Þá hefur leikmannaglugganum þetta sumarið verið formlega lokað. Eflaust ansi margir F5 takkar orðnir eyddir á mörgum tölvum stuðningsmanna ensku félaganna og að vanda þá hafa menn misjafna sýn á hlutina. Sumir eru sáttir, aðrir svona la la og sumir verulega ósáttir. Auðvitað er margt sem spilar inni þegar kemur að leikmannakaupum og hægt að kenna mörgu um það sem illa fer og þakka mörgu um það sem vel hefur verið gert. Ég ætla bara strax að taka það fram að ég fell inn í flokkinn yfir þá sem eru verulega ósáttir.
Í rauninni skil ég ekki alveg hvað okkar menn hafa verið að aðhafast í þessum glugga. Reyndar skil ég almennt ekki hvers vegna svona mörg félög fara á fullt þessa síðustu klukkutíma gluggans, hafandi haft allt sumarið til að vinna í sínum málum. Það hefur verið algjörlega morgunljóst í eina 18 mánuði að Liverpool vantar einn alvöru framherja sem back-up eða með Fernando Torres. Staðreyndin er samt sú að þetta er EINA staðan sem ekki hefur verið keypt í þessi tæpu 2 ár. Ég hef mikla trú á N’gog, en við þurfum engu að síður sterkari menn þarna frammi. Let’s face it, Dirk Kuyt er kantframherji, við notum hann þannig, Holland gerir það og hann hefur átt sína bestu leiki í þessari stöðu. Jovanovic er vinstri kantmaður, það er hans staða, þrátt fyrir að margir haldi því fram að hann sé fyrst og fremst framherji. Hann segir það meira að segja sjálfur að hann sé fyrst og fremst vinstri kantur, sem notaður hefur verið sem framherji þegar á þarf að halda. Svo skil ég reyndar ekki þá sem segja að hann skorti hraða, hafa þeir ekkert séð til þessa leikmanns? Hraði er eitt hans aðal vopn, skruggufljótur og líklegast sá hraðasti sem við höfum í dag.
Berum þá framherja okkar við framherja andstæðinga okkar:
Chelsea: Didier Drogba, Nicolas Anelka, Salomon Kalou, Daniel Sturridge, Gael Kakuta
Þrír afar öflugir high profile framherjar og svo 2 efnilegir í N’gog flokknum.
Tottenham: Jermain Defoe, Peter Crouch, Roman Pavlyuchenko, Robbie Keane
Allt sterkir framherjar, meira að segja er þeirri 4 kostur öflugur leikmaður.
Man.City: Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor, Mario Balotelli, Roque Santa Cruz, Jo
Sem sagt 5 stykki og kostaði enginn þeirra undir 17 milljónum punda, en það er reyndar ekki hægt að miða neitt við þetta lið.
Man.Utd: Wayne Rooney, Dimitar Berbatov, Javier Hernandez, Federico Macheda, eitthvað götubarn og svo jú Júdas.
Einn í N’gog flokknum, nokkrir reyndir landsliðsmenn og svo undrabarnið sem enginn hefur séð, ekki einu sinni hann sjálfur.
Arsenal: Robin van Persie, Marouane Chamakh, Nicklas Bendtner, Carlos Vela
Sumir vilja reyndar bæta Walcott við þennan lista, og er þeim það guðvelkomið.
Aston Villa: Gabriel Agbonlahor, John Carew, Emile Heskey og Nathan Delfouneso
Sumir vilja reyndar bæta Ashley Young við þennan lista og er þeim það velkomið, samt mun meiri breidd en hjá okkur.
Everton: Luis Saha, Yakubu, Victor Anichebe, Jermaine Beckford, James Vaughan
Það hryggir mig óendanlega mikið að segja frá því að Everton eru með meiri breidd í framherjum en við, how low can you go?
Liverpool: Fernando Torres, David N’gog, Ryan Babel
Set reyndar stórt spurningamerki við Ryan þarna sem framherja, en hann vill víst spila þar og telur sig bestan í þeirri stöðu. Við verðum bara að trúa honum og vona það besta. Hef allavega ekki séð það í þessi fáu skipti sem hann hefur spilað sem framherji á sínum ferli. Hjá Liverpool, Hollandi og Ajax hefur hann nánast eingöngu spilað sem kantframherji vinstra megin.
En nei, enginn kom framherjinn og verðum við bara að sætta okkur við það. Enn einum leikmannaglugganum lokað og við í plús í leikmannaviðskiptum. Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að lið sé að berjast um titil eða toppsætin þegar staðan er svona? Það er alveg ljóst hvað er búið að vera stærsta vandamál Liverpool FC, það sjá það allir sem á annað borð opna augun. EIGENDURNIR, við munum ekki taka eitt hænuskref fram á við fyrr en við losnum við þessa trúða og þær skuldir sem þeir hafa hellt yfir félagið. FJÓRIR leikmannagluggar í röð í plús, samtals tæpar 40 milljónir punda í plús, og svo segja þessir lygarar að ekkert af leikmannaviðskiptunum fari upp í skuldir. Þetta sumarið erum við samtals í tæplega 13 milljón punda plús, í januar voru þær 8, síðasta sumar nokkurn veginn á sléttu og svo janúar þar á undan í 17,5 í plús. Yfirleitt hefur Liverpool haft budget upp á einhverjar 10-15 millur pr. season fyrir utan leikmannasölur, þannig að það sér það hver heilvita maður að þetta er bara engan veginn á þá leið að við getum gert okkur minnstu vonir um að vera að keppa um toppsætin.
En burtséð frá þessu ranti mínu, þá verðum við víst að horfa framan í staðreyndir og staðreyndin er sú að klúbburinn er á kúpunni vegna allra þessara skulda. Hvað þarf að gera þegar klúbbur er á kúpunni og getur lítið sett í leikmannakaup? Jú, forgangsraðað og reynt að vinna úr því sem fyrir er. Ég ætla ekki að fara hérna að gagnrýna Roy Hodgson beint, það er ekki ætlunin, en ég verð að setja stórt spurningamerki við þessi leikmannaviðskipti, hvort sem hann sé að ákveða hlutina, eða hvort hendur hans séu rígbundnar langt aftur fyrir bak.
Byrjum á byrjuninni, skil vel söluna á Diego Cavalieri, leikmaður sem er ekki homegrown og aldrei séns að hann færi að taka frá slíkt sæti. Miðað við fjárhagsstöðuna (eins og þetta lítur út fyrir manni) þá hefði ég hreinlega treyst Gulacsi fyrir varamarkvarðarstöðunni. En það er lítið hægt að fárast yfir þessu, komum út í plús við þessi skipti og sá sem við keyptum er homegrown, þó svo að ég hefði alveg viljað spara þennann pening og treysta á hinn geysilega efnilega Gulacsi sem varamarkvörð í vetur. Í sumar fóru frá okkur tveir ungir markverðir, David Martin og Chris Oldfield.
Ekkert var gert hægra megin í vörninni annað en það að Degen var lánaður út og fer því af launaskrá og fáum við lánsfé fyrir hann þetta árið. Kelly fullfær um að vera varamaður fyrir Glen. Miðvarðarstöðurnar okkar eru líklegast með allra mestu breiddina í liðinu. Carra, Agger, Skrtel, Kyrgiakos, Ayala og Mavinga, svo bættist Danny Wilson, efnilegasti leikmaður Skota við hópinn í sumar. Við seldum svo Mikel San José til Bilbao fyrir alveg ágætis pening.
Þá er það hin mergjaða vinstri bakvarðarstaða. Þar skiptum við út homegrown 21 árs gömlum Insúa fyrir homegrown 29 ára gömlum Konschesky og sem samsvarar 5 milljónum punda þar að auki. Sorry, bara næ þessu engan veginn. Algjörlega á því að heill Aurelio er betri en báðir þessir leikmenn. Insúa spilaði klárlega of mikið á síðasta tímabili, en það er potential í þessum strák, hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í Argentínska landsliðið, og ekki bara af Maradona á einhverju trippi. Hinn er Englendingur sem hefur verið að fara talsvert á milli klúbba undanfarin ár, hefur ekki verið framarlega í röðinni í sína stöðu hjá Englandi, hefur spilað 2 hálfleiki í æfingaleikjum fyrir þá og er mjög aftarlega í goggunarröðinni. Menn eins og Ashley Cole, Wayne Bridge, Stephen Warnock, Leighton Baines og meira að segja miðvörðurinn Lescott hafa allir verið valdir frekar undanfarin ár. Ég myndi skilja þetta ef þetta væri að skila okkur einhverju fjárhagslega, en nei, við erum í stórum mínum með þessi skipti, lánum Insúa og kaupum þennann. Ég verð að segja algjörlega fyrir mitt leiti að ég hefði frekar viljað hafa Insúa sem backup fyrir Aurelio og setja þessar 5 millur í að bæta pening í sarpinn fyrir góðum framherja. Þess utan fór svo Robbie nokkur Threlfall í burt frá félaginu.
Áfram veginn, næst berum við niður á hægri kantinn, þar gerðist ekkert annað en það að Nabil El Zhar var lánaður til Grikklands í 1 ár. Ekki hár launakostnaður þar á ferð, en einhverjar krónur í kassann fyrir lánsdvölina. Engin viðbót hérna.
Þá eru það stóru breytingarnar, miðjan. Við seljum einn allra sterkasta varnartengilið í veröldinni til Barcelona á helling af peningum, þeir borguðu heilar 20 milljónir punda út í honum við afhendingu. Í staðinn kom nagli frá Portúgal, sem ég verð að segja eins og er, er bara assgoti spenntur fyrir. Það verður fróðlegt að sjá hversu fljótt hann settlast inn í liðið okkar, harðduglegur, eitilharður og virðist vera með alveg ágætis sendingargetu. Gott og vel, erum búnir að fá sterkan mann fyrir Javier, varnartengilið og eigum tæplega helming upphæðarinnar eftir sem við fengum í kassann við þessi skipti. Salan á Javier var einfaldlega óumflýjanleg og menn fljótir að redda manni í staðinn, vel gert. Þá er komið að hinum kaflanum í sögunni. Ég var virkilega að vona að Alberto Aquilani myndi stíga upp í vetur og fá að sýna okkur óumdeilda hæfileika sína með liðinu. Maður sá svo sannarlega glimpses af þeim þegar hann var að komast í form í lok þess síðasta, og ég verð að viðurkenna það að ég hlakkaði ferlega til að sjá hann inn í tímabilið eftir heilt undirbúningstímabil og ómeiddur. Ó nei, heldur betur ekki. Hann er LÁNAÐUR til Juventus og við fáum Christian Poulsen, þrítugan Dana, og borgum slatta af milljónum fyrir. Með Meireles og Lucas sem varnartengiliði, þá hefði ég heldur viljað hafa Stevie og Alberto úr að velja þeim við hlið, sem meira að segja geta spilað í holunni líka. Nú veit maður aldrei alla söguna í svona málum, en þetta bara meikar akkúrat ekkert sense, bara ekkert. Útskýringin sem Roy kom með var að hann þyrfti að fá að spila, bíddu við, drepið mig ekki alveg, erum við með svo fáránlega mikla breidd að við sjáum fram á að hafa ekkert getað notað hann? Hefði ekki verið betra að spara þessar tæpu 5 millur, bætt þeim við þessar 5 fyrir vinstri bakvörðinn og geta keypt alvöru striker á einhverjar 20 milljónir punda? Úff, bara ekki að gúddera þetta. Aðrar hreyfingar hérna eru að Plessis var seldur til Panathinaikos fyrir rúman milljón kall og Duran fékk frjálsa sölu. Inn kom svo Jonjo Shelvey síðast liðið vor.
Vinstri kantstaðan breyttist einnig hjá okkur, út fór hinn heilatognaði Riera og inn kom Milan Jovanovic. Eins og ég sagði hér í byrjun, þá er ég ekki alveg að botna umræður um Milan blessaðan. Sú mýta að hann sé ekki hraður er bara óskiljanleg og eins það að hann sé ekki eiginlegur kantmaður. Hann er ekki með sömu boltatækni og Riera, en hann er með höfuð skrúfað á búkinn, mikla baráttu og ég er alveg sannfærður um að við eigum eftir að sjá það rækilega að þessi staða hefur styrkst hjá okkur við þessi skipti. En enn og aftur, peningur inn fyrir Spánverjann og hinn frítt, svo seldum við tvo gutta úr þessari stöðu þar að auki. Vincent Weijl var seldur til Spánar og Alex Kacaniklic fór til Fulham í dílnum sem var gerður vegna Konchesky.
Holan blessuð, flokkum þessa stöðu allavega þannig núna. Inn kemur Joe Cole á free transfer og út fer Yossi fyrir slatta af milljónum. LFC History talar um 6, ég var búinn að fá það nokkuð staðfest í sumar að þetta væri nær 8 millum, en þar sem Mummi sér um þetta á þessari frábæru síðu, þá tökum við að sjálfsögðu meira mark á henni. Í mínum huga, klár bæting, engin spurning, hefði svarað spurningunni nákvæmlega eins þegar Yossi var hjá okkur og Cole hjá þeim. Finnst Cole hreinlega mun betri leikmaður, með fullri virðingu fyrir honum. En jafnframt voru kaup á hinum fáránlega efnilega Suso, einnig kláruð. Hrikalega spennandi sá strákur.
Þá er það framherja staðan, einfalt. Nemeth og Dalla Valle seldir, ENGINN inn í staðinn. Nuff said.
Þar hafið þið það, svona leit þessi gluggi út. Sumir alveg sáttir, aðrir ekki. Sjálfur? Alveg fáránlega fjarri því að vera sáttur, finnst hreinlega við hafa farið illa með fé fyrst við erum svona skelfilega blankir og ekki réttar áherslur. Í mínum huga er klárt mál að breiddin í liðinu hefur ekki aukist, alveg á tæru. En hafa gæðin minnkað? Mitt mat er þetta:
Cavalieri út – Jones inn: Á sléttu, skiptir allavega minnstu máli
Insúa út – Konchesky inn: Á sléttu
Riera út – Jovanovic inn: Meiri gæði inn
Mascherano út – Meireles inn: The jury is out, en í dag verður maður að segja að meiri gæði fóru út
Aquilani út – Poulsen inn: Klárlega meiri gæði út
Benayoun út – Cole inn: Meiri gæði inn
Heilt yfir, ef við hefðum haldið þessum tveim sem við sendum út að láni og sleppt þeim tveim kaupum, þá hefðum við verið með yfir 20 milljónir til að kaupa auka framherja og einnig búnir að bæta vinstri kantstöðuna ásamt holunni. Fari þetta í fúlan pytt, það sem fer einna mest í taugarnar á mér er að menn skuli ekki vera búnir að dratthalast til að vinna sína undirbúningsvinnu, verandi bjóðandi í leikmenn sem menn vilja, nokkrum klukkutímum fyrir lokun gluggans, fá svo nei í andlitið vegna þess að viðkomandi lið hefur ekki efni á að eyða peningunum aftur til að styrkja liðið sitt. Skíta vinnubrögð og skíta leikmannagluggi að baki.
Það er bara algjörlega á tæru, það þarf að klára söluna á félaginu núna á næstu mánuðum, koma þessum Purslow og co. sem lengst í burtu frá félaginu svo hægt sé að fara að haga sér eins og eitt af stærstu liðum Evrópu. Menn eru í algjörum fantasíu draumaheimi ef menn halda það virkilega að við séum að fara að berjast um efstu 3 sætin í deildinni, svo mikið er víst. En við stuðningsmennirnir, hvað getum við gert? Jú, haldið áfram því sem við erum lang bestir í, styðja okkar lið, styðja okkar stjóra og styðja okkar leikmenn. Nú er glugginn búinn að loka, ekkert mun breyta því sem hefur verið gert, ég búinn að fá útrás fyrir rantið mitt. Næsta djobb í þessu er að styðja við bakið á Konchesky, Poulsen og co. þegar maður fer á völlinn, gagnrýna þegar það á við, en umfram allt, styðja sitt lið í gegnum súrt og sætt, maður gefst aldrei upp þótt á móti blási, það er að mörgu að keppa í allan vetur.
Ertu ekki að gleyma Pacheco í upptalningunni á framherjum?
Nei, held að það hugsi hann enginn sem framherja, enda aðallega búinn að vera að spila í holunni og svo í annarri hvorri kantframherjastöðunni, meira að segja inni á miðri miðjunni líka.
Aquilani út – Poulsen inn : Klárlega meiri gæði út? Bíddu, Poulsen er rétt mættur! Kaupin á Aquilani voru sennilega lélegustu kaupin í ensku Úrvalsdeildinni í fyrra. Hann var alveg skuggalega slakur. Engin reynsla komin á Poulsen. Ef við fáum 50% af þeirri fáránlegu upphæð sem RB eyddi í ítalann þá getum við verið sátt. Maðurinn gat ekki blautan í fyrra.
Er svo mikið sammála hverju einasta orði sem þú skrifaðir !! algjört klúður. ef betur hefði verið unnið úr hlutunum værum við með klassa senter og einn sóknar kanntmann í viðbót .Var líka eimmitt að sjá þessa 25 leikmenn sem Tottenham skila inn á lista og þeirra hópur er svo miklu sterkari og stærri en okkar! Eina liðið sem við eigum fræðilegan séns í að ná er 6. sætið af Villa.. Annað er klúður hjá öðrum liðum.
Heill Aquilani er frábær leikmaður og mun betri en Poulsen og því skil ég ekki þennan gjörning. Vonandi verð ég frábærlega ánægður með Poulsen í vetur þó ég hafi í dag ekki mikla trú á honum eftir að hafa fylgst töluvert með honum í gegnum tíðina. Skil heldur engan veginn þetta Konchecky dæmi því vörnin var ekki stóra vandamálið í fyrra heldur sóknarleikurinn. Því tek ég undir með SSteini að kaup á framherja áttu að vera forgangsatriði en ekki e-r redding við lok gluggans.
Mér finst þetta mjög góð færsla þótt ég sé nú ekki sammála öllu sem þú segir, t.d. með Mascherano vs. Meireles þá tel ég Mereiles vera töluvert betri sóknarlega en Masch betri varnarlega. Treysti Lucas og Poulsen alveg fyrir varnartengiliðnum og vona þá að Meireles fái það hlutverk að dreifa spili. Mereiles hefur skorað 15 mörk í 137 leikjum fyrir Porto, Alonso skoraði 15 mörk í 141 leik fyrir Liverpool. Lýst vel á þessi skipti. Mascherano er fáviti.
Fullkomlega sammála að flestu leyti, nema því að ég vildi ekki fá Aurelio aftur, skil það alls ekki.
Vildi fá inn reynslumeiri mann með Insua. En að öðru leiti styð ég þetta mat þitt Steini og það er fullkomlega á hreinu að vandi liðsins liggur hjá eigendunum. Sama hvað reynt er að blása um alls konar blaðurástæður aðrar fyrir vandanum.
Liðið er í gíslingu eigenda. Á hreinu.
By the way, klukkan núna er 23:03 og enn hef ég ekkert séð frá Roy Hodgson um leikmannakaup. Fullkomlega óásættanlegt á allan hátt.
Leikmannahópurinn sem við skiluðum til Premier League í dag er ekki líklegur til að fá CL sæti þennan veturinn. Það er bara svoleiðis!
Fer með bænir á hverju kvöldi að losna við þessi eigenda fífl. SEM FYRST, 🙁
Já þetta er svona…..það er erfitt að vera sáttur þegar bölvaður businessinn er að skemma fyrir liðinu sem maður heldur með, en svona er staðan víst.
Auðvitað er maður ekki sáttur við að fá ekki framherja sem gæti bakkað upp Torres frammi. Samt sem áður erum við að styrkja liðið að flestu öðru leiti:
Go Hodgson
eg er nokkud sattur bara . lyst vel a raul m, poulsen og paul konchesky. hefdi samt verid fint ad fa striker. annars vildi eg halda nemeth . Finnst hann mjog efnilegur. Pacheco kemur vonandi sterkur inn
YNWA
Látum verkin tala. Ef við sleppum með meiriháttar meiðsl, sem er kannski ólíklegt miðað við meiðslasögu s.l. ára, þá erum við í flottum málum. Við erum með frábæra leikmenn sem eiga að geta myndað gott lið og unnið hvaða lið sem er. Aðalmálið er að Roy nái því besta út úr sínum leikmönnum og búi til góða liðsheild. Það er klárt mál að ALLIR leikmenn liðsins léku langt undir pari á s.l. tímabili, það gerist ekki aftur. Ég sé Liverpool vera að berjast um efstu sætin á þessari leiktíð. Þið megið kalla mig Hr. Bjartsýnan en það er betra en að vera kallaður Hr. Svartsýnn ! YNWA
Frabær pistill og mikill dugnadur vid lyklabordid.
Ja eg held ad JUDAS eigi eftir ad reynast minum monnum vel thetta arid , eg vona thad allavegna hans vegna thvi Owen er med vidkunnanlegri monnum.
Ætla menn ekki að fara að sjá að Aquilani í ensku deildinni er eitt mesta flopp áratugarins? Þó ég hefði komið inn fyrir hann hefði það verið aukning í gæðum.
Ég skil ekki heldur þessi Aquilani hrós. Ég man eftir einum leik þar sem hann spilaði vel, sem var heimaleikur gegn Portsmouth og svo átti hann 2-3 góð múv gegn Atletico (að mig minnir, nenni ekki að fletta þessu upp). Annars var hann stórkostlegt flopp. Hodgson sá hann væntanlega á æfingum og hugsaði með sér: Fokk, ég get ekki notað þennan gaur – og sent hann til Ítalíu þar sem hann fær vonandi að spila eitthvað.
Svo verður tímasetningin líka að útskýrast með því að Hodgson var að koma til nýs liðs og hann sá til dæmis ekki leikmenn einsog Babel fyrr en daginn fyrir tímabil. Það er eðlilegt að hann hafi viljað skoða leikmenn áður en hann stekkur til og breytir liðinu eftir að hafa sennilega séð jafnmikið af þessum leikmönnum og við höfum gert undanfarin ár (það er bara í sjónvarpi). Kannski vildi hann sjá þá sjálfur í stað þess að treysta á aðra.
Svo er auðvitað eðlilegasti samanburðurinn að bera saman Mascherano og Poulsen – og svo Mereiles og Aquilani. Poulsen hefur verið tekinn af lífi nánast áður en hann spilaði mínútu fyrir okkur – af því að menn dæma hann af því sem þeir hafa séð í örfáum Dana-leikjum – og af því að mönnum er almennt séð illa við hann (svipað einsog með Bellamy, sem menn voru lengi að taka í sátt).
Hodgson þekkir Konchesky mjög vel og ætti því að hafa séð umtalsvert meira af honum en við.
Já, það var fáránlegt að koma útí plús enn og aftur og já, þessi eigendamál verða að klárast, en það er ansi margt í þessum pistli, sem ég er ekki sammála.
Einar Örn, varst þú ekki að fylgjast með seinni partinn af síðasta sísoni? Aquilani fékk aldrei tækifæri. Fékk t.d. afar sjaldan að spila með Gerrard á miðjunni en þegar hann fékk break þá stóð hann sig með prýði. í lok tímabilsins í fyrra var hann sá eini sem var að búa til sóknir og hugmyndir á miðjunni.
Hann t.d. byrjaði ekki leik fyrr en í desember leiknum á móti Wolves, stóð sig með prýði en var skipt út af.
Hann var síðan MOTM á móti Portsmouth þar sem hann skoraði eitt og lagði upp eitt. Svo var hann aftur MOTM á móti Fullham. Hann byrjaði svo einn af fáum leikjum á móti Burnley og átti þá 3 assist í 4-0 sigri. Svo átti hann mjög góðan leik á móti Atletico, þar sem hann skoraði og var aftur kosinn MOTM.
Hann fékk mjög lítinn spilatíma. fékk nánast aldrei fullar 90 mín, byrjaði sárasjaldan inn á en var samt að skila mörkum og assistum. Auk þess sem hann var 3 kosinn MOTM í fáum leikjum sem hann fékk spilatíma. Ég mæli með því að menn skoði leiknar mínutur vs. mörk og assist og beri það saman við t.d. Lucas, Mascherano og Xabi áður en þeir dæma Aquilani sem flopp. Eina floppið í kringum Aquilani var meðferð Benitez á honum.
og hér er svo hægt að sjá hvernig leikmaður hann er. Þ.e.a.s. snjall sóknarþenkjandi miðjumaður.
http://www.footylounge.com/films//liverpool-player-comps/alberto-aquilani-vs-portsmouth-video_19d2a3729.html
Ég tek undir með Einari Erni og fl. hér að ofan. Hvaða góða kafla á ferli AA með LFC eru menn að tala um ? Ætla menn í alvöru að fara að tala um örfáar sendingar í leikjum sem eru taldnir á fingrum annarar handar, og snúning í þessum og hinum leiknum ? Meðvirknin er algjör… Maðurinn hefur ekki mikið fengið að spila fyrir það fyrsta, í annan stað hefur hann verið ósýnilegur í flestum þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í, þar fyrir utan dró hann sig sjálfur út úr leikmannahópnum fyrir nokkra leiki í fyrra og það sama var uppá teningnum í upphafi tímabils nú í haust.
Það hlýtur að vera hærri standard á leikmönnum í búningi LFC en að þeir eigi góða sendingu í öðrum hvorum leik ? Menn eru tilbúnir að drulla yfir leikmenn með eru ekki með höfuðið skrúfað rétt á, (Babel & Riera sem dæmi) , en hvað með glermanninn AA ? Babel vill nú amk spila – það verður seint sagt um AA, eyddi stærsta hluta ferils síns hjá LFC á postilíninu greyjið maðurinn með magakveisu yfir þessu öllu saman. Á meðan menn eins og Agger heimta að fá að fara inná með heilahristing. AA kemst ekki einu sinni af dollunni til að spila fyrir félagið á meðan aðrir myndu ganga í gegnum eld og brennistein.
Ég er sammála þessum pistli að flestu leyti, en þó allra mest sammála því, að ég skil engan veginn, afhverju allt fer á fullt, korteri áður en glugginn lokar !!!
Hvað er að þessum mönnum eiginlega ?? Sátu þessi menn bara á koníaksstofunni og voru að ræða saman í rólegheitunum..: .
” Jæja.. strákar.. nú lokar glugginn seinnipartinn… hmm.. eigum við að selja einhvern , eða erum við ekki bara góðir ? “
” HA ? ..lokar hann í dag ?? Helvítis… jæja, rennum nú einu sinni yfir leikmannalistann til öryggis, ég er ekkert alveg viss um hvaða menn eru hjá okkur ! Hmm.. við ættum kanski að reyna að kaupa okkur framherja ? Mér sýnist við bara vera með tvo slíka á launaskrá…Andskotinn , Mér fanst endilega eins og glugginn lokaði ekki fyrr en eftir rúman mánuð .., og var ekkert farinn að spá í þessu!!! “
” Ertu ekki að grínast…?? Fokkíng Fokk.. strákar.. nú verðum við að láta hendur standa fram úr ermum… við verðum að setja allt á fullt og reyna að plögga eitthvað… !!
Þetta er svo út úr korti fáránlegt, að mér er fyrirmunað að skilja það !! Það er heldur ekki eins og Englendingar séu heimsfrægir fyrir að vinna hratt og redda málunum einn tveir og bingó !!
Ég bjóst svo sem ekki við miklu í sumar, og pirra mig því kanski furðurlega lítið á þessu. En þetta er eiginlega það sem pirrar mig mest…. vinnubrögðin í þessu !!!
Insjallah..
Carl Berg
þó Chelsea séu ágætlega mannaðir í senter-a stöðunni (skrítið samt að flokka Kalou sem framherja en ekki Kuyt, en hvað um það) þá rak ég augun í það að þeir virðast í svipuðum málum hvað hafsenta varðar og við með framherja… þ.e. þeir eru með Terry, Alex og Ivanovic síðan bara einhverja kjúlla
Hrikalega ánægður með þennan pistil og sjaldan verið jafn sammála höfundi. Við getum ekki gert okkur vonir um mikið meir en í fyrra með þennan mannskap.
Þarf ekkert að bæta við þetta nema kannski helst að auðvitað hlaut Aquilani að floppa – ég lét setja nafnið hans aftan á treyju í byrjun seasons í fyrra. Grunar að ég hafi líka jinxað Kewell kaupin með sama máta fyrir nokkrum árum síðan.
Góð grein SSteinn. Ég vil bæta örfáum punktum við þetta:
Fyrst, Konchesky. Ég er hrifinn af Insúa og fannst hann ekki eins slæmur og sumum á síðustu leiktíð. Hins vegar þekki ég Konchesky nokkuð líka og hann er betri bakvörður en margir hér virðast halda. Honum gekk illa hjá Tottenham og Charlton á sínum tíma en þá var hann ungur og skapið virtist há honum. Kjaftfor, reifst iðulega við stjórana sína og svona. Hjá West Ham fann hann sig betur undir stjórn Alan Pardew og þegar hann og Hodgson hittust hjá Fulham fyrir tæplega þremur árum blómstraði hann loksins. Við erum að fá inn Englending á besta aldri, hann gjörþekkir deildina, gjörþekkir stjórann okkar og hans aðferðir og verður grimmur og metnaðarfullur í vetur. Ég sé ekki annað en að þetta geti bætt liðið og í raun er jákvætt að Insúa var ekki seldur, það er þá von um að ná í hann aftur ef Konchesky spjarar sig ekki í vetur.
Annars verð ég að taka undir með Einari Erni varðandi Aquilani. Af hverju menn eru að syrgja hann eitthvað sérstaklega skil ég ekki. Rafa tók stóra áhættu með því að kaupa meiddan mann á háa upphæð og sú áhætta sprakk í andlitinu á honum eins og vatnsblaðra full af hlandi. Aquilani var meiddur meirihluta síðasta tímabils og þótt hann hafi sýnt góða tilburði í örfáum leikjum í vor var það ekki nóg og Hodgson var í þeirri stöðu að þurfa hreinlega að ákveða hvort hann gæti tekið séns á svona símeiddum leikmanni eða að skipta honum út fyrir betri og heilbrigðari leikmann. Því fór Aquilani og Meireles kom í staðinn. Það er klár framför í þeirri stöðu að mínu mati. SSteinn setur þetta upp þannig að Meireles komi inn í stað Mascherano og Paulsen komi í stað Aquilani, það er bara ekki rétt. Mascherano var varnartengiliðurinn okkar og í hans stað kemur Poulsen (veiking að mínu mati en er einhver varnartengiliður til sem hefði styrkt liðið í stað Mascherano?) en svo fór miðjumaðurinn Aquilani og í staðinn kom miðjumaðurinn Meireles. Meireles verður enginn varnartengiliður hjá okkur, hann á það til að spila á kantinum for crying out loud. Hann er stór framför á Aquilani, ekki síst vegna þess að við getum vænst þess að Meireles spili meirihluta leikjanna í vetur sem hefði aldrei orðið raunin með Aquilani.
Að öðru leyti tek ég undir pistilinn hjá SSteini. Framherjamálin útskýra sig sjálf og raunsætt mat á þessu liði er að við erum með feykisterkan 14-manna hóp og svo talsvert lakari menn þar fyrir utan. Þegar leikjafjöldinn, álagið úr Evrópu, meiðsli og leikbönn fara að taka sinn toll í vetur eigum við eftir að finna fyrir því hvað okkur skortir breidd og fyrir vikið er ekki séns að við berjumst við Chelsea og Man Utd um titilinn. Ef menn halda að við verðum í titilbaráttu í vetur eru menn að ljúga að sjálfum sér. Ég geri ráð fyrir að Chelsea og Man Utd heyi einvígi um titilinn, Arsenal og Man City verða skrefi þar á eftir og hálfu skrefi á eftir þeim verðum við ásamt Tottenham, Everton og jafnvel Aston Villa, vonandi að eitt af hinum fjórum sem ég nefndi fyrst misstígi sig svo við getum komist inn í Meistaradeildina.
Það er raunsætt mat. Því miður. Á þremur árum eru eigendurnir búnir að taka félagið frá því að vera alltaf í topp4 og seinni stigum Meistaradeildarinnar, selja undan okkur menn eins og Arbeloa, Alonso, Crouch, Bellamy, Mascherano, Keane (án þess að fá mann í staðinn), Hyypiä, Benayoun og Pennant og í nær öllum tilfellum takmarka staðgengilskaupin við frjálsar sölur (Voronin, Degen, Jovanovic, Joe Cole) eða ódýra kosti á við Kyrgiakos, Ngog, Konchesky og Poulsen. Þeir keyptu Torres og Mascherano fyrir háar upphæðir en fjármögnuðu það að mestu leyti með leikmannasölum, Keane kostaði slatta en þegar hann var seldur hvarf sá peningur aftur, og í fyrra keyptum við Aquilani og Johnson fyrir stórfé en þeir voru samt ódýrari en það sem við fengum fyrir Alonso og Arbeloa (auk þess sem Crouch-skuld Portsmouth borgaði fyrir Johnson að mestu leyti).
Niðurstaðan er því klár. Breiddin var mest vorið 2007 og þá var uppgangurinn líka þvílíkur hjá Rafa og liðinu. Allt á hraðri uppleið og eigendurnir lofuðu fögru. Þremur árum síðar er nær allt á niðurleið, hvort sem það er breiddin, gæði í einstökum stöðum eða fjárhagur félagsins. Ef menn ætla að skamma Hodgson fyrir að berjast ekki um titil eða ná jafnvel ekki 4. sætinu í ár verða menn aðeins að opna augun. Ég spáði 5. sætinu fyrir tímabil og geri ráð fyrir 5. eða 6. sætinu. Ég vonast eftir 4. sætinu en jafnvel það er erfitt. Því miður.
Eru einhversstaðar einhverjar fréttir af því hvernig staðan er með söluna á félaginu???
Þetta verður erfitt í vetur og þurfa okkar helstu leikmenn að meiðast sem allra minnst ef 4 sætið á að nást og svo þarf að klára þessi eigendamál fyrir jól í seinasta lagi og þá ætti að vera hægt að kaupa senter í janúar og kannski fá inn meiri jákvæðni í kringum félagið okkar.
Það er breiddin sem vinnur deildina en ekki stór stjörnur
Ég er nú sammála honum Ziggi hérna að ofan. Ef Hodgson nær að setja saman góðan hóp og stemningin er góð þá er vel hægt að búast við ágætis árangri í ár. Hvort við hefðum náð að bæta við öðrum framherja sem hefði blómstrað er allt önnur saga.
Hópurinn sem við vorum með 2008 þegar við náðum öðru sætinu var ekkert stórkostlegur né stjörnum brýddur hópur. Það byrjaði bara að ganga vel, andinn var góður og stemning í hópnum. Man að Ferguson sagði það nú bara hreint út að við hefðum spilað yfir getu það season og ég er nú bara sammála honum í því.
Svo voru mjög margir sem spáðu okkur meistaratitli á síðasta ári og vonin var mikil. Hinsvegar byrjaði að ganga illa, nokkur döpur úrslit og stemningin hrundi. Benitez náði ekki að koma einhverri trú í mannskapinn og við spiluðum undir getu það season. Sjaldan hefur maður séð hópinn hjá liverpool eins áhugalausan og leiðinlegan og í fyrra.
Það er svo margt í þessu og margt sem þarf að ganga upp til að góður árangur náist að það eitt að við höfum ekki náð að landa topp framherja til að vera backup fyrir Torres þýðir ekki að við séum bara búnir að vera. Það er mikilvægara að fá réttu mennina inn og þá frekar engann en að fá bara næsta 20 milljóna striker í hópinn !
Aquilani er góður leikmaður en enski boltinn hentar honum því miður engan veginn.
Ég er eiginlega ekki alveg viss um það hvort ég sé sáttur eða ósáttur með þennan glugga, held samt að ég sé sáttur.
Kannski það með Aqualini-Poulsen og svo Insua-Konchesky sem maður er ekki alveg viss með. Vissulega átti Aqua ekki gott síðasta tímabil, enda meiri hlutann meiddur, þess vegna er maður svolitið svektur að það sé ekki haldið honum allavega til Janúars. Finnst eiginlega líka skrítnara að lána Aqau í stað þess bara að selja hann ef við vildum hann burt.
Svo með Insua þá hefði ég nú viljað hafa hann áfram hjá okkur, en kannski er það bara gott að hann fari á láni og komi mun sterkari til baka.
Svo er það sem fer mest í mig, sama og líklega alla aðra hér.. Framherjastaðan, skiiiil bara ekki hvernig við getum ekki enþá verið komnir með allavega Einn alvuru framherja með Torres, og það að það er eins og menn áttuðu sig bara á því síðasta daginn að þeir þyrftu meiri breidd í framherjastöðuna?
En jæjja þá er ég búinn að pústa þessu frá mér og ekki orð um þetta meir.. Nú er það bara að styðja liðið og nýju leikmennina og stjórann.
Áfram Liverpool! YNWA!
Mér hefur tekist furðuvel að blokka út síðasta tímabil algerlega úr mínu minni. Það eru ekki margar gleðistundir, sem ég vil rifja upp. Ég man hreinlega ekki eftir þessum stjörnuleikjum hjá Aquilani fyrir utan þá sem ég nefndi þar sem hann var góður, ekkert stórkostlegur.
Svo gleyma menn því nánast alltaf að það er væntanlega einhver ástæða fyrir því að menn fá ekki sjensa. Rafa eyddi ekki 18 milljónum punda í Aquilani, sá hann brillera stórkostlega á æfingum og setti hann svo útúr hóp. Nei, líklegra er að Aquilani hafi hreinlega ekkert sýnt á æfingasvæðinu, sem gaf Rafa tilefni til að setja hann inní liðið – meira segja þegar að allt var í rugli.
Rosalega eru pistlahöfundar á þessari síðu hrikalega neikvæðir þessa dagana… Það lekur af þeim fýlan!!!
Það vissu allir að þetta tímabil yrði erfitt líka og það er mun skárra leikmannalega séð en ég hélt að yrði. Klúbburinn er enn til sölu og það fara ekki að gerast stórkostlegir hlutir á meðan klúbburinn er óseldur.
Gefum nýja stjóranum og nýju leikmönnunum tækifæri, tímabilið er varla byrjað…. Verum jákvæðir og brosum 🙂
Mjög góður pistill SSteinn
Ég er sammála þér að mörgu leyti en aftur á móti ósammála í öðru.
Ég held að styrking okkar á vinstri bakverði eigi eftir að vera jákvæð. Hodgson veit nákvæmlega hvað þessi maður getur og hann er búinn að spila í deildinni áður. Insua lék oft á tímum vandræðalega í vörninni og ég man sérstaklega eftir leik á móti Reading þar sem Brynjar Björn tæknitröll tók hann gjörsamlega í bakaríið og hreinlega niðurlægði hann. Okkur vantar svolítið upp á hæð og styrk í vörninni og hann er því mjög mikil styrking. Er einnig með frábæran vinstri fót sem á eftir að nýtast vel í skotum og fyrirgjöfum.
Aquilani var alltof mistækur og ég man meira eftir feilsendingum heldur en stjörnuleikjum. Auðvitað er hægt að týna til leiki á móti hrikalega lélegu liði eins og Portsmouth (sem var btw fallið niður um deild í nóvember) þar sem hann var betri en áður en sást ekki á móti sterkari liðum. Mér finnst við vera þá að réttlæta meðalmennsku í Liverpool. Aquilani er ítalskur og það eru ekki margir sem koma úr ítölsku deildinni sem ná að venjast hraðanum í ensku deildinni. Mér fannst það vera klókt move hjá RH að lána hann, hefðum við selt hann núna hefðum við fengið sögulega lág tilboð í hann. Meireles verður góð kaup, ég er sannfærður um það.
SSteinn hittir naglann algjörlega á höfuðið með framherjavandamálið. Ég hef ekki trú á Babel sem replacement.
En að öðru, hefur enginn annar áhyggjur af því að það er ekkert að koma úr unglingastarfinu okkar. Hvar eru nýju Gerrard, Rooney, Owen? Þeir voru allir bráðungir þegar þeir byrjuðu að spila á fullu. Njósnarastarfið okkar virðist ekki vera að skila miklu heldur.
já hvar eru allir leikmennirnir sem Benitez keypti í unglingastarfið ? hann var alltaf að versla einhverja peyja. Er Pacheco eini almennilegi ungi leikmaðurinn ?
Kelly, Ayala , Goggi, Pacheco, svo þessir 3 sem fóru til Fulham
Að ógleymdum Insua
Þetta gæti hugsanlega eitthvað breyst, EF við kaupum 20+ mill. framherja í janúarglugganum. Þangað til verður maður að krossleggja fingurna og vona að Torres meiðist ekki. sem er reyndar lýsandi fyrir ástandið hjá Liverpool FC. Krossleggja fingurna of fara með æðruleysisbænina…..Shit hvað við erum fokkt 🙂
Ef það á að spila með einn upp á topp eins og allt útlit er fyrir þá er afar ólíklegt að einhver rándýr framherji komi í janúar, við erum ekki Man City ennþá amk :). C.Cole var ágætis kostur í að vera svona senter til að rótera, í byrjunarliðinu ef það ætti að spila 4-4-2 og í 4-5-1 ef þyrfti að leysa El Nino af. Annars til taks á bekknum.
Manni finnst það svoldið einkennilegt að Hodgson hefur ekkert tjáð sig um þessi mál ennþá þeas félagsskiptagluggann og hópinn. Ekkert viðtal við hann td á heimasíðunni osfr. Gæti verið að honum hafi verið lofað einhverju sem ekki hefur verið staðið við og einhver leiðindi séu komin í samstarfið ?
Sælir félagar
Það eina sem ég vil leggja til málanna er það að M;ascerano er hálviti og djö… er ég feginn að hann er ekki í l.iðinu lengur. Þessi heilalausi afturúrkreistingur er að tjá sig og saka Liverpool um lygar. Maður sem aldrei hefur kunnað skil á ráttu og röngu. Aumingi.
Það er nú þannig.
YNWA
Félagar
Ég vil biðaj afsökunar á ásláttarvillum en ég var ekki og erekki alveg í jafnvægi eftir að hafa lesið það sem þessi armi þræll er blaðra
Það er nú þannig
YNWA
“A football team is like a piano. You need eight men to carry it and THREE who can play the damn thing.” Bill Shankly
Gerrard, Torres og Reina
Ég hef ekki fundið út hava lygar MAcherano er að tala um, en lygar og svikin loforð hafa verið viðloðandi klúbbinn síðan Hicks og Gillet tóku klúbbinn yfir.
Birgir, skoðaðu fyrst þetta hérna:
Og lestu svo þessa grein þar á eftir:
http://birkir.is/twentyten-kop.zip – unzip, út koma tvö skjöl > comments.php og style.css … Með því að henda þeim inní Twentyten möppuna á kop.is ætti númerað commentakerfi að vera í lagi.
Spurning um að taka afrit af skjölunum fyrst… er 99.9% viss um að þetta mun virka.
Hvort sem að menn eru sammála einstaka smáatriðum í þessum pistli hjá SSteini þá hljóta menn að sjá að við værum betur settir með Insúa, Aquilani og 20 milljóna punda framherja en Konschesky, Poulsen og engan nýjan framherja.
“We have a lot of games so with (Javier) Mascherano and (Alberto) Aquilani leaving we need quality players for the team because for “the next six months we will have a game every four days,” said Poulsen.”
Þessi seinasta setning í þessu viðtali tekið við Poulsen af opinberu síðunni lætur mér líða svo í hjartanu, ég þarf semsagt í hálft ár ekki að bíða nema 4 daga til að horfa á fótboltaleik.
Mascherano er því miður bara að sanna það sem við héldum hér mörg í fyrra, að hann er vanþakklát týpa sem ekki hugsaði um neitt tengt liðinu. Ég var afar ósáttur við hversu lengi hann fékk að spila illa í fyrra þegar hann var augljóslega í fýlu við klúbbinn og vildi hann burtu í sumar. Var helsvekktur með að Hodgson skyldi reyna að halda í hann, var viss um að hann tæki upp hnífinn sem hann heldur betur gerir núna!
Burt með hann!!!
2.september 2010. 46 tímar frá því að glugginn lokaði, ekki orð komið enn frá Hodgson, Broughton eða Hicks. Skemmtilegt!!!
Birkir, þú ert snillingur dagsins! 🙂
Ég þarf bara að laga style sheetið – þetta er aðeins of stórt fyrir minn smekk, en núna ættu menn allavegna að sjá að númerin eru komin inn.
Án djóks Maggi, hvað viltu eiginlega ? Að Hodgson hringi persónulega í þig og lýsi þessu fyrir þér í smáatriðum ? Manninum ber náttúrulega nákvæmlega engin skylda til að upplýsa mig, þig eða neinn annan hvað gekk þennan síðast dag gluggans. Eina sem þessi þögn segir mér er að sennilega hafa eigendurngir svikið einhver loforð en væri það virkilega eitthvað sem væri að koma þér á óvart ?
Annars er ég á því eins og flestir hérna sýnist mér að þessi leikmannagluggi var nú ekki alveg jafn slæmur og ég bjóst við hérna í maí, en að það er frekar aðgerðarleysið sem einkennir hann sem er jafn pirrandi og það er. Það sjá það allir sem meira segja fyglst hafa með krikket síðustu ár að Liverpool vantar annan framherja. Burtséð frá því hvort Babel standi sig loksins eða Ngog fer allt í einu að raða inn mörkunum. Annar klassa framherji er einfaldlega lífsnauðsynlegur, ekki bara þegar Torres er meiddur heldur líka til að gera sóknarleik Liverpool aðeins beittari og amk. örlítið skemmtilegri en Ingva Hrafn. Finnst það rosalega skrýtin vinnubrögð að ætlast bara til þess að West Ham eða Spurs selji okkur bara sína menn án þess að hafa tíma til að kaupa aðra sjálfa. Af hverju var ekki bara farið í málið af fullum krafti í júní og júlí spyr ég ?
Hvernig fá ummæli Nr.39 3 þumla niður?
Vel gert Birkir
Maggi…..af hverju ertu að bíða eftir viðbrögðum frá þessum mönnum?
Vantar þér eitthvað til að veita þér hugarró, viltu fá afökunarbeiðni eða viltu að þeir segi eitthvað svo þú getir haldið áfram að vera neikvæður og hakkað ummæli þeirra í þig?
Staðan hjá klúbbnum liggur á borðinu; Það er ljóst hverjir fóru og hverjir komu í glugganum, við erum búnir að tilkynna hópinn í vetur og við vitum að eigendurnir eru ekki að gera liðið okkar samkeppnishæfara.
Það er einungis Hodgson að þakka að ég lít björtum en raunsæum augum á framtíðina.
var ekki alltaf verið að kaupa menn strax og peningar úr einhverri sölu voru komnir inn?
Var það ekki málið korter í lokun, Macherano seldur seint og þá naumur tími til að eyða þeim pening?
Nákvæmlega! Hvað er í gangi? Ég gef ummælum 39 15 stk þumla upp.
Einar og Babú:
Við félagarnir erum í skóla með Birki og vorum að stríða honum… innanhússdjók á almennri bloggsíðu 🙂
Torres er súpermann 🙂 hef engar áhyggjur af þessu babel á eftir að spila vel í vetur …
Ég er mjög ósáttur við að Aquaman var lánaður, hef tröllatrú á honum og hefði viljað sjá hann á miðjunni, þess vegna með Meireles. Insúa burt og knochesky inn… veit ekki alveg með það en gef skallanum séns. Mest ósáttur er ég við brotthvarf Nemeths. Ég er búinn að vera drulluspenntur fyrir honum lengi.
Vona bara að Hodgson hafi verið að halda í budduna til að fá rétta manninn fyrir rétt verð.
Mitt drauma 11. manna lið:
Reina
Johnson, Carra, Agger, Aurelío
Mereiles, Lucas/poulsen
Kuyt , Gerrard, Cole
Torres
Við keyptum nú Suso í sumar, hrikalega spennandi ungan framherja.
Össi. Hann er búinn að vera í eitt ár hjá liðinu, skrifaði bara núna undir fullorðinssamning
Burtséð hvað mönnum finnst um Mascherano hvort hann sé rotta, snillingur eða hvað menn vilja kalla hann þá hef ég enga trú á öðru en hann sé að segja satt. Miðað við það að þeir sem stjórna klúbbnum hafa ekki staðið við neitt sem þeir segja af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi hjá þeim gagnvart Mascherano.
Nokkrar hugmyndir að útliti á þessum númerum:
Lítið
.commentlist li .commentnumber {
clear:right;
color:#333333;
float:left;
font-size:12px;
font-weight:bold;
margin:0;
padding:0 4px 0 0;
}
Meðalstórt
.commentlist li .commentnumber {
clear:right;
color:#666666;
float:left;
font-size:20px;
margin:0;
padding:3px 12px 0 0;
}
Stórt
.commentlist li .commentnumber {
clear:right;
color:#999999;
float:left;
font-size:36px;
margin:0;
padding:9px 12px 0 0;
}
Ef þið viljið notast við stórt eða meðalstórt þá er kannski ekki vitlaust að taka út punktinn sem kemur á eftir númerinu… Hann er að finna í línu “52” í comments.php skjalinu.
Annars vil ég segja… “Verði okkur að góðu og takk sömuleiðis fyrir góða síðu” 🙂
Þetta er eignilega fyrsta tímabilið sem ég man eftir sem Liverpoolmönnum er ekki spáð toppbaráttu. Reynslan hefur hinsvegar sýnt að Liverpool hefur ekki verið nálægt toppbaráttunni nema í hitteðfyrra. Þannig að ekki veit ég hvað menn eru að missa sig. Ég hef mikla trú á Roy Hodgson og mér hefur fundist hann standa sig vel. Hann reddaði Joe Cole sem ætti náttúrulega að vera í byrjunarliðinu hjá enska landsliðinu. Náttúrulega fávitar sem stjórna þar. Svo er hann búinn að losa okkur við alveg fullt af meðalmönnum og fá traustari menn inn í staðinn með takmörkuð fjárráð. Það eina sem maður setur spurningamerki við, er breiddin í liðinu og vonandi reddast það í Janúar. Áfram Liverpool
Hefðum átt að skipta á Diego og Aquilani! ANSKOTINN
Svo maður svari SSteini frummælanda sem skrifar skemmtilegan póst, þá finnst mér ekki skynsamlegt að láta Aurelio vera vinstri bakk og Insua back up…..það var reynt á síðasta tímabili með frábærum árangri eða þannig.
Síðan setur þú útá kaupin á Poulsen, ef við hefðum sleppt honum þá væri miðjan Meireles, Lucas og Gerrard í 60 leiki….mjög skynsamlegt.
Varðandi framherjastöðuna erum við með 3 framherja í eina stöðu. Þar af er framherji nr. 1 einn sá besti í heimi og ef hann helst heill þá hefði kannski nýji framherjinn verið meira og minna á bekknum……ekki gott.
Nei Helginn, ef þú lest pistilinn betur, þá tala ég um að halda Aquilani, ekki að fækka, sleppa því að kaupa Poulsen og halda Ítalanum. En auðvitað eru misjafnar skoðanir á þessu, ekki við neinu öðru að búast. Aðal málið í mínum málflutningi var það að kaupa 20 milljón punda striker, sem sagt alvöru mann, sleppa þá frekar kaupum á Konchesky og Poulsen til að ná því og treysta á Aquilani og Insúa sem backup leikmenn (jafnvel Agger með vinstri bakk).
En einn versti punkturinn í þessu öllu saman er þetta dæmi með að bíða með þetta fram á loka sekúndurnar. Kaupverðið á Javier var klárt á föstudegi, og meira að segja þá ættu menn algjörlega að hafa vitað það að hann færi, enda greinilega búnir að vinna í Meireles fyrir löngu síðan. En menn skitu upp á bak í framherjadæminu.
En glugginn er lokaður, búið mál, nú er bara eitt stykki tímabil framundan og við þurfum ekki að spá í leikmannakaupum fyrr en eftir marga mánuði. Er alveg sammála því að ég vil sjá Roy koma fram og greina frá því af hverju þessi framherjamál fóru svona, svona bara til að sýna það enn og aftur að hann tali alltaf hreint út við okkur stuðningsmenn.
Ég hef alveg trú á því að Babel geti vel leyst Torres af velli þegar hann þarf þess og Hodgson er kannski á sama máli enda hefur Babel alveg sýnt það að hann veit vel hvar markið er og hann er með góð skot.
Ef ég ætti að velja um að halda Babel eða borga 20 millur fyrir C.Cole þá er það engin spurning.
Vonandi helst bara Torres heill sem allra mest og þá þurfum við ekkert að pæla meira í þessu.
NB þegar ég tala um að kaupa 20 milljón punda striker þá er ég ALLS EKKI að tala um C.Cole, hann hefði fengist á mun minna ef við hefðum verið fyrr á ferðinni.
Eru menn alveg að gleyma því kannski hefur Aquilani beðið um að fá að fara og því hafi eina ráðið verið að lána hann og vona að fá sem mest fyrir hann eftir árið því það er alveg víst að Juventus voru ekki að fara borga hátt verð fyrir hann eins og við gerðum.
Það hefur ekki reynst vel að láta menn sem vilja ekki spila fyrir klúbbinn spila leiki, hann hefur greininlega verið með heimþrá því hann var fljótur að segja við fjölmiðla eftir að hann kom til juventus að hann myndi ekki koma aftur til Liverpool.
Sælir félagar ég hef ekki mikið kommentað hérna en mikið lesið, allavega… here goes…. Það er náttúrulega augljóst að eigendurnir eru að draga þennan klúbb í svaðið. Það er stóra vandamálið sem við erum að horfa á, og auðvitað vildu allir sjá nýjan striker í glugganum. Mér finnst samt ansi margir fljótir að dæma RH, ok hann virðist vera svolítið gamaldags og nálgunin á móti City var döpur ef ekki barnaleg.
Enn, það sem ég held að megi þó lesa út úr glugganum núna er að áherslan er að færast á enska boltann þ.e.a.s. keppnirnar á Englandi þar sem við höfum allt of oft litið vandræðalega út undanfarin ár. Við erum að fá inn physical leikmenn sem eru þekktir fyrir að berjast og munu klárlega koma í veg fyrir að búðingar eins og Brynjar Björn muni líti út eins og heimsklassa leikmenn á Anfield. Það út af fyrir sig er held ég alls ekki svo vitlaus strategía til að byrja með, og gæti vel skilað einhverjum titlum þó það verði ekki stóra dollan. Þetta er uphill barátta og auðvelt að detta í svartsýni en það er nú samt mjög langt síðan að það var einhver dans á rósum að vera Liverpool aðdáandi ekki satt? Ég verð allavega sáttur með F.A. cup í vor og skýjunum með top 4 finish ofan á það.
Og ekki segja að við höfum verið í öðru sæti fyrir ári síðan, því þar var liðið að spila vel yfir pari og oft á tíðum bara stálheppið sbr. deflection mark fyrir utan teig frá Carra í uppbótartíma sem skilaði 3 stigum. Það held ég að megi fullyrða að við munum ekki sjá í bráð aftur.
Allavega þá held ég að það sé fullsnemmt að dæma alveg hvort glugginn hafi verið failure. Ég hef allavega alltaf haldið því fram að Babel hafi ekki verið að spila stöðu sem hentaði honum og er spenntur fyrir því að sjá hann í strikernum. (munið þið Henry áður en hann fór til Arsenal)
Takk fyrir góðan pistil.
Svona til að svara GH og öðrum sem halda að við séum ekki með neina góða unglinga, þá voru tveir poolarar að skora í U19 landsleik fyrir England í dag, annars vegar Ngoo og hins vegar Jonjo Shelvey, sem var fyrirliði liðsins þangað til að hann fór af velli. Þegar Jonjo fór af velli þá tók Wisdom, sem er líka poolari, við fyrirliðabandinu. Fyrir utan þá eru svo leikmenn eins og Silva og Coady mjög efnilegir í unglinga liðinu. Einnig erum við með nokkra mjög unga og efnilega í varaliðinu, eins og til dæmis: Wilson, Eccleston,Kelly, Ayala, Ince, Amoo, Robinson, Mendy, Mavinga og að sjálfsögðu Guðlaug Viktor. Hvort einhverjir, og þá hverjir, muni meika það og brillera með LFC er erfitt að segja til um, en ég mundi segja að framtíðin okkar sé klárlega björt í þessum efnum.
Smá þráðrán hérna. Ég var að skoða landsliðsval spánverja fyrir næsta leik þeirra á móti Lichtenstein og vináttuleik við Argentínu (7 sept) og þar rak ég augun í að Torres er í hópnum http://www.rfef.es/index.jsp?nodo=41 . Ég ætla að leggjast á bæn í kvöld og reyndar næstu kvöld líka og biðja til æðri máttarvalda að Torres spili lítið sem ekkert og að hann muni ekki meiðast.
Get verið samála þér í þessu öllu nema ég skil ekki hversvegna þú kallar Riera heilatognaðan ?Það sem hann setti út á Benitez átti sko alveg fullann rétt á sér.Einnig get ég ekki verið samála þér í Mascherano út – Meireles inn sé mínus það getur varla versnað þó að massa hafi verið sterkur varnarlega þá var hann alveg hræðilegur sóknarlega því segi ég þessi skipti í plús,Og vonandi hef ég rétt fyrir mér ….
EF spánverjar velja Torres í byrjunarliðið þá synir það heimsku þeirra. Hann er að stíga úr meiðslum. Hann ætti i mesta lagi að fá 10 min. Ef hann er hvíldur þá græðir Liverpool og Spánn líklega meira á því þegar litið er til lengri tíma, en að láta hann spila núna væri rugl. Líka miðað við hóp þá ættu Xavi,Iniesta og Villa alveg að geta séð um Lichtenstein þennan eina leik.
Þetta er nú að verða svoldið þreytt með Torres og spán. Hvernig er það, er drengurinn alltaf að stíga uppúr meiðslum þegar kallið frá Spáni kemur ? Vona bara innilega að þeir láti hann nú nokkurnveginn í friði í þessum leikjum. Hann kom nú allavegana tvisvar meiddur heim úr lansleikjum í fyrra.
Flottur pistill, SSteinn. Ég tek undir hann og líka undir komment KAR nr. 19. Sjálfur er ég ekkert sérstaklega ánægður með þennan leikmannaglugga, og hallast að því að hann hafi verið vondur (ef maður þarf að velja á milli “góðs” og “vonds”). Eins og flestir hérna hafa talað um, og allir vita?, þá eru eigendamálin það sem draga okkur niður. Við verðum þó að vinna úr því sem við höfum; leikmannaglugginn er búinn og staðan er ekki sú sem við vonuðumst eftir. Raunsætt mat: 6.-7. sæti í vor. Von og þrá: 4. sæti og ofar. Ég tel okkur hafa mannskap í ákveðna baráttu og ég vil ekki vera svartsýnn. En þetta er aldrei spurning um hvað maður vill, er það? 🙂
Mascherano er gífurleg vonbrigði á meðan Torres sýnir lit og hjarta. Þeir sem vilja spila fyrir Liverpool eru velkomnir, hinir: burt. Hodges: talaðu!
Áfram Liverpool!
Menn eru pirraðir á því að ég bíði kommenta frá Hodgson. Ok. Hann hefur fram að þeim degi verið í viðtali upp á hvern dag um hinn ýmsu málefni.
Hann talaði um helgina að hann vantaði fleiri leikmenn og við biðum öll spennt. Líka þeir sem segjast núna vera ánægðir með gluggann (sem ég skil FULLKOMLEGA ekki). Glugginn lokaði og það er öllum augljóst sem ekki vilja lifa í afneitun að við erum með viðkvæmt lið sóknarlega og við öll vonum að Torres komi heill úr landsleikjaferðinni sinni núna.
Í raun líka Gerrard og Jovanovic og svei mér þá líka Kuyt. Því ég treysti Babel ekki eftir fjögur mögur ár og þó ég fíli Maxi þá er hann heldur ekki í þeim klassa að ég telji hann gera okkur að heimsklassaliði.
Þar sem Hodgson var með á því að okkur vantaði sóknarmann/menn og talaði um það fyrir gluggann væri ágætt að hann léti ekki Avram Grant, Roman Pavlyuchenko, leikmenn okkar og blaðamenn allra ensku blaðanna eina um að ræða þennan ágæta dag.
Því hann verður líka að vera tilbúinn að tala þegar eitthvað fer illa. Eða er það ekki?
Hann skuldar mér persónulega ekki skýringu (enda þekkjumst við ekki neitt) en þögn hans ýtir bara undir frekari hræðslu um “asset stripping” félagsins og áframhaldandi niðursveiflu. Sú hefur verið augljós frá í ágúst 2009 og skelfir mig mikið.
Vildi alveg stundum að ég gæti ákveðið það að Hodgson sé svo frábær að það skipti engu máli þó liðið styrkist ekki neitt, en í hjarta mér og huga er það bara ekki svo. Vonandi bara breytist það í næstu leikjum, því það lið sem ég hef séð í fyrstu leikjum ársins er ekki lið sem er að fara að berjast um titla.
Það væri frekar ótrúlegt ef liðið færi að berjast um titla í vor, Roy Hodgson er nýbyrjaður að vinna úr brunarústum Benitez og ekki hjálpar til að fjármagn til að styrkja leikmannahópinn er af skornum skammti. Endurreisnin tekur tíma og menn verða að vera þolinmóðir, vonandi leysast þessi eigendamál fyrr en seinna svo endurreisnin geti hafist fyrir alvöru.
Viðurkenni það að spilamennskan hefur ekkert verið til að hrópa húrra fyrir það sem af er, held ég hafi bara séð einn góðan hálfleik í deildinni, sem var seinni hálfleikur gegn Arsenal. Annars hefur þetta ekki verið upp á marga fiska, sérstaklega varð ég fyrir vonbrigðum gegn WBA. Lið sem við eigum að yfirspila á Anfield en áttum í stökustu vandræðum með og í raun heppnir að ná sigri.
Torres á bara að segja að gefi ekki kost á sér meðan hann er að ná sér góðum. Er hann svona mikil ladsliðshóra að hann haldi það að hann verði EKKI valinn aftur. Menn hjóta að virða svoleiðis ákvarðanir?
Gluggin er bara í samræmi við ástandið innan klúbbsins því við vorum greinilega háðir sölunni á Javíer Bitchin Mascherano. Eftir að hann var seldur þá fór eitthvað að gerast. Svo má endalaust rífast um það af hverju það var ekki keyptur framherji. Sennilega tímaskortur og að við fengum ekki þá menn fyrir þann pening sem var í boði! Ekki verður bara keyptur einhver framherji til að róa einhverja grátkellingar á kop.is.
Verðum bara að notast við framherjanna sem eru í boði hjá LFC, Torres Babel Kuyt Jovatevic og strákanna á jaðrinum.
Áfram LFC!
…Ekki verður bara keyptur einhver framherji til að róa einhverja grátkellingar á Kop.is…
Treysti því að menn finni hvað maður skelfur við svona karlmannleg komment og málefnaleg….
Blessaðir,
Þykir rétt að benda á þennan link hérna.
http://thefa.com/video/England/Mens-U19s/2010-11/England-2-0-Slovakia
Okkar menn Michael Ngoo og Jonjo Shelvey skoruðu sitt hvort markið og Jonjo gjörsamlega tætti Slóvakana í sig og átti nafnbótina “Maður leiksins” fyllilega skilið.
Það sjást nokkrar snilldarsendingar þarna inni, virkilega gaman að sjá.
Hodgson fór ekkert leynt með að liðinu vantaði nauðsynlega framherja og meira að segja sögðu nokkrir áreiðalegir miðlar að hann hafi spurst fyrir um Bobby Zamora, svo leitin virðist hafa verið nokkuð örvæntingarfull. Svo ég held að það sé við aðra að sakast en Hodgeson, því Benitez reyndi líka að kaupa framherja í janúar en hafði ekki erindi sem erfiði.
Nú vonast maður bara eftir að nýir eigendur opni veskið í janúar og styrki liðið umtalsvert.
Ég ætla ekki að vera að velta mér uppúr því að Torres spili á móti Lichtenstein. Manninn vantar nauðsynlega sjálfstraust og leikæfingu svo það væri gaman að sjá hann raða inn mörkum. En hinsvegar að láta hann spila á móti Argentínu er tóm vitleysa.
Algerlega sammála þér Nökkvi.
Smá off topic.. en skil ég þetta ekki rétt, er Carra ekki að standa fyrir eitthverjum vináttuleik við Everton með gömlum liverpool leikmönnum um helgina?
Og ef svo er veit eitthver hvenar hann er og hvar er hægt að sjá þann leik? 🙂
Jú óli það er rétt með þennan leik hjá Carragher og verður hann Gegn Everton, menn eins og Owen, Redknapp, Mcmanaman og Fowler verða í liði Liverpool í leiknum en ég veit hins vegar ekkert hvort eða hvar sé hægt að sjá leikinn
Maggi fer á kostum hérna. Hann varði Benitez með kjafti og klóm í fyrra, en núna vælir hann og vælir yfir Hodgson og finnur honum allt til foráttu. Er búinn að skemmta mér konunglega yfir skrifum hans 😀 Sumir eru greinilega meiri Rafa stuðningsmenn en Liverpool stuðningsmenn sem er ótrúlega sorglegt, taki þeir til sín sem eiga
Annars bara takk fyrir góða síðu og flott skrif oft á tíðum….og góð ummæli lesendur 🙂
Carra leikurinn er að mér sýnist sýndur óbeint á Liverpool tv.
klukkan 18 að íslenskum tíma.
Carra er reyndar ekki að standa fyrir þessu, heldur er klúbburinn að heiðra hann fyrir frammistöðu hans síðustu 14 árin með þessum leik.
@Geir #75. Takk fyrir þennan link! Jonjo lítur ekkert smá vel út þarna, ég er sannfærður um að hann á eftir að verða framtíðarstjarna hjá LFC og Englandi.
Já ég er ánægður að sjá að unglingastarfið er að skila sér. Þetta eru flottir strákar.
Eina sem ég var að velta fyrir mér, hvenær koma þessir leikmenn til með að stíga upp og byrja að spila fyrir Liverpool? Það er ekkert sem heitir að vera of ungur. Gerrard, Owen og Rooney byrjuðu allir ungir.
Fyrst að við erum ekki í beinni samkeppni að vinna deildina er þá ekki upplagt að nýta þessa ungu stráka og leyfa þeim að spreyta sig? Þá erum við að byggja upp framtíðarlið.
Shelvey, Wilson, Pacheco, Ngoo, Ngog, Amoo, Kelly, Ince, Suso .. þetta gætu allt verið heimsklassanöfn eftir 3-4 ár. Ef þeir fá að spila.
Torres mun skora meira en allir framherjar Everton til samans.
Hrannari Þór langar mikið að velta mér upp úr Rafamálunum og ég ætla að leyfa mér þráðrán og svara því.
Þetta bull með að verja Rafa með kjafti og klóm og síðan rakka Hodgson niður í tengslum við það er brjálæðislega barnalegt en ég ætla samt að svara. Þetta snýst ekki um neitt nema sama hlutinn, ég finn Hodgson alls ekki allt til foráttu nema það eitt að ég skil ekki hvers vegna hann keypti ekki senter. Hef alltaf verið tilbúinn að gefa honum séns, alveg á sama hátt og þó ég hafi verið með ógeð á leiðindum í fótboltanum síðasta vetur taldi ég Benitez ekki vandamál nr.1.
Vandamál nr. 1 er innkaupsstefna Liverpool Football Club og hlægilegur skortur á fjármunum til leikmannakaupa sem þýðir það að við höfum ekki náð að styrkja liðið síðan í júlí 2008. Enginn nokkur einasti þjálfari í heimi getur gert liðið samkeppnisfært meðan sú stefna er í gangi og ég sagði í vor og segi enn að það að skipta um stjórann í vor hafði bara þýðingu ef að sú stefna yrði send í sjóinn og breytt til varðandi innkaup. Það búa menn til að verja “með kjafti og klóm”
Það gerðist ekki og ég vill heyra álit Hodgson á þessum glugga og hvort hann er sáttur við það sem hann hefur í höndunum, því það var hann ekki á sunnudag. Roy Hodgson held ég að sé ágætis stjóri, skrifaði töluvert um hann á sínum tíma og tel hann hafa margt til að bera. En hann þarf að útskýra þá augljósu staðreynd að leikmannaglugginn fór ekki vel. Ég er töluvert langt frá því að vera einn um þá skoðun, meira að segja lykilleikmenn eins og Carragher eru nú sammála mér að glugginn hafi ekki verið eins og þeir vonuðu.
Svo er gott að heyra það að Hrannar Þór segir mig meiri Rafamann en Liverpoolmann. Slíkt tel ég beinlínis móðgun, því Rafael Benitez er í dag ekkert annað en óvinur sem hagaði sér ræfilslega í tilburðum sínum að ná í Mascherano og skiptir töluvert minna máli í mínum huga í dag en varamarkmaðurinn Brad Jones.
Svo er gott að heyra að Hrannar Þór getur hlegið að mínum skrifum, enda augljóslega á ferð magnaður spekúlant sem veit margt betur en mennirnir þeir sem hann talar um. Mér finnst skrif hans ekki fyndin og alls ekki skemmtileg.
You’ll never walk alone!
Það að efast um Liverpool ást Magga er eins og það að efast um hvort páfinn sé kaþólskur.
Hvernig væri að benda á þá sem stjórna fjármagninu sem Liverpool er tilbúið að borga fyrir leikmenn? Hafði Hodgson ekki tjáð sig um að liðið þyrfti nauðsynlega að kaupa annan framherja?
Var það þá Benitez að kenna að við gátum ekki keypt framherja í janúar síðastliðnum, þegar þörfin var alveg jafn mikil og núna? Mér finnst Hodgson ekki sérlega öfundsverður af að stýra liðinu á meðan það er í eign auralausra eigenda sem strax eru byrjaðir að svikja hann, þar sem þeir lofuðu að RH fengi sirka 12 milljónir punda til leikmannakaupa umfram sölur.
Fréttir dagsins eru þessar: Poulsen er orðinn fyrirliði danska landsliðsins, Shelvey var bestur með U19 og skoraði glæsilegt mark. Carragher er að framlengja og það verður afar fallagur “Old boys leikur” með Carra sem heiðursmann. Fowler verður ekki með því hann er bissí í Ástralíu en Louis Garcia verður með ásamt örðum sem taldir hafa verið upp.
og fleiri Liverpool fréttir og bara til að halda áfram með Rafa röflið í ykkur, þá er augljóst að Benayoun er hættur að æfa undir Benitez. http://www.youtube.com/watch?v=C1r9u6-NEEE&feature=youtube_gdata_player
djöfull hebbði ég viljað sjá hann og Aquilani spilar undir öðrum stjóra en Benitez.
Sko, varðandi Benayoun, þá var hann að leika með Ísrael gegn Möltu! Ég fílaði alveg Benayoun sem leikmann og væri alveg til í að hann væri ennþá leikmaður Liverpool, en hann er það ekki, hann vildi fara og fór. Þó hann hafi skorað 3 mörk með liði sem hafur algera yfirburði gegn andstæðingum sínum í þessum leik gerir hann ekki að Messi.
Sammála öllu öðru sem Kiddi Keagan er að segja hér fyrir ofan : )
Fyrir það fyrsta þá er það einfaldlega að verða óþolandi að sjá Liverpool FC í þessari stöðu, einn stærstu klúbbur veraldar, sama hvaða íþrótt miðað er við er í gíslingu bláfátækra Ameríkana sem vita sama og ekki neitt um fótbolta og líta á rekstur félagsins sömu augum og þeir líta á rekstur Wetabix morgunkornsins, og það er ekki einu sinni gott morgunkorn.
Af þessum sökum er erfitt að drulla yfir stjórann og kenna honum alfarið um, þó það sé fyndið að sjá núna sömu menn og drulluðu yfir okkur (“sem dýrkuðum Rafa Benitez meira en Liverpool“) fyrir að verja Benitez og hans viðskipti á leikmannamarkaðnum nota sömu fjandans rökin til að verja Hodgson hér inni setja sig svo á háan hest eins og Hrannar Nr.81 sem að öllum líkindum flokkast undir þá sem ekki gátu heyrt neitt jákvætt um Benitez.
Hodgson er að lenda í svipaðri stöðu á sínum fyrsta leikmannamarkaði með Liverpool og Benitez hefur þurft að eiga við sl. 3-4 leikmannaglugga og þetta er auðvitað staða sem ætti ekki að vera risaklúbbi á borð við Liverpool samboðið, en gott og vel svona er þetta og þar sem blessaður 1.sept er liðin langar mig að renna yfir þetta með svipuðum hætti og SSteinn og fleiri.
Cavalieri út – Jones inn: Þetta skiptir eiginlega engu máli, þetta eru að ég held mjög svipaðir markmenn, Jones er reyndur á Englandi og fær vonandi ekkert að spila.
Insúa út – Konchesky inn: Það eru kostir og gallar við alla leikmenn, Insúa er home grown, ungur og efnilegur leikmaður sem gæti átt mörg ár eftir í boltanum á meðan Konchesky er reyndur bakvörður sem stjórinn þekkir mjög vel og veit upp á hár hvað getur. Insúa var ekkert sérstakur í fyrra, náði ekki að eigna sér vinstri bakvarðarstöðuna og sá leikmaður sem hann var í fyrra verður auðvelt að gleyma á Anfield. En á móti þá er þetta ungur strákur sem gæti auðveldlega átt framtíðina fyrir sér og let´s face it það voru mun reyndari varnarmenn að eiga slæmt/verra tímabil í fyrra hjá Liverpool heldur en Insúa. Kannski er bara best að lána hann þetta tímabil og taka stöðuna á honum eftir það. Á meðan er Konchesky líklega fínn leikmaður til að hlaupa í skarðið og mjög líklega betri en sá Insúa sem við vorum með í fyrra. PK hefur samt aldrei verið mjög hátt skrifaður á Englandi og t.d. alltaf á eftir Cashley Cole, Wanye Bridge, Warnock og Neville systirinni þegar kemur að landsliðinu en hann hefur samt spilað í úrsllitum FA Cup og UEFA Cup svo vonandi er hann ekki alslæmur. Ég tek samt fram að um leið og Aurelio meiðist í 4-5 mánuði verð ég hundfúll yfir því að Insúa hafi verið lánaður enda sýnir þetta okkur ágætlega hvað klúbburinn er blankur, við getum ekki einu sinni haft Insúa sem back up.
Riera út – Jovanovic inn: Miðað við feril Riera hjá Liverpool þarf Jovanovic að leggja sig allann fram við að reynast ekki betri kostur en spánverjinn. Riera er rotið epli og sýndi það í fyrra að hann er eitthvað tognaður á heila. Hann drullaði duglega yfir stjórann um leið og hann var ekki sáttur við hann og það einfaldlega gerir maður ekki hjá Liverpool FC. Þetta vita allir nema þverustu andstæðingar Benitez sem fannst þetta voða gott hjá honum og vilja eflaust sjá þennan karakter sem fyrirliða núna!? Ef ég man rétt var hann líka vandræðapési hjá Espanyol og svona gosa efast ég um að margir sakni. Fínn leikmaður þegar honum datt það í hug, ekki frábær heldur fínn, alls ekki stöðugur og virtist varla hafa úthald í 90.mínútur. Hann væri líklega eins og flestir af hans sauðhúsi, frábær leikmaður hefði hann snefil af hugarfari Dirk Kuyt.
Talandi um Kuyt þá virðumst við hafa fengið nokkuð svipaðan kartakter og hann í staðin fyrir Riera. Jovanovic er mjög duglegur og hugarfarið virðist vera alveg í lagi. Hann er fljótari en maður áttar sig á og ætti að verða mikið betri viðbót við hópinn heldur en Riera. Jovanovic er líklega ekki betri leikmaður en hann en ég efa ekki að hann komi til með að nýtast klúbbnum betur. Riera er mun meiri natural kantmaður og raunar hélt ég að hann myndi passa vel inn í leikstíl Hodgson en Jovanovic er held ég meira kantframherji rétt eins og Kuyt og Babel. Klárlega ekki mest spennandi signing sem Liverpool hefur fengið en ég trúi því að hann muni reynast ágætlega.
Mascherano út – Poulsen inn: Steini setti Meireles á móti Mascherano sem mér finnst ekki alveg passa. Reyndar passar hvorki Poulsen né Meireles í samanburði við JM enda allt mjög ólíkir leikmenn. Poulsen hefur alls ekki sömu yfirferð og JM, tæklar alls ekki jafn vel og ver vörnina ekki eins svakalega og argentínumaðurinn, fáir gera það í raun. En þegar kemur að sóknarleik held ég að daninn sé mikið betri, hann getur spilað boltanum frá sér og hann er mikið betri í loftinu en JM, eðlilega. Það er auðvitað veiking á liðinu að fá Poulsen inn sem DM í staðin fyriir Mascherano en vonandi leysir Hodgson það vel og líklega breytir hann með tímanum leikskipulaginu þannig að þetta komi ekki til með að skipta eins miklu máli. Annars verður fróðlegt að sjá Mascherano í Barca þar sem það lið er frægt fyrir að leyfa andstæðingnum ekki að fá boltann öfugt við hann sem vill helst gefa andstæðingnum boltann…til að geta unnið hann af honum aftur.
Aquilani út – Meireles inn: Það er talað um Meireles sem ekta box to box leikmann sem líklega útlegst sem svipuð staða og Lucas spilar og kannski ekki alveg sama og Aquilani. Reyndar átti AA að fylla skarð Alonso en gerði lítið annað en að fylla skarð Kewell þannig að leikmaður sem er ekki meiddur er betri en Aquilani.
Portúgalinn hefur unnið titla með Porto, spilað oft í CL og á fjölmarga landsleiki með Portúgal og er á besta aldri. Hann ætti að vera frábær leikmaður til að spila við hliðina á Gerrard á miðri miðjunni, getur bæði varið svæðið þegar Gerrard fer fram og eins er hann oft sjálfur kominn í sóknina. Þetta er mikið betri sóknarmaður en t.d. Mascherano og sem partner fyrir Gerrard á miðjunni held ég að hann sé jafnvel betri kostur heilt yfir heldur en Masch. En á móti efa ég að hann nái að fylla það skarð sem mér finnst Alonso ennþá skilja eftir sig, þó hann geri það vonandi betur en Aquilani, vona að þið hafið ekki misst þráðinn 🙂
Mér semsagt lýst langbest á Meireles af þeim leikmönnum sem við fengum í sumar en það þýðir alls ekki að ég skilji þennan LÁNSSAMNING á Aquilani!!
Þessi stærstu og mest spennandi kaup síðasta leikmannaglugga nýttust okkur ekki neitt á síðasta tímabili, þó fengum við að sjá að þetta er sannarlega leikmaður sem kann fótbolta og yrði gaman að sjá í formi og með pre-season að baki. En nei í stað þess að svo mikið sem gefa honum séns, t.d. fram að áramótum er ákveðið að lána hann undir þeim formerkjum að hann fengi eitthvað að spila í vetur!! Liðið sem hann fór í láni til JUVENTUS sem telst varla mikið minna en Liverpool í dag, ekki meðan við erum í eigu Gillett og Hicks og við reynum ekki svo mikið sem fá Diego eða Trezeguet í staðin, nei við lánum einn dýrasta leikmann félagsins eins og við höfum oft stóran hóp sem aftur er hlæilegt þegar við skoðum að það var ekki einu sinni fyllt upp í kvótann þegar kom að því að velja 25 manna hópinn. Fyrir mér bara getur ekki annað verið en að við höfum ekki haft efni á að hafa Aquilani í hópnum nema það ætti að nota hann í öllum leikjum, því ef hann er nothæfur hjá Juve þá er hann svo sannarlega alveg nothæfur hjá Liverpool í ár. Skil ekki þennan lánssamning, tel þetta vera fullkominn óþarfa og ef málið er að hann sé ekki að aðlagast lífinu á Englandi eða vilji fara aftur heim til mömmu þá ætti það ekki að skipta neinu máli, Aquilani skuldar Liverpool FC svo sannarlega a.m.k. eitt tímabil þar sem hann er að spila fótbolta, ekki á sjúkrahúsi á fullum launum.
Benayoun út – Cole inn: Þetta er nokkuð snúið og ekki alveg jafn sjálfgefið finnst mér og margir láta í verði vaka. Benayoun sem var besti leikmaður Liverpool á þarsíðasta tímabili, besta tímabili Liverpool í deildinni í fjöldamörg ár. Hann var fínn rotation leikmaður og það var ekkert fagnaðarefni að missa hann. En að fá Joe Cole í staðin plús 5-6 millur hjálpar svo sannarlega að réttlæta það að missa Yossi. Cole er líka yngri og auðvitað enskur, hann er á góðum aldri en líka kominn á tímamót í sínum ferli. Hann hefur verið varamaður of lengi og bæði þarf og langar að sanna sig aftur sem leikmann. Þannig að ef við ættum að miða bara við síðustu tvö ár þá efa ég að skipti á Benayoun og Cole væru svo sniðug fyrir okkur,en við miðum við potential og allan feril Cole þá held ég að þetta sé no brainer og klárlega góður díll fyrir Liverpool. Haldist Cole heill þá mun hann reynast okkur vel.
Nemeth út – Enginn inn. Síðan við misstum Peter Crouch til Tottenham þar sem hann spilar nákvæmlega sömu stöðu og hann gerði hjá Liverpool nema bara á betri launum (framarlega á bekknum) höfum við sárlega saknað hávaxinns sóknarmanns. Raunar höfum við bara saknað sóknarmanns púnktur. Fjölbreytnin fram á við er allt of lítil og ef þið lítið yfir hópinn hjá öllum andstæðingum Liverpool, meira að segja Everton þar með talið er erfitt að kenna neinum um þetta nema fávitunum sem eiga klúbbinn.
Við réðum ekki við að floppa á 18 m.p. leikmanni eins og Keane og seldum hann því áður en niðurstaðan fékkst um það hvort hann væri í raun góður eða slæmur. Við gátum ekki haldið Crouch því hann var ekki byrjunarliðsmaður og við réðum ekki vð að borga það sem þurfti til að hafa hann góðan. Við þurftum að selja leikmenn eins og Bellamy o.fl. til að hafa efni á Fernando Torres. Við vorum reyndar ótrúlega heppnir þegar kom að Torres og án hans væri staða Liverpool skuggaleg. En í fyrra vorum við að nota Dirk Kuyt einan upp á topp í nokkrum leikjum sem væri ekki boðlegt hjá neinu öðru toppliði, sama hvaða álit menn hafa á blessuðum manninum og sem mótvægi áttum við N´Gog. Reyndar var Babel líka í hópnum en einhverrahluta vegna fékk hann eiginlega aldrei séns sem striker.
Fyrir þetta sumar vissu allir sem horft hafa á Liverpool spila undanfarið ár að liðið öskraði á annan sóknarmann og helst stóran lurk sem er ólíkur Torres og þeim sóknarmönnum sem við eignum fyrir. Þetta hafðist ekki þrátt fyrir að félagið hafi haft 12-18 mánuði til að leita að þessum manni og verður það að teljst bæði ótrúlegt og grátlegt. Svo þegar korter var eftir af glugganum áttuðu menn sig loksins á þessu en náðu ekki að bregðast við. Sorglega er líka að við virðumst ekki hafa efni á leikmönnum eins og Tivonen, C.Cole, Zamora o.s.frv. og reynum að setja t.d. Babel upp í kaup á striker. Við þurfum striker og við þurfum Babel líka. Tivonen er nýr í Hollandi og alls ekki svo dýr þó hann sé mjög spennandi kostur. Cole er í botnliði West Ham og ætti að vera fáanlegur, svona kalla á Liverpool sem ennþá er í plús eftir sumarið að ráða við að kaupa.
Ef Torres tæki upp á því í fyrsta skipti að meiðast ekki í vetur þá erum við í ágætum málum. Ef Babel fær séns sem sóknarmaður en ekki kantmaður gæti hann loksins sprungið út og N´Gog sem núna hefur fengið slatta af sénsum með liðinu er afar efnilegur leikmaður. Eins eigum við Jovanovic og Kuyt sem geta spilað sókn auk hins unga Pacheco þannig að það er ekki eins og við eigum ekki neinn sóknarmann. En þegar litið er á breiddina í þessari stöðu hjá nánast öllum andstæðingum okkar sést bersýnilega að við erum í vanda.
Það er ekki hægt að segja að þessi leikmannagluggi hafi verið mjög spennandi og ljóst er að liðið má ekki við því að taka marga fleiri svona leikmannaglugga. Sala á klúbbnum fyrir október væri draumur. En núna er bara að vona að Hodgson vinni vel með það sem hann hefur í höndunum og til allrar hamingju er hann nú þekktur fyrir að vinna vel með það sem hann hefur.
Hefði viljað fá framherja en er fullviss að Hodgson reyndi allt sem hann gat til að fá slíkan. Annars er ég bara nokkuð sáttur við þetta sumar. Líst mun betur á menn eins og Konchesky en til dæmis Dossena, Degen og fleiri sem Rafa hrúgaði til félagsins, gerðu ekkert að viti í tvö ár og voru svo seldir með örlitlum hagnaði og allir voða sáttir þó þeir hafi hægt á framgangi félagsins.
Ertu að tala um sama Benayoun og var besti leikmaður 08/09 tímabilsins hjá Liverpool? Þú veist, besta tímabil þessa misjafna leikmanns frá því hann byrjaði að spila fótbolta?
Annars þrenna gegn Möltu, vúhú.
Torres amk búinn að setja 2 núna eftir 54mín fyrir Spán á móti Liechtenstein, kvikindið er að komast í gang 🙂
Já Torres virðist vera að nálgast 100% form og það er vonandi að hann fari nú að raða inn mörkunum fyrir Liverpool.
En Kuyt er einnig á skotskónum sem og nýji leikmaðurinn okkar Raul Meirales.
Fyrra markið hjá Torres var nú ekki að verri gerðinni 🙂
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771358/
Svolítið skondið við þessa Torres umræðu – það er eins og sumir haldi að hann sé bara hættur að vera góður í fótbolta. Á HM fannst mér “sérfræðingarnir” tala um hann eins og hann væri kominn fram yfir síðasta söludag. Þvílíkt rugl
Gaurinn er bara að koma sér hægt og rólega í gott form eftir meiðsli, 2 mörk í kvöld eru frábærar fréttir fyrir okkur. Þegar hann er kominn í 80% form er hann besti framherjinn í enska boltanum. Vonum bara að hann haldist heill og komist í 100% form og haldist þannig út tímabilið. Guð hjálpi Vidic, Terry, Toure öðrum tréhestum þá.
Babu, Benayoun fékk sitt tækifæri þá af því að Benitez ákvað skyndilega að nota hann sem byrjunarmann. Hann brilleraði og tók allt liðið með sér. Svo var hann bara aftur settur á bekkinn ala RB.
En varðandi undanfarna daga þá eru Liverpool menn algjörlega að brillera.
Shelvey, Ngoo, Kuyt, Torres, (Benayoun) allir með mörk fyrir sína þjóð. Svo ætla ég að skoða Mereiles á Ullaval á þriðjudaginn.
Hérna eru mörkin frá Liverpool mönnum í kvöld.
Torres mark númer 1 http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771358/
Torres mark númer 2. http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771553/
Vítið hjá Kuyt http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771374/
Ég finn ekki markið hjá Raul Meirales.
Ég sá Lucas á flugvelli í London fyrir nokkrum árum. Hann var frekar sætur.
Markið hjá Meireles á móti Kýpur: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771869/
Gamann að sjá að maðurinn geti skotið fyrir utan teig 🙂
Væri ekki leiðinlegt að sjá Meireles skora nokkur svona fyrir Liverpool: http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6771869/ – Skot og Mark af 29metra færi 🙂
Var á leik Íslands og Noregs, það var einn leikmaður sem vakti sérstaka athygli mína en það var miðvörðurinn Hangeland. Ég er ekki hissa að Hodgson hafði áhuga að taka hann með sér til Liverpool. Leikmaður sem hefði kárlega geta tekið Hyypia hlutverkið að sér í vörninni hjá Liverpool. Stórhættulegur í öllum föstum sóknarleikatriðum og á gjörsamlega alla háa bolta sem koma á vörnina. Hann gæti alveg átt nokkur góð ár eftir en kappinn er orðinn 29 ára, hefðum mátt fá hann þegar hann fór í Fulham þá hefði Hyypia getað skólað hann til.
Carra. Snillingur. http://www.guardian.co.uk/football/2010/sep/04/jamie-carragher-liverpool-testimonial
HAHA já auðvitað var þetta Benitez að kenna, hvernig sem á þetta er litið!
Jæja, tengist ekki beint þessum þræði en… Vitið þið kl. hvað leikurinn verður á morgun? Liverpool vs. Everton og verður hann sýndur?
Flott grein Kiddi gæti alveg séð Carragher sem Framtíðarstjóri Liverpool og ég heyrði frá öðru viðtal að eitt af stæðum hans að fara til Suðar Afríku með England væri til að Læra frá Fabio Capello.
Svo það er nokkur áhugavert hvað hann segir um Alex Ferguson og Jose Mourinho.
Svo var flott að sjá torres fara í gang og Raul skora flott mark fyrir portugal sem í einhvern skrítin hátt gerðir 4-4 jafntefli við KÝPUR.
ég horfði á portugal leikinn í gær… hann spilaði mjög vel í þeim leik, vonandi að hann geri það sama fyrir liverpool 🙂
Gaman að sjá númerin aftur. Gerir lesturinn töluvert auðveldari þar sem maður man nokkurnveginn hvert maður var kominn áður.
Ég veit ekki hvort að þetta er komið hingað inn, ég sá einn link hér að ofan sem var brotinn en hér er annar sem virkar, að minnsta kosti um sinn.
Hér er semsagt JonJo Shelvey að fara mikinn í U19 leik Englands, skorar m.a. mark úr aukaspyrnu.
Ég er GÍFURLEGA spenntur fyrir þessum, væri til í að sjá hann fá sénsinn í League Cup og Evrópu jafnvel:
http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6767882/
Okkar ungu strákar að brillera http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6767882/
Skoruðu bæði mörkin og Jonjo Shelvey er allt í öllu. Lítur frábærlega út
Hahahah. Carra skoraði víst sjálfsmark úr víti í leiknum áðan.
Það er ekki hægt að segja að hann hafi ekki húmor fyrir sjálfum sér 🙂
“With Yakubu poised to take the kick, Carragher took everyone by surprise by surging ahead of the Everton forward and hammering the ball into his own goal – cue much laughter inside the stadium.”