Liðið komið, helst að frétta að stálmaðurinn Kuyt kemur aftur. Enginn sem byrjaði á miðvikudaginn byrjar.
Reina
Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
Poulsen
Kuyt – Gerrard – Meireles – Cole
Torres
Bekkur: Jones, Kyrgiakos, Lucas, Ngog, Agger, Jovanovic, Maxi.
Ég ætla hér með að lýsa gleði minni yfir því að hvorki Spearing né Babel séu í þessum hóp og skil alveg að Kelly og Pacheco séu hvíldir.
Koma svo!!!!!
Eg vona bara innilega ad midjuspilid okkar verdi gott og framsaekid. Torres verdur ad fa ur einhverju ad moda til ad spila sig i gang.
Fyrirfram er ég mjög ánægður með þetta lið, þo Agger hefði mátt vera þarna í stað Skrtel. En ég þel að það sé ekki það sem ráði úrslitum. Finnst gott að sjá Lucas á bekknum og vonandi heldur Poulsen áfram þar sem hann endaði gegn Man U. Nú er lag að koma til baka.
Þetta með Pulsuna, er bara orðið eins og sjúkur brandari, þetta er lélegasti gaur sem hefur verið í LFC treyju.
Lucas Super Sub.
Jæja City lagði Chelsea. Loksins þegar Chelsea fær erfiðari andstæðing þá hiksta þeir. Þetta leikskólaprógramm er bara djólk í upphafi móts er bara djók hjá Chelsea og gefur ekki rétta mynd af styrkleika þeirra þó svo þeir séu með besta liðið. Vonum bara að við hrökkvum í gang í dag og förum að skríða upp töfluna. Annars er geðheilsan orðin ansi tæp og spurning hvort maður hætti bara ekki að horfa ef við förum ekki að gera eitthvað fótboltavellinum.
Þokkalaga sáttur bara. Vildi samt sjá Agger inni. En lýsi ómældri ANÆGJU með að Maxi byrji ekki leikinn,, hann hefur bara verið fyrir frá því hann kom til liðsins.
Koma svo Liverpool!!!!! og IBV 🙂
Já það er ekki alveg sama prógramið hjá Liverpool og Chelsea… vonum bara að okkar minn vinni núna 5 leiki í röð eða svo.
Vúhúú Dirk Kuyt er kominn til baka. 🙂
Það léttist yfir mér þegar ég las að Kuyt væri kominn aftur í liðið.
Ekki það að ég eigi von á einhverju stórkostlegu en liðið þarf að berjast upp úr þungum dal og þá er gott að hafa baráttuhundinn mættan til leiks.
Á von á döprum 1- 0 sigri, en sigri þó og byrjunin á stigasöfnun.
vitiði um einhvern bar sem sýnir leikinn??
Agger á að vera inná þó svo þjálfarinn vilji ekki spila stuttar sendingar eða hnitmiðaðar.
er leikurinn ekkert sínur???
Hvað er í gangi? Getur einhver bent á link á síðu sem sýnir leikinn? Ég er að fá taugaáfall hérna.
1 – 0 kuyt að skora eftir klúður í vörn sunderland
Loksins eitthvað sem fellur fyrir okkur Kanínan búinn að skora
Hvaða spaug er þetta? Ég trúi því ekki að við sem getum eða viljum ekki horfa á íslensku deildina fáum ekki að horfa á leikinn beint. Þetta Ksí lið ætti best heima á alþingi.
http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=87091&part=sports
Þessi sopcast linkur virkar vel. Mjög góð útsending:
sop://broker.sopcast.com:3912/80517
Linkur a leikinn?
Þetta mark > sundboltinn 🙂
http://www.leestreams.com/channel2.htm
Frábært mark greinilegt að okkar menn ætla að vera að tánnum í þessum leik. Við eigum þetta inni á móti þessu liði..
hérna eru linkar á leikinn
http://myp2p.eu/broadcast.php?matchid=87091&part=sports
Hvað segja menn um þetta mark? Var þetta rétt ??
hehe og hver er búinn að setja hann annar en Durasel Kanínan mín :p
Mér finnst alveg fáránlegt að fólk útá landsbyggðinni þurfi að gjalda fyrir einhvern íslenskan bolta á höfuðborgarsvæðinu. Alveg stórfurðulegt þetta KSÍ drasl!
En loksins sem það dettur eitthvað með okkur, furðulegt mark en 1-0 og núna er bara að bæta í!
Ég er að horfa á leikinn hér : http://www.realsportz.net/watch/29037/1/watch-liverpool-fc-vs-sunderland.html
Torres skoraði mark í byrjun sem var dæmt af vega rangstöðu sem var sennilega rétt þó það hafi verið mjög tæpt, svo tekur Sunderland maður aukaspyrnu á miðjum vellinum og ætlar að nikka honum til baka á markmanninn en Torres er snöggur að átta sig og sleppur einn í gegn og leggur hann fyrir Kuyt sem þarf ekki að gera annað en að hitta á ramman, 1-0 fyrir okkar mönnum 🙂
1-1 Bent víti!
Poulsen fékk á sig hendi
Jæja, byrjar þá skítamoksturinn á Poulsen? Andskotans helvítis djöfull!! 🙁
Fuck Poulsen….1-1
Hvað hét iraq síðan aftur ?
held það sé bara einn poolari sem er sáttur með paulsen.. Lucas !
Já ekkert hægt að segja við þessu víti og auðvitað skoraði Bentarinn en svo er Agger að koma inn
Gerrard átti næstum því þvílíka stoðsendingu á Bent áðan…Hann þarf að fara að passa sig á þessum stuttu sendingum aftur á markvörð..
KKKKKKKKUUUUUUUUUUUUUUYYYYYYYYYYYYYYYYYTTTTTTTTTTTTT
Hérna er góður linkur, fín gæði og ekkert lagg.
http://www.veetle.com/index.php/channel/view#4c909cdc2598b
Að röfla yfir poulsen vegna þessa vítis er óþarfi, bölvuð óheppni. Ég hef meiri áhyggjur af því að sunderland er með meira með boltann núna og virðist eiga auðveldara að halda honum en við.
Flott byrjun en núna er að koma skjálfti, því miður.
Erum við ekki bara að spila hreint 442 hérna með Kuyt og Torres uppi á topp?
Shit….held svei mér þá að Poulsen sé með lélegri sendingagetu en Lucas
Baulað á liðið í hálfleik.
Eftir ágæta byrjun er ömurleikinn ráðandi í hálfleik.
Engir “natural” kantmenn í þessu liði okkar, Meireles og Cole vilja spila inni á miðju. Konchesky klárlega keyptur meiddur og hafsent í bakverðinum.
Gerrard settur á miðjuna og Kuyt á að skapa frammi með Torres.
Þetta eru bestu 11 leikmennirnir okkar að mínu mati og það sorglega er að við erum bara á pari við Sunderland með þá 11 bestu…
Vonum að sá seinni verði öflugri!
Hvernig er það, eru okkar menn að stunda sama gönguboltann og þeir hafa stundað í byrjun tímabils? Skv. textalýsingum er ekki að sjá að það sé stórlið að mæta miðlungsliði á heimavelli.
svei mér þá. Ég er að spá í að horfa bara íslenska boltann.
Maggi það ætti nú ekki að koma þér á óvart að ekki séu kantmenn í þessu liði okkar. Síðasti knattspyrnustjóri LFC sem vildi eitthvað með kantmenn gera var Roy Evans á miðjum 10 áratug síðustu aldar. Það var nánast markviss stefna GH og RB að eyða kantspili með öllu á Anfield.
Já Rúnar.
Eftir flotta byrjun höfum við einfaldlega dottið í sama farið og í síðustu leikjum. Það er líka svakalega augljóst hvað vantar í hópinn.
Kantmenn.
Þetta verður hunderfiður seinni hálfleikur ef sama verður uppi á teningnum!
Rétt Julian Dicks.
Hárrétt.
Nú er greinilegt að það á að berjast á fullu en það vantar alla yfirvegun og hugsun í spilið eins og er. Ekki sáttur við þetta, getum langtum betur.
Jahá, þetta hefði átt að vera víti á Reina.
Þarna áttum við að fá á okkur víti!
Sjitt, ég held ad RH þurfi nu að fara að leita sér að vinnu !
oh..dear god…
Sanngjarnt lentir undir.
1-2 Darren Bent og þetta er ömurlegt!
1-2 Darren Bent
úff…hvenær er botninum náð…..1- 2
1-2 ótrúlegt….eiginlega orðlaus
Ég þoli varla mikið meira af þessu….en þori heldur ekki að hætta að horfa…maður er fastur í helvítis martröð sem bara versnar og versnar….
Afhverju leggur maður þetta á sig dag eftir dag, viku eftir viku. Mér er skapi næst að slökkva og horfa ekki aftur á Lpool þetta tímabilið, þetta hefur slæm áhrif á sálarheilsuna. Ekki bara úrslitin sem leggst þung á mann, frekar frammistaðan. Engin þrá, stollt og það sem versta er, geta.
Þetta getuleysi er eiginlega óútskýranlegt. Hvað eru menn að gera á æfingasvæðinu, hvað eru menn að fá borgað fyrir???
Að láta Sunderland yfirspila sig á heimavelli er eitthvað sem vekur spurningar sem ég á engin svör við. Efast um að Sunderland hafi nokkurn tímann spilað svona léttan útileik í úrvalsdeild.
Ég reikna nú með því að framtíðarkaupendur og aðstandendur klúbbsins láti þetta ekki viðgangast of lengi, við hljótum að fara að sjá breytingar á málum Liv á næstunni, í millitíðinni verður bara að taka það súra með því sæta. Það er alltaf eitthvað jákvætt í þessu, maður þarf t.d. fleiri bauka af bjór til að halda úti einn hálfleik með sínu ástkæra LFC en áður, varla getur það verið slæmt 🙂
Frábært 55. mínúta á Anfield, Liverpool eru 1-2 undir á móti Sunderland sem eru með 57% possession og eru að pressa á meðan Liverpool ná ekki að senda 4 sendingar áfram áður en þeir missa boltann.
Roy Hodgson er að spila counter-attack á Anfield virðist vera, alla vega er Sunderland miklu meira með boltann. Við erum ekki með neitt á köntunum, og auðvelt að loka á okkur á miðjunni. Ráðning hans virðist hafa verið mikil mistök.
Tek undir það Davíð Arnar – í stað þess að sötra á 2-3 köldum með leiknum verður maður að stúta heillri Jack Daniels korteri fyrir leik til að komast í gegnum þessa hörmung. Við höfum ekki átt skot á mark eða sókn sem heitið getur og það er kominn 60 min.
jæja loksins smá pungur að vaxa á Hodgson
pulsan út og Ngog inn
….já – það eina sem vantar uppá núna er að hann hafi hugmynd um hvað hann er að gera. Drillo spilar sambabolta í samanburði við þetta.
Hættum að spila counter-attack, og skorum eftir 3 mínútur.
Bring Martin o’neil!
goal attemts
Liverpool = 5
Sunderland = 11
Hjálp
Gerrrrarrd!!!!!
koma svo!
Gerrard
2-2 Gerrard!
Ég ætla rétt svo að vona að RH fari að átta sig á einu núna. Þetta er annar leikurinn í röð sem leikur okkar manna gjörbreytist þegar sóknarmaður er settur inn á og við förum í 4-4-2. Þessi Ngog-Poulsen skipting er að bjarga þessum leik!
Jæja 2-2 og Torres með aðra stoðsendinguna í leiknum en hvað er að gerast fyrir Arsenal, þeir eru 0-2 heima gegn WBA !!
Búið að blóðga Carra….núna fer allt að gerast 🙂
Wow…..Gerrard….Hljóp hann einn útí hornfána að fagna? Kom virkilega enginn að fagna markinu?
2-2 Gerrard… Og ekkert múður núna… Klára þetta eða allt liðið klæðist hauspokum næsta mánuðinn.
Hvað er málið með Carra og Skrtel?? blóðga hvorn annann reglulega,, ekki alveg nógu mikil samskipti þarna.
Skrölti orðinn eins og austurlenskur stríðsmaður 🙂
Nú verður fróðlegt að sjá hvernig liðið bregst við….leggst það í vörn eða pressar það á Sunderland??
núna öskra allir á blóð!!! slátra Sunderland…..helvítis sundboltalið
Annað….Arsenal – WBA 0- 2
reyndar er 0-3 hjá Arsenal núna
West ham með eitt núll yfir tottenham….Arsenal undir með tveimur, Liverpool með komnir með blóðbragð í munninn….þetta gæti endað vel !!!
Jæja fínar síðustu 5 mín….put the pressure on
Skrölti er farinn að bryðja marmara, vona að hann fái að vera með þennan höfuðbúnað bara alltaf. Kanski liðið ætti bara allt að bera svona rauðan höfuðklút = Rauði herinn mættur á svæðið 🙂
2 mín plús uppbótartími…..úff úff úff…..verður skelfilegt ef þetta fer svona!!!
bætt við 6 mínútum!!!
Agger rotar markmann Sunderland…farinn að bryðja marmara líka
því miður virðist jafntefli bara vera sanngjarnt….
Búið !!!!
Þoli ekki meir ég hata þetta lið og þessa ömurlegu spilamensku og er engan vegin að sætta mig við R fokking H
Sack RH!
Tóm gleði. Getum setið í 17. sæti ef stoke nær stigi á morgun. Ég bjóst alveg eins við að RH myndi breyta okkur í Fulham, en ég hafði sko aldeilis rangt fyrir mér.
Ég er orðlaus.
Af hverju spilaði liðið bara fótbolta í 15 mín í dag. Fyrstu 5 og síðustu 10?
Liðið var yfirspilað í 75 mín af Sunderland á eigin heimavelli!!
bla bla bla 2-2 told you