KOP QUIZ / BJÓRKVÖLD FÖS. 20:00

Á morgun gerist það, fyrsta Pub Quiz Liverpool bloggsins og þ.a.l. einstakt tækifæri fyrir lesendur síðunnar, vini þeirra og aðra púllara að athuga hvar þeir standa í Liverpool fræðunum gagnvart þeim allra hörðustu.

Fyrir þá sem þurfa afsökun fyrir slæmu (eða góðu) gengi þá er Liverpool klúbburinn með bjórkvöld á sama tíma og á sama stað sem er ótrúleg tilviljun og kostar vökvinn hjá þeim svipað mikið og hann kostaði það herrans ár 2007 eða þar um bil.

Ef við setjum dæmið upp á svo einfaldan hátt að jafnvel SSteinn skilur það:

Hvar: Players Kópavogi, heimavelli okkar hér á landi.
Hvenær: Flöskudaginn 12.nóv (á morgun)
Bjórkvöld hefst klukkan 20:00
Kop Quiz hefst 21:00
(21:00 er teygjanlegt hugtak).
Verð: Frítt á Bjórkvöld og Quiz (sem er mjög gott verð), bjórinn kostar rétt rúmlega einn rauðan (sem er líka fínt verð).
Eftir Bjórkvöld/Quiz: Það er hið óviðjafnanlega Júlla diskó, sem trekkti ekki færri en 600 manns að síðast. Mikið betra geim en nafnið gefur kannski til kynna. Þar er líka frítt inn og bara hundar og læti.

Hvað er Pub Quiz: Fyrir þá sem ekki vita hvað Pub Quiz er þá er þetta ótrúlega einfaldur spurningaleikur og hreint frábær afsökun til að fá sér bjór, sérstaklega þegar viðfangsefnið er Liverpool FC. Það er ekkert betra viðfangsefni til þegar kemur að pub quiz og ég fullyrði aldrei betra tækifæri fyrir mjög marga sem kíkja reglulega hingað inn til að líta út fyrir að vera gáfaðir. Pub Quiz bara með Liverpool spurningum er eins og draumur þegar kemur að spurningaleikjum. Þetta er samt blanda af nokkuð þungum og léttum spurningum og ekkert endilega víst að “proffarnir” rústi þessu og ætti klárlega að vera við ALLRA hæfi 🙂

Þetta virkar þannig að það eru tveir saman í liði og þeir eiga að reyna að svara eins mikið af spurningum og þeir geta. Það er ekki leyfilegt að vera þrír saman í liði en hafi menn engan partner er auðvitað guðvelkomið að spila einn eða sjá hvort ekki sé einhver stakur á Players sem hægt er að spila með. Spurningarnar koma allar til með að snúast um Liverpool FC en viðfangsefnum er skipt í 6 flokka og eru sex spurningar í hverjum þeirra.

Sem dæmi þá kemur einn flokkurinn til með að leggja aðeins áherslu á síðuna okkar, kop.is þannig að ekki væri úr vegi fyrir menn að vita eitthvað um hana, þó spurningarnar séu auðvitað aðallega um Liverpool í þeim flokki líka. Einn flokkurinn er síðan bara bland í poka þannig að til að vera hann á hreinu þarftu að vita ALLT um Liverpool. Hinir flokkarnir fjórir fjalla svo bara um klúbbinn á hefðbundinn hátt og verður ekkert gefið upp um viðfangsefnið í þeim flokkum. Þó skal tekið fram að við tökum mjög vel í allar tegundir af mútum.

Ekki missa af þessu, það er ekki Pub Quiz um Liverpool á hverju ári, það er ekki bjórkvöld hjá Liverpool klúbbnum í hverjum mánuði og það er ekki á hverjum áratug sem þér lesandi góður gefst tækifæri til að sjá Magga með berum augum. Hvað þá að sjá eftir Quiz-ið manninn sem er allra manna fróðastur um Liverpool hér á landi…eða jafnvel vera sá maður.

Þeir meðlimir kop.is sem eru á landinu mæta ferskir

Kveðja
Aðstandendur kop.is og Liverpool klúbbsins.

29 Comments

  1. Hættiði að tala um Bjórkvöld, spurningakeppni, alla púllara saman og eðal dansileik. Ég er í Noregi og langar að vera með en get ekki. Kem næst ef það verður aftur eftir áramót, td í mars eða apríl. Vona að þið hinir getið skemmt ykkur vel samt.

    En ein pæling væri það nokkuð vitlaust að kaupa N Zogbia? skemmtilegur kantmaður og hreint út sagt frábær í gær. Kaupa hann og Ashley Young og kantmálin afgreidd.

  2. Jæja.. ég verð fyrir sunnan býst ég við… hver ætlar að vera með mér í liði ??

    Arngrímur ? Mummi ??

    Einhver sem man eitthvað um Liverpool, því ég man ekki neitt.? .. en ég er fjandi skemmtilegur !!

    Insjallah.. Carl Berg

  3. Væri líka gaman fyrir þá sem komast ekki ef einhver nennti að setja spurningarnar hérna inn á síðuna eftir helgi.

  4. Carl Berg því miður verður þú að leita á önnur mið því ég verð á ekki á staðnum … en dóttir mín ætlar jafnvel að mæta & rúlla þessu upp 😉

  5. Sammála Viðari um N’Zogbia og Young.

    Svo er ég sá sem afsanna það að heimskur sé jafnan höfuðstór á þessari ágætu mynd!!!

  6. og SSteinn sannaði málsháttinn “lítið vit í litlum kolli ” 😉

    C.B

  7. Verður ekki einhver með myndavél og smellir nokkrum?

    Ekki gaman núna að búa erlendis.

  8. Einhver sem man eitthvað um Liverpool, því ég man ekki neitt.? .. en ég er fjandi skemmtilegur !!

    Þetta fyrra er fullyrðing sem stenst algjörlega, það seinna…hmm

    Svo er ég sá sem afsanna það að heimskur sé jafnan höfuðstór á þessari ágætu mynd

    Sólgleraugun eru algjörlega að gera sig, skil samt ekki í mönnum sem fara á árshátíð með sólgleraugu.

  9. En fyrir þá Liverpool aðdáendur sem drekka ekki, er eitthvað sniðugt fyrir þá að mæta….verður þetta ekki bara brjálað fyllerí og læti

  10. Ingi B. (#11) – Ég verð edrú og eflaust einhverjir örfáir fleiri. Skiptir einhverju máli þótt meirihlutinn verði í bjór? Við erum bara að fara að ræða Liverpool fram eftir kveldi. Gerist það betra?!?

    dóri (#8) – Það verður eitthvað fjallað um þetta og við setjum inn nokkrar myndir eftir Stoke-leikinn á morgun. Svo vorum við búnir að lofa að setja spurningarnar inn líka þannig að þið sem ekki komist missið ekki af öllu saman. 😉

  11. Smá offtopic (nei ekkert smá!!) Hef miklar áhyggjur af okkar ástsæla markverði, honum Reina, er hann virkilega að fara frá okkur?? Það virðist eitthvað vera í gangi, allavega miðað hvernig hann talar… Eru blöðin kannski að snúa útúr orðum hans?
    Einhver sem er connectaður í Liverpoolborg sem veit eitthvað ??

  12. Sorry smá off topic. En geta menn sem þekkja vel til svarað því hvort það sé eitthvað til í þessu með að Reina vilji fara í Janúar?

    SSteinn, þekkir þú ekki eitthvað til í bítlaborginni og hver sagan er þar?

    Er á því að Reina sé okkar mikilvægasti leikmaður og er líklega einn af fáum sem hafa keypt 3 markmannstreyjur með hans nafni. Hann má alls ekki fara.

  13. Ég heyrði á Bylgjunni í morgun að skv. Daly Mail væri hann að fara og fullt að markmönnum aö koma í staðin. Þannig að ef við miðum bara við þá einföldu staðreynd að Daly Mail hafa nánast alltaf rangt fyrir sé þá hef ég ENGAR áhyggjur af Reina.

    Öllu meiri áhyggjur af Carlberg og hvernig honum muni ganga í kvöld….svo ekki sé talað um Braga blessuðum Brynjars!

  14. er sammála 14 er búinn að vera reyna lesa mér til um þetta og er ekkert yfir mig hrifinn að scmeichel sé eitthvað að tjá sig um reina….. en er eitthvað vitað um ástæðuna fyrir þessu??

  15. Babu.

    Eitthvað virðist vera í gangi:

    Balague: Statement on Reina situation at Anfield to be released on club website this morning. #LFC

  16. Ég trúi því ekki að Reina myndi leggjast svo lágt að fara til Man Utd og eyðileggja það legend orðspor sem hann hefur byggt upp hjá Liverpool.

    Ég hef bara séð þetta á Daily Mail þannig að ég tek þessu með fyrirvara. Það sem pirrar mig er að Danska skínkan og landi pylsunnar er farinn að tjá sig um vistaskipti Reina. Ef Reina hefur eitthvað gefið í skyn að hann gæti farið þá trúi ég því að það hafi verið til þess að ýta á núverandi eigendur að styrkja liðið í janúar-glugganum. Reina hefur sýnt það hingað til að hann er Liverpoolmaður í gegn og vann sér inn mörg prik með að skrifa undir samning í sumar þegar allt var í volli. Það að hann yfirgefi klúbbinn í janúar, kæmi mér mjög á óvart.

  17. Slökum á. Samkvæmt fregnum á Twitter er að vænta fréttayfirlýsingar frá LFC þar sem lítið er gert úr þessum fréttum og staðfest að Reina sé ekki að fara neitt.

    Sjáum hvað er að frétta þegar sú yfirlýsing er komin út.

  18. Sko, yfirlýsing frá LFC og Pepe Reina: I’m fully committed:

    “I have not told the manager that I wish to leave in January, or at any other time. It is important our fans know this.

    I have a long-term contract at Liverpool and I am fully committed to the club.

    Our new owner met me and some of the other players last week and I was very happy with what he told me.”
    -Pepe Reina

    Málið dautt. Slúður, ekkert meira. Pepe er ekkert að fara.

    Aftur að bjórkvöldinu og pub-quizinu. Ég vona að menn muni eftir að kynna sér sögu Kop.is og okkar sem stöndum að síðunni ef menn ætla sér að ná í einhver verðlaun. Aldrei að vita nema að það verði þörf á að vita eitthvað um okkur… 😉

  19. Ég þakka hugulsemina Babu… ég hef sjálfur drullu miklar áhyggjur af því hvernig mér komi til með að ganga í kvöld, og enn meiri áhyggjur af því hvernig mér komi til með að ganga í fyrramálið, því ég þarf að vinna kl 8 í fyrramálið… úff…

    En mínar áhyggjur snúast svo sem líka að því, að það virðist enginn vilja vera með mér í liði…. sem ég skil auðvitað ekki !!! – Ég er virkilega frambærilegur meðspilari og (stór)skemmtilegur alveg hreint !! 😉

    Látið mig svo vita, hver ætlar að vera með mér í liði.. og rólegir drengir.. ekki allir í einu… !!

    Insjallah..

    Carl Berg- hinn magnaði….

  20. Ég þakka hugulsemina Babu… ég hef sjálfur drullu miklar áhyggjur af því hvernig mér komi til með að ganga í kvöld, og enn meiri áhyggjur af því hvernig mér komi til með að ganga í fyrramálið, því ég þarf að vinna kl 8 í fyrramálið… úff…

    En mínar áhyggjur snúast svo sem líka að því, að það virðist enginn vilja vera með mér í liði…. sem ég skil auðvitað ekki !!! – Ég er virkilega frambærilegur meðspilari og (stór)skemmtilegur alveg hreint !! 😉

    Látið mig svo vita, hver ætlar að vera með mér í liði.. og rólegir drengir.. ekki allir í einu… !!

    Insjallah..

    Carl Berg- hinn magnaði….

  21. Mig langar að taka eitt fram til viðbótar – ef þið lesendur síðunnar komið í kvöld, finnið okkur strákana þá og takið í spaðann á okkur. Við viljum endilega geta sett andlit á bakvið nöfnin sem hafa verið að kommenta hérna síðustu árin.

  22. Var í alvörunni enginn séns að halda þetta í Biskupstungum???

    • Var í alvörunni enginn séns að halda þetta í Biskupstungum???

    Getur ekki ímyndað þér hvað ég barðist fyrir því!!

  23. Elías Már , er það ekki bara díll ?? Við ruslum þessu upp… ég er að fara að hoppa uppí flugvél rétt á eftir …

    Insjallah… Carl Berg

Wigan 1 – Liverpool 1

Stoke er ekkert djók