að nota Maxi eða Pacheco.

    Fyrst og síðast, ef að Torres meiðist þá erum við í vondum málum. Hvernig það tókst að fatta það ekki og leysa vanda hrópar svo hátt á mann að ég fæ ælubragð í hálsinn.

    Leikmenn fengu frí á æfingu í gær. Jájá. Til hvers? Allir viissu að Konchesky kæmi (sem tókst þó ekki fyrr en rétt fyrir lokun) en fylgdust eins og við með ruglinu og bullinu.

    Ef svo fréttir eru réttar að Hodgson hafi ætlað að nota Lucas og Babel til að þrýsta dílum í gang en ekki tekist því þeir neituðu að fara frá Liverpool er hann búinn að skora eitt stærsta byrjunarsjálfsmark stjóra sem ég hef séð. Fín mótiveringfyrir þessa tvo menn!

    Er ansi reiður og ekki hættur!!!

  15. Tala um nota kerfi Rafa 4-2-3-1 er það ekki eitt af því heitasta kerfið í bransanum eftir HM þarsem öll þrjú efstu liðin notuðu það kerfi en 4-2-2 væri að fara í hausinn gott dæmi um það var Enska Landsliðið.

  16. Einar Örn & fl. við höfum haft það fyrir reglu á LFCHistory að lista ekki upp þessi leikmannalán og þar sem Inúsa er lánaður út þá mun hann ekki birtast á þeim lista. Sömu sögu er að segja um t.d. El Zhar.

  17. Mig langar aðeins að leiðrétta þig Einar: Robbie Keane var seldur árið 2009, ekki 2008.

    Það sjá það allir sem ekki lifa í afneitun að hópurinn og byrjunarlið Liverpool hefur veikst síðan 2008. Kaup og sölur segja allt sem segja þarf:

    2008
    INN:
    Skrtel (í janúar)
    Degen
    Dossena
    Keane
    Riera
    Cavalieri
    Ngog

    ÚT:
    Sissoko (í janúar)
    Riise
    Kewell
    Crouch
    Carson
    Finnan

    2009
    INN:
    G. Johnson
    Aquilani
    Kyrgiakos

    ÚT:
    Keane (seldur í janúar)
    Alonso
    Hyypia
    Arbeloa
    Pennant

    2010
    INN:
    Maxi (í janúar)
    Jovanovic
    Cole
    Wilson
    Poulsen
    Jones
    Meireiles
    Konchesky

    ÚT:
    Voronin (í janúar)
    Dossena (í janúar)
    Benayoun
    Riera
    Cavalieri
    Mascherano
    Aquilani (lán)

    Tíminn á síðan eftir að leiða í ljós hvort að Cole, Meireiles, Konchesky, Jovanovic og Poulsen muni yfir höfuð ná sér á strik með Liverpool. Innst inni vonar maður auðvitað að þeir muni allir spila yfir getu í vetur.

    Krizzi

  18. hjartanlega sammála Einari Erni, menn eru að mála skrattann á vegginn hvað kaup/sölur varðar hjá félaginu í sumar… þetta er búið að vera betra en maður þorði að vona ef mið er tekið af fjárhagsstöðu félagsins, auðvitað hefði maður viljað framherja en því miður tókst ekki að landa honum…. það er augljóst hvað þarf að breytast svo félagið geti orðið stórtækt á leikmannamarkaðnum, þeir sem hafa verið að búast við einhverju mikið meiru eru einfaldlega ekki að gera raunhæfar kröfur miðað við fjárhagsstöðuna

  19. Mér var tjáð það í gær að það hefðu 4 lið komið út í plús í þessum glugga og að sjálfsögðu var Liverpool eitt þeirra liða með 8 milljónir í plús í sumar einungis Aston villa var í meiri plús með einhverjar 14 man svo ekki haða 2 lið voru með 1 og 2 í plús, Fulham var minnir mig annað þeirra, er svo sem ekki viss um að þetta sé hárrétt en þetta var haft eftir einhverjum miðli og félagi minn var að lesa þetta upp fyrir mig í gegnum síma en þetta er þá allavega ekki langt frá því og ég held að það sjái það allir að Liverpool hefði þurft að vera í sirka mínus 50 eftir gluggan en ekki plús 8 til þess að ætla að vera kannski samkeppnishæfir við topp sætin. Tek undir með Kristjáni og Steina að ég er ekki beint að sjá að liðið hafi styrkst í sumar, vitum ekkert hvernig Meireles, Poulsen og Jovanovich muni fitta inní þetta, lýst ekkert ennþá á Poulsen og Jovanovich en hef hins vegar engar áhyggjur af Cole. Ég hefði viljað fá klassa senter eins og ég hef sagt í allt sumar og nota þann mann með Torres frammi og nota Cole á vinstri vængnum. Ég er reyndar mjög sáttur við Konchesky kaupin og Insúa út og efast ekki um að þar höfum við styrkt vinstri bakvarðarstöðuna.

    Mér finnst eins og við höfum enga kantmenn í liðinu því Kuyt og Jovanovich eru bara ekki þessir Original kantmenn og svo lýtur út fyrir að Babel kallinn sé ekki að fara að fá meri séns hjá Hodgson heldur en hann fékk hjá Benitez og Maxi hefur ennþá sýnt minna en EKKERT frá því hann kom.

    Lykillinn að því að blanda okkur í topp 4 í vetur er að Torres meiðist nánast ekkert sem verður gaman að sjá gerast, Joe Cole þarf að smellpassa inní þetta og haldast líka heill og svo þarf Gerrard að vakna af blundi sínum sem hefur staðið í meira en ár og einnig að haldast heill.

    Svo væri einnig frábært ef heimskur og heimskari Purslow og Broughton myndu drullast til að opna á sér kjaftinn og segja okkur hver staðan er í þessum eigendamálum og af hverju ekkert hafi skeð ennþá og hvenær við megum búast við einhverjum alvöru fréttum af þeim málum. Maður er í raun alveg steinhissa á því af hverju mótmæli stuðningsmanna hafi ekki verið meiri en raun ber vitni, hvernig væri tildæmis að taka eins og einn heimaleik og hafa völlinn tóman og sýna þessum mönnum að við viljum ekki að þeir fái peningana okkar og knýja þá til þess að drullast til að klára þetta mál, held að leikmenn Liverpool sem eru líklega sjálfir með æluna í kokinu yfir þessum jólasveinum myndu styðja þær aðgerðir allavega í hljóði.

    Ég get ekki sætt mig við það að hugsa bara um að Liverpool verði um miðja deild í vetur og allt fari til helvítis og þar af leiðandi langur og leiðinlegur vetur framundan, verður maður ekki að hugsa um að þessir nýju leikmenn muni allir skila einhverju og okkar helstu leikmenn verði að mestu heilir og að liðið okkar í kjölfarið blandi sér í toppbaráttuna???

    Vonum það besta Youll Newer Walk Alone

  20. Ég er sammála Einari Erni hér. Menn hljóta að sjá það að breiddin hefur verið aukin miðað við hópinn sem spilaði síðasta tímabil. Jova kemur inn fyrir Riera sem var ekkert notaður eftir áramót, og Meireles kemur inn fyrir Aquilani sem spilaði nánast ekki neitt allt tímabilið. Miðað við hvernig hópurinn var notaður í fyrra þá er eins og við höfum keypt 2 nýja menn án þess að skipta öðrum út. Mascherano út og Poulsen inn var ekki styrking, en varaðndi önnur skipti þá erum við að koma út á sléttu eða styrkja okkur. Hópurinn er sterkari en á síðasta tímabili. Það er augljóst að mínu mati.

    Ég varð samt að segja að ég er gríðarlega vonsvikinn yfir því að Liverpool hafi ekki keypt framherja. Mér finnst þetta vera sú staða sem er mikilvægast fyrir Liverpool að auka breiddina. Ég skil ekki af hverju það var ekki lagður meiri kraftur í þetta. West Ham menn segja að þeir hafi hafnað tilboði í Charlton Cole frá Liverpool í gær af því að þeir höfðu ekki tíma til að finna annan mann í staðinn! Af hverju í ósköpunum var ekki unnið í þessum málum fyrr? Þó það hefði ekki verið nema deginum áður! Ég er ekkert að segja að ég hafi verið desperate í að fá Charlton Cole, það eru bara vinnubrögð Liverpool í þessu máli sem fær mann til að missa hökuna niður á gólf.

    Þetta er engu að síður miklu betra en ég þorði að vona. Ég var töluvert stressaður í sumar þegar við vorum stjóralausir, Gerrard og Torres neituðu að tjá sig um Liverpool og dómsdagsfréttir af skuldamálum voru allstaðar. Ef einhver hefði sagt mér þá að staðan yrðu eins og hún er núna þá hefði ég dansað um af gleði.

  21. Miðað við allt sem hefur gengið á með eigendamál hjá LFC þá var líklegt að liðið væri ekki að fara í bílfaramakaup leikmanna. Mín eina von er að með Hodgson myndist meiri stemming og vinnuandi í liðinu fram að því að LFC fái nýja eigendur, vonandi verður það fyrir áramótin þannig að liðið geti styrkt sig, sérstkalega með framherjum í næsta glugga.

  22. Smá komment um Van der Vart…Tottenham segist fá hann á 8 miiljón pund ?? það þykir mér býsna góð kaup fyrir þennan frábæra leikmann sem ég tel vera MIKLU betri en Poulsen. Svo sá ég á vísi að Stoke hafi borgað 2 milljónir fyrir Eið og 1 árs samning. LFC hefði getað gert verri kaup en að fá Eið smára til sín til að bakka upp Torres…YNWA

  23. er ekkert að frétta af sölunni á LFC? , fannst leiðinlegt að missa af kínverjunum , markaðurinn
    hvað varðar treyjusölu og slikt hefði skilað inn slatta af seðlum þar

  24. Maggi; Liggur ekki nokkuð ljóst fyrir að Roy vildi bæta framherja við hópinn en það voru einfaldlega ekki til peningar til þess. Það var ekki fyrr en Masch var seldur að það virtust vera til peningar til þess að kaupa og það kom því miður seint í glugganum. Mér finnst þú allavega arga full hátt á útskýringar frá Roy sérstaklega þegar menn notuðu peningaleysi og ömurlega eigendur til þess að verja kaupleysi Rafa á sínum tíma. Grunnurinn hjá LFC hefur akkúrat ekkert breyst í sumar, vandamálið er eigendurnir og skuldir félagsins og mér finnst það heldur mikið kenna Roy alfarið um að ekki var keyptur framherji. Ég er allavega sáttari við að fá engan framherja en enn einn miðlungsleikmanninn sem við eigum nóg af fyrir og eigum meira að segja miðlungsmenn sem geta leyst framherjastöðuna. Það er allavega alveg á hreinu að ég ætla ekki að dæma Roy af þessum leikmannaglugga en það bíður hans ærið verkefni að ná því besta fram úr þessum hóp og ég held að menn ættu að gefa honum tækifæri til þess áður en þeir úthrópa hann sem vonlausan stjóra.

    Ég skil svo ekki þessa ást á R.Van der Vaart (stafs). Ég hef akkúart ekkert séð til hans síðustu 2-3 ár sem gerir það að verkum að ég pirri mig á því að við fengum hann ekki.

  25. og til að bæta aðeins við; var peningaleysið ekki ástæða þess að Roy reyndi að nota Babel og Lucas sem skiptimynt? Þetta eru svo kanski ágætis skilaboð til þeirra beggja, þeir verða að sýna meira en þeir hafa gert undanfarið til þess að eiga heima í Liverpool. Það er þeirra að vinna úr því og sýna fram á eigið ágæti og sanna fyrir stjóranum að þeir eigi heima í liðinu. Þeir kanski velja hinn kostinn og væla yfir þessu en ég vona að það sé meira spunnið í þá en það.

  26. held að menn hljóti að sjá það að ástæðan fyrir því að við erum ekki að ná í framherja er að RH fær bara að eyða þeim peningum sem hann selur fyrir,þetta er bara sama sagan hjá könunum og undanfarin ár.Síðan eru ekki margir framherjar virðist vera sem vilja vera varaskeifa fyrir Torres.Þetta rugl mun ekki breytast fyrr en að nýjir eigendur eru teknir við.Síðan skil ég ekki hvað menn eru á móti því að fá Konchesky mjög solid vinstri bakvörður.Geta menn nefnt einhvern annan sem að hefði verið betra að fá miðað við fjárhagstöðu klúbbsins? Gary Gillespie var einmitt í morgun á official síðunni að hrósa þessum kaupum.

  27. Þvert á skoðun margra hérna þá er ég nokkuð sáttur við að hafa ekki fengið framherja í gær. Miðað við þá framherja sem Liverpool var í einhverjum alvöru viðræðum við þá held ég að við séum bara betur settir með að gera ungum mönnum séns sem svo vonandi eiga eftir að standa sig. N’gog, Babel og Pacheco eru allir menn sem ég vil sjá spila eitthvað að ráði í vetur. Kannski ekki hvern einasta leik en samt slatta! Ég hefði hinsvegar ekkert slegið hendinni við framherja af meiri gæðum en t.d. Cole!

  28. Okkur vantaði mun meira vængmann en striker þegar vel er að gáð. Það er skelfilegt að spila 442 með Kuyt og Jovano á köntunum. Mér finnst að báðir þessir eigi frekar heima frammi með Torres eða í holunni ef það kerfi er spilað. Verð líka að segja að mér líst alltaf betur og betur á Meireles.

  29. Varðandi að arga fullhátt, þá arga ég bara áfram á það sama. Á meðan að félagið býr við þessa stefnu, að eyða minni peningum en það fær, þá skiptir ekki máli þó Guð á himnum stjórni liðinu, það er ekki samkeppnishæft.

    Hins vegar bendi ég á umræðu heimskingjans Hicks og blaðurskjóðunnar Broughton um að hægt væri að kaupa fyrir “mikið” (Hicks) “15 milljónir auk þess sem við seldum” (Broughton) og að henni þurfi að svara. Nú er klukkan 13:35 og Hodgson hefur ekkert látið hafa eftir sér í dag varðandi leikmannakaupin í gær eða framtíðina.

    Var kannski hann bara svikinn? Hvernig stendur á því að hann lofaði Cole klárlega gæðaleikmönnum og nær örugglega Gerrard líka en ekki gerðist nú margt spennandi í þessum glugga. Hins vegar er ég rasandi yfir ummælum stjórans frá um helgina. Menn tala um að gott sé að hann segi hlutina hreint út.

    Hreint út sagði hann um helgina að liðið þyrfti senter. Ég var óskaplega glaður. Svo í gær kom í ljós að engar voru æfingarnar “svo að hægt væri að einbeita sér að glugganum”. Nefnilega það.
    Miðað við það sem fréttist af Zamora (þvert nei strax), Cole (Babel sagði nei), Pavlyuchenko (Lucas sagði nei) og síðan lánsmenn sem féllu á tíma voru vinnubrögðin slök. Þessi ærandi þögn á Anfield hjálpar mér ekki að gleðjast. Við þurfum skýringar.

    1.september 2010 sé ég bara ekkert meiri sól í gegnum skýin en 1.maí 2010. Sorry!!!

  30. Málið er að liðið var ekki styrkt heldur endurskipulagt, ekki síst vegna þeirra leikmanna sem fóru.

    Við þurftum meira.

    Van Der Vaart er algerlega óþarfur í okkar hóp, tóm vitleysa að tala um að við áttum að kaupa hann, eigum nóg af mönnum inni á miðju, en enga kantmenn.

  31. Strákar mínir þið hafið ekkert um þetta að segja, við verðum bara að treysta Roy Roges og Trigger.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  32. Get ekki tekið undir að Van Der Vart væri óþarfur í okkar hóp og það fyrir 8 millur. Hann myndi bara auka breiddina og veita öðrum leikmönnum meiri samkeppni. Liverpool getur alltaf notað mann af slíkum gæðum. Hann myndi líka bjóða uppá meiri fjölbreyttni t.d. með því að brjóta upp leikinn og setja Gerrard útá hægri kant og setja Cole vinstra meginn.

    Hvað varðar eignarhaldið þá er ég sammála því að það er miður að ekki skuli vera búið að ganga frá því og maður veit hreinlega ekki hvað það er sem stöðvar það. Maður fær það á tilfinninguna að fjárhagsleg staða félagsins sé verri en af látið. Ég er samt hálffeginn að kínverjarnir náðu ekki að klára kaupinn. Mér hugnast það illa að kínverska ríkis skuli vera með eignarhald í félaginu. Þá er ástandið í kínverskum efnahagsmálum mjög krítískt þar sem menn bíða eftir því að ein stærsta fasteignabóla sem þekkst hefur í þann mund að springa. Hverjar afleiðingarnar verða er ómögulegt að segja.

    En hvað er málið með Liverpool og vinstri bakverði. Þegar litið er til síðustu 20 ára þá hafa allskyns ólíkindatól sem hafa fyllt uppí þessa stöðu. Hverjir skildu forverar Insua og Aurilio vera?
    Stig Inge Bjørnebye 1992-2000,
    David Burrows 1988-1993,
    Julian Dicks 1993 -1994,
    Steve Harkness 1989 -1999,
    Gareth Roberts 1994 -1999,
    Gregory Vignal 2000-2005,
    Christian Ziege 2000-2001,
    John Arne Riise 2001-2008,
    Djimi Traore 1999-2006
    Steve Staunton 1986-2000 (ekki samfellt)
    Þegar ég lít yfir þennan lista þá má segja að þetta sé ekki mjög burðugur listi. Vissulega eftir að bera menn saman sem spila í dag og fyrir 20 árum en ég leyfi mér samt að fullyrða að bestu leikmennirnir eru Staunton og Burrows enda náðu þeir báðir að leika með stórkostlegu liði Liverpool áður en hnignunartímabilið hófst. Staunton leysti goðsögnina Alan Kennedy af hólmi sem lék með liðinu frá 1978-85 og klárlega einn besti vinstri bakvörður í sögu Liverpool. Riise átti ágæta spretti með liðinu en síðustu 15 árin leyfi ég mér að fullyrða að enginn “A. klassa” leikmaður hafi fyllt þessa stöðu.

    Þegar öllu er á botninn hvolft má e.t.v. segja að að kaupin á Paul Konchesky séu í rökréttu framhaldi á þeirri þróun sem hefur verið undanfarin ár.

  33. Einare: Stive Nichol var vinstri bakk á eftir Alan Kennedy og það í mörg ár.
    En ég ætla bara að segja eins og Torres Liverpool þarf nýja eigendur.
    Hicks lofaði okkur í febrúar þegar janúarglugginn lokaðist að sumarið yrði sumarið okkar.
    En hann laug eins og oftast áður og nú reynir hann að kreista citrónuna í botn áður en hann kveður “gjaldþrota” klúbbinn, skömm þessara eiganda er stór.

  34. Já Harry er að gera góð kaup þarna í Van der Vaart og auðvitað hefðum við getað notað slíkann mann. Tottenham verða skæðir í vetur, verður gaman að fylgjast með þeim. Núna vonar maður bara að Liverpool nái að verða í baráttunni við City og Tottenham um fjórða sætið. Ég gæti reyndar líka séð Arsenal í þessum hópi en við megum allavegana þakka fyrir ef við náum að berjast við þessi lið í vetur.

  35. Daginn.

    Ég er ekki sáttur en ég er ekki brjálaður. Það er ljóst að peningar til kaupa komu ekki fyrr en Mash var seldur og þá var hægt að vinna í málunum, þ..e. að fylla hans skarð, vinstri bak og center. Við náðum ekki senter. Um kanana nenni ég ekki að ræða og ástæður fyrir peningaleysi, heldur benda á það að reynt var að gera það besta sem hægt var í mjög svo erfiðri astöðu. Varðandi framherjamálin veit ég ekki betur en að við eigum amk 4 framherja en þeir hafa ekki alltaf spilað sínar stöður, Torres, Kuyt, Jovanovic og Ngog. Svo er ég klár að Babel verður fantaframherji ef honum verður gefið tækifæri og traust (og RH hefur hintað að það verði hans staða!). Er ekki svo viss að við hefðum keypt eitthvað betra fyrir þann litla pening sem eftir var!

    4-4-2 er ekki kerfi sem við erum að fara að að spila, , við spilum 4-2-3-1 eins og flest þau lið sem hafa verið að ná árangri, okkur vantar ekki hreinræktaðan kantmann. Höfum nóg að leikmönnum til að leysa þessar 3 stöður i 4-2-3-1 kerfinu, t.d. Cole, Gerrrard, Jovanovic, Babel, Kuyt, Paceho, Maxi. Fyrir aftan þá geta þessir leyst 2 DM stöður, Gerrard, Puolsen, Lucas, Raul M, JOJO, og jafnvel Aurelio. Breiddin í vörninni er fín, fengum ungan skota og Kelly er fínt backupp fyrir Johnson. Agger kemst í miðvörðinn mað Carra. betri vinstri bakvörður mættur og amk 3 miðverðir til vara. OG við eigum ennþá Reina, einn besta markvörð í heimi, Gerrard og Torres!

    Ég hef bara engar áhyggjur af málinu, nýir eigendur verða komnir fyrir áramót og bara gleði.

  36. Afhverju prófar hann ekki að spila svona 4-1-3-2

                       Reina
    

    Johnson Carra Agger Konchesky
    Poulsen/Lucas
    Meireles Gerrard J.Cole

             Torres  Kuyt/Jovanovic
    

    Þetta virkar vel í manager hjá mér heheh. Spurning um að reyna þetta?

  37. Að bjóða yfir 10 mill plús Babel fyrir C. Cole á sama tíma og Tottenham landar Van der Vaart fyrir 8 millur sýnir vel hverslags Retharður Hodgson er.

  38. Ég held að það sé nokkuð ljóst að það á að þreyja þorrann og bíða eftir nýjum eigendum… Sem er kannski ekki svo vitlaust.

    @maggi. Frábær skrif hjá þér undanfarið, það besta sem ég hef séð frá þér. Ég held hins vegar að við ættum að gefa RH það, að hann er No bullshit-gaur. Hann er ekki þarna til að vinna titla, hann er þarna til að lágmarka skaðann. Og miðað við slúðrið þá var Verðið fyrir C. Cole komið gjörsamlega út fyrir mörk alls þess sem skynsamlegt er. Eða eigum við að fara í einhvern Sunderland leik og splæsa 13 mills í einhvern af sama kaliberi og Asamoah Gyan? Í alvörunni, sjá menn ekki hvert þessi vitleysa er kominn? Gylfi Einarson á 6 mills! anyone?

    Það er ekki hægt að eyða stupid money nema maður eigi stupid money.

    Koma svo drengir. 4 stig í næstu tveim leikjum og ég verð sultuslakur 🙂

  39. Sigurjón Njarðarson… Ég held að það muni nú seint gerast að einhver kaupi Gylfa Einars á 6m. 😀 En ég myndi bíða aðeins með að gera grín að Sunderland fyrir að kaupa Asamoah Gyan á 13m, hann er NAUT!

    Annars hlakkar mig gríðarlega mikið til að sjá Meireles í rauðu treyjinn en ég hefði viljað fá Hleb líka og framherja. Raul Meireles – Welcome to Liverpool: http://www.youtube.com/watch?v=edrBbI9H_vk&feature=related

  40. Ég er ekki alveg að skilja þetta með Van Der Vaart. Náðu þeir að kaupa hann fyrir 17:00 eða ekki? Mér skilst að þeir hafi fengið einhverja undanþágu vegna þess að þetta hafi gerst eftir fimm, er glugginn þá opinn til fimm….. nema þú náir því ekki?

  41. Tottenham leikmannahópurinn
    Home grown
    Aaron Lennon
    Tom Huddlestone
    David Bentley
    Jermaine Jenas
    Jermain Defoe
    Peter Crouch
    Michael Dawson
    Ledley King

    Erlendir
    Roman Pavlyuchenko
    Robbie Keane
    Rafael Van der Vaart
    Wilson Palacios
    Luka Modric
    Giovani dos Santos
    Niko Kranjcar
    Sandro
    Benoit Assou-Ekotto
    Vedran Corluka
    Gareth Bale
    William Gallas
    Younes Kaboul
    Sebastien Bassong
    Heurelho Gomes
    Carlo Cudicini
    Stipe Pletikosa

    Þessi hópur er margfalt breiðari og betri en okkar hópur. Þurfum að treysta á meiðsli lykilmanna hjá öðrum liðum og að allir okkar leikmenn haldist heilir og spili yfir getu yfir allt tímabilið.

    Þetta verður erfitt.

  42. Ég er kannski orðinn svona dofinn eftir marga mánuði af leiðindum, en ég get bara ómögulega verið að pirra mig á hópnum okkar. Það var alltaf ljóst að á meðan að ekki verða eigendaskipti hjá okkur þá erum við ekkert að fara að kaupa einhverja nagla á háu verði. Eins og staðan er í dag þá erum við í einhverskonar millistigi, með nýjan þjálfara sem hefur þurft að eyða tíma í að reykræsta Anfield eftir eldfimt ástand sem ríkti þar í alltof langan tíma.

    Eftir stendur að hryggsúlan er í fínu standi með Reina, Carra/Agger Gerrard, Torres og á meðan þessir kappar eru ekki á meiðslalista þá erum við í ágætum málum. Við erum lausir við menn sem ekki höfðu áhuga á að spila fyrir okkur og höfum fengið inn menn sem eru góðar líkur á að styrki liðið, en auðvitað á það eftir að koma í ljós.

    Ég geri mér nákvæmlega 0 vonir um titil, höfum það á hreinu, persónulega vona ég að Roy noti yngri leikmenn a.m.k. í bland við reyndari menn í Evrópudeildinni, þannig fæst dýrmæt reynsla fyrir ungu strákana okkar eins og Pacheco og Kelly svo einhverjir séu nefndir, sama gildir um bikarkeppnir þetta tímabilið.

    Ég horfi á þetta timabil sem tímabil uppbyggingar, ef nýjir eigendur koma þá verður hægt að byggja enn betur með kaupum á leikmönnum í janúar og svo auðvitað næsta sumar, næsta sumar verður ekkert stórmót og þess vegna hægt að víla og díla í lengri tíma. Ég geri mér auðvitað grein fyrir að þolinmæði manna er misjöfn og auðvelt að pirra sig á að þeirri staðreynd að liðið okkar gæti mögulega orðið í basli með að ná Meistaradeildarsæti í vor en það er nákvæmlega það sem mínar björtustu vonir ganga útá, þ.e.a.s. að ná CL sæti, það verður ekki auðvelt en ef frá er talið Chelsea þá virðast þessi lið sem fyrirfram við ættum að keppa við um CL sæti ekkert vera neitt sérstaklega sannfærandi, frekar en við 😉

    Áfram Liverpool!

  43. smá lesning um C.Cole pælingarnar… er sammála þessu, er ekki viss um að hann hefði bætt miklu við það sem fyrir er…. vona bara að hann Babel fari að koma út úr skápnum og sýna meira af því sem hann vissulega hefur. Það verður fróðlegt að sjá hvort Roy nái að kalla eitthvað fram þar, er þó hæfilega bjartsýnn en tel það síður en svo vonlaust.
    http://live4liverpool.com/2010/09/view-from-the-kop/it-was-probably-best-we-didnt-get-him-but-what-now-for-the-reds?

  44. Fyrir þá sem eru að spá í þessu með Van Der Vaart, fyrir nokkrum dögum síðan kostaði hann einhverjar 16-18 milljónir punda en verðið á honum var einhverra hluta vegna skotið niður í gær niður í 9 millur. Harry Redknapp frétti af þessu tveimur tímum áður en glugginn lokaði og stökk til. Tottenham menn náðu reyndar ekki alveg að skila inn öllum pappírum áður en glugginn lokaði en ástæðuna fyrir því má víst tengja til tölvuvandamála.

    Purslow og félagar munu hafa verið fastir í því reyna að fá framherja sem ódýrastan og á eins mörgum raðgreiðslum og mögulegt var á þeim tímapunkti þegar þetta fréttist með Van Der Vaart.

    Menn geta auðvitað rætt það fram og tilbaka hversvegna Liverpool stökk ekki í þetta á þessum tímapunkti þegar hann var á lausu en á endanum snýst þetta alltaf um forgangsröðun og hversu mikið af peningum er á lausu.

  45. Það er engin smá hópur hjá city í vetur.

    Hópur City er þannig skipaður:

    Markverðir: Shay Given, Joe Hart, Stuart Taylor.

    Varamenn: Jeróme Boateng, Wayne Bridge, Aleksander Kolarov, Vincent Kompany, Joleon Lescott, Shaleum Logan, Micah Richards, Kolo Touré, Pablo Zabaleta.

    Miðjumenn: Gareth Barry, Nigel de Jong, Adam Johnson, Michael Johnson, James Milner, David Silva, Yaya Touré, Patrick Vieira, Shaun Wright-Phillips.

    Framherjar: Emmanuel Adebayor, Jo, Roque Santa Cruz, Carlos Tévez.

  46. Takk fyrir hr. Níels 🙂

    Þetta var linkur á góða lesningu sem róaði magann og ég fékk örlitla von í hjarta um að kanski verður þetta ekki endilega heimsendir. Hugsanlega verður þetta bara ágætt þegar liðið verður orðið fullskipað og þá er bara að vona að of margir af hryggsúlunni meiðist ekki. Mín hryggsúla er reyndar aðeins fjölmennari en annara hér.

    Reina – Carra/Agger – Gerrard/Meireles – Cole – Torres.
    En þarna er ég með 7 leikmenn sem svona kjarnamenn liðsins.
    ATH ég set Meireles bara strax þarna en með fyrirvara. Svo eru þarna fullt af fínum backup/fringe leikmönnum sem fylla upp í liðið.

    Strákar þetta verður fínt… en það er bara vegna þess að ég vil taka undir það sem Hafliði sagði og er alveg hættur að gera mér vonir um einhverja titla þetta seasonið. þetta er tímabilið sem Liverpool nær vopnum sínum, höldum stöðunni þangað til við fáum nýja eigendur og sækjum þá fram alla leið til sigurs í öllum keppnum!!!

    Munið svo að taka gleðipillurnar ykkar eins og ég 🙂

  47. 2 matti.

    Taktu þetta ekki nærri þér, þú getur sagt hvað sem er hér inni en svo framarlega sem þú endar á að bölva eigendunum eru þumlarnir upp, tífaldir á við þumlana niður…

    En svo verða þessir eigendur að koma sér burtu, leiðin liggur bara niður á við meðan þessir drullusokkar ráða á Anfield.

  48. en ein spurning var torres kallaður inn í spænska landsliðið í þessu hléi eða fékk hann frí eins og roy var að vona ??????

  49. Ég er eiginlega ekkert óánægður með að við fengum ekki nýjan framherja, frekar er ég óánægður með hvað Roy Hodgson skyldi gefa mér miklar væntingar um að við myndum fá einhvern en sveik það svo með klaufalegum vinnubrögðum. Hann hefði átt að leggja meiri áherslu á að þetta velti á að peningur kæmi inn (salan á Masch) og að tíminn væri of naumur til að vera bjartsýnn… bæta síðan við að hann hefði áhuga á að nýta menn eins og Pacheco, Babel, Ngog, Jovanovic meira til að bakka upp Torres – Þannig hefði hann kannski geta komið mér á óvart, frekar en að svekkja mig og fleiri…

    …En allaveganna, Hér kemur uppstilling sem ég hefði gaman af því að fá sjá í vetur:

    Reina
    Johnson – Carragher – Agger – Konchesky
    Poulsen – Meireles
    Kuyt – Gerrard – J.Cole
    Torres

    Í þessu liði erum við með 4 nýja menn ínná 🙂 , svo eigum við Jovanovic á bekknum og Maxi (tiltölulega nýr). Pacheco og Kelly líka svo gott sem ný andlit. Ngog að þroskast og fær eflaust slatta að spreyta sig. Kannski Babel brillerar eitthvað. Brian Wilson er nýtt andlit…

    Allaveganna er ég bæði spenntur og jákvæður, eflaust verður helling til að svekkja sig á í vetur en það er bara hluti af þessu 🙂

    PS. Strax og mér varð ljóst að Roy Hodgson hafði sannfært stórstjörnurnar (Reina & Kuyt) um að vera áfram þá andaði ég léttar…

  50. Haflidi thad verdur ekki tekid fra ther ad vera einn al skynsamasti penninn her.
    Thad er tvennt i bodi fyrir LFC i dag :
    1. Einhvern billjoner kaupir lidid og dælir i thad peningum.
    2. Kaupa unga , efnilega odyra leikmenn og byggja upp til framtidar. Sætta sig vid nokkur ar i 5 til 8 sæti.
    Mer finnst LFC alltaf vera ad kaupa midlungs spilara sem eiga ad redda næsta timabili.

  51. Einar Örn, þetta er ósanngjarn dómur gagnvart Aquilani, hann fékk lítinn spilatíma í fyrra, en þegar hann fékk meira en 50 mínútur þá var hann oftast valinn MOTM. Í leiknum gegn Portsmouth sýndi hann vel hversu sóknarþenkjandi miðjumaður hann er, og fyrir mitt leyti þá var það í raun eina skiptið sem hann fékk að sýna hvað hann getur með Liverpool.
    En þar sem það er Carra vika núna þá finnst mér að allir ættu að innbyrða einn skammt af þessari fegurð. http://www.youtube.com/watch?v=4wzShoHTqxY

  52. 2010 – Rafa út og RH inn ….. stæðsta breytingin að mínu viti og ein sú besta!

  53. Algjörlega sammála Einari í fyrstu færslu. Allt sem mig langaði að segja.

    Þegar ég skoða “ÚT” listann síðustu 2 ár þá eru bara 2 leikmenn sem ég sé eftir. Það eru Crouch og Alonso. Þetta sýnir aðeins hvaða leikmenn Benítez hefur verið að kaupa. Hins vegar virðist Hodgson frekar einbeita sér að traustari leikmönnum til að lenda ekki í því að vera með fullt lið af útrunnum happdrættisvinningum.

    Ég held að þetta hafi einmitt verið raunin núna í lok gluggans. Hann hefur einfaldlega ekki verið ánægður með úrvalið af framherjum og ákveðið frekar að bíða með að kaupa senter til að geta skoðað markaðinn betur. Ég er allavega nokkuð viss um að hann hafi ekki setið á skrifstofunni og vaknað upp við vondan draum um að honum vantaði framherja ASAP. Hann hefur reynt þetta allt og þekkir leikmanna business-inn mjög vel.

    Ég get ekki betur séð en að hann sé kominn með formfastara og beittara lið en áður. Núna er hann einnig kominn með gríðarlega sterka miðju í Gerrard og Meireles sem gefur kantmönnum okkar aðeins meiri sveigjanleika. Með Meireles erum við komnir með gríðarlega sterka miðju í 4-4-1-1 leikkerfi.

    Ég er að pissa í mig af spenningi!

  54. Veit einhver hvað varð um Jojo? Var ekki rætt um að hann fengi að vera með í vetur? Hann er ekki á listanum yfir leikmenn.

  55. Hann er yngri en 21 árs og þarf því ekki að fara á þennan lista.

  56. Anton Tómasson: Á hvaða hátt er það ein besta breytingin?

    Getur þú útskýrt það nánar?

  57. Verð að viðurkenna að maður var ansi fúll í gær að ekki skyldi nást senter. Mér finnst Einar Örn ,,summera” þetta ágætlega upp. Heilt yfir erum við með sterkara lið en í lok tímabils. Cole er klárlega stærsta nafnið en ég bind einnig töluverðar vonir við Koncesky. Okkur hefur algjörlega vantað stöðugleika í vinstri bakk og gæti ég vel trúað því að Koncesky komi með hann. Vissulega hefur maður áhyggjur af framherjamálum en mér finnst vel þess virði að Babel fái þar einhverja sénsa. Hann á að mínu mati að vera kostur nr.1 á vinstri kant. M.v. þann áhuga sem honum hefur verið sýndur undanfarið af nokkrum liðum, og tregðu Liverpool að láta hann fara, ætti RH að geta notað hann nokkuð. Hins vegar er ljóst að við verðum í þessu peningaleysisbrölti þar til við fáum nýja eigendur.

  58. ég hefði verið til í að fá þá 2 leikmenn sem Real Madrid læt fara frá sér rétt fyrir lokun á leikmannaglugganum R.van der varrt og Ryston drenthe hann hefði verið miklu betri kostur i vinstri bakverðinn miklu sneggri og betri fótboltamaður en allir okkar vinstri bakverðir. svo hefði van der varrt hækkað gæðinn alveg um 100% og það er maður sem getur breytt leikjum á augabragði og er betri en okkar menn á miðjunni fyrir utan Gerrard

  59. Kosturinn við daginn í dag er að nú ætti ró að skapast yfir félagið. Nenni ekki að svekkja mig yfir kaupum og sölum sumarsins enda ljóst hverjir verða og hverjir fara. Nú er ekkert annað en að horfa framá veginn og byggja á því sem er til staðar. Það er ekki hægt að þræta fyrir það að Liverpool hefur á að skipta mjög góður 11 manna liði þegar allir eru heilir. Vissulega veikleikar til staðar en engu að síður þá eru veikleikar í öðrum liðum. Vissulega batt maður vonir við að e-ð sérstakt myndi gerast í félagaskiptaglugganum á síðasta degi en eins og svo oft áður þá gerðist ekkert.

    Tek undir með EOE að ég tel liðið sterkara í dag en fyrir ári síðan. Munum það að gott lið skapar öflug liðsheild en ekki öflugir einstaklingar.

    Nú er bara að vona að Hodgson nái þjappa hópnum saman og nái upp góðri stemmningu, þannig að við náum að vera í toppbaráttu í lok árs. Ef það tekst er aldrei að vita hvað gerist.

  60. Hvað er stæðsta?
    Get engan vegin séð hvernig það sé besta breytingin. Finnst það í sannleika sagt álíka og ef við hefðum fengið Alan Curbishley árið 2004 í stað Rafa og að fá Roy 2010 frekar en aðra sem komu til greina. Annars gæti mér ekki verið meira sama um stjóramál eins og staðan er hjá klúbbnum núna.

  61. Til útskýringar á mínu kommenti þá finnst mér stæðsta breytingin vera í stjóra-stólnum vegna þess að Rafa var löngu búinn að missa stefnu á skútunni og það þurfti að “reykræsta” eins og einhver sagði hér að ofan. Breyting á stjóra hefur mun meira að segja í ár en einhver “ef og hefði” leikmenn sem ekki komu. Munurinn á stjórunum var augljós frá byrjun ….. Gerard og Torres áfram… þarf ekki að skýra frekar! Það þarf stöðugleika í liðið og þolinmæði og hann kemur klárlega með Roy og ef liðið bætir sig um ein 7-10% á vellinum hvort sem um er að ræða varnarlega / sóknarlega, útivelli / heimavelli osfrv. þá er það nokkuð mörg stig í plús frá því á síðasta tímabili.
    Verum örlítið bjartsýnni á framtíðina og hættum að svekkja okkur á því hvað var og hefði…!
    Áfram Liverpool!

  62. Rafa löngu búinn að missa stefnu á skútunni? Gerrard og Torres áfram af því að hann fór? Munurinn á stjórunum augljós frá byrjun?

    Þetta hlýtur bara að vera grín?

    Þarsíðasta tímabil komst Liverpool nær því að vinna deildina en liðið hafði gert í 19 ár. Sumarið eftir það ákváðu eigendurnir að þétta veskið sitt og með sviknum loforðum veiktist liðið okkar, lykilmenn á borð við Torres og Gerrard kvörtuðu opinberlega yfir því að hópurinn var ekki styrktur og voru í fýlu eða meiddir í heilt tímabil og við munum öll hvernig það tímabil endaði. Ekki beint kjöraðstæður fyrir Rafa að vinna við. Eftir stórar framfarir ár eftir ár síðan Rafa tók við kom eitt tímabil sem var lélegt og þá allt í einu er talað um árin hans Rafa sem ömurleg ár og líkt við Souness árin. Þvílíkt grín.

    Ef að Torres var svona æstur í að vera áfram hjá Liverpool af því að Roy Hodgson tók við hvers vegna þurfti þá nokkra fundi á milli hans og Purslow (nota bene ekki Hodgson sem hitti ekki einu sinni Torres fyrr en hann ákvað að vera áfram) til að sannfæra Torres um að vera áfram?

    Og ertu virkilega að halda því fram að spilamennska Liverpool það sem af er þessu tímabili sé betra en undir stjórn Rafa? Það er glórulaust að halda því fram og ekki koma með þetta að Roy þurfi tíma til að koma liðinu saman. Að sjálfsögðu ekki hægt að dæma hann strax og menn verða að gefa honum fleiri leiki og allt það en það er verulegt áhyggjuefni að hann virðist ekki vita í þennan heim né annan þegar hann stillir upp liðunum sínum (hann lét Mancini t.d. valta yfir sig taktístk) , hann er seinn að bregðast við þegar illa gengur og miðað við hvað menn misstu sig gjörsamlega hvað eftir annað hvað Rafa var seinn að skipta þá erum við að tala um að Rafa var skiptingaóður miðað við Roy Hodgson.

    En það er alveg merkilegt hvað hatur manna á Rafa (hvaðan sem það kemur) virðist blinda menn. Sama hvort Rafa átti að vera áfram eða ekki og hvað mönnum finnst um það þá er staðreyndin sú að það sem af er þessu tímabili þá hefur spilamennska Liverpool verið skelfileg og stóran hluta af því má skrifa beint á Roy Hodgson.

    Og að lokum þá er það bara þannig að sama með hvaða gleraugum menn horfa á tímabilið sem framundan er þá er það á kristaltæru að Liverpool FC mun ekki keppa um titilinn, vera í CL eða lokka til sín stórstjörnur fyrr en klúbburinn fær nýja eigendur. Það verður sama sundrungin og meðalmennskan þar til Kanarnir eru farnir.

Opinn þráður: Lokadagur gluggans!

Leikmannaglugginn: Góður? Vondur?