Raúl & Fernando

Ok, þetta er slúður byggt á litlu nema getgátum. En BBC birta þetta, svo við gerum það líka. Einfaldlega af því að þetta yrðu tíðindi sumarsins: [Raul quit hint alerts Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4609389.stm).

Ok, aðalfréttinni var semsagt slegið upp af Mirror: [Kop Go For Raúl](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=15590943&method=full&siteid=94762&headline=exclusive–kop-go-for-raul-name_page.html).

Samkvæmt fréttinni þá eru Raúl og Florentino Perez, forseti Real Madrid, alls ekki góðir vinir. Raúl er sagður vera enn bitur yfir því þegar Perez rak Vicente Del Bosque og lét leikmenn einsog Fernando Hierro fara mjög stuttu eftir að Real Madrid unnu spænska meistaratitilinn.

Þetta tímabil hefur ekki verið gott fyrir Raul. Hann skoraði bara 9 mörk í deildinni á meðan Ronaldo skoraði 21 og Owen 13. Þetta hefur valdið því að margir Real Madrid aðdáendur hafa gefist uppá Raúl (þeir eru kreizí!) og það hafa meðal annars komið skoðanakannanir í blöðum, þar sem stór hluti aðdáenda vill að Raúl fari frá liðinu! Það er náttúrulega eðlilegt að Raúl sárni slík meðferð enda hefur hann spilað nær óaðfinnanlega fyrir Real Madrid undanfarin ár og verið gríðarlega trúr liðinu.

En núna er þetta eitthvað að breytast og Raúl kunn hafa komið nokkrum sinnum til Liverpool í vetur, þá til að hitta Fernando Morientes, en þeir eru gríðarlega góðir vinir og það má segja að þeir báðir hafi aldrei verið eins góðir og þegar þeir fengu að spila saman í framlínu Real Madrid.

Þetta slúður er svo byggt á þessum kommentum frá Raúl sjálfum:

>After 11 years here I want what’s best for the club. If at some time I have to sacrifice myself in order for the team to progress, then I will do.

>”If the club calls you up and says you have to go, then as a player you have to be prepared to look for a way out that benefits everyone.

>”If I listen to the polls in some papers, it looks as though I should leave now. I still feel useful to the club and believe I haven’t reached my peak, but I don’t want to be in the way. All I want is for the club to be clear with me.”

Ég ætla alls ekki að tapa mér í þessu. Þetta væri ææææææðislegt ef þetta gerðist, en líkt og með Joaquin slúðrið ætla ég alveg að sitja rólegur þangað til að eitthvað gerist. Það er samt gaman að láta sig dreyma.

Við létum gulldrenginn okkar fara til Real Madrid í fyrra. Þeir skulda okkur einn gulldreng tilbaka! 🙂

3 Comments

  1. Þarna þekki ég Benitez… Raúl eða Crouch? úff… þarnar eru margir klassar á milli…

    Góð Guð….

  2. Já takk, ég væri alveg til í að fá Raul til Liverpool. Gæðaleikmaður þar á ferð!

    Nú er bara að vona það besta!

Xabi og Stevie?

Ferðasaga – Istanbúl