Wigan 1 – Liverpool 1

Er það bara ég, eða eru allir leikir sem ég á að skrifa skýrslu fyrir, fáránlega leiðinlegir?

Liðið gegn Wigan var svona:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky

Meireles – Lucas – Gerrard – Maxi

Kuyt – Torres

Bekkurinn: Hansen, Jovanovic, Ngog, Spearing, Poulsen, Shelvey, Eccleston.

Þetta var ÖMURLEGUR leikur. Viasat í Svíþjóð sýndi ekki leikinn og ég var allan tímann í veseni með að horfa á þetta á netinu (missti af marki Wigan til dæmis) – þannig að ég nenni varla að skrifa skýrslu.

Ég tók mig því bara til og kóperaði Twitter skilaboð okkar penna (og nokkra erlendra penna) yfir leiknum. Þau lýsa kannski ágætlega því hvernig var að horfa á þessi ósköp. Þau elstu eru fyrst.


@rorysmith_tel: Brilliant from Torres. Controls Gerrard’s through ball magnificently and pokes it past Al Habsi. #LFC 1-0 #Wigan

@BabuEMK: What a goal!! wow

@thisisanfield: Gerrard through ball form midfield, Torres takes it past defender and perfect finish into corner. Great goal. #LFC

@einarorn: OOOoooooh

@kristjanatli: Frábær dómgæsla. Dæmt á Torres fyrir að vera nærri Figueroa þegar hann hrasar, svo ekkert dæmt þegar Torres er tæklaður aftan frá. WTF.

@einarorn: Hefur Skrtel einhvern tímann hitt á markið fyrir Liverpool? Enskir þulir segja að hann hafi verið framherji þangað til hann var 15 ára!!!

@kristjanatli: Lucas Leiva will need to be substituted early in this game. Got a yellow at the start and Wigan doing their best to trick ref into red card.

@BabuEMK: Jesus make one successful pass will ya #LFC

@anfieldonline: Wigan attacking again, Skrtel clearing. We’re giving them too much space.

@BabuEMK: Can we take a time out?

@kristjanatli: Lucky escape. Lucas is playing almost as badly as he was playing well on Sunday. Team also lost all momentum. Wigan could equalize.

@pauldalglish: I think its hard for Liverpool to dominate possession when we are so deep. It just invites pressure and forces us to c …

@pauldalglish: It is a tactic that can work, just not one that we have seen Liverpool play since the Houllier days!

@thisisanfield: Is Egil Olsen managing us today?

@paul_tomkins: RT @thisisanfield: Rodallega almost gets on end of cross. Very close. My god.

@BabuEMK: phew 0-1 and an awful first half

@RyanBabel: I think a decent first half ..

@BabuEMK: @RyanBabel hell no, great goal, apart from that not good at all

@thisisanfield: Surprise: Half time sub: Jonjo Shelvey on for Raul Meireles. #LFC

@kristjanatli: Very happy to see Jonjo Shelvey being trusted at such a young age. Same for Kelly. I just hope Meireles isn’t injured.

@BabuEMK: Now START FUCKING PLAYING

@pauldalglish: 1-1 and a thoroughly deserved equalizer for Wigan. We haven’t attacked since we scored!

@thisisanfield: This is incredible how deep we are. Literally asking for pressure. Free kick on edge of box now. Carragher booked.

@kristjanatli: Team wins 4 games in a row, starts this one by scoring … and then parks the bus. Who decides this shit? Manager or players? So daft.

@einarorn: Almáttugur hvað þetta er lélegt hjá Liverpool. Inná með Benayoun!

@einarorn: Ég geri ráð fyrir að Comolli sé ekki að fíla þennan fótbolta.

@kristjanatli: @einarorn Ég sé Comolli fyrir mér e-maila Roy eftir leik: “Saw the game. Keep Torres. Sell everyone else.”

@thisisanfield: @anfieldonline These tactics, like Roy, suit being used as underdog. He cannot create, only prevent. Not LFC.

@einarorn: Poulsen inná fyrir Kuyt. Say it ain’t so, Roy! Say it ain’t so!

@BabuEMK: I´m losing my mind watching this…and Poulsen is the solution

@kristjanatli: @einarorn Ég sagði þér það! Ég vissi þetta! Poulsen inn til að vernda jafnteflið. GEGN WIGAN!

@BabuEMK: RT @Danny_YNWA: I know what this performance is lacking, a slow, old, Scandinavian midfielder who loves to pass backwards.

@einarorn: Ok, þessi linkur á leikinn er að deyja hjá mér. Er þetta merki frá GUÐI?

@einarorn: Ef ég fengi ekki svona vel borgað fyrir að skrifa leikskýrslur á kop.is þá myndi ég hætta að horfa á leikinn núna.

@BabuEMK: We have absulotly no clue in attack

@kristjanatli: STEVIE!!! Saved by the bar. Our first attack. Could have used a goal there.

@kristjanatli: Our third sub will be Nathan Eccleston. Wait, did I miss a meeting? Why not use OUR TOP GOALSCORER? Did Ngog hit on Roy’s missus or what?

@einarorn: Fékk mér að borða. Missti ég af einhverju?

@BabuEMK: RT @natefc: I understand Eccleston, will stay left-ish and has more pace than Ngog, but Ngog should have been the one on for Kuyt.

@RyanBabel: I pray for Nathan 4 the winner … come on son ..

@kristjanatli: Yup. He’s become a frontrunner. Doesn’t dig deep anymore. RT @ErinNYC75 Gerrard has given up today. Just walking around.

@kristjanatli: Meanwhile, Martinez keeps putting on attacking substitutes. At least one manager wants to win this game.

@BabuEMK: Hodgson won´t be LFC manager for long with this rubbish football and this cowardish approach away…AT WIGAN #LFCTV

@einarorn: Ok, stelum þessu svo!

@kristjanatli: 1-1. On paper, draw disappointing but you can’t win ’em all. However, the performance was unbelievably shite. Roll on Saturday. #LFC


Maður leiksins: Enginn. Reina var jú sá, sem þarf sennilega að skammast sín minnst. Miðjan var stjarnfræðilega léleg hjá okkur (Lucas var slappur, Shelvey var slappur og svo framvegis). Ég veit ekki hvar vörnin var, en NZogbia og co litu út einsog þeir væru að spila við eitthvað pöbb lið.

Damien Comolli sat þarna uppí stúku og hann hreinlega getur ekki hafa verið hrifinn af þessum fótbolta sem boðið var uppá þarna. Hodgson vann sér klárlega inn meiri tíma með sigrinum á Chelsea, en þegar maður sér svo liðið detta niður í svona hörmung nokkrum dögum síðar, þá er maður ekki beint spenntur fyrir því að hafa hann lengi sem þjálfara.

106 Comments

  1. Virkilega ömurleg frammistaða.

    Shit hvað það verður fáránlegt hjá meistara Einari Erni að ætla að velja einhvern mann leiksins eftir þetta 90 mínútna time-waste. Meira eftir skýrslu.

  2. Slæmur leikur. Slæm úrslit.

    Hodgson út… út af mörgum ástæðum.

    Vill byðja menn um að vera kurteisir. Óþarfi að kalla Hodgson fífl og Poulsen viðbjóð. Tek það fram að ég vill að hvorugir taki þátt í fleirri Liverpool leikjum.

    úffff þetta tekur samt hrikalega á.

  3. Skelfilegt og Shelvey úff hvað hann nýtti sénsinn illa, gat ekki blautann

  4. skelfileg frammistaða og skelfilegt lið sem kláraði leikinn, hvar er pacecho?

  5. Þetta voru tvö dýrmæt töpuð stig sem skrifast fullkomlega á það hvernig stjórinn (sem er þvílík helvítis gunga) lagði leikinn upp.

    Þetta er Liverpool ekki Fulham, við þurfum ekki að spila eins og Fulham á útivelli…og raunar ætti enginn að gera það enda gat Fulham ekki heldur nokkurn skapaðan hlut á útivelli.

    Þar fyrir utan virkuðu okkar menn þreyttir og áhugalausir og fæstir eiga það skilið að klæðast Liverpool búningnum með svona ÖMURLEGRI spilamennsku. Við klikkuðum fleiri sendingum heldur en heppnuðust í leiknum!!

    Skiptingarnar eru svo rannsóknarefni útaf fyrir sig og munurinn á hugsunarhætti framkvæmdastjóranna var skelfilegur.

  6. plís ekki vera að ráðast á Shelvey, guttinn er 18 ára og er að læra ennþá…. þú veist easy sko

  7. Ég er bara rosalega pirraður núna! Hefðum við unnið þá hefðum við verið í fimmta sæti, lífið gott og Roy hefði svo sem mátt halada starfinu út tímabilið. En þegar maður horfir á svona spilamennsku þá vill maður aldrei sjá Roy Hodgson taka fyrstu rútu frá Liverpool!

    Burt. Með. Roy!

  8. Veit ekki hvort var verra, uppstilling Woy, eða áhugaleysi og þreyta/leti leikmanna. Asskotinn hvað dómarinn leyfði þeim að tuddast í okkar mönnum. Ótrúlegt að bakka svona mikið. ANDSKOTINN !!!

  9. Ég myndi nú einmitt sjá RH taka fyrstu rútu frá Liverpool!!!

    Þetta var skelfilegt en samt viðbúið. Ekki bara undir stjórn RH sem brillerum á móti stóru liðunum og drullum upp á bak á móti minni liðunum. Leikmenn þurfa að fara hugsa sinn gang og gíra sig upp í alla leiki ekki bara stóru sjónvarpsleikina.

  10. Plís ekki ráðast á Shelvey guttin er 18 ára minn rass, inná hjá Wigan kom gutti inná á svipuðum aldri og Shelvey hann var ekki eins og hóra í kirkju.

  11. Skýrslan vel við hæfi eftir kvöldið. Óþarfi að eyða of mörgum orðum í þetta.

    Þetta var alveg skýrt að mínu mati. Yfirspiluðum þá í kortér, lögðumst svo aftur og fórum í löngu sendingarnar á Torres. Kuyt datt alveg aftur á miðjuna, Lucas og Meireles á köflum enn dýpra. Áttum skilið að tapa en héngum á stigi. Hodgson setti Poulsen inná í stöðunni 1-1, með Ngog ónotaðan á bekknum. Segir allt um taktíkina, hann var að reyna að tapa ekki í stað þess að reyna að vinna.

    Fjórir sigurleikir í röð og svo þetta slappa jafntefli. Getum ekki unnið þá alla en vonandi var þetta ekki merki um það sem koma skal í næstu leikjum.

  12. Ég vil minna þá sem ætla að gagnrýna Shelvey á að Hodgson setti hann inn Á HÆGRI KANTINN.

    Jonjo Shelvey er ekki hægri kantmaður.

    Skástu leikmenn kvöldsins: Reina, Kelly, Torres (þangað til samherjar hans létu sig hverfa, hann horfði á leikinn eftir það). Aðrir þurfa að girða sig í brók.

  13. Leikurinn gegn Chelsea á ekki að bjarga einu eða neinu. Það var vissulega frábært að vinna þá , en þetta voru bara 3 stig.
    Við erum í 8. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 12 leiki og aðeins 13 skoruð mörk. En það er minna en eitt mark á leik sem er hræðiilegt fyrir félag á borð við Liverpool.

    Það er griðarlega mikilvægt fyrir framtíð félagsins að krækja í þetta 4. sæti eða gera a.m.k. atlögu að því og það er ekki að fara að gerast með þessu áframhaldi.
    Eigum alveg að vera með hóp í það með smá styrkingum í janúarglugganum.

    Verðum að fara að gyrða okkur í brók því þetta er ekki í boði!

  14. Eini munurinn á þessum leik og leiknum á móti Chelsea er að við vorum ekki að pressa í kvöld. Ég efast ekki um að Hodgson hafi sagt þeim að vera djúpir og svo treysta á Torres, og það gekk næstum því upp en málið er bara að við höfum ekki lið til að liggja svona langt aftur. Liðið okkar er vel spilandi fram á við og við getum vel pressað hátt ef þjálfarinn gefur þau fyrirmæli.

    Ég ætla ekki að krefjast þess að Hodgson verði rekinn, ég geri bara þá kröfu á hann að hann láti liðið pressa hærra og reyna að skora allavega fleiri mörk en andstæðingurinn.

    • Getum ekki unnið þá alla en vonandi var þetta ekki merki um það sem koma skal í næstu leikjum.

    Þetta er setning sem Hodgson þarf að fara eyða úr sínu minni! Hann veit allt of vel af þessu. Það er eins og hann sé stundum að reyna að sanna þetta.

  15. Sælir félagar

    Hvað er hægt að segja eftir svona leik. Guð og jesús og þeir frændur allir: hvað ég vildi að ég hefði ekki séð þennan leik. Einu mennirnir sem hægt er að segja að hafi unnið fyrir kaupinu sínu eru Reina, Carra, Gerrard og Torres. Allir hinir voru verri en enginn. Og varamennirnir voru ekki að spila sig inn í þetta lið. Voru að vísu ekki verri en aðrir sem fyrir voru – en samt. Ömurlegt.

    Hverslags motivering fyrir þennan leik. Burt með RH. Skiptingarnar? Minnti á gamla tíma hjá Rafa, bæði seinar og vondar. Það segir mikið um frammistöðu leikmanna að leikurinn batnaði hjá Liverpool þegar Poulsen kom inná. Ég á bara ekki orð.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. Greinileg þreyta í sumum og hjá öðrum gekk ekkert upp, varla heppnuð sending í leiknum – eða þannig upplifði ég það á meðan á leiknum stóð. Skelfileg frammistaða hjá okkar mönnum, en ég held að þjálfarateymið hafi gert einhver mistök líka. Það verða eflaust skemmtilegar umræður hérna í kjölfarið á þessum vonbrigðum…

  17. Klúðraði dálítið kommentinu áðan vegna reiði-hrað-innslætti.
    En voðalega finnst mér þetta Pacheco mál dularfullt. Brillerar með U-19 ára landsliði Spánverja, spilar einn evrópuleik með okkur og dettur svo alveg út úr liðinu?

  18. Kommon, Hodgson sagði fyrir þremur leikjum að hann væri ekki svo barnalegur að halda að Liverpool gæti unnið sjö af næstu níu leikjum – eftir að tveir unnust í röð varð náttúrlega að gera eitthvað í málinu til að missa þetta ekki allt í rugl…

  19. Roy á þetta tap alveg einn, hann hefur spilað upp á að pakka í vörn og halda, sem þýðir á Liverpúlísku jafntefli. Það þýðir ekkert að kalla þetta jafntefli, þetta er tap, þetta er eitt fokking stig á móti Wigan og það jafngildir tapi ef maður er Liverpool.
    Skiptingar voru til háborinnar skammar og ég væri alveg til í að heyra hálfleiksræðuna, sem ég býst við að hafi verið jafn hvetjandi og fósturlát.
    Rólegir á Shelvey, ég vitna í póst minn frá því fyrr í kvöld, hvenær hefur Shelvey á sínum 18 árum spilað hægti kant??
    Hverng er hægt að breyta 1-1 stöðu á útivelli með Lucas og Poulsen inn á?
    Hvar var Pacheco?
    Hvar var Jovanovic sem skipting fyrir Kuyt, (hann er jú senter fyrst og fremst)

    Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Johnson er búinn að tapa stöðu sinni sem bakvörður og á bara að vera notaður sem kantmaður.

  20. 1-1 á 73. mínútu á móti Wigan og Hodgson tekur framherjann Kuyt útaf og lætur útbrunna varnartengiliðinn Poulsen inná. Þarf þessi maður í alvöru að vera að þjálfa liðið okkar?

  21. Tók engin eftir því að Poulsen steig ekki feilspor eftir að hann kom inn á. Held ég veðji bara á að hann byrji gegn Stoke. Annars til hamingju Hodgson þér tókst það, stig er stig.

  22. Malouda Chelsea 7
    Nolan Newcastle 7
    Tevez Man City 7
    Bent Sunderland 6
    Berbatov Man Utd 6
    Carroll Newcastle 6
    Drogba Chelsea 6
    Cahill Everton 5
    Elmander Bolton 5
    Kalou Chelsea 5
    Van der V Tottenham 5
    Davies Bolton 4
    Dempsey Fulham 4
    Gyan Sunderland 4
    Nani Man Utd 4

    Þetta eru markahæstu menn deildarinar. Þarna er kannski vandamál okkar manna. Ekki einn Liverpool maður í topp 15. Chelsea með 3, man utd 2, Newcastle 2, Sunderland 2. Segir allt sem segja þarf.

  23. Meireles fór útaf veikur í hálfleik.

    Er ennþá að manna mig upp í að skrifa um þessa hörmung!

  24. Hogson var á góðum stað þegar hann var að þjálfa Fulham.
    Afhverju fengum við hann? Afhverju?!?!

  25. (34) Maggi: er sem sagt hægt að skrifa þessa hörmung á einhvern flensuskít? Það væri óskandi…

  26. ég er ósammála sigkarl nr.23…….
    mér fannst martin kelly bara standa sig djöfull vel og er að taka ástfóstri við þennan gaur…..
    reyndar fíflaði n´zogbia hann uppúr skónum einusinni en það er afsakanlegt
    fannst hann jafn góður og fokking konchesky var lélegur!!!!
    hvar var hann þegar þessar sendingar voru að koma frá hægri kanntinum!!
    það er alveg greinilegt að það fór mikið púður í chelsea leikinn en þessi frammistaða var klárlega ræpa dauðans!!!

    þá er það klassíkin……HODGSON BURT!!!!!!!!!

  27. Hrikalegt og alveg skelfilegt að horfa á Hodgson setja Poulsen inná. sínir að gamli er örugglega með jafnmargar heilafrumur og einfrumungur. Sérstaklega í ljósi þess hve mikið verið talað um það í Englandi seinustu vikuna að Poulsen kaupin séu örugglega lélegustu kaup leiktímabilsins by far og að maðurinn sé hugsanlega einn sá lélegsasti sem sé að spila í deildinni.

    Mistök Poulsen vöru jú fjölmörg, hann var alltaf vitlaust staðsettur og missti alltaf dekkningunna frá sér ef hann yfir höfuð náði henni til að byrja með.

    Shelvey var skelfilegur og það er ekkert af því að gagnrýna það þó að hann sé 18 ára gamall. Hvað eru margir á hans aldri að skila í það minnsta sæmilegum leik í þessari deild!? Stærstu mistökin eru þó Hodgsons að setja hann inná í þessari stöðu, þ.e. liðið að spila skelfilega og staðan 1-1 og frekar að andstæðingurinn sé að fara að bæta í en liðið hans að skora.

    Burt séð frá fyrrgreindum skiptingum, hvernig datt honum svo í hug að setja Eccelstone inná? Þó að lítið sé hægt að setja út á drenginn einfaldlega út af því að hann kom bara einu sinni við boltann eftir að hann kom inná.

    Niðurstaða, þetta lið gæti gert góða hluti ef það hefði mann í brúnni sem hefði vit á því sem hann er að gera. Hodgson burt og það strax.

  28. Komst í meira þunglyndi á að horfa á þennan leik heldur en af öllu krepputalinu sem dynur á manni. Er að spá í að gráta í fósturstellingunni, hringja í vinalínuna, vælubílinn og geðdeild. Þessi maður er að drepa mig og fleira með þessu rugli, fjöldamorð á púllurum í gegnum netið. Við eigum þetta ekki skilið, plís plís plís RH, hættu , farðu, búinn, bless……………….

  29. Ég á nú ekki mörg orð um þennan leik en hvað í fjandanum er í gangi í hausnum á Hodgson, hann tekur Kuyt útaf og setur Poulsen inná völlinn en ekki N’Gog eða Milan.
    Er maðurinn svona hræddur um að tapa leiknum að hann setur frekar varnarsinnaðan mijðumann inná til þess að tapa ekki í staðinn fyrir að setja sóknarmann inná og sækja öll helvitis stigin.

    Djöfulsins helviti, ég held að það sé nauðsyn að kaupa svona eins og 3-4 kantmenn í janúar svei mér þá, að lið eins og Liverpool skuli ekki eiga kantmenn er alveg ótrúlegt helviti, Kuyt er ekki kantmaður. Meirales er ekki kantmaður, Shelvey er ekki kantmaður.

    KAUPA KANTMENN TIL AÐ NOTA Á KANTANA OG SÓKNARMENN TIL ÞESS AÐ SPILA FRAMMI.

  30. Við stillum upp nákvæmlega sama liði og á sunnudags eftirmiðdag á móti Chelsea. Leikurinn þá var kl 16 að mig minnir.

    Menn fá tvo daga eftir að hafa gefið allt í Chelsea leikinn og ferðast svo til Wigan í dag og keppa við mjög líkamleag sterkt lið. Menn virkuðu bara þreyttir vegna þess að þeir voru greinilega þreyttir. Ég veit að það er ekki nokkur ástæða fyrir lélegri frammistöðu en það hefur engu að síður alveg örugglega haft áhrif.

    Kannski hefði Hodgson átt að hrista betur upp í hópnum fyrir þennann leik í kvöld og gefa sumum hvíld og hafa þá kannski á bekknum. Það er td ekki tilviljun að það sé verið að hvíla menn á fimtudögum fyrir sunnudagsleikina þrem dögum seinna.

  31. Ég er bara strax kominn með kvíðahnút fyrir næsta leik sem er útileikur gegn Stoke, hversu sorglegt er það?

  32. Skrifa töpuð stig alfarið á leikmennina. Leikmenn sem geta ekki fullkomnað 3-5 metra sendingar eiga ekki skilið að vinna leik. Lucas var hriplegur, Shelvey lélegur og það skapaðist ENGIN hætta nema ef Gerrard eða Torres áskotnuðust boltann framarlega á vellinum.

    Það er auðvelt að tala um varnartaktík og að við höfum legið til baka, EN ef þú heldur ekki bolta lengur en 2-10 sek þá nærðu aldrei að færa liðið framar og það er staðreynd! Breytir engu hvernig leikurinn er upp lagður, ef þú heldur ekki tuðruni þá þarftu að elta hana og okkur fórst það ekki einusinni vel!

    Í þau fáu skipti sem við náðum upp smá spili, 4 sendingar eða meira náðum við að skapa hættu en það þarf miklu meira til.

    Menn virkuðu afar þreyttir, Lucas sem var eins og sprautað hafi verið sinnepi í rassgatið fyrir Chelsea leikinn var ekki skugginn af sjálfum sér í þessum leik! Kuyt virkaði þreyttur, eðlilega ný staðinn upp úr meiðslum og svona mætti lengi telja.

    Helstu mistök Hodgson var kannski að spila ekki ferskari mönnum, eins og Milan, Babel og uuuuuu… kannski ekki margir aðrir sem koma til greina.

  33. Nr. 43. það er engin tilviljun að allir stjórar sem eru eitthvað að ná árangri nota rotation gríðarlega mikið yfir tímabilið!! Martin O´Neill er gott dæmi um mann sem hefur ekki náð þess og Hodgson auðvitað líka. Hann er samt ekki að gera neina gloríu í viðtali núna og var nokkuð hreinskilinn um þessa frammistöðu.

    EN hann sýndi algjört ráðaleysi á meðan leik stóð og skiptingarnar voru gjörsamlega vonlausar.

  34. SHIT var bara að klára að æla ! En þó svo að poulsen sé hræðilegur leikmaður var þessi skipting ekki það heimskuleg nema fyrir tímasetniguna á henni ! hefði klárlega viljað sjá Ngog fram þarna. En ef þið slökktuð ekki á sjónvarpinu þegar hann kom inná þá gátu menn séð að þegar hann kom inná fór Gerrard framm og við náðum nokkrum sóknum í restina t.d. sláarskotið hja Gerrard ! en málið er að fyrst að Meireles var að fara útaf í hálfleik þá átti hann frekar að setja Poulsen inná fyrir hann og Kuyt á hægri kant og Gerrard framar strax ! því það lifnaði “aðeins” yfir sóknarleiknum þegar Gerrard fór framar. Þannig að heimskulegast skiptingin að mínu mati var að setja Jonjo á kantinn og gerrard niður en við vorum nátturulega marki yfir þá og karlinn hefur ætlað að reyna að halda því !

    og djöfull er pirrandi að sjá alltaf 4-5 miðjumenn ! Ég héllt að þetta ætti að vera 2 miðjumenn, 2 KANTMENN og 2 sóknarmenn !

  35. Alveg rólegir að rakka niður Shelvey. Gaurinn er 18 ára og spila sínu fyrstu leiki í PL. Ef menn hafa ekki þolinmæði fyrir slíkum leikmönnum þá eiga þeir að byrja halda með Chelsea. Ronaldo, Fabregas og Gerrard sem dæmi voru ekki að gera stóra hluti í sínum fyrstu leikjum á táningsaldri og hlutu óverðskuldaða gagnrýni fyrir. Það er ekki við hann að sakast að Liverpool gerði jafntefli við Wigan í kvöld og ef hann á ekki að fá að spila í svona leikjum, hvenær þá??

    Þegar leikmenn 16-20 ára eru að spila sínu fyrstu leiki með félögum sínum þá er það á ábyrgð eldri leikmanna að hífa leik yngri leikmanna á næsta level. Kjúklingarnir verða ekki betri að sitja á bekknum og koma inná 23 ára sbr. El-Sahr. Það er bara staðreynd að unglingarnir fengu ekki tækifæri undir stjórn Benitez, ekki einn kjúklingur hefur komið uppúr unglingastarfinu undanfarin ár. Síðan þegar ungir leikmenn eru loksins farnir að fá tækifæri með aðalliðinu þá eru þeir orðnir helsti skotspónn aðdáenda liðsins. Sorry en slík gagnrýni á enganveginn rétt á sér, sérstaklega þegar allt liðið er með buxurnar á hælunum.

  36. Þetta byrjaði vel fyrstu 15 min við miklu betri en þá voru menn bara búnir á því enda búið að spila á sama liðinu síðustu leiki.
    Áttum erfiðan leik á fimmtud. enn erfiðari á sunnud. og í kvöld voru bara menn búnir á því.
    Hodgson fær mínus í kladdan frá mér alltof seinn með skiptingar eins og alltaf hann átti að sjá hversu menn voru þreyttir, og breyta um taktík fyrr.
    Þetta var augljóslega ekki að virka.

  37. Mér finnst nú full mikil svartsýni í gangi hérna,þetta Wigan lið er ekki svo lélegt og átti sinn besta leik í kvöld. Ég sá síðasta korterið í báðum hálfleikjum hjá City og UTD og ekki var það skemmtilegra en okkar leikur,okkar menn eðlilega þreyttir eftir chelsea leikinn og svona.
    Já og Gerrard átti þrumu í slánna. En vinstribakkinn okkar stóð sig ekki í stykkinu í kvöld og ég er ekki viss um að hann sé mikið skárri en sá danski.

  38. 50# “Mér finnst nú full mikil svartsýni í gangi hérna,þetta Wigan lið er ekki svo lélegt og átti sinn besta leik í kvöld.”

    En það er farið að vera virkilega pirrandi að öll “minni” lið sem við keppum á móti virðast alltaf eiga sína bestu leiki einmitt gegn okkur!
    Hvað er þá til ráða?
    Það má alveg fara að taka Hodgson útaf.

  39. Shelvey var svo grátlega lélegur að manni leið hreinlega ill að sjá hann í Liverpool treyju, annars heppnir að fá eitt stig úr þessum leik. Framherjar Wigan litu út eins og heimsklassa fótboltamenn þarna inn á…

  40. Djöfull á maður ekki að gera sér væntingar, ég sem hélt að þetta væri allt að smella saman en NEI ekki var það svo gott, LANGT ÞVI FRÁ. Leikurinn á Laugardag verður miklu erfiðari en kemur ekkert til greina en helst 4 stig þar.

    En er svo DRULLUSVEKKTUR og VIÐBJÓSLEGA PIRRAÐUR að ég er farin að sofa í hausinn á mér og vona að þessi leikur muni aldrei aftur verða í huga mér eftir svefninn…

    Bless í bili…

  41. Einare

    Hvað með Insua, Kelly, Ngog og Ayala. Þetta eru leikmenn sem að Rafa notaði og Kelly hefði fengið að spila mun meir á síðasta tímabili ef hann hefði ekki meiðst.

    Annars finnst mér alveg magnað hvað maðurinn er tregur að gefa Pacheco séns

  42. Einare #48 skrifaði: „Ronaldo, Fabregas og Gerrard sem dæmi voru ekki að gera stóra hluti í sínum fyrstu leikjum á táningsaldri og hlutu óverðskuldaða gagnrýni fyrir.“

    Einmitt, þeir fengu gagnrýni, tóku hana til sín, bættu sig og eru allir í hópi bestu leikmanna í heimi í dag. Ef menn eru nógu góðir til að spila þá eru þeir nógu góðir til þess að fá á sig gagnrýni.

    Vandamál Shelvey í dag var ekki aldurinn eða hvar hann spilaði á vellinum heldur að hann skilaði boltanum skelfilega illa frá sér.

  43. Guffi og fleiri. Það vantaði fimm leikmenn vegna meiðsla. Eins og Hodgson sagði, “this is what we have right now,” en úr því verður vonandi bætt. Það vantar breidd í hópinn, það er alveg ljóst.

    Niðurstaðan er vonbrigði og spilamennskan léleg, en menn kannski orðnir þreyttir. Menn fengu bara tvo daga til að jafna sig eftir Chelsea leikinn. Sá ekki þeirra leik reyndar en sá á BBC að þeir voru nálægt því að tapa þessu niður gegn Fulham (unnu 1-0 á heimavelli).

    Eitt stig er þó betra en ekkert og Torres er klárlega kominn aftur. Það er eitthvað jákvætt til að taka út úr leiknum.

  44. Ég held að menn verði nú aðeins að róa sig, þetta var lengi vel vandamál hjá liðinu undir stjórn Rafa, minni liðin, sérstaklega á útivelli. liðið var að spila allt í lagi í fyrri hálfleik fyrir utan 10 mínútna kafla þegar Wigan pressaði nokkuð stíft. Síðan kemur þessi skipting í hálfleik sem hefur greinilega verið “forced”. Shelvey átti ekki góðan dag en hann verður að fá að eiga þessa slæmu daga til að geta tekið framförum. Wigan hefur haft einum degi lengur til að jafna sig eftir helgina og það munar um hann á þetta háu tempói. Liverpool-liðið þurfti að gefa allt í þetta gegn Chelsea og það hefur án efa setið meira í þeim heldur en laugardagsleikur Wigan gegn Blackburn. Mark snemma leiks gaf líka jafnvel til kynna að þetta myndi gerast af sjálfu sér og það örlaði á vanmati eftir markið.

    En skiptingarnar tvær voru frekar skrýtnar, Það er löngu ljóst að Poulsen og Lucas virka illa saman á miðjunni og liðinu tókst ekkert sérstaklega að halda boltanum eftir að hann kom inn á, ekki frekar en áður en hann kom inn á. Og svo að geyma N´Gog allan tímann, hann hefði betur komið beint inn fyrir Kuyt.

    Og strákar, það er illa leiðinlegt að vera ótrúlega kátur eftir sunnudagsleikinn og vilja Hodgson út tímabilið og vera svo gjörsamlega búinn að skipta um skoðun og vilja reka hann þremur dögum seinna. Gefum okkur smá breik hérna.

  45. Magnað að Hogdson tali nú um að hópurinn sé of lítill,

    vildi hann ekki ólmur losna við menn í haust vegna þess að við hefðum allt of stóran hóp???????????

  46. Jæja.

    Flottar fyrstu 15 mínútur og áttum auðvitað að komast í 0-2 þegar Gerrard skaut yfir. Svo bara fór loftið úr blöðrunni og bara spurning hvenær Wigan myndu jafna.

    Þegar það gerðist hélt ég að við færum framar á völlinn sem við ekki gerðum og þó við höfum fengið dæmt af okkur mark (réttilega) og átt þverslárskot áttum við í mesta lagi 1 stig skilið.

    Allir leikmenn undir getu nema Carra, Konchesky og Reina. Ég trúði ekki sveiflunni í leik Lucasar, Kelly, Maxi og Gerrard sem léku svo vel á sunnudaginn en ömurlega í kvöld. Torres reyndi svosem lengi vel en svo voru allir 8 leikmennirnir í vörn og á miðju svo langt frá honum að hann hætti að nenna að djöflast.

    Liðið var fært aftar á völlinn eftir kortér og það var látið halda sér þangað til. Ótrúlegt en satt fannst mér smá neisti koma þegar Poulsen kom inná og Gerrard var færður nær Torres, sem ég endurtek að var ótrúlega einn á toppnum í þessum leik.

    Við vörðumst á tveimur djúpum línum og vorum bombarderaðir aftur á völlinn af frísku Wiganliði.

    Það er tvennt sem sveið mest eftir að leik lauk.

    A) Teknísku skemmtilegu, sókndjörfu og spræku leikmennirnir voru í Wigan Athletic í kvöld. Duglegu trukkarnir í LFC.

    B) Sigur í kvöld hefði fleytt okkur í 5.sætið í EPL og maður hefði haldið brosinu. Núna er aftur dottinn vafi í kollinn á manni.

    Svo þegar maður horfir á þá sem við köllum inn af bekknum í kvöld spyr maður út í það hvað réð því að Pacheco er ekki enn í hóp og hvers vegna N’Gog kom aldrei inná…

    Svipurinn á Hodgson sagði mér það að annað hvort er karlinn ráðalítill vegna meiðsla og vandræða í leikmannahópnum eða hann veit það að það er beðið eftir því að hann misstígi sig. Sama hvað hann segir, þá er óánægja LFC aðdáenda sýnileg og við ætlum ekki að fara að endurtaka Houllier tímabilið í leikstíl Roy minn, það mun ekki duga þér lengi. Fá aftur Chelsea frammistöðuna eða Blackburn leikinn. Næsta lið, Stoke, mun stúta okkur með löngum boltum ef við liggjum svona aftarlega!!!

    Slæm, slæm frammistaða. ÚFFFFFFFFF

  47. Jamm og já. Sá ekki leikinn en hef lesið nóg og skoðað tölfræði og helstið úr leiknum á Vísi. Svo virðist vera sem kafteinn ofurbrók hafi klúðrað tveimur góðum færum ….. sem er ekki honum líkt.

    2 sólarhringar. Þreyttir leikmenn. Líkamlega sterkt Wigan lið. Squad rotation? Fannst kjánalegt þegar ég sá liðsuppstillinguna að kallinn hefði engu breytt en jú liðið vann jú Chelsea. Hefði ekki verið betra að láta aðra gaura tæta þá svolítið sundur og saman og eiga einhverja sterka á bekknum? Eða er liðið það þunnt að það er bara ekki meira til, nema þá menn sem ekki þurfa nær daglegan rakstur? Agger, Soto og Glenda meiddir. Babel og …. ??

    Roy my boy fær tvo þumla niður fyrir að reyna ekki eitthvað annað og dreifa álagi. Annars sama staða og fyrir þennan leik þannig að það er ekki mikill skaði skeður. Bring on Stoke. Kannski færi Feitur Smári að byrja…. hver veit.

  48. Já Egill,,,,hver veit nema Shelvey eigi eftir að taka hana til sín og bæta sig. Finnst bara ekki viðeigandi að taka hann sérstaklega út úr þegar allt liðið er að gera í buxurnar.

    Jónas, með þá Insua, Kelly, Ngog og Ayala, þá er það rétt að þeir fengu allir sénsinn hjá Rafa. Ngog og Insua fengu ekki alvöru tækifæri á táningsaldri. Voru komnir á 20 ára aldur þegar þeir fengu relguleg tækifæri. Ayala who, man ekki eftir mörgum sénsum hjá honum. Kelly er 20 ára í dag og hefur leikið 3 leiki með aðalliði Liverpool. Til samanburðar þá voru Gerrard, Ronaldo og Fabregas komnir með vel á 100 leiki á sambærilegum aldri.

    Sammála þér í því að ég skil ekki af hverju Pacheco fær ekki fleiri tækifæri með aðalliðinu, sérstaklega þegar Cole er fjarverandi.

  49. Ég legg til að næst þegar við mætum Wigam verði N’Zogbia í rauðum búningi.

  50. Finnst þetta líka frábær confidence booster frá Hodgson fyrir strákana eftir leik… “We finished the game with Martin Kelly, Jonjo Shelvey and Nathan Eccleston. That’s what we have at the moment. Hopefully we will get some players back soon.”

    Einstakt fyrir strákana að að lesa svona eftir leik og sjá að þeir séu í raun og veru algjört hallæri.. Hallærið er að sjá þessa Konchesky og Poulsen böðlast út um allan völl í nafni Liverpool.

  51. tekið af sport.is
    http://www.sport.is/forsida/2010/11/10/enski-boltinn-hvad-sogdu-stjorarnir-i-kvold/

    Roy Hodgson og lið hans gerði ekki gott mót í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Wigan Athletic á útivelli. Hodgson tók jafnteflið ekki nærri sér heldur var hann bara hinn þakklátasti með stigið sitt góða. ” Mér fannst við byrja og enda vel í kvöld, en á löngum köflum vorum við yfirspilaðir af Wigan, sem spiluðu virkilega vel. Þeir litu vel út í kvöld vegna allra sendinganna sem misheppnuðust hjá okkur í kvöld og með því buðum við þeim upp á það að spila vel, skapa færi og ógna á okkar svæðum.”

  52. maggi #59….. fannst þér í alvörunni konchesky vera spila vel?? eða er getan hans ekki meiri en þetta?? ég gat ekki betur séð en að hann hafi átt þetta mark wigan alveg skuldlaust….. var allavega ekki á svæðinu þega fyrirgjöfin kom….
    en kannski yfirsást mér eitthvað í hans spili í kvöld….. viðurkenni það fúslega að kannski er ég ekki rétti maðurinn til að dæma hans leik í kvöld en mér fannst hann spila ömurlega

  53. 63

    Já Hodgson kann svo sannarlega að efla sjálfstraustið hjá ungum leikmönnum.

    Var ekki lengi að firra sig allri ábyrgð eftir Northampton ruglið þar sem hann kenndi ungu strákunum um allt. Þetta var sko ekki honum að kenna.

    Greinilega eðal náungi hér á ferð.

    Er þetta Roy Hodgson grín ekki að verða búið? Alveg kominn tími á að fá alvöru framkvæmdastjóra.

  54. Hérna Einar Örn með allri virðingu þá ættir þú ekki að skrifa skýrlsurnar, þú virðist hafa mjög neikvæð úrslit á leikina 🙂

    En að leiknum, Torres var fínn í byrjun svo dó hann þegar að miðjan datt inní teig, vörnin hvarf inní netið til Reina sem reyndi sitt besta í að verja félaga sína í netinu frá skotum Wigan, Carra stökk endrum og sinnum útí teigin og hreinsaði líkt og vanarlega, Kelly reyndi sitt besta í að loka hægri kantinum en fór niður á við þegar að Moses kom inná, Gerrard reyndi að berjast og ég hreinlega trúi ekki að ég ætli að segja þetta en Poulsen var með betri mönnum þegar að hann kom inná, semsagt liðið spilaði hryllilega !

    Jón Árni

  55. Langar samt að benda á eitt enn, mér þykir alltaf jafn leiðinlegt þegar að stuðningsmenn drulla yfir ungu strákan í liðinu, ég get alveg sagt það að mér fanst Shelvey lélegur í þessum leik en kauði er 18 ára og var ekki að spila sína stöðu, hann þarf að venjast, sama var með Lucas fyrir nokkrum mánuðum, allir drulluðu yfir hann en hvað er hann gamal, 21 árs núna og er með betri mönnum liðisins. Og eitt að lokum, alltaf var drullað endalaust yfir Rafa fyrir að leyfa ekki ungu strákunum að spila meira, og núna er svo drullað yfir Hodgson fyrir að leyfa þeim að spila of mikið. Mér finnst að menn ættu að hugsa smá áður en þeir skrifa, það er bara lágmark til að halda umræðunni á hærra stigi en í barnaskóla. Mynda sér skoðun og standa við hana, ekki breyta eftir hvern einasta leik, þá eruð þið engu skárri en litlir krakkar sem skipta um lið sem þeir halda með eftir þvi hver vinnur!

  56. 68: Menn eru fúlir og pirraðir yfir leiknum, og við þurfum eitthvað til að drulla yfir 🙂 gengur ekki bara að drulla yfir Hodgson, eruði ekki orðnir vanir þessu eftir tapleiki? mér finnst þetta 100% leyfilegt, svo eftir næsta leik sem verður vonandi sigurleikur þá byrja allir að lofa öllum leikmönnunum. Svona er þetta bara, þýðir ekkert að röfla yfir því. Shelvey verður oruglega orðinn næsti Gerrard aftur eftir næstu 5 leiki. (Ef við vinnum þá þ.e.a.s. og drengurinn stendur sig.)

  57. Hodgson explained: “He was sick. I don’t know how long it will take for him to recover. He felt ill just before the game in the warm up. He wanted to play and got through the first half but at half-time he was sick again, so there was no option.”

    af hverju tekur hann ekki menn úr liðinu sem eru ekki 100%

  58. Thetta timabili er mikil russibanareid fyrir LFC menn..Thad er oft stutt milli hlaturs og graturs…En er stadreyndin ekki su ad thad eru allir leikir i EPL erfidir og madur getur aldrei bokad sigur…Thad gildir allavegana um United thessa dagana og mer finnst vid nu hafa øllu sterkara lid i dag en LFC….En thetta var lika malid a sidasta timabili ..LFC spiladi betur gegn betri lidunum en theim slakari !

  59. ¨Maggi nr 59: Það voru þrír Liverpool leikmenn rangstæðir þegar Kuyt skoraði og hann sjálfur líka. Konchesky var alls ekki nógu góður og eg er hissa á að svona mikill sparkfræðingur eins og þú vill vera skuli láta svona lagað koma frá þér .
    En ég er nú að verða sammála Hodgson um það að við stuðningsmenn Liverpool verðum að fara að slaka aðeins á kröfonum þetta tímabilið því að við höfum einfaldlega ekki mannskapinn í að vinna alla leiki. Ég ætla alla vega að fara að horfa á okkar leiki aðeins meira afslappað en ég hef gert og reyna frekar að hafa gaman af þessu. Það eru komnir nýjir eigendur og það eru miklar breitngar framundan og því skulum við gleðjast yfir en hætta rövlinu út í Hodgson sem er hvort sem er bara tímabindið þarna og mun ekki einu sinni ráða því hverjir verða keyptir í janúar.

  60. Búinn að renna lauslega yfir kommennt og þar er að finna setningar eins og “burt með RH “og fl, í þeim dúr. Bíddu var hann ekki að nota sama liðið og var á móti Che$#”#$ og var það ekki eðlilegt. Skrifa þennan leik alfarið á leikmennina sem eru VONANDI EKKI að falla í sömu gryfju og áður, þeas, lélegar sendingar og tilviljunarkennt spil en eg held að þetta hafi verið þreyta í mönnum enda búnir að spila 3 leiki á viku og sást vel á sumum leikmönnum að þeir voru búnir á því. Vigan er að sjálfsögðu að bæta sitt spil enda í fallsæti þannig að stig á útivelli er ekki til að gráta útaf….

  61. 74 Rétt sömu leikmenn enn önnur taktík. Ef við pressum ekki hátt á vellinum þá kemur nákvæmlega ekkert út úr okkar leik. Þess vegna eru menn að segja að RH sé huglaus. Við komumst ekki fram yfir miðju fyrstu ca 15 mínútur í seinni hálfleik! Munurinn á þessum leik og Chelsea er bara taktík.

  62. Góðan daginn drengir!! Hef verið stuðningsmaður Liverpool í mörg ár og mun halda því áfram alla mína ævi. Hins vegar er ég hér með hættur að leggja mig fram að horfa á leiki Liverpool á netinu og sjónvarpi. Kannski betra að segja að ég er hættur að horfa á Liverpool undir stjórn Roy´s. Ég hef ekki áhuga né styrk til liða svona illa eins og mér leið í gær þegar ég var að horfa á leikinn. Glataður leikur, heimskulegar skiptingar, stjarnfræðilega ömulegt kerfi sem LIVERPOOL spilar á móti litlu liði. LIVERPOOL fans í heiminum langar til að sjá LIVERPOOL sækja og reyna að vinna leiki ekki reyna að ná jafntefli við Wigan. Í mínum huga er Roy kominn í hóp með Souness yfir lélegustu managers hjá LIVERPOOL. Burtu með þetta fífl áður það er of seint. Áfram Liverpool!!!!

  63. Mikið ofsalega var vont að horfa á leikinn…. Maður fékk hreinlega bara verki og svona óþægindatilfinningu. Mikið ofsalega langaði mig að svipta meirihlutanum laununum. það var eins og menn héldu bara að þeir væru búnir að vinna fyrir þeim á sunnudeginum með glæsilegri frammistöðu gegn chelsea… maður hreinlega spyr bara… Hvað gerðist eiginlega… hvernig í ósköpunum geta Atvinnumenn í fótbolta verið svona svaaaaaaaakalega misjafnir. Þeir fá jú borgaðar háar fjárhæðir fyrir að skila toppbaráttu og toppleikjum hvað eftir annað. Ég er ekki fylgjandi gamla mannsins en það er ekki hægt að skrifa þetta eingöngu á hann. Leikmenn voru bara ekki að vinna sína vinnu , svo mikið er ljóst. Óánægja Liverpool aðdáenda kom bersýnilega í ljós í lok leiksins þegar þeir hreinlega snéru baki í völlinn. Maður hreinlega vorkenndi Torres og hann hefur líklega hugsað frá 10 mín til 80 mín… “WTF er ég að gera hérna…. Ég nenni ekki að spila svona fótbolta” Ég verð að segja að við vorum heppnir að hafa fengið stig úr þessum leik. Og í staðinn fyrir að hrósa liverpool leikmanni ætla ég að hrósa N´Zogbia…… Leikgleði og barátta skilaði honum magnaðri frammistöðu.

  64. Burtu með helvítis stjórann…
    Fyrir utan fyrrihálfleik á móti chelsea, höfum við ekkert getað í vetur EKKERT EKKERT
    helvítis fucking fuck !!!!!!!!!!!!!

  65. Ef Liverpool hefði unnið þenna leik, ef að skotið hjá Gerrard hefði farið í markið en ekki í slánna, þá væri liðið í 5 sæti.

  66. Búinn að lesa leikskýrslu og megnið af kommentum! Mikið skelfing er ég feginn að hafa misst af þessum leik!

    YNWA

  67. Ég játa það að ég náði einungis seinasta hálftímanum en það tók mig innan við 5. mín að verða prirraðan.
    Ég hugsaði með mér, yfir hverju er ég að prirra mig: Torres og Gerrard nei það voru ekki þeir beint ég meina Torres skoraði mark og ef að rétta færið hefði komið hefði hann klára það tvímælalaust. Gerrard var þarna átti skot í slá óheppinn, en með heppni hefði hann gert okkur glaða. Carra barðist okei.
    Nei það sem prirraði mig var hversu sendingar okkar voru lélegar og skipulagið bitlaust. Við vorum seinir fyrir, boltin var sendur fyrir aftan menn, lélegri boltar og menn of ragir við að fara í 50/50 bolta.
    Það vantaði bit og vilja.

    Liverpool var þekkt fyrir að taka stóru liðin og tapa fyrir minni liðum. Síðustu úrslit hafa gefið okkur aðdáðendum von og bjartsýni en svo kemur úrslit eins og þessi… við erum enn inn í óverðurskýi.

    YNWA

    • Ef Liverpool hefði unnið þenna leik, ef að skotið hjá Gerrard hefði farið í markið en ekki í slánna, þá væri liðið í 5 sæti.

    Það er rétt en það hefði engu breytt hvað spilamennsku liðsins varðar. Við fengum leið á Houllier fyrir löngu og fyrir mitt leiti langaði mig EKKERT að fá hans líkan aftur…sem virðist vera raunin. Hann skilaði okkar samt alveg í 2-5 sæti reglulega og gerði margt gott fyrir liðið.

  68. Jesús, liverpool væri í 5. sæti núna hefðu þeir ekki ákveðið að bakka í vörn á 20.mínútu gegn wigan sem er þekkt fyrir að tapa leikjum stórt og voru fyrir leik í 18 sæti !
    Hodgson er bara ekki að átti sig á því hvernig lið sem vill vera í toppbaráttunni á ða spila gegn liðum á útivelli.

  69. haha. menn hevví sáttir að byrja með sama lið en kvarta svo eftir leik að menn skyldu ekki hafa verið hvíldir

  70. Þetta var þreyta í mönnum, fer ekki ofan af því. Torres eða Gerrard eiga eftir að segja það, of margir leikir á viku og of lítil breydd hjá Liv, vegna helv,,,, kana gosana.

  71. Þreyta í liðinu? Ég veit ekki betur en að Wigan hafi spilað um seinustu helgi. Af því er virtist litu þeir út eins og að þeir gætu spilað 90 min í viðbót þegar flautað var af.

    Fáránlegt að nota það sem afsökun að liðið hafi verið þreytt. Ef það var þreytt þá er eitthvað af þjálfun og stjórnun liðsins.

  72. Eg get ómögulega skilið hvað gengur á í hausnum á Roy Hodgson stundum. Poulsen inn fyrir Kyut í stöðunni 1-1 á móti Wigan, segir allt sem segja þarf. Hann leggur áherslu á að vernda jafnteflið á móti Wigan, í staðinn fyrir að blása til sóknar síðustu 10 mínuturnar. Kyut var þreyttur, skiljanlega, og þurfti að fá hvíld, en ég minni á að N´Gog var þarna á bekknum. Herra Hodgson hefur greinilega ekki meiri trú á getu lidsins en þetta, hann hendir inn handklæðinu á móti Wigan.

    En minn maður leiksins er Gerrard, klárlega. Bjó til markið og var óheppinn að skora ekki, og sú litla ógnum sem kom frá okkur hendi var í gegnum hann.

  73. Aquilani kominn í ítalska landsliðið á ný. Mikið væri nú gott að geta nýtt hann fyrir Liverpool!

  74. Eftir að hafa lesið þessa bestu fótboltaspjallssíðu landsins lengi var ég farinn að óttast að það gæti verið möguleiki að Liverpoolarar væru bara aðeins yfirvegaðri í umræðunni um boltann heldur en við United menn (m.v. manutd.is spjallið)
    Þannig að ég þakka GH @ 95 fyrir linkinn sem sýnir mér að það er bara misskilningur. Gaman að þessu!

  75. Eitt jákvætt sem ég sé við það hvað Liverpool voru lélegir í þessum leik. Comolli innkaupastjóri ætti að hafa séð hvað vantar í Liverpool liðið, kantmenn og framherja.

  76. ja og ekki gleyma bakvörð vinstra megin og sterka miðjumenn sem eru eins góðir og gerrard

  77. Er liðið ekki í æfingu til að spila í miðri viku. Þeir voru allir ömurlegir.

    EN ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  78. Eitt það versta við þessi úrslit er að ef við hefðum unnið værum við núna í 5ta sæti og aðeins 3 stigum á eftir ManCity

  79. Þetta var ÖMURLEGUR leikur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  80. Fyrir það fyrsta þá hef ég oftast getað tamið mér að telja upp að 10 áður en ég rýk á internetið og tjái mig um leiki Liverpool. Reyndar hef ég ekki skrifað hér áður.

    Man einhver hvað var meginatriðið sem kvartað var yfir hjá Rafa Benitez? Jú, hann var endalaust að rótera liðinu og enginn leikmaður gat verið viss um að vera í liðinu næst, þó svo hann stæði sig vel í leiknum á undan. Í hvert skipti sem hann skipti inná leikmanni þurftu allir þeir sem fyrir voru að færa sig til á vellinum, svo ekki sé talað um regluna um fyrstu skiptingu á 70. mínútu sama hvernig gekk. Það var ekki til neitt byrjunarlið hjá Liverpool, bara nýjar fréttir um hverja helgi.
    Þetta fór mjög í taugarnar á mér og eflaust mörgum öðrum.

    Auðvitað er ég ekki ánægður með árangurinn það sem af er hjá Roy Hodgson, en það sem mér sýnist hann hins vegar vera að gera er að hann er að finna sitt byrjunarlið, sem hann heldur óbreyttu svo fremi sem allir eru heilir. Hann vill spila á sínum 11 bestu mögulegu mönnum og aðrir eru varamenn sem koma svo inn í liðið eftir aðstæðum. Ég virði það.
    Það hafa verið mikil batamerki á liðinu uppá síðkastið og þrátt fyrir þetta bakslag á móti Wigan. Kannski er ástæðan sú að 11 manna byrjunarliðið er smátt og smátt að smella saman.

    Persónulega á ég erfitt með að skrifa lélega spilamennsku gegn Wigan á Roy Hogdson, þó það sé auðvitað alltaf auðveldast. Það var liðið sem brást að þessu sinni.

  81. Hvað meinarðu með að hann sé að finna sitt byrjunarlið??????????????

    Hann er búinn að stjórna liðinu í 20. leikjum þar af hefur liðið spilað vel í cirka 130 mín. SAMTALS

    Léleg spilamennska skrifast alfarið á hans reikning, maður sem vinnur ekki útileik í 442 daga getur ekki verið með mikla mótiveringarhæfileika svo að ekki sé talað um taktíska snilldargáfu. Enda hefur hann beitt sömu taktík í 35 ár.

  82. Reina er frábær markvörður en það var hann sem gaf Wigan markið og var því að mínu mati ekki að skila nokkurnvegin skammlausum leik.

Liðið gegn Wigan

KOP QUIZ / BJÓRKVÖLD FÖS. 20:00