Við hérna á Liverpool blogginu höfum aðeins verið að ræða það að efna til einhverskonar hittings, bæði okkar pennana sem búsettir eru á landinu og eins þeirra fjölmörgu sem lesa síðuna og/eða taka þátt í umræðunni sem jafnan skapast hérna.
Eina gáfulega hugmyndin sem að lokum varð niðurstaðan var að halda Pub Quiz þar sem þemað verður að sjálfsögðu Liverpool FC en einnig að einhverju leiti líka síðan okkar kop.is. M.ö.o. ef þú veist allt um Liverpool þá ertu sigurstranglegur en líklega þarftu að vera ágætlega vel að þér líka í umræðum eða upplýsingum um kop.is. Við útskýrum þetta allt betur þegar nær dregur.
En til að hafa þetta alvöru hefur verið ákveðið að sameina þennan viðburð vígalegu bjórkvöldi sem Liverpool klúbburinn ætlar að efna til á Players, enda gætu Pub Quiz um Liverpool, röfl um Liverpool og helstu bloggsíðu liðsins hér á landi plús dágóður slatti af bjór ekki átt mikið betur saman. Daginn eftir er síðan leikur hjá Liverpool þar sem allir koma aftur á Players og hjálpa mér að rifja upp hvað ég gerði daginn áður.
Þannig að ef þú heldur með Liverpool og ert búsettur á Íslandi, taktu föstudaginn 12.nóvember frá, fáðu leyfi hjá betri helmingnum eða taktu hann með ef þörf er á slíku. Það er Pub Quiz og bjórkvöld sem þú ætlar ekki að missa af.
Endilega látið heyra frá ykkur hér í ummælum ef þið hafið áhuga á þessu.
Babú
Mæti klárlega
Allt að gerast; Dan Roan: Breaking – Damien Commoli to join Liverpool.
Hodgson á greinilega ekki að fá að kaupa. Erum við ekki að tala um Director of Football?
Ætlar hann að mæta á Quiz? 🙂
Er þetta ekki annars gaurinn sem var hjá Spurs, við litlar vinsældir?
Bætt við:
Nei hann var líklega ágætur, þáverandi stjóri var samt ekki hans besti vinur en ég man rétt.
EN lesið þetta, hinn sívinsæli Paul Tomkins tók nettan lunch með nýjum eiganda Liverpool sem hefur hrifist mikið af hans skrifum (bókum).
http://tomkinstimes.com/2010/11/my-lunch-with-the-quiet-american/comment-page-1/#comment-72195
Góðar fréttir að þeir beri bækur saman segi ég.
Ég veit að þetta tengist ekki þessari færslu, en veit einhver um gott iCal/GoogleCal dagatal með öllum leikjum Liverpool í vetur?
http://www.markthisdate.com/calendar/Liverpool_FC_Match_Schedule_2010___2011_10299/add-to-calendar.html
Takk fyrir þetta bigb 🙂
flott framtak hér á ferð strákar. Ég verð fastur í vinnu á þessum tíma en annars hefði maður mætt.
Öööö, já varðandi færsluna, þá er ólíklegt að ég mæti:(
Já eru það ekki bara góðar fréttir að Tomkins hafi fengið “one on one time” með John Henry?
http://blogs.telegraph.co.uk/sport/duncanwhite/100007449/tottenham-are-reaping-the-legacy-of-frank-arnesen-and-damien-comolli/
Góð gerin um tíma Frank Arnesen og Damien Comolli hjá Spurs, sést greinilega að Comolli stóð sig alls ekki illa. Helstu “flopp” hans og Arnesen voru ungir enskir leikmenn sem að Spurs lögðu (of) mikla áherslu á.
Ágætt að fá þennan Damien Comolli, maður treystir ekkert Hodgson einum fyrir þessu.
Hérna segja þeir að þetta sé staðfest með hann.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=99632
Innsk: Opinbera síðan er líka fín heimild 🙂
Nr. 9
Já þetta er flott grein og magnað record hjá Comolli hjá Spurs miðað við stöðu þeirra í dag og þátt þessara leikmanna í því (eflaust ekki honum einum að þakka en hann er engu að síður vel virtur og var það líka af Wenger sem sá á eftir honum þegar hann fór frá Arsenal).
Verð þú að benda þér á að það er óþolandi þegar þú skrifar svona undir dulnefni 🙂
Með tilkomu Comolli þá fer Liverpool kannski að kaupa unga leikmenn eins og Bale eða Walcott. Sama hvað mönnum finnst um, þá eru þeir engu að síður mikilvægir hlekkir í sínum liðum í dag. Þannig að ef ´´annar´´ Bale eða ´´annar´´ Walcott kemur fram á sjónarsviðið þá verði Liverpool kannski fremst þar í flokki að tryggja sér þá þjónustu. Annars er ég ekki nógu kunnugur til að dæma þennan mann ýtarlega en miðað við allt og allt þá virðist hann hljóma afskaplega vel í mínum eyrum. Bara vonandi að árángur hans verði giftusamlegur á næstu fimm árum eða svo.
Svo er þetta gott framtak. Aldrei að vita nema maður láti sjá sig á players :=)
verða ekki guggur þarna?
Guggur og gúmmíbátar.
Skella inn þræði um Comollo! Langar að vita meira um hann.
http://www.guardian.co.uk/football/2010/nov/03/roy-hodgson-rafael-benitez-liverpool?intcmp=239
snillingur !
Svona til að hafa allavega eitt svar tengt þræðinum :p
Við komum á einum eða tveim (ekki alveg klárt enn) bílum frá Akureyri þessa helgi og ég get ekki ímyndað mér neitt betra að gera en að mæta upp í Players á pub-quiz. Svona þar sem þetta er nú Liverpool ferð hjá okkur.
Hlakka til að sjá sem flesta 🙂
Vel gert Gunnar, passaðu þig bara á að vera alls ekki með Carlberg undir stýri ef hann kemur með ykkur, drengurinn kann ekkert á bíl. Hann á að vera í miðjunni aftur í.