Heimkoma

Leikmenn og þjálfaralið Liverpool FC skelltu sér í opna, tveggja hæða rútu og rúntuðu í nokkra klukkutíma um Liverpool-borg í dag, með “Big Ears” í fararbroddi. Það er a.m.k. það sem heimamenn kalla bikarinn sinn, sigurlaun Evrópukeppninnar. Fyrir fimm dögum rúntuðu Chelsea-menn um London með tvær dollur, og komu 200,000 manns út á götur þann frídag til að hylla liðið sitt. Í dag, á fimmtudegi sem er vinnudagur? Í borg sem hefur íbúatölu sem er u.þ.b. einn sjötti af íbúatölu London?

EIN MILLJÓN aðdáenda kom út á götur Liverpool-borgar í dag til að fagna hetjunum sínum!

Þess vegna erum við kallaðir bestu stuðningsmenn í heimi. Þess vegna getum við borið þann titil, af því að þúsundir aðdáenda sem búa ekki einu sinni á Englandi, svo sem Einar Örn og hinir Íslendingarnir, lögðu leið sína til Istanbúl – “Far side of the World” – til að styðja liðið til sigurs. Og af því að í borg sem er með íbúatölu upp á ca 2,5 milljónir manna, mætti ein milljón út á göturnar, stóð þar klukkutímum saman og söng YNWA þangað til menn voru orðnir hásir, til að geta barið hetjur sínar augum og hyllt þær fyrir afrek sín.

Nú, af annars konar heimkomu er það að segja að ég heyrði í Einari Erni í hádeginu – loksins – þar sem hann var kominn til London. Símkerfið virkar betur í Englandi en í Istanbúl og því náði ég í gegn. Kappinn var þreyttur, vægast sagt, sagði mér að þar sem leikurinn kláraðist kl. 2 eftir miðnætti að staðartíma og Íslendingarnir áttu að mæta í rútuna niðrá flugvöll klukkan sex – fjórum tímum eftir leik – þá fóru menn einfaldlega ekkert að sofa eftir leik! Hann hljómaði þreyttur en alsæll í símanum, spurði mig út í smáatriði sem hann hafði ekki enn séð varðandi leikinn, eins og hvort að Dudek hefði virkilega varið frákast Schevchenkos í markvörslunni ótrúlegu. Ég svaraði því sem ég gat, hann sagði mér síðan að þeir ættu flug heim núna síðla kvölds, þannig að hann er sennilega nýkominn heim til sín og vonandi sofnaður. Hann á það skilið, í gær var hann hluti af frægasta aðdáendahópi ársins í nokkurri íþrótt. Ekki slæmt það, ha, Einar? 😉

En aftur að Liverpool-borg. Hetjurnar okkar eru vitaskuld í skýjunum, og er það vel: Þeir tjáðu sig allir við komuna til Liverpool og mér fannst sérstaklega skemmtilegt að lesa orð Antonio Núnez, sem ætti nú að vera öllu vanur hjá Real Madríd:

>”This is the best moment of my career so far. I used to play in Madrid but I’ve never seen anything like this.

>”The fans are so loud and have so much passion for the club. It is amazing. I can’t believe I’ve got a Champions League winners medal at the end of my first season.”

Hey Toní, fyrst þú heimtar að fá að halda því fram að Liverpool sé meira spes en Real Madríd, þá neyðumst við víst til að trúa þér! Fffft! Spurningin er bara hvort að Michael Owen er sammála þér, hehehehehehehe…. [tröllahlátur]

Rafa er samt ekkert hættur. Ónei. Eins og Shankly, Paisley og Moran forðum þá heldur hann í þá hefð að fagna nútíðinni á sigurstundu en svo snúa sér fljótt að framtíðinni. Hann er þegar byrjaður að plana framtíðina:

>”I said when I first came here that the squad was 60% towards where I wanted it to be and now it is maybe 70%, but there is still much to do. You always need to analyse your squad’s possibilities and whether you’ll have the money to change things, but the team will be better next season.”

Úff, unnum við Meistaradeildina með 70% styrkleika? Rafa, vinsamlegast láttu mig vita þegar þú nálgast 95 prósentin, þá ætla ég að hætta að taka Viagra. Hjartað í mér þolir ekki bæði í einu!

Annað sem mér fannst snilldarlegt við þessa grein er þessi málsgrein hér (feitletrun mín):

>Discussions will also take place with Steven Gerrard and his representatives at SFX aimed at tying the England midfielder to a new contract at Anfield, though they will have to wait until the chief executive Rick Parry returns from his own break in Barbados. Benítez is now convinced the captain will stay at the club despite persistent interest from Chelsea, with Gerrard’s own reaction in the aftermath on Wednesday suggesting as much.

Barbados? Sagði einhver Barbados? Það leggst alltaf vel í mig þegar Rick Parry fer til Barbados, spennandi hlutir gerast jafnan þegar Rick Parry fer til Barbados.

Af hverju segi ég það? Jú, af því að ég man rosalega vel eftir því þegar Rick Parry fór síðast til Barbados! 🙂

Spennandi dagar framundan…

8 Comments

  1. Rick Parry, Rafa Benitez o.sfrv. þeir eru með þetta undir control…

    Hlakka til að sjá þá leikmenn sem Benitez kemur með inní félagið og ég get ekki beðið eftir næsta tímabili….

    uussss dagur nr. 2 sem evrópumeistari er að detta inn 🙂

  2. Þvílík gleði og þvílík ánægja.

    Tengdapabbi orti góða vísu handa mér og öllum púllurum.

    Ein var staðan afar fúl.
    Og erfitt geð hjá körlum.
    En loksins hefur Liverpool.
    Leikið best af öllum. :biggrin:

  3. HAHAHA….Wankers!

    Þetta er ekki búið fyrr en sú feita syngur og þetta er bara lygilegt, maður hefði aldrei getað trúað þessu fyrirfram!

  4. HAHAHA….Wankers!

    Þetta er ekki búið fyrr en sú feita syngur og þetta er bara lygilegt, maður hefði aldrei getað trúað þessu fyrirfram!

    Og hugsið ykkur bara hvað klúbburinn okkar er miklu miklu miklu flottari en allir hinir til saman þegar horft er á stuðninginn, heimavöllinn og hefðir. Hvaða leikmaður í heiminum vill ekki koma núna til Liverpool og taka þátt í þessari byltingu?!

  5. Til að halda fólksfjölda besservisserhætti aðeins áfram…

    Að telja íbúa Liverpool sem einungis 450 þúsund gefur ekki retta mynd. Réttara er að horfa til Merseyside svæðisins sem heildar (tæpar 2 milljónir íbua, minnir mig), þar sem Liverpool borg er miðdepillinn en útborgirnar eru samanlagt með mun meiri íbúafjölda. Þetta er mjög algengt á Englandi. Næst stærsta borg Englands (Birmingham) er t.d. með innan við milljón íbúa, en ef útborgir eru teknar með er íbúafjöldinn magfalt meiri. Má segja að Reykjavíkursvæðið væri að þessu leyti með enskum brag ef Breiðholt, Grafarvogur o.s.frv. væru ekki hluti af Reykjavík heldur sjálfstæð bæjarfélög.

    Á stór-Merseyside svæðinu halda menn svo ýmist með Liverpool eða Everton. Á svæðunum í kringum Merseyside (þ.e. utan “Liverpool” og utan “Merseyside”) er líka mikill stuðningur við þessi lið.

    Til austurs eru ýmis önnur lið (Manchester liðin, Blackburn, Preston, o.s.frv.) þannig að Liverpool er ekki endilega með mjög marga stuðningsmenn utan Merseyside úr þeirri átt. Suður og vestur af Mersyside (þ.m.t. Norður-Wales, æskuheimili manna eins og Rush og Owen) er stuðningur við Liverpool (og reyndar Everton líka) hins vegar mjög almennur, þar sem Tranmere og Chester eru ekki sömu stórliðin og finna má í Lancashire. Á þessu svæði (þ.e. talsvert utan Merseyside) er mjög algengt að stuðningsmenn minni liða (svo sem Chester) séu jafnframt stuðningsmenn Liverpool eða Everton.

    “Kjarnasvæði” Liverpool hefur því fólksfjölda sem er margfalt meiri en þær 450 þúsundir sem búa innan þess svæðis sem telst formlega vera Liverpoolborg. Ég er ekki með nákvæma tölu yfir fjöldann, en það er ljóst að það eru einhverjar milljónir. Við þetta bætist svo auðvitað mikill fjöldi Liverpool-stuðningsmanna um allt England og heiminn allan. Sjáfur bjó ég t.d. á tímabili í Norður-Lancashire, en hefði nokkuð örugglega reynt að koma mér til Liverpool þennan dag til að taka þátt í fagnaðarlátunum!

Dagurinn eftir… [eins konar leikskýrsla]

Kominn heim