Jæja, liðið gegn Birmingham er komið og það er nákvæmlega einsog það hafði lekið á netið:
Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
Maxi- Poulsen – Lucas – Jovanovic
Gerrard
Torres
**BEKKUR:** Jones, Mereiles, Pacheco, Babel, Agger, Ngog og Kyrgiakos.
Konchesky kemur strax inní byrjunarliðið í sína stöðu, en það kemur mér smá á óvart að Agger sé settur á bekkinn í stað þess að Skrtel færi þangað. Mereiles kemur svo inná bekkinn á meðan að Lucas og Poulsen byrja á miðjunni. Þeir spiluðu ekki vel í síðasta leik, en það er vonandi að þeir bæti sig í dag.
Annars er þetta lið auðvitað miklu sterkara á pappírnum en Birmingham liðið, en þannig hefur það líka verið mörg undanfarin ár án þess að það hafi dugað okkur til sigurs. Það er vonandi að breyting verði á því á eftir.
Uss karlinn átti að henda Mereiles inná og nota Agger í miðvörðinn. En við hljótum að vinna Birmingham..
Linkur á leikinn á netinu væri mjög vel þegin
YNWA
SKANDALL ….. ótrúlegt að maðurinn velji liðið svona og nú sé eg ekki fram á mikla skemmtun í dag en vona þó innilega að ég hafi rangt fyrir mér.
hérna er linkur á leikinn http://atdhe.net/index.html
Flestir leikir sem sýndir eru beint eru á síðunni http://www.iraqgoals.net eða http://www.adthe.net, væri nú aldeilis gaman ef menn myndu vista þessar síður á vafrann sinn svo þessi spurning komi ekki fyrir hvern leik.
Skiiil ekki þetta með að Agger sé ekki í byrjunarliði!?
En þetta fer 1-3 fyrir Liverpool.. Gerrard, Torres og Babel með mörkin!
KOMA SVO!!
Gerrard niður á miðjuna í staðinn fyrir Poulsen og Pacheco/Babel í holuna, hefði verið frábær uppstilling að mínu mati! En sjáum til hvaða skiptingar hann gerir í seinni hálfleik.
Sé fyrir mér í seinni hálfleik að Meireles leysi Poulsen af á miðjunni, Gerrard færir sig aftur á miðjuna og Pacheco kemur í holuna. Ngog eða Babel leysa svo Torres af þegar líða fer á seinni hálfleik og Torres búinn að setja 1-2 mörk (Y)
Bíddu… Höddi Magg að lýsa Liverpool leik. Ég hélt að það gerðist ekki!
Ekki er þetta nú mjög spennandi þannig, þ.e. miðjan og Aggerlaus vörnin!!
En smá off topic: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=97322
Gaman að þessu, “gleymir” alveg að nefna að þessi Owen sem hann bætti svo sem leikmann gat ekki unnið með honum lengur og vildi ólmur fara undir hans stjórn!
Eins voru þessir tveir sem hann “átti ekki” Xabi Alonso og Luis Garcia ásamt því að Gerrard og Carragher fóru upp á annað level er Houllier fór.
Fuck off Houllier.
Af hverju er Lucas alltaf þarna eins og hey í vindi. Væri frekar til í Agger inn miðja vörnina en Skrtel. En þetta hlýtur að reddast.
Godur bekkur !!!!
Góð dekkun eða þannig enn og aftur skrtel….. Gott að það er enginn pappakassi á milli stanganna.
Setja nú eitt fyrir hálfleik!!
Mikið eru þeir nú slakir á miðjunni, Poulsen og Lucas. Seinir á boltanum og slakar sendingar.
Augljósri hendi sleppt þarna. Hefðum átt að fá víti, eða í það minnsta hornspyrnu!!
Reina er maður leiksins. end of story.
Þeir eru að leika sér að Konchesky, sem betur fer er Reina vaknaður annars værum við proper fucked.
óhætt að segja að Birminghamn hafa verið líklegri
Reina að halda Liverpool inn í þessum leik með stórkostlegri markvörslu. Lucas búin að fá að kenna á því og mér sýnist það hafa verið nóg til þess að gera hann skíthræddan það sem eftir er leiks. Útaf með hann í hálfleik. Dómarinn búin að sleppa einu víti, þegar brotið var á Torres. Við þurfum að taka almennilega á þeim í seinni hálfleik.
Við skulum bara vona að Poulsen/Lucas dúóið á miðjunni haldi ekki áfram langt fram á seinni hálfleik. Birmingham er allt of gott varnarlið til þess að stilla upp svona geldri miðju á móti.
Djöfull eru menn steiktir.
Þið sem eruð að hrauna yfir Lucas eruð þið að horfa á leikinn? Jú vissulega er hann slakur en hann er eins og Maradona miðað við félaga sinn Poulsen.
Þetta virðist vera orðinn kækur að kenna Lucasi um allt sem er lélegt. Allt liðið er að spila illa ef Pepe Reina er undanskilinn. Og af miðjumönnunum þá er Poulsen í sérklassa í lélegheitum.
Ef Lucas á að vera leikstjórnandi liðsins þá er hann engan veginn að halda því hlutverki. Poulsen verst svosem ágætlega en þessi miðja er ekki að gera sig.
Ekki eru það mín orð að allt sé Lucasi að kenna en að stilla upp Poulsen og Lucas saman á miðjuna er ekki góð hugmynd, að mínu mati ætti helst aldrei nema annar þeirra að vera inn á í einu. Gerrard niður á miðjuna og Pacheco í holuna í seinni hálfleik myndi gjörbylta liðinu, mér er svo sem nett sama hvor þeirra fer út af, Poulsen/Lucas. Tel að þeir séu báðir ágætlega færir um að skila hlutverki djúps miðjumanns í þessum leik.
Reina bjargar því að við séum ekki undir í þessum leik. Varnarleikurinn veldur manni miklum áhyggjum. Skil ekki af hverju okkar besti miðvörður er á bekknum. Vil fá Mereiles, Agger og Babel fljótlega inná í stað Skrtel, Lucas/Poulsen og Maxi. Þetta er ekki virka svona.
19 Helgi, Þeir eru báðir drulluslappir, og Maxi er líka mjög lélegur. Það verður að fríska aðeins uppá þetta í hálfleik. Taka tvær skiptingar ekki seinna en á 50 mín. Babel og nýji leikmaðurinn inná, Maxi og Poulsen/Lucas útaf.
Poulsen gat sama og ekkert gegn U21 árs miðjumönnum Íslands svo það þarf ekki að koma of mikið á óvart að hann sé ekki að gera miklar rósir í dag! Lucas er mun skárri en líkt og í fyrra er hann spila með öðrum miðjumanni sem er geldur sóknarlega og ekkert gerist.
Eins er PK að eiga ansi erfiðan leik í bakverðinum og má heita ljónheppinn að engin af þessum krossum frá hægri kanti hafi ekki endað í netinu (takk Pepe Reina).
Þetta verðar erfiðar og taugastrekkjandi 25.mín í seinni hálfleik þar til fyrsta skiptingin kemur.
Gerrard og Poulsen hræðilegir fyrstu 45 min restin lélegir nema auðvitað Pepe…vona að við vöknum í seinni og klárum þennan leik…en svakalega erum við lélegir!!
Rosalegar markvörslur hjá Reina. Honum að þakka að það er jafnt í hálfleik.
Vörnin okkar er í tómu tjóni. Ráða ekkert við þessar fyrirgjafir. Miðjan er ekki nógu góð eins og við var að búast. Þetta byrjaði reyndar sæmilega fyrstu 20 mínúturnar en svo töpuðu Lucas og Poulsen miðjunni. Gerrard og Torres eru því einangraðir frammi. Nýr stjóri, sama uppskrift. Vængmennirnir eru ekki að spila vel heldur. Jovanovic er að reyna og hefur átt nokkra efnilega spretti, en Maxi er í feluleik og er að vinna hann. Ég vil fá Raul Meireles inn fyrir Poulsen og Babel inn fyrir Maxi.
Helgi mikið er ég sammála þér. Poulsen er gjörsamlega ósýnilegur í þessum leik og hér hópast menn að Lucas sem hefur staðið sig mun betur. Þetta er bara eitthvað trend hjá ansi mörgum lesendum þessarar ágætu síðu.
Annars er þessi leikur mjög illa spilaður af okkar hálfu. Miðja og kanntar algjörlega útá túni. Hvenær átti Maxi góðan leik í Liverpool búning?
Væri til í að sjá Poulsen og Maxi hverfa af velli strax í hálfleik.
Koma svo áfram Liverpool.
ég vill fá 2 skiptingar strax. meireles inn fyrir poulsen babel inn fyrir lucas og færa gerrard aftur á miðjuna og fara í 4-4-2
Ég veit ég fæ þumla niður fyrir þetta en nú eru komnir 13 hálfleikar og 1 góður. Eitthvað er ekki alveg að smella en það kemur.
Sámmála mönnum hérna um að fá Portúglann inn á fyrir Poulsen
Poulsen er ekkert að ráða við hraðan í leiknum. Lítur út eins og fuglahræða á miðjunni.
RH virðist vera ánægður með “spilamennskuna” og “baráttuna” hjá liðinu. Engin teikn á lofti um að við fáum að sjá skiptingu fyrir 80 min.
Nýi stjórinn er Benitez – með hár…
Flestir slappir þarna í dag og Johnson gjörsamlega sofandi, nokkrum sinnum sem menn eru bara búnir að taka af honum boltann. ! Vörnin ótrúlega léleg og óörugg.
Veit ekki hvað málið er en manni finnst ekki vera næg barátta í liðinu. Hinsvegar er þetta sennilega einn af erfiðari útivöllum í deildinni. Þeir tapa bara varla leik þarna og fengu færri mörk á sig þarna en Chelsea á heimavelli í fyrra.
Við verðum bara að fá þessi 3 stig til að hoppa upp töfluna. Mér er drullusama þótt markið sé fokkljót, gemmér bara 3 stig.
Vonandi batnar þetta núna eftir að Gerrard fékk 80’s svitabandið…
Hvar er í gangi á bekknum ?????????? Ekki eru menn sáttir við leik liðsins ?????? djöflusins rugl
Jæja, á ekkert að fara að fríska uppá þetta ? Skipta allavega 2 mönnum inná takk, RH ?
Eftir hverju er maðurinn að bíða?
Rosalega var púað á Lucas þegar honum var skipt útaf.
Af því að hann veit ekkert hvað á að gera. Þetta er manager sem hefur á sínum ferli látið liðin sín pakka í vörn. Nú þegar á allt í einu að sækja þá er hann eitt stórt spurningarmerki í framan.
Þá er bara Maxi eftir. Útaf með hann og inn með Pacheco eða Ngog
Held að eina efsta sætið sem við getum stefnt á miðað við þessa spilamennsku er efsta sætið á neðri helming stigatöflunnar.
ætla rétt að vona að Lucas,poulsen. maxi og Jovanvic verði bara á bekknum i næsta leik þvílikir kantmenn sem Liverpool er nú með þetta er þa ðvesta sem ég veit um
magnað maðurinn var að segja að Babel fengið tækifæri fram í Janúar og svo var hann að skora á Pacheco að sýna sitt besta andlit… og svo fá þeir hvorugur tækifæri í svona leik…
Glen Johnson og Poulsen voru alveg glataðir í dag… Jesús hvað þetta var leiðinlegur leikur!
Poulsen kláraði 93 mín, það segir meira en mörg orð um ástandið á okkar ástsæla klúbb ! Úffff
Sjöunda jafnteflið í röð í deildinni milli þessara liða staðreynd.
átakanlega dapurt…
0-0 stórsigur hjá RH.
Eini leikmaður sem stóð undir nafni í dag var REINA, allir hinir að drulla uppá bak.
Undarlegast þykir mér þó að Maxi hafi spilað allan leikinn án þess að sjást, þegar við höfðum Pacheco og Babel á bekknum og notuðum ekki þriðju skiptinuna.
Það er þó greinilegt að það sækja ekki mörg lið 3 stig á St. Andrews.
Reina maður leiksins, Meireles leit mjög vel út. Konchesky meiddur.
Ef liðið á að halda áfram með spila boltanum út úr öftustu línu þá þarf Agger að vera í miðverðinum. Carragher og Skrtel eru ekki boltaspilandi. Mér finnst Roy ekki hafa náð að samstilla menn og fá baráttu í leikmennina. Vil frekar Lucas í byrjunarliðið en Paulsen.
alltof margir leikmenn inná ekki í liverpool klassa. Lítill vilji til að vinna þennan leik hvað stjórann varðar miðað við upstillingu og leikskipulag.
ekkert kemur á óvart frekar en fyrri daginn hjá liverpool
6-8 sæti miðað við spilamennsku er raunhæft í ár
YNWA
Á meðan lucas er í þessu liði munum við aldrey geta neitt.!
Batamerki í seinni hálfleik. Svekkjandi að Konchesky skyldi meiðast. Hann var búinn að vinna vel á. Loksins kominn traustur vinstri bakvörður í liðið. Meireles leit nokkuð vel út. Hann lofar bara góðu. Skil hins vegar ekki af hverju Maxi fékk að spila allan leikinn. Hann var verulega slakur. Það er klárlega ekki auðvelt að sækja 3 stig þarna. Mér fannst liðið líta ágætlega út í seinni hálfleik. Sé alls ekki allt svart eftir þennan leik.