Hodgson tjáir sig og Carra líka…

Eins og margir hafa séð hef ég beðið rólegur eftir því að heyra hvað Hodgson hefur að segja um stöðuna sem hann og félagið er í þessa dagana og ég ætla að leyfa mér að setja hér inn nokkrar setningar úr viðtali við hann í “The manager” sem er blað framkvæmdastjóranna í Englandi.

Því miður finn ég ekki link á viðtalið í heild, ef einhver finnur það væri flott að fá hann!

Hodgson told the LMA’s magazine The Manager: ‘The club is up for sale and nobody knows what direction it will take if and when new owners are found.

‘A few years ago when the situation was far more stable, the money to buy new players was available.

‘I hope the situation will change when the club is eventually sold and owners who are prepared to invest in the club come in.

‘When that situation arises I’m pretty sure that it won’t be difficult for us to start achieving things again but at the moment the task is really to hang on to the players we’ve got and make certain we don’t have a situation where we have got a total rebuilding process.’

Hodgson insists however that Liverpool can achieve success and he will not attempt to dampen fans’ expectations.

‘The stature, traditions and ability of Liverpool to attract players certainly makes it an achievable task even though we are in strange times,’ he said.

‘You should never try and dampen people’s enthusiasm and optimism. Furthermore every season we see teams not expected to win titles winning them. It doesn’t always go to the favourite in any country.

‘So we should never play down the Liverpool fans’ incredible desire and passion to keep winning trophies – and the Barclays Premier League in particular – and keep their noses in front of Manchester United.’

Af því ég beið eftir viðbrögðum hans og var fúll ætla ég að lýsa því að ég gleðst með þetta útspil hans. Staðan er nákvæmlega þannig að óvissuástandið hjá félaginu er jafn mikið og ég óttaðist og hann er fyrst og síðast í því að “halda í leikmenn á meðan ástandið er óbreytt” og viðurkennir að enginn veit hvað gerist þegar nýir eigendur birtast.

Ég gleðst alls ekki yfir þeirri stöðu en gef Hodgson kredit, mikið fyrir að koma hreint fram og staðfesta það sem við sum höfum haft áhyggjur af, því félagið okkar er svo langt frá því að vera á öruggu svæði og ég er glaður að sjá að Hodgson áttar sig á þeirri stöðu og er tilbúinn að vinna við slík skilyrði.

Hans hlutverk er alls ekki öfundsvert, ekkert frekar en fyrirrennara hans og mikið verð ég nú glaður ef ég sé hann snúa hjólinu í rétta átt þrátt fyrir algerlega ömurlegt vinnuumhverfi. Hann á allan minn stuðning, vildi að hann hefði sagt þetta strax daginn eftir gluggann…

Jamie Carragher hafði svo þetta að segja um það sem Hodgson náði að gera í glugganum:

“I think he has done very well but time will tell. You have to judge signings after Christmas – good or bad,” the 32-year-old defender said.

“We’ve started quite nicely and hopefully the couple of players we have brought in (late on) will help.

“Everyone realised we needed a left-back so Konchesky came in and Raul Meireles coming in is something we can all look forward to.

“Maybe he can replace the Xabi Alonso/Aquilani-type of player so I think it is looking okay.”

Mikið af ef-um auðvitað en við vonum öll það besta

56 Comments

  1. Já Hodgson er fínn kall. En nú er Kuyt meiddur og verður sennilega frá í nokkrar vikur svo að það er strax byrjað að kvarnast úr okkar þunna hóp. En in Roy we trust og mikið er nú gott að það er enginn skandall á leikmönnum Liverpool eins og virðist vera lenska hjá ónefndum “smáklúbbum”.

  2. Þetta var það sem mig grunaði, að halda í það sem við höfum, eiginlega varast algjöru hruni.

    Staðan var þannig í vor að það mátti búast við að allar stærstu stjörnurnar færu, veit reyndar ekki alveg hvernig Roy náði að sannfæra J.Cole að koma(reyndar talað um að hann hafi lofað honum þessarri stöðu, holunni) og halda í Gerrard og Torres.Vona að hann hafi sagt þeim satt og rétt frá stöðunni.
    Það hefði reyndar verið gott að heyra einhverja stefnuyfirlýsingu fyrr frá Roy svo aðdáendur og leikmenn átti sig á hvaða leið klúbburinn er, það er þá komið á hreint núna.

  3. Hodgson heldur áfram að brillera í viðtölum og hreinskilni en það er ekki nóg. Það er augljóst að allir eru að bíða eftir nýjum eigendum. Ágætt að verslun leikmanna er lokuð því þá er hægt að einbeita sér að fótboltanum meðan félagið heldur áfram í söluferli. Mæli með því við forsvarsmenn félagsins, sem hljóta að lesa þessa síðu með google translate, að fréttum að sölu verði haldið í lágmarki. Ein yfirlýsing fari út um að unnið séð að þessu og að einu sinni í mánuði fram í janúar verði komið með stöðu nema eitthvað breytist í þá átt að klúbburinn þurfi að koma með yfirlýsingu. S.s. ef það kemur ekki á official vefnum þá er það marklaust og lítil ástæða til að velta sér uppúr því enda flestar fréttir af þessum málum úr lausu lofti gripnar.

    Annars er áhugavert ef Kuyt er meiddur í nokkrar vikur því þá þarf að leysa stöðuna hans og fróðlegt að sjá hvort að sá sem dettur þar inn gerir betur.

  4. Nr. 3 Ég veit það ekki!!

    Hodgson keeps brillera in interviews and honesty, but it is not enough. It is obvious that everyone is waiting for new owners. Good players to trade is closed, because then you can focus on football while the company continues the sales process. Recommended to the company’s representatives, who must read this page with google translate, the news that the sale will be kept to a minimum. A statement carried out to see this work and that once a month in January will bring a position unless something changes in the direction that the club needs to bring a statement. S.s. if it is not the official site then it has no validity and little reason to reflect on that point since most news about this issue from the air blocked.

    Síðasta setningin held ég að komi til með að festast í ensku slangri! 🙂

  5. Núna fær babel örruglega meiri sjéns, þar sem Kuyt er meiddur, og þá getum við séð hvort hann geti þetta sem hann er búinn að vera tala um. Vona það allavegana, nenni ekki að vera með væntingar til leikmanna, ég vil geta séð strax hvort þeir geti eithvað. Það var frekar pirrandi í fyrra þegar maður var alltaf að bíða eftir Aquilani og svo kom hann aldrei inná….

    afsakið að ég sé að fara út fyrir umræðu-efnið

    In Roy We Trust
    -YNWA-

  6. Leiðinlegt ástand, en ég er ánægðu með Roy og held að okkur eigi eftir að ganga vel undir hans stjórn. Og þá sérstaklega miða við aðstæður..

    En leiðinlegt þetta með Kuyt, en Maxi og Babel fá þá líklega meiri séns núna, hver veit kannski verður það bara good thing!

    Enda þetta svo á setningu sem sést hér fyrir ofan.

    In Roy We Trust! YNWA!

  7. Sælir félagar

    Maggi þú beiðst það er rétt en ekki rólegur, ekki aldeilis. En hvað með það. RH er auðvitað í varnarbaráttu með liðið okkar og ef til vill hefur hann unnið það sem hægt var að vinna í glugganum. Með “stórsóknarvörn”( eins og Gvendur jaki orðaði einhverntíma árangur af kjarasamningum) í sölunni á argentíska fíflinu.

    Einhverstaðar las ég að RBS muni taka félagið yfir ef ekki semst um sölu fyrir októberlok. Ég skil reyndar ekki af hverju bankinn er ekki búinn að taka klúbbinn af amerísku afstyrmunum en betra er seint en aldrei. Þá mun bankinn selja fyrir ca. 350 mill punda og einhverjir góðir menn taka við – vonandi.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. en nú er ég búinn að lesa nokkrar greinar þar sem er haldið því fram að 6.oktober er sá dagur sem kanarnir eiga að vera búnir að borga lánin sín annars tekur RBS yfir klúbbinn er það rétt ??? og ef svo er fær liðið þá mínus 10 stig??? eins og þegar lið eru tekinn til gjaldþrotaskipta. veit einhver einhvað um þetta ???

  9. Ég hef nú gagnrýnt Roy Hodgson eilítið fyrir fyrstu leikina í haust en ég verð að segja að ég er fegnari með hverjum deginum að hann er yfir þessari hringavitleysu allri. Það fylgir honum svo mikil virðing, og hann nálgast hlutina rétt og svarar þeim eins og við viljum að þeim sé svarað. Ég vona að hann sameini mannskapinn innan klúbbsins jafn vel og hann virðist sameina okkur aðdáendurna í hvert sinn sem hann talar við fréttamenn.

    Svo vona ég líka að menn opni augun við að lesa svona orð. Við erum ekki klúbbur á uppleið í núverandi ástandi, við erum klúbbur sem er að berjast við að standa í stað, berjast við að renna ekki enn neðar niður á við. Að ætla slíkum klúbb að berjast um Englands- og Evróputitla er ansi langsótt. Því miður.

    Já, og svo meiðist herra Aldrei Meiddur. Kuyt frá í nokkrar vikur. Maxi, Babel, Pacheco, ykkar er tækifærið. Við þörfnumst þess að það spili allir í þessum fámenna leikmannahópi langt undir pari í vetur.

  10. Ég er barasta nokkuð sáttur við Hodgson. Kemur hreint og beint fram og segir hlutina eins og þeir eru. Ég var hundfúll í lok gluggans og svo voru fréttirnar sem bárust af leikmönnunum sem sögðu nei við liðið eingöngu til að strá salti í sárin. Vonandi leysist þessi eigendavitleysa sem allra allra allra fyrst.

    Áfram Liverpool!

  11. Maðurinn að austan, þegar menn spila vel eru þeir undir pari. Ef menn spila vel yfir pari er ég talsvert betri í golfi en ég hélt … 🙂

  12. Ég er eins og maðurinn að austan…. Hélt að það væri yfir pari… Það er golfkunnátta mín í hnotskurn. 🙂

    Sannfærist alltaf betur og betur um að við hefðum ekki getað fengið betri þjálfara á þessum tímapunkti. Roy Hodgson er búinn að sýna það strax á upphafsmetrunum að hann kann að tala við fjölmiðla og það sem er meira um vert…. Við Aðdáendur. Annað á eftir að koma í ljós!

  13. Vil benda á að þetta viðtal sem vitnað er í er meira en tveggja mánaða gamalt – tekið fjórum dögum eftir ráðningu hans.

    Ástæðan fyrir því að þetta var að koma upp núna er sú að tímaritið sem tók viðtalið – THE MANAGER MAGAZINE – var bara að koma út.

    Þannig að viðbrögð hans eru ekki ný.

  14. Reyndar held ég að þetta máltak “yfir/undir pari” sé ekki komið til úr golfi og þannig að þótt það sé gott að leika undir pari í golfi er að það yfirleitt betra að vera yfir pari almennt í lífinu.

    Orðabókin segir: below par
    1 their performances have been below par: substandard, inferior, not up to scratch, subpar, under par, below average, second-rate, mediocre, poor, undistinguished; informal not up to snuff, bush-

    Að öðru, þá er ég mjög sáttur með Hodgson sem eins konar “caretaker” af klúbbnum um stundar sakir. Sjá það flestir að maðurinn mun sennilega ekki verða í starfinu í fjölda ára. Hins vegar er að vinna gott starf við að koma klúbbnum í rétt horf og það virðist eiga að byrja á ímynd þess, sem hefur vægast sagt hrunið síðustu misseri, m.a. vegna óvinsæla Rafa í Bretlandi og fáránlegri hegðun eigenda og stjórenda félagsins.

    • Reyndar held ég að þetta máltak “yfir/undir pari” sé ekki komið til úr golfi og þannig að þótt það sé gott að leika undir pari í golfi er að það yfirleitt betra að vera yfir pari almennt í lífinu.

    Ég held að þetta sé ekki rétt hjá þér Brúsi, ég og KAR höfum líklega bara verið að misskilja golf og það hefur verið talið okkur trú um að það sé betra að vera udir pari!! Í ljósi þessara nýju upplýsinga vill ég skora á SStein í 9 holur hið snarasta!

  15. Hehehe, ok ég skil auðvitað að ef um golfmálýsku er að ræða þá er klárlega betra að vera undir pari. Hinsvegar viljum við að knattspyrnumenn okkar spili vel YFIR PARI í leikjum okkar til að slátra andstæðingnum ekki satt :0)

  16. Vil endilega blanda mér inn í enskufræðsluna hér.

    Það að vera below par almennt er að vera undir meðaltali, sem í flestum tilvikum er að standa sig illa. Maður heyrir þetta oft í lýsingum t.d. á SKY, “he’s been playing well below par to his standard” ….. osfrv.

    Þetta þýðir svo allt annað í golfi, en tengingin er sú að verið er að spila below average..eða pari sem er auðvitað gott í golfi.

    íslendingar hafa svo yfirleitt tekið þetta orðatiltæki úr golfi og fært það yfir á allt annað. Rakið dæmi um “lost in translation”

    Aftur að boltanum samt. Hodgon fer bara ansi vel af stað. Mér finnst við séum eiginlega með nákvæmlega jafn mörg stig og búast hefði mátt við eftir fyrstu þrjá leikina. Við erum komnir í evrópudeildina, með því að nota lið sem varla getur talist okkar sterkasta
    Ég held að menn gleymi líka einu í umræðunni um alla þá strikera sem höfnuðu því að koma.
    LFC kemur til með að spila 4231 kerfi eins og ÖLL topplið í heiminum gera í dag. Hvaða toppstriker vill koma vitandi það að hann verður á eftir Torres í öllum mikilvægum leikjum 🙂

    • Babu, kanntu að lesa ?

    Fórstu veggmegin frammúr í morgun? Ég var nokkuð augljóslega að grínast og á engan hátt að bögga þig!

  17. Allt geta menn nú rifist um. Brúsi, Babú, og fleiri, slakiði á. Ég notaði golfsamlíkingu sem var greinilega óheppileg því hægt er að misskilja hana. Ég hugsaði bara um golfmálið, ekki below-par-enskuna sem ég þekki líka. Hefði átt að vita betur. EN það er óþarfi að rífast um þetta.

    Við skulum bara endurorða þetta: leikmenn Liverpool þurfa að sýna sínar bestu hliðar í vetur!

    Allir sáttir við það? 🙂

  18. Nenniði nú að hætta blaðra um þetta par dæmi og frekar einblína á komment númer 15 !
    Er þetta rétt ? Þetta viðtal hljómar allavega eins og það hafi verið tekið þegar hann gekk til liðs við Liverpool !

  19. Nei KAR , ég get engan veginn litið framhjá þessu glappaskoti þínu á jafn virtri síðu og http://www.kop.is er í rauninni.

    Ég tel formlega afsökunnarbeiðni vera við hæfi, og helst ekkert minna en það.

    Babu: svo átt þú ekkert að vera að eitthvað glens og grín hérna í jafn alvarlegum umræðum og raun ber vitni.

    Insjallah.. Carl Berg

    p.s: að draga inní fótboltaumræðu, umræður um túlkunnaratriði á golffrasa, er náttúrulega eitthvað sem ég hefði haldið að engum í heiminum tækist nema Sigursteini ofur-golftrúði 😉

  20. Ég er ekki sammála því að leikmenn Liverpool þurfti að sýna sínar bestu hliðar. S.s ekki hliðar í fleirtölu, mikið frekar sýna sína bestu hlið. Reina þarf td bara að sýna markmannshliðina, ekki sóknarhliðina. Torres þarf að sýna markaskorunarhliðina en ekki varnar eða tæklingahliðina. Menn verða að læra að beita íslenskri tungu rétt.

    Ég er náttulega bara með virkilega slaka tilraun til að vera sniðugur. (aldrei gott að útskýra brandara)

  21. Svosem ekki nýtt að Houllier sé í miklum metum hjá Carragher.

    Houllier hélt klefanum ansi lengi og í raun alltof lengi sökum þess árangurs sem hann hafði náð “fyrir hjartaáfall”, það sér maður með að lesa æviágrip Carra og Gerrard. Phil karlinn Thompson var svo allt annað en vinsæll á æfingasvæðinu og því kemur mér töluvert á óvart að sjá möguleikann á því að hann verði aðstoðarmaður hans hjá Villa.

    En Houllier er gæðakarl sem gott er að sjá að fær starf og hefur náð árangri á flestum stöðum, svo ef Carra ætlar að líkjast honum ættum við að gleðjast bara….

  22. Getur engin svarað honum lóka í ummælum númer 8??? ef það er eitthvað til í því að tíu stig yrðu tekin af liðinu þá boðar það ekki gott, er ekki einhver með það á hreinu hvort eitthvað slíkt sé möguleiki á að gerist…

  23. “Getur engin svarað honum lóka í ummælum númer 8??? ef það er eitthvað til í því að tíu stig yrðu tekin af liðinu þá boðar það ekki gott, er ekki einhver með það á hreinu hvort eitthvað slíkt sé möguleiki á að gerist…”

    West Ham var nú tekið yfir af Straumi á síðustu leiktíð og ekki voru nein stig dregin af því. Hér er frétt um að þetta muni ekki gerast http://www.newsoftheworld.co.uk/sport/football/942020/ROYAL-BANK-OF-SCOUSE.html Reyndar ekki traustasti miðillinn en ég get alla vega ekki gefið betra svar.

  24. ennþá meira út úr kú m.v. færsluna, á reyndar erfitt með að brosa ekki við að lestur meiðsla Kuyt… var að spá hversu góður Guðlaugur Victor er þegar ég sá byrjunarlið U21 liðsins í dag, margir bestu leikmennirnir eru að spila gegn Dönum í kvöld samt sem áður er Guðlaugur Victor á bekknum á meðan fullt af strákum hérna heima eru í byrjunarliðinu. Maður skyldi ætla að leikmaður sem er á samningi hjá einum af stærstu klúbbum í Evrópu væri nógu góður til að vera í byrjunarliði U21 landsliðs smáþjóðar. Er hann ekki í náðinni hjá þjálfaranum eða er hann einfaldlega ekki betri en þetta ?

  25. ég verð nú að viðurkenna að þegar hodson kom leist mér ekkert svo vel á hann en sem maður reyndi að gera í sumar var snild, fá j.cole, raul meireles, paulsen, milan og svo konchesky eru allt leikmenn sem styrkja okkur. Svo má ekki gleyma hodson reyndi að fá Gomez og van der vaart á lokadeginum. pælum aðeins í því ef þeir hefðu komið

    so far er ég mjög sáttur við hodson og hann fær mitt hrós

  26. Jónsi:

    Það getur svo margst spilað inn í þetta… Það sem ég hef séð af Guðlaugi var mjög spennandi. Hann hefur verið að standa sig mjög vel hjá varaliðinu og fengið mikið hrós.

  27. Ég er ekki með neinar heimildir til að vitna í , en ég tel að reglurnar séu þannig að félögum sé refsað með -10 stigum fari þau í greiðslustöðvun.

    Ef RBS gjaldfellir lánið á gjalddaga í næsta mánuði yrði klúbburinn auðvitað gjaldþrota, færi í gjaldþrotameðferð og þar með greiðslustöðvun. Aftur á móti er það ekki besta leiðin til að vegur félagsins og skuldunauta þess verði sem mestur – því má gera ráð fyrir að RBS fari í einhverskonar skuldauppgjör við móðurfélagið (Kop Holding, G&H í stjórn þar) og þar með yfirtöku á Kop Holding sem á hlutafé í LFC, þar með yrði LFC í raun kominn í almannaeigu þar sem RBS er í eigu ríkisins eins og frægt er orðið.

    Aftur á móti heyrði ég einhversstaðar að LFC gæti aldrei verið refsað af PL þar sem skuld LFC er við móðurfélagið Kop Holding en ekki við RBS beint (Kop Holding þyrfti því að innkalla sína kröfu á LFC ef til þess á að koma). Ég þekkir annars ekki lögin um gjaldþrotaskipti þarna í UK og set þetta fram með fyrirvara.

  28. Ég held þetta sé nokkuð rétt hjá Eyþóri #36. Aðalmálið er að forðast greiðslustöðvunina. RBS gerir sér væntanlega grein fyrir að ef klúbburinn tapar stigum hlýtur að það rýra verðgildið eitthvað. Þeir hljóta því að finna leið til að færa klúbbinn á milli eigenda án þess að það gerist.

  29. ég er alls ekkert hræddur um að við getum ekki fyllt upp í fyrir kuyt. við höfum maxi babel og pacheco.Er um með fanta góða kanta.

    YNWA

  30. Já það verður gaman að sjá hvernig þetta verður leyst með Kuyt. Ég er reyndar örlítið spenntur yfir þessum annars leiðinlegu fréttum því ég trúi því að með Maxi eða Babel verði spilaður skemmtilegri og léttari bolit hjá liðinu.

    Stóri mínusinn er auðvitað sá að hann verður ekki með á móti ManU þar sem hann hefði að sjálfsögðu sett mark sitt á leikinn í bókstaflegri merkingu.

  31. Vont að missa Kuyt í United leiknum en í hinum gæti jafnvel verið kostur að vera án hans.

    Annars til að pirra líklega þó nokkra bendi ég á mjög flotta grein frá Sid Lowe um vinsælt umræðuefni á kop.is sem og annarsstaðar.

  32. Æfing hjá hollenska landsliðinu : Sending inní teig, Kuyt hugsar ( i am Ronaldinho ) ,hjólhestaspyrna’ arghhh.. Meiddur í mánuð 🙁 Best að halda sig við einföldu hlutina held ég bara Kuyt minn 😉 Hef trú á að Pacheco, Babel og Eccleston leysi hann af með ágætum.

    Áfram LFC !

  33. Er ánægður með Hodgson. Hann er áfram hreinn og beinn og er ekkert að bulla um hlutina. Það er akkúrat sem við stuðningsmennirnir þurfum á að halda núna á meðan Knoll og Tott eru ,,eigendur”. Slæmt að missa Kuyt en ég trúi því að Babel, Maxi og Pachero sjái til þess að við söknum ekki Dirks. Svo fer Cole að detta inn eftir næsta leik og hef ég fulla trú á því að hann mæti verulega hungraður.

  34. Liverpool reserves eru að spila á sport 3. Djöfull lítur Suzo vel út, hann var að skora helvíti flott mark nokkra metra fyrir utan teig. Ekkert ósvipaður leikmaður og Mezut Özil, mjög góðar sendingar og góðan leikskilning.

  35. Hann gat nú svosem ekki mikið gert í þessu og menn geta alltaf runnið á lélegum völlum.

    En kallinn er búinn að gera tvenn mistök í marki liverpool í upphafi leiktíðar, eitthvað sem er sérstaklega óvenjulegt. Ekki batnar svosem sjálfstraustið eftir þennann leik með Spáni, loksins þegar hann fær tækifærið. Vona bara að kallinn harki þetta af sér.

    Annars var markið hjá Messi bara flott ; )

  36. Eftir að hafa séð Poulsen í gær er ég ansi hreint skeptískur á að hann sé leikmaður sem getur boðið upp á eitthvað sem hægt er að notast við hjá Liverpool,maðurinn hefur engann hraða og svo er staðsetningarnar hjá honum bara alls ekki nógu góðar og hann sendir boltann annað hvort til baka eða á mótherja. Nei má ég þá heldur byðja um Lucas any time. En kanski var þetta bara slæmur dagur hjá Poulsen eins og hjá Reina og vonandi að þeir sýni okkur betri frammistöðu en þetta á næstunni. Það er samt að verða nokkuð ljóst fyrir mér að við sem höldum með Liverpool skulum fara að stilla væntingonum í hóf miðað við þá leikmenn sem nú leika fyrir klúbbinn.

  37. Hafliði (#48) – Torres fékk hvíld í gær, sem er jákvætt. Hann var hins vegar látinn ferðast með liðinu til Argentínu og svo til baka í dag, sem er fokking geðveiki. Hann snýr því til baka á Melwood á morgun í leikformi en með ferðaþreytu dauðans.

    • Torres fékk hvíld í gær, sem er jákvætt. Hann var hins vegar látinn ferðast með liðinu til Argentínu og svo til baka í dag, sem er fokking geðveiki. Hann snýr því til baka á Melwood á morgun í leikformi en með ferðaþreytu dauðans.

    Ef hann er ekki meiddur er þetta svo gott sem fullkomlega óskiljanlegt! Sérstaklega í ljósi þess að Hodgson óskaði sérstaklega eftir því að fá að hafa hann á Melwood til að ná honum í form svo ekki sé talað um að þetta var fokkings æfingaleikur sem skipti engu máli, eins og sést best á því að hann spilaði ekki mínútu. Það er ekki eins og Torres þurfi að kynnast félögum sínum í landsliðinu. Fullkomlega fáránlegt, ennþá meira ef tekið ef mið af því að leikurinn fór fram nánast hinumegin á hnettinum.

    Djöfull er samt gott að þetta endalaust leiðinlega landsleikjahlé er á enda.

  38. Ferðaþreyta? Þetta er frekar þreytandi orð!
    Ætli greyið strákarnir séu þreyttir eftir flugið.
    Leikurinn fór fram á þriðjudegi og næsti leikur er á sunnudegi.
    Torres vantar leiki til að komast í form.
    Babú, það er algengt að menn ferðist í leiki og sitji á bekknum allann tímann, er það heimskulegt?

  39. Nr. 53 – Hérinn

    Babú, það er algengt að menn ferðist í leiki og sitji á bekknum allann tímann, er það heimskulegt?

    Við erum að tala um mann sem kom meiddur til félagsliðsins síns, þú veist þessara sem borga honum laun vegna þess að hann meiddist einmitt með landsliðinu, þessara sem borga honum ekki laun, fyrr í sumar og er ekki ennþá kominn í fullt form. Félagsliðið bað sérstaklega um að fá að hafa hann við æfingar í þessu landsleikjahléi vegna þessa enda um að ræða mikilvægustu eign félagsins.

    Það kom ekki á óvart að Spánn hafi neitað þessu og notað hann í taugastrekkjandi leik í undankeppni EM gegn stórveldinu Liechtenstein ef ég man rétt. Torres spilaði, skoraði tvö mörk og kláraði leikinn.

    Því er ég ekki að sjá hvað er óeðlilegt við það að landsliðið komi kannski aðeins til móts við klúbbinn þegar kemur að æfingaleik sem þeir þurftu einmitt að setja á lengst út í rassgati, sérstaklega þegar kom á daginn að ekkert átti að nota Torres heldur eyða tíma hans í Argentínu til að aðrir leikmenn færu ekki í fýlu. Veistu já mér finnst þetta bara drullu heimskulegt og frekar skítt af spáni.

    Inn í þetta má svo bæta kannski að Torres var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil og allt of mikið álag á honum, mikið til t.a.m. sökum þess að hann var á fullu mest allt sumarið í einhverri Álfukeppni sem er ein af mjólkurkúm FIFA en skiptir í raun svo litllu máli að meira að segja USA vann. Árið áður var hann upptekin allt sumarið við að tryggja Spáni sinn fyrsta stóra titil í sögu landsins ef ég man rétt. Milli þessara stórmóta eru svo urmull af landsleikjum á meðan tímabili stendur sem enda iðulega með því að Torres kemur heim meiddur.

    Ég þoli ekki landsleikjahlé, ég þoli ekki þegar Torres kemur meiddur úr landsleikjum en skil þó hvað er verið að fara þegar kemur að leikjum í undankeppni eða þegar hann er heill heilsu. En ég næ ekki pointinu í því að láta manninn ferðast hálfa leið yfir hnöttinn til að sitja á bekknum í show case æfingaleik sem enginn leikmanna hafði áhuga á til þess eins að sitja á bekknum allann leikinn. Aðallega í ljósi þess að félgaslið kappans fór fram á að halda honum eftir til að lappa upp á hann eftir tjónið sem hann varð fyrir í síðasta landsleikjahléi.

    Þetta rant dagsins skilar því vonandi að, já mér fannst þetta heimskulegt í ljósi aðstæðna.

  40. Torres varð að fara með. Svona útaf sanngirnissjónarmiðum. Ef hann hefiði fengið að vera heima hvað með alla hina?

    Þetta er það sem heitir að vera lið og þó hann spili ekki þá þarf hann að spila.

    En fyrir Liverpool hefði verið betra að hafa hann heima.

  41. Ég get ómögulega verið að kvarta yfir því að Torres hafi farið með landsliðinu sínu til Argentínu, hann er stór partur af liði ríkjandi heims og Evrópumeistara. Móralst sé hefði verið útí hött að ætlast til þess að hann færi ekki með liðinu.

    Aðalmálið er bara það að hann fékk að hvíla og það er þegar upp er staðið það sem við óskuðum eftir.

One Ping

  1. Pingback:

Opinn þráður

Tvær góðar greinar