Ja hérna. Stjórnarformaður Southampton [hefur staðfest við BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/s/southampton/4072084.stm) að þeir hafi hafnað **5 milljón punda boði í Peter Crouch**. Allir og ömmur þeirra telja að boðið sé frá Liverpool, en það er þó ekki sagt beint í fréttinni, þrátt fyrir að einnig sé haft eftir Harry Redknapp í fréttinni:
>t would be better for Peter to stay at Southampton and play rather than go somewhere like Liverpool and be on the bench.”
Ok.
Semsagt þá er það staðfest að Rafa vill fá Crouch til Liverpool og hann var tilbúinn að borga 5 milljónir punda. Sagt er að Southampton vilji fá 7 milljónir fyrir Crouch, sem mér þykir ískyggilega nálægt upphæð, sem við seldum einn enskan framherja til Real Madrid á og keyptum sömuleiðis einn spænskan framherja frá sama lið á.
Þá er spurningin, metur Rafa Crouch virkilega svo mikils að hann sé tilbúinn að borga sama pening og fyrir Fernando Morientes? Ég trúi því varla, en ef Rafa vill sjá hann fyrir 5 milljónir þá eru nú frekar miklar líkur á að hann sjái eitthvað verulega mikið í Crouch, sem geri það að verkum að hann muni bæta í tilboðið. Hver segir svo að enskir leikmenn séu dýrir?
Jamm. Skv. Chris Bascombe hjá Echo, sem hefur að mínu viti best sambönd innan klúbbsins af öllum blaðamönnum, mun Rafa hækka tilboðið og kaupa Crouch. Hann segir að það verði gengið frá þeim kaupum núna eftir nokkra daga, þegar Rafa og Rick Parry snúa aftur úr fríi.
Þá segir hann að eftirfarandi leikmenn verði keyptir, og ég treysti yfirhöfuð því sem Bascombe segir: José Reina (mark), Gabriel Milito (vörn), Peter Crouch (sókn). Þá segir hann að Alberto Luque sé, þrátt fyrir fregnir, ekki eftirsóttur af Liverpool FC. Því miður.
Svo segir hann að Baros sé á leiðinni frá Liverpool, og þótt ótrúlegt megi virðast séu Lyon líklegasti áfangastaður. Að lokum staðfestir hann að tæknitröllið Igor Biscan verður ekki áfram hjá Liverpool. Hann er með lausan samning og verður ekki boðinn nýr samningur.
Sem sagt, eitthvað svona…
INN: Reina, Milito, Crouch
ÚT: Pellegrino, Smicer, Biscan, Baros
Ef við tökum Bascombe trúanlegan, þá mun listinn yfir leikmannabreytingar pottþétt innihalda þessar sjö ofantöldu breytingar. Spurningin verður síðan bara hverjir bætast við þetta… 🙂
Ef hann kemur þá giska ég á að kaupverðið sé í kringum 6 millur + extra ef hann spilar ákveðinn fjölda leikja og nær 10-15 landsleikjum….
Já, maður myndi vona að kaupverðið á Crouch yrði að verulegu leyti árangurstengt.
En athyglisvert á þessum lista Bascombe er enginn miðjumaður. Þannig að við missum Biscan, Smicer og Diao en fáum engan í staðinn? Hmmm….
Nei ég er nokkuð pottþéttur á því að, úr því Biscan fer, þá ætli Rafa sér að kaupa a.m.k. einn mann á miðjuna. Og svo vitum við að a.m.k. einn vængmaður er forgangur í sumar.
Ég tók því þannig að þetta verði Reina í markið, Milito í vörnina, Crouch í sóknina PLÚS miðjumenn – og að ástæðan fyrir því að Bascombe nafngreindi enga miðjumenn er bara sú að það er ekkert orðið frágengið með neinn miðjumann.
Já, það er gaman að pæla í þessu. Stóra spurningin er hversu mikið af seðlum Rafa hefur til umráða. Held að það verði ekki alveg ljóst fyrr en UEFA kemur með sinn úrskurð.
Eftir því sem maður hefur samt frétt, þá hefur hann a.m.k. 30 millur punda fyrir sölur og ákvörðun UEFA. Það má ekki reikna með neinum svakalegum upphæðum út úr sölunum, talað er um 7-9 mills fyrir Baros ef hann fer og svo um 5 mills fyrir Diouf. Annað verður líklega bara gefið til að losna við þá af launaskrá.
Það er víst að um 15 mills fara í kaup á Reina og Milito (eftir því sem maður hefur heyrt). Ef Crouch kemur, þá væri upphæðin væntanlega komin upp í 21 mills. Samkvæmt því sem til er í eyðslu í dag, væru 9 millur eftir. Mér þætti ekkert ótrúlegt að það færu því um 25 millur í það að kaupa inn á miðjuna. Einn stór kall á hægri kant og svo 2 auka menn á miðjuna. Ég var að vonast eftir Zenden frítt til að breikka hópinn, og mér finnst alls ekki ólíklegt að Diarra verði kallaður tilbaka og látinn taka stöðuna hans Igor sem svona “næstimaðurinn”. Það er því alveg morgunljóst að hópurinn er að fara að styrkjast talsvert á næstunni. Þessu til viðbótar má búast við nokkrum ódýrum minni nöfnum (ungir kallar) sem eiga að auka breiddina og hugsaðir í varaliðið.
En hvað veit maður svo sem? :rolleyes:
Ég er nú ekki alveg að ná þessari upphæð sem verið er að setja á hann Crouch.
Við eigum að borga 6-7 millj punda fyrir hann en fá einungis 7-8 millj fyrir Baros.
Það er svo rosalega mikill klassamunur á þessum leikmönnum, 1-2 millj punda í mismun í verði er brandari.
Það lélegur brandari að hann gæti komið í Séð og Heyrt.
Kveðja
Krizzi
SSteinn sagði:
>Einn stór kall á hægri kant
Einn stór kall? Meinarðu stórt nafn, eða hávaxinn karlmaður?
Nei bara spyr, Joaquín er nefnilega bæði… 😉
Einn plús einn voru hvað aftur? :laugh:
Það er auðvitað draumurinn sem býr í dósinni, jahh ekki er SWP sá hávaxnasti í bransanum :biggrin: